Heimskringla - 31.10.1945, Blaðsíða 6

Heimskringla - 31.10.1945, Blaðsíða 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 31. OKTÓBER 1945 THE KEY TO SECUjRITY When you buy Victory Bonds, for whatever reason, you are fashioning the key to your personal security. You are invest- ing in national security first of all. Canada can only have a secure future by fulfilling her obligations as a nation with world-wide interests. Your first reason for supporting the 9th Victory Loan is to help provide Canada with funds needed for national obligations. But with your savings secure in Victory Bonds you have provided yourself with the key to security and to post-war opportunity. úúj/n t/oufc ?zame rfot wcfoty— EIMSKRINGLA 7 VICTORY BOMDS -----~---- Á SKEMTIFÖR “Yður er þá alvara að segja mér að mark- greifinn hafi farið til Astralíu eftir alt saman?” sagði eg. “En getið þér sagt mér 'hivaða skýr- • ingu hann gaf ykkur á hvarfi mínu?” “Hann sagðist hafa mist af yður í mann- þrönginni,” svaraði umboðsmaðurinn. “Þetta var alt mjög óvenjulegt.” Það rvar það áreiðanlega. Miklu óvenju- legra en hann gerði sér í hugarlund. Mér fanst að öll veröldin hefði haft á sér endaskifti, og stæði á ihöfði. Eg gat ekkert meira en að spyrja umboðsmanninn um hvenær næsta skip færi til Ástralíu, og hvað ætti að gera við farangur minn þegar hann kæmi fram. Því næst flýtti eg mér út úr skrifstofunni, og fór í skyndi til gistihúss okbar og sagði hinum forviða félaga mínum alla söguna frá upphafi til enda. Þegar eg hafði lokiðhenni sagði hann eins og lémagna.: “En hvað þýðir alt iþstta? Segið mér hvað það á að þýða?” “Það þýðir að við hugðum rangt þegar við héldum aðtilgangur Nikola með fangavist okkar væri sá, að kúga lausnargjald út úr föður yðar, því að tilgangur hans hlaut að hafa verið allur annar. Þetta er leyndardómsfult málefni, s>em er langt um erfiðara að skilja en við hugðum, og margir eru sennilega þátttakendur í samsærinu. Nú kemur til yðar kasta að segja, hvort þér viljið hjálpa til að greiða úr þessu. Já, þú hinn unaðslegi Baxter. Ef eg gæti bara náð í þig. Það yrðu beldur en ekki fagnaðar fundir.” “Við hvað eigið þér með því að nú komi þetta til minna kasta að hjálpa til að greiða úr þessu? Á eg að skilja það svo, að það sé áætlan yðar að halda áfram að fylgja þessu máli?” “Já, auðvitað ætla <sg að gera það. Þeir Baxter og Nikola hafa hingað til sigrað mig og gersamlega haft yfirhöndina. Nú ætla eg að reyna af fremsta megni að gjalda þeim líku líkt.” “En í hverju felst þetta fyrirtæki þeirra?” “Það er orðið deginum ljósara. Eg skil nú mjög vel hvers vsgna Baxter kom til yðar. Hvers vegna hann símaði “að sprengjan væri tilbúin”, hversvegna þeir gáfu mér inn eitur í Plymouth, hversvegan þér urðuð sjóveikur milli Neapels og hér og hversvegna ivið vorum teknir fangar.” “Útskýrið þetta þá í hamingju bænum.” “Það skal eg gera. Sjáið þér nú til. Minn- ist þess fyrst hversu einkennilega hann faðir yðar hefir alið yður upp. Ef þér hugsið út í það, munuð þér sjá, að þér eruð eini ungi aðals- maðurinn af íháum stigum, sem er óþektur stéttarbræðrum sínum. Vegna þess