Heimskringla - 12.12.1945, Blaðsíða 2

Heimskringla - 12.12.1945, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 12. DES. 1945 AGUST G. POLSON — Minningarorð — Á uppvaxtarárum mínum í Winnipeg, veitti eg eftirtekt ung- um manni, sem mér fanst óvana- lega nettur í allri framkomu. Hann var svo einstaklega smekk- lega og fallega búinn, og yfir höfuð var öll hans persóna aðlað- andi. Á þessum fyrstu árum kyntist eg honum ekki persónu- lega, en eg vissi hver hann var og man vel eftir föður hans. Þessi ungi maður var Ágúst Pol son. Seinna lágu leiðir okkar saman á Gimli, þegar eg var þar prestur. Ágúst var fæddur í Austur- görðum í Þingeyjarsýslu, 29. dag júní mánaðar, árið 1865. For- eldrar hans voru þau hjónin Gunnar Pálsson og Jóhanna Ingjaldsdóttir prests Reykjalín Bræður Gunnars voru: Jóhann, faðir Páls Jóhannssonar (Col. Paul Johnson), sem um eitt skeið var þingmaður í Norður-Dakota; Jón, faðir Sigríðar heitinnar, konu Þorsteins Thórarinssonar er lengi var verzlunarmaður í Winnipeg; Guðmundur og Sig- mundur á Ljósastöðum í Skaga- firði; Margrét í Austara-landi í Þingeyjarsýslu var systir þeirra. Móðir Jóhönnu var Helg§, al- systir Erlendar Gottskálkssonar, í Garði í Kelduhverfi, er var fað- ir Jón Eldons, sem um tíma var ritstjóri Heimskringlu í Winni- peg. Ágúst ólst upp með foreldrum sínum. Árið 1879 flutti fjölskyld- an vestur um haf, tók sér ból- festu í Nýja Island?, settist að á landi sem nefnt var Brautarholt í svonefndri Víðinesbygð, ekki langt firá þar sem nú er Húsavick pósthús og járnbrautarstöð. Um veturinn naut hann kenslu hjá frú Láru, konu séra Jóns Bjarna- sonar, sem þá var prestur í Nýja íslandi og átti heima á Gimli. Næsta vor var Ágúst fermdur af honum. Seinna þetta sama vor, fluttu hjónin og börnin til Winnipeg, J og þar var heimili þsirra mörg ár. Fljótt fór Ágúst að vinna. Fyrsta sumarið í Winnipeg, og tvö næstu sumurin, vann hann á gufuskipum, sem gengu eftir Rauðá. Hvar var þá tækifærið til mentunar fyrir þessa íslenzku unglinga? Allir voru fátækir, og drengir og stúlkur urðu að fara í vinnu eins fljótt og auðið var. Það er þessum fyrstu Islending- um í Manitoba til heiðurs, að þeir höfðu sjálfir samtök með það að veita börnum tilsögn. Þetta var tilfellið bæði í Nýja Islandi og í Winnipeg. Til þess að hjálpa unglingum þeim sem ekki áttu kost á að njóta alþýðu- skólanna, stofnuðu Islendingar í Winnipeg námsskeið nokkurn tíma vetrarins. Sumir þeirra, er kendu í þessum skóla voru: Mag- nús Paulson; Stefán Paulson, er síðar fór til Chicago; Guðmund- ur (Björnsson) Anderson, er síð- ar fór til Vancouver; Christian Johnson frá Héðinshöfða, og fl. Ágúst færði sér vel í nyt þá til- sögn, sem þessi skóli veitti, enda mun það satt, að alla sína æfi var hann að læra. Eftir að Ágúst hætti þessari sumarvinnu á skipum, fékk hann búðarvinnu. Var hann við þess- háttar starf mörg ár. Þrjú ár vann hann hjá Sanderson nokkr- um er sá um og seldi það sem þurfti til að mála og pappíra hús; 4 ár hjá Jobin & Marin, er starf- ræktu matvöruverzlun; 11 ár hjá öðrum matsala, C. D. Andsrson, og 11 ár