Heimskringla - 28.11.1945, Blaðsíða 4

Heimskringla - 28.11.1945, Blaðsíða 4
4. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 28. NÓV. 1945 IFícimskriniila (StofnuB lSít) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24 185 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. I________________________ öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON "Heimskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24 185 WINNIPEG, 28. NÓV. 1945 Eimreiðin 50 ára Eitt hinna allra merkustu tímarita Islendinga, Eimreiðin, varð fimtug á þessu á ri. Dr. Valtýr Guðmundsson var stofnandi hennar og fyrsti rit- stjóri; hann var háskóla kennari í Kaupmannahöfn og ritið því þar gefið út. Eimreið hans náði þegar í byrjun miklum vinsæld- um, enda bar hún mikið af að fjöibreytni og fróðleik þeim tíma- ritum, sem þá var kostur á. Ritstjórinn gerði sér far um að vanda bæði til máls og efnis blaðsins. Hann vakti yfir merkilegustu viðburðum í íslenzkum, sem erlendum málum; var það oftast í riti hans, að menn urðu fyrst nýjunganna varir og skilningur þeirra var glæddur fyrir þeim. Bóka var hvergi fram að þeim tíma sem Eimreiðin byrjaði að koma út eins gaumgæfilega getið og þar. Ritstjórinn má heita að hafi þar verið sem í mörgu öðru brautryðjandi. Það muna víst flestir eftir, hve mikla ánægju þeir höfðu af að lesa þá, og hve góður leiðarvísir almenningi þeir voru við lestur bókanna síðar. Ritstjórinn var ágætlega glöggur á rit og skáldskaparhæfi- leika yngri manna og lét sér flestum annara um að birta eftir þá. Afleiðing þess varð sú, að í Eimreiðinni hafa flest þektustu skáld og rithöfundar þjóðarinnar látið meira og minna sjást eftir sig á förnu 50 árunum. Og það eiga eflaust margir nýir eftir enn eða í framtíðinni. Það er ekkert lítillar viðurkenningarvert, að koma svo árinni fyrir borð. í fyrsta hefti þessa yifrstandandi árs Eimreiðarinnar, er af- mælisins minst í mjög fróðlegri og skemtilega skrifaðri grein um bókmentir íslendinga, eftir Vlhjálm Þ. Gíslason skólastjóra. Greninni fylgja 34 myndir af merkum skáldum og rithöfundum, sem skrifað hafa í Eimreiðina. Þá eru og myndir af ritstjórunum þremur. Þó þessi grein V. Þ. G. sé veigamesta grein þessa fyrsta heftis af 51. árgangi ritsins, hefir ritið margt fleira fróðlegt og skemtilegt til brunns að bera. Má þar nefna grein um Kristján Jónsson skáld, eftir Huldu, kvæði eftir Heiðrek Guðmundsson og Höggin á Tindastóli eftir Kr. Linnet. Eimieiðina gefur dr. Valtýr út frá 1895 til 1917; árið eftir flytur Ársæll Árnason ritið heim til íslands og var Magnús Jóns- son, guðfræðisprófessor ritstjóri he«nar til ársins 1923, að Sveinn Sigurðsson, núverandi ritstjóri, keypti Eimreiðina og hafir verið eigandi og ritstjóri hennar síðan eða í 22 ár. Sem veigamikið og alment fræðslu- og skemtrit, ætlum vér Eimreiðina skipa hefðarsess í bókmentasögu íslendinga. Heims- kringla þakkar henni starfið s. 1. 