Heimskringla - 28.11.1945, Blaðsíða 5

Heimskringla - 28.11.1945, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 28. NÓV. 1945 HEIMSKRINGLA 5.S1ÐA margir þeirra ótvírætt ættarmót frú Þorbjargar. Segja má því með sanni um þessa merkiskonu það, sem skáldið kvað: Sem móðir hún býr í barnsins mynd, það ber hennar ættarmerki. Svo streyma skal áfram lífsins lind, þó lokið sé hennar verki. • Þegar eg fyrir nokkrum árum mti Thor Jensen eftir því, hvort hann hefði haft konu sína í ráð- um með sér í störfum hans og meiriháttar fyrirætlunum um dagana, gat hann ekki varist brosi yfir ókunnugleik mínum. “Alt okkar líf,” sagði hann, hefir verið eitt samtal”. Betur varð ekki komið orðum að hinu rétta svari. Það verður hverjum manni minnisstætt, sem hefir fengið taekifæri til að kynnast svo fögru ®fikvöldi sem hjónanna á Lága- felli. Er þau litu yfir farinn Veg> yfir skin og skugga æfinn- ar, blasti við þeim, að við hvert fótmál höfðu þau leitað að óskum hvort annars til þess að greiða götuna, létta áhyggjurnar, leiða hugann inn í sólarlönd bjartra vona og endurminninga. Kynni af slíku æfiskeiði styrkir þá trú, að líf manna geti orðið óslitin sólskinsstund. Á fögru sumarkvöldi horfðum við eitt sinn sem oftar, hinn átt- ræði öldungur og eg, frá Lága- fellshæðinni yfir víðar ræktar- lendur, fjöll og hálsa og sólblik- andi voga, dáðumst að því, hví- h'kan yndisleik íslenzkur fjalla- °g fjarðafaðmur getur opinberað mannlegu auga í kvöldsólinni. í’átækleg orð mín geta litlu lýst af því. Og heldur ekki hjartans fögnuði húsbóndans, er konan hans birtist honum og brosti til hans í kvöldskininu. Því hún var það fegursta, sem hann hafði hynst í lífinu í sjón og reynd. Mbl. 27. okt. V. St. . SOCIAL CREDIT OG C. C. F. Frh. frá 3. bls. ðllum þessum “friðar” hugmynd- um. Social Credit þingmennirn- lr héldu ræður — aðvörunar rmður — til allra hinna. Þeir shýrðu fram á hvað hættulegir þessir samningar væru, að ef þ£ir væru samþyktir mundi það ieiða til þess mesta ófrelsis og nauðunga sem þjóðirnar hefðu uokkru sinni lent í, og að væri þessari hugmynd hrundið á legg myndi árangurinn leiða, ekki til varanlegs friðar, heldur til stríðs. Það var ekki hlustað á þessa menn, ræður þeirra voru ekki hirtar í dagblöðunum, og engin þeirra var kosinn á San Fran- eisco fundinn. Hinir þrír póli- fisku flokkarnir sendu erinds- reha en Mackenzie King kaus engan úr Social Credit flokkn- um. Hvers vegna, af því að þeir menn báru sanrileikanum vitni, °S sannleikurinn átti ekki heima á þessum fundi. Það eru tvö öfl í heiminum í dag sem eru að berast á bana- sPjótum, og aðeins tvö. Annað ýr á móti lýðveldis kenningunni, a móti kristninni, er með því að svfita fólkið öllu frelsi þangað ffl það er auðsveipt og gerir það sem yfirboðarar þess, auð- Valdið, skipar því að gera. Fors- Prakkar þessarat stefnu eru menn sem sýktir eru af óstjórn- fegri löngun að ná valdi yfir meðbræðrum þeirra. Hin stefnan vill byggja upp alt það fagra og góða í lífinu; hún VlH gefa mönnunum frelsi svo að þeir geti lifað eftir því bezta sem er í þeirra eigin sál; hún vill Sera lýðræðis hugsjónina að Veruleika og hún vill stuðla að því að kenningar Krists nái sem dÝpstum tökum í hjörtum mann- anna. Þetta er hugsjónin sem Social Credit berst fyrir. Sella Johnson UPPTÍNINGUR Safnað af Á. S. 1 síðasta “Upptíning”, gat eg um samtal við kunningja minn, eða öllu heldur eintal, því hann lét dæluna ganga svo ört, að eg komst ekki að, til að malda í móinn. Nokkru seinna áttum við tal saman um nokkuð ólíkt efni. — Meðal annars bar á góma hinn forni málsháttur, “Oft er flagð undir fögru skinni.” Eg bar ekki á móti því, að það gæti átt sér stað, en þá gæti líka alveg eins verið dygð undir dökku skinni, með öðrum orðum, það væri erfitt að dæma lunderni manns, af ytri sýn. 1 þetta sinn hafði eg hugsað mér, að láta ekki kunningja minn komast að, því annars yrði eg — eins og fyrri — að láta í minni pokann. Svo eg sagðist ætla að segja honum sögu — sem eg hafði lesið einhverstaðar — og, sem væri fremur gott sýnishorn af innri fegurð. Og það bezta við þessa sögu er, að hún er ekki til- búningur. Eg læt konu segja frá. Við j Anna heyrðum hamars- höggin, löngu áður en við sáum húsið. Smiðirnir voru önnum kafnir að negla spón á þakið, það berg- málaði í skóginum bak við húsið. Maður og kona sátu á borða- stafla, undir gömlu eplatré ná- lægt húsinu. Þegar við keyrðum inn um hliðið, stóð konan upp til að mæta okkur. Hún var há og regluleg, í gráu pilsi og mó- rauðri peysu. Móðir Önnu hafði beðið okkur að koma við hjá Andersons hjón- unum. Hún sagði: “Eg er viss um að þeim leiðist ósköp mikið, að setjast að, svona út á landi, og það á vanræktar býli, svona hálf vilt, eðg sama sam, engin borgarþægindi, og svoleiðis. Þó Mrs. Anderson segði mér, að þau hefðu keypt býlið, til að njóta friðar og næðis. Eg verð að segja, að eg skildi hana ekki. *Eg er viss um, að það gerir þeim gott að sjá vingjarnleg andlit, þó vitaskuld að hann sé blindur. — Já, það er ósköp sorglegt, hann hefir verið blind- ur, frá því hann var barn. Hún kyntist honum í Englandi, þegar hún fór þangað skemtiför fyrir fimtán árum síðan. Það var sannarlegt lán fyrir hana, því allir sögðu, að það væri alveg ómögulegt að Nancy giftist nokkurntíma. Hún var góð stúlka og svo- leiðis en hftn var svo óskaplega ófríð og ósnyrtin.” Já, eg verð að segja, að það voru engar ýkjur, að Nancy And- erson var “ófríð”. Sumar ófríðar konur geta ver- ið aðlaðandi og snyrtilegar, en Nancy var bara “ófríð”, breitt flatt andlit, daufblá augu og þunt sléttgreitt, skollitað hár. Hún var þunn og rengluleg, hálf feimin, og fitlaði vandræða- lega við hnappana á peysunni, meðan hún talaði við okkur. “Já, auðvitað,” sagði hún, eft- ir að Anna gerði sig kunnuga. “Eg þekti mömmu þína vel. — Komdu og heilsaðu John.” Eg get reynt að segja þér, hvernig hún breyttist gersam- lega, þegar hún stóð við hlið blinda mannsins. Til dæmis, röddin var ekki lengur hljóm- laus og áhugalaus, þegar hún gerði okkur kunnug, heldur mjúk og heillandi. Eg get sagt þér, hversu nákvæmlega hún lýsti okkur að klæðaburði, augna og háralit, og síðast, hverskonar fólk hún áleit okkur vera, án þess að við fyndum til óþæginda eða móðgunar. Eg get sagt þér, að nú voru hendur hennar stöðugar og styrkar á handlegg hans, og bros- ið milt og elskulegt. En — eg get ekki látið þig finna til slíkrar undrunar, sem gagntók okkur, saman við — þessvegna verð eg meðan við stóðum agndofa og að biðja ykkur að koma ekki reyndum að gera okkur ljóst, að aftur.” þetta væri sama konan, sem1 Hún þvældi vasaklútinn milli mætti okkur við hliðið. fingranna og horfði