Heimskringla


Heimskringla - 21.11.1945, Qupperneq 4

Heimskringla - 21.11.1945, Qupperneq 4
4. SIÐA HEIMSKRINGLA Hcimskringk "" (StofnuO lttt) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24185 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON » "Heimskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24 185 WINNIPEG, 21. NÓV. 1945 Kaupsamnir gum sagt u p: Rétt áður «n Mackenzie King kom heim úr Evrópuför sinni, var sú frétt flutt í blaðinu Winnipeg Free Press, að hann mundi koma til baka með fulla tösku af samningum um ný viðskifti, sem hann hefði krækt í á Bretlandi. Þetta var góð frétt. En eftir því sem nú er komið fram, hefir hún, því miður við lítið að styðjast, veldur ef til vill enn rneiri vonbrigðum en annars hefði verið við fréttirnar um að Attlee stjórnin ætli að takmarka, sem mest hún geti, viðskifti við Canada næstu fimm eða sex komandi ár. Sú takmörkun viðskiftanna gengur svo langt, að gerðum samningum af fyrverandi stjórn er sagt upp; vara sem hér var tilbúin og komið var að því, að send yrði til Englands, hefir verið stöðvuð. Bretland á nú í vök að verjast. Það vita allir. Og það verður að bjarga sér eins og það bezt getur. Á það ber að líta. Það er fríverzlunin, sem hefir verið stefna þess — og hefir því ávalt bjargað. Að nú fremur en áður sé flúið í það skjól er eðlilegt. Eftirköst stríðsins hlutu að verða þau, hvort sem okkur líkar það betur eða ver. Liberalar í þessu landi hafa ávalt haldið fram fríverzlunar- hugmyndinni. Hún má heita grundvöllur flokksstefnu þeirra. En það sem þeim hefir yfirsézt í allri sinni stjórnartíð í þessu landi, er, að sún stefna er ekki jafn framkvæmanleg í öllum lönd- um. Á Bretlandi vinnur hún vel, vegna þess, að þar þarf ávalt að kaupa mikið að og flytja inn í landið. í því er fólgin matvara meðal annars. Island er í þessum flokki landa. En Canada og Bandaríkin eru það ekki. Þau exu svo sjálfbjarga í flestum greinum framleiðslu að um innflutning þangað getur naumast verið að ræða, nema á kostnað eða fórnfærslu einhvers sjálfsagðs atvinnu- vegar heima fyrir. Þar skilur á milli þeirra og fríverzlunarlanda. En þetta hafa liberalar aldrei skilið. Þegar Bandaríkjablöð fóru fyrir skömmu að skrifa um að Bretland væri úr sögunni, sem stórveldi í viðskifta-heiminum, svaraði blaðið Manchester Guard- ian því um hæl, að það yrðu ekki Bandaríkin, sem heimsverzlunina tækju frá þeim, og öðrum löndum mundi það einnig erfitt reyn- ast, af ástæðum þeim sem að ofan hafa verið greindar og í eðli hlutanna liggja. Til þess að fleyta f járhag sínum, þurftu Bretar að taka 4 biljón dala lán í Bandaríkjunum. Segja nú lilberalar hér, að vegna þess að Bandaríkin hafi ekki lánað meira, hafi viðskifti Canada og Bret- lands farið út um þúfur. Þetta kann satt að vera. En er það heiibrigð stjórnar- stefna að tefla á aðra eins tvísýnu og það, að Bandaríkin veiti löndum út um heim lán til þess að geta keypt vörur frá Canada? Hinir háu lífshættir í Bandaríkjunum og Canada koma auð- vitað einnig til greina er um viðskifti við umheiminn er að ræða. En jöfnuð í því efni verður líklega ekki fyrst