50 ár og óskar henni og útgef- enda hennar langrar æfi. FRÁ PALESTÍNU Fréttir hafa af og til verið að berast af óeirðum milli Gyðinga og Araba í Palestínu. Eins og ákveðið var í Balfour-yfirlýs- ingunni í nóv. 1917, var hug- myndin að veita Gyðingum aftur þetta forna ríki sitt, að minsta kosti til aðseturs, ef ekki fullrar stjórnar. Þeir hafa ávalt verið landflótta, ekki sízt að stríðum loknum. Með þessu var hug- myndin að þeir ættu eitthvert samaland, sem aðrar þjóðir. En Arabar, sem yfir landinu réðu, voru þessu mjög mótfalln- ir. Kvað svo mikið að því, að Bret ar, sem vandræðamál þetta var falið, urðu að takmarka inn- flutning Gyðinga til “landsins helga” nokkru síðar. Nú eins og eftir stríðið 1914— 1918, eru Gyðingar á hrakningi. Innflutningslög flestra landa eru nú svo hörð, að fólksinnflutning- ur má heita bannaður, Gyðing- um, sem öðrum. Það sem ekki var drepið aí þeim í Þýzkalandi og mörgum yfirunnum löndum í Evrópu í síðasta stríði, er nú á flækingi. En einhvers staðar verða vondir að vera. Hefir því enn verið farið að reyna að koma þeim fyrir í Pale- stínu. En það virðist ekki ætla að ganga betur en eftir fyrra stríð. Bretar og Bandaríkjamenn hafa nú samt samþykt, að láta af þessu verða. En það er þó alveg óvíst að það blessist. — Arabar, eða Húhameðstrúar- menn, hafa svo mikinn rétt til þessa lands og eru auk þess svo fjölmennir, að það mun trauðla geta átt sér stað án blóðsúthell- inga og stríðs, eftir núverandi útliti að dæma. Síonista félag^ Gyðinga, sem hefir lengi haft það á stefnuskrá sinni, að ná “landinu helga” aft- ur, og gera að Gyðingalandi, eins og það áður var, benda stöðugt á sögulegan rétt þeirra til lands- ins. Palestína hafi verið kallað Gyðingaland og það nafn hefir það átt með réttu. Það hefir að vísu einnig verið nefnt Kanaan, Jórsalaland og Landið helga, en hið fyrst nefnda nafn sýni hverj- ir íbúarnir hafi verið. Þennan sögulega rétt segja Síonistar einnig hafa verið viðurkendan af Bretum með Balfour-yfirlýsing- unni. Síonistar eru því strangir á móti yfirlýsingu Breta frá 1939, sem kölluð er Hvítaskjalið, og takmarkaði innflutning Gyð- inga, eftir miklar rannsóknir og uríileitanir um samkomulag, sem ekki fékst. í annan stað segja Síonistar að með innflutningi Gyðinga eftir síðasta stríð, hafi svo mikil efna- leg og menningarframför orðið í landinu, að Arabar þurfi undan engu að kvarta. Framfarirnar hafi bætt afkomu Araba mikið. En þrátt fyrir þetta segja þeir, að í bráðina geti ekki verið séð fyrir öllum Gyðingaflækingum í Palestínu. Landsauðsuppsprett- urnar sé að vísu miklar, eins og til forna, en þarna sé alt í auðn, eftir dvöl Araba; þar sem áður óx blómlegur gróður, sé nú sandauðn, vegna áveituleysis. Um sögulegan rétt Gyðinga til landsins, segja Arabar þetta: — Við höfum í 17 aldir bygt landið og stjórnað því. Við erum þar enn í miklum meirihluta. Gyð- ingar lofa, að vera góðir borgar- ar og kosti Araba verði ekki þröngvað. Við trúum þeim ekki. Það er jafnvel ekki minsta sam- vinna á meðal þessara þjóðar- brota nú, sem stendur. Gyðing- ar og Arabar búa í sérstökum bygðum og hafa ekkert saman að sælda, þrátt fyrir þó sameigin- lega yfirstjórn hafi. Fé sem Gyðingar legðu þarna til fram- fara, væri frá