Heimskringla - 14.11.1945, Blaðsíða 5

Heimskringla - 14.11.1945, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 14. NÓV. 1945 HEIMSKRINGLA 5. SIÐA Minningarorð um kæran vin Mor<ði<5 (17. september 1945) Gnr. Pétur Hoffman Hallgrímsson Háa skilur hnetti himingeimur —, blað skilur bakka og egg En anda, sem unnast fær aldregi eilífð aðskilið. Megin átökum styrjaldarinn- sr var lokið, stríðshetjur okkar í þúsundatali komnar heim, og ttiikilla fylkinga enn von, þótt þúsundum vitaskuld yrði eigi heimkomu auðið, er fórnað höfðu lífi sínu fyrir frelsi og fóstur- jörð; enn skipaði eftirvænting- in öndvegi innan vébanda fjölda heimila víðsvegar um landið, á- verzlunarinnar hér í ^borginni, og starfaði þar fram til þess tíma, er hann gekk í stórskota- sveit canadiska hersins í desem- bermánuði 1942; var hann við heræfingar á ýmissum stöðum í Canada, en dvaldi um alllangt skeið á Newfoundland. Þann 24. ágúst 1944 kvæntist Pétur, og gekk að eiga ungfrú Svövu Sigurbjörgu Pálmason, dóttur Jóns og Stefaníu Pálma- son, er lengi áttu heimili í Riv- erton, en nú eru búsett við Ath- almer í British Columbia-fylk- inu; er frú Svava hin mesta á- gætiskona, trygglunduð og heil- hafa mist mikið, og það hafa all- ir mist mikið, er áttu því láni að fagna, að kynnast Pétri og eiga hann að vini. Pétur Hoffman Hallgrímsson var, eins og segir í fornsögum okkar, fyrir flestra hluta sakir afbragð annara manna; hann var fríður og hetjulegur, og mikill að vallarsýn; skoðanir hans á lífinu og hinum mikla tilgangi þess, voru óvenju skýrmótaðar hjá svo ungum manni; hann var spaugsamur og hláturmildur, en í undirvitundinni ómaði við samt öruggri fullvissu um það, steypt í skapgerð; hún hefir mist að trygt væri úr þessu með öllu mikið) foreldrar Péturs og bróðir um hag þeirra, sem enn dveldi fy^rir handan; þeir kæmi þá og þegar þeilir á húfi heim; einn þeirra manna, sem von var bráð- um á úr krossfeðinni miklu, kom ekki heim, og var sá Pétur Hoff- roan Hallgrímsson, er nú verður hér stuttlega minst; hann lézt af slysförum á Hollandi þann 20. °kt. s. 1., og var jarðsunginn dag- inn ieftir. Það er ekki sársaukalaust, að eg minnist vinar míns Péturs; hann var mér, og okkur hjónun- um handgenginn og kær; hann kom oft á heimili okkar, og við nutum ósegjanlegrar ánægju af heimsóknum hans, en nú er þeim með skjótum og óvæntum at- hurðum lokið. Pétur Hoffman Hallgrímsson var fæddur í Riverton, Man., þ. 7. dag apríl mánaðar árið 1920; eru foreldrar hans þau sæmdar- hjónin, J. L. Hallgrímson fram- kvæmdarstjóri og kona hans Elinborg Hoffman-Hallgrimsson. Pétur naut' alþýðuskólamentun- ar í fæðingarbæ.sínum, en lagði skömmu síðar leið sína til Win- nipeg, og stundaði nám við Suc- cess verzlunarskólann; sóttist honum námið vel, því hann var hvorttveggja í senn, góðum, námsgáfum gæddur, og ástund unarsamur að sama skapi; að loknu námi ræðst Pétur í þjón- ustu Drummondville veiðarfæra Og dagurinn leið eins og draumur vær, —eins og dagarnir höfðu gert,— og starfsgleðin fyllti hennar fögru sál, sem fingur gróms höfðu ei snert. Og hvíldar nú leitaði hugurinn við hljóma frá bernskunnar tíð, en foreldra ástin í öndvegi sat, sem ársólin geislandi blíð. Hún fetaði örugg um fámennan stíg, og friður í sál hennar bjó. í dag höfðu börnin sem yrti hún á, af einlægni veitt henni fró. Það var engin nýung, — hún elskaði alt sem ungt var, — hið byrjandi líf. Hún þekkti ekki moldviðri, myrkur og hel, né morðingjans blikandi