Heimskringla - 17.10.1945, Blaðsíða 6

Heimskringla - 17.10.1945, Blaðsíða 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 17. OKTÓBER 1945 (S$£><S7 QSSSSS&' ON TH£ ''EOND WAGOW MO NE/GHBOURS- \ARE BOy/N'EöWDS jrpXpMU BET Á SKEMTIFÖR “í>að mun vera mér hin mesta ánægja,” svaraði hann háðslega, “en þér verðið að fyrir- gefa mér, er eg segi að mér finst það tæplega þess vert að útskýra þetta að svo komnu.” “Vilduð þér gera svo vel og útskýra hvað þér meinið með því?” “Alveg það, sem eg segi. Það er útlit fyrir að þið verðið að vera gestir okkar í fremur langan tíma, og þess vegna þarf ekki að útskýra það nánar.” “Þér hafið þá í hyggju að hafa okkur hér fangna um hríð? En Mr. Pendergast, yður er óhætt að reiða yður á, að þegar eg kemst út skuluð þér fá duglega ofanígjöf hjá mér.” “Það finst mér næsta sennilegt, að ef við hittumst síðar meir, lendi í handalögmáli. Og mér virðist Mr. Hatteras, að þér séuð maður, sem vel væri virði að taka á við.” Ennþá hafði ungi lávarðurinn ekki mælt orð frá vrum. Nú kom röðin að honum að spyrja Pendergast. “Ef þér haldið að hann faðir minn láti mig dúsa hér lengi, þá bregðast þær vonir yðar áreiðanlega. Og ef þér væntist lausnargjalds frá honum, þá veit eg að þér fáið ekki grænan eyri.” Er hann nefndi orðið “lausnargjald”, veitti eg því eftirtekt að andlit fangavarðarins fékk undarlegan svip á sig, en hann sagði ekki neitt, en hló bara háðslega. Síðan gekk hann til dyr- anna og kallaði til einhvers á arabisku. Sem svar kom gríðarstór svertingi í ljós. Hann bar bakka, en á honum stóðu tveir diskar með mat og tvær vatnkrukkur. Þetta var sett fram fyrir okkur, og bað Pendergast okkur að taka til matar værum við svangir. “Þið megið ekki halda að við ætlum að svelta ykkur,” sagði hann. “Ykkur verður færður matur tvisvar á dag. Og ef þið óskið þess, þá getið þið fengið vín og tóbak. En áður en eg fer nú, þá skal eg gefa ykkur gott ráð. Látið yður ekki detta í hug að þið getið sloppið héðan. Alt samband við umheiminn er alger- lega ómögulegt. Ef þið hagið yður vel, munum við fara vel með ykkur. Ef ekki, verðið þið settir í sérstaka klefa og meðferðin mun breyt- ast og ekki til batnaðar. Eg veit að járnviðj- urnar munu reynast seigar áður en þið losið þær.” Að svo mæltu fór hann ýt úr herberginu og læsti hurðinni vandlega á eftir sér. Þegar við vorum orðnir einir eftir varð löng þögn. Það er óþarfi að taka það fram, að hin prúðmannlega yfirlýsing markgreifans, að sýkna mig af allri sök í þessu óhappi okkar, sef- aði alls eigi samvizku mína. En eitt var það, sem eg var ákveðnari í en nokkru sinni fyr, og það var þetta: Hverjar svo sem afleiðingarnar yrðu, og hvað sem það kostaði, þá ákvað eg að finna ráð til að losna úr þessari prísund, og af- henda unga manninn heilan á húfi föður hans, þótt það kostið líf mitt. En hvernig áttum við að losna úr þessari prísund? Við gátum ekki hreyft okkur sakir hlekkjanna, sem bundu okkur fasta við vegginn, og þótt eg reyndi alla mína krafta gat eg ekki losað hringinn hið allra minsta. Stundirnar voru lengi að líða og loks leið dagurinn, en kjör okkar breyttust ekki neitt. Um sólarlagsbil kom hinn sami negri með mat- inn. Er hann fór var hurðinni læst á ný og við höfðum engan annan félagskap en hið auma ástand okkar og dauflegar hugsanir, og auk þess sæg af músum, sem þutu eftir gólfinu. Það sem gerðist hina næstu sjö daga var ekki í frásögur færandi, nema það að við heyrð- um sama hanan gala, hundinn gelta