niður — “að Nú var andlitið móðurmilt og minsta kosti ekki fyr en hann heillandi, sem gerði okkur á svipstundu heimakomnar. Við settumst á viðarstaflann og fórum að spjalla við Mr. Anderson, meðan Nancy fór inn í húsið, til að búa til te. “Finst ykkur þetta vera fall- egur staður, sem við völdum okkur hér? Sagði Nancy ykkur frá því, að við sáum í gærkveldi tvo hindarkálfa í skóginum bak við húsið? Eg sé líka — með hennar augum. Eg er viss um að eg sé miklu meira, en eg myndi sjá með mín- um eigin augum, ef þau væru góð, því Nancy hefir miklu meira ímyn(íunarafl en eg. Hún lét mig sjá undrunarsvipinn á kálfunum, sem góndu á okkur langa stund, og litu svo hvor á annan spyrjandi, eins og þeir væru að segja: hvernig stendur á þessu, eg hélt að þessi skógur væri okkar eign? Hvað eru þessar tvífættu skepnur að géra hér?” Og svo hló hann hjartan- lega. Eftir litla stund kom Nancy út með te á bakka og setur hann á borðstaflann við hliðina á Mr. Anderson. Hann rendi hendinni léttilega eftir bakkabrúninni. — Eftir það var hann alveg eins handviss og heima hjá sér og við hin. Eg var að hugsa um, hvernig á því stæði, þegar Anna lyftir rjómakönnunni, sá eg markað- ann hring á bakkanum þar sem kannann stóð. Og þegar Anna, í hugsunarleysi, setti könnuna niður á öðrum stað á bakkann þá færði Nancy hana á hringinn. Við sáum það síðar, að innan- húss, fylgdi Nancy sömu reglu, þó var alt óþvingað, smekklegt og þægilegt, allir hlutir á sín- um stað, svo haglega fyrirkomið, að húsbóndinn gekk að hverjum hlut sem alsjáandi. Við heimsóttum Andersons hjónin oft þetta sumar, þó und- arlegt megi virðast, þar sem þau voru miklu eldri en við. En heimilið var eitthvað svo hug- ljúft og heillandi, það var eins og það væri fult af ljósi, ást og friði. Svo var það einn dag, seint um haustið, að Nancy beið okkar, ein, utan við hliðið. Þaðan sást ekki húsið. Hún horfði á okkur um stund, daufbláum augum, sem alt í einu fyltust tárum. “Eg verð að biðja ykkur-----” Stundi hún upp. — “En í öllum bænum mis- skiljið mig ekki. Við getum aldrei fullþakkað ykkur fyrir margar ánægjustundir. — En eg verð að biðja ykkur að koma ekki aftur.” Við biðum þegjandi, þar til hún gat talað rólega. Þá sagði hún okkur, hvað hafði skeð. Fyrir ári síðan hafði John byrjað að greina nótt frá degi Hún sagði: “Læknarnir sögðu að það væri líkast kraftaverki, þeir gætu ekki skilið, hvernig það mætti verða.” Þeir ráðlögðu henni að fara með hann á afvikinn stað þar sem hann gæti notið friðar og næðis, meðan hann væri að venjast þeirri miklu breytingu, sem sjónin orsakaði í lífi hans, þessvegna höfðu þau keypt þenn- an litla búgarð. “Þetta er það dásamlegasta undur, sem virkilega á sér stað.” Sem snöggvast, gerbreyttist Nancy, og augun ljómuðu af gleði. En brátt færðist skuggi yfir andlitið, og augun urðu dauf og flutu í tárum. “En — John heldur að eg sé — hann heldur, ef til vill, að eg sé falleg.” Og hún fól andlitið í höndum sér, og grét. En áður en eg gat nokkuð sagt, hélt hún á- fram. “Eð kvíði svo fyrir, þegar hann sér mig, — eg get ekki þol- að það, þegar hann ber mig hefir fengið tíma til að venjast því, hvað eg er, ljót. Það verður nú ekki langt þangað til. Hann er farinn að sjá móta fyrir hlut- um. Hann hefir aldrei séð kven- fólk, hann var svo ungur þegar hann misti sjónina, að