Heimskringla - 07.11.1945, Blaðsíða 8

Heimskringla - 07.11.1945, Blaðsíða 8
8. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 7. NÓV. 1945 FJÆR OG NÆR MESSUR I ÍSLENZKU SAMBANDSKIRKJUNUM Messur í Winnipeg ' Á sunnudaginn 11. nóvember, fer fram þakkargerðarathöfn í Sambandskirkjunni í tilefni af því að stríðið er á enda. Þeirra ungra manna, sem fallið hafa i stríðinu, og sefn tilheyrðu söfn- uðinum verður minst á viðeig- andi hátt. Sunnudagskvöldið, eins og auglýst hefir verið í blöðunum er ráð gert fyrir að söfnuðurinn taki þátt í sameigin- legri athöfn undir umsjón Jóns Sigurðssonar félagsins í Fyrstu lútersku kirkjunni á Victor St. Söngflokkarnir taka sameigin- legan þátt í þeirri' athöfn og prestar beggja safnaðanna taka einnig þátt í athöfninni. ★ ★ ★ Messuboð Wynyard, 11. nóv. kl. 2 e. h. Wynyard, 18. nóv. kl. 2 e. h. H. E. Johnson ★ ★ ★ Messur í Piney Séra Philip M. Pétursson messar í Piney, sunnudaginn 18. nóvember, á ensku og íslenzku, á vanalegum stað og tíma. — Bygðarmenn eru góðfúslega beðnir að láta það fréttast. ★ ★ ★ Minningar guðsþjónusta að Lundar * Minningar guðsþjónusta helg- uð föllnum hermönnum verður haldin í lútersku kirkjunni á Lundar kl. 2 e. h. þann 25. nóv. næstkomandi. Sameiginlegur söngflokkur undir stjórn V. J. Guttormsonar syngur og prestar frá báðum söfnuðunum standa fyrir guðs- þjónustunni. H. E. Johnson VEITIÐ ATHYGLI! Eg vil hér með brýna það fyrir hluthöfum í Eimskipa- félagi íslands vestan hafs, að senda nú tafarlaust sína gömlu arðmiða, svo hægt sé að skifta þeim fyrir nýja. Virðingarfylst, ÁRNI G. EGGERTSON, K.C., 209 Bank of Nova Scotia Bldg., Portage and Garry St., Winnipeg, Man. Hársnyrting — beztu aðferðir AMBASSADOR Beauty Salon 257 KENNEDY ST. sunnan við Portage Talsími 92 716 S. H. Johnson, eig. Kvenfélag Sambandssafnaðar efnir til spilasamkomu fimtu- daginn 8. nóvember kl. 8 að kvöldi á samkomusal Sambands- kirkju á Banning og Sargent. Verðlaun veitt fyrir spil og kaffi frítt. ★ * * Jóhannes Einarsson frá Cald- er, Sask., var staddur í bænum fyrir helgina. Hann er nú farinn að eldast og hefir miklu afkast- að, en áhugi hans og góð greind á félagsmálum, er hin sama og áður. ★ ★ ★ Kvenfélag Sambandssafnaðar hefir fund þriðjudaginn, 13. nóv. kl. 8 að kvöldi, að heimili Mrs. J. F. Kristjánsson, 788 Ingersoll St. Á fundinum flytur Miss Elsie Pétursson erindi um skáldif^ Jóhann Bjarnason. ★ ★ ★ Gifting Sunnudagnin 4. nóvember, voru gefin saman í hjónaband, Hugh Allen Sillers og Margaret Soffía Rafnkjelsson, dóttir þeirra hjóna John Rafnkjelsson og Jónu Thorvarðson, konu hans. Brúð- guminn er af hérlendum ættum. Aðstoðarmenn þeirra voru Carl A. Franssen og Miss F. Rafn- kjelson, systir brúðarinnar. Séra Philip M. Pétursson fram- kvæmdi athöfnina. Framtíðar heimili brúðhjónanna verður í Winnipeg. ★ ★ ★ TIL ÁSKRIFENDA Central Dairies Limited Kaupa mjólk og rjóma Areiðanleg og fljót skil Telephone 57 237 121 Salter St. — Winnipeg Eric A. Isfeld, ráðsmaður Um leið og Heimskringla, við byrjun sextugasta árgangsins, þakkar áskrifendum sínum og stuðningsmönnum fyrir alla að- stoð sína, vill hún draga athygli nokrka vina sinna nær og fjær sem áskriftagjöld sín skulda að því, að nú væri henni kærkomið að fá þau greidd. Það eru svo margir, sem ekki eiga þess kost, að greiða gjöld sín til umboðs- manna blaðsins og sem greiðsla á þessvegna hefir dregist úr hömlu. Hvort sem þessir menn eru utan bæjar eða innan, vildi Heimskringla draga atyhgli að þessu og mælast til að þeir nú sendi hienni áskriftargjöldin. — Bæjarmenn ættu ekki óhægt með þetta, en tafsamt og