Heimskringla - 14.11.1945, Blaðsíða 1

Heimskringla - 14.11.1945, Blaðsíða 1
■ - I We recommend for I your approval our // BUTTER-NUT LOAF " CANADA BREAD CO. LTD. Wmnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. LX. ÁRGANGUR We recommend for your crpproval our " BUTTER-NUT LOAF // WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 14. NÓV. 1945 CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. NÚMER 7. frettayfirlit og umsagnir 33 um bæjarráðsstöðurnar . í öæjarstjórnarkosningunum í Winnip=g 23. nóv., sækja 33 um fulltrúastöðurnar, en þær eru l^ alls, þrjár bæjarráðs- og 3 skóla- ráðsstöður í hverri af hinum þremur kjördeildum borgarinn- ar. Kosið verður eftir hlutfalls- kosninga fyrirkomulaginu. Á kjósendaskrá eru 162,555 nöfn. Kjósendur greiða atkvæði um leið um þrjú mál. Hið fyrsta er 2 miljón dala veiting til full- komunar á framræslu bæjarins. Annað er ein miljón dala veiting byggingar fjögurra nýrra skóla. En þriðja málið er 650,- 600 dala veiting til byggingar beimilis fyrir aldraða og ósjálf- kjarga. Um bæjarráðsstöðurnar sækja 1 fyrstu kjördeild: C. E. Graham, Kilda Hesson núv. bæjarfulltrúi, U. A. Mulligan núv. fulltrúi, C. E. Simonite núv. fulltrúi, George A. Wood. í annari kjördeild: V. K Anderson núv. fulltrúi, Paul Kardal, James Black núv. full- trúi, Howard NfcKelvey, John McNeil, Jack St. John núv. full- Paul Bardal 1 síðasta blaði birtum vér myndir af tveimur íslenzkum fulltrúum, sem um kosningu sækja í bæjarkosningunum 23. uóv. Hér kemur mynd af þeim þriðja, Paul Bardal, sem áður var hér lengi bæjarráðsmaður og kosning ætti, vegna góðrar og glæsilegrar reynslu, að vera vís. Hon,um var starfið orðið svo inn- an handar og kunnugt, að borg- arstjórar fólu honum sæti sitt, ef þeir þurftu frá að víkja. Hann er ótrauður framfaramaður og raunhæfur svo, að mörg þau mál, 'er hann hefir gerst flutningsmað- ur að, hafa í framkvæmd komist. Eftir því sem hann hefir fengið uieiri og meiri reynslu,< hefir hann gerst stórtækari í umbóta- tillögum sínum. Og aldrei hefir hann stungið upp á eins mörgum °g stórum verkefnum og nú, og skal í því efni vísað til útvarps- ræðu hans nýlega, sem birt er á óðrum stað í þessu blaði.D Fyrir fslendingum gerist ekki þörf á að lýsa honum frekar. Hann hef- lr svo mikið á meðal þeirra starf- að í félagsmálum og vakið hjá þeim fögnuð og gleði með söng sínum, að vér erum vissir um að 'þeir staldra við nafn hans á at- kvæðaseðlinum og drepa þar rúður blýantinum. Það væri að sýna honum ofurlítinn þakklæt- isvott fyrir hans ágæta félags- starf. U Þýðingu áminstrar ræðu var of seint lokið fyrir þetta blað eri kemur í næsta blaði. trúi. 1 þriðju kjördeild: Frank Baschak, John Blumberg núv. fulltrúi, Frank L. Chester, Jos. Forkin núv. fulltrúi, George Stapleton, Joseph Stepnuk núv. fulltrúi. 1 skólaráð sækja þessir — í fyrstu deild: George R. Belton, E. J. Conway, A. H. Fisher, W. S. McEwan, Mrs. D. A. P. McKay. í annari deild: Adam Beck, H. A. Chappell, James Dunn, séra Philip M. Pétursson, Roy Shef- ley. — 1 þriðju deild: Meyer Averbach, F. W. Browbridge, Mrs. Jean Danyleyko, George Dixon, A. Zaharychuk, Joseph Zuken. Atom sprengjan enn Á fundi þeirra Attlee, Kings og Trumans í Washington um síðustu helgi, kom sem fyr til mála hvað gera ætti við atom- sprengjuna. Sumum virðist hún svo mikið barnagull, að gefa ætti öllum heimi hana sem fyrst, að leika sér að. Á meðal þeirra er Molotov, sem von var til. — Öðrum finst Bandaríkin eina landið, sem fyrir henni sé trú- andi. Tillaga Attlees, forsætis- ráðherra Breta, er sú, að nefnd vísihdamanna úr hópi allra banaaþjóðanna, sé falin ábyrgð