Heimskringla - 19.12.1945, Blaðsíða 10

Heimskringla - 19.12.1945, Blaðsíða 10
10. SIÐA HEIMSKRINGLA « WINNIPEG, 19. DES. 1945 fiin sama innilega gamla ósK og áður vma vorra árinu 1946 Compliments of the SEASON 370 COLONY ST, PHONE 37 071 Tons of Satisfaction TIL ALLRA ÍSLENDINGA NEIL THOR 1810 W. Temple St. Los Angeles 26, California UPPTÍNINGUR Safnað af Á. S. Eg hef tekið þessa jólasögu úr “Reader’s Digest” og fæit hana í íslenzkan búnnig, eitthvað á þessa leið: Aðfangadagskvöld jóla, var nístandi kalt, mánalaust en skaf- heiðríkt. Yfir Hallbjarnarból, tindraði stór einstök stjama, eins og glitr- andi skraut á jólatré. Kvöldið var kyrt, hljóðbært og dular- fult. En hlýtt og notalegt, var inni í litla sveitabænum okkar undir Klettafjöllunum. — Konan mín hafði lokið við að þvo diskana eftir kvöldmat og eg sat við eld- stóna með pípuna mína og naut þægilegrar hvíldar eftir útiverk- in. Bjami sonur minn kemur nið- ur stigann, klæddur purpura- skikkju með tinskraut á öxlum, háa kórónu úr gyltum pappa með glitborðum í annari hendinni, en skrautmáluðum járnpotti í hinni hendinni og þunna ilskó á fótum. < “Nei — hvað á nú þetta að vera?” varð mór að orði og hló um leið. Konan mín horfði rannsakandi á son sinn og snerti klæði hans, með velþóknun og blíðu, en leit svo til mín með nokkrum þótta. “Hann er einn af “Vitringun-* um frá Austurlöndum”, og í augnaráðinu fólst ákveðin á- minning að eg hafði lofað að keyra hann í bæinn, svo hann gæti tekið þátt í jólaleiknum í skólahúsinu. Það fór hrollur um mig þegar eg hugsaði til þess að þurfa að fara út í kuldann. Eg vissi líka, að gamli bíllinn minn hafði það til að vera hrekkjótutr, sérstak- lega í köldu veðri. Og nú var hann einnig í því ástandi, að eg varð að nota sveifina til að koma honum á stað. En viti menn! Aldrei þessu vant, rauk vélin á stað við fyrsta snúning, með hvellum og smellum. En það reyndist, eins og stund- um vill verða, bara fjandans hrekkir, því áður en við komum út á aðal brautina, hóstaði gamli skröggur nokkrum sinnum og steinþagnaði. Eg þagði líka stundarkorn, og hélt um stýrishjólið. Mér varð litið á son minn, sem hélt á kór- ónunni og járnpottinum í fang- inu, og starði niður eftir vegin- um, sem hvarf milli hólanna, í fjarska. Til Hallbjarnarhóls var eins og hálf míla vegar og engar líkur til mannaferða í bæinn um þetta leiti dags. Nú, jæja, eg hugsaði sem svo, að það væri þá ekki svo ákaflega áríðandi, og þess utan svo fjandi kalt að, — mér varð litið á Bjarna, sem enn sat þegjandi, en nú starði hann á stóru stjörnuna, sem tindraði rétt fyrir ofan fjallatoppinn. Það greip mig ónota tilfinning, að eg væri, ef til vill, að bregð- ast honum, því mér sýndist hann horfa þeim bænaraugum á stjörnuna að ekkert hindraði hann að halda gefið loforð, að birtast sem einn af vitringunum fxá Austurlöndum, þetta töfr- andi aðfangadagskvöld jóla. iEg tók sveifina, og neytti allra krafta — því vélin var enn köld og stirð af-frosti — en árangurs- laust. Eftir að hafa sannfærst um, að kveikjuvírar og gasleiðsla væru í lagi, varð mér litið upp, — Bjarni var horfinn. Hann þaut niður veginn. Hann hélt uppi kirtilfaldinum með annari hend- inni og járnpottinum í hinni, gylta kórónan hallaðist út í ann- an vangann. Sem snöggvast fanst mér það hlægileg sjón, en hætti samt við að kalla á hann. í stað þéss þreif eg sveifina aftur og hamaðist af öllum mætti. Eftir margar atrennur og mergjað orðbragð, þaut vélin á stað! Eg settist uppgefin við stýrið og náði loksins Bjarna þar, sem vegurinn beygir inn í bæinn. “Þú hefðir ekki átt að