Heimskringla


Heimskringla - 05.12.1945, Qupperneq 5

Heimskringla - 05.12.1945, Qupperneq 5
WINNIPEG, 5. DES. 1945 HEIMSKRINGLA 5. SIÐA lófalaga við þúfu lítinn grátitling sýta. Flogið gat ei hinn fleygi, frosinn niður við mosa. Kalinn drengur í kælu á kalt svell—og ljúft fellur— lagðist niður og lagði lítinn munn á væng þunnan. Þíddi allvel og eyddi (illum dróma með stilli, sem að frostnóttin fyrsta festi með væng á gesti. Gestur yðar, því ástar ókvikul trygð til bygða vorra leiðir á vorum, vegslynga titlinga. Lítill fugl skaust úr lautu, ilofaði guð mér ofar, sjálfur sat eg í lautu sárglaður og með tárum. Þarna er eins og barnsmunn- ur mæli speki og lífsvinurinn frá Betlehem gangi á íslenzku hjarni til að leita að því lamaða til að veita því líf og lækningu. Jónas elskaði alt líf en þó mennina mest. Hann orti ódauðleg ljóð um frækimenn fornaldar og göfug- menni sinnar samtíðar, en mörg af fegurstu ljóðum hans eru um konur, vegna þess að undir móð- urbrjóstum býr hin sjálfgleymn- asta fórnarlund. Hann þýddi hið mikilúðlega kvæði Schillers: “Die Kinder- mörderin”, er hermir frá móður, sem fargar barninu sínu í ör- væntingar sturlun út af umhugs- un um framtíð föðurleysingjans. Það er engu líkara en að skáldið vilji biðja afsökunar á svo ó- móðurlegu framferði og yrkir hið undur fagra kvæði, “Móður- ást”, er lýsir velvildri móður, sem í vetrarbylnum sviftir sig sjálfa klæðum til að skýla barn- inu, sem hún ber sér við barm, svo sonurinn heilsi dagskímu uppstyttu dagsins, og kvæðið endar þannig: Svo, þegar dágur úr dökkvanum rís dauð er hún fundin á kolbláum ís. Snjóhvíta fannblæju lagði yfir lík líknandi vetur, — en miskunar- rík sól móti sveininum lítur, Því að hann lifir og brosir og býr bjargandi móður í skjólinu hlýr, reifaður klaéðnaði brúður, sem bjó barninu værðir og lágt undir snjó fölnuð í frostinu sefur. Neisti guðs líknsemdar, ljóm- andi skær, lífinu beztan er unaðinn fær, móðurást blíðasta, börnunum háð, blessi þig jafnan og efli þitt ráð guð, sem að ávöxtinn gefur. Jónas snýr öllum sínum ljóð- um upp í hugvekjur og sálma. Hannesi Hafstein fanst þetta ljóður á ljóðum hins mikla skálds, fanst það slíta samheng- ið. Hvað sem síðari alda ritrýn- endur kunna um það að segja gat skáldið sjálft engan vegin litið svo á. Öll fegurð, alt manngöfgi, allur kærleikur, öll hreinsköpunin, alt líf, var eilíft útstreymi frá alverunni, frá kær-1 leikshjarta guðs í huga þessa einlæga trúmanns. í hans huga var opinberun ( guðsverunnar engan vegin bund- j ið við tímatal, þjóðflokk eða land, heldur rituð með listræn-, um fingri heimsmeistarans á alla sköpun. Hann var vísinda- maðurinn sem sá guðs opiniberun í lögum náttúrunnar, listamað- urinn sem leit hana í fegurð fjallanna; skáldið sem greindi hana í yndisleik blómanna og söngvum fuglanna; mannvinur- inn, sem kendi ylinn af almættis kærleikanum, er geislast í gegn- um móðurhjartað. Gróðsemin var honum hin göfugasta guðrækni. Hann einangraði ekki Jesú með því að eigna honum einstætt faðerni, beldur nefnir hann guðs soninn góða. Hann bjóst ekki við því að vinir hans flyttust í dauðanum til dýrðlegri tilveru- stiga, til að leika á hörpur, held- I ur til þess að starfa meira