og klukk- an sex hvern morgun, gekk sami bægifóturinn eftir strætinu á baik við mig. Kl. 8 næstum því á mínútunni kom sami negrinn með mat- inn, og eins um sólarlag. Ekki sáum við Pend- ergast framar, og þótt eg reyndi að brjóta hlekkina var það árangurslaust. Hver ráða- gerðin á fætur annari varð að engu vegna þess, að þær voru óframkvæmanlegar. Þannig liðu þrjár vikur og höfðum við nú dúsað í þessu and- styggilega herbergi í tuttugu daga. Eins og auðskilið er, vorum við að þeim tíma liðnum orðnir daufir í dálkinn. En eitt verð eg að minnast á. Aldrei hafði eg kynst neinu, sem jafnaðist við þolinmæði og jafnaðargeð félaga míns. Hann ásakaði mig aldrei nokkurntíma fyrir að við höfðum lent í þessu, en tók öllu eins og það kom án þess að mögla eða kvarta. Eitt atriði fanst mér eftirtektavert og það var, að hvern morgun kl. 6 eða hálf sjö gekk sami halti maðurinn um götuna, og í sambandi við það hafði eg gert einkennilega uppgötvan. Af hljóðinu, sem hækjurnar gerðu á gangstétt- inni tók eg eftir því, að önnur þeirra var jám- sóluð en hin ekki. Hvar hafði eg heyrt í þessum hækjum fyr? Eg var viss um að hafa gert það. Eg hugsaði um þetta í hálfan dag, og þegar eg var að éta kvöldmatinn mundi eg eftir að það var betlarinn sem hafði hrært Beckenham til meðaumkvunar með sögu sinni fyrsta kvöldið, sem við vorum í Port Said, því eg mundi nú, að hækjurnar hans höfðu gert nákvæmlega sama glamrið og þessar gerðu. Ef þetta var rétt hjá mér, og við gætum nú bara komist í samband við betlarann halta, þá byðist okkur gott tæki- færi til að sleppa úr þessari prísund. En hvernig áttum við að fara að því? Við ræddum það fram og aftur en ætíð árangurslaust. Við urð- um að stansa hann þarna úti á götunni. En hvernig? Það gat ekki verið um gluggann að ræða, né heldur um hurðina. Eini vegurinn til að ná samibandi við hann var pípan gegn um vegginn. Við vörðum öllum deginum til að leysa þessa þraut, sem virtist alveg óleysanleg. En svo datt mér skyndilega ráð í hug. “Nú hefi eg fundið ráðninguna,” hvíslaði eg, ef vera skyldi einhver, sem stæði á hleri við hurðina. ý‘Við verðum með einhverju móti að veiða mús og láta hana flytja umheiminum boðskap um ástand okkar.” “Þetta er ágætis hugmynd! Nú hugsa eg að þér hafið bjargað okkur!” En að veiða músina var hægra sagt en gert. Þótt alt moraði af þeim, þá voru þær svo fljótar og styggar að hvað sem við reyndum gátum við samt ekki náð í neina þeirra. En loksins voru hinar mörgu tilraunir mínar krýndar hepninni, og eg hélt hinum dýrmæta fanga í hendinni. Nú datt mér nýtt ráð í hug. Ef okkur langaði til að handsama Dr. Nikola og óaldarflokk hans og hegna þeim, og vildum vita um ástæðurnar fyrir ofsóknum þeirra í okkar garð, þá máttum við ekki snúa okkur til almenningsins um hjálp. Nei, við urðum að snúa okkur til betlarans, sem gekk hvern morg- un fram hjá fangaklefa okkar. “Þetta bréf snertir yður meira en mig," sagði eg við félaga minn. “Hafið þér ritblý í vasanum?” Það hafði hann og hann fleygði því til mín. Svo tók eg dálítinn bréfmiða úr vasa mínum og skrifaði á það eftirfarandi setningar á frönsku og ensku: “Ef þetta bréf berst í hendur manns, sem ungur Englendingur gaf hálft pund fyrir þrem- ur vikum síðan, þá er hann nú beðinn að koma íþeim til bjargar, sem hjálpaði honum, því alla þá stund, sem síðan er liðin, hefir hann verið fangi í herbergi, sem snýr annari hliðinni út að götunni, en á hinni hliðinni er gluggi, sem neglt er fyrir. Til þess að geta hjálpað honum, þarf hann að fá litla þjöl, og hún verður að sendast inn um pípu, sem liggur í gegn um múrinn út á götuna. Þegar þjölin er send inn verður fimm punda bankaseðill sendur um hæl út um pípuna á sama hátt og þetta bréf er sent, og annar til, ef hann þegir um þetta og þeir, sem fangar eru hér, sleppa.” Við höfðum tæplega lokið bréfinu, þegar svertinginn kom inn með kvöldmatinn. 