Heimskringla - 21.11.1945, Síða 5

Heimskringla - 21.11.1945, Síða 5
WINNIPEG, 21. NÓV. 1945 5.S1ÐA HEIMSKRINGLA l lenzks máls fari að þverra. Svo ramt er farið að kveða að þessu, að hugsandi menn hér á Strönd- inni, eru farnir að tala um, að stofna íslenzkt blað, sem gefi ís- lenzkri tveggja hliða hugsun oln- bogarúm. í>eir líta svo á að hún eigi ekkert athvarf, ef hún ætli að sýna menn og málefni í réttu fjósi. Það er ein af stærstu harm- sögum þessa skammvinna lífs, þegar hugsjón á hugsuðu máli, fær ekki að fljúga. Það minnir á vísuna hans Þ. G. um tamda svaninn: Og von er þér sé hrygð í hug, °g horfinn næsti blóoiinn, er mist þú hefir frelsi flug °g fagurgjalla róminn. En ekkert böl þig beygja má, þú berð svo langt af öðrum, þó svartri for þú sitjir á °g sért með stýfðum fjöðrum. J. S. Kaldbak —2907—6th St. New Westminster, B. C. Aths.: Höfundur ofanskráðrar greinar kann að þekkja vel Hkr., en það er áreiðanlegt, að hann þekkir illa sjálfan sig. Hann þekkir sig illa að því Wti, að hann heldur sig einan areiðanlegan dómara um að Heimskringla sé svo þröngsýn, á orðum hennar sé ekkert mark takandi. Hér þykir “Hkr.” heldur hánkast á fyrir höfundi því hann gleymir að undanskilja rúdóm sem hún birti um 'bók hans og hann í bréfi til hennar Smjattaði á af ánægju. En við- víkjandi hinu, þröngsýni Hkr., í stjórnmálum, þykir ritstjóra hennar það næsta undarlegt, að hvorki hann né neinn annar af þessum sjálfsmurðu frelsisfröm- uðum okkar, hafa ekki einu orði minst á eitt hið mesta frelsis- mál, á þjóðskipulegum grund- velU, sem hægt er að hugsa sér, °g Hkr. ein allra blaða hér um sióðir hefir haldið fram, sem sé óeinni löggjöf”, eða því að lög hvers lands ættu öll að vera með almennings atkvæði samþykt, en ekki eftir leiðum þingræðis- !ns í svonefndum lýðræðislönd- um. Þessir menn hafa ekki enn attað sig á því, að það er frelsið °g ekkert annað sem mannkynið verður að hafa opin augun fyrir " og eiginlegt lýðræði er ekki Um að tala í þjóðskipulegum skilningi með öðru, en beinni löggjöf. Það dettur engum í hug að halda fram, að mistök geti ekki með því stundum orðið á hlutunum, en þau ættu ekki að Verða önnur en þau, er menn þá elga skilið. Og að þau verði skjótar leiðrétt, en ýms lagaá- hvæði nú eru, sem þröngvað er UPP á þjóðir njeð því markmiði, að vera fáum, en ekki fjöldanum hagur, mætti eiga víst. En tagl- hnýtingar flokka, sem framfara- malin gera sér og sínum að tekju- lindum, en gefa ekki túskilding tyrir fjöldann, mega auðvitað elcki til þessa hugsa. Því eru alt of mikil gæði samfara fyrir alntienning. Þeirra boðskapur er> vertu komúnisti, liberali, C. P. sinni, social credit-sinni, ^haldssinni og tilheyrðu ein- hverri klíku eða samtökum, sem fyrir sínum hag einum berjast, en hag 0g réttindi heildarinnar §efa ekki meira fyrir en orminn 1 m°ldinni, það er þeirra stefna. ná völdum og drotna yfir óðrum, án tillits til heilla fjöld- ans, er markmiðið. Eg þekki ekki eina einustu kunna stefnu, som að fólki er nú haldið, sem ekki hefir þennan yfirgangs og ðfrelsisboðskap að flytja. “Eg er sá drottinn, sem hag þinn get- Ur bætt, armi almenningur, ef þú vilt aðeins vera svo góður, að §era mig að drotni þínum!” — ^etta er lögmálið og spámenn- lrnir á pólitískum vettvangi heimsins á þessum tímum. Og þetta er “hin