Heimskringla - 05.12.1945, Blaðsíða 4

Heimskringla - 05.12.1945, Blaðsíða 4
4. SlÐA HEIMSKRINGLA i&eímskrínivla (StofnuB lttt) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsimi 24185 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON "Heimskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24 185 ................ WINNIPEG, 5. DES. 1945 Innanlandsstríðið í Kína Fréttir frá Kína eiga það sameiginlegt orðið við aðrar. stríðs- fréttir, að þær auka ekki skilning manna á því, sem fram fer. Eitt má þó úr þeim lesa: Eftir átta ára stríð við skæðan óvin, er blóðug barátta á ný hafin milli þegna landsins. Út í frá virðist hörmulegt til þessa að vita. En svo er sagt að ástæður séu til alls. Hvað sem því líður, frestar þetta þeim degi, að þjóðin sameinist um viðreisnarstarfið undir einni viður- kendri stjórn. En því lengur sem það dregst, því meiri er hættan á að erlendar stjórnir fari að láta sig þetta skifta. Og hvað af því leiddi er auðráðið. Stjórnmál eru smitandi. Og sýklar þeirra eru ólíkir öðrum sýklum að því að loftslag á alls staðar jafnt við þá; það dregur aldrei úr áhrifunum. Ef fylking einnar stefnu þynnist eða gisnar, fyllist skarðið oft skjótt frá einum eða öðrum velunnara stefn- unnar. Þetta hefirekki enn átt sér stað í Kína, en það á eftir að koma þar fram, ef innibyrðis-óeiningin verður ekki brátt jöfnuð. Öðru megin stendur Chiang Kai-Shek stjórnin í Chungking, erfingi Sun Yat Sen byltingarstefnunnar gömlu, en sem nú er orðin mikil hægri stjórn. Andstæðir henni eru svonefndir kom- múnistar, sem, þó einu sinni væru stífir fylgjendur Marx, eru nú hógvær umbótaflokkur, sem nær stendur þeim skoðunum, sem lýðræði gætu þjónað, en stjórn Chiang Kai-Sheks. Kommúnista nafnið gefur rangar hugmyndir um flokkinn. Það eru litlar sannanir fyrir að kommúnista-flokkurinn sé studdur af Rússum. A síðast liðnu sumri skrifaði Rússastjórn undir samning við Chiang Kai-Shek og viðurkendi stjórn Kína, sem hún er líkleg að gera, hver sem stjórnin verður. Fréttir virðast og bera með sér, að rússneskur her haldi sumum mikils- verðum stöðum í Mansjúríu fyrir kínversku kommúnistunum, þar til að her Chiang Kai-Shek kemst þangað. Bandaríkin veita á svipaðan hátt kínversku stjórninni nú aðtsoð meðan hún er við völd. Að þeirri stefnu verði fylgt má ráða af því, að þau hafa nú gert Marshall yfirhershöfðingja að sendiherra í Kína. En þessi utan að komandi aðstoð, gefur hreint ekkert til kynna um að styðja eigi Chiang Kai-Shek með henni til sigurs í innan- landsstríðinu. Kommúnistarnir eru góðir víðavangs-hermenn. Á síðast liðnum tveim árum börðust þeir betur en Chiang Kai-Shek herinn á móti Jöpum og vann fleiri sigra. Viðureign þeirra og Chiang Kai-Shek getur því orðið löng. Fyrir kínversku þjóðina væri það farsælast, að innanlands baráttunni lyki sem fyrst. Ef hún heldur lengi áfram, getur mjög auðveldalega af því leitt, að Rússar og Bandaríkjamenn yrðu að taka þar við stjórn og þetta mikla land og fjölmenna, að tapa öllu stjórnarfarslegu sjálfstæði. Af því gætu er frá líður sprottið upp