guðs um geim. Sem útskrifaður lærisveinn latínuskólans hafði Jónas ment- unar skilyrði til prestskapar á Islandi og þrem sinnum sótti hann um brauð og var jafn oft synjað. Margar ástæður gátu legið til grundvallar fyrir þeirri synjun. Hann var einn af Fjöln- ismönnum og samverkamaður Jóns Sigurðssonar í því að end- urheimta frelsi Islands úr hönd- um Dana. Herra biskupinn var konung- hollur mjög og fylgdi umboðs- mönnum krónunnar að málum fremur en hinna þjóðhollu frels- isvina, þar heima. Ýmsir af prestunum voru aftur á móti ör- uggir fylgjendur forsetans mikla. Var vert að fjölga þeim, þjónum kirkjunnar, sem meira möttu ættjörð sína en hinn út- lenda konungs? Auðvitað var Jónas mikill trúmaður á sína vísu, en það var ekki svo auðles- ið úr kvæðum hans, að hann væri trúmaður á kirkjunnar vísu. Hann talaði ískyggilega mikið um guð í náttúrunni, en ískyggilega litið Jehova í biblí- unni. Það þótti nú ekki boðlegur kristindómur á þátíðar vísu, að tala um guð í heiminum, meðan prestarnir kendu alment að hann væri akurlendi andskotans. I þá tíð þótti það heldur ekki svo nauðsynlegt að kenna mönnun- um að lifa, að dæmi Krists. — Aðal atriðið var að iðrast fyrir andlátið. Svo hafði Jónas ort orðhvassa ádeilu til fjárplógs- þrælsins, 9em í umboði sinna dönsku húsbænda reittu líffjaðr- irnar af íslenkum bændum. Það þótti næsta óþarfur prestur, þá sem oftast, sem notaði prédikun- arstólinn til að prédika réttlæti, nema þá svona bara út í loftið án þess að ónáða samvizkuna hjá þeim, er helzt þurftu vakningar við. Svoleiðis ræður hafa naum- ast heyrst í íslenzkum kirkjum síðan meistara Jón leið. Og svo alt þetta tal skáldsins um rétt- læting vegna verkanna. — Jú, guðleysi Var það nú kanske ekki, en það var heldur ekki sá krist- indómur, sem kirkjan kendi og sem bygði ennþá sinn boðskap á guðsreiði, iðrun, afturhvarfi og fyrirgefningu fyrir trúna. Nei, Jónas gat verið hættulegur mað- ur í kirkjunni, einkum af því að hann var vísindamaður, skáld og trúmaður á sína vísu. Jónasi var Synjað um brauðið þrisvar sinn- um. Fátækur, einmana og fjarri sínu fósturlandi varð listaskáldið góða, að una æfinni og draga fram lífið á hungursstyrk, sem danskt vísindafélag veitti hon- um til að rannsaka náttúru Is- lands. Á fjöllum uppi lá hann úti við illan og ófullkominn að- búnað. Af því vosi beið hann tjón á heilsunni og beið þess aldrei bætur. Það var eins og alt hans böl yrði ættlandi hans til ágóða. Fyrir langdvalir sínar erlendis kyntist hann því betur því bezta í samtíðar bókmentunum, eink- um í bókmentum Þjóðverja og færði sér það í nyt til að fegra og fullkomna hina íslenzku hætti. Frá hans tíð lærðist Is- lendingum, að yrkja ekki ein- ungis sterklega heldur einnig fagurlega. Svo eg viðhafi hina dagsönnu lýsingu Vilhjálms Þ. Gíslasonar, í Eimreiðargrein þeirri, er hann nýlega reit: — “Jónas Hallgrímsson gerði meira til þess en nokkur annar, að blása nýju lífi í hið gamla form, (svo) fornir hættir hafa aldrei dáið. Hann sýndi líka hvernig fella mátti þetta form að svo að segja hvaða erlendum hætti sem var. Hann orti sonnetur, terzíur og octövur með ljóðstöfum, jafn- framt því sem hann orti undir fornyrðislagi og ljóðhætti. — Aldrei