Heimskringla - 05.12.1945, Blaðsíða 3

Heimskringla - 05.12.1945, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 5. DES. 1945 HEIMSKRINGLA 3. SIÐA ættar og menningarerfðir vorar, og enn er snilldarræðan, sem hann flutti á fyrstu þjóðhátíð- inni íslenzku vestan hafs, í Milwaukee, 2. ágúst 1874, hin tímabærasta þjóðræknishvöt. “Saga er minnug sinna manna. Á sigurspjöldum minninganna hvert nafn er römmum rúnum fest.” Þannig komst Valdimar V Snævar sálmaskáld að orði í hin- um fagra lofsöng sínum í lýð- veldis-hátí ðarhef ti “Kirk jurits- ins” í fyrra. Skylt er oss einnig að geýma í þakklátum huga niinninguna um þá, sem hæst hafa borið merki manndóms og nienningarerfða vorra á hérlend- um vettvangi. Slík ræktarsemi er trúmenska við hið bezta í sjálfum oss. En óhögguð standa orð Jóns Magnússonar skálds: “Sú þjóð, sem tignar trúmensk- una í verki, hún tendrar eilíf blys á sinni gröf.” Vér lifum á tímum hinna ör- lagaríkustu atburða. Aldrei hafa vorar borgaralegu skyldur lagt oss þyngri byrði á herðar; aldrei hafa meiri kröfur verið til vor gerðar sem kristinna manna og kvenna. Mættum vér verða sem drengilegast við þeim kvöðum og kröfum samtíðarinnar. Og eg á ekki betri ósk kirkjufélaginu til handa en þá, að það megi enn um langt skeið leggja sem úrýgstan og margþættastan skerf til hinna íslenzku félagsmála í landi hér og til auðugra menn- ingarlífs þeirra landa, sem vér búum í, Canada og Bandaríkjun- um. Eg lýk máli mínu með orð- um sálmsins ódauðlega: , Faðir andanna, frelsi landanna, ljós í lýðanna stríði, send oss þitt frelsi, synda slít helsi, líkna stríðanda lýði. Faðir ljósanna, lífsins rósanna, lýstu landinu kalda. Vertu oss fáum, fátækum, smáum, líkn í lífsstríði alda. Mrs. J. B. Skaptason, 378 Maryland St., Winnipeg tekur á *nóti áskriftargjaldi fyrir “Hlín” Sem að vanda. afnbréf vort Inniheldur 15 eða fleiri ®&undir af húsblóma fræi sem sér- ^aklega er valið til þess að veita sen "'esta fiölbreytni þeirra tegunda er “Pfetta vel inni. Vér getum ekki gefið skríi yfir þag eða ábyrgst vissar og Ukveðnar tegundir því innihaldinu ei ®reytt af og til. En þetta er miklll Peningasparnaður fyrir þá sem óska efÚr indælum húsblómum. Bréfin 15c; 2 bréf 25c, póstfritt. FRí—Vor stóra útsœðisbók íyrir 1946 Strax og hún er tilbúin 75 dominion seed house Georgetown, Ontario ^,niiiiiiiiiiniiiiMiiiiioiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiraiiiiiiiiiiiniMiiiiiiiiv | INSURANCE AT . . . REDUCED RATFS § | Q Fire and Automobile = • 1 5 I STRONG INDEPENDENT I ö 1 COMPANIES 5 1 • j McFadyen j | Company Limited F | 362 Main St. Winnipeg | I i Dial 93 444 ^"'""'UlamilMIIIIIUIIIIIIIIMIIUMimillMinMUIIIIIIMUMIIIIIMimOi TIL JóNASAR FRÁ KALDBAK Lundar, Man., 2. des. 1945 Góði vinur: “Skjátlast þó skýrir séu”. Þetta lífsanna orðtæki kom mér til hugar þegar þú leggur Matthías sál. milli tannanna út af “eilfíð- arblóminu, sem deyr”. Dálítið meiri athugun hefði gefið þér til, vitundar, að skáldið notar orðið “eilífðarblóm í eignarfalli þ. e. a. s. blóm, sem