flokkar, er hver um sig þætt- ust vita vilja þjóðarinnar og leita aðstoðar Rússa eða Bnadaríkj- anna á víxl um að ná völdum. Af því leiddi sama öngþveitið og nú á sér stað: stríð milli stjórnleysingja og herdrotna. JÓNAS HALLGRIMSSON, ALDAR MINNING Kirkjuræða flutt að Lundar og víðar í hinum undurfagra sálmi Valdimars Briems, “Guð allur heimur”, kemst skáldið þannig að orði, um opinberun skaparans í náttúrunni.” Já, hvert eitt blað á blómi jarðar smáu, er blað, sem margt er skrifað á um þig”. Svo heldur skáldið áfram og lýs- ir því hvernig innræti heims- smiðsins birtist í morgunroðan- um, í vorgróðrinum, í stjörnu- dýrð vetrarkveldsins, í stormin- um, í eldingunni og í vorfugla söngum. Annað íslenzjct skáld gerir sína trúarjátningu, og hvetur aðra til að trúa “á tvént í heimi tign, sem æðsta ber; guð í alheims- geimi og guð í sjálfum þér”. Ef skaparinn birtist í hinni óvitru náttúru, hversu miklu fremur mun hann þá ekki opinberast í manninum, í hinni góðu, fögru, vitru og sannleikselskandi sál; enda kemst annað skáld svo að orði: “Sálin er eins og lognblíð lá, ljósanna föður skuggasjá”. Eins og hið tæra, lognbiíða fjalla- vatn endurspeklar alla himin- dýrðina, svo einnig endurvarpar andinn mannlegi þeirri gæða gnótt, er til hans streymir frá uppsprettu allra gæða, guði sjálf- um. Trúboðar fyrri alda fundu ' þessi sannindi og hagnýttu sér þau. Þannig skapast dýrðlinga trúin, sem var í upphafi heil- brigð og betrandi þótt hún á síð- ar yrði — eins og margt annað í trúarbrögðunum — f járplógs og kúgunartæki í höndum auðgráð- ugra og valdasjúkra kirkjuhöfð- ingja. Nú á þessu ári minnist ís- lenzka þjóðin þess ljúflings, er flestum fremur hefir, í eigin per- sónu opinlberað guð fegurðarinn- ar, sannleikans og kærleikans. Þessi maður er listaskáldið góða: Jónas Hallgrímsson, en nú eru liðin 100 ár frá andláti hans. Það er í .rauninni mishermi að tala um arídlát Jónasar því andi hans lifir um órof alda í huga og hjarta þjóðarinnar. Þegar við mælum fagurlega, á íslenzku minnumst við hans, sem með þekking og list hóf þjóðtungu vora upp úr hinni sárustu niður- lægingu og kendi íslendingum aftur að yrkja kliðmjúkt og skrifa fagurlega. Þegar við minnumst þeirra, sem elskuðu fósturlandið með mestri ein- lægni og lifðu því til mestrar gæfu kemur okkur hans nafn í huga. Þegar við sjáum fegurð Fróns með listamanns augum verður Jónas Hallgrímsson okk- ur æ minnisstæður. Þegar við, viljum lýsa því sem vér sjáum fáum við oftast töfratungu hans að láni. Þegar með okkur alast! björtustu vonardraumamir um1 framtíð Islands, leiftra þeirj gleðigeislar um hugskotið, er fá sína fegurstu túlkun í óði hans. I persónu þessa daladrengs birt- ist hin íslenzka sál á upprisu- morgni endurvakningarinnar. Þegar Jónas alþingismaður Jónsson ritar innganginn að úr- valsljóðum - skáldsins byrjar hann mál sitt með því að tilfæra þessa vísu er ort var um Moses: “Úr Nílár svörtu sogi þú sendir lítið barn, að vera verndar logi um voðans eyðihjarn.” Þegar Jónas fyrst sá heimsins ljós var “dapurt í sveitum” og þjóðin hnípti í