atvinnu hliðinni skoðað nokkur bót. En hagnað- urinn fyrir Gyðinga að fá Araba til að vinna fyrir sig yrði einnig mikill og ódýrari vinnukraftur, en þeir gætu nokkur staðar feng- ið. Til umbóta í landinu vildum við fá fé frá öðrum en þeim. Það var á þriðju öld, sem við tókum þarna við yfirráðum. —• Palestína leið þá undir lok, sem ríki. Arabar hafa búið í landinu og stjórnað því síðan. Verði það nú veitt Gyðingum, klýfur það eignir Araba í Asíu í sundur. Við ættum þá af náð einni samgöng- ur við allan norðurhluta ríkis Araba, sem engin þjóð mundi æskilegt telja. Bretar og Banda- rtíkjamenn mundu seint sam- þykkja, að þannig yrði farið með heimalönd sín! Þetta skrifaði Ibn Saud konungur Roosevelt forseta. Arabar, Egyptar og Trans- Jordanar og Yemen-búar hafa bandalag sín á milli. Engar þessar þjóðir fýsir að fá Gyðinga til sín, né heldur til Palestínu. Einn af trúustu ráðgjöfum Ibn Saud konungs, Joseff Youssin, lagði það til þessa máls nýlega, að það ætti jafnvel að taka þá Gyðinga, sem í Palestínu væru, og senda til Mið-Evrópu að fylla skarðið, sem þar varð, með lífláti fjögra miljón Gyðinga. Hann bætti við, að Breta og Bandaríkjamenn og Rússa fýsti sjáanlega að hafa einnig hendur í hári, með olíulindum vestur- Asíu. Nefnd, sem Bretar og Banda- ríkjamenn ætla að skipa til að rannsaka hvernig hugmyndinni verði í framkvæmd komði að flytja Gyðinga til Palestínu, á að athuga hvort að skifting landsins, eða einhver ráð til samvinnu verði möguleg til þess. Fregnriti frá Christian Science Monitor segir samvinnu með ein- hverjum skilyrðum ekki ófram- kvæmanlega, en hann óttast að það verði aldrei hægt að ganga með góðu frá neinum samning- um um það. Það verði með þá eins og friðarsamninga hinna étóru þriggjá! SKATTAR OG KAUPGETA I Bandaríkjunum hefir stjórn- in lækkað skatta, svo að nemur $5,788,000,000 (nærri 6 biljón- um). Stjórnin kvað mjög nauð- synlegt að létta sköttum ofur- lítið af þjóðinni að stríðinu loknu. Helmingur lækkunarinn- ar er einstaklingnum beinn hag- ur, en hinn helmingurinn við- skiftum og framleiðslu. Þetta er mikill búbætir og eykur kaupgetu mikið. Það er enginn smáræðis hnekkir, sem hún hefir orðið fyrir, með hinum háa vinnulaunaskatti. Hér í Canada væri ekki van- þörf að lækka skatta til að auka kaupgetu. En það þyrfti að gera miklu meira en það, til þess að hún gæti heitið hér viðunandi. Það sem hér er átt við, skal sýnt með dæmi. Síðustu mann- talsskýrslur fyrir árið 1941 sýna hvernig hag vinnulýðsins er háttað. Á árinu sem lauk 2. júní 1941, hafði einn þriðji (32.9%) vinnulýðsins, sam- kvæmt skýrslunum, $450 í árs- kaup. 28.7 % eða lítið undir ein- um þriðja, hafði frá $450 til $949 á ári. Þetta ár (1941) var hækk- un vinnulauna stöðvuð! Viku - kaup hverra þriggja af tíu, verð- ur því $9, og hverra annara þriggja af tíu frá $9 til $18 á viku. Þeir fjörutíu af hundraði af verkalýðnum sem meira hafa en þetta, eru skattaðir undir drep. FRtJ MARGRÉT ÞOR- BJÖRG JENSEN Póstar um Canada sinn á að hverfa ekki af landi burt, en byrja á nýjan leik. Hann fer að hennar ráðum. Þau