Heimskringla - 21.11.1945, Blaðsíða 2

Heimskringla - 21.11.1945, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 21. NÓV. 1945 SAMVINNA ÞJÓÐANNA Eftir Jónas Jónsson Þegar Danir viðurkendu 1918, að Islendingar væru sjálfstæð þjóð, settu íslendingar þá yfir- lýsingu fram í sáttmála sínum um frelsið, að þeir yrðu hlutlaus og vopnlaus þjóð bæði í nútíð og framtíð. Þegar sambandssátt- málinn féll úr gildi, 17. júní 1944, var bókstafur hlutleysis- yfirlýsingarinnar numinn úr gildi, en andi friðarstefnunnar var óbreyttur í hug þjóðarinnar. Ekkert var fjær íslendingum en að hugsa til að koma á vopna- burði í því skyni að berjast við aðrar þjóðir. Vegamót 1940 Vorið 1940 hafði síðari heims- styrjöldin staðið eitt missiri. Hún hafði ekki náð til íslenzku þjóð- arinnar fremur en margar fyrri styrjaldir Evrópuþjóðanna. En snemma í apríl barst landsmönn- um sorgarfregn. — Þjóðverjar höfðu svikist að Dönum og Norð- mönnum á einni nóttu, rofið öll heit um frið og gott nábýli og sett á stofn ógnarstjórn í báðum löndum. Litlu síðar kom röðin að Hollandi og Belgíu. Að því búnu voru Balkanlöndin öll lögð undir veldi siðlausra ránsmanna, markalausri grimd og dýrsæði við þjóðiir, sem ekki höfðu vopnamátt til að standast óvina- árás eins og hinar undirokuðu þjóðir fengu að kenna á frá hálfu Þjóðverja. Hemaðarþýðing íslands Hernaðartækni var nú svo breytt, að í stað þess að Island var áður algerlega utan við bar- áttusvið stórþjóðanna, þá var það nú orðið einhver þýðingar- mesta hernaðarstöð í heimi. ísland fekk þann vafasama heið- ur að verða í þsssu efni nefnt um leið og Gibraltar, Malta og Singa pore. Eftir að Þjóðverjar höfðu hernumið Noreg, var þeim leik- ur einn að taka ísland. Til þess höfðu þeir nægan herafla á landi sjó og í loftinu. Ef Hitler hefði náð Islandi, hafði hann þar hina æskilegustu aðstöðu til árása á England og síðar á Ameríku, bæði með kafbátum og flug- vélum. Þjóðverjar höfðu beðið um að mega setja hér upp flug- stöð 1938, en Alþingi neitaði ein- um rómi þeim tilmælum. Þegar svo var komið, að Þjóðverjar og Engilsaxar háðu baráttu um líf eða dauða, var engin von að Is- land gleymdist. Hlutleysisyfir- lýsingar dugðu ekkert. Gríða- sáttmáli Dana við Þjóðverja var ekki virði þess pappírs, sem hann' var ritaður á. Eftir hernám Dan- verjar eða Bretar myndu koma hér fyrr. Hungurkví með Þjóðverjum. Ef Þjóðverjar hefðu orðið á undan Bretum og sett hér á land lið og vopn, myndi hið varnarlausa land hafa fallið fyrirhafnarlaust í hendur hinn- ar voldugu herþjóðar. Þjóð- verjar þektu ísland betur en nokkur önnur þjóð, og erum við Islendingar þar ekki undan- skildir. Þjóðverjar myndu í skyndi hafa komið hér upp flug- og kafbátastöðvum. — Bretar myndu hafa lagt hafbann á land- ið og gert siglingar þangað frá Noregi ótryggar og erfiðar. Þýzki herinn hefði þá orðið að lifa af landinu og notið þar hörku -og ráðsnildar. Islendingar hefðu verið hneptir í þrælkun og látnir afla með vinnu sinni þeirra afurða á sjó og landi, sem mest máttu verða að liði hinum nýju húsbændum. Þjóðin hefði verið svipt öllu frelsi, öllum eignum, allri sjálfstæðri atvinnu og hver sá, sem möglaði undan hinni nýju skipun verið fangels- aður, misþyrmt eða kvalinn til dauða. Undir harðstjórn Þjóð- verja og hafnbanni Breta hefði þjóðin veslast upp við verri kjör heldur en forfeður okkar á tím- um móðuharðindanna. Bretar komu fyrst. I stað hinna miklu kúgara, frændþjóðar af sléttum Þýzka- lands, komu Bretar, þjóðin, sem hefur átt mestan þátt í allra stórþjóða að skapa frelsi nútíma- þjóðanna, og sú þjóð, sem um þetta leyti stóð ein að kalla mátti móti ógurlegasta herveldi megin- landsins. Bretar brutu að vísu hlutleysi landsins, en hétu að virða lög þess og hverfa héðan, að stríðinu