vanda. Þá áttu örlög Islands sér illar rætur í “fári tíða og slysni mannsihs”. Tæpum mannsaldri fyr gerist eitt hið ægilegasta eldgos, sem sögur herma og spúði ösku og eiturgasi yfir landið svo fénað- urinn féll, fiskarnir fældust frá ströndum og fólkið dó þúsund- um saman af hungri og harð- rétti. Stjórn landsins var dug- laus og fálmandi. Kóngurinn og allir ráðherrar hans út í Kaup- mannahöfn voru ráðalausir og stundum þegar þeir vildu vel gera fórst þeim verst fyrir van- þekkingu sína á staðháttum landsins og þörfum þjóðarinnar. Þá stóð níunda heimsstyrjöldin yfir og batt íslendingum, sem öðrum þröngan skó.D Þá áttu öll stórveldin í stríði þótt höfuð féndurnir — þá sem oftar — væru Frakkar og Bret- ar. Þá, sem oftast, gáfu stórveld- in lítinn gaum að þörfum smá- þjóÖanna. Bretar herjuðu á Dan- mörk en lögðu siglingabann á öll Norðurhöf, svo hvergi var hjálpar að vænta. I hinum kon- unglega ráðsal, út í Kaupmanna- höfn kom það til orða, að eina ráðið myndi nú vera, að flytja þá fáu Islendinga, sem af kæmust upp á hin jósku heiðalönd, sem Danir, í öllu sínu þröngbýli, hefðu til þessa ekki treyst sér til að byggja og ryðja til rækt- unar. í þá tíð bjuggu fátæk prest- hjón: Hallgrímur Þorsteinsson og Rannveig Jónasdóttir á bæn- um Hrauni í Öxnadal í Eyja- Tjarðarsýslu. Þann 16. nóv. árið 1807, fæddist þeim sonur, er var vatni ausinn og nefndur Jónas eftir móður-föður sínum. Saga þessa sveins er glæsileg en mæðusöm samt á marga lund. Níu ára að aldri missir hann föður sinn, er druknaði í Hrauns- vatni við fiskidrátt. Móðir hans flyzt í smábýli nokkurt þar í dalnum og þreyir við þröngan kost. Flestir beztu vinir Jónasar verða skammlífir og hann kveður þá til grafar með hjartfólgnum saknaðarljóðum er seint munu gleymast. Þrátt fyrir fátæktina var sveinninn settur til menta, með tilstyrk þeirra er könnuð- ust við hinar óvenjulegu gáfur hans. í skóla og utan skóla svarf örbirgðin samt fast að honum og hefir að líkindum rænt hann heilsu og langlífi. Einn glampi eins og leiftur- skin dreyfði um dægurbil skugg- unum frá anda einstæðingsins. Að vorlagi þegar sól skein í dali og fíflamir teygðu glókollana upp úr grænu túni hóf prófastur- inn í Laufási heimferð sína úr Reykjavík. 1 fylgd með honum var átján ára dóttir hans, Þóra, og fátækur stúdent, Jónas Hall- grímsson frá Hrauni. Mærin hlustaði á óð og orðræður hins unga skálds, er nú þegar hafði hallast að vísindunum og kunni því betur en nokkur annar að D Það er hin hjákátlegasta heimska að kalla þennan nýaf- staðna ófrið hina aðra beims- styrjöld. Mér telst til að þær hafi verið að minsta kosti ellefu. lýsa dásemdum náttúrunnar í1 enduryngingu vordagsins. Þau leiddust um grænar grundir og hjöluðu margt í heið- nætur skini. Þannig vildu þau helzt ganga og leiðast lífsbraut- ina á enda. Þá efldist sú ást, sem aldrei sloknaði í beggja brjóstum, — en prófasturinn, faðir meyjarinnar var búþegn góður og hygginn á sína vísu og honum leist ekki búmannlega á hið unga skáld, sem ætlaði sér að verða vísindamaður. Skáldin á íslandi riðu ekki feitum