stofna verzlun hér í bænum, útgerð, bú- skap og safna efnum á ótrúlega stuttum tíma. • Nú líður að því, að Thor Jen- sen hafði verið 30 ár á Islandi. Hann vildi halda það afmæli sitt hátíðlegt og gerði svo, með því að byggja handa beztu húsmóðir landsins í hans augum, glæsileg- asta heimilið, sem þá hafði verið bygt hér á landi. Hann leggur offjár í byggingu íbúðarhússins við Fríkirkjuveg og leiðir þang- að konu sína og fjölskyldu, þeg- ar liðin eru 30 ár frá því hann kom hingað til lands með tvær hendur tómar. Það varð ekki séð á frú Þor- björgu Jensen að velgengnin stigi henni til höfuðs, er þau hjón vorið 1908 voru komin með hina stóru fjölskyldu sína í höll þessa, er svo var nefnd. Börn þeirra voru 11, og öll í heimahúsum. Eina dóttur höfðu þau mist unga, tveim árum áður. Frú Þorbjörg stjórnaði heimili sínu jafn yfir- j lætislaus og endranær féll sjald- | an verk úr hendi, barst ekki á í | klæðaburði, frekar en þá hún var : frumbýlingur í Borgarnesi, og | vann sjálf efnið í peysufötin sín. Hún var sívinnandi, og þurfti þess með, til þess að hvergi væri brugðið út af þeirri stöku reglu- semi, er skyldi vera á öllu því, er kom hennar verkahring við, mild og umhyggjusöm við alla, sem hún umgekst og hafði um- 'sjón með, hvo'rt heldur voru börn hennar eða aðrir. Er árin færðust yfir fækkaði á heimili hennar, er börn hennar reistu bú. En meðan hún átti heimili sitt við Fríkirkjuveg, söfnuðust börnin öll, tengdabörn og barna- j börn til gömlu hjónanna um ■ hverja helgi. Svo allir gátu not- j ið umhyggju hennar og móður- legrar mildi. • Fyrir nálega 10 árum fluttu þau frú Þorbjörg og Thor Jen- sen að Lágafelli í Mosfellssveit. Þá hafði Thor Jensen í 12 ár haft með höndum hinn stórfelda ræktunarbúskap þar í sveit. — Stjórnaði hann nú búum sínum þaðan. Á þessu friðsæla sveitasetri hafa þau dvalið síðan, horft yfir liðna æfi, notið almennrar virð- ingar og vinsælda og þeirrar lífshamingju, sem mér oft hefir fundist líkust tilhugalífi unga fólksins, þegar hvorugt má af öðru sjá og hver stund samver- unnar ber í sér sinn fögnuð, þangað til nú, að dauðinn skildi þau að. Hjá þeim hafa svo dásamlega sannast orð skáldsins: “Við æfinnar lok ber ást og dygð sinn ávöxtinn þúsundfalda”. • Ung var frú Þorbjörg með af- brigðum fögur kona. Með aldrin- um fékk hún fyrirmannlegra yfirbragð. Stilt í framgöngu alla tíð, hafði meðfædda siðfág un í allri umgengni við sam- ferðafólk sitt. Þó hún væri alúð- leg jafnt við heimafólk sem gesti, var hún að eðlisfari dul í skapi, svo að það var stundum erfitt að gera sér grein fyrir, hvort henni líkaði betur eða verr. Hún var stjórnsöm kona, kunni jafnan að stilla svo til, að þeir, sem hún hafði eftirlit með fóru að vilja hennar umyrðalaust. Sem ráðhollur félagi manns síns við margþætt og umsvifa- mikil störf hans, var frú Þor- Montreal nútímans Mikilvægi Montreal fyrir Can- ada, er svipað og New York fyrir Bandaríkin. Hún er miðstöð iðnaðarkerfis Canada. Þar býr tíundi hver maður landsins. Hún er ekki eins alþjóðleg og New York og þar kennir jafnvel ekki eins margra þjóða