Heimskringla - 05.12.1945, Blaðsíða 2

Heimskringla - 05.12.1945, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIMSKRIN GLA i WINNIPEG, 5. DES. 1945 MINNINGAR-ATHÖFN Sunnudaginn þann 25. nóv. var minnisstæð guðsþjónusta haldin í samkomuhúsi Lundar- þorps. Þessi guðsþjónusta var helguð minningu fallnra her- manna frá Lundar og nágrenn- inu. Nöfn þeirra eru: Stefán Ágúst Loftsson George Victor Lundy Albert Lyle Gray Kjartan Sigurðsson Donald L. Crave Herbert Stinson-Johnson Albert Fortin Alixes Fortin % William McLeod Arthur Conrad Peleguin. Henry Joseph Paul Bazenet. Nefndin sem stóð fyrir þessari guðsþjónustu saman stóð af: | Mrs. Kári Byron Mrs. Oscar Eyjólfsson Mrs. Leo Danielsson Mrs. H. E. Johnson og Séra H. E. Johnson Söngflokkur með blönduðum röddum undir stjórn V. J. Gutt- ormssonar aðstoðaði og flokkur ungra kvenna undir stjórn Mrs. H. E. Johnson. Annars var pró- gramsskráin sem fylgðir: 1. The Last Post: bugler Greo. Alliston. 2. O, Canada: All. 3. Placing the Wreath: Eric Eirikson, returned and wounded soldier. 4. Taps: Sung by the girls choir. 5. Two minutes silence. 6. Sleep Comrades, Sleep: The choir, All standing. 7. Scripture reading: Rev. B. Th. Sigurðsson 8. Holy, Holy, Holy: The choir 9. Sermon in English: Rev. B. Th. Sigurðsson. 10. Song of Peace from íinn- landia: Girls choir. 11. Vertu hjá mér, halla tekur degi: The choir. 12. Sermon in Icelandic: Rev. H. E. Johnson. 13. Drottinn vakir: The choir. 14. Sermon in French: Father Kerbrat. 15. Solo in French, Dévouc- ment: Mrs. Boulanger. 16. Lead Kindly Light: The choir. 17. Prayer and remarks: Rev. H. E. Johnson. 18. Faith of Our Fathers: The choir. 19. Blessing. 20. God Be With You: The choir. 21. Reveille: The bugler. Að afstaðinni guðsþjónustunni var syrgjendunum afhentar myndir í umgerð af föllnum her- mönnum með skrautrituðu stefi, sem V. J. Guttormsson orti á ís- lenzku: Þann orðstír gat sér mannvalið, sem meta verður hátt og minningarnar frjálsir lýðir geymi, það heiður er og harmabót, að hafa dreng þann átt, sem hetja dó til bjargar öllum heimi. , Umhverfis mynd hvers her- manns er smekklega málaður heiðurskrans af poppies (svefn- blómi). Annaðist hinn aldur- hnigni snillingur, Louis Van Coilie, sem býr á sveitarheimili sínu skamt frá Lundar, um skrautritun og skreyting mynd- anna og vildi enga þóknun þiggja- Yfirleitt var alt gert til að styðjast aðeins við heima- fengna hjálp og munu flestir róma að vel hafi tekist. Eitt afbrigði var þó gert af því engin hér treysti sér til að þýða hina velsömdu stöku Vigfúsar á ensku fyrir enskumælandi að- jstandendur hinna föllnu og þá þótti okkur sjálfsagt að leita til bezta þýðandans, sem okkur hef- ir ennþá gefist, er kemur til þess að snúa íslenzkum ljóðum á ensku, frú Jakobínu Johnson í Seattle. Þýðing hennar er svona: j“They were the best and bravest i —and each heroic name Revered by all in freedöms cause united. Forever to their memory shall burn a sacred flame, That sacrificial deeds may be requited.” RÆÐA í MINNINGU UM FALLNA HERMENN Flutt að Lundar, 2. des. s. 1. af séra H. E. Johnson. Við höfum lagt heiðurskrans á hið táknræna leiði hinna föllnu sveina. Sá krans ber okkar kveðju til þeirra, en sjálfir hafa þeir með fórnardauða sínum plantað lífblóm minninganna í hugum vorum og hjörtum, — gleym-mér-ei þeirra endurminn- inga sem aldrei skulu firnast né fölna. Þau lífblóm anga þeim sætast, sem þektu þá bezt og ‘syrgja