Heimskringla - 14.11.1945, Síða 6

Heimskringla - 14.11.1945, Síða 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 14. NÓV. 1945 Á SKEMTIFÖR r “Vi'ljið þér- ekki fá yður sæti, Mr. Hatteras,” sagði hann þegar þjónninn hafði lokað á eftir sér hurðinni. “Eg verð að játa, að eg er alls ófær um að geta mér til hvað þér viljið mér, og að það sé svo þýðingarmikið að þér þurfið að heimsækja mig um þennan tíma dags.” “Eg hugsa að eg geti gert yður ánægðan hvað það snertir, Mr. Wetherell,” sagði eg og dró blaðið upp úr vasanum. “Viljið þér gera svo vel og segja mér hvort þessi frétt, sem hérna stendur er sönn eða ekki?” Eg rétti honum blaðið og benti á fréttina. Hann setti upp gleraugun og las umgetninguna með mikilli nákvæmni. “Mér þykir i'lt að þeir hafa birt þetta svona snemma,” sagði hann loksins. “En>eg neita því ekki að það er mikið satt í þessari frétt.” “Þér segið mér þá að það sé tilgangur yðar að láta Phyllis — Miss Wetherell giftast mark- greifanum frá Beckenham?” “Ungi maðurinn hefir sýnt henni mikla eftirtekt alt af síðan hann kom hingað, og vik- una sem leið1, sýndi hann mér þann heiður að trúa mér fyrir hvaða tilfinningar hann bæri í brjósti til hennar. Þér sjáið að eg er alveg hreinskilinn við yður.” “Eg þakka yður fyrir það. Eg skal líka vera hreinskilinn við yður, Mr. Wetherell. Það er alveg eins gott að þér vitið strax sannleikann í þessum atriðum. Þetta brúðkaup verður aldrei haldið.” , “Gerið svo vel og skýrið fyrir mér hvers- vegna þér gerið slíka staðhæfingu.” “Ef yður langar til að vita það, þá er ungi maðurinn, sem núna dvelur í landstjóra bú- staðnum, ekki fremur markgreifinn af Becken- ham en eg er það. Hann er þorpari og svikari af verstu tegund, sem hefir verið settur til að leika þetta hlutverk af hinum útsmognustu níð- ingum, sem enniþá leika lausum hala í landinu.” “Mr. Hatteras, þetta finst mér fremur langt gengið. Eg get skilið, að þér séuð afbrýðis- samur af lávarðinum, en eg get ekki skilið, að þér skuluð voga yður að koma með svona heimskulegar ásakanir í garð hans. Og eg verð að segja fyrir mig, að eg vil ekki hlusta á annað eins. Ef hann væri annar eins svikari og þér segið hann vera, hvernig gat þá kennarinn hans hafa fengið þessi bréf frá hinum göfuga ihertoga frá Glenbarth? Getið þér ímyndað yður að hans hágöfgi, landstjórinn, sem befir þekt fjöl- skylduna alla æfi sína hafi ekki uppgötvað fyr en þetta hver hann er? Nei, nei, í þessu er ekki nokkur meining. Ef þér eruð svo viss um þetta, hver hefir þá æft hann og gefið honum þetta hlutverk? Hver hefir lagt á þessi ráð?” “Nikola, auðvitað.” Þó að eg hefði haldið skambyssu upp að andliti hins gamla herramanns, eða veggurinn opnast, þá hefði hann ekki orði fremur forviða, en hann var nú eða hræddari. Hann hneig stynj- andi aftur á bak í stólnum, andlit hans varð öskugrátt og allrasnöggvast virtist hann hafa mist alla sjálfstjórn. Eg stökk upp til að hjálpa honum, því að eg hélt að hann ætlaði að rjúká út af stólnum. En hann bandaði mér frá með hendinni, og þegar hann hafði náð sér dálítið, sagði hann með hásri röddu: “Hvað vitið iþér um Dr. Nikola? Segið mér það í hamingju bæn- um. Hvað vitið þér um hann? Segið það fljótt!” Svo hóf eg sögu mína, alt frá þeim degi, sem eg kom frá Þórsdagseyjunni til Sydney og alt fram að þessari stundu. Eg lýsti hvernig eg fyrst hafði hitt hinn raunverulega Beckenham og alla söguna, sem á eftir kom. Hann hlustaði o|* skelfingin stafaði úr andliti hans, og þegar eg endaði frásögn mína með því að segja honum frá því, að vinur minn væri horfinn, var hann næstum kafnaður af