Heimskringla - 26.12.1945, Blaðsíða 1

Heimskringla - 26.12.1945, Blaðsíða 1
IWe lecommend for your approval our "BUTTER-NUT LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. ,,—----------------- We recommend for your approval our // BUTTER-NUT LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. LX. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 26. DES. 1945 NÚMER 13. Heimskringla óskar lesendum sínum góðs og farsæls nýárs FRETTAYFIRLIT OG UMSAGNIR Japönsk sprengja féll í Manitoba á þessu ári Ársfjórðungsrit Hudson’s Bay félagsins, The Beaver, sem ,ný- komið er út, flytur þá frétt, að japönsk flug- eða belg-sprengja hafi fallið niður í Manitoba-fylki í apríl á þessu ári. Sprengjan féll nærri þeim stað sem Oxford House heitir og er 350 mílur norðaustur af Winnipeg. Formeður Hudsons’ Bay fé- lagsins á staðnum, sendi þegar skeyti á dulmáli til stöðva fé- lagsins í Winnipeg, er framvísaði því til heryfirvaldanna hér. — Sprengjan lá aðeins 9 mílur frá þcssari stöð Hudson’s Bay fé- lagsins. Sprengjunnar var gætt af Indíánum í þjónustu félagsins þar til hervaldið tók við send- ingunni. Nokkra sprengja mun hafa orðið vart í Canada frá Japan, en engin hefir fundist eins aust- arlega og þetta. Petain fluttur út í eyju Petain marskálkur var 17. nóv. fluttur frá Portalet-kastalanum í Pyrenneaf jöllum, þar sem hann hefir verið, síðan hann var dæmdur til dauða og dómnum breytt í æfilangt fangelsi. Mar- skálkurinn mun hafa verið flutt- ur út í eyna II D’ Yeu sem er fyrir vesturströnd Frakklands, milli Nantes og La Rochelle. — Eyjan er um 25 km. frá landi. Ástæðan til flutninga þessara er talin sú, að illa hafi farið um hina 500 menn sem gæta Petains í kastalanum, og sé rýmra um þetta lið á eynni. Sum blöðin undrast mjög að svo fjölment lið leiðendur, að atkvæði verði greitt um hvað gera skuli fáist verðhækkunin ekki, sem verk- fall geti haft í för með sér. Verð | á mjólk til neyt^nda hækkar um I lc potturinn við1 þetta. * * * Á bæjarráðsfundi í Winnipeg, ; var nýlega farið fram á að kaupa i strætisvagnafélagið. Ef ekki yrði af kaupum, átti að fara fram á, að fargjaldið á strætis- vögnum væri lækkað. * ★ * Nú þykja góðar vonir um að verkfallinu í Windsor-verksmiðj- um Ford ljúki brátt. Á fundi sem verkamenn héldu fyrir helg - ina, var með miklum meirihluta atkvæða samþykt, að ganga að tillögum sambandsstjórnar í verkfalls má linu. Verkfall þetta hófst 12. sept. En í raun og veru var það fram- hald af verkfallinu frá 20. apríl til 10. maí 1944. En því verk- falli lauk þá með því, að sam- komulags tilraunum yrði haldið áfram um viss atriði sem verka- menn (United Automobile Work- ers of America — C.I.O.) voru ekki ánægðir með. Stappið um þetta hefir síðan staðið yfir og þegar verkamönn- um fanst ekki neitt verða ágengt, gerðu þeir verkfallið 12. sept. á þessu ári (1945). Með tillögum sambandsstjórn- ar greiddu nú 72% verkamanna atkvæði, en 28% voru á móti. Verkfallið áhrærði 14,000 verka- menn. Verkamálaráðherra Humph- rey Mitchell fékk 1944 S. E. Richards dómara í Winnipeg til að semja við verkamenn og vinnuveitendur. í tillögum hans sagnir af jólavenjum og siðum að fornu og nýju, frásagnir um jól og atburði er á jólum gerðust, teknar úr fornsögunum, jóla- sálmar, prédikanir, þjóðsögur og fleira. — Bókin er prýdd all- mörgum myndum eftir íslenzka listamenn.