þá mest, en þeir eru okk- lur öllum viðkomandi því þeir hafa fyrir okkur lagt sig í hætt- ur, fyrir okkur barist og fyrir okkur dáið. Mannleg tunga á sér engin orð, sem að fullu geta lýst þeim hugs- unum sem með okkur búa, á þess ari stundu né þeim tilfinningum, er hjartað geymir við þetta tæki- færi. Stundum ‘þegar eg orðinn er einn” og kyrð kveldværðarinnar gefur mér tóm til að hugsa, hvarflar sú spurning mér í huga: “Hvar væri eg nú staddur og hvernig væri heiminum farið ef þeir hefðu ekki lagt líf sitt í sölurnar fyrir okkur og fyrir heiminn. Á slíkum augnablikum skilst mér bezt hvað skylt er að muna og hvað ber að þakka, þeim er okukr leystu frá áþján, von- leysi og hörmungum í hamingju- lausum heimi. Eg vildi í allri einlægni hvetja ykkur öll til að dvelja um stund við þessa hugs- un, við endalok dagsins, og þá munuð þið minnast þessa að þeirra vegna finnið þið öryggi í draumværri næturhvíld og þeirra vegna hafið þið nokkra á- stæðu til að fagna komandi degi. Þegar við í framtíðinni höld- um þakkargerðar hátíðir í heimahúsum, ættum við að verja nokkrum mínútum, að minsta No. 19—VETERAN’S LAND ACT (continued) SMALL HOLDINGS—II The maximum assistance for all purposes is S6.000.00. The veteran deposits 107o of the cost of land and permanent improvements and contracts to repay two-thirds of such cost on the amortization j plan with interest at 3V27o over periods up to twenty-five years. To qualify for this type of enterprise the veteran must be in employment that is likely to be continuous. Under this feature of the Act veterans may establish homes in healthful surroundings away from crowded and high taxation centres. Applications should be made to the nearest office at Winnipeg. I Brandon or Dauphin. | \ This space contributed by THE DREWRYS LIMITED MD142 kosti, sem helgaðar eru minn- ingu þessara horfnu bræðra þess- ara hetja, sem hnigu svo við mættum lifa og njóta lífsins. Án þeirra hefðum við litla eða enga ástæðu að halda þakkargerðar- hátíð og án þeirra gætum við ekki notið frelsis né heimilis hamingjunnar á komandi árum. Þegar við, á jólunum minn- umst hans, sem til mestrar gæfu hefir í heiminn fæðst af því hann hefir mannkyninu til mestrar hamingju lifað, ættum við einn- ig að minnast þeirra sem fórn- uðu öllu okkur til gagns og gæfu. Án þeirra yrðu öll vor jól, um óákveðin tíma, döpur og gleðisnauð. Það gerir okkur að betri mönnum og konum að minnast þeirra og jafnframt þeirra, sem mesta tjónið hafa liðið og mesta hrygð bera í brjósti yfir fráfalli þeirra. — Þannig getur fórn þeirra borið beztan ávöxt í efling þeirrar bróðurhyggju og bróðurkærleika er ávalt ætti að einkenna hið kristna samfélag mannanna. Við minnumst Jesú Krists ekki einungis á fæðingarhátíð hans, heldur einnig dauða guðshetj- unnar góðtf, sem dó til sigurs sannleikanum, réttlætinu og kærleikanum. Alt fórnar-líf og allur fórnardauði minnir okkur ósjálfrátt á hann og sömuleiðis skyldi fyrirdæmi hans minna okkur á fórnarlíf og fórnar- dauða annara, sem einnig dóu til lausnargjalds fyrir .marga. Því oftar sem við minnumst þeirra á sérhverri hátíð og á sér- hverjum degi því meir eflast okkar góðu hvatir til að lifa mönnunum til hamingju, heim- inum til gagns og guði til dýrð- ar. Ljósið er ávalt dýrðlegt en fegurst þó í litrofinu, fegursti lífgeislin er sá sem stafar út frá þörf þess manns, “sem hetja dó til bjargar öllum heimi.” Kæru syrgjendur! Það er svo undur fátt