kostn- aðarsamt, að senda mann heim til hvers og eins. Fyrir þá sem í fjarlægð búa, koma bréfaskriftir einar til mála. En Heimskringla Office 96 731 Res. 53 893 DR. K. J. AUSTMANN SPECIALIST EYE, EAR, NOSE and THROAT 704 McArthur Bldg. Cor. Portage & Main Office hrs.: Tues. & Thur. 5—8 Saturdays 2—5 ALMENN TILKYNNING Stjórnar öryggis ábyrgðarlög ganga í gildi 1. desember 1945 PMV'tOBA 0ryggis ábyrgðarlög stjórnarinnar meina Til almennings: Öryggis ábyrgðarlögin eru samin— 1. Til að tryggja þeim, er slasast óviljandi í bilslysum, að tap þeirra og meiðsli verði borgað eins fyllilega og unt er. 2. Til að herða á ráðstöfunum móti þeim bílkeyrurum, er þátt eiga í bílslysum, er verða af keyrslu þeirra, en sem eigi hafa trygt slys sín eða skemdir í tryggingarsjóð. Til keyrara: Öðlast gildi 1. desemher 1945, nema næg efnaleg sönnun sé sýnd, að hver eigandi eða keyrari mótorvéla, sem verður viðriðinn slys, HVORT SEM SLYSIÐ ER HONUM AÐ KENNA EÐA EKKI, getur orðið fyrir að— 1. Hans ökuleyíi sé tekið af honum um óákveðinn tíma; 2. Hans bílaleyfi sé tékið af honum um óákveðinn tíma; 3. Hans bíll sé kyrsettur um óákveðinn tíma; 4. Kostnaður af kyrsetningu sé sett í hans reikning. Efnalega trygging getur ökumaður eða eigandi motorvagna sýnt svo framarlega að næg sönnun sé, að trygt sé til öryggis almenningi fyrir efnatjóni eða öðruni skaða er hlýst af keyrslu slíkra véla. Það má útvega— 1. Með að fá skírteini frá vátrygginga félagi, er sýnir að eigandi eða ökumaður hafi Almennings Trygging og Efnatjóns Ábyrgð í fullu gildi; eða 2. Með að afhenda Skráhaldara fullnægjandi verðbréf viður- kendra félaga; eða 3. Með að fá viðurkénning hjá Fylkisféhirðir, að sá sem nefndur * er hafi afhent peningaupphæð eða peningavirði er nemi $11,000 fyrir hverja mótorvél, er skrásett sé í nafni þess er nefndur er; eða 4. Með því að fá skírteini frá Motor Carrier Board. Þetta er tak- mörkuð beiðni og heyrir aðeins þeim félögum til er bera sína eigin ábyrgð). Upplýsinga bæklingur verður innan fárra daga fáanlegur gefins hjá hverri olíustöð í Manioha. Spurðu um þitt eintak. Motor Vehicle Ifniiidi. Province of Manitoba vonar hins bezta eftir að á þetta hefir verið minst. — Ávísanir sendast: The Viking Press Ltd., 853 Sargent Ave., Winnipeg, Man. ★ ★ * Þakkarávarp Innilega þökkum við öllu fólki í úr Reykjavíkur-bygð og öðrum | bygðum, er sýndi okkur hlut- j tekningu við hið sorglega fráfall elskulegrar dóttur okkar, Sig- rúnar, og heiðruðu útför hennar með nærveru sinni. 76 manns j (okkur ókunnugt fólk af ýmsunj þjóðflokkum) í Chicago sendu ! fjölda blómsveiga með líkinu og j samúðar spjöld, sem við erum ! mjög þaklát fyrir. Ennfremur þökkum við rit- stjóra “Lögbergs” vinsamlegum- mæli um dóttur okkar í hans heiðraða blaði, og prestinum, séra Philip M. Pétursson, fyrir kveðjumálin er hann flutti og vel skrifuð minningarorð í “Heimskringlu”. Mr. og Mrs. Ingvar Gíslason ★ ★ ★ Þriðjudaginn 30. okt., vora þau Allan William Watchorn og Sarah Irene Love, bæði til heim- ilis í Winnipeg, gefin saman í hjónaband, af séra Rúnólfi Mar- teinssyni, að 800 Lipton St. — Brúðurin er dótturdóttir Mag- núsar og Gróu Magnússon, er lengi bjuggu að 650 Home St. Þau voru aðstoðuð af Mr. og Mrs. Frederick Ruppel. Þau fóru gift- ingarferð til Minnedosa. Hieimili þeirra verður í Winnipeg. ★ ★ ★ Norður við Reindeer Lake í Saskatchewan, andaðist snögg- lega af hjartabilun, William Lloyd Haney, laugardaginn 27. okt. Hann var kvæntur íslenzkri konu, Guðlaugu Vilhelmínu (Bjarnason) og áttu þau heima í Langruth í Manitoba. Mr. Haney var farinn norður, til vietrar- vinnu, fyrir