hliðin” hans Jónas- ar frá Kaldbak og fleiri. Það er °fríkis, ofbeldis og ófrelsisstefn- an ,sem Hitler fylgdi og sem hann lærði af Rússum, en ekki 1 Islendingum, eins og Jónas held- ur fram. Getur hver skyniborinn maður gert sér grein fyrir þessu.! Um starf Hkr. s. 1. nærri sex-J tíu ár farast Jónasi orð á þá leið,' J að það hafi aldrei gert Islending-1 um hér neitt gott, vegna skoðana þröngsýnis hennar og auðvitað^ margt fleira. Þetta fær svo á hann, að hann sér enga lífsvon hér fyrir viðhald íslenzks þjóð- ernis aðra en þá, að hann og aðrir hans nótar vestur á strönd stofni nýtt íslenzkt blað. Hkr. segir bara, að ef það blað hans geri ekki lakar á næstu 60 árum í að stuðla hér að viðhaldi og kynningu Islendinga hver at' öðrum en hún hefir gert á liðn- um 60 árum, þá í guðsbænum farið af stað. Verði blað það ekki of háð neinum af valda- bröltsklíkum heimsins, mun hún ekki svo mikið sem gera athuga- semd við slík áform. Hún er hálf hissa á að Jónasi eða nokkrum manni hér skuli detta annað eins í hug og það, að Heimsrkinglu væri ami að þessu. Hún finnur vel til þess hve hún hefir oft miklu minna áorkað hér í þjóð- ernismálum, en hún vildi og æskti. En að hún hafi reynt að hlúa að því máli, hafa fáir aðrir en Jónas frá Kaldbak til þessa brígslað henni um. Ef svo er að hún hefir í þjóðræknismálunum ekki skilið eftir neitt spor hér við tímans sjá, hefir starf henn- ar æði mikið hishepnast. En hún býst við, að Jónas eigi verk fyrir hendi, að sannfæra Islend- inga um það. Þá víkur Jónas nokkrum orð- um að trú unitara, en aldrei þessu vant, get eg orðið honum þar samferða, þar til að hann kemur að því, að í hana vanti innblástur. Hann þarf nú ekki nauðsynlega að eiga með þessu við innblástur biblíunnar eftir mælisnúru kaþólskra eða lút- rskra. En hann á þá líklega við innblástur guðspekinga, því hann virðist nú á trú þeirra vera kominn. 1 langri grein um “Dultrúarstefnur nútímans í sambandi við trúna”, er séra Guðm. heitinn Árnason reit í Heimir, fyrir mörgum árum, far- ast honum þannig orð um trú guðspekinga: -----“Þrátt fyrir það, þó fyr- brigði þau, sem sannanir fyrir andatrúnni, séu af vísindamönn- um yfirleitt talin til tauga- og geðveiklunar, fremur en til trú- ar og heilbrigði andlegs lífs, þá hefir samt þessi sérstaka dultrú- artegund marga áhangendur. — Hún hefir lifað gegnum fjölda margar uppljóstranir og mun lengi verða við líði, vegna þess að hún er grundvölluð á vilja að trúa slíkum fyrirbrigðum. Af- leiðing af því er sú, að þeir sem sjá blekkingarnar láta oft ginn- ast af öðrum tegundum dultrú- ar. Þannig eru margir guðspek- ingar (theosophists) fyrverandi andatrúarmenn; og eftir að enska sálarrannsóknarfélagið hafði sýnt fram á, að frú Blavat- sky var einn hinn leiknasti svik- ari, sem sögur fara af, sneru sum- ir af þeim, sem eru dultrúar- hneigðir, sér að öðrum stefnum, sem undirniðri voru alveg það sama og hún hafði haldið fram. Enginn getur haft neitt á móti guðspekinni, sem kenningu um allsherjar bræðralag, en það er sorglegt að sjá almúgann, sem fólk hefir fyrir henni sem dul- rænni heimspeki. Guðspekin hefir náð allmikilli útbreiðslu í ameríku og víðar á síðustu ára- tugum. 