Heimskringla - 28.11.1945, Blaðsíða 6

Heimskringla - 28.11.1945, Blaðsíða 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 28. NÓV. 1945 Á SKEMTIFÖR “Eg get ekki heyrt til neinna í húsinu,” sagði förunautur minn, er hann opnaði hurðina, sem lá að ganginum. En í þessari andrá heyrði eg eitthvert hljóð ogeg greip í handlegg foringj- ans til, að hann skyldi hlusta líka. Það gerðum við báðir enda reyndist það svo, að við heyrðum eitthvert veikt hljóð, eins og einhver væri að hvísla. Það var óheimlegt að heyra þetta í hálf- dimmum göngunum. “Einhver er inni í öðru hvoru framher- berginu,” sagði foringinn. “Eg ætla að hlaupa út að dyrunum og opna þær og sækja lögreglu- þjóninn, svo skulum við brjótast inn í herberg- ið og handtaka þá.” Hann gerði eins og hann sagði og þegar hann kom með lögregluþjóninn gengum við að herbergisdyrunum til vinstri. Aftur heyrðum við hvíslið og lögregluforinginn sneri snerlin- um, en hurðin var læst. “Látið mig brjóta upp hurðina,” hvíslaði *g. Hann kinkaði kolli, og eg lagðist af öllu afli á hurðina, þrýsti af öllu afli og hún sprakk upp. Við þutum allir inn í herbergið en fljótt á litið virtist það alveg tómt. En þá heyrðum við sömu stunurnar og áður og við horfðum allir yfir í dimmasta hornið. Einhver lá þar á gólfinu. Eg þaut þangað og kraup niður til að sjá hver það væri. Það var Beckenham; hann var keflaður og bundinn á höndum og fótum. Hávaðinn, sem við höfðum heyrt, voru tilraunir hans að láta okkur vita, að hann væri þarna, og fá hjálp okkar. Á skemri tíma en tekur að segja frá þessu, hafði eg skorið af honum böndin og hjálpað honum til að sitjast upp. “Guði sé lof fyrir að við höfum fundið yður,” hrópaði eg eftir að eg hafði sagt lögreglu- foringjanum hver þetta væri. En hvað þýðir þetta? Hversu lengi hafið þér legið hér svona fjötraður? Og hvar er Nikola?” “Eg veit ekki hve lengi eg hefi verið hér, og ekki veit eg hvar hann er.” “En eitthvað hljótið þér að vita um hann,” sagði eg. “í hamingju bænum segið okkur alt, sem þér vitið. Eg er í mjög slæmri klípu og upplýsingar yðar geta kannske orðið til að bjarga lífi, sem er mér dýrmætara, en mitt eigið.” “Gefið mér þá fyrst eitthvað að drekka,” sagði hann. “Eg er næstum dauður úr þorsta. Og svo skal eg segja ykkur alt, sem eg veit.” 3 Kap. — Saga Beckenham lávarðar Þegar þér fóruð frá mér, Mr. Hatteras, til að hiemsækja Miss Wetherell á Potts Point, var eg í gistihúsinu í hálfan tíma og las mér til skemtunar. Svo gekk eg út án þess að hugsa eftir að neitt ilt gæti af því hlotist. Klukkan var næstum hálf tólf og veðrið var mjög heitt. Frá gistihúsinu gekk eg yfir að ferjunni og fluttist á henni yfir Darling höfnina til Malara höfða. Þá ákvað eg að fá mér langa gönguför og gekk gegn um bæinn, upp eina götuna og niður hina, þangað til eg kom loksins að grasa- fræðisgarðinum. Það sem eg sá þar var svo aðlaðandi og fagurt, að eg settist á bakkann til að njóta unaðar þessa staðar. Hversu lengi eg var þar get eg ekki sagt. Eg veit það bara, að á meðan eg var að horfa á siglingu herskips úti á víkinni, finn eg