sem við getum sagt eða gert til að votta ykkur sam- úð og bróðurhug. En þetta vilj- um við að þið munið, að við erum með ykkur í sorginni, biðjum leyfis að vera það, því þótt þið hafið mist mest höfum við einn- ig mist mikið. Alt sem við gerum í dag er aðeins lítil tilraun til að tjá ykkur þakkir og samúð. Við vitum vel að þessi tilraun er ófullkomin og ófullnægjandi okkur sem ykkur, en vonum samt að það færi okkur nær hvert öðru í sorginni en í fram- tíðinni er aðeins eitt að gera “í, ættar hefnd”, og það er með guðs hjálp að gera þær hugsjónir að veruleika sem ástvinir ykkar fórnuðu sjálfum sér fyrir með, því, að gera þetta nágrenni að kristilegu samúðar og samvinnu félagi sem vert var að deyja fyr- ir, að berjast, að lifa fyrir og deyja fyrir. Með því að stuðla að því með öllum kröftum lík- ama og sálar, að fórn þeirra verði ávaxtarsjóður í eign þessa kæra lands, sem efli hamingju þess og heiður í allri framtíð; með því að hjálpa til, með ráði og dáð, að þær hugsjónir lifi, sem þeir féllu fyrir svo heimur- inn megi verða bræðrum þeirra slíkt heimili friðar og framfara, sem hann gæti orðið ef allar hendur og allra hugir sameinast til að byggja hér betra jarðlíf. Fyrir þessar hugsjónir börð- ust þeir og lifðp — þeir sem með okkur eru heimkomnir frá hildi og þeir, er með okkur dvelja í anda þótt hinsta hvílan sé heið- arleg hermannsgröf fjarri þeirra fósturmold. Guð gefi okkur öllum styrk og leiðbeiningu í því starfi, svo andi þeirra megi sjá hinn feg- ursta lifsgróður á þeirra eigin leiðum. Engin minnismerki eru jafn viðeigandi og tignarleg. Guð blessi ykkur í sorginni og okkur í starfinu. — Amen. ▲ I have been asked to read a few lines, that express the senti- ment of one of our honored dead towards you, while he was still alive. Although this reveals the thought of one, I am sure it ex- presses the sentiment of all the boys, living or dead. This is taken from the letters of Bert Stinson-Johnson, to his foster- mother, Mrs. Stinson, who says: “I would like the people to know how much he (Bert), ap- preciated what they have done for him and to thank Bert’s many friends and the Ladies’ Aid’s for all the cigarettes and boxes and letters he received. He said he could never thank them as much as it was worth. It would have to wait for his homecoming. — Specially he thanked the Girl’s Club for their wonderful work. To quote him: “It is impossible to describe how much that means to us. It seems to give us more strength and courage to meet the bitter struggle we have to endure. I always feel that the harder we fight, the sooner we will get home to our loved ones. It often seems a long, long time between mail days, but then we get all the more to share with our comrades.” He furthermore said: “I hope and pray that you people at home will never have to go through the hornor and hardship, the poor people over here have to face. It is someting no one can imagine, that has not seen it, and the further we go the worse it gets.” In one of his last letters, he hoped it would not be long till he could come home to the land of plenty and freedom. This from the letters of one of them to the one he loved as a true mother, as she loved him as if he had been of her own flesh and blood. While listening to those words from the griave, I am sure every soldier and every soldier’s mother realizes it might have been himself or her son, and in a very real sense they died for them and all of us. FRÉTTIR FRÁ ISLANDl Þórhallur Ásgeirsson kominn I af þingi Alþjóðavinnu- málasambandsins Fulltrúi Islands á þingi Al- þjóðavinnumálasambandsins, — Þórhallur Ásreigsson, fulltrúi .