hesti frá garði og vísindin voru enn- þá ekki látin í askana út á Fróni. Með prestslegum og föðurlegum myndugleik fékk séra Gunnar afstýrt því, að dóttirin lenti í faðmi þessa “óefnilega” hug- sjónamanns og að frændaráði var hún síðar gift sveitapresti, sem þótti líklegri að komast í álnir með aldrinum. Hún varð fyirrmyndar húsfreyja ssm reyndi að gleyma sínum hjarta- sviða með því að leggja líknar- hendur að annara sárum. — En hann, ástsveinninn hennar ó- gleymanlegi, reikaði einmana um stórborgar strætin í f jarlægu landi. Engin getur verið jafn einmana, sem Islendingurinn er- lendis. Engin þekkir þjóð hans, ættland og tungu og engin kærir sig um að vita nokkuð um þetta afskekta land með þessu kalda, fráfælandi nafni nyrst í útsæ. Jónas undi í blómstrandi lund- um hjá sólhýrum sundum og sá í blámóðu endurminninganna sólroðna jökla, krystalstærar elf- ur, freyðandi fossa, lynggrónar hæðir, fífusund og algróin engi, vaggandi stör og blómstrandi bala, silungsvötn á heiðum og ilmnadi tún í indælum dölum. Þetta var alt saman umgerð um ■eina hugstæða mynd af ljós- hærðri, lokkaprúðri dóttir dals- ins. Um hana orti hann hin feg- urstu og listrænustu ástaljóð, sem Islendingum hafa ennþá gef- ist — þótt fyrirmyndin yrði þeim ekki til þeirrar blessunar, sem bezt hefði farið. Hún varð Hulda í Hulduljóðum. Hún var Jónasi sál landsins í hreinleik óspiltrar æsku. Þessvegan urðu allar kveðjur til henanr andrænar og unaðslegar. Þótt Jónas væri fátækur af þessa heims auði — hefði áreið- anlega verið álitinn mislukkað- ur hugsjónaglópur af hinni þur- drembnu vesturheimsku, þar sem hann notaði ekki hæfileika sína til að krækja sér í peninga, embætti eða völd — reyndist hann samt nógu ríkur til að auðga þjóð sína þeim verðmæt- um er gullinu eru gæfuríkari. Tár hans urðu að andlegum gimsteinum í bókmentasjóði Is- lendinga, andvörp hans að hug- vekjum, hugsjónir hans að her- hvöt til framsóknar. Þegar skáld-1 ið hefur upp raust sína voru Frónverjar alment búnir að glata1 allri trú á hækkandi hag. Bar- lómurinn var undirtónninn í öll- [ um óði íslendingsins og sá þótti þjóðskálda jafni, er átakanlfegast gat útmálað eymd og vonleysi þjóðarinnar. Hann var talandi allra hinna þöglu og þjáðu þús- únda. í kirkjunum var hjalað iim eilífa kvöl að guðs náðarríku ráðstöfun. Sá sem dirfðist að tala um framfarir, andlegar eða efnalegar, var uppreisnarmaður í augum hinna sanntrúuðu. Af orðum kennilýðsins mátti helzt ráða, að góður guð hefði skapað Island í bræði sinni, einungis í þeim tilgangi að kvelja lífið úr þessum fáu fáráðlingum með ís og eldi, drepsó.ttum og hungurs- neyð, óstjórn og einangrun. Is- lendingar voru þá vanir að tala um erlenda sem menningar þjóð- ir til aðgreiningar frá sjálfum sér. Sú hugmynd kom fyrst upp á íslandi að Islendingar væru hálfgerðir skrælingjar. Þá þótti kurteisara að mæla á bjagaðri dönsku en bærilegri íslenzku. — Einn af meiriháttar borgurum Reykjavíkur gekk af þorpsráðs- fundi í mótmælaskyni þegar Jón Guðmundsson tók að tala ís- lenzku. Eins og vekjandi vorþeyr barst þjóðinni, mitt