Heimskringla - 19.12.1945, Blaðsíða 4

Heimskringla - 19.12.1945, Blaðsíða 4
4. SlÐA HEIMSKRIMGLA WINNIPEG, 19. DES. 1945 Hmmskrmglci (SUfnvM lttt) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24 185 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winmipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON "Heimskringia" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24 185 WINNIPEG, 19. DES. 1945 Jólin 1945 Jólin sem nú fara í hönd, eru að því leyti til ólík sex undan- farandi jólum, að veraldarstríðinu er nú lokið. En að þau geti friðarjól talist, er þó nokkur vafi á. Það væri ef til vill réttara að segja að vopnahlé væri fengið, fremur en varanlegur friður, vegna þess, að friðarskilmálar hafa ekki neinir verið samþyktir ennþá og er þó nokkuð liðið frá því, að stríðinu var lýst loknu. Og ef höfvmdi “Lilju”, hefir þótt sköpun heimsins standa lengi yfir, eins og hann gefur í skyn í vísunni: —Dagamir sex að vísu vuxu veltiligir um sjávar belti áður en fengi alla prýði jörð og loft, er drottinn gerði — hefði Eysteini nú þótt dragast, fyrir jarðardrotnunum okkar þremur, að semja frið. Heimurinn virðist ekki mikið hafa batnað ennþá. Og þrátt fyrir að við höldum nú jól, er enn hætt við, að æðstu, fegurstu og farsælustu hugsjónir mannkynsins, eigi langt í land með að verða að veruleika, eins og t. d. jólaboðskapurinn eða bræðralagið manna á meðal. Það er í fylsta máta undarlegt, að foringjum heimsmálanna skuli finnast sér það samboðið, að nota aðstöðu sína til yfirdrotnunar í heimnium nú til þess, að verða þröskuldur í vegi þess, að það frelsis og bræðralagsríki sem menn- irnir hafa eygt og þráð, stofnsetjist á jörðu. Óánægjan, sem nú ríkir innan flestra þjóðfélaga beimsins, er einn mótmæla vottur þessa framferðis, eða ráðandi stefna nú í heiminum. Þannig horfir nú við á þessum fyrstu jólum að stríðinu loknu. Varanlegur friður er enn fjarri, einungis vegna valdagræðginnar gömlu. Það gæti þessvegna virst lítilvægt, að minnast jólanna, og væri það í raun og veru, ef ekki væri fyrir það, að jólaboðskapur- inn á svo djúp ítök í hugum og hjörtum manna, að hann verður Þaðan ekki upprættur. Hann er enn, eins og hann hefir ávalt verið, þeirra eina von um fegurra, kærleiksríkara og fullkomnara líf á jörðu. Og megi sú von rætast og sigrast á öllum andstæðum. Sú skal vera jólaósk Heimskringlu. EKKI ER ALT SEM SÝNIST Eftir Guðrúnu H. Finnsdóttur Fyrir nokkrum árum, var eg stödd, skömmu fyrir jól, á einni þessari fjölmennu kaffisölu, sem íslenzkar konur efna til, til styrktar þessu eða hinu félaginu þeirra á meðal. Veizlusalurinn var þéttskipaður, en eg náði samt í sæti á legu- bekk undir veggnum andspænis innganginum. Það skemtilegasta við þessar samkomur er það, að þar mætast oft gamlir kunningjar, sem ef til vill hafa ekki sést lengi, spjalla saman og endurnýja kunhingsskapinn. Eg hafði séð þarna marga, sem eg hafði gaman af að tala við. Kona, er eg hafði mælt mér mót við,' var ekki komin, þess vegna valdi eg mér sæti þar sem eg gat haft augun á dyrunum. 1 þeim svifum sá eg Þórunni Hall ganga inn í salinn. Hún var kona, sem ekki sótti íslenzkar samkomur að jafnaði og það var langt síðan að eg hafði séð hana. Eg hafði þekt hana mjög vel þegar hún var barn og þó nokkuð framan af unglingsárum hennar í foreldra húsum. Eftir að hún giftist lágu leiðir okkar ekki saman, nema þegar eg sá hana endrum og eins á mannamótum. En þar talaði eg aldrei við hana, því eg hafði hugmynd um að hún skágengi Islendinga, og þótti mér það æði lítilmótlegt af henni. En oft hafði eg tekið svari Þórunnar, þegar svo bar undir, að menn lögðu misjafnt til hennar. Mikið var talað um giftingu hennar. Sumir sögðu, að hún hefði selt sig harðlyndum