í utanríkisráðuneytinu er kominn heim, en eins og kunnugt er gekk Island í stofnun þessa á þingi, sem haldið var í París fyr- ir skömmu. Alþ j óðavinnumálasambandið var stofnað eftir síðustu heims- styrjöld í sambandi við» Þjóða- - bandalagið, en þó sem sérstök stofnun og er enda eina stofnun Þjóðabandalagsins, sem lifað hefir af þessa styrjöld og þykir | sanna nauðsyn slíkrar stofnunar. — Eitt aðalverkefni þingsins var að ræða samband stofnunarinnar við samband hinna sameinuðu þjóða og var kosin nefnd til að athuga það mál. Auk Islands fengu inngöngu í sambandið ítalía og Guatemala. Fulltrúar Norðurlanda fögnuðu því mjög að Island gerðist með- limur, en það var samkvæmt á- kvörðun Alþingis, að sótt var um upptöku í sambandið. Alþj óða vinnumálasambandið fjallar um vinnumál og félags- mál alment og á þingum þess eiga sæti fulltrúar frá ríkis- stjórnum þeirra landa, sem eru meðlimir í sambandinu, ásamt fulltrúum frá verkamönnum og atvinnurekendum. —Mbl. 18. nóv. * * * Dronning Alexandrine kom með 155 farþega Dronning Alexandrine kom hingað kl. rúmlega 12 í fyrrakv. Með skipinu komu 155 farþegar. Þar af tæplega 50 Islendingar, en hitt Danir, Norðmenn og Fær- eyingar. Þetta er fyrsta ferð skipsins hingað til lands síðan stríðinu lauk. Kom það hingað frá Höfn, en hafði viðkomu í Færeyjum.—Þjóðv. 18. nóv. AFMÆLISKVEÐJA FRÁ ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGINU Eftr dr. Richard Beck (Flutt á 60 ára afmælishátíð Hins evangeliska lúterska kirkjufé- lags Islendinga í Vesturheimi í Winnipeg, 22. júní 1945) Herra forseti! Virðulegi sendi- fulltrúi frá íslandi og aðrir góðir gestir! Háttvirta samkoma! Stjórnarnefnd Þjóðræknis- félagsins er innilega þakklát fyrir þá vinsemd, er fram- kvæmdarnefnd Hins evangelisk- lúterska kirkjufélags Islendinga í Vesturheimi sýndi félagi voru með því að bjóða því að eiga fulltrúa,er flytti kveðjur á þessu söguríka 60 ára afmælisþingi kirkjufélagsins. Jafnframt vil eg nota þetta tækifæri til þess að þakka kirkjufélaginu hjartan- lega fyrir hinar hlýju kveðjur, sem það sendi félagi voru á 25 ára afmæli þess í fyrra vetur. Slíkar kveðjusendingar eru miklu meira virði en margan grunar. Þær eru gagnskifti góð- viljans, en einskis er oss fremur þörf í félagslegu starfi á hvaða sviði sem er. Mér er það því sérstaklega ljúft hlutverk að hafa verið falið að flytja kirkjufélaginu kveðjur og velfarnaðaróskir Þjóðræknis- félagsins á þessum merku tíma- mótum í sögu kirkjufélagsins. Kirkjan íslenzka vestan hafs hefir verið meginstoð í þjóð- ræknisbaráttu vorri á liðinni tíð. Trúrækni og þjóðrækni hafa mjög fallið í sama farveg, vérið vígðir og fastknýttir þættir í sögu íslendinga í landi hér. Og enn eru þeir áreiðanlega margir í vorum hópi, sem heilhuga taka undir með skáldinu: “Og allir þeir, sem guði sínum gleyma, þeir glata fyrstir sinni þjóð.” Ekki er það heldur orðinn neinn smáræðisskerfur, sem þetta kirkjufélag hefir, beint og óbeint, lagt til þjóðræknislegrar viðleitni vorrar, til varðveizlu máls vors, hugsjóna-arfs og ann- ara menningar-verðmæta vorra, með víðtæku og margþættu starfi sínu á liðnum 60 árum. — Fyrir þá mikilvægu starfsemi í þágu þjóðræknismála vorra vil eg, í nafni Þjóðræknisfélagsins, þakka