hefir fínni skáldandi far- ið hér næmari höndum og klið- mýkra máli um fagrar hugsanir en hann, mjúklegar án mærðar, karlmannlegar án harðmeskju. I Jónasi Hallgrímssyni er upp- spretta hins bezta í ljóðagerð síð- ustu 50 ára og síðustu aldar.” Jónas andaðist — af harðrétti máske — í Kaupmannahöfn 26. maí árið 1845, þá aðeins 37 ára að ald>ri. Eg vona og eg trúi að andi þessa ástljúfa íslandssonar sjái ávöxt iðjil sinnar í frelsi og framförum þjóðarinnar, svo myndi hann bezt eilífð una. Jónas sá guð í því fagra, góða og framfarasæla — við sjáum guðs eilífa anda vinna endur- lausnar verk sitt í ljóðum, í vonum, í ást og trú listaskáldshis góða. Megi guð upppfylla óskir ann- ars skálds, að ísland eigi altaf “mienn að missa meiri og betri en aðrar þjóðir”. Úr sporum þeirra gróa ilmblóm á lífsakri Islendinga. Guð blessi Islandi þá gróður- reiti! — Amen. H. E. Johnson NÝ 0RYGG1S TRYGGINGAR LÖG NU í FULLU GILDI! Átt þú bifreið? Ef svo, veizt þú það, að ef slys kemur fyrir, sem dauða eða meiðsli einhvsrs, eða skemdir er nema $25 hlýst af, að þú getur mist rétt þinn að nota bílinn um riokkra mánuði, eða kannske um ára tíma? Og, ef dómur er kveðinn yfir þér í sambandi við slysið, að leyfi þitt og bókun verður eigi aftur fengið þar til að dómnum er full- nægt að fullu eða með smáborgunum, og sönnun gefin fyrir efnalegri trygging í framtíðinni. Þetta er áhættan sem þú tekur, nema þú sért trygður með Public Liability og Property Damage Insurance, eða hefir afhent fullnægjandi verðbréf; eða hefir lagt inn peninga eða skil- ríki hjá fylkisféhirðir er nema $11,000. Hin nýju lög skipa þér ekki að kaupa efna- lega trygging. En án hennar ertu í hættu að vera kvaddur til að mæta ýmsum sekt- um, ef þú hefir verið, annaðhvort viljandi eða óviljandi, við slysið riðinn. Getur þú staðið þig við að taka á þig slíka áhættu? Bæklingur, skrif- aður á léttu máli, sem gefur allar upplýsingar má fá gefins hjá hverri olíustöð í Manitoba, eða hjá Motor Vehicle Branch, Revenue Building, Winnipeg. M0T0R YEHICLE BRANCH PROVINCE 0F MANITOBA FRÉTTIR FRÁ ÍSLANDI íslenzk hjúkrunarkona, sem vann við innrásina á meginlandið Islenzk hjúkrunarkona, er var í London öll stríðsárin, hjúkraði; særðum úr loftárásum og tók j þar að auki þátt í innrásinni á J meginlandið, sem hjúkrunar-i kona, er komin hingað heim. j Hjúkrunarkonan er Reykvíking- ur, Vigdís Jónsdóttir (Sigurðs- sonar í Alliance). — Auk þess að vera hjúkrunarkona, er hún eini útlærði kvenloftskeytamaður Is- lands. Sérgrein hennar í hjúkr- un er röntgen (Radiographer). Ætlar hún að setjast hér að. Ungfrú Vigdís hefir dvalið í Eng- landi síðan 1937. Kom hingað heim í stutta kynnisför 1941. — “Þá gat eg grátið af gleði, er eg sá ljósadýrðina hér í Reykjavík, er við sigldum inn flóann, eftir loftvarnamyrkvunina í London”,' sagði hún er Morgunblaðið átti tal við ungfrúna sem snöggvast í gærdag. Meðan loftárásirnar voru sem harðastar á London, kom það fyrir fjórum sinnum, að sprengja' lenli á sjúkrahúsi þar sem ung- frú Vigdís vann. Komst hún oft > í hann krappann, en slapp þó án j þess að fá skrámu. Einu sinni féll sprengja 20 metra frá þar| sem sat við skrifborð sitt í sjúkra húsinu. Það var að næturlagi. I