heyrir eilífðinni til, en er samt dauðlegt eins og við, Jónas minn; því eg býst við að þeir sem husla hismið, noti það orð um okkar jarðneska viðskilnað, enda þótt við heyrum eilífðinni til, séum þaðan komnir og hverfum þangað aftur. Skáld- ið huglar sér þúsund ára sögu þjóðar sinnar, sem blóm með lit- um, lífi og ilmi — og titrandi tárum, sem hverfur svo í eilífð- arhaf tímians; en það er reyndar um tímann að segja, að einr^dag- ur getur orðið sem öld eða jafn- vel aldir og öldin sem augnablik alt eftir aðstæðum og hugar- ástandi hugleiðarans. Islsndingar hafa löngum níðst • á skáldum sínum og íslenzkar bókmentir eru snauðar af hlut- rænum ritdómum — nema þá helzt í Eimreiðinni og eru þó rit- dómar helzt til mikið litaðir af psrsónulegum stjórnarfars og lífsskoðunum ritstjórans. Eink- um upp á síðkastið. Aftur á móti er til mikil mergð af oflofi og of- lasti, hleypidómum og hrotta- skap, íllkvitni og misskilningi á íslenzku máli um íslenzkar bók- mentir. Þú hefir orðið fyrir þessu engu síður en aðrir, Jónas minn, því menn hafa séð hjá þér gall- ana gegnum sjónauka, en snúið svo verkfærinu við þegar þeir ætluðu að fara að athuga kost- ina. “Allar erum við nú brotlegar systur,” sagði abbadísin. Það er heldur ekkert á móti því, að benda á gallana sé það gert með góðhug og varasemi. Mér blöskr- ar nú samt þegar góðir menn og góð skáld vanskilja svona hrap- arlega orð og andann í gim- steinum íslenzkra ljóða. Með því er ekki einungis sveigt að höfundinum heldur þjóðinni, sem þá er álitin ómyndug, að velja sér það bezta til ævarandi J geymslu. Eg þekti Matthías og hef fáa menn meira virt bæði fyrir gáfur og góðmensku. Satt að segja kom sú kynni mér til að trúa því, að hann myndi naumast fara með helbera vitleysu og eg held það sé nokkuð gapalegt að hugsa sér vitrustu mennina gera það, enda þótt einhverjir gallar kunni nú að finnast á verkum þeirra. — En það rnunu ekki vera margir stórgallar á þjóðkvæðinu fræga “Ó, guð vors lands”. Þú verður nú að virða mér það til vorkunnar, góði kunningi, þótt eg vilji bera blak af öld- ungnum elskulega þegar að hon- um er varpað óverðskulduðum hnútum, — eg myndi jafn fús aö bera blak af þér og geri eg það, þó ekki fyrst og fremst þín vegna heldur sjálfs míns vegna. Já, meðal annara orða, út fif írafarinu í ykkur Guðmundi út af Sumerunum, tók eg mig til að lesa alt um þá, sem eg gat, í þeim beztu fræðiritum, sem mér bspnaðist að ná í. Það er álit þeirra, sem bezt ættu að vita, að þeir séu afgreining frá forn- mongólskum tyrkja þjóðflokk- um og hafi að líkindum komið frá Armeníu niður í Mesapot- amíu dalinn svoma um tvö þús- und og fimm hundruð árum fyr- ir Krists burð. Að einhverjir þeirra hafi kunnað að flytjast til Norður- landa t. d. sem þrælar, skal auð- vitað ekki fortaka, en mál þeirra er mongólskt að uppruna og án beyginga, en siðir þcirra og menning mjög fjarskyld ásatrú og fornaldar menning feðra HJALPARSTÖRF meðal namumanna Þetta starf á Bretlandseyjum er rekið af nefnd, sem samanstendur af bæði