og eftirlit hennar og allra slíkra vopna, sem upp verði fundin hér eftir. Þetta er nú nógu álitlegt, en ef einhver þjóð skyldi nú ekki segja frá vopnum sínum, fyr en hún væri búin að leggja undir sig heiminn með þeim, hvernig færi þá? Um atom sprengjuna vissi enginn fyr en búið var að vinna japanska stríðið með henni. Mr. King, forsætisráð- herra Canada, mun Attlee sam- mála. Hvernig um þetta mál fer, er óvíst ennþá. Séra Philip M. Pétursson Eins og getið var um í síðasta blaði, sækir séra Philip M. Pét- ursson prestur Sambandskirkj- unnar í Winnipeg, um endur- kosningu í skólaráð borgarinnar í kosningunum sem fara fram 23. nóv. Séra Philip hefir í þrjú ár set- ið í skólaráðinu og þó sá tími sé ekki langur, hefir starf hans þar af meðnefndarmönnum hans verið álitið það mikilvægt, að hann hefir verið kosinn aðstoðar forseti skólaráðsins. Þetta er ekki mótvon. Áhuga og alhliða þekkingu fyrir því sem gera þarf í skólaráðinu munu fáir meiri hafa en hann. Á síðast liðnum þremur árum, hefir hann tekið drjúgan þátt í öllum þeim málum sem horft hafa til hins betra í skólaráðinu. Hann hefir stutt Kindergarten hugmyndina með ráði og dáð og á sinn þátt í að hún er nú í fram- kvæm komin innan skólanna. — Hann berst og mikið fyrir endur- skoðun á öllu starfi skólanna og vill ekki einungis sjá það endur- bætt, heldur og sumar skólana sjálfa ekki sízt þá 50 ára gömlu! Eitt þeirra mála er hann hefir haldið fram, er að skólaráðið hafi sjálft sitt brunabótafélag og gangi þar á undan bæjarráðinu, er honum finst að ætti að hafa vátryggingartekjurnar, eigi síð- ur en hinn mikla kostnað við eldvarnir bæjarins. Það er ekki spursmál um það, að það er ærið margt sem um- bóta þarf hér með bæði í skóla- og bæjarráði. Og það eru hinir ungu menn með þekkingu og * Er Ihnr^rrja / i. Er laufskálar hrynja og lundirnir gisna og ljóminn og ylurinn hverfa, og söngfuglar kveðja og vorblómin visna og vetrarspár hugans lönd erfa, en næturnar lengjast og ljósin öll slokna á langdegi sólríkrar tíðar, þá kvöldskuggadísin með haddbylgju hrokna úr heldimmu myrkvasal smíðar. Og inn í hann býður hún öllum þeim lýðum, sem óttast hinn sárkalda vetur, og öllum, sem mist hafa í orustuhríðum sín óðul og bjargráð og setur, og öllum, sem bera hin ógrónu sárin og ólæknuð mein sinnar tíðar, og öll geyma í hjartanu ógrátnu tárin og ófriðar sorgirnar stríðar. En aleinn hver berst í þau koldimmu kynni, er köld eru um daga sem nætur, og sönglausa ríkir þar einveran inni með ógoldnar harmanna bætur. Þar örvænting sérhvern þann drepur í dróma, sem drápsbyrði þrælsóttans sligar, og rændur var manndómi, réttindum, sóma af riddara, er hundunum sigar. II. 1 stríðsgróða kapphlaupi stórsprengjuára, hver stund er of dýrmæt að eyða, en stundum þó mætti án sakar og sára þann seinförla spottakorn leiða, og spörkuðum einstæðing liðsyrði leggja, þann lémagna reisa og styðja, og ráfandi daufingjann örva og eggja ien aumingja kenna að biðja. En starfsríki nútímans: eyðslan og óttinn, sér eiga mjög djúpsettar rætur, svo jafnvel á stórríkum níðist mörg nóttin, og nýríkur valta ber fætur. — Það örfáir smíða úr andvökum kvæði með ómþýða tóninum hreina ef blasir mót hugskotssýn foröð og flæði á fagnaðarveginum eina. III. Öll jörð er í sárum er haustsólin hnígur; í hungurkví þrælar enn standa; og sigurinn jafnvel sem særður örn flýgur í sortann til framtíðarlanda. Þótt vor komi aftur að vetrinum liðnum, þá verður samt oflangt að bíða þess sumars, er jafnréttið færir með friðnum og fögnuðinn gervallra lýða. Þ. Þ. Þ. hornleikaraflokki. Um leið og vér minnumst alls þessa, þykir okkur nú sárt að verða að