það eins og ósjálfrátt — því eg leit ekki á hann — að einhver starði ákaft á mig, og að hann stóð dálítinn spöl frá mér. Eg sá hann svo nálgast, og brátt gerðist hann svo framur að sitjast hjá mér. Þetta var mjög ein- kennilegur náungi, lítill vexti og í vissum atrið- um ekki óáþekkur vini mínum Baxter. Andlit hans var refslegt og vel rakað, hárið grátt og loðnar augabrýr, nefið var langt og fremur niðurbjúgt. Þetta var vel búinn maður, og þegar hann mælti, sýndi það sig, að hann var talsvert mentaður maður. Þegar við höfðum sitið þarna hlið við hlið um stund, sneri hann sér að mér og sagði: “Þetta er fögur sjón er við sjáum framund- an okkur, eða er ekki svo?” “Jú, svo er víst/’ svaraði eg, “og hvað margar tegundir skipa maður getur séð þarna.” “Já, það má nú segja,” svaraði hann. “Það væri gaman og fróðlegt að semja lýsingu af öllum þeim skipum, sem sigla út og inn á þessa höfn á einum degi — að nefna staðina, sem þau eru bygð á, hvaðan þau koma, lýsingu á eigendum þeirra og skipstjórum, og erindum þeirra í heiminum. Finst yður ekki að það yrði merkileg bók, eða hvað?” Lítið á herskipið þarna úti í Búavíkinni! Hugsið eftir hversu mikið fé það hefir kostað. Hugsið eftir hvaðan peningarnir komu — frá hinum auðugu, sem borguðu án þess að vita um það, frá hinum fá- tæku, sem óttuðust eins mjög heimsókn toll- heimtumannsins og heimsókn fjandans sjálfs. Hugsið yður svo skipakvíarnar, þar sem það var bygt — getið þér ekki heyrt hvernig nagl- arnir voru reknir og hvininn í sögunum, sem voru knúðar með gufuafli? Hugsið því næst um norska skipið, sem er rétt að sigla fram hjá virkinu þarna úti! Hugsið um þann stað, sem það var bygt á, í hinum fjarlæga Noregi, og um alla þá staði sem það síðan hefir heimsótt. Gerið yður grein fyrir hvernig siglurnar uxu á skógarásunum inn af hinum afskektu fjörðum, þar sem kyrðin er svo djúp, að steinn, sem losn- ar í fjallinu og veltur niður í sjóinn, gnýjar eins og reiðarþruma. Og ennfremur. Lítið á út- flytjenda skipið, sem rennur knúð vélum inn höfnina. Hugsið til alls fólksins um borð í því. Hver og einn með sínar vonir eða sinn ótta, annaðhvort vissir um hamingjusama framtíð í þessu nýja landi, eða í efa um hana og alt annað. Þarna langt í burtu til vinstri, sjáið þér skonn- ortu, sem er að leggja af stað út á hið bládjúpa Kyrrahaf meðal eyja þess — þar sem suður- landa himininn hvelfist yfir sólbjörtu hafi! Já, það er fögur sýn sem við sjáum — alveg dásam- leg!” “Þér virðist hafa íhugað þetta mjög gaum- gæfilega,” sagði eg eftir stundar íhugun. “Vel getur verið að eg hafi gert það,” svaraði hann. “Eg hefi brennandi áhuga fyrir sjómannalífinu, það hafa fáir meira en eg. Eruð þér ókunnugur hérna í bænum?” “Fremur ókunnugur,” svaraði eg. “Eg kom fyrir tveimur dögum til Ástralíu.” “Er það svo. Þá eigið þér eftir að sjá marga dásamlega og fagra staði. Afsakið fram- hleypni mína, en séuð þér hérna á skemtiferð, þá leyfið mér að ráða yður til að ferðast til eyj- anna áður en þér farið heim aftur.” “Þér eigið víst við Suðurhafseyjarnar?” sagði eg. “Já, hinar