—Mbl, 23. nóv. BRÉ F Eitt af síðustu bréfum sem höf. skrifaði; það er til Mrs. L. Oddson, er góðfúslega hefir lánað það til birtingar. skuli vera látið gæta eins manns. var ekki tekið það tillit til trygg- i ingar verkamanna samtakanna, sem gott þótti. En að vinna var CR ÖLLITM ATTUM Þingmennirnir í Ottawa í báð- um deildum gáfu sjálfum sér jólagjöf nýlega. Þeir greiddu atkvæði með að hækka laun sín um 2 þús. dali á ári, með undan- þágu frá skatti á hækkuninni. Kaup þeirra verður því hér eftir 6 þús. á ári. Skattur þeirra mun nema 12 hundruð dölum af því. * * * Við rannsóknina í Nurnberg, befir vitnast, að Hitler hafi skip- að svo fyrir 22. apríl 1945, að Göring, tilvonandi eftirmaður hans, skyldi tekinn og skotinn. Hitler taldi hann hafa svikið sig. Göring var með naumindum bjargað af vinum hans í fluglið- inu. * ★ nr Winnipeg-dagblaðið, sem Free Press og Trubune gefa sameigin- lega út, flutti bréf stílað til Vic- tors Andersonar, forseta prent- arafélagsins — (Typographical Union), um að samningstíminn við prentara væri útrunninn. — Mun samningsumleitunum með því lokið milli blaðanna og verk- fallsprentara. byrjað eftir gömlum samningi. Að því 'er tryggingu samtak- anna áhrærir, sem vera mun, að þeir einir er samtökum heyra til vinni, mun enn ekki hafa verið fullnægt í hinum nýju samning- um. En atkvæðagreiðslan ber þó með sér, að verkfallinu ljúki senn. FRÉTTIR FRÁ ÍSLANDI Ný nellikutegund, sem nefnist “Elsa Sigfúss” Ný íslenzk nellikutegund sem Niels Tyberg að Reykjum hefir ræktað, hefir hlotið nafnið Elsa Sigfúss. Tyiberg sendi ungfrú Elsu Sigfúss blómvönd að þessum nýju nellikum í gærmorgun, og baðst leyfis að fá að nefna þær nafni söngkonunnar, fyrir þá á- nægju, sem list hennar befði veitt honum.—Mbl. 23. nóv. Ný bók: Jólavaka Nýlega er komin á bókamark- aðinn æði nýstárleg bók, sem er safn greina, sagna, ljóða og sálma um jólin. Nefnist bókin Jólavaka Mjólkurframleiðendur í grend og er gefin út af Þórhalli Bjarna- við Winnipeg, hafa farið fram á syni, en Jóhannes úr Kötlum það við Ottawa-stjórn, að hækka hefir séð um útgáfuna. 1 bókinni verð um 40 cents á hverjum 100 s:m er hátt á fjórða hundrað pundum af mjólk. Hefir verð- blaðsíður, í stóru broti, getur að lagsráðið hér samþykt þetta, ef líta margt af því bezta, sem stjórnin hafi ekki á móti því. skrifað hefir verið um jólin á ís- Nefnd er á fundi Ottawa-stjórn- í lenzku. Eru þar kvæði um þessa Elfros, Sask., 7. júlí 1945 Kæra vinkona, Asta: í gær skrifaði eg þér fáein orð á spjald og lofaði að senda þér fleiri línur aftur innan skamms. Og nú vil eg reyna að efna það loforð, þó að ekki búist eg við, að þetta verði langt mál. Krankleiki sá, sem eg er hald- inn af, er nokkuð undarlegur. Suma daga get eg ekki stjórnað penna, nema rétt örstutta stund í senn. En aftur suma daga er eg svo hress og styrkur, að eg get sitið við skrifborðið æðilangan tíma, án þess að þreytast mikið. En hvort sem eg er styrkur eða óstyrkur, þá finn eg altaf hjá mér mikla starffýsi og löngun til að hafa eitthvað fyrir stefni — vera altaf eitthvað að vinna, skrifa eða lesa. 1 allan vetur, sem leið, las eg hin mestu kynst- ur af bókum og tímaritum, sem ýmsir góðir vinir mínir sendu mér til að lesa. Mig furðar nú á því, að sjón mín skuli hafa haldið það svona vel út. En eg hefi tekið eftir því, nú um tíma, að sjónin er smám saman að verða sterkari, en heyrnin heldur að sljófgast. Og í vor svaraði eg flestum þeim mörgu