kirkjufélaginu af heilum huga, jafnframt því, sem eg flyt þér, herra forseti, prestum, kirkjufélagsins og safnaðarfólki þess í heild sinni kærar kveðjur félagS vors og blessunaróskir ykkur öllum til handa. Hér er vitanlega hvorki staður né stund til þess að rekja nánar fjölþætta hlutdeild kirkjufélagsins í þjóðræknis- málum vorum, þó fróðlegt hefði verið, né heldur hægt að geta allra hinna mörgu í hópi félags- manna þess, karla og kvenna, sem verið hafa einlægir unn- endur þeirra* mála og lagt þeim lið víðsvegar um byggðir vorar. Eg verð að láta mér nægja að nefna þá aðeins úr þeirra flokki, sem mest hafa komið við sögu Þjóðræknisfélagsins, skipað þar lengst embætti eða eiga nú sæti í stjórnarnefnd þess, jafnhliða því, sem þeir hafa gengt öðrum nefndarstörfum í þágu þess. Úr hópi prestanna eru það séra Jónas A. Sigurðsson, árum saman forseti Þjóðræknisfélags- ins, séra Runólfur Marteinsson, fyrrum varaforseti þess og um mörg ár skólastjóri laugardags- skóla þess; séra Valdimar J. Ey- lands, vara-forseti félagsins um allmörg undanfarin ár og áður ritari þess og vara-forseti; séra Sigurður Ólafsson, fyrv. ritari þess; og séra Egill H. Fáfnis, nú- verandi vara-féhirðir og fyr- verandi vara-fjármálaritari, og séra B. Theodore Sigurdsson, fyrrverandi vara-ritari. Úr flokki leikmanna skulu þessir sérstaklega nefndir: Jón J. Bildfell, forseti þjóðræknis- félagsins um margra ára skeið, auk þess, sem hann hefir skipað sess vara-forseta og ritara; Ásmundur P. Jóhannsson, fé- hirðir og vara-féhirðir árum saman, umsjónarmaður laugar- dagsskóla félagsins í meir en áratug, er átt hefir kringum 20 ár sæti í stjórnarnefnd þess; Árni Eggertson, féhirðir félags- ins í hálfan annan áratug, er einnig gengdi embætti vara-for- seta; Guðmann Levy fjármála- ritari í meir en 10 undanfarin ár; Sigurbjörn Sigurjónsson, skjalavörður félagsins fyrstu tvö árin; Sigurður W. Melsted, skjalavörður árum saman; Finn- ur Johnson, er gegndi því em- bætti um fjögur ár; Mrs. Ingi- björg Jónsson, vara-ritari um allmörg ár og skólastjóri laugar- dagsskólans um langt skeið, eina konan, sem átt hefir sæti í stjórn arnefndinni; Grettir L. Jóhann- son ræðimaður, núverandi fé- hirðir og Árni G. Eggertson, K. C. núverandi vara- fjármála- ritari. Enn aðra mætti nefna úr leikmannahópi félagsins, þó eigi verði lengra út í þær sakir farið. En þeim öllum, sem þar eiga hlut að máli, bera sérstakar þakkir fyrir áhuga sinn og menningarlega starfsemi í þá átt. Minnugur er eg þess einnig að jafnframt því, sem haldið pr á þessu þingi 60 ára starfsafmæli kirkjufélagsins, er að verðugu minnst 100 ára afmælis hins mikilhæfa og ástsæla leiðtoga þess, dr. Jóns Bjarnasonar. Hann var íslendingur og þjóð- ræknismaður í orðsins fegurstu og sönnustu merkingu; vildi bæði varðveita og ^vaxta hinn íslenzka menningararf sinn og að vegur hinnar íslenzku þjóðar yrði sem mestur. Hann getur verið oss til fyrirmyndar um heilhuga og heilbrigða rækt við VERZLUNARSKOLANAM Aldrei hefir verið eins nauðsynlegt og ein- mitt nú, að hafa verzlunarskóla mentun, og það fólk sem hennar nýtur hefir venju- lega forgangsrétt þegar um vel launaðar stöður er að ræða. Vérhöfum nokkur námsskeið til sölu við fullkomnustu verzlunarskóla í Winnipeg. Spyrjist fyrir á skrifstofu vorri þessu viðvíkjandi, það margborgar sig. The Viking Press Limited Banning og Sargent WINNIPEG :: MANITOBA

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.