Heimskringla - 07.11.1945, Side 6

Heimskringla - 07.11.1945, Side 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 7. NÓV. 1945 Á SKEMTIFÖR “Hvað á þetta að þýða?” hvíslaði hann, alveg eins og hann hafðiigert í Port Said. “Hvað þýðir þet'ta?” “Það þýðir, vinur minn góður,” svaraði eg, “að það er komin snurða á hinn smágerða þráð þeirra, og að við erum ekki komnir of seint til að skemma fyrir þeim gamanið.” “En hvar haldið þér að þessir tveir þorpar- ar haldi sig?” “Auðvitað í landstjóra höllinni. Sáuð þér ekki að í blaðagreininni stóð að landstjórinn, frú hans og annað heldra fólk í fylgd hans og þar á meðal Beckemham lávarður o. s. frv.” “Við skulum strax fara til landstjórahall- arinnar og fletta af þeim grímunni. Það er heilög skylda okkar gagnvart þjóðfélaginu.” “Alt sem eg segi er þetta: “Að sé það sikylda okkar gagmvart þjóðfélaginu, þá getur þjóðfé- lagið biðið. Nei, nei, við verðum að bíða við, og komast að hver tilgangur þeirra er með þessu háttalagi. Þegar við höfum komist að því fylgir hitt auðvitað á eftir. Skiljið þér það ekki?” “Eg er hræddur um að eg geri það ekki. En eg býst við að þetta sé rétt hjá yður.” Nú vorum við komnir út úr safninu að þeim stað, sem við fórum um borð í ferjuna. En þar sem hún var ekki ferðbúin, þá reyndum við að eyða tímanum við að lesa auglýsimgarnar, sem þar voru alstaðar festar upp. Eg veitti eftirtekt stórri auglýsingu um leikhúsið, og fór eg að henni til að lesa hana. Þar stóð auglýst, að kvöld þessa sama dags, mundi leikur sýndur, og í leikhúsinu yrðu landstjórinn og fylgdarlið hans og einnig lávarður Beckenham. “Þarna er samkoma,” kallaði eg til félaga míns, “þarna er samkoma, sem við verðum að sækja, því að Beckenham markgreifi ætlar að heiðra hana með nærveru sinni.” Þegar við höfðum sett á okkur hvað leik- húsið hét og hvar það var, fórum við tiil gistihúss okkar til að fá okkur að borða, því næst lögðum við af stað út í borgina til að leita að leikhúsinu. Þegar við komum inn í leikhúsið var það troðfult, og voru menn þar að bíða eftir land- stjóranum og fylgdarliði hans. Þar var mjög kyrt og svo stóðu allir á fætur meðan hljóm- sveitin llék “Guð varðveiti drotninguna”, að því búnu gekk landstjórinn ásamt sinni glæsilegu fylgd inn í stúkuna, sem honum tilheyrði. Það er óhætt að treysta því, að af öllum þessum mikla mannfjölda í leikhúsinu, störðu engir fastara á þessa fylgd en við Beckenham. Og það var líka vel þess virði að horfa á hana; því að þarna hægra megin við landstjórafrúna, sat prúðbúinn og í kvöldbúningi, ungur maður, sem líktist nákvæmlega unga manninum, sem hjá mér sat, svo nauðalíkir voru þeir, að í svip hélt eg að Beckenham hefði horfið úr sæti sínu við hlið mína og væri nú kominn yfir að hlið landstjóra frúarinnar. Ef mér fanst þessi tví- fari markgreifans furðulegur, má nærri geta að honum fanst hann ekki síður svo. Já, hann var svo agndofa af undrun að það var hreint hlægilegt, og fólkinu, sem sat í kring um okkur hefir hlotið að finnast við undarlegir. Eg litað- ist um og sá í annari röðinni hið brosandi og ánægjulega andlit Mr. Baxters. Svo byrjaði leikurinn og við urðum að snúa athygli okkar að honum. > Nú verð eg að hverfa frá sögunni og segja frá aitriði, sem allan þennan dag hafði vakið undrun mína. Þar sem skip okkar kom til Wil- liamstown, vildi svo til að við urðum samferða á lestinni, háum, fríðum