1 seinni tíð færði hann okkur matinn í pönnunn, sem hann var steiktur í og skamtaði hann svo á disk- ana okkar. En þeir voru aldrei þvegnir síðan við komum þarna. Altaf á meðan fagavörðurinn var inni hélt eg hinni titrandi mús í hendinni, og geymdi hana eins vandlega og hið eina ráð, sem okkur stóð til boða að losna úr þessum vandræðum. En ekki ihafði hann fyr lokað dyrunum, en eg helti matnum úr disknum mínum og lét músina undir hann til að geyma hana á þennan hátt. Það var vel hægt að hugsa sér hversu löng þessi nótt virtist og með hvílíkri óþreyju við biðum dagsins. Undir eins og birti fór eg úr öðrum sokknum og rakti úr honum bandspotta, eg tvöfaldaði spottann, batt honum um bréfið, sem eg hafði undið saman í hnút og hinum end- anum batt eg um annan afturfót músarinnar. Nú biðum við þangað til kl. var sex. Sú stund rann upp og við hlustuðum áfjáðir hverja mín- útuna eftir aðra þangað til bægifótur kæmi. Við heyrðum skóhljóð hans í fjarlægð. Það kom nær. Þegar eg hugði að maðurinn væri rétt á bak við mig, teygði eg mig áfram og lét hinn einkennilega boðbera okkar inn í pípuna. Síðan biðum við átekta. Músin, sem var fegin að sleppa, hvarf inn í pípuna. Á eftir henni fylgdi bréfið, sem líf okkar bygðist á. Mínútur liðu, svo hálf stund, stund og dagurinn með. En engin boð bárust okkur um, að sendiferð músarinnar hefði borið árangur. Þetta kvöld veiddi eg aðra mús, skrifaði sama bréfið og áður og sendi hana svo með það á sama hátt og morguninn áður. Við sendum þriðja og fjórða bréfið, en árangurslaust. Nú var það orðið næstum ómögulegt að veiða mýsnar, en hið auma ástand okkar skerpti hugsunina svo mjög, að við fundum brátt gott ráð til að veiða eins margar þeirra og við vild- um. Bréfið var skrifað í sjötta sinnið og sent, þegar fótatakið heyrðist úti á götunni. Ennþá einu sinni hljóp músin út í gegn um pípuna og ásamt henni hvarf bréfið okkar einu sinni enn- þá. Við biðum ennþá einn dag með mikilli eft- irvæntingu, en í þetta skifti átti von okkar ekki að verða sér til skammar. Þegar klukkan var næstum því átta um kvöldið, og við vorum að því komnir að sleppa allri von, heyrði eg hávaða við fætur mínar; mér heyrðist, að einhver væri að reyna að smeygja einhverju í gegn um píp- una. Eg hvíslaði þessu að Beckenham og laut svo niður og hlustaði. Ef eg hefði nú bara haft eldspýtu. En það var árangurslaust að óska þess, sem ómögulegt var að gæti ræst, svo eg varð að láta mér nægja að leggja hendina yfir pípuopið. Jú, nú heyrðist hávaðinn á ný og eitthvað snerti lófa minn og sneri í pípuopinu. Eg fann eitthvað kalt í hendi minni, og með því að þreifa um það fann eg á hinum hvössu hrif- um, að þetta var þjöl. Eg dró hana mjög gæti- lega til mín eins og hún væri úr hreinu gulli, og stakk henni svo í vasa minn. Við þjölina var festur seglgarnsspotti, en hvaða ástæða fyr- ir honum var, gat eg eikki skilið í fyrstu, en eftir stundar íhugun kom mér til hugar, að hann var þarna til að minna mig á loforð mitt. Þessvegna tók eg upp fimm punda seðil úr leynivasa þeim, sem eg geymdi seðlana