Heimskringla - 07.11.1945, Blaðsíða 2

Heimskringla - 07.11.1945, Blaðsíða 2
2. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 7. NÓV. 1945 — MINNING — MRS. ÞÓREYJAR ODDLEIFSSON í Haga, við Árborg, Man. Dáin 15. okt. 1945. % -------------- Degi er lokið! — Dagsverk þver dvalar tími þinn er liðinn. Ferðin hinsta hafin er, hér er enduð stundar biðin. Sigurfáni er fenginn þér, fyrir það sem vanst þú hér. Um það heimur ekki fæst, ein þótt móðir falli í valinn. Hér það sjáum huga næst hennar spor þó séu ótalin. Verksvið hennar vottar fyrst, hvað viðfangsefnin hafa mist. Hér að komaD hver einn fann, • handtök föst og viðmót þýða, gestrisnin þar göfug vann, góð heimili slíkt það prýða. Félagslynd, — þar fús var lund, framkvæmd unni hverja stund. Börnin muna móður ást, minning sú er helgur dómur. Aðstoð hennar aldrei brást, aðvörun var mildur rómur. Dugnað hennar dags við önn, dygðin fylgdi ljúf og sönn. Sefur þú nú sætt og rótt, sveitarprýði landnemanna, fækkar þeim nú furðu ótt, fáir eftir þeirra manna, sem hér reistu bygð og bú, bæinn þinn nú kveður þú! Far þú nú í friði kær, fagnandi þín ástvin bíður. Þar er alt sem yndi ljær, andar kærleiks blærinn þýður. Læknast þar öll líkams mein, leið er enduð: “Komin heim!” 1) Að heimilinu Haga. B. J. Hornf jörð Til Hrifningar DGDEN'S a C00t^>» QUlil ‘ Y7DC5@0[ÍN)Q£ý^ B OGDEN LIVERPOOI Vefðu sígaretturnar þínar úr Ogden’s Fine Cut eða reyktu Ogden’s Cut Plug í pípu þinni qcfen s * FINE CUT KVEÐJUORÐ Eg sá það í síðustu íslenzku blöðunum að Dr. Sveinn Björn- son er sextugur. Helminginn af þeim aldri hefir hann verið starfandi læknir. Við hér saman- komin í dag árnum honum til lukku og blessunar á þessum af- mælisdegi og óskum að hann eigi marga fleiri fyrir framan sig. 1 þessu lífi sem við lifum hér, eru menn altaf að mætast, og svo líka altaf að skilja. Vanalega mætast menn fyrst undir hversdags kringumstæð- um, og það er kynningin, sem á eftir fer, sem gerir það mót á- hrifaríkt í hugskoti þínu eða það gagnstæða. Öðru máli er að gegna með skilnaðinn, hann fær misjafn- lega mikið á þig, eftir því hvað sá er þú skilur við, hefir fest djúpar rætur í meðvitund þinni. Þegar þú skilur við mann, sem þú hefir ekki getað samrýmst í hugsunum eða gerðum, þó eftir langa kynningu sé, er söknuður- inn ekki sársauka blandinn. Öðru máli er að skifta, þegar um skilnað náins skyldfólks er að ræða, þá er allur skilnaður sársauka bundinn, enn nær þó ekki nema til tiltölulega fárra. En þegar maður tapar góöum vin og félagsbróðir og starfs- manni úr því bygðarlagi, sem maður ann, þá er söknuðurinn mikill; því hann er almennur. Við erum stödd hér í dag til að kveðja læknishjónin Dr. Svein Björnson og hans ágætu konu; þau hafa starfað á meðal vor í Nýja íslandi um 30 ára skeið, og hvarvetna getið sér hinn bezta orðstír. Af hjarta söknum við þeirra, en við trúum því, að þeir hnekkir sem við verðum fyrir við burtför þeirra úr þessu bygð- arlagi verði gróði einhvers ann- ars bygðarlags. Þar, sem þau festa fót sinn. Eg hefi tekið að mér að tala nokkur orð í garð læknisins. Mér er það ljúft, þó eg viti fyrirfram að eg geri því máli ekki þau skil, sem við ætti. Eg skal ekki bera hann neinu oflofi, og ekki vildi eg lasta hann, það fyrra yrði honum ógeðfelt, það síðara ætti hann ekki skilið. Eg vil þá bara minnast á hann nokkrum orðum, eins og hann hefir komið mér fyrir sjónir á þessu tímabili, sem við höfum verið samtíða hér í Árborg. Dr. Björnson kom frá Islandi 18 ára gamall, með tvær hendur tómar, en óþrjótandi löngun til að mentast og verða nýtur mað- ur; þetta hvorutveggja öðlaðist hann. Með frábærri þrautseigju barðist hann áfram þótt brekkan væri brött og erfið upp á móti að; sækja, og mun hann hafa orðið að ganga að algengri daglauna-! vinnu, til að geta kostað mentun sína. Viljinn var óbilandi, og með þreki