Heimskringla - 28.11.1945, Blaðsíða 8

Heimskringla - 28.11.1945, Blaðsíða 8
8. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 28. NÓV. 1945 FJÆR OG NÆR MESSUR í ÍSLENZKU SAMBANDSKIRKJUNUM Messur í Winnipeg Séra Philip M. Pétursson messar við báðar guðsþjónustur Sambandssafnaðar í Winnipeg n. k. sunnudag, kl. 11 f. h. á ensku, og kl. 7 e. h. á íslenzku. Ung- mennafélagið heldur fund á hverju sunnudagskveldi kl. 8.30. Söngflokkarnir koma saman á æfingar á hverju miðvikudags- kvöldi og föstudagskvöldl. ★ ★ ★ Útvarsguðsþjónusta Útvarpað verður frá Sambands- kirkjunni í Winnipeg, sunnudag- inn 9. desember undir umsjón Hins sameinaða kirkjufélags. — Séra Halldór E. Johnson pré- dikar. Nánar verður minst á þessa guðsþjónustu í næsta blaði. ★ * ★ Giftingar Laugardaginn 24. nóv. voru gefin saman í hjónaband Roy Benjamin McNally og Karen Björnsson, dóttir þeirra hjóna Jóhanns S. Björnsson og Guð- rúnar sál. Erlendson. Þau voru aðstoðuð af Hildu Björnsson systur brúðarinnar og A. W. Stone. Séra Philip M. Pétursson framkvæmdi athöfnina sem fór fram að heimili hans. Einnig gifti hann á laugardag- inn, Edward Ernest Geisler og Antoinette Bernice Broustal, bæði frá Ashern, Man. Islenzk útvarpsguðsþjónusta frá Sambandskirkjunni i Winnipeg SUNNUDAGINN, 9. DES. kl. 7 e. h. Valdir sálmar, ágætir einsöngvar, sérstaklega valin ræða og organspil. Útvarpað yfir CKY stöðina. — Sjá Sambandskirkju fréttir- á öðrum stað í Heimskringlu. Hórsnyrting — beztu aðferðir AMBASSADOR Beauty Salon 257 KENNEDY ST. sunnan við Portage Talsími 92 716 S. H. Johnson, eig. Gleðimót Sambandssöfnuðurinn í Win- nipeg er að undirbúa fagnaðar- og gleðimót sem haldið verður 4. desember til að bjóða velkomna heim aftur, alla drengina úr her- þjónustu sem tilheyrt hafa söfn- uðinum eða haft nokkuð sam- band við hann. Kl. 8.1? verður minningarat- höfn haldin í kirkjunni til minn- ingar um þá, sem fallið hafa. Þá verður gengið niður í samkomu- sal kirkjunnar þar sem verður skemt frameftir kvöldinu. Allir félagsskapir safnaðarins hafa sameinast í undirbúningi þessa fagnaðarmóts til að gera heim- komu drengjanna sem gleðirík- asta. * Barst spjaldbréf frá Guðm. Hjálmarssyni s. 1. viku. Hann er staddur í Rawlings, Wyo., á leið vestur að hafi. Gerir þó ráð fyrir að vera kominn snemma í des. til Minneapolis. Hann send- ir löndum hér kveðju með þakk- læti fyrir síðast. Minningarhátíð um Jónas Hallgrímsson Þjóðræknisdeildin “Frón” og Þj óðræknisfélagið efna í sam- einingu til minningarhátíðar um Jónas Hallgrímsson skáld í sam- bandi við ársfund deildarinnar, sem heldinn verður í efri sal Goodtemplarahússins næstkom- andi mánudagskvöld, þ. 3. des., og hefst kl. 8. Er hátíðin haldin í tilefni af 100 ára dánarafmæli hins ástsæla skálds s. 1. sumar. Dr. Richad Beck, forseti Þjóð- ræknisfélagsins, flytur mihning- arræðuna. Einar P. Jónsson, rit- stjóri “Lögbergs”, flytur frum- ort kvæði og Ragnar Stefánsson les upp úr ljóðum Jónasar Hall- grímssonar. Með einsöng skemt- i ir Mrs. T. R. Thorvaldson. Guð-' mann Levy, forseti “Fróns”,j hefir samkomustjórn með hönd-, um. | Allir eru boðnir og velkomnir j á samkomu þessa og aðgangur er ókeypis. Vænta