Heimskringla - 07.11.1945, Blaðsíða 5

Heimskringla - 07.11.1945, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 7. NÓV. 1945 HEIMSERINGLA 5. SÍÐA Kveðja til DR. OG MRS. S. E. BJÖRNSONAR við burtför þeirra frá Árborg, Man., 1945. Þar sem haf og hleinar mætast, ihugans kær er sýn. Rán þar ljóð sín syngur sætast, söm er listin þín. Þangað hugur heiðurs gesta, hefja vill nú för, sumars þar er sveitin bezta, sæl náttúru kjör. Ráðstöfun það virðist vera, völdum æðri frá. Mannfélögin merki bera, er minna stöðugt á “skilnað”! Orð sem ætíð flytur, enga gleði frétt. Máttur orðs er meining bitur, mörgum alls ei létt. Minningar þið mætar eigið, meðal okkar hér. Aldrei hafið lið’ á legið, löng það reynslan ber. Líf er vaka, líf er vinna, líf er sólskin — hret, líf er afl að leita og finna, líf er reynslu met. Verði ykkur vegur greiður, vinar ósk er sú. Framtíðar sé heimin heiður, hamingjan þeim trú. Ánægjan í “Edenslundi”, örmum vefji blítt, sérhvern morgun svefns af blundi, sumar veki þítt! Með beztu óskum til ykkar nú og æfinlega. B. J. Hornf jörð Hann hjálpaði honum á fætur um leið og hann sagði: “Komdu heim með mér, eg skal gefa þér nóg vín, gott að borða og hrein föt að klæðast í.” Loksins hafði hann fundið fyrirmynd Júdasar. Marga daga og kvöldvökur vann gamli málarinn af kappi. Þegar nær dró þeim tíma að listaverkið yrði fullgert, breytt- ist útlit mannsins. í stað sljó- leika og hirðuleysis, smá breytt- Jst svipurinn í angist og hann starði blóðstoknum augum ótta- sleginn á eftirmynd sína. Loks lagði gamli málarinn frá sér burstana og gekk til hans, lagði hendina á öxl honum, og sagði: “Sonur minn! Eg vildi svo gjarnan hjálpa þér, ef þú vilt segja mér hvað angrar þig?” Maðurinn fól andlitið í hönd- um sér og grét. Eftir langa stund leit hann upp og horfði biðjandi augum á gamla málarann: “Getur það verið að þú þekkir uiig ekki? — Fyrir mörgum ár- um síðan, málaðir þú mynd af Jesú Kristi 12 ára. Eg, var fyr- irmyndin.” ICELANDIC CANADIAN EVENING SCHOOL Námskeiðið í íslenzku fræð- um hófst á ný þriðjudagskveld- 23. okt. í neðri sal Fyrstu lút. kirkju. Capt. W. Kristjanson flutti af- ar fróðlegt erindi um frelsisbar- áttu íslands. Fjöldi af nýjum nemendum jnnrituðust í skólann svo að ein- um íslenzku kennara varð að bæta við. Voru það að mestu leiti ungt fólk sem fyr hefir ekki notið tilsagnar í ísl. máli né kynst sögu eða bókmentum iandsins. Næst fræðslukvöld verður þriðjudaginn 13. nóv., á sama stað; þá flytur Dr. S. J. Jó- hannesson fyrirlestur, sem hann uefnir, “Take a Trip to Iceland”. Verður erindið einkar vel við hæfi unga fólksins því læknir- inn er vel kunnur fyrir sína fjör- legu og skemtilegu frásagnar- gáfu. Fyrirlestrar þessa starfstíma- bils verða tólf í alt, og eru tveir þeirra þegar taldir. Hinir tíu eru sem fylgir: 37. nóv. — Jón Sigurðsson, séra R. Marteinsson. D. des. — Home Crafts and Soc- ial Customs, Mrs. Albert Wathne. 3. jan. — Industrial Progress, Grettir L. Jóhannsson. 