hann man ekki eftir því. Þið eruð báðar svo fallegar, og---” Anna greip fram í: “Nancy, það er ekkert, sem snyrtistofan getur ekki lagað, og svo skulum við velja með þér kjóla.” Nancy Anderson leit upp og mælti ákveðin og með nokkrum myndugleik: “Góða Anna mín, þú getur sparað þín huggunar- orð. Ekkert getur gert mig fallega.” Svo leið veturinn, að við sá- um aldrei Andersons hjónin. Við töluðum oft um þau, hvernig þeim mundi líða o. s. frv. Anna bætti við, að síðustu, að: “Þrátt fyrir alt, er ómögulegt að bera á móti því, að hún er óttalega ó- fríð, og hann hlýtur að verða fyrir miklum vonbrigðum þegar hann fær sjónina.” Við urðum meir en fítið hissa, þegar við, einn fagran vormorg- un, fengum bréf frá Nancy, þar sem hún býður okkur í samsæti í tilefni af því, að John hafi fengið fulla sjón — og — bætti hún við síðast — “þið gerið það fyrir mig að klæðast þeim feg- urstu kjólum sem þið eigið, og að Öllu leyti auka á fegurð ykkar, sem bezt þið getið.” “Hvað er nú á seiði?” varð okkur báðum að orði — þetta er ólíkt Nancy Anderson. Þar var ekki margt fólk, því þau þektu fáa, en allar konurn- ar voru klæddar fögrum, rós- óttum vorkjólum, og höfðu ekk- ert sparað að líta út sem glæsi- legast. En Nancy hafði auðsjá- anlega ekki heimsótt snyrtistofu, eða á annan hátt reynt til að bæta útlit sitt. Hún var í slétt- um viðhafnarlausum brúnum flauelskjól, sem gerði hörunds- litinn enn daufari, slétta hárið litarlaust, og vaxtarlagið enn þynnra. En hún bar sig vel og hún var auðsjáanlega mjög á- nægð. Við Anna tókum Mr. Ander- son tali og spurðúm hann spjör- unum úr, eins og fólk myndi spyrja mann, sem hefir verið blindur alla sína æfi og alt í einu fær sjónina. “Hvort litir víeru nokkuð líkir því, sem hann hefði hugsað sér, eða skýin á hvort blómin og ekki heillað VERKLEGUR ÆFINGARSKÓLI í JAMAICA Stúlkan sem sýnd er hér á myndinni hefir verið við nám í meir en ár og er nú um þessar mundir á sjúkrahúsi þar á eynni er kent er við Carron Hall. Húner hér sýnd, þar sem hún er að binda um sár eins landa síns. FJÆR OG NÆR himninum, fuglarnir hefðu hann?” í þeásu gekk Nancy þvert yfir stofuna. Hann sneri sér að okk- ur og segir í lágum og mildum róm: “Eg get sagt ykkur það, að eg trúi því fastlega, að eg sé sá lánsamasti maður á þessari jörð. Getið þið hugsað ykkur nokkuð dásamlegra, en að blindur mað- ur velur sér, samkvæmt eðlisá- vísun, stúlku, jafn yndislega fögur og konan mín er?” Við litum baðar, undrandi á hann. Til allrar hamingju, starði hann hugfanginn á Nancy, svo hann tók ekki eftir okkur. Alt í einu sáum við það ssm hann sá — ekki ófrítt andlit, ekki þunt litlaust hárstrí, ekki daufblá augu — heldur alla þá blíðu, styrk, ást og umhyggju, sem hann hafði þekt í fimtán ár. í hans augum var hún ímynd alls þessa, og engin önnur kona, gat jafnast á við hana að ástúð- legum yndisleik. Tilkynning Eg undirritaður hefi nú tekið að mér útsölu á öllum þeim tímaritum sem Magnús sál. Pet- erson var útsölumaður að. Öll eru tímaritin ekki komin frá ís- landi enn. En þau sem eg hefi nú, eru: Eimreiðin, 1945, 1—3 h. Dvöl, 1. h. Nýjar kvöldvökur, 1—3 h. Gríma, XX Gangleri, allur frá 1941 Samtíðin, 5., 6., 7. h. Vonast eg til, að allir, sem ver- ið 'hafa áskrifendur þessara rita (og annara) frá Magnúsi sál. Pet- erson, lofi mér að njóta fram- haldandi viðskifta og láti mig vita, ;hvað þeir hafa fengið síðast af áðurnefndum tímaritum. Virðingarfylst, Björnsson’s Book Store (Davíð Björnsson) 702 Sargent Ave., — Winnipeg t ★ ★ ^ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud. 2. des. — Sunnudaga- skóli kl. 11 f. h. Ensk messa kl. 7 e. h. Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson ★ * * íslenzkar skólabækur Margir hafa hugsað sér að láta verða af því, að kenna börnum sínum að lesa íslenzku á þessum vetri. Þjóðræknisfélagið hefir á hendi, forða af ágætum lesbók- um, sem notaðar eru við íslenzku kenslu í skólum á Islandi. Laug- ardagsskólakennarar og foreldr- ar ættu að útvega sér þessar bækur. Bækurnar eru þessar: : . Gagn og gaman (stafroískv.) 45c Litla gula hænan I. og II. og Ung: litli I. og II., 25c heftið. Lesbækur: Fyrsti flokkur, I., II. og II. h. Annar flokkur I. og II. hefti Þriðji flokkur, I. og III. hefti Fjórði flokkur, I. og II. hefti 30c heftið. Pantanir sendist til: Miss S. Eydal, 659 Sargent Ave., Winnipeg ★ ★ ★ Heimskringla á Islandi Herra Björn Guðmundsson, Reynimel 52, Reykjavík, hefir aðalumboð fyrir Heimskringlu á íslandi. Eru menn beðnir að komast í samband við hann, við- víkjandi áskriftar-gjöldum, og einnig allir þeir sem gerast vilja kaupendur hennar, hvar sem er á landinu. Hr. Guðmundsson er gjaldkeri hjá Grænmetisverzlun ríkisins og þessvegna mjög handhægt fyrir borgarbúa að hitta hann að máli. * * ★ Vinsamleg tilmæli Það hefir komið til orða að safna saman öllum þeim ljóðum og kvæðum sem Bjarni Thor steinsson, — síðast til heimilis í Norwood, Man., — orti og þýddi, og er það gert með því augna- miði að gefa út safn af öllum hans ljóðum sem hægt er að komast yfir. . Eftir tilmælum barna hins andaða skálds, vil eg biðja alla sem eitthvað af þessum kvæðum hafa í fórum sínum, hvort held- ur það eru úrklippur úr blöðum eða í eigin handriti, að senda mér þau sem allra fyrst, svo hægt sé að koma þessu í framkvæmd í nálægri framtíð. Páll S. Pálsson —796 Banning St., ^ Winnipeg, Man. BORGIÐ HEIMSKRINGLU— því gleymd er goldin skuld <o!iiiiiiiiii!uiiiiiiimiiuiiiiiiiiiiiiuMimmiioiiiiiiiiiiiuiiiniiiiiiiuiiiiiimmniiiiiiii!iiinuiiniiiiii[]iiiiiiiiiiiiuiMmmiiiuiiiimmuuii;<> Jólafeort Við seljum og prentum á jólakort samkvæmt eigin vali fólks. Mörgum tegundum úr að velja. Upplýsingar gefnar á skrifstofu Heims- kringlu, þar sem sýnishorn eru fyrirliggjandi. = S I THE YIKING PRESS LIMITED ! □ 853 Sargent Ave. Winnpieg, Man. {.iiiummmiiiuiiimiiimumiii!miiummimiiuiiiiiiiiimuiiiiiiiiiiii[]iiiiii!iiiiiu!iimmmumiiiiiimummiiimuiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiii[<« Eg undirritaður óska eftir að komast í bréfaviðskifti við ein- hvern Islending í Bandaríkjun-, um, helzt í Chicago eða nágrenni Þorgrímur Halldórsson, Nönnustíg 6, Hafnarfirði, Iceland Á Heiðarbrún Innan fárra daga kemur á bókamarkaðinn ný ljóðabók. Höfundurinn er hið velþekta skáld, Sveinn E. Björnsson læknir frá Árborg, Man. Bókin verður um 230 blaðsíður, prentuð á ágætan pappír, og í góðri kápu. — Verðið er $2.50. — Bókin verður til sölu hjá Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg, og Bókabúð Davíðs Björns- sonar, 702 Sargent Ave., Winnipeg. Einnig hjá útsölu- mönnum víðsvegar um Canada og Bandaríkin.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.