hjá Robert Wyatt, járn- vörusala. Veturinn 1885-86 veiktist faðir Ágústs, og fékk hann aldrei fulla heilsu eftir það. Varð Ágúst þá fyrirvinna heimilisins, en á því voru þá auk foreldra Ágústs og hans sjálfs, Snæbjörn, yngsti No. 20—VETERANS’ LAND ACT (continued) Apply to Your Nearest Office Regional Supervisor, Regional Supervisor, Veterans' Land Act. Veterans' Land Act. Grain Exchange Annex, Strand Building, Winnipeg, Manitcba Brandon, Manitoba. Regional Supervisor, Regional Supervisor, Veterans' Land Act. Veterans' Land Act. Post Office Building, 17 South Cumberland St., Dauphin, Manitoba. Port Arthur, Ontario. This space contributed by 1 THE DREWRYS LIMITED MD143 bróðir hans og 7 ára gömul stúlka, Fjóla, dóttir Pálínu syst- ur hans. Er hún var fullorðin, giftist hún Sæmundi Sæmunds- syni. Þegar Ágúst var rétt að segja 23 ára gamall, hinn 3. dag júní- mánaðar, árið 1888, giftist hann Elísabetu Þuríði Gísladóttur. — Var hún dóttir Gísla Konráðs Eiríkssonar og Elísabetar Þuríð- ar Jónsdóttur. Séra Jón Bjarna- son framkvæmdi hjónavígsluna. Tóku ungu hjónin að sér heimili það, sem Ágúst hafði séð um. Héldu þau áfram að vera í Win- nipeg til ársins 1901. íí Nýja Islandi bjuggu þau frá 1901 til 1919. Nokkurn hluta þess tíma bjuggu þau á landi skamt fyrir vestan Gimli-bæ; en síðar fluttu þau inn í bæinn. Á þessum árum vann Mr. Polson hjá ýmsum: J. G. Christie; H. P. Tergesen, járnvörukaupmanni; Sigurdsson-Thorvaldson, verzl- unarmönnum; og Hrólfi Sigurð- son, kaupmanni, að Árnes, Man. Foreldrar Mr. Polsons héldu á- fram að hafa heimili hjá honum og Mrs. Polson, nema það að síð- asta ár æfinnar var faðir hans á heimili í Portage la Prairie, þurfti meiri umönnun en unt var að veita honum haima. Þar and- aðist hann árið 1903, en móðir hans dó hjá þeim fjórum árum síðar. Arið 1919 fluttu þau aftur til Winnipeg. Fékk hann fljótt vinnu hjá Marshall-Wells félag- inu, járnvörukaupmönnum, og vann hann þar þangað til hann var 65 ára. Hafði hann þá náð aldurstakmarki elli-hvíldar, en með aðstoð góðra manna fékk hann áfram vinnu hjá Inter- national Laboratories, sem er undir umsjón sama félagsins, og þar vann hann, að heita mátti það sem eftir var æfi. Á þessu Winnipeg-tímabili áttu þau 20 ár heima að 118 Emily St., en það hús var síðasta heimili séra Jóns Bjarnasonar. Þaðan fluttu þau með tengda- syni og dóttur, Paul og Línu Goodman, að 652 Goulding St. Þar var síðasta heimili hans. Þau hjónin bjuggu þar við hina beztu aðbúð. “Enginn sonur,” segir Mrs. Polson, “hefði getað verið þeim betri en Mr. Good- man var”, enda hafði allur ást- vinahópurnin þeirra hinn sama anda að geytna, og lét þeim í té alla þá hjálpsemi og ástúð, sem unt var að veita. Mikinn hluta æfinnar naut Ágúst góðrar heilsu, enda kom sér það vel fyrir mann, sem var stöðugt í vinnu. Á síðari árum fór nokkuð að bera á hjartabilun, og varð hann því að fara varlega. Svo bar slys að hendi. Hinn 29. dag ágúst mánaðar í fyrra, 1944, er hann var við vinnu sína hjá Marshall-Wells félaginu, varð hann fyrir því óhappi, “að hurð fauk opin og hitti hann svo ó- þyrmilega