22. jan. — Development of Art1 in Iceland, Gissur E'lias- son ^2. feb. — Davíð Stefánsson and Other Modern Poets, i Bergthór E. Johnson. 12. marz — Hannes Hafstein and the Realist Poets, J. J. Bíldfell. i 26. marz — Youth and Educa- tion, Judge W. J. Lindal. apríl — Icelandic Folk Lore. Dr. K. J. Austmann. i 23. apríl — Jón Vídalín, Rev. V J. Eylands. 14- maí — Modern Prose Writ-. ers and Dramatists, Dr. R. Beck. ! Kennarar eru þessir: Miss Cilja Guttormson, Miss Stéfanía ^ydal, Capt. W. Kristjánson og Hólmfríður Daníelson. Fjölrit- aðar lexíur hafa verið útbúnar, sem eru við hæfi nemendanna. Fyrirlestrar byrja kl. 8 e. h., en íslenzku kenslan kl. 9. — Kenslugjald fyrir alt tímabilið er $2.00, en aðgengur fyrir þá sem ekki eru innritaðir, 25c. H. D. TIL DR. OG MRS. S. E. BJÖRNSSON “Skip mitt er komið að landi” Allir háttvirtir herrar, hver ein blómrós og frú, hlýði á orð mín og anda unga, lifandi trú. Knör minn holskeflur háar klauf á rjúkandi dröfn hlaðinn varning og vistum kominn hieill, inn í höfn. Heyrast hátíða raddir syngja sólheima brag, ljóð af þakklæti þrungin þennan skilnaðardag. Oft var sólgeislum sveipuð okkar samvinnu tíð, berst um ókomna æfi endurminningin blíð. Sérstakt útibú átti okkar ættjörð og þjóð, oft var húsfyllir heima hjá þér, systir vor góð. Fyrir rausn þína og ráðdeild hvert sem liggja þín spor, eigðu gullhringinn góða, hann er hlýhugur vor. Þegar frjálslyndi og fegurð faðma vorblíðan hei.m, það eru skáldin. sem skilja og skygnast fyrst eftir þeim. Skal í hávegum hafður hugur drengskapar manns, fyrir listina og ljóðin fær hann lárviðarkranz. G. O. Einarsson FJÆR OG NÆR Jóns Sigurðssonar félagið biður aðstandendur allra þeirra sem enn eru í herþjónustu utan Canada, að senda nöfn þeirra og áritun tafarlaust til undirritaðrar — vegna þess að tíminn styttist óðum til jóla, er mjög áríðandi að þetta dragist ekki. Gerið svo vel að athuga þetta. Mrs. Eric A. Isfeld —668 Alverstone St., I Winnipeg, Man. * ★ ★ Matreiðslubók Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir sendist til Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feld- sted, 525 Dominion St. Verð $1.00. Burðargjald 5^. ★ ★ ★ Heimilisiðnaðarfélagið heldur næsta.fund á miðvikudagskvöld- ið 14. nóv. að beimili Mrs. Har- vey Benson, 589 Alverstone St. Fundurinn byrjar kl. 8 e. h. ★ ★ ★ Starfs og skemtifundur verður hjaldinn þiri'ðjudagskveldið 13. nóv. kl. 8.30 í Gimli Town Hall. Til skemtunar verður: söngur, ræður, o. m. fl. — frítt kaffi. Allir velkomnir. Þjóðræknisdeildin “Gimli’ * ★ ★ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnudaginn 11. nóv.: Sunnu- áagaskóli kl. 11 f. h. Islenzk messa kl. 7 e. h. Allir boðnir vel- komnir. S. Ólafsson * ★ * The Junior Ladies’ Aid of the First Lutheran churCh held their annual meeting in the church patlors, Tuesday, Nov. 6, 1945. The new slate of officers is as follows: Honorary pres., Mrs. B. B. Jónsson; President, Mrs. V. J. Eylands; Vice-Pres., Mrs. G. F. Jónasson; Secretary, Mrs. T. J. Blondal; Asst. Sec., Mrs. J. Eag- er; Treasurer, Mrs. B. C. McAl- pin; Asst. Treas., Mrs. T. Stone; l