1 “Century Path”, sem er sent út af kvenfélagi fyrir út- breiðslu guðspekis á Point Loma í Californíu, er útdráttur úr fyr irlestri, sem var haldinn af guð spekis fyrirlesara fyrir áheyr- endahóp, sém fylti Isis-leikhúsið í San Diego. Fyrirlesturinn var um glæpamálsrannsókn í New York. Og í þessari fregn, sem er gefin út af félaginu, er gefið í skyn, að hinn nafnkendi lög maður, sem tólf eða fimtán stundum síðar hélt ræðu, sem manns líf var undir komið, hafi fylgt framsetningu dult.rúar- mannsins vestur í Californíu í öllum aðalatriðum og nákvæm- I lega. En til þess hlaut hann að | breyta afstöðu sinni algerlega og J skifta skoðunum í málinu, svo ! fullkomlega var hugur hans á j valdi þessa dultrúar-fyrirlesara, 'sem var í þrjú þúsund mílna fjarlægð. Tuttugasta öldin stendur nú yfir; fólk kann að lesa, það er ókeypis skóli í hverri sveit og vísindin taka stórkostlegum framförum; og þó getur annað eins og þetta átt sér stað og haft fylgjendur meðal fólks, sem er vel efnum búið og í miklum met- um. Maður nokkur sem heim- sótti eina af stórborgum vorum, svaraði, þegar hann var spurð- ur, hvað honum þætti eftirtekta- verðast, að eitt af því sem hvað helzt hefði vakið eftirtekt sína, væri sá fjöldi af stjörnuspá- mönnum, lófalesurum og fjar sýnismönnum, sem auglýstu sig. Að líkindum hafa allir þessir sálarfræðisskrumarar aðsókn, og þeir eru vottur um að það er til fjöldi fólks, sem þráir heilbrigði, velmegun metorð, ást og ham- ingju, en sem ekki hefir dáð og dugnað til að ná þessum lífsgæð- um á réttan hátt, og kannast við dáðleysi sitt með því að leita hjálpa hjá dulkendum öflum. — Þannig hefir það jafnan verið; jafnvel í gömlu sögunni í ibiblí- unni, leitar Sál fyrst hjálpar galdrakvenna og anda þegar hans eigin máttur er farinn að bila.” Þetta nægir í svip að segja um dultrúna, sem unitara trúna skortir og sem Jónasi frá Kald- bak þykir svo áfátt þessvegna. Enn lætur Jónas í ljós fjálg- skap út af því, að Hkr. skuli láta sér detta í hug, að vera á móti því, að Island segði Þjóðverjum og Jöpum, að boði Rússa stríð á hendur og riðu svo til San Fran- cisco-fundarins. Það er ljótt að Hkr. skyldi gera athugasemd við þessa kúgunartilraun! En hún gerði hana nú samt og bygði mál sitt á því, að með þessum kaup- skap væri Island að afsala sér þeim skoðunum, sem það ætti til- veru sína og þjóðfrelsi inn á við og út á við alt að þakka. Þjóðin kemur að óbygðu landi, býr þar öld eftir öld, vinnur, og mótast sjálf af öllum landsháttum. Hún á því sögulegan rétt til frelsis síns; hún á einnig náttúruréttinn til þess vegna þess, að hún ein allra þjóða er samtvinnuð nátt- úru skilyrðum þess. Hún ein hefir bygt landið og á í öllum skilningi rétt til að ráða því og sér sjálf. Það eiga fáar þjóðir eins alhliða kröfur til frelsis síns og íslenzk þjóð. Þetta var inni- hald greinar sem í Hkr. birtist, er krafan um að reka Islendinga út í stríð kom fram, þjóð sem á undan öllum öðrum þjóðum varð til, að leggja niður vopn og ráða á viturlegri hátt fram úr ágrein- ingsefnum manna. Grein þessi var birt í einu dagblaði að minsta kosti heima á Islandi, Alþýðu- blaðinu. Um málið vitum við nú hvernig fór. Island lét ekki kúga sig til að láta af frelsis- og mann- réttindaskoðunum sínum. Jónas frá Kaldbak má víst lengi vera hissa á því, að Islendingar skyldi ekki fara að vinna að friðarmál- um með því að segja tveimur af voldugustu þjóðum heimsins