um sinn komið á í heiminum til þess að gera. samvinnu eða viðskifti greiðari. Attlee-stjórnin vekur máls á því, að canadiskir iðnaðarmenn flytji til Bretlands. Það mun nú hér þykja svona og svona. En þó að það afsakanlegt þegar litið er á skipulagningu framleiðslu i þessu landi er að hér er kefst við að framleiða vörur sem markaður heima fyrir ræður við y± af eins og t. d. hveiti. Bæði dagblöð þessa bæjar atyrða Attlee-stjórnina fyrir að taka upp þá stefnu í viðskiftunum, sem hún hefir gert, og telja Canada til annars hafa unnið. En á þá að fara að halda fram að fríverzlun sé óhagkvæm og Attlee-stjórnin sé ekki góð stjórn? Það er eitthvað annað en hér hefir kveðið við. Attlee-stjórnin hugsar auðvitað fyrst um það, sem brýnustu úrlausnar þarf í viðreisn eða bættum hag lands síns. Og hún er líklegri til að geta það með þessu, en nokkru öðru. Ef Canada tapar á því að byggja þjóðlíf sitt á framleiðslu á vörum, sem útlendan markað þarf fyrir í eins stórum stíl og t. d. kornframleiðslu, verður landið að taka skakkafallinu af því, ef útlendur markaður bregst. Menn kunna að segja sem svo, að það eigi þó líklega ekki að fara prédika, að takmarka hér hveiti- eða kornframleiðslu. Jú — það er reyndar hugmyndin — og hverja aðra vöru, sem landið er ekki fært um að keppa við aðra um sölu á, á erlendum markaði. Það er urmullinn allur sem heimamarkaður er hér fyrir, en sem ekki er sint að framleiða. Með gaumgæfilegri skipulagningu á því, að framleiða eftir þörfinni hér heima fyrir, mundi ekki þurfa að reiða sig á hinn fallvalta útlenda markað. Það fylgist ávalt í hendur, að sú þjóð sem bezt vinnur að því, að sinna sínum innan- lands þörfum, er bezt af, hefir minna af atvinnuleysi að segja og hefir það öryggi fram yfir aðrar þjóðir, sem þráð er. Hér er auðvitað ekki átt við hveitiframleiðsluna eina. Hún er aðeins hér nefnd, vegna þess, að svo ákaft var um skeið hér að henni unnið, að útlit var fyrir, að landið yrði á fáum árum að eyði- mörk. Vér eigum við hverja slíka framleiðslu, sem fyrir erlendan markað er gerð, ef hún er ekki samkepnisfær, einhverra hluta vegna, og þó ekki sé af öðru en því, að ilt er að flytja nokkuð inn. Hvort sem þetta verður alment viðurkent eða ekki, er það nú einmitt það, sem þjóð þessa lands horfist í augu við og stjórnin, eftir að hafa tapað stærsta viðskiftavini sínum erlendis. WINNIPEG, 21. NÓV. 1945 BÆJARKOSNINGARNAR 23. NÖVEMBER SMÁVEGIS Bæjarstjórnarkosningarnar er fara fram í Winnipeg n. k. föstu-' dag, eru rammpólitískar, þó al- menningur sé því mjög mótfall-' inn enda vafasamur hagnaður að. Borgaralega nefndin sem sig svo kallar, er pólitísk að því leyti, að hún er til orðin fyrir ákafa/ verkámanna samtaka, að berjast undir merkjum iðnverka-1 manna stéttarinnar, og sem lýsir fylgi sínu við einn pólitíska landsmála-flokkinn. Borgara- nefndin gerir það að vísu ekki,' en stéttabarátta hennar er eigi að síður of auðsæ. Afleiðingin af þessu er, að það eru málin í ^ Ottawa, sem í stjóm bæjarins og kosningum er meira hugsað um, en bæjarmálin. Þessvegna hefir bær þessi dregist mjög aft- ur úr sér jafn stórum