og iðn, tókst honum að ná markinu. Hann vann sigi áfram í gegn um háskóla ogi læknaskóla. Eg veit ekki hvaða örlög hafa ráðið því að hann varð læknir í Nýja Islandi en eg get þess til að hann sjálfur hafi helzt kosið að vinna meðal Islendinga, þó flest önnur starfsvið hefðu orðið' honum happadrýgri peninga- lega. | Fyrst var hann nokkur ár læknir að Gimli, þar til hann flutti til Árborg árið 1919, og hefir verið læknir okkár síðan. Við höfum verið happadrjúg með Dr. Björnson sem læknir okkar. Ýmsir hafa sagt að hann þafi ekki verið nógu áræðinn og hafi sent fólk frá sér á betri lækna stofnanir, en mitt álit er að hann hafi þar haft ykkar hag fyrir sjónum sér en ekki sinn eigin.i Og það get eg sagt ykkur með, sanni að enginn læknir hefði tekið á sig meiri ábyrgð en hann hefir gert, með engin tæki við hendina nauðsynleg við lækn- ingar, svo sem hospítala, X-ray og laboratories. Eg má geta þess, að í 29 ár, sem hann hefir verið læknir, að aldrei hefir honum mistekist og mun það vera eins dæmi. Það er ekki mikill vandi að vera læknir í stórbæjunum, þar sem þú getur rétt út hendina eftir öllu, sem þig vanhagar um. En það er mikill vandi að vera læknir úti á landsbygðinni, þar sem þú hefir ekkert, sem þig vanhagar um, nema reynsluna. Dr. Björnson hefir unnið vel úr þeim tækifærum, sem hann hafði og ekki skil eg í því að nokkur maður hafi honum last að bera. Ekki flytur hann auð með sér| frá okkur Nýja Islendingum, inntektir hans hafa ekki farið, fram úr því að sjá sómasamlega fyrir fjölskyldu sinni og menta börnin. En það er annað, sem hann flytur með sér héðan, og það er óskift þakklæti fólksins, sem hann starfaði fyrir, og hann flytur með sér líka blessunar- óskir vesalinganna sem ekki höfðu ráð á að borga fyrir sig, en fundu þá að þeir voru stundaðir með sömu alúð, eins og þeir er meira máttu sín. Hver einn af okkur sem höfum haft kynni af honum megum leita aftur í tím- ann og skrifta fyrir sjálfs okkar hugskoti, og mun þá ýmislegt koma í ljós, sem minnir okkur á mannkærleika og hjálpsemi þessa góða vinar okkar. Allir vita hvað hann hefir verið trúr kalli sínu og með afbrigðum duglegur og samvizkusamur. — Hann hefir hvorki látið ófær veður né ófærar brautir hamla sér frá að vitja sjúkra. Jafnvel þótt hann þyrfti að kosta miklu til, en hefði litla von um endur- gjald í aðra hönd. Það er því með sárum trega að við kveðjum hann sem læknir okkar. Vér þökkum honum fyr- ir vel unnið starf vor á meðal. og árnum honum alls góðs í framtíðinni. N Eg veit þið minnist þess öll, að við hvaða tækifæri hér um slóðir, og hvers sem varð að minnast hefir verið farið til Dr. B., og hann fenginn til að yrkja Ijóð í minningu þess. Margt af þessu og ýmsu öðru, hefir komið á prent í íslenzku blöðunum, og má teljast í flokki með því betra sem út hefir komið í ljóðagerð hér vestan hafs. Allan þann tíma, sem hann hefir verið hjá okkur hér í Ár- borg, hefir hann auðgað anda sinn með því að kveða ljóð. Mig brestur þekkingu til að dæma um Ijóðagerð hans, enda skal það lát- ið ógert, en eitt hefir vakið sér- staklega eftirtekt mína, og það er að ljóðin hans eru gersamlega laus við persönulegar ádeilur. Kveðskapur allur frumlegur og andinn háfleygur. Það er ómögu- legt að það hafi ill áhrif á nokk- urn mann að lesa ljóðin hans eða kynnast þeim, mikið frekar mundi það vekja yl í sál þinni, heldur en það gagnstæða. Dr. Björnson mun nú alment vera álitinn að standa framar- lega í röðinni, sem vestur ís- lenzkt Ijóðskáld. Við vonum að hann megi fram- vegis hafa tækifæri að leggja meiri rækt við þá gáfu, því þar er brautin endalaus, og eg hygg að hann eigi eftir að leggja drjúgan skerf til íslenzkra bók- menta hér vestan hafs. Sem félagsmaður hefir hann unnið vel og dyggilega að þeim málum sem hann hefir látið sig skifta, persónulega hefi eg haft kynni af honum innan