hníf. I stjarnanna bliki hún sorgina sá og söknuð frá liðinni tíð. Hún var ekki að hugsa um kulda og kóf >eða kafald og blindandi hríð. Því sumarsins fegurð og sólbúin lönd í sál hennar bjuggu í kvöld. Frá æskunni mundi hún morgnanna dýrð og miðaftans sólroðin tjöld. En öryggi og hugsjónir urðu sem fis, því óþokki, — af djöfulsins náð, í fyrirsát beið, til að flekka hennar líf. Þau fangbrögð mun’ aldregi skráð er íslenzka stúlkan við útlendan þræl sitt einvígi háði um nótt, því heiðurinn lífinu hærra hún mat. — Þú hugdjarfa mey, — sofðu rótt. — P. S. Pálsson AF SYIASLÓÐUM Eftir Rannveigu Schmidt þetta öfgar, þó eru það iekki uema örfá atriði, sem eiga sinn þátt í að gera heimilið óbæri- legt, og venja börnin á að leita| sér ánægju — ög nautna -— ein hverstaðar, á einhvern hátt, alt er betra en þurfa að sitja beima á kvöldin við argaþras, ónot og illindi.” , Og kunningi minn setti á sig hattinn og rétti mér hendina, brosandi, og eg sá gamla gletnis glampann í augunum, um leið ^g^hann bætti við: “Það er eitt gott við þessa lýs- ingu — það er alt saman tilbún- ingur — og vertu nú blessaður °g sæll! kvæmur og draumrænn streng- ur sjaldgæfrar ástúðar, og það var sá strengurinn, sem verður vinum hans með öllu ógleyman- legur. Pétur skaraði snemma langt fram úr jafnöldrum sínum við hvers konar íþróttir, og var jafn- vígur í Hockey sem boltaleik; í hverju, sem hann tók sér fyrir hendur, vax hann jafan í fremstu röð, og hlífði sér lítt; hann var :'ramúrskarandi nærgætinn við ástmenni sín; öll árin, sem hann dvaldi í þessari borg, fór hann að jafnaði norður til Riverton um helgar í heimsókn til foreldra sinna, og öll árin, sem hann var í stríðinu, skrifaði hann venju- legast konu sinni, foreldrum og bróður, annan hvorn dag; síðasta bréfið heim, skrifaði Pétur þann 19. október eða daginn áður en dauða hans bar að og tjaldið féll við lok síðasta þáttarins í stuttri, en óvenju fagurri æfi. Mannlegum söknuði verður aldrei með orðum lýst, svo til hlítar megi teljast; fullnaðar skilning í þeim efnum öðlast þeir einir, er tæma til botns hikar heitra harma, en styrkjast jafn- framt í lífsbaráttunni við með vitundifta um það, að anda, sem unnast, fái eilífð eigi aðskilið. Við kveðjum Pétur Hoffman Hallgrímsson með djúpum trega þökkum honum unaðslega sam- fylgd, og minning hans, hlý og' hrein, verður okkur vinum hans samferða fram á brautarenda E. P. J. Fimm indælir og ógleyman- legir mánuðir á Islandi, þar sem frændur og vinir keptust um að sýna gestrisni og vinarþel að- komukonunni . . . en svo er alt í einu tími til að halda áfram ferð- inni — og við fljúgum á stað. Fegurðin og hátignin ríkti yfir Vatnajökli . . . og aldrei gleym- ist sú sjón, en þessar fáu stundir á fluginu til Stokkhólms liðu eins og í draumi. Stokkhólmur á • leið til Dan- merkur . . . hálfur mánuður í þessari fögru og hreinlegu borg. Kungsgatan á kvöldin í grænni og rauðri ljósadýrð. Eins og grösugur trérunnur í eyðimörk- inni, þegar frá þessum löndum kemur. Segirhún ástandið slæmt í Danmörku, verra í Noregi, en verst í aumingja Finnlandi, isn þar sé þó skipulag á öllu, þrátt fyrir óendanlega fátækt. •" . ; 1 Li i i:.?. Gamlar borgir Það e<r undarlegt að sjá gamla borg eftir allar nýju borgirnar í Vesturheimi. Alt þarf maður að athuga, stræti og torg, gamlar hallir og nýtízku hús. 1 kjallar- anum í “Gyllene Freden”, þar sem Bellmann fyr meir drakk ölið sitt, er enn drukkið öl úr stórum víðum glösum, og