sjá honum á bak ekki sízt skólasyst- kinum hans, því hann er að flytja til Winnipeg til að stunda ann- ars bekkjar nám á læknaskóla Manitoba háskóla: Foreldrar Stuart eru læknis- hjónin, Dr. C. F. Houston og Dr. Sigga Kristjánsson Houston, sem útskrifaðist 1925 af lækna- skóla Manitoba. Hún hefir stundað læknisstörf með manni sínum í Yorkton, Sask., síðan 1926. SÆKIR UM ENDUR- KOSNINGU framfarahug, sem það starf verð- ur að fela. Einlægari fulltrúa í velferð- armálum almennings, en séra Philip, verður erfitt að benda á. En hann hefir auk þess reynslu, bæði sem kennari og prestur, í því er sérstaklega lýtur að fræð- slumálum, yngri sem eldri. Reynslan hefir þegar sýnt, að hann er þarfur maður í skólaráð- inu og það ætti að vera kjósend- um sérstakt ánægjuefni, að hann getur helgað skólamálum bæjar- ins að nokkru starfi sitt. Dagblöð vélrituð Dagblöðin í Winnipeg hafa í nokkra daga komið út vélrituð í staðinn fyrir prenutð og bæði til samans átta blaðsíður að stærð. Fyrir prenturum þeirra lá að gera nýjan samning við blöðin en fyrir breytingar frá því ssm áður var, svo sem 40 kl.stunda vinnu á viku með sama kaupi og áður fyrir 46 stundir, vildu blöð- in ekki skrifa undir endurnýjun verkasamningsins. Blöðin hafa farið fram á, að málið væri lagt undir dóm óviðkomandi manna, eða dómsvaldsins, en prenturum geðjast ekki að því. Hjá dag blöðunum má því heita fullkom- ið verkfall. Samningsumleitan- ir halda þó áfram, en útlitið misð að sakir verði jafnaðar, eru litlar Góður námsmaður Jack St. John lyf jafr. í bæjarkosningunum í Winni psg, sem fara fram 23. nóv., sæk- ir Jack St. John lyfjafræðingur og núverandi bæjarráðsmaður um endurkosningu. Hann var kosinn fulltrúi annarar deildar fyrir tveim árum. Hefir hann lengi átt heima í þessari kjör- deild; rekur hann þar lyfjasölu og á sívaxandi vinsældum al- mennings að fagna Það fyrsta sem kom Mr. Jack St. John til að láta sig bæjarmál skifta, var að reyna að kippa lag því er hér var áfátt í hrein læti bæjarins. Það >er fyrir hans ötulleik í þessu máli, að samþykt hefir verið að kaupa brensluofn fyrir úrgang; fyrir framkvæmd um þessa máls mun hann enn beita sér. Umbætur á súkrahúsum og opinberri aðstoð læknisþurfa eru þungar búsifjar almenningi. Hann vill finna nýja aðferð til fjáröflunar en eilífa skattahækk- un; þó skattar þeir séu lagðir á viðskifti eða fasteignir, vita all- ir að almenningur greiðir þá. Margt af því, sem Mr. Jack St. John hefir aðhafst í bæjarráð- inu, bendir til þess að hann unni framförum. Hann er Ungur mað- ur og á eflaust ítök sín hjá æsku- lýðnum. Það er ekki það mik- ið æskumót á bæjarráðinu, að við ekki stæðum okkur vel við að hafa hann þar og þó fleiri ungir menn væru. Mr. Jack St. John hefir verið valinn af Borgarnefnd (C.E.C.) þessa bæjar til að sækja undir merkjum hennar í annari deild Winnipegborgar. Hann er fædd- ur í Portage La Prairie, en stundaði háskólanám í Winni- peg. Núverandi stöðu sína, lyfja- sölu hefir hann rekið í 12 ár í deildinni, sem hann sækir nú í um endurkosningu. Hann til- heyrir mörgum félögum í bæn- um svo sem :Isaac Brock Com- munity Club, West End Lawn Bowling Club, Thistle Curling Club og öðrum sport klúbbum, Ungra manna deild verzlunar- ráðsins (Board of Trade), United Commercial Traveller’s Associa- tion og er í framkvæmdastjórn Manitoba Retail Druggists Assn. Sýnir þetta hvað víðkunnur Mr. Jack St. John er og h.ve félags- legt starf hans er mikils metið. Hann er giftur íslenzkri konu, Rögnu, dóttur Mr. og Mrs. Gísli Johnson, Winnipeg. Eftir því sem blaðinu Yorkton sem hana eigi veitt sér nægi- Enterpris segist frá 25. október, ieg3) vegna