svo sem mánuði síð- an. Líkið var flutt flugleiðis til Flin Flon og þaðan með járn- braut til Langruth. Útförin fór fram miðvikudaginn 31. okt. — Kveðjumálin flutti séra Rúnólf- ur Marteinsson í íslenzku kirkj- unni í Langruth og í safnaðar grafreitnum. Kirkjan var al- skipuð fólki. Söngflokkur safn- aðarins leiddi sönginn. Organ- istinn var Mr. Carl Lindal. Auk eiginkonu skilur Mr. Haney eftir einn dreng, William Roy, 8 ára gamlan. Móðir hans, Mrs. Fanney Haney og systir hans, Mrs. Edna Duff, eiga heima í Winnipeg. Öll voru þau við út- förina ásamt skyldmennum og öðrum vinum í Langruth og ann- arstaðar. » Mr. Haney var 46 ára að aldri Hann var völ gefinn maður, hag- ur til ýmissa verka, skemtilegur félagi, vinsæll meðal þeirra, sem hann umgekst, heitt unnandi sín- um nánustu. KAUPIÐ HEIMSKRINGLU— bezta íslenzka fréttablaðið Látið kassa í Kæliskápinn WvmoLa U GOOD ANYTIME The SWAN MFG. Co. Manufacturers of SWAN WEATHER-STRIP 281 JAMES ST., WINNIPEG Phone 22 641 Halldór M. Svvan, eigandi Thos. Jackson & Sons LIMITED COAL — COKE BRIQUETTES Phone 37 071 (Priv. Exch.) 370 Colony St. Winnipeg PRINCESS MESSENGER SERVICE Við flytjum kistur og töskur, húsgögn úr smœrri íbúðum og húsmuni af öllu tœi. 58 ALBERT ST. — WINNIPEG Sími 25 888 C. A. Johnson, Mgr. Sherbrook Home Bakery 749 Ellice Ave., Winnipeg (milli Simcoe & Beverley) Allar tegundir kaffibrauðs, gómsætar tvíbökur, hvít og brún brauð. Vigfús Baldvinsson, eigandi Ársfundur norræna félagsins The Viking Club, verður hald- ínn föstudaginn 9. nóv. kl. 8 e. h. í The Antique Tea Rooms, 210 Enderton Bldg., á horni Por- tage og Hargrave Stræta. Þetta er þriðja árssamkoma klúbbsins og verður þess minst; fyrir það eru veitingar fríar. A. V. Piggott aðstoðar-skóla eftirltismaður, segir fáein orð. Ennfremur verður á fundinum Dr. John B. C. Watkins, aðstoð- ar prófessor í ensku við Mani- toba-háskóla. Dr. Watkins hefir um 10 ára skeið verið starfsmað- ur Scandinavian Foundation í New York. Hann er mikill vin- ur svandinava og oss er sagt að hann kunni eitthvað í íslenzku. ★ ★ ★ Á fundi borgara flokksins (Civic Election Committee) í þessum bæ, s. 1. föstudag, var Paul Bardal meðal þriggja, er valdir voru til að sækja í kosn- ingunum 23. nóv. í annari kjör- deild. Hinir voru James Black og Jack St. John núverandi full- trúar. Mr. Bardal er svo þektur MESSUR og FUNDIR i kirkju Sambandssafnaðar Prestur, sr. Philip M. Pétursson, Ph B B D 640 Agnes St’ Sími 24 163 Messur: á hverjum sunnudegi Kl. 11 f. h. á ensku Kl. 7 e. h. á íslenzku. Safnaðarnefndin: Fundir 1. föstudag hvers mánaðar. Hjálparnefndin: Fundir fyrsta mánudagskveld í hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðjudag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Ungmennafélagið: — Hvert sunnudagskveld kl. 8.30. Skátaflokkurinn: Hvert mið- vikudagskveld kl. 6.30. Sönqœfingar: Islenzki söng- flokkurinn á hverju föstu- dagskveldi. Enski söngflokkurinn á hverju miðvikudagskveldi. Sunnudagaskólinn: Á hverjum sunnudegi, kl. 3 e. h. MUS/NIS7 BETEL í erfðaskrám yðar maður fyrir margra ára störf í bæjarráðinu, að hann ætti að eiga í þessum kosningum braut- argengi að fagna. ★ *■ ★ Þakkarávarp Við undirrituð vottum vinum og vandamönnum okkar innileg- asta hjartans þakklæti fyrir þá góðvild og þann heiður sem okk- ur var auðsýndur með hinu virðulega samsæti og hinum in- dælu gjöfum sem okkur voru gefnar sunnudaginn 21. okt. 1945. Megi guð blessa alla vini okk- ar. % Mr. og Mrs. Jón J. Skafel "/T'S A LONG TR/P, STPANGER -BETTER LET ME FILL 'ER UP! h

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.