bæjarfé- lögum, í nauðsynlegum fram- kvæmdum. Sveita og bæjar- stjórnir, sem allra stjórna hafa mest tækifæri til að tryggja ein- staklingsfrelsið, binda sig á klafa flokksstjórna og stefna, sem eru svo langt burtu, og jafn- vel í öðrum löndum, að enginn áttar sig orðið á hinu eiginlega verkefni bæja- og sveitafélaga, ekki einu sinni hugsjóninni, sem er sjálfstæði og einstaklings- frelsi í víðtækara og beinna skilningi, en nokkra annara stjórnar í þjóðfélaginu. Það er frá þessum heildum í þjóðfélag- inu, sem völdin og ráðin um bættan hag eig^ að koma, frá þessum náttúrulbörnum hvers þjóðfélags, en ekki með flokks- samtökum utan að, sem fyrst og fremst lúta að pólitísku valdi og sérréttindum. Það sem þarf að segja skýrt og skorinort við valdsmannaefni og kjósendur er þetta: Leggið niður sérréttinda stefnur í opinberum málum og þjónið fjöldanum. Öll velferðarbarátta mannkynsins er í þessu fólgin og hefir ávalt verið. Hversu sviksamlega þetta hefir verið gert, sýna nú verkin merkin. En svo maður snúi sér að kosn- ingunum, er það ljóst, að 6orgina eða þetta bæjarfélag skortir margt. Það skortir skóla, spít- ala, uppeldisstofnanir í fimleik- um og hollum íþróttum fyrir æskuna, sómasamlegar íibúðir fyrir þúsundir fjölskyldna — og þrátt fyrir alla þessa vöntun, at- vinnu fyrir borgarana! Já — þvílíkt og annað eins! Það af þessu, sem kjósendur eru nú beðnir að greiða atkvæði um, verður vonandi eða ætti alt að vera samþykt svo hendur stjórn- enda séu ekki bundnar ef eitt- hvað vilja gera. Þetta þarf alt að fá sem fyrst, hvað sem hinni lítilfjörlegu uppbót á kaupi bæj- arþjóna líður, sem meira er rif- ist um en það sem talist getur með hinum eiginlegu bæjarmál- um og andæft er meira af öfund- sýki en nokkru öðru, jafnvel þó margur tapi vinnu oftar fyrir rigningardaga en bæjarþjónar og sem að tekjuuppbót væru kanske frekar komnir en þeir. En það mál sýnir samt sem áður stéttarbraginn, sem áður var minst á. En ausa verður þó á gefi, og svo er^im kjósendur. Þeir verða að'velja og hafna, þó vandalaust sé ekki, eftir beztu sannfæringu. íslendingar hugsa vonandi til landanna og þeirra, sem næst okkur standa. Málefnin, ef þar verður á milli greint, eru auðvit- að fyrir öllu. En það er samt þunt blóð, sem ekki er þykkra en vatn — og að öllu til greina teknu, munu frændurnir eins til starfsins hæfir, sem aðrir. Á það skal mint, að kosið er með tölum, eins og títt er í hlut- fallskosningum. En við auka- lögin er greitt atkvæði með eða móti með krossi. FRÁ HINNI HLIÐINNI Hinn framsýni rithöfundur H. G. Wells, hefir nýlega gefið út bók, er hann nefnir: Mind at the End of its Tether. Segir hann þar meðal annars: Homo sapiens, eins og manninum hefir þóknað að kallasjálfan sig, er í sinni nú- verandi mynd, að eyðileggja sig. Heillastjörnurnar hafa snúið við honum baki og hann verður að hverfa fyrir öðru dýri, sem betur getur en hann lagað sig eftir um- hverfi sínu. Þetta getur verið alveg ný eða áður óþekt tegund, en sem betur kann samt í hóf að stilla en maðurinn og getur að því leyti verið pndurbót á hon- um, en þessi æðsta skepna verður 1 