efnaleysis, er annað hefir dreng í Yorkton, sem Stu-1 áhugamál Mr. Jack St. John. — art Houston heitir, hlotnast sá Hann er og emn þeirra, er ó- heiður að hljóta medalíu þá, er trautt vinnur að því að hér kom- landstjóri Canada veitir fyrir á- jst á fót lækninga miðstöð, svo gæta ástundun og góða náms-;ag bærinn verði sjálfstæðari hæfileika sýnda af unglingum á þessum efnum en áður og íbú- miðskólaaldri og sem vonir gefa arnir þurfi ekki til fjarlægari 1 staða að leita sér læknarann sókna. um að geta orðið forustumenn með tíð og tíma í félagslífi borg- ara landsins. Þriðja málið sem Mr. Jack St Segist nefndu blaði svo frá, að John hefir ekki einungis látið þetta komi þeim ekki á óvæntjsig miklu skifta, heldur sem Stuart Houston þekki og hefir gerst forustumaður að telja hann í fylsta máta verð- bæjarráðinu, er að koma hér skulda heiðurinn. Við sem skóla-^ upp miðstöð í fimleikum og í- ferli hans höfum fylgt, vitum þróttum, sem minnismerki yfir hve framarlega í hópi nemenda fallna hermenn í síðasta stríði hann hefir þar staðið. En við Liggur hér fyrir sem annars vitum einnig, að hann hefir oft staðar að reisa þeim minnis sýnt hve hæfileikar hans eru merki. Og það mun flestra mál alhliða og að þeif hafa eigi síður ag minningu þeirra verði ekki utan skóla en innan notið sín. með öðru betur á lofti haldið en Við munum öll eftir Rotary því, er styrk og táp vekur hjá Hobby Fair skemtuninni á s. 1. j æskunni. Þessi borg er enn ári, er hann stjórnaði og sem al-|undra gamaldags í þessum efn- menna aðdáun vakti. Hann hefir! um og afturhaldssöm. Það var um skeið verið ritari náttúru -' einmitt þetta uppeldi, sem grísku sögufélagsins og ritstjóri blaðs þjóðina gerði til forna að fremstu þess, The Blue Jay. Ennfremur þjóð heimsins. hefir hann aðstoðað við útgáfu Mr. Jack St. John er á móti blaðs þeirra The Spoke. I leik- hækkandi sköttum. Hann álítur sýningum hefir hann hér tekið ef ekki sé neitt taumhald þar, þátt og hann vann tvisvar sigur j leiði af því, að heimiliseigendur í Bryan mælskukeþni í skólan-jtapi eignum sínum; skattar um. Hann spilaði hér einnig íjStjórna í hvaða mynd sem eru, FRá sendiráðinu í WASHINGTON Herra ritstjóri: Eg^vil hér með skýra yður frá því, að breytingar hafa nýlega orðið á starfsliði íslenzka sendi- ráðsins í Washington. Þórhallur Ásgeirsson hefir nýlega látið af starfi sínu sem sendiráðsritari og tekið við full- trúastöðu í utanríkisráðuneyt- inu í Reykjavík. Þórhallur Ásgeirsson starfaði við sendiráðið frá því í júlí 1942, fyrst sem Attache, en síðar sem sendiráðsritari. Þórhallur er farinn til íslands ásamt konu sinni og barni. Nýlega hefir verið skipaður Attache við sendiráðið, Ólafur Björnsson. Ólafur er sonur Sveins Björnssonar forseta og frú Georgiu Björnsson. Hann lauk lagaprófi frá Háskóla Is- lands 1943 og var aðstoðarmaður utanríkisráðuneytinu frá árs- byrjun 1944 til júlíloka s. á., er hann var skipaður Attache við sendiráð íslands í London. Því starfi hélt hann þar til hann var skipaður Attache við sendiráðið í Washington. Virðingarfylst, Thor Thors Nehru, foringi Congress- flokksins á Indlandi, sagði á sunnudagskvöldið, að það væri skylda Indverja, að gera nú upp- reist. Ef þjóðin væri ekki und- ir íþað búin, væri hún sama sem dauð. * * * George S. Patton hershöfð- ingi, hefir verið settur yfir her Bandaríkjanna í Evrópu, meðan Eisenhower yfirhershöfðingi er í heimsókn til Bandaríkjanna. *■ k * París hefir verið valin af Bandaþjóðunum sem höfuðból deildar þeirrar, er umsjón hefir mentamála, vísinda og menning- arstarfsemi í heiminum.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.