geðshræringu. “Mr. Hatteras,” stundi hann upp, “viljiö þér sverja að alt þetta, sem þér hafið sagt mér sé satt?” “Eg sver það við alt, sem heilagt er,” svar- aði eg. “Eg skal líka segja frá því opinberlega hvenær sem vera skal og hvenær, sem þér óskið þess.” “Þá bið eg yður um fyrirgefningu á breytni minni gagnvart yður. Þér hafið refsað mér á göfugmannlegan hótt. Mig bresta orð til að þakka yður eins og vert er. En við megum ekkert augnablik missa. Dóttir mín er á dans- leik í húsi landstjórans. Eg átti að fara þangað með henni, en gigtin hamlaði mér frá því. Vilj- ið þér gera svo vel og hringja fyrir mig?” Eg gerði það og spurði hann svo hvað hann ætlaði að gera. “Eg verð að fara til landstjórans undir eins, hvað sem gigtinni líður, og segja honum það, sem þér hafið sagt mér. Ef þetta er eins og þér segið, að það sé, verðum við að handsama þessa þorpara og bjarga honum vini yðar, án minstu tafar.” Gamli þjónninn kom inn í dyrnar. “Segið Jenkins að beita Grána fyrir vagn- inn og koma með hann að dyrunum.” Hálfri stundu síðar vorum við heima hjá landstjóranum. Ómarnir af danslögunum heyrð- ust inn til okkar, og þegar Amberley lávarður kom inn í skrifstofuna virtist hann verða undr- andi að sjá okkur, sem ekki var nema von. En strax og hann hafði heyrt frásögn okkar varð hann alveg breyttur á svip. “Mr. Wetherell, þetta er hræðileg ásökun, sem þér færið fram móti gesti mínum. Haldið þér að nokkur minstu líkindi séu fyrir að hún sé sönn?” “Eg er því miður hræddur um það, yðar hágöfgi, en kannske Mr. Hatteras vilji segja yður sögu sína eins og hann sagði mér hana.” “Það gerði eg og að henni lokinni gekk landstjórinn fram í dyrnar og kallaði á þjón. “Jenkins”, sagði hann, “farið og finnið Becken- ham lávarð og biðjið hann að gera svo vel og koma hingað. En bíðið við — eg held að bezt væri að eg fari sjálfur og sæki hann.” Hann fór og skildi okkur eina eftir til að Musta á tifið í klukkunni á arinhillunni og brjóta heilann um, hvað nú mundi koma fyrir. Tíu mínútur liðu og enginn kom. * Þegar hann loksins kom var andlit hans ennþá alvarlegra en áður. “Þið hafið vafalaust rétt fyrir yður, herrar mínir. Hvorki svikagreifinn né kennari hans, Mr. Baxter, finnast nokkursstaðar. Eg hefi líka komist að því, að allur farangur þeirra er horf- inn úr húsinu án þess að þjónar mínir vissu neitt um það. Þetta er hræðilegt. En eg hefi lagt drög til að kalla á lögregluna tafarlaust. Og við verðum að gera alt, sem við getum til að finna þann rétta Beckenham.” “Amberley lávarður,” sagði Wetherell með lafkæfðri röddu, “haldið þér að einn þjónanna yðar vildi biðja dóttur mína að koma hingað til mín, því að eg er alls ekki frískur.” J‘Það hryggir mig að verða að segja frá því, Mr. Wetherell, að hún dóttir yðar fór úr húsi mínu fyrir einum tíma síðan. Hún fékk bréf um að þér væruð hættulega veikur, og þyrftuð hennar með. Hún lagði strax af stað.” Það var aumkvunarvert að sjá Mr. Weth- erell. “Guð minn góður!” stundi hann í örvænt- ingu. “Sé þetta svo er eg aumastur allra manna. Þetta er hefnd Nikola.” Svo stundi hann þungan, gekk tvö spor eftir. gólfinu og féll svo meðvitundarlaus niður. 