stríð á hendur, í stað þess að vera að fást um afvopnunarhug- sjónina, hina sjálfsögðustu leið til tryggingar friði. Þó Island sé þar öllum heimi fyrirmynd, var sú hugsjón einskis verð hjá hnefaréttinum. Ef allar þjóðir heimsins hefðu átt í eins ríkum mæli afvopnunarhugsjónina og ísland, væru stríð fyrir löngu úr sögunni. Um þetta alt ssgir Jónas frá Kaldbak: “Njáll varð að láta segja sér þrisvar sinnum óvænt tíðindi, áður en hann trúði. En eg var það meir undrandi (því ekki vitrari en Njáll?) þegar eg las áníðslu Heimskringlu á at- huganir mínar um að íslending- ar skrifuðu ekki undir hjá stór- þjóðunum, að eg varð að lesa orð hennar þrisvar sinnum þrisvar og trúi þó varla ennþá, svo illgrinislega er góð og rétt- mæt hugmynd undin úr liðum og hártoguð, en forðast að mótmæla henni með menningarlegum rök- um.” Með allri virðingu fyrir menn- ingarlegum rökblómum Jónasar frá Kaldbak, verður Hkr. að segja honum eins og henni finst satt vera, að þau eru blátt áfram rýtingur uppi í erminni sem læð- ast á með að hugsjónum íslenzkr- ar þjóðar, þjóðar sem djarflegar hefir öðrum staðið með frelsis og friðarhugsjóninni, og fá hana til að láta af slíkum keipum, en í þess stað æða út í herdansinn, eins og benni er skipað. Ef slíkt hefði ekki verið að svíkja friðar- hugsjón Islendinga, veit eg ekki hvað annað á að kalla það. Um þetta mál var auðvitað mikið rætt heima á sínum tíma. Minnumst vér þar sérstaklega greinar, er Jónas alþm. Jónsson reit í rit samvinnumanna, sem hann er ritstjóri að. Var ætlun- in fyrst að birta ummæli úr grein þessari með þessari athuga- semd, en eftisr lestur hennar tímdum vér ekki að skilja neitt eftir af henni og birtum hana í þess stað í heilu lagi. En orð hans af fundi samvinnumanna um að stríðsyfirlýsing væri hlægileg, drengskaparlaus og stórhættuleg, má líklegast eins ríflegt tillag til íslenzkrar menn- ingar heita, eins og það sem Jón- as Stefánsson frá Kaldbak lagði til og sem Heimskringla gerðist svo óskammfeilin, að fetta fing- ur út í. Að öðru leyti skal til nefndrar greinar vísað eftir J. J. “Samvinna þjóðanna” í þessu blaði. Heimskfingla er hissa á fljót- færni Jónasar frá Kaldbak, er hann ræðir um stefnur og strauma í heimsmálunum. Og þó er hann í öllu sem hann skrif- ar að remlbast við, að gera sjálf- an sig að einhverju merkikerti, sem honum finst allir ættu að hlýða á. Hann segist þekkja Heimskringlu, en það skyldi ekki vera svo, að Heimskringla þekti hann einnig. Eitt mun liggja flestum í augum uppi og það eru skapbrestir hans. Hann býr yfir ótakmörkuðu hatri og heift til eins eða allra, en lang-l mest til Heimskringlu, sem held- ur ihefir þó viljað yfir brestina : breiða, en hitt. En þegar hann byrjaði að kveða stóradóm upp yfir henni, og sem hún birti fyrst, sem ekkert væri, en fyrir það líklegast fór að verða svo þrálátt, að óhróðursáróðri var svipaðast, byrjaði hún að minna hann á það. En auðvitað mink- aði ekki hinn sjúki áhugi hans fyrir ýmsu dularfullu, svo sem afbrigðilegum skoðunum í trú og póltík, því ekkert af þessu bætti skapið. Ef Jónas frá Kald- bak heldur að þetta sé fráleit skoðun á honum, vill Hkr. taka það fram, að hún er velmeint og það er einmitt fyrir hana, að eg get fyrirgefið Jónasi fram- hleypni hans og heift, ósannindi og brígzl í garð Heimskringlu. (Ritstj. Hkr.) Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnudaginn 25. nóv.: Sunnu- dagaskóla kl. 11 f. h. íslenzk messa kl. e. h. Allir boðnir vel- komnir. S. Ólafsson * * * Messur í Nýja Islandi 25. nóv. — Hnausa, messa kl. 2 e. h. Riverton, íslenzk messa kl. 8 e. h. 2. des. — Riverton, minningar- athöfn (Gnr. Pétur H. Hallgríms- son). B. A. Bjarnason 1T * # Messur í Langruth 25. nóv. íslenzk messa kl. 2 e. h. Ensk messa kl. 7.30 e. h. Séra Skúli Sigurgeirsson * * * 1 grein um tímatal sem Sigfús Benediktsson reit nýlega, slædd- ist inn sú villa, að þar stendur Greiðið atkvæði með CCF í bæjarkosningunum 23. nóvember í bæjarráðið: VICTOR B. ANDERSON HOWARD V. McKELVEY Greiðið 1 og 2 í þeirri röð sem yður þóknast. I skólaráðið: HARRY A. CHAPPELL PHILIP M. PETURSSON Greiðið 1 og 2 í þeirri röð sem yður þóknast. Fyrir framtaksemi og fram- sækni greiðið atkvæði með C C F eitt tungl á ári, en átti auðvitað að vera á mánuði. Þó villan sé auðsæ öllum, þykir rétt að leið- rétta hana. ★ ★ * Þakkarorð Öllum þeim er veittu okkur aðstoð í tilefni af hinni svip- legu burtför sonar okkar og bróð- ur Normans Danielssonar; öllum þeim er glöddu okkur með iblómagjöfum við útförina og heiðruðu minningu hans með nærvist sinni, vottum við okkar hjartanlegustu þakkir. Guðjón Danielsson Guðlaug Danielsson og systkini Winnipeg þarf nýja undirbúnings-skóla HVERSVEGNA? — Sökum þess, að barnsfœáingum hefir fjölgað siðan 1939. ÞAÐ ERU 6,000 FLEIRI BÖRN 1 WINNIPEG YNGRI EN SEX ARA. EN ÞAU VORU FYRIR SEX ARUM SIÐAN. Þetta meinar fleiri umsóknir i undirbúningsskólana á hverju ári og INNAN SEX ARA VERÐUR AÐSÖKNIN 6,000 FLEIRI EN HON ER NÚ. HVAR? — I RIVER HEIGHTS, SOUTH FORT ROUGE, WEST END OF CENTRE WINNIPEG, NORTH WEST WINNIPEG OG EAST ELMWOOD. í þessum pörtum borgarinnar, sem liggja i kringum Winnipeg, hafa nálega 3,000 heimili verið bygð siðan siðasti skólinn var bygður. Skólar sem liggja að þessum pörtum eru allir uppfyltir og i sumum þeirra eru fleiri en œttu að vera. Nema bœtt sé við skólum verða börn, sem heima eiga á þessum slóðum að vera utan skólagöngu. Winnipeg verður að taka ákveðna stefnu í frœðslumálum barna sinna. Skólaráðsmenn þinir eru SAMMALA um. að þörf er þessara skóla. að beiðnin œtti að samþykkjast. GREIÐIÐ ATKVÆÐI MEÐ SKóLABEIÐNINNI næsta föstudag 23. nóvember For the by-law X Against the by-law Á Heiðarbrún Innan fárra daga kemur á bókamarkaðinn ný ljóðabók. Höfundurinn er hið velþekta skáld, Sveinn E. Björnsson læknir frá Árborg, Man. Bókin verður um 230 blaðsíður, prentuð á ágætan pappír, og í góðri kápu. — Verðið er $2.50. — Bókin verður til sölu hjá Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg, og Bókabúð Davíðs Björns- sonar, 702 Sargent Ave., Winnipeg. Einnig hjá útsölu- mönnum víðsvegar um Canada og Bandaríkin. ENDURKJóSIÐ JACK ST. JOHN í annað sinn fyrir bæjarfulltrúa í Ward 2 TILGANGUR FYRIR ENDURKOSNINGU: 1. Minnismerki veraldar stríðsins 2. Klúbbar fyrir yngri kynslóðina 3. Aukin sjúkrahúss viðtaka 4. Heimili fyrir gamalmenni og lasburða 5. Almennar borgarlegar umbætur ÓPÓLITÍSKUR MAÐUR SEM FULLTRÚI ALLRA STÉTTA MERKIÐ KJÖRSEÐIL YÐAR: ST. JOHN, JACK 1 Ste. 4—652 Home St. — DruggisL ENDORSED BY THE CIVIC ELECTION COMMITTEE

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.