Heimskringla - 12.12.1945, Blaðsíða 6

Heimskringla - 12.12.1945, Blaðsíða 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 12. DES. 1945 Á SKEMTIFÖR “Eins og eg sagði, þá kyntist eg þessum Draper, sem lengi hafði verzlað í Suðurhafs- eyjunum. Við hittustum oft og urðum góðir kunningjar. Já, við urðum svo góðir vinir, að hann kom mér til að leggja allmikið fé í fyrir- tæki, sem hann hafði með höndum. En það fór nú ekki betur en vel. Draper reyndist að vera hið mesta hrakmenni, sem ómögulegt var að gera viðskifti við á heiðarlegan hátt, og alt sem eg hafði út úr verzluninni með honum var þetta safn, sem Eastover leigði af mér. Þegar eg fylgdi viðskiftanautum mínum út að vagnin- um, sá eg Draper, og fór að sjá eftir viðskift- unum þegar hann var með þeim. En alt er gott þegar endirinn er góður, og þar sem þeir guldu leiguna og eg hefi fengið munina aftur, þarf eg ekki yfir neinu að kvarta.” “Segið mér nú hvað þér vitið um núverandi starfsemi Drapers,” sagði foringinn. “Eg er hræddur um að eg viti lítið í þeim efnum. Hann hefir tvisvar orðið gjaldþrota, og í síðara skiftið voru einhver vandræði í sam- bandi við skonnortuna hans, sem heitir “Merry Duchess”. “Svo hann á þá skonnortu?” “Já, það er fallegt skip. Það liggur held eg á höfninni núna.” “Eg er yður mjög þakklátur, Mr. Goddard, fyrir alla yðar hjálp,” sagði lögregluforinginn. “Minnist ekki á það. Eg vona bara að það sem eg hefi sagt ykkur komi að gagni.” Við fullvissuðum hann um, að svo væri og kvöddum hann. Eg spurði síðan hvað nú skyldi gera. “Eg fer nú til stöðvarinnar og fæ mann til að finna þessa skonnortu Drapers, síðan ætla eg að hvíla mig í einn eða tvo tíma. Þegar þar er komið munum við vita nóg til að fá bæði Nikola og bráð hans á okkar vald.” “Já, betur að hamingjan gæfi að svo yrði.” “En hvert farið þér?” “Aftur til Potts Ponit,” svaraði eg. Síðan kvöddumst við og héldum hvor okkar sína leið. Þegar eg kom heim til Mr. Wetherells, sagði hinn aldraði þjónn mér að húsbóndinn væri sofnaður inni á skrifstofu sinni. Þar sem eg vildi ekki vekja hann, spurði eg að hvar mitt herbergi væri, og þegar eg kom þangað lagðist eg í öllum fötum á rúmið og féll samstundis í fastan svefn. Hversu lengi eg svaf veit eg ekki, en eg vaknaði við að Mr. Wetherell stóð við rúmstokk minn. Hann hélt á bréfi í hendinni. Hann var náfölur og skalf eins og laufblað. “Lesið þetta, Mr. Hatteras,” sagði hann. “Segið mér svo í guðanna bænum hvað við eig- um að gera.” “Eg settist upp og las bréfið, sem hann hafði rétt mér. Það var auðséð að bréfritarinn hafði breytt hendi sinni, og pappírinn var eins og venjulega tíðkaðist. Bréfið var á þessa leið: Til Mr. Wetherells, Potts Point, Sydney. Háttvirti herra! Þetta er ritað til að tilkynna yður, að dóttir yðar er heil á húfi. Ef yður langar til að ná henni, verðið þór að gera það mjög bráðlega, og ennfremur, þá verðið þér að hætta því, að leita til hjálpar lögreglunnar eða annara með þeirri von, að fá aðstoð hennar. Eina ráðið til að finna hana er þetta, að þér farið eftir því, sem hér segir: Klukkan átta í kvöld skuluð þér fá yður bát og róa niður höfnina, alla leið á móts við Hákarlahöfða. Þegar þang- að er komið skuluð þér kveikja þrisvar sinnum í pípunni yðar, og maður í báti ná- lægt yður mun gera hið sama. Þér verðið að hafa með yður hundrað þúsund sterl- ingspund í gulli, og það sem er ennþá þýð- ingarmeira, þá verðið þér að hafa með yður litla