í, batt spottann um seðilinn og síðan var *hann dreginn út. Eg lét ekki lengi dragast, að byrja á að sverfa járnhringinn af hálsi mínum, og ekki var hálf stund liðin áður en eg hafði lokið því. Þótt eg reyndi í helit ár, þá gæti eg ekki látið öðrum skiljast, hversu unaðslegt mér fanst að geta staðið uppréttur. Eg rétti mig hvað eftir annað eins hátt og eg gat, svo læddist eg á tánum til markgreifans. “Þér eruð laus,” hvíslaði hann og greip hjartanlega í hendi -mína. “Hamingjunni sé lof!” “Þei! þei, beygið höfuðið og svo ætla eg að byrja á járnhring yðar áður en þér segið nokkuð meira.” Þar sem eg var fr^jálsari í hreyfingum mín- um og aðstaðan betri leið ekki á löngu þangað til Beckenham var laus. Hann varpáði önd- inni ánægjulega um leið og hann rétti úr sér þarna í myrkrinu, og svo tókustum við í hendur mjög innilega. “Nú skulum við reyna að komast ihéðan,” sagði eg um leið og eg leiddi hann til hurðar- innar. 9. Kap. — Nikola lætur okkur sleppa. Gamla máltækið, sem segir, að ekki skuli selja feldinn fyr en björninn sé veiddur, reynd- ist sannur í þetta skiftið. Það reyndist okkur að minsta kosti. Hefðum við ekki verið svona önn- um kafnir að skera af okkur viðjarnar, þá hefð- um við orðið þess varir, að þótt við værum nú lausir við hlekkina, þá vorum við samt ennlþá lokaðir inni í herberginu. En eg er hræddur um, að þótt við hefðum munað eftir þessu, mundum við hafa álitið það þýðingarminna, og talið okkur færa um að ráða fram úr þeim vanda. En til allrar ógæfu var þetta nú svo, að hurðin var læst og lásinn var að utanverðu, og gátum við því ekki á neinn hátt stungið hann upp, þótt við hefðum haft verkfæri til þess. 1 “Reynið gluggann,” hvíslaði Beckenham, er hann heyrði mig stynja þungan. | Við fórum að glugganum og reyndi eg að brjótast þar út en við hefðum alveg eins mátt i reyna að draga hlaðið hafskip með ullanhnoðra. | Hlerinn bifaðist ekki. Hinir þykku plankar I voru skrúfaðir í glugga umgerðina, og hver 1 þeirra var kröftum mínum ofvaxinn. Þegar eg tók að þreytast reyndi Beckenham en samein- aðir kraftar okkar dugðu ekki neitt, og bráð- lega urðum við uppgefnir og urðum að játa að þetta var árangurslaust. “Jæja, þetta er skemtileg klípa, sem við erum komnir í,” þegar eg hafði jafnað mig svo að eg gat tekið til máls. “Ekki getum við dúsað hér, og hvernig í ósköpunum eigum við að kom- ast út?” “Það veit eg ekki, nema við gætum brotist út um hurðina og barist svo við óvini okkar. Ætli að við gætum það?” “Fyrst skulum við sjá hvort hægt er að brjóta upp hurðina.” Við gengum svo til dyranna og rannsakaði eg þær með því að þreifa á þeim. Hurðin var ekki svo fjarskalega ramgerð, en eg var nægi- lega mikill smiður til að sjá, að hún mundi standast snarpt áhlaup áður en hún brotnaði. “Mig langar til að reyna það,” sagði eg. “En mundu að ef eg geri þetta, þá eru líkindi til við lendum í bardaga hinumegin við dyrnar. Og máttfarnir og vopnlausir eins og við erum, eru mestu líkur til, að við bíðum ósigur.” “Við skulum aldrei hirða um það,” svaraði hinn hugrakki félagi minn með dirfsku, sem eg var alls eigi hluttakandi í. “Fyrst við erum nú komnir af stað, verðum við að halda áfram. Og ef við verðum drepnir, þá er það sízt verra en að vera grafnir lifandi hérna.” “Gott og vel! Ef þér eruð allfús að berjast við þá, hika eg efeki við það. Látið mig nú finna rétta stefnu að hurðinni, því eg verð að geta hlaupið til ef eg á að brjóta hana. Það er bezt að þér séuð ekki fyrir