2. Kap. — Á réttri slóð. Strax og Wetherell mátti mæla, sagði hann með veikri röddu, eins og gamall maður, sem er orðinn níræður: “Farið heim með mig, Mr. Hatteras, farið heim með mig og þar skulum við ræða um hvað gera skal til að frelsa barnið mitt.” Landstjóinn reis úr sæti sínu og leiddi hann. “Eg hugsa að þetta sé rétt, Mr. Wether- ell. Það gæti verið að þér fynduð dóttur yðar heima þegar þangað kemur.” “Eg bið guð að gefa, að svo verði! En ef svo skyldi fara að hún sé þar ekki, ætla eg að segja lögreglunni frá öllu þessu. Lögreglustjórinn kemur hingað strax, og þegar hann kemur og menn hans, mun eg senda þá safarlaust til yðar. Við megum engan tíma missa, ef við ætlum að handsama þessa þorpara.” Svo sneri hann sér til mín og sagði: “Mr. Hatteras, við eigum yður það að þakka að við getum snúist í þessu svona fljótt. Eg mun treysta iþví, að þér skiljist ekki við þetta mál en hjálpið okkur framvegis.” “Því megið þér treysta, lávarður minn,” svaraði eg. ‘iEf þér þektuð til allra aðstæðanna munduð þér skilja, að mér er það meira áhuga- mál en yður, að finna ungfrúna og vesalings vin minn.” Hvað sem hans hágöfgi hugsaði er eg mælti þannig, veit eg ekki, en hann sagði ekki neitt, og þar sem vagn Wetherells beið fyrir utan dyrnar, fórum við út án þess að segja neitt frekar, og þegar við stigum inn hrópaði Mr. Wetherell til ökumannsins: “Heim, og akið eins hratt og þér getið!” Ekki lét ökumaður segja sér þet.ta tvisvar. Við rukum af stað með slíkri ferð, að mér leist alls ekki á blikuna. Alla leiðina sátum við næstum án þess að mæla orð frá munni. Við vorum hvor um sig of niðursökknir í ömurlegar hugsanir til að eyða mörgum orðum. Við von- uðum næstum gegn von, að þegar við kæmum heim, fyndum við Phyllis þar. Loks náðum við ákvörðunarstað okkar. Eg ihjálpaði Mr. Weth- erell. Gamli þjónninn opnaði fyrir okkur hurð- ina og ætlaði að fara út til að bera inn ábreið- urnar, en Mr. Wetherell stansaði hann og sagði næstum reiðulega: “Hvar er dóttir mín? Er hún komin heim?” Furðusvipurinn á andliti gamla mannsins, sagði mér áður en hann svaraði, að von okkar væri til einskis. “Miss Phyllis,” svaraði hann, “er á dans- leik í bústað landstjórans.” Mr. Wetherell sneri sér frá honum og stundi þungan. Hann tók handlegg minn og gekk svo upp tröppurnar. “Komið upp á skrifstofuna mína, Mr. Hat- teras og við skulum yfirvega þetta saman. 1 guðanna bænum þá yfirgefið mig nú ekki í hinrn miklu neyð minni.” “Það þurfið þér ekki að óttast,” svaraði eg. “Ef þetta er þungt fyrir yður, skúluð þér hugsa eftir hvað það er fyrir mig.” Síðan fórum við báðir upp á loft. Þegar við komum inn í skrifstofuna, sá eg þar standa flösku á litlu borði. í flöskunni var brennivín og belti eg því í glas og færði Mr. Wetherell. “Drekkið þetta,” sagði eg. “Það styrkir yður og þess þarfnist þér fyrir það verk, sem fyrir höndum er.” Hann hlýddi mér eins og hann væri barn og hneig svo aftur á bak í stól sinn. Eg fékk mér líka bragð, og settist svo gagnvart honum. “Jæja,”,sagði eg, “nú verðum við að íhuga þetta alt frá upphafi til að geta skilið hvað við eigum að gera. Hafið þér nokkuð á móti að svara spurningum mínum?” “Þér megið spyrja hvers þér viljið, Mr. Hatteras,” svaraði hann, “og eg skal svara þeim, ef eg get.” “Fyrst og fremst, hversu lengi var þessi fjandans Beckenham búinn að vera hér í ný- lendunni þegar hann kyntist dóttur yðar?” “Þrjá daga,” svaraði hann. “Á dansleik, miðdegisverði, eða hvar?” “Ekki á neinum slíkum stað. Ungi maður- inn virtist hafa séð hana á götunni, og þar sem hann var hrifinn af fegurð hennar, spurðkhann einn aðstoðarmann landsstjórans, sem hann var kominn í kunningsskap við hver hún væri og bað hann að koma með sér í heimsókn til mín. Eg man það nú, að þá fanst mér þetta sérstak- Ifega vingjarnlegt af þeim.” “Ekki efast eg um það,” svaraði eg. “En þetta ætti að fræða okkur um eitt.” “Og hvað?” “Að hann hafði fyrirskipanir um, að kynn- ast dóttur yðar tafarlaust.” “En hver haldið þér að ástæðan hafi verið?” “Um það get eg ekkert sagt