og velvöxnum ungum manni, eitthvað 30 ára gömlum. Eg veit ekki hvort að hann kom með skipinu eins og við og var að ferðast í gegnum Melbourne, en hvað sem því leið fór hann til Sydney á sömu lesti og við. Svo mistum við sjónar af honum, en sáum hann á ný þar sem hann stóð fyrir framan bókahlöðuna og sat eitthvað sex sæti frá þar sem við sátum. Hvort þessi ungi maður var að njósna um okkur hvar sem við vorum, eða þetta var tilviljun, gat eg auðvitað ekki vitað. En eg verð að játa að mér leist ekki á þetta. Var það hugsanlegt að Nikola, þegar hann vissi að við fórum til Ástralíu með “Pescadore”, hefði sím- ritað þessum manni og sagt honum að njósna um okkur. Það fanst mér tæplega sennilegt. En samt höfðum við næga reynslu af Nikola til að álíta nokkuð ómögulegt, sem hann gæti fundið UPP á- ... j Þegar leikurinn var búinn fórum við út úr leikhúsinu og gengum yfir að ferjunni, og náð- um henni á því augnabliki, sem hún var að leggja frá landi. Eg varð að stökkva um borð og hefði steypst á höfuðið, hefði ekki verið rétt út hjálpandi hönd til að verja mig falls. Eg leit upp til að þakka fyrir hjálpina, en varð allfor- viða þegar eg sá að sá, sem það hafði gert, var enginn annar en maðurinn, sem eg hefi verið að segja frá. Undrun hans var, að því er virtist, ennþá meiri en mín, og um leið og hann tautaði eitthvað um að þetta hefði ekki mátt tæpara standa, þá sneri hann sér við og gekk hratt í burtu. Nú var eg orðinn viss í minni sök og sagði Beckenham frá þessu, og benti honum á manninn, og bað hann að hafa vakandi auga á hvort hann sæi hann fylgja sér þegar eg væri ekki nálægur. Þetta lofaðist hann til að gera. Næsta morgun fór eg í mín beztu föt (því eg hafði fengið farangur minn), og stuttu fyrir klukkan ellefu kvaddi eg Beckenham og lagði svo leið mína til Potts Point til að iheimsækja Wetherells fólkið. Mér mundi vera ómögulegt að lýsa tilfinningum mínum þegar eg gekk upp hina gamalkunnugu götu, og í gegn um garðinn, og nálgaðist hinar þykku og rambygðu fram- dyrahurð, sem mér virtist vera táknræn mynd af húsbóndanum. Sami þjónninn, sem fyr meir hafði opnað hurðina fyrir mig kom nú til dyr- anna, og þegar eg spurði hvort Miss Wetherell væri heima, þá svaraði hann því játandi, og bauð mér inn. Þótt eg ihefði komið þarna áður, þá er vert að muna eftir, að það var í fyrsta skiftið, sem eg kom inn í húsið, og eg verð að játa, að öll sú auðlegð, sem þar mætti augum mínum gerði mig forviða. Mér var boðið inn í setustofuna, sem var búin dýrum og fögrum ihúsgögnum og hafði skrautlega málað loft, og beið eg þarna meðan þjónninn fór að sækja heimasætuna. Tveim mínútum síðar heyrði eg létt fótatak fyrir utan, hönd var lögð á snerilinn, og áður en eg gæti talið upp að tíu var Phyllis — hún Phyllis mín, komin inn í herbergið og féll í faðm minn. Hvað gerðist næstu fimm mínúturnar á eftir ætla eg ekki að lýsa nánar. Hafi lesarinn átt kærustu og séð hana aftur eftir margra mánaða aðskiln- að, þá getur hann auðveldlega skilið það. Þegar við höfðum jafnað okkur og fórum að tala saman með skynsemi, leiddi eg Phyllis að sóffa einum, settist við hlið hennar, og spurði hana að hvort hann faðir hennar væri á nokkurn hátt í mildara skapi gagnvart mér en áður. Hún varð mjög aum í bragði er hún heyrði þessa spurningu, og fanst mér helzt útlit fyrir, að hún mundi fara að gráta. “En hvað gengur að þér, elsku