fjármála- jálk, aðrir héldu því fram, að hún hefði verið hrifin af glæsimensku hans. Mér var ókunnugt um það, því eftir að móðir hennar dó og faðir hennar gifti sig aftur, varð eg ókunnug þar á heimilinu. En æði ólík var hún nú orðin fallegu litlu stúlkunni, sem mér hafði þótt vænt um. Þegar hún leið þarna inn eftir gólfinu, minti hún ónotalega mikið á krítarbrúðurnar í stórbúðagluggunum, sem hreyfast eftir föstum reglum til þess, að sýna sem bezt skraut- klæðnaðinn, sem búðirnar eru að auglýsa. Eg var ekki hrifin af henni. Ef til vill var eitthvað hæft í því, sem fólk sagði um sér- gæði hennar og hégóma hátt. Eg fylgdi henni með augunum þar sem hún gekk inn -gólfið há, fríð og fönguleg; og að undanteknu þessu dauðans tómlæti í svip og andlitsdráttum, var hún svo einkennilega lík ömmu sinni, að enn þá einu sinni átti eg bágt með að trúa því, að ekki rynni einhver dropi af heitu blóði Þórunnar gömlu Böðvarsson í æðum þessarar gerfikonu. Frammistöðu konurnar komu nú á móti Þórunni og heilsuðu henni með sætu sölubrosi, sem býður alla velkomna á svona sam- komur. Að þeim undanteknum skifti fólkið sér ekkert af henni, hvorki til að heilsa henni né tala við hana. Unga konan stóð grafkyr og litaðist um. Augnaráðið var kalt og andlitið eins og lokuð bók. Eg gat ekki varist því að mér flaug í hug, að hún væri sér þess fyllilega meðvitandi að hún væri þess virði að horft væri á hana, enda var það gert, og gotið til hennar ótal hornaugum í ofanálag. En svo var annað, sem lá meira á tilfinningu minni, heldur en eg sæi það beint með augunum. Það var eitthvað hikandi og ein- manalegt við þessa grímuklæddu konu. Líklega hefir hún orðið vör við augnaráð mitt, því alt í einu leit hún við, sá mig og kom og settist hjá mér. Hún heilsaði mér með þéttu handabandi og það brá fyrir hlýju í augunum, um leið og hún sagði: “Það er langt síðan við höfum talast við. Manst þú eftir mér þegar eg var að koma til afa og ömmu, þú varst þar oft hjá þeim. Mig hefir langað lengi til að spyrja þig um þau og líf þeirra hér á fyrxi árum. En það gefst aldrei tími til þess, þá sjaldan að við sjáumst — tilsýndar,” bætti hún eins og við, hún þagði andartak og hélt svo áfram: “Eg man vel eftir afa, því hann var hjá okkur eftir að amma dó, en eftir henni man eg minna.” Hún spurði mig svo spjörunum úr, um gömlu Böðvarsons hjónin og eg sannfærðist um að hún unni minningu þeirra. Þegar kaffið kom féll talið niður um stund, en hún rauf brátt þögnina þegar konurnar, sem báru kaffið í kring voru farnar. Hún spurði nú dálítið fjörlega:' “Man eg það ekki rétt, að amma væri falleg kona, björt á svip og fxjálsleg í fasi? Bar hún það ekki með sér, að lífið hefði farið vel með hana?” “Amma þín var falleg kona. Þér svipar mikið til hennar í sjón, en það væri ef til vill réttara að orði komist, að hún hefði lifað lífi sínu vel. Hún fór mildum höndum um misfellurnar, því hún var þróttmikil kona, prýðilega vel skynsöm og vildi öllum vel. Svipur hennar var mótaður af þeim hugsunarhætti. Hefðir þú gaman af að hlusta á jólasögu, sem amma þín sagði mér síðustu jólin, sem hún lifði?” “Jólin eru núna á næstu grösum svo jólasögurnar eru komnar á kreik og eþssa langar mig sérstaklega mikið til að heyra.” “Amma þín og móðir mín voru góðar vinkonur, og frá því að eg man eftir mér fyrst, var eg heimagangur á heimili Böðvarsons hjónanna. Eftir að foreldrar mínir voru bæði dáin átti eg þar and- legt athvarf. Og þangað var eg æfinlega boðin á jólum. Eftir að eg giftist og eignaðist heimili, gerði eg mér það að skyldu að líta þar inn á aðfangadgskvöldið. Hjá þessum góðu gömlu hjónum átti eg í raun og veru altaf andlegt heimili, á vissum sviðum, því trúnaður þeirra og vinátta var jafnan söm við