að því er svo farið, þá vill Nikola, af einhverjum ástæð- um koma yður yfir til Ástralíu. Faðir yðar aug- lýsir eftir heimiliskennara. Nikola sendir einn af sendisveinum sínum, Baxter, sem fær stöð- una. Samkrvæmt fyrirmælum Nikola reynir Baxter að vekja hjá yður löngun til að ferðast. Þér nauðið ætíð í föður yðar, að hann gefi yður leyfi til þess. Þegar leyfið fæst, kem eg fram á sjónarsviðið. Baxter fær illan bifur á mér. Hann sendir Nikola símskeyti, “að sprengingin sé tilbúin”, sem þýðir það, að þér eruð að leggja af stað í ferðalagið, þegar þriðja persónan skerst í lleikinn. Með öðrum orðum, eg er þessi nýja hætta. Hann ráðstafar svo öllu viðvíkjandi ferð yðar, og alt virðist ætla að ganga vel. Svo bemst Nibola að því, að eg ætla að ferðast með sama skipinu. Hann reynir að hindra mig frá því, og nú skil eg það því Baxter vildi ekki láta yður fara um borð fyr en í Neapel. Eingöngu vegna þess, að ef þér hefðuð farið um borð í Plymouth, þá hefðuð þér brátt orðið góður af sjóveikinni, ef þér annars hefðuð fengið nokkra, og þá rnundu farþegarnir hafa kynst yður og út- liti yðar þegar komið var til Port Said. Það vissi hann að mundi aldrei duga. Þessvegna fer hann með yður til Neapel, gefur yður ein- hverja ólyfjan morguninn eftir að þér kornuð um borð — eins og þér munið urðuð þér veikur eftir að hann hafði fært yður kaffið, og svo urðuð þér að vera í rúminu, og þar voru þér og enginn sá yður alla leiðina til Port Said. Síðan kemur hann yður til að fara í land með mér, eins og þér gerðuð, og sjálfur vitið þér hver afleið- ingin varð. Svo fer hann að barma sér yfir því, að þér komið ekki til baka, og fær umboðsmann- inn til að fara með sér og leita að yður. Hann finnur yður svo hjá Araba-hverfinu. Þér verðið að muna, að hvorki umboðsmaðurinn, skipstjórinn, né farþegarnir höfðu séð yður nema um kvöldtíma, svo að náunginn, sem átti að leika yður, og sem vitanlega var vel valinn og vel æfður til að fylla hlutverkið, átti ebki neitt í hættu að verða afklæddur grímunni. Svo siglir skipið af stað og við dúsum í svart- holinu.” “Haldið þér, að þetta sé svona í raun og veru?” “Já, það er eg al/vóg viss um.” “En hvað ráðleggið þér mér að gera. Munið að Baxter hefir bréf frá föður mínum til alls- konar stjórnarvalda.” “Eg veit hvað eg mundi gera.” “Fara til ræðismannsins og fá hann til að aðvara yfirvöldin í Ástralíu.” “Nei, það væri til lítils eða einskis gagns. Munið eftir, að þeir hafa þrjár vikur til um- ráða.” “Hvað eigum við þá að gera? Eg vil al- gerlega fara eftir yðar ráðum, og alt, sem þér ráðið mér, getið þér verið viss um að eg geri.” “Væri eg í yðar sporum mundi eg leyna titli mínum, taka gerfinafn og ferðast svo ásamt mér til Ástralíu. Þegar við komum þangað, munum við koma okkur fyrir á einhverjum stað, sem enginn þebkir obkur, og svo munum við taka okkur til og fletta grímunni af þessum skálkunum og rugla allri ráðagerð þeirra, hver sem hún nú er. Eruð þér fús til að reyna alt þetta?” “Já, eins og eg hefi sagt.” “Þá verðum við að fá okkur far með næsta gufuskipi — ebki póstskipi — sem siglir héðan til hafnar í Ástralíu, og þagar við