töfrafögru Suðurhafseyjar. Hina dýrðlegustu og yndislegustu bletti á þessari guðsgrænu jörð. Þær verðið þér að sjá áður en þér farið heim. Sú fyrirhöfn margborgar sig hundraðfalt að heimsækja þær.” “Já, víst mundi mig langa til að sjá þær,” svaraði eg sem fór nú að verða hrifinn af lýs- ingu hans. “Þér hafið kannske hugsað um þær fyr en nú?” sagði hann. “Já, oft og tíðum,” sagði eg. “Þá er það kannske afsakanlegt af mér, að eg býð yður hjálp mína í þessum efnum. Eg hefi í langa hríð verið í verzlunarviðskiftum við fólk í Suðurhafseyjunum, og hefi, eftir því sem tímarnir liðu eignast safn af minjagripum það- an, ef þér vilduð gera mér þá ánægju, þá væri mér það hin mesta gleði að sýna yður það.” “Mér þætti reglulega gaman að sjá þetta,” svaraði eg, sem fanst hann vera nokkuð fljótur á sér að gera mér þetta tilboð. “Ef þér hafið tíma núna, gætum við kanske komið og séð það strax. Heimkynni mitt er ekki nema spölkorn héðan og vagninn minn bíður hérna fyrir utan hliðið.” “Það mun vera mér hin mesta ánægja,” svaraði eg, sem leit svo á að það gæti ekki skað- að neitt að fara með honum.” “En áður en við förum, þá verð eg að leyfa mér að kynna mig fyrir yður,” sagði gamli herramaðurinn og dró pakka af nafnspjöldum upp úr vasa sínum. Hann fékk mér eitt og á því stóð: Matthew Draper.” “Eg er hræddur um að eg hafi ekkert nafn- spjald með mér, er eg geti gefið yður,” sagði eg. “En eg er markgreifinn frá Beckenham.” “Mér finst það fjarskalegur heiður að kynn- ast yður,” sagði gamli herann og hneigði sig djúpt. “Ættum við þá að koma út að vagnin- um?” “Það gerðum við, og við hliðið beið mjög fallegur vagn og settustum við upp í hann.” “Akið heim!” sagði förunautur minn og við ókum svo niður götuna og svo hverja götu af annari, þangað til eg vissi ekkert hvað við vorum að fara. Alla leiðina skemti sam- fylgdarmaður minn mér á bezta hátt með fjör- ugum samræðum. Hann lýsti fyrir mér bygg- ingunum, sem við ókum fram hjá, og sagði mér allskonar æfisögur manna, sem við sáum á leiðinni, og hepnaðist á ýmsan hátt að beina svo athygli minni, að eg tók ekki eftir öðru unz vagninn stansaði fyrir framan fallegt hús í ró- legri götu. Mr. Draper steig hvatlega út úr vagninum, og þegar eg var kominn niður, sendi henn öku- mann sinn burtu með vagninn, en við gengum í gegnum garðinn heim að húsinu. Hurðin opn- aðist og tigulegur þjónn tók á móti okkur, og við gengum inn. Forstofan var mjög stór þegar þess var gætt, að húsið var fremur lítið, og var hún full af einkennilegum munum og vopnum, en eg hafði ekki mikinn tíma til að athuga þetta, því að húsráðandi leiddi mig inn í herbergi í afturhluta hússins. Þegar við gengum þangað inn sagði hann: “Eg býð yður velkominn á heimili mitt, lávarður minn. Eg vona, að fyrst þér hafið ómakað yður að koma hingað þá geti eg sýnt yður það, er launar yður ómakið.” Hann bauð mér sæti og bað mig að afsaka að hann skildi mig þar eftir einan eins og augnablik á meðan hann gengi burtu. Þegar hann kom aftur sýndi hann hversu gestrisinn hann var. Fyrst skoðuðum við allskonar vopn frá Ástralíu, og