ganga þessa leið svona búinn í kuldan- um,” nöldraði eg, þegar hann var seztur við hliðina á mér. “Eg kveikti á reykelsinu,” sagði hann, “það hélt mér heit- um á höndunum”. “Þú hefir hlotið að fljúga.” “Nei, eg stytti mér mikið leið. Eg .tók stefnuna eftir stjörnunni þarna og gekk beint, yfir akra og engi, fram hjá Bessastöðum, og fram hjá nýja húsinu.” “Já, en líttu á fæturna á þér. Þér er kalt.” Eg sá að hann skalf. “Ó, nei, ekki mikið,” sagði hann, og hélt báðum höndum um járnpottinn. Við komum á tilteknum tíma í skólann. Eg stóð aftarlega í salnum. Þegar eg sá Bjarna ganga inn stirðfættan af frostbólgu í fót- unurn, og krjúpa við jötuna og flytja nokkur tilvalin orð, — sá eg eftir að hafa hlegið að honum, mér varð alt í einu ljóst, að eitt- hvað sterkara en gefið loforð, hafði leitt hann í gegnum erfið- leika kvöldsins, til að taka þátt í þessari helgi sýningu. Á leiðinni heim, sýndi Bjarni mér, hvar hann hafði stytt sér leið. “Þarna er nýja húsið þeirra Tómassons — þar sem Helgi dó”, bætti hann við. Við fórum framhjá Bessastöð- um, þar logaði enn ljós í glugg- um. Það fanst mér undarlegt á þessum tíma. Því síðan Georg Bessason fór í stríðið, hafði amma gamla — sem misti yngsta son sinn í fyrra stríðinu — eins og mist alla löngun til að njóta lífsins, sjaldan sást ljós í húsinu og skuggi hvíldi-yfir heimilinu. En eg sá, mér til mikillar undrunar, er eg hægði ferðina þegar eg kom að húsinu og keyrði fram hjá eldhús gluggan- um — að Lúðvík Bessason, kon- an hans og móðir, sátu við eld- húsborðið, auðsjáanlega í á- nægjlegum samræðum. Þetta er nú hér um bil það markverðasta, sem skeði þetta kvöld. Á jóladaginn kemur nágranna kona okkar inn í eldhús, þar sem konan mín var að ráðstafa jólamatnum. Eg svona slæddist Með beztu óskum um gleðileg jól og nýár til vina og viðskiftamanna Dr. A. B. Ingimundson GIMLI, MANITOBA VORUM MÖRGU ISLENZKU VIÐSKIFTA- MÖNNUM ÓSKUM VÉR GLEÐILEGRA HÁTÍÐA Service Meat Market SARGENT and MARYLAND IMPERIAL BANK OF CANADA AÐALSKRIFSTOFA TQRONTO, ONT. Vér tökum þetta tækifæri til að flytja árnaðaróskir gleðilegra jóla og velgengni á þessu nýbyrjaða ári. GIMLI OG RIVERTON ÚTIBÚ R. L. WASSON, ráðsmaður Winnipeg útibú eru: MAIN og BANNATYNE SBLKIRK og MAIN ST. VITAL út í eldhús þegar eg heyrði hlát- ur og glaðværð, og eg hef altaf gaman af að heyra sveitaslúður. “Það var gott að þú komst”, sagði konan mín, “þú mátt til að heyra þetta.” Nágranna konan leit á mig leiftrandi augum. “Eg veit þú trúir því ekki,” mælti hún, “en eg ætla nú samt að segja þér það, að fólkið hérna í hólabygðinni, sér nú ýmislegt, og það hefir trúna til að meðtaka það.” “Nú — hvað hefirðu þá séð?” “Eg sá ekkert. Það var.amma gamla Bessason sem sá. Það skeði í gærkveldi. Hún sat ein í herberginu sínu og rakti raun- ir sínar rökkrinu. Alt í einu heyrist henni sem gengið væri um úti, hún leit út um gluggann. — Það verð eg að segja, að gamla konan hefir góða INNILEGAR JÖLA OG NYARSÓSKIR til okkar íslenzku vina og viðskiftamanna Thc Oanadian liank ol' IHnininii1 ARBORG, MANITOBA BRANCH S. G. HENDERSON, framkvæmdarstjóri Innilegar Jóla og Nýársóskir til vorra mörgu og fjölgandi viðskiftavina! ARBORG FARMERS’ CO-OPERATIVE ASSOCIATION LIMITED ÁRBORG, MANITOBA J. B. Jóhannsson INNILEGAR Jóla og Nýárskveðjur til állra vorra viðskiftavina * Canadian Físh Producers Ltd. CHAMBERS & HENRY J. H. PAGE, framkvæmdarstjóri Sími 26 328 AND Best Wishes Cfiríötmaö ANDTHE *★★★* eJlollUiAw-osdli & Co. J!M FINE LADIES APPAREL WINNIPEG — REGINA — CALGARY

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.