að hann kastaðist út af palli, er hann stóð á, og henti honum 5 fet til jarðar. Kom hann svo hart niður, að hann mjaðmarbrotnaði.” Var hann tafarlaust fluttur á almenna sjúkrahúsið í borginni. Varhann þar nokkurn tíma, kom svo heim og var þar tvær vikur, en svo var ekki um neitt annað að gera en fara aftur á sjúkrahúsið. — Hjúkrun fékk hann ágæta, bæði á sjúkrahúsinu og eins heima. Báðar þær dætur hans, sem eru hjúkrunarkonur, þær Mrs. B. Bjarnarson og Mrs. B. M. Paul- son, tóku þátt í hjúkruninni heima, og allir ástvinirnir, sem áttu þess kos,t liðsintu á allan þann hátt sem unt var. Sömu- leiðis gerðu læknarnir, sem stunduðu hann, sér far um að veita honum alla þá hjálp sem varð veitt. Hann var þakklátur r alla hjálp og vinsemd og iur í anda þrátt fyrir það, sem hann leið, en að hinu eina dró; hann andaðist laugardaginn 14. okt. tJtförin fór fram miðvikudag- inn, 18. okt. og var fjölmenn. Kveðjumálin flutti sóknarprest- ur hans, séra Valdimar J. Ey- lands í Fyrstu lútersku kirkju, en síðasta athöfnin var fram- kvæmd í Brookside grafreit. Þar hvíla hinar jarðnesku leifar en andinn hjá guði, sem gaf hann. Þau hjónin, Ágúst og Elísabet, eignuðust 11 börn. 1. Elzt þeirra er Jóhanna, gift Frank Ward; bjuggu þau lengi að Erinview, Man., en eiga nú heima í Winnipeg. Dóttir þeirra, Leona Jean, er gift Bruce Moore, og eiga þau einnig heima í Winnipeg. Önnur börn Wards- hjónanna eru Shirley og Archi- bald Frank. 2. Elísabet Hazeltine, er gift Birni Bjamarsyni, kaupmanni að Langruth, Man. Dóttir þeirra er Inez Bonnie. i3. Archibald Jón Polson, var í fyrra veraldarstríðinu og dó í sjúkrahúsi á Englandi. 4. Florence Nightingale, var gift Birni M. Paulson, lögmanni og sveitarskrifara í Bifröst-sveit að ÁHborg, en hann er nýlega dá- inn. Dóttir þeirra er Elísabet Ólöf. 5. Margrét, er gift Valdimar Bjamarsyni, bónda og útvegs- manni að Langruth, Man. Börn þeirra eru Isobel June og Valdi- mar Wallace. 6. Ágústa Sigríður Björg, er gift Dr. John Jackson, lækni í Essondale í British Columibia. Sonur þeirra er Robert Wyatt. 7. Robert Wyatt Polson, er kvæntur Ólöfu Egilson, og búa þau að Lake Francis, Man., og starfrækja þar verzlun. Sonur þeirra er Robert Ólafur. 8. Drengur, er dó svo ungur, að hann náði ekki skírn. 9. Lína Byron, er gift Paul Goodman í Winnipeg, og hefir Mrs. Polson heimili hjá þeim. Börn þeirra eru Elizabeth Sue og Pauline Fjóla. 10. Fjóla Alexandra, er gift Arthur Goodman, og eiga þau heima í Winnipeg. 11. Jóhann Komráð er kvænt- ur Florence McCarthy og búa þau einnig í iWnnipeg. Ennfremur ólu þau Polsons hjónin upp bróðurdóttur Ágústs, að nafni Florence. Hún er dóttir þeirra hjónanna Snæbjarnar og Guðrúnair Polson, er búa í Van- couver, B. C. Systkini Ágústs, 6 alls, voru þessi: 1. Jóhanna Helga, er dó í Winnipeg árið 1880; 2. Pálína Margrét, er giftist Alfred Avery, en dó í Arcola, Sask., árið 1942; 3. Ásta, er dó á Islandi; 4. Ágúst, er dó fjögra ára á Islandi; 5. Jó- hann, er kom til Canada á undan föður sínum, var lengi í Winni- peg, en dó 1912; 6. Snæbjórn í Vancouver. Starfskona hjá þeim Polsons