loknu, frá frjálsu landi. Ári síðar komu Banda- ríkjamenn hingað með mikinn her, samkvæmt samningi við Al- þingi og ríkisstjórnina. Eftir það hafa bæði stórveldi Engilsaxa haft hér aðstöðu fyrir-her og flota. Báðar þjóðirnar komu hingað í sínum erindum, til að verja sín lönd og til að tryggja það, að Þjóðverjar hefðu ekki vígstöð móti Englandi og Ame- ríku. En nærvera Engilsaxa frá vordögum 1940 hefir orðið örugg vörn fyrir land og þjóð. Her- vernd Engilsaxa á íslandi hefir verndað íslenzku þjóðina frá hin- um hörmulegu örlögum Dana og Norðmanna, svo að ekki séu nefndar nema þær þjóðir, sem skyldastar eru Islendingum, en lentu undir járnhæl þýzku naz- istanna. Spor Engilsaxa á íslandi Mjög hefir skift um verald- lega giftu í stríðinu milli okkar, sem búum mitt í úthafinu, og frændþjóðanna á meginlandinu. Danir og Norðmenn hafa búið við mestu grimd og siðleysi, sem sögur fara af. Hernámsþjóðin hefir rænt og ruplað öllu, sem fémætt var í landinu. Nazistarn- ir hafa lifað í þessum löndum eins og blóðsuga á þjóðunum. — Vilt dýr merkurinnar hafa ekki sýnt jafnmikla hugkvæmni við bráð sína eins og þýzka þjóðin í klóm nazistahreyfingarinnar. Island var hernumið frá Bret- landi, og síðan með frjálsum samningi við stjórn Bandaríkja falið vernd þess ríkis, meðan þetta stríð stendur. Hvergi get- ur meiri mun en á kjörum okk- ar og frændþjóðanna tveggja á Norðurlöndum, eins og málum er nú komið. Her Engilsaxa gerði sér sín eigin heimili, og flutti hingað allar nauðsynjar, sem ekki voru á boðstólum í landinu sjálfu. 1 stað þess að Þjóðverjar tóku fólk hvarvetna í sínum hernumdu löndum í nauðungarvinnu og greiddu ann- aðhvort ekki kaup, eða þá í seðl- um, sem þeir létu prenta í nafni hinnar kúguðu þjóðar, þá greiddu Bretar og Bandaríkja- -nenn alla vinnu og állar vörur, sem svifust einskis um grimd eða skipulagða kvala- og kúgun- merkur og Noregs var ekki vafa- artækni. Aldrei fyr hefir vest- mál að ísland myndi koma næst. ræn mentaþjóð beitt jafn tak- Það eitt var vafamál hvort Þjóð- KEYRSLUMENN! Ný lög er öðlast gildi 1. desember Samkvæmt hinum nýju Manitoba Ör- yggis ábyrgðarlögum, eru allir eigendur eða ökumenn, sem hlut eiga í bílslysum, sem leiða til dauðs eða meiðsla, eða skemda er nema $25, verða geta sýnt skírteini fyrir efnalegu sjálfstæði. Ann- ars verður vagnleyfi og ökuleyfi af þeim tekið og bifreiðin tekin föst. Efnalegt skírteini má fá með því að hafa Public Liability og Property Damage Insurance, eða með því að afhenda skrá- haldara viðunandi verðbréf, eða með því að leggja inn hjá Fylkisféhirði peninga eða trygging sem nemur $11,000. Upplýsinga bæklingur, er gefur allar greinar af hinum nýju lögum, er gefin á hverri olíustöð í Manitoba eða Motor Branch, Revenue Building, Winnipeg. Náðu í þinn strax. Motor Vehicle Branch PROVINCE OF MANITOBA No. 17—VETERANS’ LAND ACT (continued) Benefits and ObUgcrtions (Section 9 of Act) The maximum amount which the Director may spend on an individual establishment, whether full time farming, small hold- ing, or small houlding coupled with commercial fishing, is $6000., of which up to $1200., may be spent on livestock, farm equipment and fishing gear, but the maximum of $1200., avail- able for livestock and equipment is correspondingly decreased as the cost to the Director for land and permanent improvements increases above $4800, up to the maximum of $6000. For example, when the cost of land and buildings is $5400. only $600. remains for the purchase of livestock and equipment. When the cost of land and buildings is $6000. nothing remains for the purchase of livestock and equipment. A veteran so established must pay in advance 10% of the amount expended by the Director for land and permanent