þegar maður labbar gegnum “gamla bæinn” að kvöldi dags, raular maður óafvitandi fyrir munni sér: “Ulla mín Ulla” — og ein- hvern veginn finst manni tuttug- asta öldin ekki vera til. Víðsvegar um Stokkhólm sér •v • . * i sænsk-amerísk myndhöggvar- ann fræga og eru þær hver ann- ari stórkostlegri. % Hádegisverðinn borðar maður á Katarina-lyftunni og mikið er útsjónin hrífandi yfir Stokkhólm baðaðann í sólskininu. Ráðhúsið er stórkostlegt með þrem gylt- um kórónum — merki Svíþjóð ar — á turninum. Ráðhúsið er bygt af Ragnari Östberg bygg- ingameistara, en hann hefir orð- ið frægur fyrir það um víða ver- öld . . . það var bygt á þeim tíma, sem sænskir byggingameistarar voru orðnir leiðir á útlendum stíl og gerðu byltingu gegn hon um. 1 húsinu og í öllum hús- gögnum þess eru eingöngu sænsk efni og gluggatjöld öll úr sænsk- um vefnaði, forkunnarfögrum. Frægasta herbergið í Ráðhúsinu er gullni salurinn; það er gilda- skáli mikill, þar sem 750 manns geta setið undir borðum . . . um þann sal getur maður tekið svo til orða, að hann glói. Veggirnir eru þaktir gyltum mosaplötum, hundruð miljónum þeirra, en fyrir enda salsins situr “drotn- ing Melarins”, Stokkhólmur, í hásæti sínu. Svíar Svíarnir eru þokkalegir til fara og hreinir, þrátt fyrir alt sápuleysið, en stífir eru þeir og snobbaðir sem fyrri og iekki virð- ist stríðið hafa hjálpað neitt til, að gera þá blátt áfram. . . Mikill er nú munur á fólkinu hér og fólkinu í tveim mestu lýðræðis- löndum heimsins, Bandaríkjun- um og íslandi, þar sem allir eru vingjarnlegir við aðkomufólk. Ef við í grandaleysi spyrjum hér við gerum það kurteislega, eins og lög gera ráð fyrir — þá lætur hún varla svo lítið að svara manni fyr en hún er búin að skoða mann hátt og lágt með ís- köldu augnaráði og eins er þjón- ustufólk á gistihúsunum og mat- sölustöðum óþolandi ^undið. Eg hefi “sóað” fleiri brosum á þann lýð en hann á skilið, en það er skrítið, að þetta fólk virðist ekk- ert áfram um að fá drykkjupen- inga, þótt launin séu lítil í Sví- þjóð. Hér er alt ódýrara en á ís- landi og margt ódýrara en í Bandaríkjunum; allar búðir full- ar af fögrum munum, því Sví- arnri ieru smekkmenn miklir. — Maturinn er framúrskarandi góður, eins og hann altaf hefir verið í Svíþjóð, en skömtunar- merki þarf fyrir hér um bil öllu. Leikhúsin full Leikhúsin í Stokkhólmi eru altaf full. Carmen var skínandi með Gjurga Leppée, sem söng aðalhlutverkið á frönsku; leik- tjöldin óvenjuleg og falleg. Mad- ame Butterfly var frekar gamal- dags, en sænska söngkonan Gör- lin hefir töfrandi rödd. Danskur leikflokkur sýnir Revy í einu leikhúsinu og er þar gleði og gaman, en Marguerite Viby er þar aðalleikkonan. Hjónin Alice og Ernst Eklund leika gamanleik á Vasaleikhúsinu og eru skínandi góð, þótt þau séu nú komin til ára sinna . . . ýmislegt annað gott sér maður á hinum leikhúsurfum. Bezt er leikritið “Flugurnar” á Dramaten; djúpt leikrit og heimsádeila. Höfundur ier fransk- ur og heitir Jean Paul Sartres. Alt, sem gerist í leikriti þessu, má heimfæra til þess, sem gerst hefir á síðustu árum og hefir höfundur áreiðanlega haft í huga Vich^-stjórnina og Betain, þótt leikurinn sé látinn gerast í forn- öld í Grikklandi. Efni leiksins er undirokun lýðsins og hjálpast að leiktjöld og öll sýning að taka á Greiðið atkvæði með C C F í bæjarkosningunum 23. nóvember I bæjarráðið: VICTOR B. ANDERSON HOWARD V. McKELVEY Greiðið 1 og 2 í þeirri röð sem yður þóknast. I skólaráðið: HARRY