sendibréf- um, sem eg fékk um það leyti, sem afmælið mitt var. Og sum bréfin, sem eg skrifaði, voru býsna löng. Eg býst við að Magný skrifi þér innan skamms, og þá segir hún þér alt um heilsufar okkar Guðrúnar og ástæður okkar, svo að eg ætla að sleppa því að rninn- ast á það í þetta sinn, en aðeins geta þess, að Guðrún er ennþá rúmföst og oft þungt haldin. Já, gott er til þess að vita, að þú ert nú aftur farin að stunda háskólanám, og að það er bæði gagnleg og göfgandi fræðigrein, sem þú ert að nema. Um þessar mundir snýst hugur margra um þjóðfélagsmál og þjóðfélags- fræði. Allir þjóðvinir og mann- kærleiksmenn vilja finna ráð til að bæta kjör mannkynsins og beina hugsunum alþýðunnar í áttina til heilbrigðara lífs og betra samkomulags en stundum hefir átt sér stað í heimi þessum. Eg er viss um, að sú námsgrein er hrífandi og skemtileg, sem þú ert nú að stunda. Eg get þess nærri, að það séu margar bækur, sem stúdentarnir verða að lesa í þessari sérstöku deild háskólans. Eg þykist vita, að margar af þeim bókum fjalli beinlínis og óbein- línis um sálarfræði, sögu og heimspeki. Og svo kemur til sjálft starfið og reynslan og lífs- skoðunin, sem sýnir hinn góða árangur verksins. En starfið er vafalaust margbrotið og um- fangsmikið og að líkindum oft nokkuð erfitt. En samt hlýtur það að vera skemtilegt með köfl- arinnar. Segja mjólkur fram-!hátíð, eftir góðskáld okkar, frá- um, og það verður ætíð og æfin lega göfgandi fyrir þann, sem starfar við það með lífi og sál. — Já, eg tek það aftur fram, að það er gott til þess að vita — og það gladdi mig innilega — að þú byrjaðir að stunda þessa ágætu og þýðingafmiklu fræðigrein og ætlar þér að starfa fyrir það nauðsynlega og góða máiefni í framtíðinni. Eg óska þér allrar hamingju og blessunar með það og alt, sem þú tekur þér fyrir hendur að gera. Og nú vík eg að öðru málefni. Eg ætla að segja þér frá nokkr- um spurningum, sem lagðar voru fyrir mig í hréfum, sem mér voru send á síðasta afmæli mínu. Þær spurningar sýna og sanna, hvað fólk yfirleitt þráir að fá vitneskju um reynslu þeirra, sem búnir eru að lifa lengi á þessari jörð. Sumum finst, að gamlir menn eins og eg, hafi lært, eða hefðu átt að læra, svo mikið af lífsreynslunni, að þeir hafi að lokum getaf^leyst og ráðið allar dulrúnir og ráðgátur lífsins. Það sýnir jafnframt mjög Ijóslega, að fólk alment trúir því, eins og líka má, að lífsreynslan sé sannleikur, í þess orðs fullri merkingu. — En því skjátlast, hvað það snertir, að gamlir menn læri svo mikið og margt af sinni lífsreynslu, að þeir hafi getað leyst dulrúnir lífsins, jafnvel þar sem trúin ein getur komið til greina. Og nú skal eg segja þér frá þremur af þeim spurningum, sem fyrir mig voru lagðar, og hvernig eg svaraði þeim: Fyrsta spurningin var frá gömlum manni (76 ára gömlum'), sem á heima vestur á Kyrrahafs- strönd, og er sagður að vera greindur maður og ekki skóla- genginn. Eg hefi aldrei kynst honum persónulega. Spuming hans var þannig: Trúir þú ekki því, að við mennirnir séum settir á þessa jörð, eins og í nokkurs konar skóla, til þess að þroska sálina, og að sá skólalærdómur haldi á- fram eilíflega? Eða að hvaða niðurstöðu hefir þú komist, að því, er eilífðarmálin varðar?” Þessum manni skrifaði eg all- langt bréf, og eg sagði honum, að eg gæti felt mig vel við hugmynd hans um tilgang lífsins, en að mér virtist, að þar kæmi samt að- eins trúin ein