vissulega ekki mannleg vera. H. G. Wells er nú 79 ára. Hann hefir oft áður sagt fyrir urn 1 orðna hluti, sem eftir hefir íarið, 1 eins og t. d. er hann sagði stríðið, 1 sem nú er nýafstaðið, yfirvof- ^ andi og benti á atómsprengjuna ' fyrir 31 ári síðan. Menn hafa | kallað hann spámann fyrir þetta, en raunar styðjast skoðanir hans I ávalt við eitthvað raunverulegt [ og vísindalegt. Fyrirfram hafa I menn ekki trúað á það sem hann ! hefir sagt, en hafa viðurkent I það, er draumarnir voru komnir I fram. Boðskap hans í þessari nýju bók, er þessa stundina auð- veldara að trúa, en nokkrum fyrri spám hans. * * * Tveir canadiskir hermenn, ný- komnir heim úr stríðinu, telja kvenþjóð Canada hina fegurstu í öllum heimi. Þeir hafa farið æði víða og séð mikið af fögrum konum annara landa. En þeir segja það eins satt og nokkuð geti verið, að þeir hafi séð fleiri fagrar konur á 10 mínútum, sem þeir stóðu á götuhorni í Saskatoon, en þeir hefðu séð á 48 klukkustunda rannsókn á einum fjölfarnasta stað í stórborginni San Fran- cisco. En jafnvel þó menn þessir séu víðförulir, þá hafa þeir ekki séð nema konur fárra þjóða, borið saman við það sem Ripley, höf- undur “Believe It or Not”, hefir séð. Og hvað sagði hann: Það að íslenzkar konur væru hinar feg- urstu, sem hann áleit vera til í heimi. Hann sagðist með því eiga við náttúrlega fegurð, en ekki tildurslega snyrtingu. — Hvað segir Winnipeg Free Press um þetta, sem telur að engum þýði að bera á móti því, sem hermennirnir segja? NIUNDA LÁNIÐ KAUPIÐ HEIMSKRINGLIJ bezta íslenzka fréttablaðið Síðasta lánið, sem sambands- stjórnin tók, er líklegt að ná tveim biljón dollurum, um það er lýkur. Verðbréfakaupin námu s. 1. föstudag $1,980,045,200. Það er einum f jórða eða x/> biljón meira, en fram á var farið. En samt eru ekki fréttir komnar úr nokkrum stöðum enn. Verðbréfakaupendur voru 2,881,129, eða ögn færri, en þeg- ar seinasta lán var tekið. En einstaklingar margir keyptu þetta meira en áður. Á Spáni komst nýlega upp um samsærismenn, er drepa æcluðu Franco og ráðuneyti hans. — Franco var á fundi með stjórn sinni 10 mílur út frá Madrid. Á heimleiðinni átti að finna fugl- ana í fjörunni. Fimtán menn stóðu fyrir samsærinu og hafa nú allir verið handteknir. Réðu kommúnistar þeim til að leggja út í þetta. * * * 1 Ungverjalandi fóru fram kosningar fyrir nokkru. Sóttu þar nokkrir flokkar. En svo fór leikurinn, að bændaflokkurinn vann með talsvert miklum meiri- hluta. Heitir formaður sigur- sæla flokksins Zoltan Tilday. — Rússneskur her var í landinu, en lét sig kosningarnar ekki skifta. Heimskringla er óánægð í at- hugasemdum með greinarstúfa, sem eg hefi skrifað undir þessari fyrirhögn. Sumt af þeim ber þess vott, að þeir brjóta í bága við meginreglu þeirrar hliðar, sem Hkr. byggir tilveru sína og framtíð á. Það voru örlög mín að fæðast undir þeirri hlið, og búa við hana langa æfi, og getur j hver hrósað aðbúð hennar, sem vill. En eg geri það ekki. En \ eitt hefi eg grætt á viðskiftum1 við hana, það er: að eg þekki hana í höfuðatriðum, bæði kosti hennar og galla, og gæti á óhlut- drægan hátt gefið henni