í þessu aldeyði, unglingsrödd frá Kaupmanna- höfn, sem kvað við alt annan tón. Þessi rödd vogaði sér að segja “Island farsældar Erón”. Kveðandinn hjá hinu unga skáldi var svo heillandi að menn tóku ósjálfrátt undir og þegar þeir voru búnir að hafa það nógu oft yfir tóku þeir sjálfir trú. Sú trú kom þeim til að hefj - ast handa svo viðreisnarstarfið byrjaði og hélt áfram. Þeir hættu líka að “tyggja upp á dönsku” af því að Jónas fór þeim orðum um móðurmálið: “Ástkæra ylhýra málið og allri rödd fegra, blíð sem að barni kvað móður á brjósti svanhvítu. Móðurmálið mitt góða, hið mjúka og ríka, orð áttu enn eins og forðum mér yndi að veita.” Það sannaðist líka brátt að svo var þegar Jónas tók að kenna þeim að mæla, rita og kveða á íslenzku. Það bjuggu töfrar í tungu skáldsins, máltöfrar þess hugljúfa hrynjanda sem vöktu enduróma frá hljómgrunni hinn- a>r íslenzku sálar og þjóðin varð sér þess alt í einu meðvitandi að hún átti sér hinn dýrasta fjár- sjóð í þjóðtungunni, elzta og fegursta menningarmáli álfunn- ar, sem ennþá viðhelzt í daglegri ræðu hjá íslenzkri alþýðu. Það varð þjóðinni metnaðarmál að vernda þessa feðratungu sem bezt og fullkomna hana sem mest. Ýmsar aðferðir notaði skáldið til að hefja sjálfsvirðingu ís- lendinga. Hann málaði lýðveldis tíma- bilið forna í riddaralegum, ró- mantízkum fagurljóma. Þannig voru feðurnir og þannig var þjóðin og þannig getur hún líka orðið í framtíð, skorti niðjana ekki dáðir feðranna. Jónas var einhver mesti hug- sjónamaður sem með þjóð vorri hefir alist alt til þessa. Eitt sinn átti íslenzkur bókmentamaður orðræðu við ungt skáld. “Þig skortir ekki ljóðlægni og orðkyngi”, sagði hann, “ættir þú aðeins hugsjónir á borð við Jón- as Hallgrímsson myndi þig fátt í skorta að jafnast á við listaskáld- ið góða.” Hið unga skáld afsakaði sig með þessum orðum: “Já, Jónas var gæfumaður, á hans tíð var hægt að eignast hugsjónir.” Hvenær er ekki hægt að eign- ast hugsjónir og ala vonarbjarta drauma um batnandi mannlíf og bjartari heim? Jú, vitanlega er það hægt, en til þess að eignast hugsjónir þarf maður að elska eitthvað nógu mikið til að gefa því óskiftan hug og hjarta — sitt allra bezta. Jónas elskaði Island á þennan hátt og einlægni hans var slík, að hugsjónir hans, efldar af þeim kærleika, streymdu út frá honum með á- hrifaríkum krafti, og sá kraftur magnaði þjóðina til upprisu frá eymd sinni og sjálfskapar van- megnun. Þetta var hans ómet- anlega ástgjöf til landsins og þjóðarinnar. Hann sá ekki ísland eins og það var í eymd sinni og niður- lægingu, heldur eins og það gat orðið og átti að verða. “Veit þá engi, að eyjan hvíta á sér enn vor, ef fólkið þorir guði treysta, hlekki hrista, hlýða réttu, góðs að bíða. Fagur er dalur og fyll- ist skógi og frjálsir menn, þegar aldir renna. Skáldið hnígur, og margir í moldu mieð honum búa, — en þessu trúið.” Jónas var ekki einungis skáld heldur einnig háskólalærður vís- indamaður. Sem vísindamaður vissi hann að heimsrásin hlítir vissum lögum. Sé þau lífslög brotin veldur það tjóni, afturför og dauða. Hann