im- provements plus any cost over $6000., and contract to repay two- thlrds of such cost on amortization basis within twenty-five years, with interest at the rate of 3*4%. If the veteran complies with the terms of his contract for ten years, the Dominion thus absorbs approximately 24% of the cost of land and permanent improvements plus the total cost of the livestock and equipment or fishing gear supplied to him. This space contrlbuted by THE DREWRYS LIMITED MD140 sem þeir fengu, með dýrtíðar- verði. Á þennan hátt óx eftir- spurn eftir vinnu hér á landi fram úr hófi, og skapaði full- komna ringulreið í öllu atvinnu- lífi landsmanna. En hinu má ekki gleyma, að Bandamenn borguðu alla vinnu, sem í té var látin, og allar afurðir, sem þeir keyptu til neyzlu hér eða í Eng- landi, með svo háu verði, að á stríðstímunum eignaðist Island stórar innstæður erlendis í stað skulda sem þar voru áður. Allar stéttir og nálega allir einstakl- ingar á Islandi hafa á stríðsárun- um greitt skuldir og bætt hag sinn fjárhagslega. Innstæður hafa myndast erlendis, sem geta orðið undirstaða mikilla'umbóta á atvinnulífi landsmanna. Þjóð- in hefir slitið síðustu böndin við Danmörku og endurreist lýð- veldið í skjóli við her banda- manna hér á landi og sigra þeirra á vígvöllum erlendis. Þegar þess er gætt, að langflestir hermenn Engilsaxa höfðu komið hér fram með mikilli prúðmensku, og yfirmenn hersins lagt megin- stund á, að Islendingar hefðu ssm allraminst óiþægindi af veru setuliðsins hér á landi. Þá má öllum huesandi mönnum vera lióst, hvílík gæfa það var fyrir ísland og Islendinga að eiga heima út í Atlantshafinu, og að vera varin fyrir böðlum megin- landsins af liðsafla þeirra tveggja þióða, sem méstan þátt hafa átt í því að skapa frelsi menningarþjóðanná. Spor Engil- saxa á íslandi í núverandi heims- styrjöld munu lengi verða sýni- leg. ísland hefir um stund eign- ast nokkur efni, aukið verk- menningu sína, kynst á fjöl- margan hátt erlendum fyrir- myndum til hagsbóta og fáein- um sér til skaða. Að síðustu hefir þjóðin öðlast pólitískt frelsi fyr- ir aðgerðir Engilsaxa, um leið og Þjóðverjar hafa svift Dani og Norðmenn frelsi, en Rússar lagt samáþjóðirnar við Eystrasalt undir alsherjarkúgun sína. ísland og ítalía Þegar Cavour vann að samein- ingu Itala og frelsun þjóðarinn- ar úr margra alda áþján, sá hann að ekki var annars kostur en að vingast við vestuxveldin Eng- land og Frakkland. Hann réði því, að hið litla ríki, Sardinia, bauð Bretum og Frökkum lið- veizlu móti Rússum í Krímstríðr inu. Smáþjóðin megnaði ekki að veita mikið lið, en hún sýndi hvað hún vildi. Forusta íslenzkra stjórnmála á undangengnum ár- um er ekki sambærileg við fram- sýni Cavours, en í framkvæmd- inni hefir íslenzka þjóðin fetað í hans spor. Bretum og Banda- ríkjamönnum var höfuðnauðsyn að hafa í þessu stríði herstöðvar á Islandi. Mikill meirihulti ís- lenzku þjóðarinnar skildi þessa nauðsyn og tók möglunarlaust á sig að vera með vissum hætti í fremstu skotgröf. Enginn gat sagt fyrirfram, hvort íslenzk bygð, brýr og kaupstaðir yrðu í rústum eða lítt skaddaðir eftir stríðið. En frá sjónarmiði frels- iskærra íslendinga var lífið ekki þess vert, að þyí væri lifað, ef nazisminn legði helgrímu sína yfir menningarlönd heimsins. — Bandamenn höfðu ómetanlegan stuðning af flugvöllum og höfn- um á Islandi. Auk þess fram- leiddi íslenzka þjóðin tiltölulega mjög mikinn hluta einnar stær- stu daglegrar neyzluvöru hinnar innibyrgðu ensku þjóðar. Þó að nokkuð megi gagnrýna með rök- um ýmsa þætti í framkomu ýmsra Islendinga á yfirstand- andi styrjaldartíma, þá verður hinu ekki neitað, að landið og þjóðin voru eftir því sem við mátti korna, til stuðnings þeim málstað, sem átti skilið að sigra. Frelsistakan