hjónum, um langt skeið var Mar- grét Gísladóttir. Ein 10 ár vann hún með köflum á heimili þeirra, fyrst á Gimli og síðar í Winni- peg, en 13 síðustu ár æfinnar var hún algerlega hjá þeim. Sterkar ræktartaugar knýttu hana við þetta heimili, enda var trygð hennar og hjálpsemi við þennan vinahóp mikilsmetin. Mr. Polson fylgdi Kristi og kirkju hans. Þegar þau hjónin settust að í nágrenni við Gimli árið 1901, gengu þau fljótlega í söfnuðinn og fylgdu honum með trúmensku, áhuga og dugnaði í starfi meðan þau áttu þar heim- ili. 1 Winnipeg tilheyrðu þau Fyrstu lúterska söfnuði. Hann sótti kirkju reglulega og lét sér ant um framgang kristindóms- ins eftir því sem honum var unt. Börn þeirra sóttu sunnudaga- skóla og kirkju, voru öll fermd, og hafa verið öflugar stoðir í kristilegu starfi. Kristindómur- inn var honum áhugamál og hjartans mál. Hlutskifti hans var gott og langt hjónaband, full 56 ár. — Samfylgdin, sem hann þar veitti og naut var í alla staði ynidsleg. Heimilið var mannmargt, fjöl- skyldan stór, verkefni þess mik- ið. Að koma til manns svo mörgum börnum var stórvægi- legt verk, en samvinnan var góð, vel farið með efni, og margar hendur unnu létt verk. Hann var góður samverkamaður konu sinnar, góður faðir og heimilis- faðir. Lund hans var létt og hann flutti sólskin glaðværð- ar og gæða inn á heimilið. Öllum þar þótti vænt um hann, og mik- ið var hans saknað þegar syngj- andi gamansama röddin hans heyrðist þar ekki framar. Frá því hann var 15 ára gam- all drengur og þangað til hann varð fyrir slysinu er leiddi hann til bana, þá 79 ára að aldri, m. ö. orðum 64 ár, var hann, lang lengstan hluta allra þessara ára, starfsmaður fyrir aðra. Það mun vera óvanalega langur tími. — Samband hans við húsbændur hans var einstaklega gott. Hann var skyldurækinn og hæfur starfsmaður, hugsaði vel um hag þeirra sem hann vann fyrir, og bar til þeirra vinarþel. Hann var frábærlega stundvís í vinnu, fanst sjálfsagt að vera kominn þangað á undan umsömdum tíma. Að láta sig nokkurntíma vanta í vinnu fanst honum ó- hugsanlegt, ef nokkur möguleiki var á því að komast þangað. — Starf fyrir aðra má skoða sem æfi-sérfræði hans. Honum auðn- áðist að ná því»ástandi, sem er svo ákjósanlegt en er oft svo mik- ill skortur á bæði í liðinni tíð og nútíð; samvinnu þess sem verk veitir: og verk þiggur. Hann hafði ánægju af starfi sínu og er það eitt þeirra afla sem héldu við ungdómsfjöri, góðri heilsu, og lífsgleði hans. Eðlilega ávann hann sér traust og velvild þeirra, sem hann starfaði fyrir og með. iVið erum samferðamenn: kunningjar okkar, samverka- imenn, skólaisystkin, þeir sem maður á skifti við, þeir sem mað- ur hittir á mannamótum, ástvin- ir vorir, ásamt mörgum öðrum, og við. Hvernig samferðamaður var Ágúst Polson. Vinur hans, Sveinn Oddsson hefir sagt frá því atriði. Treysti eg mér ekki til að gera það betur og set hér því nokkuð eftir hann: “Ágúst heitinn var gamansam- ur gleðimaður, sem ánægja var að vera með og kynnast, orð- heppinn í viðræðum og fjörugur í tali, sagði prýðilega sögur, en einkum þó skrítlur, og er honum