til greina, en ekki vissa. En hvað mína trú varðaði, þá gæti eg sagt eins og I^ord Tennyson hefði einu sinni sagt við vin sinn: “There’s a Some- thing that watches over us, and our individuality endures; that’s my faith, and that’s all my faith.” Og eg þýddi orðin á íslenzku fyr- ir hann, því að eg veit ekki hvort hann skilur vel enska tungu, og hann var víst á fertugs aldri, þegar hann fluttist vestur um haf. Önmur spurningin kom frá konu á sextugs aldri, sem á heima í Washington-ríki í Banda- ríkjunum. Mér er sagt að hún sé prýðisvel að sér, en samt ekki skólagehgin, og hún kvað taka góðan þátt í samkvæmislífi fólks í hennar bæ. Eg hefi aldrei séð hana. Spurning hennarer á þessa kið: “Maður finnur oft sárt til þess, hvað lítið er af hreinskilni og einlægni barnsins manna á með- al nú á dögum. Hvað finst þér? Þú ert kanske á öðru máli þar, því að þú sérð ávalt og alstaðar björtu hliðina.” Þessari konu skrifaði eg nokk- uð langt bréf. Og eg tók það strax fram, að eg væri ekki bær (eða fær) til að dæma um þetta málefni, sakir þess, að eg hefði búið meðal barna mestan hluta æfi minnar, og þekti því minna en ella til lundarfars hins full- orðna fólks, sem eg áliti, eins og enska skáldið Jóhn Dryden áleit, að væri líka börn, en stærri að Vcxti. Eg gat þess líka, að eg hefði á unglingsárum mínum verið í íslenzku nýlendunni í Nova Scotia. Þar voru 27 ís- lenzkar fjölskyldur. Þar var alt fólkið hreinskilið og einlægt, hvað við arinað. Og þau sjö ár, sem eg dvaldi þar, heyrði eg aldrei baknag eða hnjóðsyrði um nokkurn mann né konu. Það var eins og alt fólkið í nýlendunni væri beztu systkini. Og eftir það, að eg fór að kenna í íslenzkum nýlendum í Manitoba, varð eg þess sama áskynja, að samkomu- lag fólksins var gott, og eg varð ekki annars var en að þar væri einlægni meðal fólks yfirleitt. Auðvitað hefi eg, einkum á síð- ari árum, orðið þess var, að til er fólk, sem er ekki eins hreinskil- ið og einlægt sem það ætti að vera. Og eg sagði konuni það; og eg sagðist álíta, að óeinlægni þess kæmi til af því, að það hafi látið eins og vind um eyrun þjóta það, sem meistarinn mikli frá Nazaret sagði við lærisveina sína: að vera falslausir sem dúf- ur og klókir sem höggormar. — Fólk sumt á svo erfitt með að tvinna saman í skapferli sitt tvo svo ólíka þræði. Og þá eiga marg-1 ir erfitt með að fylgja hinni gullnu reglu spekingsins kín- verske, Lao-tse: að vera þeim góður, sem eru góðir, og vera þeim líka góður, sem ekki eru góðir, því að þá verða allir góðir. — Alt þetta sagði eg hinni gáf- uðu, góðu, félagslyndu konu, og er eg hárviss um, að hún hefir látið sér fátt um finnast slíka prédikun. 7 Og þriðja spurningin var frá ungum; vel mentuðum Islending hér vestan hafs, sem eg befi að- eins einu sinni séð. Hans spurn- ing var stutt og lag-góð og var svona: “Hefir þú á þinni löngu æfi orðið þess var, að til sé sú gáfa, sem kölluð er: fjarhrif (tele- pahtia)?” Þessum unga íslendingi skrif- aði eg nokkrar línur, og sagði eg honum, að sálarfræðileg þekking min næði ekki svo langt, að eg hefði kannast við hana, þó að eg hefði rekist á þá gáfu einhver- staðar, og að eg hefði enga sönn^ un fyrir því, að hún væri til. En á hinn bóginn þætti mér það lík- legt, að sú gáfa væri til. Eg las einu sinni á yngri árum mípum The Principles of Psychology, eftir próf. William James, en eg man ekki eftir því, að hann minnist þar á þessa gáfu. Og