erum þangað komnir, skulum við sjá hvort við getum ekki rugðlað ráðstöfunum þeirra svo um munar.” “Þorparinn hann Baxter! Eg er ekki í eðli mjög hefnigjarn maður, en samt langar mig til að láta hann fá makleg málagjöld.” “Hafi þeir ekki forðað sér, þegar við kom- um til Ástralíu, þá finst mér sennilegast, að þér fáið þá ósk yðar uppfylta. En mig langar mest til að hlebkja í Nikola.” Beekenhaan gat ekki að því gert að hrollur fór um hann, þegar eg nefndi manninn á nafn. Til þess að finna annað umræðuefni sagði eg: “Eg ætla að fara og ganga mér til skemt- unar, langar yður til að koma með mér?” “Hvert ætlið þér að fara?” spurði hann. “Eg ætla að reyna að finna húsið, sem þeir lokuðu okkur inni í.” svaraði eg. “Mig langar til að vita hvar það er, því að síðar meir gæti verið gott að vita það.” “Haldið þér að óhætt sé að koma nálægt því?” “Já, um hábjartan daginn. En til þess að okkur finnist við vera öruggari, skulum við kaupa O'kkur skambyssur. Og gerist þess þörf skulum við nota þær.” “Já, þá skuluW við koma.” Að svo búnu fórum við út úr gistihúsinu og gengum í áttina til “Casino”, en á leiðinni stöns- uðum við og keyptum okkur skambyssur. Þegar við komum þangað, sem við ætluð- um, staðnæmdumst við og lituðustum um. Eg benti á götuna hægra megin. “Þetta er leiðin, sem við komum frá Mosk- unni”, sagði eg og benti á götu, sem stefndi beint á þann stað, er við stóðum á. “Og þarna sá. eg Niköla standa og athuga okkur. Þegar við komum út úr þessari byggingu, snerum við til vinstri, og ef mér skjátlast ekki, þá gengum við í þessa átt. Og ef þér hafið ekkert á móti því, hugsa eg að við göngum í þá átt.” Við gengum hratt og komum brátt á þann stað, sem hinn ungi fylgdarmaður hafði hitt okkur fyrst. 1 sólskininu leit alt þetta nágrenni út eins óhreint og andstyggilegt og hugsast gat. Beckenham litaðist um og sagði svo: “Nú hugsa eg að við beygjum til hægri.” “Það er alveg rétt. Við skulum koma.” Við gengum þá götu og beygðum síðar inn í aðra, þar sem eg sá spjaldið með gríska nafn- inu, en þar höfðu þeir komið snörunum um háls obkar. Húsið, sem við vorum að leita að hlaut að vera nálægt þessum stað. En þótt við leituðum hátt og lágt og gengum hverja göt- una eftir aðra, þá gátum við ekki fundið neitt hús, sem svaraði til hugmyndar okkar um húsið, sem við vorum að leita að. Er við höfðum leitað í eina stund eða svo, neyddumst við til að hætta og hverfa til gistihúss okkar ekki erindi fegnir. Þegar við höfðum étið hádegisverðinn, sá- um við stórt gufuskip koma inn á höfnina og leggjast ibeint á móti bænum. Við spurðum gestgjafa okkar hvort hann þekti skip þau er kæmu við í Port Said. Hann sagði okkur að þetta skip héti “Pascadore” frá Hull og væri að fara til Meibourne. Þegar við fengum þessar fróttir, náðum við okkur í bát og rerum út til skipsins og töluðum við skipstjórann. Til allrar hamingju hafði hann rúm fyrir okkur. Við borguðum því tafarlaust fargjald okkar, keypt- um okkur ýmislegt, sem var okkur nauðsynlegt, föt og aðra hluti, og um miðnætti héldum við af stað. Nú höfðum við loksins losnað við Port Said. Ferð okkar, sem hafði verið svona við- burðarík, hófst nú á ný — hvernig mundi henni Ijúka? 