sinn vitnisburð. Gömul spekigrein segir: “Er þú ert í andstöðu við menn og . málefni, skaltu kynna þér þeirra málstað jafn vel og þinn eigin.” Hefði Hkr. fylgt þessari reglu, j mundi eg taka í hönd hennar . með samúð, þó að í andsteðu sé; en hún gerir það ekki. Þess vegna varnar það mér ekki svefns, þó að hún sé óánægð með það sem eg skrifa. Eg efast ekki um, að Hkr. hafi nóga hæfileika til þess, að skilja tvær hliðar, en hún gerir það ekki, og það nægir. Það skiln- ingsleysið er sagt verst, sem ekki vill skilja. Undirstöðurn- ar að óánægju Hkr. eru “heil- brigð og óheilbrigð skynsemi”. Hún er einhvern veginn orðin klemd inn á milli þeirra, og kemst ekki ýt. En hún ber sig þó eftir vonum vel í þeirri kreppu, og gefur lesendum sínum í skyn, að hún hafi öll trompin á hendi. Hún hefur mál sitt með því, að nefna andstæðinga sína “smart aleka.” Eftir því sem næst verður komist, þýðir það uppskafningar á íslenzku. Með þessu ætlar hún sér að ná at- kvæðum lesendanna og segir að eina ráðið til þess að ná sam- hygð, sé að nota myndir og dæmi; sem allir kannist við. — Þetta heilræði á víst að tákna það, að segja aldrei neitt við menn, nema það, sem þeir vita sjálfir. Það er kynlegt, hversu Hkr. er sparsöm á ástæður. Þó að hún geri tilraunir með þær, er eins og þær hverfi inn í sig sjálfar, svo að ekki er hægt að vita á- kveðið hvað hún álítur að sé “heilbrigð eða óheilbrigð skyn- semi”, svo að mínar ástæður standa óhraktar enn fyrir augum óhlutdrægra lesenda — því að ekki trúi eg því, að Hkr. takist að gera lesendur sína að einnar hliðar mönnum, á meðan íslenzk útsýn skipar öndvegi í hugum þeirra. Njáll varð að láta segja sér þrem sinnum óvænt tíðindi, áður en hann trúði. En eg var það meir undrandi þegar eg las áníðslu Hkr. á athugunum mín- um um að ísl. skrifuðu ekki und- | ir hjá stórþjóðunum, að eg varð ! að lesa orð hennar þrisvar sinn- um, og trúi þó varla ennþá, svo illgirnislega er góð og réttmæt hugmynd undin úr liðum og hár- toguð, en forðast að mótmæla henni með menningarlegum rök- um. Eg finn ekkert, sem skýrir þá hugmynd mína betur en þessar ljóðlínur St. G. St.: “Lífsins kvöð og kjarni er það að líða, og kenna til í stormum sinna tíða.” En einhvern veginn finst mér undirtónninn hjá Hkr. sé á þessa leið. Það verður öllum almenn- ing að blæða, ef ekki er stríð, þeir ríku hætta að græða. Að minsta kosti útilokar hún allar róttækar tillögur um gerbreyt- ing núverandi mannfélagsskipu- lags, sem væri eina ráðið við að stríð hætti. Hkr. vill ekki láta “troða guðs- speki í Islendinga í stað nor- rænna fræða.” Mér er ekki vel ljóst hvað hún meinar með nor- rænum fræðum. En af því að guðspekin nær út fyrir okkar takmarkaða skynheim er næst að halda, að Hkr. eigi við norræna goðafræði til þess að halda réttu hlutfalli, af því að norræn goða- fræði gerir það einnig. Eftir því að dæma, finst henni fyrirmynd í að norrænar hetjur berjast dag allan og falli að kvöldi og gisti Valhöll, en rísi upp að morgni til þess að berjast. Hkr. er ekki ein um þessa skoðun. Hitler tók hana sér til fyrirmyndar — og datt ekki í hug að “troða” guð- speki