ennþá. Nú verðið þér að afsaka næstu spurningu mína. En haldið þér að hann hafi í raun og veru verið ást- fanginn í Phyllis —eg meina dóttur yðar?” “Já, áreiðanlega, að svo miklu leyti, sem eg gat séð. Hann sagði að ósk sín væri sú að gift- ast 21. afmælisdaginn sinn, sem var í næstu viku, og sem sönnun þess, að hann hefði sam- þykki föður síns til þess, sýndi hann mér sím- skeyti frá honum.” “Það hefir vafalaust verið falsað. Já, eina skýringin, sem eg get fundið er sú, að koma hins raunverulega Beckenhams til Sydney hefir hrætt þá, og svo hefir óaldarlýður þessi gripið til annara ráða til að ná henni á vald sitt. Nú verðum við næst að komast að því hvernig þetta illvirki var framið. Get eg fengið að tala við ökumanninn, sem ók henni til dansleiksins?” “Já, sjálfsagt. Breytið hér alveg eins og þetta hús væri yðar eign.” Eg hringdi, og þegar gamli þjónninn kom, bauð Mr. Wetherell honum að senda manninn, sem ihafði flutt Miss Wetherell á dansleikinn. Þjónninn fór og við biðum þegjandi í einar fimm mínútur. Svo kom þjónninn með þær fréttir að Thompson, ökumaður ungfrúarinnar væri ekki kominn til Ibaka ennþá. “Ekki kominn heim ennþá, og kl. næstum 11! Sendið hann hingað upp undir eins og hann kemur heim. En hlustið! Hvaða hringing er þetta?” “Það er verið að hringja á útidyrunum.” “Farið og takið á móti þeim, og ef það er lögreglustjórinn þá vísið honum inn hingað og það tafarlaust.” Þetta var samt ekki lögreglustjórinn, held- ur foringi í lögregluliðin og leynilögregluþjónn með honum. “Gott kvöld!” sagði Mr. Wetherell. “Þið komið líklega frá húsi landstjórans?” “Já, rétt er það,” svaraði foringinn. “Hans hágöfgi gaf okkur ýmislegar upplýsingar og sendi okkur svo til yðar.” “Þið vitið þá hvað um er að vera?” “Hans hágöfgi sagði okkur frá því sjálfur.” “Og hvað hafið þið gert í málinu?” “Fyrst og fremsF höfum við gefið skipun um að leita í bænum og útborgunum til að finna kennarann og svikagreifann, og samtímis hefir fjöldi manns verið sendur út til að finna hinn raunverulega markgreifa. Við erum líka að leita eftir ökumanninum yðar, sem álitið er að hafi flutt dóttur yðar frá landstjórabústaðnum, einnig erum við að leita eftir vagninum, sem sjálfsagt finst bráðlega.” Hann var rétt að ljúka við þessa skýrslu þegar hringt var á ný og mjög ákaft. Stuttu síðar kom gamli þjónninn inn. Hann gekk til Mr. Wetherells og sagði: “Það eru tveir lögregluþjónar hérna við dyrnar. Þeir komu heim með Thompson.” “Hvað! Þá fáum við einhverjar fréttir. Segið þeim að koma með hann hingað upp.” “Hann er í slæfeiu ástandi.” “Það situr við það, látið þá koma með hann upp undir leins.” Þjónninn fór og svo heyrðist þunglamalegt fótatak í stiganum. Inn um dyrnar komu tveir þreklegir lögregluþjónar og leiddu þeir á milli sín aumlegan mann í ökumanns búningi. Hann var hattlaus og á milliskyrtunni, buxurnar hans voru allar forugar og yfir vinstra auganu var gapandi sár. Húsbóndi hans horfði á hann með viðbjóði. “Reisið hann þarna upp við vegginn and- spænis mér,” sagði tylr- Wetherell og benti á vegginn, sem var lengst burtu. Lögreglumennirnir gerðu það/ Maðurinn stundi. “Nú Thompson,” sagði Mr. Wetherell hörkulega. Hvaða skýringu hafið þér að gefa?” En maðurinn starði bara á hann. Þar sem eg sá að hann var of utan við sig til að mega mæla, gekk eg að borðinu og bjó til handa hon- um hressingu úr flösku húsráðanda. Þegar hann fékk hressinguna, drakk hann hana með áfergju. Hann virtist lifna við, því að hann svaraði strax: “Þetta var ekki mér að kenna. Hefði eg bara vitað hver tilgangur þeirra var, hefði eg fyr látið líf