eigendum og námumönnum. Þessi sama nefnd sér um inntektir samkvæmt lögum brezka þjóð- þingsins frá 1920 og koma tillögin frá hreinum ágóða af kola- námum og öðrum námugreftri. Þannig hefir félag þetta, síðan það var stofnsett, eytt sex miljón sterlingspunda til aukinna þæginda námumanna. Hús þetta, er hér er sýnt að ofan er eitt af verkum þess. vorra. Aftur á móti eru ýmsar sagnir biblíunnar, svo sem sköp- unar, syndafallssagan og synda- fallssögnin, frá þeim komin. — Þetta var mikil menningarþjóð en glataði skjótlega tungu sinni fyrir samruna við Akkadians og síðar Babyloníu-ibúa. Margt er ennþá órannsakað þeim viðvíkj- andi. Aðal heimild mín er History of Sumer and Akkad, by L. W. King, prófessor, published 1910, og svo ritgerðir eftir forn- fræðingana J. D. Prince og F. Thureau-Dongin. Eg held að Snorra sé alveg ó- hætt þeirra vegna. Verði þér æfin öll að jólum. Þinn einl., H. E. Johnson VARÐSKIPIN UNDIR ISLENZKUM FÁNA Varðskipin nýju, sem sagt var frá nýlega, verða afhent Islend- ingum formlega á fimtudaginn. Pálmi Loftsson, forstjóri Skipa- útgerðar ríkisins, bauð blaða- mönnum í gær að skoða skipin og veitti um leið ýmsar upplýsing- ar um þau. Kaupverð skipanna þriggja er rúmlega 1 miljón krónur, hingað komin. — Hafai Bretar sýnt hina mestu velvild í sambandi við skipakaupin. Yfirmenn á skipunum Ákveðið er hverjir verða yfir- menn á varðskipum þessum. — Skipstjórar verða: Eiríkur Krist- ófersson, Þórarinn Björnsson og Hannes Friðsteinsson, en stýri- menn þeir Stefán Björnsson frá Laufási, Magnús Björnsson og Pétur Jónasson. Vélstjórar verða Kristján Sigurjónsson, Ólafur Sigurðsson og Emil Pétursson. 12 manna áhöfn verður á hverju skipi. Upplýsingar um skipin íBlaðamönnum voru gefnar eft- irfarandi uplýsingar um skipa- kaupin og skipin sjálf: Hinn 27. júlí í sumar skrifaði dómsmálaráðherra forstjóra Skipaútgerðar ríkisins, og fól honum að athuga möguleika á því að kaupa eða láta byggja varðskip. Um mánaðamótin júlí og ágúst fór forstjórinn til Bret- lands, að tilhlutun samgöngu- málaráðherra, til þess að at- huga möguleika fyrir byggingu strandferðaskipa. 1 Bretlandi sneri forstjórinn sér til sjóbernaðaryfirvaldanna (Admirality), og fór þess á leit að fá keypt skip til landhelgis- gæslu við Isalnd.,— Var þeirri málaleitun mjög vinsamlega tek- ið og skoðaði forstjórnin skip í ýmsum flotahöfnum í Englandi og Skotlandi, og varð það úr að þessi skip voru valin, og sam- þykti ríkisstjórnin síðar kaup á þeim. Attu að fara til Kyrrahafsins Skip þessi voru notuð í styrj- öldinni, aðallega til þess að sigla í þýðingarmiklum erindum til Svíþjóðar og Noregs. — Þegar svo stríðinu lauk í Evrópu voru skipin tekin til gagngerðrar skoðunar og endurbóta, í því augnamiði að nota þau í styrj- öldinni við Japani. Um það leyti sem forstjóri Skipaútgerðarinn- ar var í Bretlandi, lauk styrjöld- inni við Japani, og opnuðust því möguleikar á að 'fá nefnd skip fyrir ísland. — Var þá endurbót- um og viðgerðum haldið áfram í því augnamiði að nota þau sem varðskip