teininn, sem þér fenguð hjá kínverska Pétri. Án hans þurfið þér ekki að koma. Umfram alt, hafið ekki fleiri með yður, en einn mann. Ef þér komið ekki á þennan hátt þurfið þér yfir höfuð ekki að koma neitt. n Með virðingu, “Maðurinn sem veit alt” 4. Kap. — Við fylgjum slóðinni. Eg var hugsandi um stund eftir að eg hafði lesið bréfið. “Hvað haldið þér um þetta?” spurði hann. “Eg veit ekki hvað eg á að segja um þetta,” svaraði eg og leit aftur á bréfið. “En eitt er víst, þótt þetta sé einkennilegt bréf aflestrar, þá verðið þér að líta á það sem alvörumál.” “Þér lítið svo á?” “Já, það geri eg, en eg hugsa að réttast væri að sýna lögregluforingjanum það, þegar hann kemur. Hvað haldið þér um það?” “Já, eg er því samþykkur. Við skulum ræða um þetta við hann.” Þegar hann kom svo stundu síðar, var hon- um'sýnt bréfi ðog leitað álits hans um það. Hann las það án þess að mæla orð frá vörum, athugaði undriskriftina og skriftina á bréfinu og leit svo í gegnum það móti ljósinu. Að því búnu sagði hann við mig. “Hafið þér með yður umslagið, sem við fundum í Kanarífuglinum?” Eg dró það upp úr vasanum og fékk honum það. Hann lagði það á borðið við hliðina á bréf- inu og leit svo á bæði í gegn um stækkunargler. Að því búnu spurði hann um umslagið, sem bréfið hafði komið í. Mr. Wetherelhhafði fleygt því í bréfaruslið, en fann það brátt. Hann fékk lögreglumanninum umslagið, sem bar það ná- kvæmlega saman við hin bréfblöðin. “Já, þetta hugsaði eg”, sagði hann. “Þetta bréf er annaðhvort skrifað af Nikola, eða af einhverjum, sem hann hefir fengið til þess. Pappírinn er alveg sá sami, sem hann keypti í búðinni, sem við komum í.” “Og hvað er okkur bezt að gera nú?” spurði Wetherell, sem hafði beðið með eftirvæntingu eftir skoðun hans. “Við verðum að íhuga málið” svaraði lög- regluforniginn. “1 fyrsta lagi hugsa eg að yður langi lítið til að borga þessa upphæð, sem braf- ist er af yður í bréfinu.” “Auðvitað vil eg alls ekki borga, geti eg komist hjá að gera það. En ef svo illa tekst til, að það sé óhjákvæmilegt til að frelsa vesalinginn hana dóttur mína, þá mun eg fórna hærri upp- hæð en þessari.” “Við skulum nú sjá hvort við getum ekki fundið hana án þess að borga nokkuð,” svaraði hinn. “Nú hefi eg ráð með höndum.” “Og hvert er það?” spurði eg, sem líka hafði hugsað mér ráð. “Fyrst langar mig til, Mr. Wetherell, að þér segið mér hvað mikið þér vitið um þjónana yðar. Við skulum fyrst heyra hvað mikið þér vitið um gamla yfirþjóninn yðar. Hvað hefir hann verið lengi í þjónustu yðar?” “Næstum því í tuttugu ár.” “Eg býst við að hann sé góður þjónn og ábyggilegur maður?” “Já, mjög ábyggilegur. Eg ber hið fylsta traust til hans.” “Þá þurfum við ekki að tefja okkur við hann. En inniþjónninn? Hversu lengi hefir hann verið í þjónustu yðar?” “Næstum þrjá mánuði.” “Hvernig maður er það?” “Það get eg hreint ekki sagt yður. Hann virðist vera skynsamur, röskur og viljugur og gæta vinnu sinnar vel.” “En sá sem eldar matinn. Er það maður eða kona?” “Koria. Hún hefir verið á heimili mínu allatíð síðan konan mín dó — það er að segja næstum í tíu ár. Þér þurfið eigi að gruna hana.” “Og stúlkurnar?” “Þær eru tvær. Báðar hafa verið hér árum saman, og virðast vera heiðarlegar og góðar stúlkur. Auk þess er stúlka sem hjálpar mat- reiðslukonunni til. Hún hefir verið hérna næst- um því eins lengi og hinar, og er réttlát og góð stúlka.” “Eini maðurinn, sem grunsamlegur gæti verið er þá