því næst allskyns kylfur og axir frá Nýja- Sjálandi. Því næst gengum við inn í hliðar herbergi þar sem geymdir voru í glerskápum margskonar munir frá hinum fjarlægustu eyj- um í Kyrrahafinu. Eg var í þann veginn að taka upp einn þessara muna til að líta á hann nánar, þegar hurðin opnaðist og einhver kom • inn. í fyrstu leit eg ekki við, en þegar eg heyrði að komumaður nálgaðist mig, sneri eg mér við og sá mér til undrunar og ótta, að eg stóð andspænis, hvorki meira né minna, en Dr. Nikola sjálfum. Hann var svartklæddur frá hvirfli til ilja, yfirhöfnin hans var hnept að honum upp í háls, og sýndi vel hinn fagra vöxt hans, en hár hans virtist ennþá dekkra og andlit hans ennþá fölara en fyr. Það var auðséð að hann var þarna af yfirlögðu ráði, því að hann heilsaði mér með handaxibandi og virtist hafa átt von á að hitta mig þarna. “Þetta er sannarlega mikil ánægja fyrir mig, lávarður minn,” sagði hann, og hvesti hin einkennilegu augu sín á mig. “Ekki bj óst eg við að sjá yður svona fljótt aftur. Þér virðist furða yður á að sjá mig hér?” “Eg er meira en undrandi,” sagði eg reiður, því að nú skildi eg, að þeir hefðu leitt mig í gildru. “Eg er í fylsta máta reiður og gremju- fullur. Mr. Draper, yður veittist ekki mjög örðugt að leiða mig í gildruna.” “Mr. Draper svaraði ekki, en Dr. Nikola gerði það fyrir hann: “Þér megið ekki ásaka vin minn, Draper, fyrir þetta. Við höfum síðasta sólarhringinn verið að íhuga hvernig við ættum að ná í yður, og þau ráð, sem við höfum notað og hafa reynst svo vel, virtust eini vegurinn. En verið alls óhræddur, lávarður minn, við skulum ekki gera yður neitt ilt. Áður en sólarhringur er liðinn, skuluð þér hafa þá ánægju að hitta aftur hinn hrausta vin yðar, hann Mr. Hatters.” “Hvaða ástæðu hafið þér til að ofsækja mig á þennan hátt?” spurði eg. “Það er heimsku- legt af yður að gera slíkt, því að Mr. Hatteras mun ekki spara neina fyrirhöfn að finna mig.” “Ekki efast eg um það,” svaraði Dr. Nikola rólega, “en eg hugsa að Mr. Hatteras finni að hann hefir öðrum hnöppum að hneppa, en að leita eftir yður.” “Ef þér hugsið að framferði yðar sé ekki kunnugt orðið hérna í Sydney, þá bregst yður mjög vísdómurinn,” sagði eg. “Þessi skrípa- leikur yðar í húsi landstjórans, er nú uppvís orðinn, og strax og Mr. Hatteras verður þess var að eg er farinn, fer hann tafarlaust til Amberley lávarðar og segir honum alla söguna.” “Eg hefi alls ekkert við það að athuga,” svaraði Dr. Nikola rólega. “Þegar Mr. Hatteras gerir það — já, þegar hann verður var við hvarf yðar, verðum við svo langt í burtu að hann nær okkur ekki.” “Eg gat auðvitað ekki skilið við hvað hann átti, en á meðan hann talaði þannig, litaðist eg í kyrþey um eftir ráði til að^sleppa frá honum. Einar leiðin var í gegnum dyrnar, en bæði Nikola og þjónustu sveinar hans voru á milli mín og þeirra. Þá kom eg auga á steinöxi mikla, sém hékk á veggnum. Tæplega hafði eg séð hana fyr mér datt gott ráð í hug. Ef eg gripi nú öxina og brytist út. Hurðin að hertberginu stóð opin, og sá eg mér til mestu gleði að lykillinn að hurðinni