mitt en leyft þeim að gera ungfrúnni nokkuð til meins. En þeir voru alt of kænir og slóttugir fyrir mig.” “Talið skýrara og svo að hægt sé að skilja yður,” sagði Mr. Wetherell hörkulega. “Standið ekki þarna og kveinið, en segið okkur strax hvernig þetta vildi til.” Vesalings maðurinn herti sig upp og tók til máls. “Þetta var svona,” sagði hann. “I vikunni sem leið kynti einn kunningja minna mig eins skemtilegum manni og eg hefi nokkuru sinni hitt. Hann sagðist vera frá Englandi, og þar sem hann hefði talsvert fé, kvaðst hann ætla að freista hamingjunnar í veðreiðum hér í Ástralíu. Hann kvaðst vera að litast um eftir duglegum manni, sem þekti vel hesta, og siem gæti tamið þá fyrir sig. Hann sagðist hafa heyrt margt gott um mig, og héldi að eg væri maður- inn, sem hann þyrfti. Við urðum alt af betri og betri vinir, og í fyrrakvöld, það var á mánu- daginn, hitti hann mig og sagðist nú hafa fund- ið lítinn búgarð spölkorn frá borginni, og ætlaði næsta dag að skrifa undir leigusamningana. Hann ætlaði að byrja á að ala upp hesta, eink- um veðhlaupa hesta, og spurði mig hvort eg vildi gerast formaður fyrir sig fyrir 300 pund um árið. “Þér þurfið lekki að ákveða þetta strax,” sagði hann, “hugsið um þetta í ró og næði og finnið mig svo á miðvikudagskvöld, þ. e. a. s. í kvöld, og segið mér þá, hvaða ákvörðun þér hafið tekið.” Eg keyrði með Miss Wetherell til húss landstjórans eins og mér hafði verið boðið, og á leiðinni heim ók eg til “Canarífugls- ins” til að færa honum fréttirnar um ákvörðun mína. Ekki hélt eg að neitt mundi gerast í þeirri för. Hann stóð í dyrunum og reykti vindil. Og þar sem hann var mjög alminlegur maður, bauð hann mér hressingu. Mér leist ekki á að yfirgefa vagninn. “Hirðið aldrei um hest- ana, hérna er maður, sem heldur í þá á meðan,” sagði hann. Hann gaf mjög snotrum manni, sem þar stóð, fáeina skildinga, og hann hélt i hestana meðan eg gskk inn í drykkjustofuna og ætlaði að borðinu. “Nei,” sagði hann, “þetta eru í raun og veru viðskiftamál, sem eg vil ekki að aðrir heyri neitt um.” Að svo mæltu leiddi hann mig inn í herbergi við enda gangsins og lokaði hurðinni. “Hvað viljið þér drekka?” spurði hann. “Glas af rommi,” svaraði ieg. Svo ibað hann um rommglas handa mér og brenni- vínsglas handa sér. Og er þetta var komið sát- um við og töluðum um þennan stað, sem hann ætlaði að leigja og um hestana, sem hann ætlaði að kaupa. Svo sagði hann: “Eeinhver stendur á hleri við hurðina. Eg heyrði fótatak.” Eg stökk upp og hljóp til dyranna, en þar var enginn, og settist aftur og fór að ræða við hann. Svo tók hann glasið sitt, lýfti því og sagði: “Yðar skál, Mr. Thompson, megi hamingjan fylgja yður! Við drukkum báðir úr glösum okkar og sátum svo og töluðum unz mig tók að syfja svo mjög, að eg vissi ekki hvað eg átti að gera. Svo valt eg um og vissi ekkert af mér framar, fyr en eg vaknaði í skoti einu hatt og treyjulaus, og yfir mér stóð lögregluþjónn og hristi mig.” > “Þetta er alt deginum ljósara,” sagði Mr. Wetherell. “Þetta er fullkomlega niðurskipað samsæri gegn mér. Æ dóttir mín. Aumingja stúlkan mín. Hvað hefi eg leitt yfir þig með þrákeltni minni!” Þegar eg sá gamla manninn svona rauna- mæddan var eg næstum kominn að því að tár- fella, en eg herti upp hugann og sneri mér að ökumanns aumingjanum og sagði: “Herðið yður nú upp, Thompson, og reynið að segja mér skýrt og greinilega hvernig þessi vinur yðar var í útliti.” “Eg var þess allbúinn að heyra nákvæma lýsingu af manninum sem hafði fylgt okkur Beckenham, en mér ibrást það. i

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.