Phyllis mín?” spurði eg alveg dauðhræddur, “hvað gengur að þér?” “Eg er svo ógæfusöm,” svaraði hún. “Dick, hérna í Sydney er ungur maður, og pabbi hefir róið að því öllum árum að eg skuli giftast hon- um.” “Nei, hvað ertu að segja! En hver getur—” Lengra komst eg ekki, því í þessum svifum heyrðist fótatak, og á næsta augnabliki opnaði Mr. Wetherell hurðina. Hann stóð stundar- korn í dyrunum og horfði á okkur á mis og sagði ekki neitt, en svo kom hann nær og sagði: “Mr. Hatteras, vilduð þér gera svo vel og segja mér hvenær þessi ofsókn yðar á að hætta? Get eg ekki einu sinni fengið að vera í friði fyrir yður á mínu eigin heimili. Hold og blóð getur ekki staðist þetta skal eg segja yður. Þér eltuð hana dóttur mína yfir á Englandi á þann hátt, að það var ekki sæmandi iheiðarlegum manni, og nú hafið þér elt hana hingað!” “Já, og það ætla eg að halda áfram með að gera alla æfi mína, Mr. Wetherell,” svaraði eg með talsverðum ákafa, “hvert sem þér flytjið hana. Eg sagði yður það um borð í “Orizaba”, fyrir mánuðum síðan, að eg elskaði hana, og eg elska hana tíu þúsund sinnum meira núna. Hún elskar mig — viljið þér ekki Iheyra hana segja það sjálfa. Hversvegna ættuð þér þá að reyna að skilja okkur að?” “Af því að tengdir við yður eru mér næsta ógeðfeldar. Og af því að eg hefi aðrar og glæsi- | legri framtíðarhorfur fyrir hjúskap hennar, þá skuluð þér vita----” “Ef það er alvara þín pabbi, að reyna neyða mig til að giftast manni, sem eg fyrirlít, þá ferð þú viltur vegar. Eg skal aldrei giftast neinum nema Mr. Hatteras, og það segi eg þér núna.” “Hafðu þig hæga dóttir mín! Hvernig dirf- ist þú að standa svona upp í hárinu á mér. Þú skalt gera eins og eg vil í þessum atriðum, sem í öllum öðrum, og þess vegna vil eg ekki heyra neitt slúður framar. Nú hafið þér, Mr. Hatteras, heyrt hvað eg hefi að segja um þetta mál, og nú vara eg yður við, að ef þér haldið áfram í þessari þvermóðsku, skal eg vita hvort lögin geta ekki minkað í yður drambið. Og hér eftir, ef þér látið sjá framan í yður á minni fandar- eign, skal eg láta þjónana mína fleygja yður út á götuna. Verið þér sælir!” Hversu harðneskjuleg og óréttlát sem framkoma hans var gagnvart mér, þá gat eg ekkert gert en tekið þessu og þessvegna tók eg hattinn minn, kvaddi litlu Phyllis mína, sem var bæði óttaslegin og aum, og gekk áleiðis til dyranna. En áður en eg fór var eg ákveðinn í að senda kveðjuskot hinum uppstökka föður hennar, og sagði: “Mr. Wetherell, eg hefi sagt yður það áður, og eg segi yður það enn, að hvað sem fyrir kemur, skal hún samt verða konan mín. Hún er sjálfri sér ráðandi, og þér getið ekki neytt hana til að giftast neinum, sem hún vill ekki eiga. Einhverntíma munuð þér sjá eftir hvernig þér hafið breytt gagnvart mér.” Við þtta varð hann reiðari en nokkru sinni áður. “Viljið þér á auga lifandi bili fara út úr húsi mínu! Ef þér segið eitt einasta orð framar, þá kalla eg á þjónana og bið þá um að hjálpa mér!” Hinn virðulegi, gamli þjónn opnaði fyrir mér hurðina, og eg setti upp eins mikinn merk- issvip og mér var auðið, og gekk niður akveginn og út á götuna. Þegar eg kom heim í gistihúsið var Becken- ham úti og var eg ekkert hryggur yfir því, þar sem mig langaði til að sitja í næði og hugsa mál mitt. Eg kveikti því í vindli, dró stól út á sval- irnar og fór að hugsa. En ekki datt mér neitt ráð i hug til að bæta sakirnar, því