var í skránni að utanverðu. Vopnaður með þessari miklu steinöxi, ætlaði eg að brjótast út í gang- inn, og áður en andstæðingar mínir gætu áttað sig, ætlaði eg að læsa þá inni, og þá gæti eg kom- ist út úr húsinu áður en þeir gætu hamlað mér frá því.” “Eg lét nú hendur standa fram úr ermum, stökk yfir að veggnum, reif öxina niður og bjóst til varnar, en þegar þar var komið höfðu þeir Nikola og Draper risið á fætur.” “Víkið úr vegi!” æpti eg og reiddi upp öxina. “Ef þið verðið fyrir mér drep eg ykkur!” “Með reidda öxina leit eg á Nikola. Hann stóð þar teinréttur og benti á mig með annari hendinni. Augu hans glitruðu eins og glóandi kol, og þegar hann talaði til mín hvæsti hann út orðunum milli læstra tannanna eins og högg- ormur væri að hvæsa. “Leggið niður öxina!” sagði hann. Þá kom yfir mig aftur þessi hræðilega hæðsla, sem eg hafði fundið til á skipinu. Augu hans höfðu einhvern töframátt yfir mér, svo að eg hlaut að horfa í þau nauður viljugur. Eg lagði niður öxina án þess að íhuga það frekar og hann hélt áfram að stara á mig. “Sitjist niður á stólinn þarna,” sagði hann rólega. “Þér megið til að hlýða mér.” Og það var svo í raun og veru. Hjartað barðist í brjósti mér, svo að mig sár kendi til, og mig svimaði hræðilega. Eg gat ekki litið undan þessum hræðilegu augum. Mér fanst þau verða stærri og ógurlegri hvert augnablik, sem leið. Já, eg get ennþá fundið til óttans, sem þau blésu mér í brjóst. Á meðan eg starði á hann, veifaði hann hægri hendinni fram og aftur eins og eftir hljóð- falli og í hvert skifti fann eg að vilji minn varð veikari. Eg var ekki í neinum vafa um að hanr. var að dáleiða mig, en þótt eg hefði átt líf mitt að leysa, gat eg ekki hreyft litla fingurinn til að bjarga sjálfum mér. Svo var barið rólega að dyrum, og Nikola og Draper risu úr sætum sínum. Á næsta augna- bliki kom inn maður sá, sem við höfðum séð á lestinni frá Meibourne, og sem Mr. Hatteras hafði varað mig við í Sydney. Hann staðnæmd- ist lotningarfullur frammi fyrir Dr. Nikola. “Hvað er í fréttum, Eastover-” spurði Nikola. “Hafið þér gert það, sem eg sagði yður?” “Já, alt,” svaraði maðurinn. “Hérna er bréf- ið, sem þér báðuð um.” Nikola tók ibréfið af manninum og braut það upp. Hann las það með athygli. Altaf á meðan hreyfði eg mig ekki; þar sem eg sá að öll mótspyrna var árangurslaus. Eg fann að eg var altof veikur og valtur á fótum til að geta nokkuð. Þegar Nikola hafði lesið bréfið, hvísl- aði hann einhverju að Draper, sem strax gekk út úr herberginu. Allir þögðu meðan hann var í burtu. En að vörmu spori kom hann með glas með vatni í, og rétti Nikola það. “Þakk fyrir,” sagði hann og leitaði að ein- hverju í vestisvasa sínum. Hann fann það og dró upp lítið meðalaglas úr silfri. Hann dró svo tappann úr glasinu og lét fáeina dropa úr því í vatnið í glasinu. Þetta var rautt á lit. Hann lyktaði af því og rétti mér það svo. “Eg verð að biðja yður að drekka þetta, lá- varður minn,” sagði hann. “Þér þurfið ekkert að óttast afleiðingarnar, þar sem þetta er alger- lega meinlaust.” Hefir nokkur heyrt aðra eins