við Island. Menn úr brezka sjóhernum sigldu skipunum hingað, og áttu þau að vera komin fyrir hálfum mánuði, og var búið að fastsetja komudaginn, en þeim seinkaði vegna þess að sveifarás brotnaði í einni vélinni í einu skipinu, og ýmsir aðrir gallar komu fram á þeirri vél, svo að seljendurnir gengu inn á að setja nýja í stað- inn, en vegna verkfallanna í Bretlandi mun flutningur á vél- inni hafa tafist, og þess vegna seinkaði skipunum meira en bú- ist var við í fyrstu. Ganga 24 mílur Skipin eru um 130 tonn, bönd og bitar úr stáli, en birðingur úr mahogný. 1 hverjum bát eru fjögur vatnsþétt þil. Hvert skip hefir þrjár vélar, 800 til 1000 ha. hverja, og þrjár skrúfur. — Einnig hefir hvert skip tvær 15 kilovatta rafmagnsstöðvar. — Ganghraðinn getur verið mestur ca. 24 mílur á klst., en á einni vél um 12 mílur. Skipin eru mjög vel útbúin að öllum áhöldum, svo sem talstöð, hátalara, ljós- kastara, rafmagnshraðamælir, bergmálsdýptarmælir * o. fl. Björgunarskip Á s. 1. hausti var gerður samn- ingur við slysavarnarsveitirnar i Vestfjörðum um byggingu á lýju varð- og björgunarskipi fyr- ir Vestfirði. 1 samningnum var gerð ráð fyrir að slysavarnar sveitirnar legðu fram alt að 200,- 000 kr. til kaupa eða byggingar slíks skips, með því skilyrði að skip þetta stundaði varðgæslu fyrir Vestfjörðum á tímabilinu frá 15. október til apríl-loka vet- ur hvern. Samkvæmt þessum samningi mun eitt þessara skipa verða ætl- að til þessarar þjónustu, ef þau reynast heppileg til þess, svo sem gera má ráð fyrir.—Mbl. 20. nóv. FRÉTTIR FRÁ ÍSLANDI Söngkonan Elsa Sigfúss komin heim Söngkonan Elsa Sigfúss kom hingað flugleiðis frá Stokkhólmi í fyrradag, ásamt fjögurra ára kjördóttur sinni, Eddu. Hún hefir ekki komið hingað til lands síðan 1939, og fagna landar hennar því að eiga von á að heyra söng hennar á næst- unni. Mun hún halda nokkra hljómleika hér, á næstunni. — Mér lízkt mjög vel á mig hér, sagði Elsa, þegar hún átti vðital við blaðamenn í gær á heimili frú önnu Friðriksson. Eigi kvaðst hún geta sagt neitt ákveðið um það hve lengi hún dvelst hér að þessu sinni, þó mun mega fullyrða að það verði eitt- hvað fram eftir vetrinum. Elsa Sigfúss hefir starfað við danska útvarpið í 12 ár og nýtur mikilla vinsælda meðal danskra hlustenda. Þegar Radiovisen efndi til samkepni varð Tedde Petersen nr. eitt en Elsa nr. tvö. Á stríðsárunum höfðu Þjóðverj- ar ritskoðun á öllu sem sungið var í útvarp og ýmsir meinlaus- ir danskir söngvar voru bannað- ir eins og t. d. Höjt imod sky skal Lærkene synge, en þegar Danir sungu þetta grunuðu Þjóð- verjar þá um að þeir ættu við brezkar flugvélar. Einu sinni fékk útvarpsstjórn- in bréf frá Berlín, þar sem óskað var eftir að Elas Sigfúss kæmi þangað til að syngja enska söngva. Hún neitaði, ef hún ætti að syngja áróður. Nokkru síðar kom svar frá Berlín og þóttust Þjóðverjar aldrei hafa óskað eft- ir henni. Þegar Þjóðverjar tóku dönsku lögregluna neitaði Elsa að syngja í útvarpið, en þegar hún náði sambandi við Frelsisráðið var á- kveðið að