2. HLUTI 1. Kap. — Við komum til Ástralíu. “Pascadore” var ekki mjög hraðskreytt skip og 36 dögum eftir að við fórum frá Port Said, komumst við heilu og höldnu til Williams- town, sem eins og allir í Ástralíu vita er við enda járnbrautarinnar, og tveggja tíma ferð frá Melbourne. Ekkert í ferðinni var í frásögur færandi, nema hin undarlega framkoma Beck- enham lávarðar. Fyrstu vikuna virtist hann eins og lamaður og hvorki ákúrur né samúð höfðu nein áhrif á hann. Hann reikaði um á þilfarinu frá morgni til kvölds, og auðvelt var að sjá, að hann varð að herða upp hugann til að svara einföldum spurningum, sem voru beind- i ar til hans, og ómögulegt var að tala við hann ! lengi í einu. Þetta þunglyndi hans var svo á- ! berandi, að daginn eftir að við fórum frá Aden, j fanst mér það skýlda mín, að tala um fyrir honum. Við stóðum undir brúnni. “Heyrið mig nú,” sagði eg. “Mig langar til §.ð vita hvað að yður gengur. Þér hafið kornið okur öllum í slæmt skap núna upp á síðkastið, og eftir svipnum á yður að dæma núna, hugsa eg að þér haldið áfram að gera það. Leysið nú frá skjóður^ii! Eruð þér sjúkir af heimþrá, eða er tilbreytingarleysi þessa ferðalags búið að gera yður þunglyndan?” Hann horfði á mig um hríð með undarleg- um svip og svo sagði hann: “Eg er ihræddur um að þér munuð halda, að eg sé hálfviti, þegar eg segi yður, að þessu er svo farið, að eg sé allatíð andlit D.r. Nikoia fyrir hugskotssjónum mínum, og hvað sem eg geri til að losna við þessa sýn, þá reynist það árang- urslaust. Þessi stóru, dökku og hvössu augu, sem við sáum stara á okkur í þessu hræðilega herbergi, hafa gert mig taugaveiklaðan, svo að eg get ekki um annað hugsað. Þau fylgja mér dag og nótt.” “Æ, þetta er bara heimskuleg ímyndun!” sagði eg. “Hversvegna ættuð þér að vera hræddur við hann? Þrátt fyrir ihina töfrafullu kænsku sína, þá er Dr. Nikola ekkert nema maður, og auk þess ihugsa eg að við höfum nú séð hann fyrir fult og alt. Herðið bara upp hug- ann. Gangið eins mikið og yður er unt, og yður er .hætit að trúa mér, er eg segi, þér munið bráðlega steingleyma honum.” En það dugði ekkert að stæla við hann. Nikola hafði haft einihver áhrif á hann, sem voru meira en mrkileg, og það var ekki fyr en við komum inn í landhelgi Ástralíu, að hann varð sjálfum sér líkur. En til þess að lesarinn fari ekki að eigna mér það hugrekki og ikarl- mensku, sem eg hefi ekki til að bera, þá ætla eg að játa, að eg var eigi lítið hræddur um að eg mundi mæta Nikola á ný. Eg hafði nú fjórum sinnum haft tækifæri ti‘1 að dæma um kænsku hans og vitsmuni, sem sköruðu fram úr öllu, sem eg hefi þekt. Eg hafði hitt hann í franska matsöluhúsinu, í “Græna sjómanninum”, í hrað- lestinni til Paymouth og síðast í Port Said. Og eg get staðhæft, að mig langaði ekkert til að hitta hann ennþá einu sinni. Þegar við vorum komnir til Melbourne, fórum við með kvöldlestinni til Sydney og kom- um þangað næsta morgun. Þegar þangað var 1 komið höfðum við lagt mörg ráð um fyrirætl- anir okkar, ag þau sem staðfestust voru þessi, að við skyldum leita okkur að rólegu