að eftir að hafa hitt Wetherell þennan dag, virtust fram- tíðarhorfur mínar vera verri en ekki betri en áður. Hver og hvað var þessi biðill, sem fann slíka náð í augum hans? Mundi vera til nokk- urs að fara tif hans — en það var auðvitað þýð- ingarlaust. Gætí eg komið Phyllis til að strjúka með mér? Það gat verið hugsanlegt, en samt efaði eg það mjög, að hún mundi ráðast í svo áhættumikið fyrirtæki, fyr en alt annað brygðist. Hvað gat eg þá gert? Eg fór nú að óska að Beckenham færi að koma, svo við gæt- um saman athugað hver úrræðin yrðu. Eftir hálfan tíma átti hádegisverðurinn að vera til, en ungi maðurinn lét ekki sjá sig. Hvert gat hann hafa farið? Eg beið heilan tíma að borða. Klukkan varð þrjú, og ennþá var hann ekki kominn — hún varð fjögur og sex og þá varð eg orðinn alveg viðþolslaus af angist. Eg mundi nú eftir manninum, sem hafði orðið okkur samferða frá Melbourne, og hið trúgjarna og einfalda skap lávarðsins. Eg ákveð nú, væri hann ekki kominn hálf átta, að snúa mér til næstu lögreglustöðvar og láta leita eftir honum. Tíminn leið hægt og ekki kom ungi maðurinn, svo eg setti upp hattinn og lagði af stað eftir að hafa spurt mig fyrir hvar lögreglu- stöðin væri. Þegar þar var komið og eg hafði sagt erindi mitt, var mér strax vísað inn til lögreglustjór- ans, sem spurði mig mjög nákvæmlega um útlit Beckenhams, aldur, stöðu o. s. frv. Þegar því var lokið sagði hann: “En hvaða ástæðu hafið þér tif þess, herra minn, að ætla að þessum unga manni hafi verið rutt úr vegi eða hann hafi verið handtekinn? Eftir því, sem þér sjálfur hafið sagt, þá hefir hann ekki verið í burtu nema átta til níu tíma.” “Það stafar af því,” svaraði eg, “að síðan við komum hnigað til Ástralíu, hafa njósnarar stöðugt verið á hælum hans. Hann sagðist í morgun ætla að ganga sér stuttan spöl til skemt- unar, og er eg alveg viss um, af því að hann veit hversu hræddur eg er um hann, að hann hefði ekki af frjálsum vilja verið svona lengi í burtu án þess að senda mér einhver boð um hvað dveldi sig.” “Vitið þér nokkuð hversvegna einhver er að njósna um og ofsækja þennan unga mann?” “Vinur minn er erfingi að afar miklum auð- æfum í Englandi. Það getur kannske hjálpað yður til að skilja hversvegna þeir njósna um hann.” “Vel gæti það verið. En samt sem áður er mér nær að ihalda, að þér hafið verið nokkuð fljótur á yður að koma hingað, Mr.-----?” “Hatteras heiti eg”, og eg gaf honum nafn og götunúmer gistihúss míns. “Væri eg í yðar sporum, Mr. Hatteras, þá færi eg aftur til gisti'búss míns. Sennilega finn- ið þér vin yðar þar, við að borða kvöldmatinn sinn, og svo dettur honum kanske í hug að fara til lögreglunnar og láta hana leita að yður. En hafi hann ekki komið heim og sé hann heldur ekki kominn snemma í fyrra málið, þá getið þér komið hingað og látið okkur vita það, og eg skal gera alt, sem eg get til að finna hann fyrir yður.” Eg þakkaði lögreglustjóranum fyrir hans vingjarnlegu viðtökur, og flýtti mér aftur til gistihússins í þeirri von að finna Beckenham þar við miðdegisborðið. En þegar kona gest- gjafans mætti mér úti á svölunum, og spurði mig hvort eg hefði frétt nokkuð frá vini mínum, þá voru vonbrigði mín mikil. Öll þessi angist og allar þessar áhyggjur tóku að vinna á mig. Þarna veittist alt að mér. Þar var Nikola, njósnarinn, Beckeniham, Phyllis, hinn óþekti biðill og Wetherell, þessi fylking nægði til