hlutaðeigend- ur þess, að fólk fjölmenni á sam- komu þessa og heiðri með þeim hætti að verðugu minningu “listaskáldsins góða.” ★ ★ * Central Dairies Limited Kaupa mjólk og rjóma Areiðanleg og fljót skil Telephone 57 237 121 Salter St. — Winnipeg Eric A. Isfeld, ráðsmaður Mrs. Tímóteus Böðvarsson frá Árborg, Man., liggur hér á Al- menna spítalanum. Hún var flutt þangað síðastliðinn fimtudag, og er þar undir umsjá Dr. Thor- láksson. ★ ★ ★ Nýjar Bækur til Jólagjafa Alþingishátðin 1930, Próf. M. Jónsson, 300 myndir Vasasöngbókin, 300 söngtextar............... Á heiðarbrún, ljóðmæli, Dr. Syeinn E. Björnsson Hitsafn I, Br. Jónsson......................... Saga íslendinga í Vesturheimi, Þ. Þ. Þ., III. bindi Björninn úr Bjarmalandi, Þ. Þ. Þ............... Grammar, Text 4 Glossary, Dr. Stefán Einarsson A Primer o/ Modern Icelandic, Snæbjörn Jónsson. Lutherans in Canada, Rev. V. J. Eylands, 107 myndir 3.00 Bandi ób. 323.00 318.50 1.60 3.75 2.50 9.00 5.00 3.25 2.50 8.50 2.50 The Björnsson’s Book Store & Bindery 702 SARGENT AVENUE WINNIPEG, CANADA Bræðurnir, Gísli Einarsson og Þórarinn Einarsson frá Riverton. Man., komu til borgarinnar s. 1. föstudag og fóru heimleiðis á mánudaginn. Þórarinn kom til læknisskoðunar hjá Dr. Aust- mann. ✓ Tilvalin Jóla-gjöf Jólin nálgast. — Dagana fer þá að lengja, sólin að hækka. Flestum er svo farið að þeir vilja gefa vinum sínum ein- hvern hlut sem þeir geta átt og metið. — Stundum er erfitt að ákveða hver sá hlutur eigi að vera. — Allir vilja lesa Heimskringlu. — Bezta jólagjöfin er einn eða fleiri árgangar af Heimskringlu. — Sendið oss nafn og áritun viðtakanda, og $3.00 — $5.00 fyrir tvo árganga, — og vér skulum sjá um'að Heimskringla verði send á hverri viku. Með fyrstu sendingunni verður jóla-kort með tilhlýðilegri áritun og nafni gefandans. Þetta er bezta jólagjöfin. THE VIKING PRESS LIMITED 853 Sargent Ave. — Winnipeg, Canada EYÐUBLAÐ FYRIR OFANSKRÁÐA GJÖF Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg. Gerið svo vel að senda Heimskringlu til: Nafn Áritun Innlagt fyrir eitt ár $3.00 — tvö ár $5.00. Nafn gefanda Áritun Jóns Sigurðsson félagið heldur fund fimtudaginn 6. des. í Free Press Board Room nr. 2. Félags- konur eru beðnar að mæta. + * * Ársfundur deildarinnar ‘Frón’ verður haldinn mánudagskveld- ið þann 3. des. n. k. kl. 8. Skýrslur embættismanna fyr- ir yfirstandandi ár verða lesnar, og kosningar í stjórnarnefnd næsta árs fer fram. Að loknum starfsfundi fer fram skemtiskrá eins og auglýst er á öðrum stað hér í blaðinu. Fjölmennið og sýnið með því áhuga fyrir málum deildarinnar. Nefndin * * * Gjafir til Sumarheimilis ísl. barna að Hnausa, Man.: í Blómasjóð: Mr. og Mrs. S. O. Oddleifson og fjölsk. þeirra, Árborg $5.00 í minningu um kæran vin, Nor- man S. Danielson, dáin 12. nóv. 1945. Talsími 95 826 Heimilis 53 893 DR. K. J. AUSTMANN Sérfræðingur í augna, eyrna, nefs og kverka sjúkdómum 704 McARTHUR BLDG. Cor. Portage & Main Stofutími: 4.30 til 6.30 laugardögum 2—4 Vantar herbergi Eldri maður, er hættur er vinnu, óskar eftir herbergi. — Hann er hægur í umgengni og reglusamur um alt. Símið 39 940 eftir kl. 6 að kveldinu. Aðrar gjafir: Frá Sambands