ósvífni? Eg neitaði auðvitað að gera það, sem hann bað mig. “Þér megið til með að drekka það,” sagði hann. “Gerið svo vel og ljúkið strax við það. Eg hefi engan tíma til að tefja mig við yður.” “Eg vil ekki drekka þetta,” sagði eg og reis á fætur reiðubúinn að verja hendur mínar ef þörf gerðist. Aftur urðu augu hans svona hræðileg og aftur tók hann að veifa hendinni fyrir framan augun á mér. Mig fór að svinia á ný og gaf enga bjög mér veitt. Vilji hans hafði aftur iengið yfirhöndina yfir mér. Þegar hann sagði mér að drekka í þetta skiftið, gerði eg enga mótspyrnu en drakk úr glasinu. Því næst man eg að Dr. Nikola, Draper og maðurinn, sem þeir nefndu Eastover, tóku að ræða saman í ákefð. Eg man líka eftir að Nikola gekk þangað sem eg sat og starði fast í augu mér. Eftir það man eg ekki neitt, fyr en eg kom til sjálfs mín í þessu herbergi og fann að eg var keflaður og bundinn. Mér fanst eg hafa legið hér tímum saman, og reyndi að gera hávaða, svo að einhver fyndi mig, þegar eg heyrði fótatak ykkar og málróm. Eg hélt að þið munduð Tara í burtu án þess að finna mig, en til allrar hamingju gerðuð það ekki. Og nú, Mr. Hatteras, hefi eg sagt yður alt um æfintýri mitt frá þeirri stund, sem þið skilduð við mig þangað til nú.” Stundarkorn eftir að markgreifinn hafði lokið sögu sinni, sátum við í þungum hugsunum. Að lávarðurinn hefði verið handtekinn til þess að ihin svívirðilegu ráð þeirra, að ræna Phyllis, mættu takast, var enginn vafi á. En því höfðu þeir kosið hann? Og hvaða gagn gátum við haft af sögu hans? Eg sneri mér að lögreglu- foringjanum og sagði: v “Hvað haldið þér, að við eigum nú að gera?” “Eg hefi verið að hugsa um það sjálfur. Fyrst við fáum ekkert meira að vita hérna, hugsa eg að bezt sé að þið farið báðir til Mr. Wetherells, en eg fari til aðal lögreglustöðvanna og spyrjist þar fyrir hvort nokkuð hefir frést af Miss Wetherell. Strax og eg hefi lokið því, skal eg sjá ykkur á Potts Point. Hvað haldið þér um þetta?” “Eg leit líka svo á að þetta mundi vera hið bezta. Eg tók því undir handlegg lávarðarins, þar sem hann var of piáttfarinn til að ganga ó- studdur, og við lögðum af stað út úr húsinu, en alt í einu bað eg þá að bíða við, því að mig langaði til að líta á herbergið áður en eg færi þaðan. Þarna í horninu, þar sem við höfðum fleygt honum lá kaðallinn, sem Beckenham hafði verið bundinn með og bandið, sem hafði verið yfir munni hans. Eg tók hvorttveggja upp og bar út á pallinn fyrir framan dyrnar. “Komið’ hingað lögregluforingi!” sagði eg. “Eg vissi að þetta mundi geta gefið mér ein- hverjar upplýsingar. Lítið á þennan kaðal og þetta band, sem þeþ- höfðu yfir munni lávarðar- ins, og segið mér svo hvað þér sjáið.” Hamf gerði það, skoðaði þetta gaumgæfi- lega og lagði svo niður. “Eg get ekki séð neitt, sem getur gefið okkur nokkrar leiðbeiningar.” “Ekki það?” sagði eg. “Jú, þetta fræðir mig meira en nokkuð annað, sem eg hefi hing- að til séð í þessari leit okkar. Lítið á þessa tvo enda.” Eg sýndi honum þá. “Þeir eru splæstir saman.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.