að halda mér við efnið. Eg varpaði mér stynjandi niður i stól þar úti á svölunum, og lét hugann sveima yfir þetta alt saman. Klukkan sló níu þegar eg fyrst raknaði úr þessum hugsunum. Drengur einn, sem seldi blöð, kom æpandi og hlauppndi niður strætið. Til þess að fá annað umhugsunarefni, kallaði eg á hann og keypti af honum blað. Eg fór með það upp í herbergið mitt til að lesa það þar. Fyrstu þrjár síðurnar vöktu enga athygli hjá mér, en á fjórðu síðu var frétt, sem var nægilega eftirtektaverð til að láta hár mitt rísa af skelfingu. Fréttin var á þessa leið: Fréttir um trúlofun Við höfurn fengið sannar fréttir fyrir því, að í náinni framtíð verði opinberuð trú- lofun 'háttstandandi ungs aðalsmanns, sem er gestur hérna í bænum og einnar fegurstu stúlku Sydney borgar, dóttir eins kunnasta og æðsta embættismanns landsins, er hún nýlega komin heim úr heimsókn til Engfands. Blaðið hefir þann heiður, að óska þessum ungu hjónaefnum til hamingju. Gat þetta verið skýringin á hinni leynd- ardómsfullu breytni Dr. Nikola? Gat það verið að öll hans skálkapör og falski markgreifinn væru gerð í vissum tilgangi. Gat það verið að þessi maður, sem gaf sig út fyrir að vera maður af háum aðli, ætti að giftast Phyllis? Það gat ekki verið neinn vafi á því við hvern fréttin ætti. Hugsunin um það kom svitadropum til að spretta út á enni mínu, •'j Nú máttiþetta ekki dragast neitt lengur, en eg varð að segja a'lt, sem eg vissi um málið. Það ,varð að koma upp um þessi þrælmenni og það strax í kvöld. Wetherell varð að fá að vita það alt nú og það strax. Þegar eg hafði gert þessa ákvörðun lét eg blaðið í vasa minn og lagði safarlaust af stað til Potts Point. Þetta var dimmviðris kvöld og sallarigning. Þótt eg væri í rauninni ekki lengi á leiðinni, þá fanst mér samt eifífðar tími þang- að til eg náði marki ferðarinnar og hringdi dyra- bjöllunni. Aldraði þjónninn opnaði hurðina og horfði á mig forviða. “Er Mr. Wetherell heima?” spurði eg. Hann stóð eins og augnablik á báðum átt- um, en ákvað svo hvað gera skyldi og sagðist skyldi sjá hvort svo væri. “Eg veit hvað þér eigið við,” sagði eg. “Mr. Wetherell er heima, en þér álítið að hann vilji ekki tala við mig. En það verður hann að gera! Eg hefi fréttir að flytja honum, sem eru afar þýðingarmiklar. Viljið þér segja honum það?” “Mér þykir það slæmt, en Mr. Wetherell sagði, að ef þér vilduð sér eitthvað, þá yrðuð þér að skrifa það. Hann vill ekki tala við yður.” “Viljið þér segja honum að málið sem eg ætla að ræða við hann, sé ekkert um mig per- sónufega. Eg legg við drengskapminn, að það er satt.” Aftur fór þjónninn og aftur var eg skilinn eftir úti í ganginum. Þegar hann kom til baka var hann allur brosandi. “Mr. Wetherell biður yður að fylgjast með mér.” Eg fór á eftir honum gegnum hina stóru forstofu og upp mikinn stiga. Þegar við vorum komnir upp á aðra hæð, opnaði hann hurð eina, vinstra megin í göngunum og kynti komu mína. Mr. Wetherell sat á lágum stól við ofninn, og þar sem hann hafði fótinn upp á litlum skemli, hugsaði eg að hann væri þjáður af sín- um gamla óvini, gigtinni. OPNUN ÞINGSINS Á ENGLANDI Á “VJ” DAGINN SVO NEFNDAN Myndin sýnir konungsvagninn er hann leggur á stað frá konungshöllinni, Buckingham Palace, 15. ágúst s. 1., áleiðis til þinghússins þar sem þingsetning skyldi fram fara þann dag.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.