ekki minnist James Sully á þá gáfu í bók sinni, Outlines of Psychology, svo að eg muni til. En Ágúst H. Bjarnason nefnir hana í Sálarfræði sinni. Og það er eins og hann dragi það í efa, að hún sé til. Eg sagði hinum unga manni þetta, og um leið sagði eg honum ofurlitla, sanna sögu, sem er á þessa leið: Þegar eg var drengur um fermingu austur í Nova Scotia, var eg um tíma vikadrengur hjá öldruðum skozkum bónda, sem bjó í þéttri bygð í stórum og fögrum dal. Þessi skozki bóndi hafði ekki mikið á skóla gengið, en hann var vel greindur, hóglátur og dag- farsgóður. Og öllum nágrönn- um hans virtist vera mjöð hlýtt til hans og vildu alt gott fyrir hann gera. Eg spurði hann einu sinni að því af hverju það væri, að öllum þætti svo vænt um hann, töluðu vel um hann og vildu alt fyrir hann gera. Eg veit hreint ekki, af hverju það getur verið,” sagði hann og brosti. “En eg skal segja þér nokkuð,” sagði hann eftiJstund- ar~þögn. “Eg hefi gert mér það að venju, síðan eg var ungling- ur, að hugsa vel og hlýlega til allra, sem eg hefi haft nokkur kynni af. Eg vissi, að það gat engan sakað, en það gat skeð, að einhver hefði gott af því. Að minsta kosti hafði eg sjálfur gott af því, að hugsa þannig.” Þetta er meining þeirra orða, sem hann sagði mér í það sinn, þó að íslenzku orðin séu ef til vill á annan veg en ensku orðin, sem hann viðhafði. Gat það verið hugsa eg nú, að hinn aldraði, skozki bóndi hafi vitað það, eða trúað því fastlega, að fjarhrif (telepathy) væri til, og að sumir menn og sumar konur væru gæddir þessari dularfullu gáfu. Hver getur sagt um það? Og eg veit ekki ennþá, hvernig hinn ungi, mentaði íslendingur hefir tekið svari mínu. — Ymsir aðrir hafa beðið mig um ýms atriði viðvíkjandi lífsreynslu minni. — Ritstjóri tímaritsins Eimreiðin bað mig um sögukafla úr minni “löngu æfi.” Jæja, mikið er eg nú búinn að masa, og alt er það um sjálfan mig — nokkurs konar apologia pro vita sua, ef svo mætti að orði kveða. Skrifaður mér nú aftur, við hentugleika, fáeinar línur. Eg sé, að þú hefir gefið Magnýju dá- lítið öðruvísi (eða fyllri) utaná- skrift en mér. En að líkindum komast samt þessar línur til þín. Ef þú kynnir að heimsækja Rósu frænku, þá gerir þú svo vel, að skila kveðju okkar til hennar. Hún sendi mér í vetur, sem leið tímarit og blöð, og er eg henni þakklátur fyrir það. Sástu próf. Watson Kirkcon- nell, þegar þú áttir heima í Ham- ilton? Er hann enn í Hamilton? Eg skrifaði honum í vetur, sem leið, en hefi ekkert svar frá hon- um fengið, ennþá sem komið er. Eg þrái oft mikið að fá fréttir af ykkur, vinunum mínum góðu, sem hafið verið svo lengi á veg- inum með mér. Að fá frá ykkur, þó ekki væri meira en ein lína eða tvær, mundi æfinlega gleðja mig. Eg sé, að mínum æfidegi tekur óðum að halla, og eg veit, að senn kemur háttatími fyrir mig. En eg er altaf rólegur og læt ekki veikindi mín ná neinu tangarhaldi á lundarfari mínu. Eg hefi all-langan tíma verið að grípa í það, að búa Dagbók mína til prentunar, en það verk sækist seint, því að hún er mitt langlengsta skrif og nær alt frá 1. nóv. 1902 til þessa dags. Það hefir oft tafið mig, að eg er í vafa um sum atriði, sem í henni eru, hvort eg eigi heldur gð sleppa þeim með öllu, eða lofa þeim að fljóta með hinu hraflinu. Eg hefi samt gert mér það að venju, að skrifa aldrei annað í þá bók Framh. á 4. bls.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.