þjónninn. Getum við fengið að tala við hann?” “Með ánægju. Á eg að senda eftir honum.” Mr. Wetherell hringdi og augnabliki síðar kom maður sá, sem um var rætt inn í herbergið. “Komdu hingað inn, JameS, og lokaðu hurðinni á eftir þér,” sagði húsbóndi hans. Maðurinn gerði eins og honum var boðið, en virtist hálf órólegur að mér sýndist. Eg gat séð að lögregluforingjanum sýndist það líka, því að hann hafði horft rannsakandi á manninn síðan hann kom inn. “James,” sagði Mr. Wetherell. “Lögreglu- forigjann langar til að spyrja þig fáeinna spurn- inga. Svaraðu honum eins rétt og þú getur.” “Mig langar fyrst og fremst til að þér lítið á þetta umslag,” sagði lögregluforinginn. “Haf- ið þér nokkru sinni séð það fyr?” Hann rétti honum umslagið, sem nafn- lausa bréfið hafði komið í. Maðurinn tók við því og sneri því í hendi sér. “Já,” svaraði hann, “eg hefi séð það fyr. Eg tók við því við dyrnar.” “Af hverjum?” “Lítilli, gamalli konu,” sva-raði þjónninn. “Lítilli, gamalli konu!” sagði lögreglumað- urinn undrandi. “Hvernig var hún í hátt?” “Eg veit ekki hvort eg get lýst henni svo, að gagn sé. Hún var mjög lítil, hafði afskaplega hrukótt andlit, lítinn, svartan hatt á höfði og gekk við staf.” “Munduð þér þekkja hana, ef þér sæuð hana aftur?” “Já, áreiðanlega.” “Sagði hún nokkuð þegar hún fékk yður bréfið?” “Hún sagði bara: “Til Mr. Wetherells, ungi maður. Það var alt.” “Og þér spurðuð hana ekki að hvert hún ætlaði að bíða eftir svari? Það var undarlegt.” “ Hún gaf mér engan tíma til þess. Hún fékk mér bréfið og flýtti sér svo niður tröpp- urnar.” “Jæja, þetta er alt og sumt. En Mr. Weth- erell. Það er bezt að þér náið þessum peningum úr bankanum. Þér þurfið ekki að bíða lengur maður minn.” “Þjónninn fór út en við störðum báðir á lögregluforingjann. Hann fór að hlægja.” “Þið furðið ykkur á því að eg sagði þetta,” sagði hann loks. “Mér fanst það mjög undarlegt,” svaraði Mr. Wetherell. “Jæja, þér skuluð vita að eg sagði þetta í vissum tilgangi. Tókuð þér eftir andliti manns- ins, þegar hann kom inn og eg fékk honum bréfið? Það er enginn vafi á að hann þekkir leyndarmálið.” “Þér álítið að hann sé í þjónustu Nikola? Því þá ekki að taka hann fastan undir eins?” “Vegna þess eg vil vera viss í minni sök. Eg talaði um peningana vegna þess, að sé hann leigutól Nikola, mun hann flytja þessa frétt til hans, og með því móti mun hann hafa dóttur yðar enn einn dag til hér í Sydney. Þér skiljið það?” “Já, og eg dáist að ráðsnild yðar. Hverjar eru nú áætlanir yðar?” “Mætti eg fyrst lýsa mínum áætlunum?” spurði eg. “Já, gerið það, mínar eru ekki tilbúnar ennþá.” “Jæja,” sagði eg, “ráðagerð mín er þessi: Eg legg til að Mr. Wetherell nái úr bankanum sínum mörgu peningapokum, og fylli þá með blýplötum, sem geta virst peningar, og láti það síðan uppi svo að þessi maður heyri, að hann hafi féð hérna í húsinu. 1 kvöld fer svo Mr. Wetherell niður að höfn. Eg mun iróa bátnum fyrir hann á stefnumótið og vera dulbúnin eins og ferjumaður. Þá munum við finna hinn bát- inn eins og bréfið gerir ráð fyrir. En í þeim svifum kemur að hinni hlið hans bátur með lög- reglunni og tekur hún manninn fastan, svo neyð- um við hann til að segja okkur, hvar Miss Weth- erell er, og síðan breytum við samkvæmt því. Hvað segið þið um þetta?” “Það virðist vera framkvæmanlegt,” svar- aði lögreglumaðurinn, og Mr. Wetherell kink- aði kolli til samþykkis. 