Publicity, Mrs. E. F. Stephenson; í Miimbership Committee. Mrs. B. ' H. Olson, Mrs. G. Finnbogason; Nominating Comm. for 1946-47, Mrs. A. H. Gray, Mrs. G. Eby, Mrs. V. J. Jónasson. * ★ ★ Messur í Nýja Islandi 11. nóv. — Víðir, messa kl. 2 e. h. 1 18. nóv. — Geysir, messa og ársfundur kl, 2 e. h. Árborg, ensk messa kl. 8 e. h. B. A. Bjarnason » w ★ ★ Mrs. J. B. Skaptason, 378 Maryland St., Winnipeg tekur á móti áskriftargjaldi fyrir “H'lín” sem að vanda. ★ * ★ Tilkynning Eg undirritaður hefi nú tekið að mér útsölu á öllum þeim tímaritum sem Magnús sál. Pet- erson var útsölumaður að. Öll eru tímaritin ekki komin frá ís- landi enn. En þau sem eg ihefi nú, eru: Eimreiðin, 1945, 1—3 h. Dvöl, 1. h. Nýjar kvöldvökur, 1—3 h. Gríma, XX Gangleri, allur frá 1941 Samtíðin, 5., 6., 7. h. Vonast eg til, að allir, sem ver- ið hafa áskrifendur þessara rita (og annara) frá Magnúsi sál. Pet- erson, lofi mér að njóta fram- haldandi viðskifta og láti mig vita, ihvað Iþeir hafa fengið síðast af áðurnefndum tímaritum. Virðingarfylst, Björnsson’s Book Store (Davíð Björnsson) 702 Sargent Ave., — Winnipeg ★ ★ ★ BRAUTIN Ársrit Sameinaða Kirkjufé- lagsins, er til sölu hjá: Björn Guðmundsson, Reynimel 52, Reykjavík, Iceland Bókaverzlun Árna Bjarnarsonar, Akureyri, Iceland Bókaverzlun Þorsteins M. Jóns- sonar, Akureyri, Iceland Björnssons Book Store, 702 Sar- gent Ave., Winnipeg. Viking Press Ltd., 853 Sargent Ave., Winnipeg, Man. K. W. Kernested, Gimli, Man. Thorst. J. Pálsson, Hecla, Man. B. Eggertsson, Vogar, Man. F. Snidal, Steep Rock, Man. Guðjón Friðriksson, Selkirk, Man. Björn Björnsson, Lundar, Man. Mrs. Guðrún Johnson, Árnes, Man. B. Magnússon, Piney, Man. Einar A. Johnson, Riverton, Man. Dr. S. E. Björnson, Árborg, Man. Mrs. B. Mathews, Oak Point, Man. Ingimundur Ólafsson, Reykja vík, Man. S. S. Anderson, Kandahar, Sask. G. J. Oleson, Glenboro, Man. Valdi Johnson, Wynyard, Sask. Jón Ólafsson, Leslie, Sask. Thor Ásgeirsson, Mozart, Sask. E. E. Einarsson, 12 E. 4th Ave Vancouver, B. C. Ófeigur Sigurðsson, Red Deer Alta. G. Thorleifsson, Garðar, N. Dak., U.S.A. M. Thordarson, Blaine, Wash. Ch. Indriðason, Mountain, N. D J. J. Middal, Seattle, Wash. Gunnar Matthíasson, Inglewood Calii'. Bjarni Sveinsson,.Keewatin, Ont G. B. Jóhannson, Geysir, Man. ★ ★ ★ Heimskringla á íslandi Herra Björn Guðmundsson, Reynimel 52, Reykjavík, hefir aðalumboð fyrir Heimskringlu á íslandi. Eru menn beðnir að komast í samband við hann, við- víkjandi áskriftar-gjöldum, og einnig allir þeir sem gerast vilja kaupendur hennar, hvar sem er á landinu. Hr. Guðmundsson er gjaldkeri hjá Grænmetisverzlun ríkisins og þessvegna mjög handhægt fyrir borgarbúa að hitta hann að máli. i ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ! ÍSLENDINCA Forseti: Dr. Richard Beck ! University Station, ! • Grand Forks, North Dakota ! Allir íslendingar í Ame- ! ríku ættu að heyra til Þjóðrœknisfélaginu : Ársgjald (þar með fylgir j | Timarit félagsins ókeypis) [ ; $1.00, sendist