kvenfélaginu, Árborg, Man. - $35.00 Halldór Halldórsson, Wpg. 10.00 Meðtekið með innilegri samúð og þakklæti. Sigríður Árnason, 12. nóv. ’45 Oak Point, Mán. ★ * * Guðmundur Pétursson frá Geysir er aftur kominn til bæjar- ins og dvelur að 676 Jessie Ave., en hann var þar lengi sér til heilusbótar s. 1. vetur og vor. * * * Gefið til að stofna íslenzka elliheimilið í Vancouver, B. C.: Frá kvenfélagi Frelsissafnað- ar í Argyle-------------- $25.00 Mr. og Mrs. S. Jópsson, Glen- boro, Man.----------------$5.00 Mikið úrval af fallegum Jólakortum Islenzk kort 15c og 20c. Ensk kort á 5,10, 15, 20 og 25c. Einnig í kössum mjög ódýr. Björnssons Book Store 702 Sargent Ave., Winnipeg ★ ★ ★ Manitoba’s New Motor Vehicle Responsibility Act Becomes Effective December lst Central feature of the new law is that when a motor vehicle is involved in an accident whereby any person is killed or injured, or damage to property exceeds $25.00, the registration of the vehicle and the license of the driver will be suspended, and the vehicle impounded, until the motorist puts up security suffici- ent to satisfy any judgment or judgments that may be recover- ed, up to $11,000.00. If, however, the motorist car- ries Public Liability and Prop- erty Damage Insurance, he will have no difficulty because all Insurance Companies will issue a small card which can be affix- ed to the car. For further particulars consult John V. Samson—Ph. 38 631 Local Representative for The Wawanesa Mutual Ins. Co. 405 National Trust Bldg. Phone 97 401 ★ ★ ★ Látið kassa í Kæliskápinn WyifoU The SWAN MFG. Co. Manufacturers of SWAN WEATHER-STRIP 281 JAMES ST., WINNIPEG Phone 22 641 Halldór M. Swan, eigandi Thos. Jackson & Sons LIMITED COAL — COKE BRIQUETTES Phone 37 Ó71 (Priv. Exch.) 370 Colony St. Winnipeg "Tons of Satisfaction'' PRINCESS MESSENGEB SERVICE Við flytjum kistur og töskur, húsgögn úr smœrri íbúðum og húsmuni af öllu tœi. 58 ALBERT ST. — WINNIPEG Sími 25 888 C. A. Johnson,.Mgr. Sherbrook Home Bakery 749 Ellice Ave., Winnipeg (milli Simcoe & Beverley) Allar tegundir kaffibrauðs. Þar er bezt að panta til jólanna. Vigfús Baldvinsson & Son, Sími 37 486 eigendur Mr. og Mrs. Jón Thorsteinson, White Rock, B. C. ----- $25.00 Með innilegu þakklæti, S. Eymundsson, 1070 W. Pender St., féhirðir Vancouver, B. C. + ★ * Messur í Nýja íslandi 2. des. —.Riverton, minningar- athöfn (Gnr. Pétur H. Hallgríms- son), kl. 2 e. h. 9. des. — Geysir, messa kl. 2 e. h. Árborg, íslenzk messa kl. 8 e. h. B. A. Bjarnason Athygli allra íslenzkra for- eldra og annara sem eiga fyrir bömum að sjá, og stendur ekki á sama um menningarlegt uppeldi þeirra er hérmeð vakin á starfi laugardagsskólans, sem starf- ræktur er vikulega í neðri sal Fyrstu lútersku kirkju. Valdir og ágætir kennarar eru þar til staðar til að hjálpa börnunum til að nema tungu feðra sinna. Eru það þau Mrs. Fred Bjarnason, Ólafur Pálsson kennari frá ís- landi, Skúli Böðvarson skóla- stjóri og Jón Butler skólapiltur. Einnig er börnunum veitt til- sögn í söng íslenzkra ljóða á hverjum laugardegi. — Sendið börnin á skólann fyrir kl. 10, svo að þau hafi full not af allri kenslunni. Nefndin ★ ★ ★ Til sölu eru lögin “Spinner