1 þessum svifum, kom lávarðurinn inn í hexbergið og leit nú miklu betur út en kvöldið áður. Samræðurnar sner- ust nú að öðrum efnum. Ráðagerð mín féll svo vel í geð Mr. Weth- erells að hann gaf skipun um, að spenna skyldi hestum fyriir vagninn og ók hann síðan til bank- ans síns, en eg hélt niður að höfn og leigði bátr gekk síðan upp í bæinn þar sem eg keypti mér falskt s'kegg og gamlan flókahatt. Þegar eg kom heim aftur var Mr. Wetherell kominn heim, og var allur í uppnámi. Þegar hann fór með mig upp í skrifstofu sína, opnaði peninga- skápinn sinn og sýndi mér þar fjölda poka, en á síðu þeirra var prentað 1000 pund. “En hafið þér þá ekki 100,000 pund í pok- anum?” “Nei,” svaraði gamli maðurinn hlægjandi. Það eru bara 50,000 pund til af fölskum pening- um, en afganginn ætla eg að borga með þess- um.” Hann dró út skúffu og sýndi mér hlaða af nýjum bréfpeningum. “Lítið á — þetta er afgangur upphæðarinnar.” “En þér ætlið þó aldrei að borga þeim? Eg hélt að við ætluðum að reyna að sleppa við það.” “Já, það hugsa eg líka,” sagði gamli mað- urinn og neri saman höndunum af ánægju, “það hugsa eg að við gerum áreiðanlega. Og skul- um við með þessu móti benna þessum þorpur- um góða lexíu. Nikola heldur að hann hafi náð á mér tangarhaldi, en eg skal sýna honum að hann hefir þar rangt fyrir sér.” Gamli maðurinn talaði lengi í þessa sömu átt, þar sem hann hugðist mundu hafa heimt dóttur sína heim, áður en næsti dagur rynni upp. Eg var ekki heldur fjarri því, að vera sömu skoðunar. Fyrst Nikola hafði ekki flutt hana af landi burt, virtust þessi orð mín heppi- leg til góðs árangurs, og að við mundum ná henni aftur. Ekki einungis það, heldur mund- um við verða færir um að hegna skálkum þess- um að maklegleikum, fyrir breytni þeirra gagn- vart henni. En nú datt mér í hug að sþyrja einn- ar spurningar og sagði: “Mr. Wetherel, setjum nú svo, að þegra hún dóttir yðar er komin heim aftur, að eg hefji bón^ orð mitt að nýju. Hverju munuð þér þá svara?” “Hverju eg muni svara? Já eg mun svara því, að þér skuluð fá hennar, vinur minn. Eg þekki yðuir nú, og fyrst eg hefi farið svona illa með yður, og þér hefnt yðar eins göfugmann- lega og þér hafið gert, þá mun eg leitast við að gjalda yður í sömu mynt, eða eg heiti þá ekki Wetherell. En við skulum ekki ræða um þetta frekar núna, áður ien við höfum náð henni, enda höfum við þýðingarmeiri atriði fyrir hönd- um en þessi. Hvenær eigum við að leggja af stað í kvöld?” “Bréfið segir okkur að leggja af stað klukk- an tíu. En bezt væri fyrir okXur að vera komn- ir niður í batinn halfum tíma áðuir. En nú vildi eg ráðieggja yður að hvíla yðun um stund. En haldið þer annars að þjónninn yðar viti, að þér hafið peningana hérna í húsinu?” “Það ætti hann að vita, því að hann bar þa fyrir mig upp á loftið hérna, auk þess hefir hann beðið um leyfi til að fara út síðari hluta dagsins.” “Það er sjálfsagt til að láta hina vita urn þetta. Það er ágætt, og þetta genguir alt að óskum. Nú ætla eg að fara og leggja mig fyrir.” “Það ætla eg líka að gera, en fyrst ætla eg að gefa fyrirskipan um, að miðdegisverðurinn sé framreiddur í fyrra lagi,” Við snæddum svo miðdegisverðinn kl. 7, og um kl. 8 fór eg inn í herbergi mitt til að búast fötunum, sem eg hafði keypt mér. Er eg hafði kvatt markgreifann, sem langaði mjög mikið til að vera með í þessum leiðangri, smaug eg út um gluggann, hoppaði af þakinu niður í garðinn og gekk í gegnum hann, án þess að því er eg vonaði, að nokkur yrði