og í sumum yngri borgum Canada. En hún er samt um margt eftirtektarverð. Mont- real er í Quebec-fylki, sem fyrr- um hét Nýja-Frakkland. Ibúa- talan er 1,139,921 (1941); af þeim eru 713,522 Frakkar, 281,875 brezkir, 63,931 Júði; 25,551 Itali, 7,943 Pólverjar, 6,593 Úkrainar, 5,105 Þjóðverjar, 3,655 Ungverj ar, 3,399 Tékkóslóvakar. Önnur fámennari þjóðarbrot eru og nokkur. Montreal er kunn af sjon mörgum þeim sem til landsins hafa flutt. Þar hefir oftast orðið lending hinna stóru innflytjenda hópa. Fyrstu kynni þeirra af Canada hefir oft verið hið fagra umhverfi borgarinnar. Borgin er á eyju við St. Law- rence-flóann, en hefir á síðari tímum stækkað óheyrilega. — Nokkuð af íbúum hennar býr nú á suðurströnd fljótsins. Elzta kauphöll Canada, aðal- skrifstofur vátryggingar félaga og 5 af stærstu bönkum Canada, en hinn elzti þeirra er Montreal bankinn, eru við James St. (eða í grend við það) og er því hér oft jafnað við Wall St. í New York. Montreal er mesta hafnborg -í Canada og siglingarnar að henni, eiga sinn mikla þátt í vexti hennar. Skip frá mörgum lönd- um eru þar fermd og affermd við 10 mílna langar hafnbryggj- ur. Kornflutningur þaðan er mikill. Þar eru kornhlöður, sem 15 miljón mæla geyma og sem á stuttum tíma eru fyltir og tæmd- ir. Þúsundir smálesta af fæðu og skotfærum voru sendar frá Montreal til Evrópu á stríðsár- unum og enn eru ósköpin öll send hungruðum lýð þangað. Iðnaðurinn er mjög mikill. — Til dæmis er af fatnaði þar fram- leitt um 100 miljón dollara virði á ári og skipasmíði, flugiðnaður, kjötniðursuða, stálgerð og syk- urgerð eru fáar af stór-iðnaðin- um. Þá eru um 12,000 búðir í borg- inni og hinar stærri þeirra, deild- arbúðirnar, eflaust hinar meiri sinnar tegundar í þessu landi. Frægustu mentastofnanir landsins eru margar í Montreal, svo sem McGill háskóli, sem nemendur sækja víðsvegar að í Canada, frá Bandaríkjunum og nokkrum öðrum löndum. Er læknadeild þess skóla viðurkend og víðfræg. Þar er og Montreal háskóli og fjöldi annara menta- stofnana. Borgin er einkennileg. Um hana er stundum talað sem “París norðursins”. Hún er ný- tízku borg, en þar ber þó mikið á franskri menningu og ekki aljri nýrri. Húsastíllinn er mik- ið franskur. Götumerkin eru öll á ensku og frönsku, sem von er, því Frakkar eru sagðir fleiri í Montreial en nokkurri annari borg í heimi, að París undanskil- inni. Þrír fjórðu íbúanna vilja fremur tala frönsku, en ensku. Þó mest beri á Montreal, sem iðnaðar- og verzlunarbarg, er hún stundum nefnd “borgin með mörgu turnana”. Á það rætur til þess að rekja, að þar eru fleiri kirkjur sagðar, en í Róm, sem í margar aldir hefir fræg verið fyrir sínar mörgu kirkjur. björg framúrskarandi skarp- skygn á menn og málefni. Ákaf- lega glöggur mannþekkjari. Það var engu líkara en hún gæti les- ið hugsanir manna, er hún vildi það við hafa, skygnst í skapgerð þeirra og hugarfar. Svo það sem kom öðrum á óvart í fari manna, gat verið í hennar augum eðli- legt og skiljanlegt. Hún var um- burðarlynd kona. En þegar ein- I hver gerði á hlut hennar eða ! sýndi henni eða