sig. Síðustu jólin, sem amma þín lifði, fór eg þangað í fyrra lagi, vegna þess að um börnin og jólin heima fyrir varð eg að annast. Þegar eg kom heim til Böðvarsons, var Leifi gamli keyrari þar fyrir framan húsið með Jarp sinn og stóreflis sleða drekkhlaðinn bögglum og kössum. Jón afi þinn var að hjálpa Leifa til að xaða bögglunum til á sleðanum. Afi þinn var ferðbúinn og lék á als oddi og Leifi gamli hafði auðsjáanlega fengið einhverja hressingu hjá Jóni, því hann lét fjúka í hendingum og talaði hástöfum á góðri íslenzku við Jarp sinn, sem var mesti stólpagripur og auk þess svo mikill tungumálahestur, að hann skildi mæta vel alla þá íslenzku, sem Leifi talaði við hann. Enda ætlaði Leifi honum það vit, og það er meira en menn, nú á dögum, ætla íslenzkri æsku. Afi þinn sagði mér að ganga inn til Þórunnar, því hann væri að leggja af stað í embættisferð með Leifa og innan stundar yrðu þeir komnir í fylgd með jólasveinum. Þeir kvöddu og buðu gleði- leg jól um leið og þeir hurfu út í rökkrið. En eg heyrði rödd Leifa segja Jarp að nú yrði hann að komast úr sporum, svo þeir kæmust heim fyrir miðnætti. Eg hljóp svo inn í húsið og amma þín tók á móti mér opnum örmum. Eg sagði henni, að eg hefði talað við Jón úti. Hún horfði á mig brosandi og sagði: “Þér er þá kunnugt um þetta, sem fór héðan?” “Það má sjá minna,” svaraði eg. “Þú orðar þetta við engann og Leifi er þögull eins og gröfin. Hann hefir flutt svona vaxning fyrir okkur áður og engum sagt frá því. Við sendum þetta nafnlaust til þeirra, sem þurfa þess með, því sumir hafa ekkert, en aðrir of mikið. Því miður lagast sá mismunur seint. Með þessu móti erum við að borga gamla skuld.” Hún þagði andartak og bætti svo við: “Á löngu liðnum aðfangadegi, lærðist mér að skilja þá, sem eru einmana, hræddir við lífið og framtíðina og þora ekki að treysta á samúð og hluttekningu meðbræðranna. En hamingja mín var samt sú, að þessu jól urðu ein þau fagnaðarríkustu, sem eg hefi átt um dagana.” Eg var orðin æði forvitin og bað nú ömmu þína um, að segja mér þessa jólasögu sína, því mig grunaði að hér lægi fiskur undir steini. “Jæja, heillin mín,” byrjaði amma þín, “mér er sama þótt eg reyni að segja þér frá þessu atviki úr lífi mínu, en það er engin saga. Ekki veit eg heldur hvort eg get komið hugarástandi mínu í áheyrileg orð, og líka gleymist þeim gömlu oft viðhorf og tilfinn- ingar æskuáranna. Annað árið, sem við Jón vorum gift, fluttum við að hausti til í fyr^ta húsið, sem við eignuðumst hér. Jón hafði bygt það í hjá- verkum sínum um sumarið vestur á sléttu, eins og þá var sagt. Lóðina hafði hann keypt fyrir lágt verð og borgað. En timbrið fékk hann lánað með þægilegum kjörum. Þegar við fluttum í húsið var mikið um dýrðir í hugum okkar .Mér fanst húsið höll og eg vera drottning í æfintýri. Þetta var lítið þriggja herbergja hús, stofa, svefriherbergi og lítið eldhús. En það var snoturt og öllu haganlega fyrir komið og þar var meira en nægilegt rúm, fyrir okkur hjónin og Siggu litlu, sem var þá fárra vikna gömul. Það kostaði okkur meira en við höfðum búist við, að koma okkur fyrir í húsinu og þó gættúm við allrar sparsemi. Buddan var orðin æði létt. Jón hafði haft stöðuga vinnu um sumarið, þar til í lok septem- ber. Hann þrammaði um bæinn, fram og aftur til að leita að vinnu, engin var fáanleg, fyr en með vorinu nema skógarhögg úti í óbygð- um. Hann tók því feginshendi og réðist þangað, þar til um miðjan desember. Áður en hann lagði af stað, hlúði hann að húsinu og fjósinu, því við áttum eina kú til búbætis og fáein hænsni. Við vorum byrg af eldivið, og fóður handa skepnunum keypti hann áður en hann fór. Okkur reiknaðist til að eg mundi geta komist af með þetta litla, sem við áttum eftir