A. CHAPPELL PHILIP M. PETURSSON Greiðið 1 og 2 í þeirri röð sem yður þóknast. Fyrir framtaksemi og fram- sækni greiðið atkvæði með C C F var um allan heim fyrir fegurð sína og “elegance”? Hún er horfin sýnum. . . Hugur hvarflar heim En hugurinn hvarflar heim til gamla Fróns og hvað er það helst, sem maður man eftir? Er það ilmurinn úr jörðinni á Þing- völlum? Er það friðurinn, sem ríkti yfir Vaðlaheiðinni og Poll- inum á kvöldin? Hvalfjörður í sólsetrinu ? Fyrsta íslenzka jarð- arberið, sætt og ljúffengt en það var úr gróðurhúsi Meinholts- hjónanna á Reykjum. . . Er það stórkostlega íslenzka gestrisnin? Er það hvað íslenzkan var orðin betri í Reykjavík en hún var í minni tíð, hvað íslenzku nýyrðin xu mörg og sum glúrin? Að ein- hver sagði: “góða, þú mátt ekki segja telefónn eða galosiur, fólk skilur ekki svoleiðis dönsku slettur lengur” .. . en á Akureyri horfendur traustataki. 1 einni er það meir í gamla horfinu og leiksýningunni engjast fáeinar J engin hætta á, að það skiljist svartklæddar verur sundur og ekki, þótt manni verði á að minn- saman í helli einum, en okkur finst þar vera miljónir manna, sem kveljast undan svipu harð- stjórans . . . manni dettur í hug dauðaríki Dante, en yfir hellin- um gnæfir heljarbjarg og á því stendur musteri Zeusar með af- skræmdum guðamyndum . . . ast á galosiur. . . Hvað eg var heppin, að eiga margar og góðar vinkonur í Reykjavík, sem vissu, að ekkert bað var að hafa á sumr- in á Stúdentagarðinum, þar sem eg átti heima og að þær Beta, Eva, Dóra, Lára, Gunna og Sigga spurðu ekki þegar eg heimsótti þær, hvort eg vildi kaffi, heldur Oft heyrist íslenzka ! sugðu: viltu bað? Að háskól- Oft heyrir maður íslenzku tal-| inn er veglegur og nýi stúdenta- aða á götum Stokkhólms, því hér \ garðurinn ágætur og starfsfólkið, eru margir Islendingar og var sérstaklega prófastur og frú Guð- gaman að mæta þeim á samsæti,1 rún Skúladóttir. framúrskarandi sem haldið var áður en Dr. Sig-j hjálpleg og elskuleg? urður Þórarinsson fór heim, en i Er það ógleymanlegi eftirmið- hann sýndi þar litmyndir frá ís- dagurinn, sem eg var hjá honum landi og hélt fróðlegan fyrirlest- Einari Jónssyni myndhöggvara ur. Dr. Sigurður Nordal hélt og frú Önnu . . . eða kvöldið mitt skemtilega ræðu undir borðum, hjá henni frú Theódóru Thor- maður myndastyttur eftir Milles, velklædda konu til vegar — og og hinn nýbakaði doktor okkar, Páll Isólfsson, stýrði “þjóðkórn- um” og var fyndinn að vanda. . . ^sendiráðinu tekur sendifulltrúi Vilhjálmur Finsen vel á móti að- komufólki og virðist þar vera nóg að gera, en starfsmenn allir sérlega kurteisir. Á götum Stokkhólms dettur manni í hug: hvar er “stiliga” Stokjíhólms-daman, sem fræg oddsen, yngstu konunni á Is- landi? Og kanske man eg þó bezt þegar hún frú Álfheiður Briem, sem nú er komin yfir átt- rætt, hljóp upp tröppurnar í húsinu sínu í einum hvelli. . . —Mbl. 31. okt. KAUPIÐ HEIMSKRINGLU— islenzka vikublaðið * útbreiddasta og fjölbreyttasta ENDURKJÓSIÐ IACK ST. IOHN í annað sinn fyiir bæjarfulltrúa í Ward 2 TILGANGUR FYRIR ENDURKOSNINGU: 1. Minnismerki veraldar stríðsins 2. Klúbbar fyrir yngri kynslóðina 3. Aukin sjúkrahúss viðtaka 4. Heimili fyrir gamalmenni og lasburða 5. Almennar borgarlegar umbætur ÓPÓLITISKUR MAÐUR SEM FULLTRCI ALLRA STÉTTA MERKIÐ KJÖRSEÐIL YÐAR: ST. IOHN, IACK 1 Ste. 4—652 Home St. — Druggist. ENDORSED BY THE CIVIC ELECTION COMMITTEE i /

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.