inn í sína þjóð. Annars hélt eg, að fræði Isl. hliðstætt við guðspekina, væru meira aust- ræn að uppruna, síðan að kirkju- fræðin tók völdin af goðafræð- inni, nema ef rétt væri að und- anskilja sambandskirkjuna, af því að hún er í raun réttri mann- félags málafræði, sem Hkr. bás- únar fyrir frjálslyndi, þó að hún hafi ekki mátt í sér til þess að frelsa leiðtoga síha frá conserva- tive stefnunni. Eg spurði eitt sinn v%l gefinn sambandskirkjuprest, hvort manna biði framhaldslíf, að loknum æfidögum hér á jörð? Hann svaraði: “Það er eftir því hvort maðurinn hefir takmark í sjálfum sér.” Eg fór frá hon- um jafnnær. Annan sambands- krikjuprest heyrði eg halda lík- ræðu. Hann líkti umhverfi mannsæfinnar við herbergi með tveim gluggum, sínum á hvorum stafni. Ljóstýra var í henberg- inu en myrkur fyrir utan. Mann- inum líkti hann við fugl, sem kæmi fljúgandi inn um annan gluggann úr myrkrinu, sveimaði um stund í heriberginu og flýgi svo út um hinn gluggann — út í myrkrið. Árni Ganborg, hið ódauðlega skáld Norðmanna sagði: “Gamla spekin gefur svar. Nýja spekin á ekkert svar.” Mér skilst að hlutverk þeirra manna, sem taka að sér leiðsögn í andlegum mál- ulm, hvaða nafni sem kirkja þeirra nefnist, sé að gefa svar. Annars sé starf þeirra unnið fyr- ir gýg. Og það er trú mín að þeir gætu gefið svar, ef þeir leit- uðu að þekking hinnar gömlu speki, utan vébanda kirkjudeild- anna. Gömlu kirkjudeildirnar eru rótgrónar í fyrrialda játn- ingum og erfðakennignum svo að af þeim er lítils að vænta. Það er tafsamt verk að grafa'upp gamlar rætur. Sambandskirkjan hefir engar slíkar rætur. Stofnrót bennar upprunalega eru hugsjónir þeirra hempulausu hæfileika- manna, sem þorðu að hugsa og skrifa í andstöðu við kirkju- kreddur, og alment voru álitnir trúlausir menn á sínum tíma. En eins og tréð vex í hlutfalli við rót sína, eins er sambandskirkj- an að vaxa meir og meir inn í viðsjál veraldarmál aldarfarsins; en þar er nóg þröng fyrir dyrum, þó að ekki bætist kirkjur við. Enda er það hlutverk þeirra að svífa yfir múgnum með ljósbera sinn, og vísa honum leið. Þó að Hkr. kalli það “óheilbrigða skyn- semi”, hika eg ekki við, að halda því fram, að sambands- kirkjan eigi líf sitt undir því, í framtíðinni, að hverfa á náðir guðspekinnar í andlegri þekk- ingarleit. Engin kirkja getur haldið sér ferskri, nema að til- einka sér innblástursanda, sem svífi yfir vötnum'jarðlífs. Hkr. sýpur hveljur af vand- læting yfir því, að eg skyldi yrkja undir sama bragarhætti og Matthías, og kallar það “að yrkja hann um”. Mér finst að hún hefði þó átt að gefa mér viðurkenning fyrir því, að mér varð ekki sú hugsunarfræðislega skyssa á að láta eilífðariblóm deyja, og þurfti ekki að taka til láns úr biblíunni, “að fyrir guði er einn dagur sem þúsund ár” o. s. frv. iPáll Bjarnason segir, að ís- lenzkan hafi það fram yfir ensk- una, að vera hugsað mál. En eigi hefð, og það sem búið er að setja viðurkenningarstimpil á, eitt rétt á sér frá einni hlið, —- alt annað sé “óheilbrigð skyn- semi”, er hætt við að máttur ís-

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.