mín var. Síðan gekk eg niður að höfn, þar sem báturinn, sem eg hafði leigt, beið eftir mér. Stundarf jórðungi síðar kom vagn Mr. Wetherells þangað, og er eg sá það, gekk eg að vagninum og opnaði hurðina. Dulbúningur minn var svo góður, að gamli mað- urinn ætlaði ekki að trúa, að þetta væri eg. En þegar eg talaði við hann þakti hann málróm minn, og tókum við nú að bera pokana ofan í bátinn. Strax og því var lokið settustum við í bátinn. Eg settist á miðþóftuna og lagði út árar, en Mr. Wetherell settist við stýrið. Lögð- um við síðan frá landi út á dimma höfnina. Himininn var hulinn skýjum, svo að ekki sást ein einasta stjarna, og kaldur gustur blés yfir sjóinn. Það var svo kalt, að eg óskaði, að eg hefði keypt mér yfirhöfn auk hinna fatanna, S£-m eg hafði keypt. Við mæltum varla orð frá vörum, ien rerum í áttina til eyjar þeirrar, sem bréfið hafði sagt okkur að stefna á. Við vorum í æstu skapi, og var eg mjög hugsandi um ráð okkar, og var áhyggjufullur út af því hvort lög- reglubáturinn mundi mæta okkur, eins og áætlað var að hann átti að gera. Klukka í turni einum á ströndinni sló og gaf til kynna, að hana vantaði kvart tíma í tíu, og vorum við þá eitthvað tvö til þrjú hundruð fet frá ákvörðunarstað okkar. Eg lyfti árunum og beið. Alt í kringum okkur sáust ljósin á hinum stóru skipum, en engan róðrarbát sá eg. Þegar fimm mínútur vantaði í hinn ákveðna tíma, hvíslaði eg að Mr. Wetherell, að hann skyldi vera tilbúinn, og dró gamli maðurinn þá upp eldspýtukassann sinn. Þegar klukkurnar í bænum slóu tíu, kveikti hann á eldspýtu. Húp logaði augnablik og dó svo út. 1 þeim svifum kom bátuir út úr myrkrinu. Hann kveikti a annari eldspýtu og svo á hinni þriðiu. Þegar hún var útbrunnin, kveikti maðurinn, sem reri hinum bátnum á þrem eldspýtum í röð. Þegar því var lokið tók hann til ára og reri í áttina til okkar. Þegar hann var kominn svo nærri að heyra mátti málróm hans, sagði hann hrana- lega: “Er Mr. Wetherell í Bátnum?” Samferðamaður minn svaraði svipstundis, en samt var ekki laust við að rödd hans titraði: “Já, hérna er eg.” “Hafið þér peningana með yður?” “Getið þér séð ef eg held þeim upp?” spurði Mr. Wetherell. Er hann gerði það rendi langur bátur, svartur á lit fram með báti hins manns- ins. Eg var ekki í neinum. vafa um að það var lögreglubáturinn. “Nei, ekki langar mig til að sjá þá,” sagði maðurinn. “En þetta eru boðin, sem eg átti að flytja yður. Róið upp að hringbryggjunni að skipinu “Þokudísin”, farið um borð í það skip, og berið peningana ofan í káetu þess. Þar fáið þér svarið.” “Þér getið ekkert mieira sagt mér?” “Þefta var alt, sem mér var boðið að skila,” svaraði maðurinn og hrópaði svo: “Góða nótt!” 1 sömu andrá reri lögreglubáturinn fast að honum og festi bát hans við sig, eg sá að maðurinn úr lögreglubátnum fór um borð og er ljósi var brugðið upp féll það á andlit mannsins. Eg greip árarnar og reri að þeim og kom nógu snemma til að heyra lögregluforingjann spyrja manninn um nafn hans. “James Burbidge,” svaraði maðurinn. “Eg veit ekki til að eg hafi brotið nein lög. Eg hefi löglegt leyfi til að fara með bát hérna á höfn- inni.” “Það er víst rétt,” svaraði lögreglumaður- inn, “en mig langar til að fá upplýsingar hjá yður. Hvernig stendur á, að þér eruð í þessum er indagerðum ? ’ ’ “Hvaða erindagerðum?” “Já, þessi boð er þér flytjið. Hvaðan koma þau? Hver gaf yður þau?”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.