starfsmenn útvarpsins skyldu halda áfram störfum, þar sem annars væri hætta á að Þjóð- verjar tækju útvarpið að öllu í sínar hendur. Einu sinni kvaðst hún hafa verið að smygla patrónum frá Fjóni til Raupmannahafnar. — Geymdi hún þær í tösku og lagð: varalit, sem líktist patrónu við hliðina á töskunni. Þjóðverji einn tók varalitinn og velti hon- um vandlega fyrir sér. Kallaði hún þá til hans: Varaðu þig, það getur sprungið! Fleygði hann þá varalitnum niður í töskuna. Einu sinni kvaðst Elsa hafa veikst og verið flutt í sjúkrahús. Kristján konungur lá þar einnig Hhagborg U FUEL CO. n ★ Dial 21 331 no'FU) 21 331 um sama leyti. Einn daginn sagði hjúkrunarkonan Elsu að drotningin ætlaði að koma til hennar, kvaðst hún ekki hafa trúað því fyr en drotning kom. Ræddi hún við hana langa stund m. a. margt um ísland. Kvaðst drotningin hafa fengi tvö birki- tré frá Islandi og gróðursett þau við sumarhús sitt á Skagen. — Annað þeirra festi rætur. Elsa mun væntanlega halda hér kirkjuhljómleika; syngja kantötu eftir Buxtehude, syngja íslenzk lög, flytja nútíma tón- list og klassiska tónlist. Þá mun hún ennfremur syngja í útvarp- ið. Þá hefir hún hug á því að . syngja á nokkrum stöðum úti á landi. Á stríðsárunum söng Elsa inn á nokkrar plötur, er ekki hafa komið hingað en þeirra mun von með Drotningunni. Upphaflega var ráðgert að Elsa kæmi hingað miklu fyr, eða 22. okt., en fékk enga ferð. Beið hún í vikutíma í Stokkhólmi Var móðir hennar, frú Valborg Einarsson þar eftir, en er vænt- anleg á næstunni. Kvað Elsa fjölda Islendinga nú vera í Stokkhólmi og bíða ferðar heim. —Þjóðv. 13. nóv. ★ * * Stúdentar mótmæla eindregið allri ásælni erlendra ríkja Á fjölmennum stúdentafundi, sem haldinn var í gærkvöld í Háskóla Islands, var einróma samþykt eftirfarandi tillaga, er borin var fram af fulltrúum allra pólitísku félaganna í Háskólan- um: “Almennur stúdentafundur haldinn í Háskóla íslands, mánu- daginn 18. nóv. 1945, samþykkir eftirfarandi ályktun: Háskólastúdentar lýsa sig ein- dregið andvíga því, að nokkru erlendu ríki verði veittar hem- aðarbækistöðvar hér á landi, þar sem slíkar ráðstafanir mundu leiða af sér alvarlega hættu fyrir frelsi vort, tungu og þjóðerni. Stúdentar telja að forráðam. þjóðarinnar beri að vísa tafar- laust á bug hverskonar ásælni erlendra ríkja hvaðan sem hún kemur og í hverri mynd, sem hún birtist. Ef ísl. ríkið gerist aðili í bandalagi hinna sameinuðu þjóða, telja stúdentar, að leggja verði ríka áherzlu á það, að þjóð- inni sé það lífsnauðsyn vegna þjóðernis og menningar sinnar, að landið verði ekki gert að neinskonar hernaðarbækistöð í þágu hinna sameinuðu þjóða, þótt íslendingar séu að öðru leyti reiðubúnir til þess að leggja fram sinn skerf til eflingar friði og samvinnu þjóðanna.” KAUPIÐ HEIMSKRINGLU— útbreiddasta og fjölbreyttasta íslenzka vikublaðið Til Á Fullkomnar ánægju 1 Vefjið Sígarettur B vðar úr ™ J ■ m I! OGDEN'S Jf M FINE CUT j jt_ eða reykið OGDEN#S CUT PLUG í pípu. Æ 1 °

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.