fjáriíiálarit- ! : ara Guðmann Levy, 251 [ | Furby St., Winnipeg, Man. I fslenzka leikkona í Þýzkalandi Ung íslenzk leikkona heíir verið ráðin til að leika í Þýzka- landi. Er það Hildur Kalman, sem verið hefir í Bretlandi nokkur undanfarin ár. Fór hún fyrst utan sem starfsmaður við ís- lenzku sendisveitina í London, en hætti því starfi og sneri sér að Laiklistarnámi. Er því var lokið lék hún í ýmsum borgum lands- ins, en hefir nú verið ráðin til ENSA, en það er samband brezkra leikara, sem vinnur fyr- ir hið opinbera við að skemta hermönnum víða um heim. —Vísir, 6. okt. KAUPIÐ HEIMSKRINGLU— islenzka vikublaðið útbreiddasta og fjölbreyttasta WHEN old age comes — will you be able to spend the remaining years of your life free from financial worry? Will you be able to provide for yourself or will you be a burden on your children? Victory Bonds can provide security and happiness in the twilight years of your life. Because a Victory Bond is the safest invest- ment in Canada. So buy Victory Bonds as a guarantee of freedom from want and worry in your old age. This time buy two instead of one and “Sign Your Name For Victory”. THE VIKING PRESS LIMITED (ommercial Printers & Publishcrs 853-5 Sargcnt Avc. - WINNIPEG - Pnone 24 185 TINBUR! VINNUKRAFT VANTAR FRÁ NóVEMBER TIL MARZ SKOGARVINNA - SKÓGARMENN (Einnig byrja flutningar í desember) að The Pulpwood Logging Camps hjá Abitibi Power & Paper Company í PORT ARTHUR, ONT., HÉRAÐINU (Winnipeg áritun—284 William Ave.—Sími 23 553) LEGA Aðal stöð —MINATAREE — C.N.R. aðallína — 6 staðir, meðtalin félagsstöðin 5, þrjár mílur suður af járnbrautar- stöðinni. Aðrir staðir—Ghost River, nálægt Sioux Look- out á aðallínu C.N.R. Kelly, Raith og Flett, sem allir eru á C.N.R. Sioux Lookout-Fort William lin- unni, og liggja nærri Trans-Can- ada þjóðveginum. Upsala á C.P.R. aðallínunni. KAUP er það hæsta er Ontario striðsvinnu- ráðið leyfir. Engin kauplækkun frá i fyrra, þegar hver akkorðsmaður, bæði vanur og óvanur fékk að jafnaði $136.00 á mánuði, að meðtöldu fæði er kostaði 95 cent á dag. Þjón- ustu uppbót fyrir mánaðarvinnu byrjar með $5.00 fyrsta mánuðinn, sem stöðugt fer hækk- andi mánaðarlega upp í $20.00 fyrir fjórða mán. AÐBÚNAÐUR Fæði er nóg og breytilegt—góð húsakynni—sér- stakt þvottahús og þurkpláss—þvotta þjónusta, móttökutæki í stærri plássum—fjaðrarúm, með undirdýnum, brekán, rekkvoðir, koddaver. Og sem hlunnindi þetta ár, hefir hreyfimyndavél verið pöntuð og er búist við henni bráðlega. FLUTNIN GUR Beina leið á staðinn frá heimili þínu með ann- ari hverri járnbrautinni, sem fæst með fyrirfram beiðni til annars hvers undirritaðs, hvert sem heldur er þægilegra fyrir þig:— (a) næsta Agricultural eða Farm Help Service Representative. (b) Næsta National Employment Service Office. Fargjöld eru endurborguð eftir 39 daga vinnu, heimflutningur er greiddur til þeirra er unnið hafa í 78 daga eða meira. (Nátional Employment Service Order No. 549-4135 Port Arthur)

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.