Miklar skemdir urðu alt í kring-1 um hana og borðið var fult af glerbrotum, en Vigdís slapp ó- meidd með öllu. Meðan loftárásrinar stóðu sem j hæst á London var ekki tekið á móti sjúklingum í sjúkrahúsum, í London nema til 24 stunda j dvalar. Þegar um uppskurði var að ræða, voru sjúklingar skornir upp, sárið saumað saman og síð- an voru þeir fluttir á sveitaspít- alana. Þegar Bandamenn gerðu inn- rás í Frakkland, í júní 1944, voru læknar og hjúkrunarfólk Lon- don-spítala “lánað” á hermanna- spítala í Suður-Englandi til að taka á móti særðum hermönn- um. Var undirbúningur mikill og góður. Þar var ekkert til sparað og alt var til, sagði Vig- dís. Það særðust ekki nærri því ieins margir hermenn og búist var við. Þarna var mjög lær- dómsríkt að dvelja. Það var mik- il leynd yfir því er við fórum af stað. Okkur voru fengnar innsigl aðar fýrirskipanir, sem við mátt- um ekki opna fyr en við vorum komin á ákveðin stað. Þarna voru margir beztu læknar Bretlands. Sjúkrahúsið, sem eg var í, var gamalt geð- viekrahæli. Dvöldust þar 3,500 sjúklingar. Ekki gátum við verið þarna nema í sex vikur. Þá hófu Þjóðverjar að skjóta rakettu- sprengjum sínum og það var ekki hægt að hafa særða her- menn á þessu svæði. Voru þá sjúklingar fluttir í sjúkrahús lengra inn í landið og þar hitti eg fyrir Þórarinn Guðnason læknir.—Mbl. 10. nóv. Ungur íslenzkur söngvari hlýtur viðurkenningu í Stokkhólmi Einar Sturluson kom til Stokk- hólms fyrir mánuði síðan til þess að leggja stund á söngnám við Konungslega, sænska óperuskól- ann. Þessi skóli er mjög strangur og komast tiltölulega fáir að hon- um. Einar hefir nú gengið nokkrum sinnum í tíma til kenn- ara síns, Joseps Hislops, með þeim árangri, að hann hefir boð- ist til að kenna honum í vetur með það fyrir augum, að hann taki að sér hlutverk í óperettu- sýningum á næsta vetri. Er það mjög sjaldgæft, að menn komist svo langt á svo skömmum tíma. Nýtur Einar mjög mikils álits hjá kennara sínum, hinum heimsfræga söngvara. —Alþbl. 14 nóv. ■k -k -k Amerískur hermaður kemur stúlku til hjálpar I fyrrakvöld vildi það til á Suðurgötunni, að 6 brezkir her- menn voru að ónáða íslenzka stúlku, sem gekk á götunni. Bar þá að amerískan hermann og bað stúlkan hann að hjálpa sér. Gerði ameríski hermaðurinn það og snerist gegn brezku hermönn- unum. En við það komst stúlkan undan og þar með úr sögunni. En þeim var lítið gefið um af- skiftasemi hins ameríska og kom þarna til slagsmála, sem enduðu með því, að ameríski hermaður- inn varð illa útleikinn. Liggur hann nú í sjúkrahúsi talsvert meiddur. En þeir brezku eru í fangelsi. Ameríski hermftðurinn, sem kom stúlkunni til hjálpar heitir Charles Forster og er undirfor- ingi í ameríska landhernum. —Mbl. 21. nóv. * ★ * fbúar landsins voru 17,770 í árslok 1944 1 árslok 1944 var mannfjöld- inn hér á landi alls 127,770. I kaupstöðum áttu heima 67,712, en í sýslum 60,058. — Frá þessu er skýrt í nýútkomnum Hagtíð- indum. Ibúafjöldi Reykjavíkur var þá 44,281, en íbúar í öðrum kaup stöðum voru sem hér segir: — Akureyri 5,939, Hafnarfjörður 4,050, Vestmannaeyjar 3,611, Isafjörður 2,905, Siglufjörður 2,873, Akranes 2,052, Neskaup- staður 1,177 og Seyðisfjörður 815. Á árinu 1944 fjölgaði íbú- um kaupstaðanna um 1882, eða 2.9%. 