Heimskringla - 28.11.1945, Blaðsíða 7

Heimskringla - 28.11.1945, Blaðsíða 7
WINNIPBG, 28. NÓV. 1945 HEIMSKRINGLA 7. SIÐA MINNINGARORÐ EMMA SIGURÐSON 1888 — 1945 Hún andaðist að heimili sínu í Glenlboro þann 6. nóv. s. 1. eftir all-langa vanheilsu, kendi hún fyrst sjúkleiks þess er lagði hana í gröfina snemma á þessu ári; fór hún undir uppskurð á spítala í Winnipeg, nálægt miðsumri og lá þar alllengi, nokkru eftir upp- skurðinri var hún flutt heim, og naut hinnar beztu aðhjúkrunar síðustu mánuðina sem systkini hennar gátu í té látið, og var engu til sparað. Emma var fædd í Selkirk, Man., 19. sept. 1888. Foreldrar hennar voru Jón Sigurðsson frá Hvalsá í Hrútafriði, var þjóð- hagasmiður og konu hans, Sigríð- ar Helgadóttur frá Kristnesi í Eyjafirði. Kom Emma með for- eldrum sínum til Glenboro 1891, bjó f jölskyldan nokkur ár í Hóla- bygðinni norðaustur frá Glen- boro, þar sem Jón var landnáms- maður. 1895 fluttu þau til Glen- boro, og eftir nær 2 ár til Winni- peg 0g þar dó Jón 29. marz 1899. Flutti þá ekkjan aftur til Glen- boro með börn sín og hefir heim- ili þeirra verið hér síðan. Átti hún erfitt uppdráttar fyrst í stað, en öll hafa börnin komist vel til manns. Sigríður dó 2. nóv. 1934. Hafa systkini allvel haldið hópinn og haft heimili sameiginlegt í bænum, og hafði hin framliðna hússtjórn þar með frábærum myndarskap. Hún giftist aldrei. Emma Sigurðson, var góð stúlka og prúð í fram- gangsmáta, hún helgaði líf sitt heimilinu, móðir og systkinum, vann þar öllum stundum með trúmensku og árvekni, hún var fáskiftin um annara hagi, var grandvör í orði og athöfn og í öllu trú sinni köllun. Hún var sunnudagaskólakennari fyr á ár- um með góðum orðstír, hún var líka sönghæf og var fyrrum með- limur söngflokksins. Hún var tryggur meðlimur ísl. safnaðar- ins og kvenfélagsins, og vann í þeim félagsskap með heilum hug, þegar ástæður leyfðu. Systkin hennar eru sem hér segir: (1) Olga, Toronto Ont., (hún er heima núna, og stundaði hún systir sína í sjúkdómsstríð- inu); (2) Mrs. Thora Frederick- son, Glenboro, Man.; (3) Mrs. Bert Lipsett, Kelowna, B. C.; (4) Victor Arthur, heima, stund- ar smíðavinnu; (5) Otto, heima, verzlunarmaður. — (Hluthafi í verzulunarfélaginu Frederickson & Co.)* Jarðarförin fór fram þann 8. nóv. frá beimilinu og íslenzku kirkjunni að viðstöddu fjöl- menni. Var kistan þakin dýrð- legu blómskrúði. Söfnuðurinn o. fl. gáfu í Blómasjóð kvenfélags- ins til að heiðra minningu henn- ar. Séra Rúnólfur Marteinsson jarðsöng. Vér samhryggjumst með systkinum hennar, frænd- liði og vinum öllum. G. J. Oleson KVEÐJA Eftir dr. Richard Beck (Flutt á 70 ára afmælishátíð íslenzku bygðanna í Minne- sota, 12. ágúst, 1945). Kæru landar! Sem íslenzkur vara-ræðismað- ur tel eg mér mikla sæmd að því og er það einkar ljúft hlutverk að flytja ykkur kærar kveðjur forseta og ríkisstjórnar íslands og heimaþjóðarinnar íslenzku á þessum merku tímamótum í sögu íslenzku bygðanna í Minneota og nágrenni. í nafni forráðamanna íslenzku þjóðarinnar og sjálfrar hennar þakka eg ykkur einnig innilega trygð ykkar við Island og íslenzkar erfðir, þakka ykk- ur fyrir það, hve vel og drengi- lega þið hafið haldið á lofti merki íslenzks manndóms og framsókn- ar, og verið íslandi með þeim hætti ágætir merkisberar á er- lendum vettvangi. Með þakklát- um huga sendir forseti Islands, ríkisstjórnin og þjóðin íslenzka ykkur þessvegna, á þessum bjarta og minningaríka hátíðis- degi, bróðurlegar kveðjur og ein- lægar óskir um gæfu og gengi um öll ókomin ár. Einnig flyt eg ykkur hugheil- ar kveðjur og blessunaróskir Is- lendinga í Norður-Dakota. Við landár ykkar þar í ríkinu sam- gleðjumst hjartanlega með ykk- ur á þessum söguríka og sigur- ríka afmælisdegi. Ennfremur færi eg ykkur al- úðarkveðjur og velfarnaðarósk- ir Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi og þakka ykkur, í nafni þess félagsskapar, fyrir margvíslegan skerf ykkar til fé- lagslegra íslenzkra samtaka og varðveizlu íslenzkra hugsjóna- og menningarverðmæta. í því sambandi minnist eg þess, eins og skráð stendur í sögu þessara bygða, að þegar á allra fyrstu árum þeirra, fóru íslend- ingar hér “að halda fundi með sér og ræða um, hvernig þeir bezt gætu varðveitt og elft menn- ing og sóma sín á meðal”, með þeim árangri, að mynduð voru ýms menningarfélög, “Framfara- félag” og “Lestrarfélag”, auk hinna íslenzku safnaða. Hefir sá framsóknar- og menningar- andi svifið hér yfir vötnum ætíð síðan, eins og saga bygðanna sýn- ir glögt, þó eigi verði það frekar rakið að sinni. Jafnhliða því sem eg flyt ykk- ur fyrgreindar kveðjur og heilla- óskir, verður mér rík í huga minningin um þá djarfhuga og framsæknu menn og konur af ís- lenzkum stofni, sem lögðu hinn félagslega og menningarlega grundvöll að þessum bygðum, og hverfa mér þá í hug orð skáldsins: Heill yður, norrænu hetjur! Heill yður íslenzku landnáms- menn! Blessuð sé minning þeirra! — Megi farsælt starf anda og handa íslenzk-ættaðra manna og kvenna blómgast hér um mörg ókomin ár, þessu landi til gagn- semdar og ættlandi voru til sæmdar! (Afmælisræðan, sem fjallaði aðallega um endurreisn lýðveld- is á íslandi og framfarir þjóðar- innar á síðari árum, var annars flutt á ensku). Gamall og góður íslendingur segir, að unaðslegustu stundir sínar hér vestra, væru þær, að lesa íslenzku vikublöðin. ★ ★ * Mrs. J. B. Skaptason, 378 Maryland St., Winnipeg tekur á móti áskriftargjaldi fyrir “H'lín” sem að vanda. INNKÖLLUNARMENN HEIMSKRiNGLU Á ISLANDI Reykjavík___:__________Björn Guðmundsson, Reynimel 52 ICANADA Antler, Sask_____________K. J. Abrahamson, Sinclair, Man. Árnes, Man-----1-------Sumarliði J. Kardal, Hnausa, Man. Árborg, Man_............................G. O. Einarsson Baldur, Man...........................Sig.tr. Sigvaldason Beökviíle, Man__________Björn Þórðarson, Amaranth, Man. Belmont, Man................................G. J. Oleson Cypress River, Man.....................Guðm. Sveinsson Dafoe, Sask--------------O. O. Magnússon, Wynyard, Sask. Ebor Man-----------------K. J. Abrahamson, Sinclair, Man. Elfros, Sask.................._._Mrs. J. H. Goodmundson Eriksdale, Man..........................Ólafur Hallsson Fishing Lake, Sask------------Rósm. Arnason, Leslie, Sask. Foam Lake, Sask-------------Rósm. Árnason, Leslie, Sask. Gimli, Man..............................__.K. Kjernested Geysir, Man_____________________________G. B. Jóhannson • Glenboro, Man...............................G. J. Oleson Hayland, Man...........................Sig. B. Helgason Hecla, Man...........................Jáhann K. Johnson Hnausa, Man..............................Gestur S. Vídal Innisfail, Alta________Ófeigur Sigurðsson, Red Deer, Alta. Kandahar, Sask___________O. O. Magnússon, Wynyard, Sask. Keewatin, Ont..........................Bjarni Sveinsson Langruth, Man...........................Böðvar Jónsson Leslie, Sask..........................Tri. Guðmundsson Lundar, Man.................................D. J. Líndal Markerville, Alta_____Ófeigur Sigurðsson, Red Deer, Alta. Morden, Man---------------------------Thorst. J. Gís'lason * Mozart, Sask.............................Thor Ásgeirsson Narrows, Man.________________S. Sigfússon, Oakview, Man. Oak Point, Man........................Mrs. L. S. Taylor Oakview, Man—..............r................S. Sigfússon Otto, Man_________________Hjörtur Josephson, Lundar, Man. Piney, Man......................'.........._S. V. Eyford Red Deer, Alta........................Ófeigur Sigurðsson Riverton, Man.............-............Einar A. Johnson Reykjavík, Man.........................