mér, en gætið þess að hlaupa út ef hurðin brotnar.” Eg þreifaði aftur á hurðinni og veggnum til að vera viss um hvar hún var. þegar eg var viss um þetta gekk eg yfir að veggnum hinu- megin. Eg úafði ákafan hjartslátt, og það leið næstum ein mínúta, þangað til eg gat náð mér svo mikið, að eg gæti gert áhlaupið. Eg hljóp svo yfir gólfið eins hart og eg gat og rendi mér á hurðina. Þegar þess er gætt, að koldimt var í herberginu, þá var það ekki svo illa gert að hitta á miðja hurðina með öxlinni. Nú heyrðist hæðilegt brothljóð af borðum og plönkum, sem brotnuðu og leystust í sundur af nöglunum, en eg steyptist á höfuðið út um drynar og lá á hrúgu af ruslinu. Beckenham var efeki seinn á sér að hlaupa út um dyrnar og hjálpa mér á fætur. “Nú megum við vera viðbúnir að lendi í áflogum,” sagði eg og neri öxlina, og bjóst við hvert augnalbik, að sjá hurð opnast og menn drífa að okkur. “Við getum búist við þeim á hverju augn-abliki.” En okkur til mestu undrunar var alt hljótt i húsinu. Ekkert hljóð heyrðist nema þungur andardráttur okkar sjálfra. Við hefðum alveg eins getað verið í auðu húsi hvað hávaða snerti. Við stóðum svona næstum því í,fimm mín- útur og biðum eftir áhlaupinu, en ekkeft kom. “Hvternig /í ósköpunum gertur staðið á þessu??’ spurði eg félaga minn. “Hávaðinn, sem eg gerði gat vakið dauðan mann. Haldið þér að þessi óþjóðarlýður hafi flúið húsið og ætlað að láta okkur svelta í hel?” “Eg skil ekkert meir í þessu en þér. En -haldi þér ekki að við ættum að nota okkur að þeir koma ekki til að sleppa héðan?” “Jú, auðvitað. Það er bezt að annar ofekar læðist niður eftir göngunum og sjá, hvernig í þessu liggur. Þar sem eg er okkar sterkari verð eg að fara. Þér verðið að bíða hérna.” Eg læddist eins og köttur niður eftir göng- unum og fór mjög gætilega, því -að eg vissi að líf okkar lá við. Þótt göngin væru ekki yfir 60 fet á lengd fundust mér þau óralöng, og þau voru niðdimm. Eg gat ekki séð minstu ljós- glætu í þeim. Eg læddist lengra og lengra og bjóst við hvert augnablik, að einhver réðist á mig. En ekkert varð úr því, en samt rataði eg í aðra hættu. Er eg læddist þannig áfram misti eg fót- festunnar og datt ofan, eg vissi ekki hve langt. Þetta gat samt ekki hafa verið lengra en þrjú fet, stuttur stigi, en hávaðinn var óskaplegur, en enginn annar hávaði heyrðist neinstaðar í hús- inu. Beckenham kom til mín niður tröppuna og spurði mig hvað fyrir mig hefði komið. Eg sagði honum það með eins fáum orðum og mér var unt og stóð svo á fætur. Er eg reis á fætur sá eg ljósrák á gólfinu framundan mér. Eg leit svo á, að það væri hurð, sem ljósið skini meðfram. “Bara við hefðum nú eldspýtu,” sagði eg. “Ekki tjáir að óska,” svaraði Beckenham, “en hvað eigum við nú að gera?” “Því er örðugt að svara, en eg hugsa að réttast væri að hlusta við þessar dyr, og heyra hvort nokkur er þar inni. Ef við heyrum til einhvers, og hann er einn verðum við að læðast inn og gera honum það skiljanlegt að við erum ekki menn, sem hægt er að spauga með, en að hann verður að sýna okkur leiðina héðan út. Það er gott útlit fyrir, að ef við flækjumst lengi hérna, þá hittum við á endanum á hóp af þorp- urunum, og Iþá verðum við veiddir eins og rottur í gildru. Hvað líst yður?” “Eg felst á þetta. Látum okkur halda áfram.” Án frekari umsvifa héldum við í áttina til ljóssins, sem eins og eg hafði hugsað, skein með- fram hurð — við stönsuðum þar og hlustuðum.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.