af sumarkaupinu. Fyrst framan af gekk mér búskapurinn vel og fjósaverkunum vandist eg. En seint í nóvember varð barnið svo lasið, að læknis- hjálp og meðul voru nauðsynleg. Sigga litla frískaðist aftur furðu fljótt, en allrar varúðar varð eg að gæta á meðan hún var að ná sér. . • Ofan á það bættist afleitt tíðarfar, öskrandi snjóhríðar dag eftir dag og loksins þegar hann strengdi upp, gekk í grimdarfxost. Húsinu hélt eg hlýju, en fjósið var svo kalt að hænumar hættu alveg að verpa og mjólkin úr kussu minni varð næsta lítil. Eg reyndi að halda öllu í horfinu, en í huganum var eg farin að telja dagana þar til Jón kæmi heim. Þaxna sat eg ein dag eftir dag, með ekkert fyrir augum nema fannkyngið, sem huldi sléttuna svo langt sem augað eygði. Frá sólaruppkomu í austri, til sólsetursins í vestxi, fanst mér að fönnin ná. En stundum voru kvöldský- in svo fögur, að þar sá eg fjöll og dali, sem líktust því lands- lagi, er eg ólst upp við heima. Eg hvorki gat né vildi fara neitt frá baminu, nema þegar eg fór í fjósið, til að hirða um kúna og hænsin. Þeir kunningjar, sem við áttum, voru lengst norðaustur í bæ og næstu nágrönnum hafði eg engin kynni af, enda voru þeir nokkuð langt frá okkur. Eg náði í einn af þessum körlum, sem keyrði mataxvatn heim til fólks og seldu það. Hann kom tvisvar í viku og honum borgaði eg mín síðustu cent, því eftir að barnið veiktist og alt var ófært fyrir snjó, var mér ómögulegt að sækja vatn langar leiðir. Eg lifði eins sparsamlega og nokkur mann- eskja getur gert, en samt gekk á mataxforðan. Viku fyrir jól sagð- ist Jón verða kominn heim. Ferðin tók 3—4 daga og að morgni 19. des. var eg létt í skapi, því um kvöldið hlaut hann að koma. Eg hreinsaði alt hátt og lágt í húsinu, og f jósið var eins og stássstofa hjá mér. Dagurinn flaug út úr höndunum á mér. Nú var eg ekki einu sinni mædd yfir því, að vera orðin mataxlaus. Eg átti svolítið af hveiti, sykurdreif í keri og dálítið af haframjöli og nokkrar kartöflur. Ekkert annað, nema þessa nyt úr kúnni. Jón var að koma og öllu var nú óhætt. En þótt dagurinn hefði liðið fljótt, var kvöldið þeim mun lengra, því Jón kom ekki. Svo leið dagur eftir dag að hann kom ekki. Og ekkert heyrði eg frá honum. Eg var ýmist að hugga sjálfa mig við það, að hann hefði unnið lengur, heldur en hann ætlaði, eða sjá á huganum alt það, sem fyrir hann hefði getað kom- ið. Og það var nú margt, alt frá því að liggja lemstraður af slys- um, til þess að hann hefði orðið úti. Það voxu daufir dagar og næturnar engu betri. Litla barnið mitt hló nú og hjalaði í vögg- unni og hélt mér nokkumvegin í skefjum og svo vinnan. Á aðfangadaginn gaf eg mér enga hvíld. Eg hreinsaði alt húsið og bakaði pönnukökur úr síðustu hveitilúkunni. Haframjöl- ið var búið en 6 kartöflur og mjólkurpott átti eg til í jólamatinn. “Hann kemur í kvöld,” sagði eg upphátt við sjálfa mig, “eða hann er”, — lengra þorði eg ekki að fara. Eg sótti sparifötin hans og burstaði þau og pressaði, lagði skyrtuna hans og hálslínið á rúmið okkar. Alt varð að vera til taks þegar hann kæmi. Það var byrjað að húma og hræðslan var að verða mér ofjarl. Heitar orðlausar bænir brutust um í huga mér. En til þess að gráta ekki, varð eg eitthvað að hamast við vinnu. Eg klæddi barnið í fallegasta kjólinn, sem hún átti og hún var fín og fögur eins og nýútsprungið blóm. Það var hlýtt og bjart í stofunni, en eg var köld af ótta og kannske líka vegna þess að eg var svöng. Kvöldið leið, klukkutími eftir klukkutíma, heil eilífð. Eg klæddi mig í sparikjólinn minn, þetta var jólanóttin. Eg er heimsk kona flaug mér í hug, að fara ekki með bamið og leita hjálpar. En eg var hrædd um, að það yrði að umtali og kannske gustukagjöfum, ef fólk vissi um að