-Ingim. Ólafsson Selkirk, Man__________________________Mrs. J. E. Erickson Silver Bay, Man..........................Hallur Hallson Sinclair, Man......................—-K. J. Abrahamson Steep Rock, Man............................Fred Snædal Stony Hill, Man__________Hjörtur Josephson, Lundar, Man. Tantallon, Sask........................-Árni S. Árnason Thornihill, Man_________Thorst. J. Gíslason, Morden, Man. Víðir, Man___________________Aug. Einarsson, Árborg, Man. Vancouver, B. C_______Mrs. Anna Harvey, 4487 Quebec, St. Wapah, Man_______________Ingim. Ólafsson, Reykjavík, Man. Winnipegipsis, Man.............................S. Oliver Wynyard, Sask...........................O. O. Magnússon í BANDARIKJUNUM Akra, N. D______________Björn Stevenson, Akra P.O., N. D. Bantry, N. Dak_____________ E. J. Breiðfjörð, Upham, N. D. Bellingham, Wash___Mrs. Joíhn W. Johnson, 2717 Kulshan St. Blaine, Wash........................Magnús Thordarson Cavalier, N. D__________Björn Stevenson, Akra P.O., N. D. Crystal, N. D_________C. Indriðason, Mountain P.O., N. D. Edinburg, N. D_________ C. Indriðason, Mountain P.O., N. D. Gardar, N. D__________C. Indriðason, Mountain P.O., N. D. Grafton, N. D---------C. Indriðason, Mountain P.O., N. D. Hallson, N. D____________Björn Stevenson, Akra P.O., N. D. Hensel, N. D___________ C. Indriðason, Mountain P.O., N. D. Ivanhoe, Minn—.------Miss C. V. Dalmann, Minneota,"Minn. Milton, N. Dak.............—................S. Goodman Minneota, Minn.......................Miss C. V. Dalmann Mountain, N. D---------C. Indriðason, Mountain P.O., N. D. National City, Calif......John S. Laxdal, 736 E. 24th St. Point Roberts, Wash.....................„...Ásta Norman Seattle, 7 Wash--------J. J. Middal, 6522 Dibble Ave., N.W. Upham, N. Dak----------------------------E. J. Breiðfjörð The Viking Press Ltd. Winnipeg Manitoba BRÉ F Mildmay Park, Sask. Herra ritstj.: Hér með sendi eg mitt áskrift- argjald, $6, og vona að þú kvittir fyrir. Mér var að detta í hug að biðja þig fyrir nokkrar línur til bróður míns og frænda, þarna í Manitoba. Kæri bróðir og frændur: Eg hefði átt að vera búinn að skrifa ykkur fyr, en það hefir því miður dregist, og hélt eg að bezta aðferðin væri að biðja Hkr. fyrir bréf til ykkar allra, vina manna. Það er þá fyrst að segja ykkur frá tíðarfarinu. Vorið kom mjög seint og þar af leiðandi var vor- vinna mjög sein, svo var vorið kalt og gróður mjög seinn. Það fór ekki að hlýna fyr en í byrjun júní, en þá komu hlýindi og mjög hagstæð tíð, sem mátti heita að héldist allan heyskapartímann út, svo hey urðu mjög góð. Þann 16. júlí kom hér mjög mikið hagl, sem skemdi upp- skeruna mikið, margur hér í kring misti alveg alla sína upp- skeru, og garðar skemdust meira og minna. En það var ekki þar með búið, það kom annar hagl- stormur þann 11. sept. og fór með- óslegna hafra mjög illa. Uppskera varð samt eftir von- um, þetta 17 mælar af hveiti og 40 af höfrum af ekru. Gaman væri að geta komið og séð ykkur í vetur. Eg bý altaf að heimsókninni í fyrravetur. — Já — vinir mínir — það var sannarlega gaman að sjá ykkur. Eg hélt eg þekti ekki svona marga þarna á Gimli, eins og raun varð á, og var það mjög ánægjulegt fyrir mig. Frændi minn, Lárus Nordal og Rósa og Anna, voru mér ósköp góð, eg hefði viljað vera þar lengur, það var svo hressandi að vera hjá þeim. Mér koma oft í hug vísur góðskáldsins: Elli þú ert ekki þung, anda guði kærum, göfug sál er ávalt ung, undir silfur hærum. Þegar eg hugsa til þín, Rósa mín, hlýtur það að vera göfug sál, sem alt af getur verið svona glöð í öllum þínum raunum. Þið munið að eg sagði ykkur, að það hefði verið ungri stúlku að þakka að eg gat farið og séð, ykkur í fyrravetur; hún fékkj fríið sitt bara til að lofa mér að fara að heiman. Svo gerði hún það ekki endaslept heldur fékk hún aftur frí í haust, til að geta hjálpað mér í þreskingunni. Það sannast á benni máltækið, sá er vínur, sem í raun reynist. Stúlkan er Thórdís Torfason, Elfros, Sask. Hún er frænka barnanna minna, og hefir tekið ástfóstri við þau. Hjartans þökk, Thórdís mín. Af mér og mínum er það að segja að okkur líður öllum vel, erum frísk og er það fyrir mestu. Að endingu vil eg svo þakka ykkur öllum alt gott mér sýnt, og bið eg guð að annast ykkur öll. Með vinsemd, Friðrik Nordal P.S.