gistihúsi í útjaðri bæjarins, og svo skyldum við reyna að fá útskýrðan þann leyndardóm, sem hjúpaði Nikola og athafnir þjóna hans. Við íhuguðum ýmsa staði og verðleika þeirra, þótt eg þekti lítið til þeirra, og markgreifinn ennþá minna. Caramatta, Penrith, Woolahra, Balhmain og margar aðrar víkur og hafnir komu til mála, unz við ákváðum að Belamin væri heppilegasti stað- urinn fyrir okkur. Þegar við höfðum ákveðið þetta, héldum við yfir Darling víkina, og eftir að hafa litast um um hríð, fundum við lítið en snoturt gisti- hús, sem ilá í hliðargötu einni. Þar settustum við að og fluttum farangur obkar þangað. Þegar við höfðum komið öllu fyrir eins og okkur þótti þörf á, settustum við niður og ræddum um hvað gera skyldi. “Svo þetta er Sydney,” sagði Beceknham, og lagðist endilangur á legubekkinn undir glugganum. “Og þegar við erum hingað komn- ir, hvað eigum við að gera næst?” “Fá okkur eitthvað að éta,” svaraði eg rösklega. “Og svo?” spurði hann. “Förum við til bókahlöðunnar og fáum okkur eintök síðast liðinna vikna af morgun- blaðinu “Herald”. Þau geta sagt okkur margt og mikið, jþótt þau segi okkur sjálfsagt ekki alt, sem obkur forvitnar um. Svo skúlum við spyrjast fyrir um ýmisle,gt. Snemma í fyrra- málið ætla eg að biðja yður að afsaka mig fyrir að skilja yður eftir einan í eina tvo tíma. En seinni hluta dagsins ættum við að hafa fengið nægar upplýsingar til að byrja á því, sem við höfum tekði oss fyrir ihendur.” “Þér eigið víst við að við fáum okkur gögn til að fletta grímunni af þessum skálkum?” “Vitanlega. Hvað værum við að gera hér annars?” “Þá skulum við fá okkur að borða og leggja af stað. Eg brenn í skinninu eftir að fá að taka til starfa.” Að afloknum hádegisverði lögðum við af stað til bókasafnsins. Þegar við höfðum fund- ið 'það, og það var næsta auðvelt verk, fórum við að skáp þeim, sem dagblöð Sydney-iborgar voru geymd í og litum í gegn um útgáfur síð- ustu vikna. Mér fanst að eg mundi áreiðamlega finna þar, það, sem eg leitaði að, og ebki varð eg heldur fyrir vonbrigðum. Á annári blaðsíðu gærdags blaðsins, stóð með feitu letri frétt um hestasýningu, sem höfð hafði verið fyrrihluta þessa dags. Þar hafði verið viðstaddur land- stjórinn og fjöldi heldri manna og aðalsmanna. Meðal þeirra voru landstjórinn, Amberley og frú hans og dætur iþeirra, Lady Mjaud og Lady Ermintrude, markgreifinn af Beckenham var þar líka, Barranden höfuðsmaður og Mr. Bax- ter. Eg bað Beckenham að koma til mín,^og rödd mín var svo rám af geðshræringu, að eg kannaðist tæplega við hana, og sýndi honum nafn hans. Hann stóð þar og starði og var tæplega fær um að trúa sínum eigin augum. BREZK FLUGSKIP — THE TEMPEST II Flugskip þetta er smíðað af Hawker Aircraft Ltd., á Englandi; hefir aðeins einn mótor og ber einn mann; vélin hefir 2,500 hestöfl; 4 x 20 mm. fallbyssu er komið fyrir í vængjunum. Breiddin á skipinu er 41 fet, lengdin 33 fet og 6 þml., hæðin 14 fet og 6 þml., vængirnir ná yfir 302 kvaðrat fet, þyngd skipsins er um 11,000 pund. Engar fleiri upplýsingar um loftfar þetta má auglýsa að svo stöddu.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.