Italía hlaut þjóðlega samein- ingu og stjálfstjórn, af því að forustumenn þjóðarinnar gengu í lið með þeim ríkjum, þar sem frelsið átti heima. Á sömu leið fór fyrir Islandi 1944. Lýðveldis- stofnunin var afleiðing rétt- mætra óska og mikils undirbún- ings frá hálfu Islendinga, en lokasigurinn var unninn 17. júní síðastliðinn, af því að her Engil- saxa hafði haldið herafla kúgun- arríkjanna frá landinu, og af því að Roosevelt forseti og Churchill forsætisráðherra vildu unna Is- landi að slíta til fulls gömul bönd sem lengi höfðu sært Íslendinga. Það var raunalegt þjóðaróhapp, að einn af þeim fáu nazistum, sem til voru á landinu 17. júní í vor, gat með nokkrum hætti komið því til leiðar, að vanþakk- aður var með ókurteisi einn þýð- ingarmesti þátturinn í þeirri að- stoð, sem Engilsaxar höfðu veitt við frelsi^tökuna. Þegar stríðið er að fjara út og nazisminn að fá sitt banasár, hefir þróunin orðið sú, að þær tvær frændþjóðir, sem náskyld- astar eru, Norðmenn og Danir, hafa við hernám Þjóðverja ver- ið sviftar nálega öllu því, sem mentuð nútímaþjóð óskar sér af andlegum og efnalegum gæðum, en við Islendingar höfum, sem bandamenn Engilsaxa, fengið á sama tíma vernd gegn árásum, bættan fjárhag og fulla sjálf- stjórn um íslenzk málefni. Nú verður að vænta þess, að þjóðin kunni að meta réttilega þær góðu og mörgu gjafir, sem mild forlög hafa nú um stund veitt henni, þó að þungar raunir hafi á sama tíma sært og þjakað flestar þjóðir jarðarinnar. Hugsjón samvinnumanna Enginn vafi er á því, að nálega allir íslenzkir samvinnumenn hafa unað vel samstarfi við Eng- ilsaxa, og metið framkomu þess- ara stórþjóða, bæði í réttlátum skiftum við smáþjóð eins og okk- ur og í hinni miklu baráttu um framtíð frjálsmannlegrar tilveru mannkynsins. Á sama hátt hafa íslenzkir samvinnumenn búist við að geta að stríðinu loknu tek- ið upp margþætt andlegt og f jár- hagslegt samstarf við menning- arþjóðir Vesturlanda. Yfirlýs- ingar forráðamanna Breta og Bandaríkjamanna frá Atlants- hafsfundinum voru í þessu efni hugðnæmar Islendingum. Þar var lögð stund á að kynna þjóð- unum, að eftir að friður næðist í heiminum yrði lögð stund á að allar þjóðir gætu lifað frjálsar og hamingjusamar í bróðurlegu samstarfi. Hér var túlkuð hug- sjón samvinnunnar um hin stærstu verkefni mannkynsins. LABOR ELECTION COMMITTEE FOR ALDERMAN McNEIL, J0HN PROPOSES ★ To obtain permission from the Provincial Legislature to float a Ten Million Dollar City of Win- nipeg Bond Issue for such Housing Projects as: a. Construction by the City of 1,500 four, five and six-roomed cottages for sale at cost of cor.- struction on a low down-pay- ment and long-terms repay- ment plan. Such cottages to be available for rent also, with option to buy. b. Construction of ten modern apartment blocks, each to con- tain approximately 50 suites of various sizes, same to be avail- able for rent at cost. ★ Lower street car fares. ★ Public-owned street car system. FOR TRUSTEE SHÉFLEY, R0Y PROPOSES * Free transportation for sma children to and from school. ★ Free school supplies. ★ Meal-a-day plan. ★ Economic security and justice for teachers and other school employees. ★ Technical training schools. Labor Election Committee Rooms, 607 Main St. Phone 98 985 VERZLUNARSKÓLANÁM Aldrei hefir verið eins nauðsynlegt og ein- mitt nú, að hafa verzlunarskóla mentun, og það fólk sem hennar nýtur hefir venju- lega forgangsrétt þegar um vel launaðar stöður er að ræða. Vér höfum nokkur námsskeið til sölu við fullkomnustu verzlunarskóla í Winnipeg. Spyrjist fyrir á skrifstofu vorri þessu viðvíkjandi, það margborgar sig. The Viking Press Limited Banning og Sargent WINNIPEG :: MANITOBA

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.