tókst upp var mörgum dillað. Samt var hann alvörugefinn og talaði aldnei um alvörumál nema í fullri alvöru og, mér liggur við að segja, lotningu. Einnig var hann fús að þera virðing fyr- ri annara skoðunum flestum mönnum fremur, þeirra er eg hefi kynst. “Hann unni kirkju sinni, landi og þjóðerni. Hann var, í tveim orðum sagt, sannur Islendingur. “Og nú er eg í síðasta sinn segi góða nótt, gamli vinur minn, með þökk fyrir samverustundirnar, glaðværðina og trygðina í minn garð, alt frá því fyrsta er fund- um okkar bar saman og fram til þíns dánardægurs, minnist eg þess er þú trúðir svo /bjargfast- lega, að fyrir hverjum manni lægi að ‘vakna upp ungur ein- hvern daginn með eilífð glaða kring um sig’, og vona eg, að sú fagra hugsun rætist á oss öllum.« Hann var einstaklega góður samferðamður. “Upp til þín, sem öllum hefir eilíft búið hjálparráð.” • Upp til hins eilíflega hreina og fagra, leitar önd kristins manns; upp til himnaföðursins, sem er uppspretta allra gæða, bendir Jesús Kristur oss. Upp til þeirra hæða mændi vinur vor. Þangað beinist sálarsjón trúaðra ástvina og sér hann “í eilífa ljós- inu guði hjá.” “Gegnum Jesú helgast hjarta í himininn upp eg líta má. Guðs míns ástarbirtu bjarta bæði fæ eg að reyna og sjá, hrygðarmyrkrið sorgar svarta sálu minni hverfur þá.” R. M. UPPTÍNINGUR Safnað af Á. S. Það er svo margt í náttúrunnar ríki, sem við veitum enga eftir- tekt, því við lifum í þveitings önnum og hávaða, umfram alt, hávaða. Þessi upptíningur er frá miljóna borginni, þöglu. Þar er engin bílhornablástur, stræt- isvagna skrölt eða hófaskellir. Eg læt Mr. A. Dixon, náttúru- fræðing, segja frá: Dökkir skýbólstrar svifu fyrir sólu. Úr fjarska bárust þrumur og eldingar. Á svipstundu drifu að úr öllum áttum, þúsundir af kúasmölum og hlupu í hendings kasti upp stórann tfjástofn, þar sem stórar hjarðir af blindum mjólkurkúm voru á beit. Hver kúasmali þreif sína kú, og sveifl- aði henni upp á bakið á sér og hljóp niður tréð og ofan í neð- anjarðarfjósið, sem var hlýtt og notalegt, jafnvel í kulda veðri. Áður en fyrstu regndropar féllu úr lofti, voru allir íbúar þessarar undarlegu borgar, horfnir. /Þér finst nú líklega lítið vit í þessu. Það er nú samt sem áður satt. Eg er að tala um Maura- borg. Eg hef lengi rannsakað líf mauiranna (ants) og oft séð þá gæta og hirða hjörð sína. Kýrnar, sem eg tala um, eru nefndar “bjöllur”, talsvert minni en maurarnir. Þær hafa, í svo margar kynslóðiir, verið tamdar og aldar upp í nsðanjarðar fang- elsi, að þær eru steinblindar. Enginn veit, hvenær maur- amir fyrst byrjuðu á að rækta þessar kúahjarðir. 1 alt höfúm við mennirnir Aldrei hefir verið eins nauðsynlegt og ein- mitt nú, að hafa verzlunarskóla mentun, og það fólk sem hennar nýtur hefir venju- lega forgangsrétt þegar um vel launaðar stöður er að ræða. Vérhöfum nokkur námsskeið til sölu við fullkomnustu verzlunarskóla í Winnipeg. Spyrjist fyrir á skrifstofu vorri þessu viðvíkjandi, það margborgar sig. The Viking Press Limited Banning og Sargent WINNIPEG :: MANITOBA

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.