1 Reykjavík einni nam fjölgunin 1,466 manns. Að vísu voru skrásettir 45,842 manns í Reykjavík, en 1,274 áttu lög- heimili annarsstaðar á landinu. íbúafjöldi sýslnana var sem hér segir: Gullbr. og Kjósarsýsla 6.060, Þingeyjarsýsla 5,893, Eyjafjarðarsýsla 5,447, Árnes- sýsla 5,159, Isafjarðarsýsla 4.588, S.-Múlasýsla 3,811, Húnavatns- sýsla 3,445, Snæfellsnessýsla 3,372, Rangárvallasýsla 3,253, N.-Múlasýsla 2,629, Strandasýsla 2,083, Mýrasýsla 1,819, V.-Skaft. 1,547, Dalasýsla 1,387, Borgar- fjarðarsýsla 1,237 og A.-Skaft. 1,147. — I sýslunum hefir fólk- inu fækkað um 75 manns, eða um 0.1%. Auk kaupstaðanna eru á land- inu 29 kauptún með meira en 300 íbúa. Fjölmennust þeirra er Keflavík með 1,616 íbúa. Næst kemur Húsavík með 1,096 íbúa, þá Sauðárkrókur með 911 íbúa og aPtreksfjörður með 800 íbúa. Allfe búa í þessum kauptúnum 15,950 manns.—Mþl. 21. nóv. FJÆR OG NÆR 50 ára minningar um skáldskap Borgfirginga Fyrsta hefti er nú komið á bókamarkaðinn, og er það ákveð- inn vilji útgefandans að ekki líði á löngu að fleiri hefti komi fyrir almenningssjónir. — Þetta hefti er 30 blaðsíður, í góðri kápu og prentað á ágætan pappír. — Verð: 50c. — Fæst í Bókabúð Davíðs Björnsson og hjá Viking Press Ltd. * ★ * Messur í Nýja íslandi 9. des. — Geysir, messa kl. 2 e. h. Árborg, íslenzk messa kl. 8 e. h. 16. des. — Víðir, messa kl. 2 e. h. B. A. Bjarnason ★ * ★ Til sölu eru lögin “Spinner Song” og “Visnar vonir” eftir Thór- dísi Ottenson Guðmunds, hjá eftirfarandi: T. Eaton Co., West- ern Music Store og Davíð Björns- syni. Verð 50c hvort lag. * k ★ íslenzkar skólabækur Margir hafa hugsað sér að láta verða af því, að kenna börnum sínum að lesa Í9lenzku á þessum vetri. Þjóðræknisfélagið hefir á hendi, forða af ágætum lesbók- um, sem notaðar eru við íslenzku kenslu í skólum á Islandi. Laug- ardagsskólakennarar og foreldr- ar ættu að útvega sér þessar bækur. - Bækurnar eru þessar: : Gagn og gaman (stafrofskv.) 45c Litla gula hænan I. og II. og Ungi litli I. og II., 25c heftið. Lesbækur: Fyrsti flokkur, I., II. og II. h. Annar flokkur I. og II. hefti Þriðji flokkur, I. og III. hefti Fjórði flokkur, I. og II. hefti 30c heftið. Pantanir sendist til: Miss S. Eydal, 659 Sargent Ave., Winnipeg KAUPIÐ HEIMSKRINGLU— bezta íslcnzka fréttablaðið Á Heiðarbrún Innan fárra daga kemur á bókamarkaðinn ný ljóðabók. Höfundurinn er hið velþekta skáld, Sveinn E. Björnsson læknir frá Árborg, Man. Bókin verður um 230 blaðsíður, prentuð á ágætan pappír, og í góðri kápu. — Verðið er $2.50. — Bókin verður til sölu hjá Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg, og Bókabúð Davíðs Björns- sonar, 702 Sargent Ave., Winnipeg. Einnig hjá útsölu- mönnum víðsvegar um Canada og Bandaríkin. Jídlafeort Við seljum og prentum á jólakort samkvæmt eigin vali fólks, Mörgum tegundum úr að velja. Upplýsingar gefnar á skrifstofu Heims- kringlu, þar sem sýnishorn eru fyrirliggjandi. I n THE VIKING PRESS LIMITEÞ S i i 853 Sargent Ave. Winnpieg, Man. □ *iuuuuuuuiiuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuumuiuuuuuuunuuuuuunuuuuuuuuumuuiuuuuuuuuumuuint<*

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.