ástandið var svona. Nógu margir mundu lá Jóni, að sjá ekki til þess, áður en hann fór, að eg hefði matbjörg. Kaupmenn lánuðu, en eg vildi enga biðja neins. Þá var eg því ókunnug, hvað Islendingar hér voru hver öðrum hjálplegir og hjálpfúsir. Klukkan var að gánga tíu, barnið var sofnað og eg dró niður í lampanum, til að spara olíuna. Eg var að bæta við í stóna frammi í eldhúsinu og þar sauð á katlinum svo alt væri í góðu lagi þegar Jón kæmi, því enn þá hafði eg þó svolitla von. Alt í einu fanst mér eg heyra eitthvert þrusk vði framdyrnar svo eg þaut fram í stofuna og hlustaði við dyrnar, en heyrði ekki neitt nema sleða- bjöllur einhversstaðar álengdar. Samt opnaði eg hurðina og datt þar nærri um stóreflis kassa, sem stóð í litla anddyrinu. Nafnið okkar var ritað á spjald, sem fest var á kassann. Eg opnaði dyrnar og leit út, djúp spor vom í snjónum og för eftir sleðameiða lengra til. Hvergi var neinn að sjá. Eg draslaði kassanum fram í eldhús og opnaði hann. Þar var alt það samankomið af jóla sælgæti, sem hægt var að hugsa sér. Fugl, hangikjöt, ávextir og sætindi, kaffi, sykur og allskonar mat- ur af algengu tagi. Þar var líka flaska af uppáhalds víni Jóns og tóbak sem hann reykti. Utanum flöskuna var bundið blað og þar skrifað með breyttri hendi: “Frá vini með þökk til ykkar hjón- anna.” Eg stóð þarna og starði á alt þetta sælgæti. Og eg hafði ekki þorað, að treysta góðvild manna! Og gráturinn, sem eg hafði barist við allan daginn, fékk nú loksins yfirhöndina. Hvað lengi eg sat þarna við borðið, er mér ekki ljóst, en nú heyrði eg að hurð- inni á forskygninu var skelt í lás. Eg þurkaði mér um augun í flýti og heyrði nú að drepið var á dyr eins og enginn gerði nema Jón. Eg gekk hratt fram stofugólfið. Ef þetta var ekki Jón sjálfur, þá var það svipurinn hans og eg opnaði dymar. Jón var kominn, þreyttur og lerkaður, en heill á húfi. Nú var alt í góðu lagi og jólin komin í bæinn! Hvað miklar svaðilfarir hann lenti í, sagði hann mér ekki fyr en eftir hátíðirnar, en þá vissi eg líka að eg hafði í raun og veru heimt hann úr belju. Þetta jólakvöld lærðist mér að skilja þá, sem eru hjálparvana, bjargarlausir, hungraðir og hræddir, mér lærðist líka, að treysta góðvild manna; og vininum, sem sendi okkur jólamatinn, hétum við því, að muna æfinlega á jólum eftir einhverjum þeim, sem væru í svipuðum kringumstæðum og við vorum í þá. Það loforð höfum við reynt að efna, eftir ýmist minni eða meiri getu. Þau jól. verða samt aldrei fullboxguð.”---- Á meðan eg var að tala, hafði unga konan hvoxki hreyft legg né lið. Hún starði framundan sér en nú leit hún til mín, og það er hláleg samlíking, en augun og einhver óþreyja í þeim, mintu mig helzt á rennandi straum, sem fellur undir hálfgegnsæum ís. Hún reyndi að dylja ■ tilfinningarnar, sem brutust fram undir kulda- skelinni. , “Saga ömmu þinnar er ekki lengri, en hún gefur góða hugmynd um hugarfar hennar og mannkosti,” sagði eg með hægð um leið og eg bjóst til að standa á fætur,.því nú sá eg að konan, sem eg vonaðist eftir, var komin. Þórunn Hall tók hlýtt í hendina á mér og sagði: “Þakk fyrir söguna, leinhverntíma segi eg börnunum mínum hana og ung^ konu, sem er svo óhamingjusöm að hafa tapað trausti á flestu þv* bezta, sem lífið hefir að bjóða. Það kæmi sér vel fyrir hana 3® kynnast ömmu, sem heldur kaus að vera hungruð en stofna orðstíf mannsins síns í voða.” Hún gekk svo hratt fram gólfið, eins og henni lægi mikið 3- í hreyfingum hennar lá nú skap og líf. Með döprum augum horfði eg á eftir henni, þar til hún hvarí út um dynar. Og mér flaug í hug: Henni kippir þá í kynið meir3 en mig hafði grunað. — Það er til svo margskonar hungur.---

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.