vissi líka að mennirnir og mannlegur félags- skapur verður að virða viss á- kvörðuð siðferðislög ef vel á að WINNIPEG, 5. DES. 1945 fara. Þessvegna er hann ekki einungis mikill kennari heldur einnig mikill kennimaður. Hann vissi að alt þjóðlíf, sem vill bæta hag sinn, verður að lifa siðferð- islega og Kristur kom ekki fyrst og fremst til að kenna mönnun- um að deyja — það kunnu þeir áður, eins og sézt í íslenzkum fornsögnum — heldur til að lifa, lífinu sjálfu og þjóðinni til gagns. Það ætti ekki að vera hverjum meðal greindum manni ofraun að skilja, að réttskifti eða rangskifti auðæfanna, vanrækt- un mannanna, þrælkandi ágirnd og þjakandi örbirgð eru siðferð- isleg vandamál og þess vegna Kristi- ogN kirkju hans viðkom- andi. Jónas Hallgrímsson var mikill hugsjónamaður en ólíkt því, sem oft vill verða með hugsjóna- menn, svifu hugsjónir hans ekki í lausu lofti. Þær grundvölluð- ust á lífsskilningi og trúvitund hins vísindalega mentaða manns og voru bundnar við réttlæti, kristilega fórnairlund, einlæga ættjarðarást og órjúfandi góð- semi. Jónas var ekki einungis góð- skáld og glöggskygn hugsuður heldur einnig hið mesta góð- menni. Hann elskaði alt, sem lifir og kann að leika sér, þrosk- ast og þjáist. Jónas sagði sögur allra manna bezt, hvert sem um var að ræða bundið eða óbundið mál. Það má hafa ótal orð um ritlist hans. Hún er umfram alt mjúk-sterk. Sterk af því orðin falla svo vel að hugsuninni. Grösin eru grát- fögur í daggarúða; akurinn, í dönskum sveitum, bylgjast í lif- andi kornstangamóðu; hækkandi sól kemur með fjörgjafarljósíð; dýrin eru nefnd vanvitringar, skáldið ersvanur í fjalldölum o. s. frv. Hún er mjúk af því hún sýnir svo undraverð blæbrigði með svo hárfínni nákvæmni, að þess munu engin dæmi í íslenzk- um bókmentum. Það er eins og orðin liggi alt^f á tungu skálds- ins og hann þurfi aldrei að leita að þeim, eins og hugsanirnar kæmu alklæddar málskrúði fram úr hugskotinu. Að tala um mál- skrúð hjá Jónasi er samt ef til vill ekki viðeigandi. Hið ein- kennilegasta við málfar hans er hinn óbrotni hversdagsleiki þess, laus við alla tilgerð-og rit- rembing en samt svo unaðslegt að engin litsterk yfirhúðun get- ur betrum bætt það. Gott dæmi er Grátitlingskvæðið. Það byrjar þannig:, Ung var eg, og ungir austan um land á hausti laufvindar blésu ljúfir, lék mér þá að stráum. Svo segir frá því er sveinninn sat með svönnum á pallinum og ugði um aleigu sína, er fyrsti vetrarbylurinn buldi á þekjunni. Nú var tryppið hún Toppa, tetur á annan vetur, fegursta hross í haga og hrúturinn minn úti. Þetta var alt, sem átti ungur drengur, og lengi kvöldið þetta hið kalda kveið eg þau bæði deyði. Svo kom uppstyttan með nýj- um degi: En það, sem mest eg unni úti. — Toppa og hrútur, óvitringarnir ungu einmana kuldan reyna. Sekur var eg, og sækja sjálfsagt hlaut eg með þraut- um, aleigu mína og ala ötull bæði við jötu. Á ferð sveinsins kemur þó ó- væntur stanz og segist hinum svo frá atburðum: Eg fann á milli fanna, í felling á blávelli

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.