vébanda Frímúrarareglunnar, og svo í deild Þjóðræknisfélágsins hér í Árborg. Eg vil segja að fáir hafi unnið íslenzkri þjóðrækni þarfara verk hér um slóðir held- ur en hann hefir gert, og eg er sannfærður um að það hefir ver- ið honum ljúft verk af því að hann er svo sannur Islendingur. Eg minnist að einu sinni í sam- tali við hann, sem hneigðist að þjóðrækni, gat eg þess að eg væri Canada maður fyrst, og þar næst íslendingur. Hann svarar og segir, ekki er eg það. Eg er Islendingur fyrst og æfinlega. Afstaðan hjá okkur báðum er mjög svo eðlileg, þegar að því er gáð, að alt hans veganesti upp að 18 ára aldri var alíslenzk menning; aftur á móti upp að þeim aldri var eg undir cana- diskum áhrifum. Við virðum hann fyrir hvað hann er trúr sonur Islands. Það ættu allir að vera sem fyrst hafa séð þar sól. Nú er Dr. Björnson að hverfa frá okkur eftir langt og strangt starf. Nú er starfið að verða honum um megn, missvefn og vetrar keyrslur hefir hann orðið að berjast við, nú samfleytt nær 30 árum, og á þar af leiðandi heimting gagnvart sjálfum sér að fá hvíld frá þessu erfiða starfi. Samt sem áður vonum við eftir að hann beri hlýjar endurminn- ingar til Árborg. Hér hefir hann átt fyrirmyndar heimili, og hér hafa brönin hans fæðst og verið alin upp; hér hefir hann eign- ast vini, sem hafa glaðst með honum á góðum stundum, en sem líka hafa tárfelt með honum þegar sorgir hafa borið að dyr- um. Og þegar við kveðjum læknir- inn okkar góða, þökkum við hon- um af hjarta fyrir alt gott af hendi leyst í vorn garð. Við þökkum honum fyrir skynsamlegar og góðar ráðlegg- ingar. Við þökkum honum fyrir sam- vizkusemina í starfinu. Við þökkum honum fyrir dugnaðinn og þrautseigjuna. THEY CAN’T LIVE ON MAKE SURE THEY DON’T HAVE TO! Glory may be fine . . . but our young people coming back from the war need a lot of practical things for a new start. Your Victory Loan dollars are needed to provide clothi ng allo wances, grants, transportation, training for skilled jobs, help in establishing themselves in business and farming. Let’s show them we’re grateful. We dug down deep into our pockets when we were scared and desperate . . . so now let’s pile up a far bigger Victory Loan total to give a decent opportunity in life to those who have shielded us in the hour of peril. We owe them this and more. It*s the only way we can repay in some small measure our great debt of gratitude. Siy*t «foun kcuhc frn ‘Vicfrvuý VICTORY BONDS CANADIAN CO-OPERATIVE WHEAT PRODUCERS LTD. WINNIPEG, CANADA Manitoba Pool Elevators — Winnipeg, Man. Saskatchewan Wheat Pool — Regina, Sask. Alberta Wheat Pool — Calgary, Alberta This series of advertisements is taken fróm the booklet “Back to Civil Life”, published by and available on request to the Depart- ment of Veterans’ Affairs, Commercial Building, Winnipeg. Clip and file for reference. No. 15—VETERANS’ LAND ACT With men returning in ever increasing numbers from over- seas everyone should become familiar with details of the Veterans’ Land Act. The Winnipeg District Office of the Veterans’ Land Act gives the following outline of the various benefits of this Act. The Act covers: (a) full time farming—for those qualified to carry on the particular type of farming contemplated; (b) small holding—for those whose main source of income 0 is other than from the operation of the holding; (c) small holding coupled with commercial fishing—for those whose normal occupation is in the commercial fishing industry and who have the requisite experi- ence; and (d) first mortgage loans on farms already owned by veterans. It should be clearly understood that (b) does not mean urban housing. This space contributed by THE DREWRYS LIMITED MD138 tT'S A W/SE BíRD THAT FEATHERS /TS /VEST w/TH viCTORy BONDS

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.