Song” og “Visnar vonir” eftir Thór- dísi Ottenson Guðmunds, hjá eftirfarandi: T. Eaton Co., West- ern Music Store og Davíð Björns- syni. Verð 50c hvort lag. * ★ ★ Matreiðslubók Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir sendist til Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feld sted, 525 Dominion St. Verð $1.00. Burðargjald 5 50 ára minningar um skáldskap Borgfirginga Fyrsta ihefti er nú komið á bókamarkaðinn, og er það ákveð- inn vilji útgefandans að ekki líði á löngu að fleiri hefti komi fyrir almenningssjónir. — Þetta hefti er 30 blaðsíður, í góðri kápu og prentað á ágætan pappír. — Verð: 50c. — Fæst í Bókabúð Davíðs Björnsson og hjá Viking Press Ltd. ★ ★ ★ The Junior Ladies Aid of the First Lutheran Chureh, will hold their meeting in the church par- lors on Tuesday, Dec. 4, 1945. * ★ * Hetjusögur Norðurlanda (Þýtt hefir Rögnv. Pétursson). Enn eru nokkur eintök fyrir- liggjandi af þessari vinsælu bók. Þeir sem vilja eignast hana sendi pöntun til skrifstofu Heimskr.' og 35c, verður hún þá send póst- frítt. The Viking Press Ltd. 853 Sargent Ave., Winnipeg MESSUR og FUNDIR í kirkju Sambandssafnaðar Prestur, sr. Philip M. Pétursson, Ph.B., B.D. 640 Agnes St. Sími 24163 Messur: ó hverjum sunnudegi Kl. 11 f. h. á ensku Kl. 7 e. h. á íslenzku. Safnaðarnefndin: Fundir 1. föstudag hvers mánaðar. Hjálparnefndin: Fundir fyrsta mánudagskveld í hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðjudag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. « Ungmennafélagið: — Hvert sunnudagskveld kl. 8.30. Skátaílokkurinn: Hvert mið- vikudagskveld kl. 6.30. Söngœfingar: Islenzki söng- flokkurinn á hverju föstu- dagskveldi. Enski söngflokkurinn á hverju miðvikudagskveldi. Sunnudagaskólinn: Á hverjum sunnudegi, kl. 3 e. h. MIlSlNISJ BETEL í erfðaskrám yðar ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG \ ÍSLENDINGA Forseti: Dr. Richard Beck University Station, Grand Forks, North Dakota Allir Islendingar í Ame- ríku ættu að heyra tii Þ jóðrœknisf élaginu Ársgjald (þar með fylgir Tímarit félagsins ókeypis) $1.00, sendist fjármálarit- ara Guðmann Levy, 251 Furby St., Winnipeg, Man. DR. CHARLES R. OKE TANNLÆKNIR 404 Toronto Gen. Trust Bldg. 283 Portage Ave., Winnipeg Phone 94 908 Mánudaginn 3. des. heldur The Swedish Musical Club samkomu í Y. W. C. A. Auditorium, Ellice Ave. Sænskir jólasöngvar verða sungnir. Séra V. J. Eylands flyt- ur ræðu á samkomunni. Viking Club mælist til þess, að félagar sæki þessa samkomu og hafi kaffi að góðum sið á Child’s Restaurant á eftir. I COUNTERSALES BOOKS B 1 u I Kaupmenn og aðrir sem þannig lagaðar bækur nota, geta fengið þær með \ því að snúa sér til vor. Allur frágangur á þessum bókum er hinn vandað- asti. Spyrjist fyrir um verð, og á sama tíma takið fram tegund ojf fjölda bókanna sem þér þarfnist. i' 1 S3 H fl i ! í i 1 The Viking Press Limited 853 Sargent Ave. Winnpieg, Man. é Tilkynning um fulltrúa okkar á Islandi Umboðsmaður okkar á Islandi er Björn Guðrílunds- son, Reynimel 52, Reykjavík. — Hann tekur á móti pöntunum á blöðunum og greiðslum fyrir þau. Heimskringla og Lögberg L

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.