—Mér dettur í huga að láta utanáskrift til Ingvars sonar míns fylgja ef einhver af ykkur vilduð skrifa honum: L108434, L.-Cpl. Nordal, I., A Coy. 4 Bn., Regina Rifle Regt., C. A. Over- seas. F. N. Jóns Sigurðssonar félagið biður aðstandendur allra þeirra sem enn eru í herþjónustu utan Canada, að senda nöfn þeirra og áritun tafarlaust til undirritaðrar — vegna þess að tíminn styttist óðum til jóla, er mjög áríðandi að þetta dragist ekki. Gerið svo vel að athuga þetta. Mrs. Eric A. Isfeld —668 Alverstone St., Winnipeg, Man. Professional and Business Directory Office Phoni Res. Phone 94 762 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 116 MEDICAL ARTS BLDG. Office hours by appointment DR. A. V. JOHNSON DBNTIST S0S Somerset Bldg. Office 97 932 Res. 202 398 Dr. S. J. Jóhannesson 215 RUBY ST. Beint suður af Banning Talslmi 30 S77 Vlðtalstími H. 3—5 e.h. \ ANDREWS, ANDREWS, THORVALDSON & eggertson Lögfrœðingar Bank of Nova Scotia Bldg. Portage og Garry St. Sími 98 291 J. J. Swanson & 0o. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agentt Sími 97 538 308 AVENUE BLDG.—Winnlpeg DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GEN. TRUSTS , ÖUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 96 952 WINNIPEG THE WATCH SHOP CARL K. THORLAKSON Dlamond and Weddlng Rings Agent for Bulova WaÆches Marriage Licenses Issued 699 SARGENT AVE * H. J. PALMASON & Co. Chartered Accountants 1103 McARTHUR BLDG. PHONE 94 358 SUNNYSIDE BARBER & BEAUTY SHOP Hárskurðar og rakara stofa. Snyrtingar salur fyrir kvenfólk. Ábyggileg og greið viðskifti. Sími 25 566 875 SARGENT Ave., Winnipeg Clifford Oshanek, eigandi Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave., Phone 27 9S9 Fresh Cut Flowers Daily. Plants in Season We specialize in Wedding & Concert Bouquets & Funeral Desígns lcelandic spoken H. HALDORSON BUILDER 23 Music and Arts Studios Broadway and Carlton Phone 93 055 Winnipeg, Canada A. S. BARDAL aelur líkklstur og annast um útfar- lr. Allur útbúnaður sá bestl. Knnfremur selur hann allskonar minnisvarOa og legsteina. 843 SHERBROOKE ST. Phons 27 324 Winnipeg CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. Office Phone 26 328 Res. Phone 73 917 Union Loan & Investment COMPANY Rental, Insurance and Financial Agents Sími 95 061 510 Toronto General Trusts Bldg. ÁSGEIRSON’S PAINTS, WALL PAPER AND HARDWARE 698 SARGENT AVENUE Winnipeg, Man. Telephone 34 322 GUNDRY-PYMORE Ltd. British Quality - Fish Netting 60 Victoria St., Winnipeg, Man. Phone 98 211 Manager: T. R. THORVALDSON Your Patronage Will Be Appreciated WINDATT COAL Co. LIMITED Established 1898 307 SMITH STREET Office Phone 97 404 Yard Phone 28 745 Halldór Sigurðsson Contractor & Builder ★ 594 Alverstone St., Winnipeg Sími 33 038 THE BUSINESS CLINIC specialize in aiding the smaller business man to keep adequate records and prepare Income Tax Returns. ANNA LARUSSON 415 Mclntyre Blk. Ph. 92 316 A. SAEDAL PAINTER & DECORATOR ★ Phone 23 276 ★ Suite 4 Monterey Apts. 45 Carlton St., Winnipeg THOR EGGS Specializing in FRESH EGGS 1810 W. Temple St„ LOS ANGELES, CALIF. Telephone: Federal 7630 Neil Thor. Manager FINKLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS KENSINGTON BLDG., 275 Portage Ave. Winnipeg PHONE 93 942 'JÓRNSONS f lÓÓkSTÖRÉI 702 Sargent Ave., Winnipeg,

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.