einhverjum af | hennar fólki verulegan ódreng- j skap, þá gat hún, að gömlum ís- j lenzkum sið, verið minnug á misgerðir. Hún hafði innilega ánægju af því að geta rétt bágstöddum hjálparhönd. Var hún í því. sem öðru, samhent manni sínum. Hún hafði í uppvextinum haft j fullkomin kynni af því, hvernig I fátæktin er. Um nokkur ár á í miðri lífsleiðinni rifjaðist það j upp að nýju. Þessi kunnleiki, samfara meðfæddri hófsemi og I reglusemi, mun hafa átt sinn | þátt í því, hve sýnt henni var um að fara vel með efni sín, þeg- ar hún sjálf skyldi njóta þeirra og hve innilega hún gladdist yfir því, að geta greitt götu þeirra, sem áttu við erfiðleika að stríða. • Einn var þáttur í fari hennar, sem frá öndverðu var jafn styrk- ur. Þjóðræknin. Á uppvaxtar- árum hennar sópaðist fólk héðan sem hraðast vestur um haf, flýði harðindi og bágindi allskonar. Um það leyti, sem þau giftust, frú Þorbjörg og Thor Jensen. var það með köflum ofarlgea í huga hans að leita vestur á bóg- inn. Fram að aldamótum hvarfl- aði það að honum oftar en einu sinni. En konan hans vildi ekki yfirgefa landið, jafnvel ekki er þau mistu eigur sínar og þurftu að byggja hér upp efni sín að nýju. Hún vildi fyrir hvern mun, að börnin hennar yrðu ísler.zk og hvergi annarsstaðar en hér. Hún fékk því framgengt sem svo mörgu öðru í lífinu. Þegar mað- ur hennar flutti henni ræðu á áttræðisafmæli hans fyrir nál. tveim árum síðan og innilegar þakkir fyrir langa lífshamingju, þá vék hann að því, hvers vegna Island hefði í huga hans orðið ættlandi hans yfirsterkara. Það var Fjallkonan íslenzka, sem heillaði mig ungan, sagði hann, hún, sem veitti mér þrótt og styrk og alt hið bezta, sem nokkrum manni getur hlotnast. Það var réttara sagt hin bezta dóttir Fjallkonunnar, sem hér situr mér við hlið, sagði hinn áttræði öldungur, og var eins hrifinn og hamingjusamur og þegar hann sat með henni á brúðarbekknum í Krosshúsi á Akranesi vorið 1886. Frú Þorbjörg og Thor Jensen hafa átt óvenjulega miklu barna- láni að fagna sem kunnugt er. Alls eignuðust þau 12 börn og eru 10 þeirra á lífi: Frú Camilla Hallgrímsson ekkja Guðmundar T. Hallgrímssonar héraðslæknis, Richard Thors framkvæmdarstj., giftur Jónu Þórðardóttur Guð- mundssonar, Kjartan Thors framkvæmdastjóri, giftur Á- gústu Björnsdóttur Jenssonar, Ólafur Thors forsætisráðherra, giftur Ingibjörgu Indriðadóttur Einarssonar, Haukur Thors framkvæmdastjóri, giftur Soffíu Hannesdóttur Hafstein, Kristín, gift Guðmundi Vilhjálmssyni framkvæmdastj. Eimskipafél., Kristjana, gift Gunnar Melström í Stokkhólmi, Margrét, gift Hall- grími F. Hallgrímssyni forstjóra fyrir h.f. S|hell, Thor Thors, sendiherra, giftur Ágústu Ing- ólfsdóttur Gíslasonar og Lorentz Thors, bústjóri, giftur Gyðu Jónsdóttur, Hermannssonar, og eru þá talin systkinin 10, sem á lífi eru, en yngsti bróðirinn Hilmar Thors lögfræðingur and- aðist fyrir 6 árum síðan, var gift-' ur Elísabetu Ólafsdóttur Björns- sonar. — Afkomendur Thor Jen- sen og frú Þorbjargar eru nú samtals hátt á 6. tug og bera

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.