Heimskringla - 26.12.1945, Blaðsíða 2

Heimskringla - 26.12.1945, Blaðsíða 2
2. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 26. DES. 1945 HíTt’imskringia (StofnuO 188«) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24 185 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON "Heimskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Teiephone 24 185 við guðfræði þeirra eða hugsun. t einum þessara sálma, t. d. er sagt: WINNIPEG, 26. DES. 1945 Ræða Eftir séra Philip M. Pétursson “Ekki mun hver sá er segir | því til sönnunar hve frjáls í anda við mig: Herra, herra, ganga inn í ríki himnanna, heldur sá, er gerir vilja föður míns, sem er á himnum.” Matt. 7:21. Eg vil leiða hugi manna að ör- lítilli grein, en engu að síður merkilegri, sem birtist í Kirkju blaðinu frá Islandi ekki alls fyr- ir löngu. Þannig stendur á henni að leikmanni nokkrum mislíkaði atriði í hirðisbréfi séra Sigur- geirs Sigurðssonar, biskups, þar sem hann dregur í efa réttmæti friðþægingarkenningarinnar. En séra Sveinn Víkingur tekur mál- stað biskups og svarar ath-uga- semdinni. hinn nýji biskup var. Og nú gefst tækifæri aftur að draga sömu ályktun og áður, um frjálslyndi og víðsýni biskupsins, og þar af leiðandi, án efa, kirkj unnar, — þó að innan um séu ef tli vill enn fáeinir sem hallast í þröngsýnis áttina, og túlka Með hirðisbréfi sínu, sýndi biskupinn það, að hann var frjálslyndur, víðsýnn og sjálf- stæður í trúarefnum. Hann lag ar ekki skoðanir sínar eftir því, sem aðrir vilji að hann trúi, en heldur máli sínu fram sam- kvæmt eigin skilningi og sam- vizku, og sýnir sig vera vel til þeirrar stöðu fallinn, sem hann skipar, sem biskup þjóðkirkju Is- lands. Þessi söfnuður (Hinn Fyrsti Sambandssöfnuður í Winnipeg) og kirkjufélagið, sem þessi söfn- uður heyrir til, hefir fyr á tím- um leitað heim til Islands til að fá presta þaðan til að þjóna hér, innan frjálstrúar kirkna og safn- aða. Þeir prestar hafa, að mestu leyti, horfið heim aftur og nú þjóna nokkurir þeirra þjóðkirkju söfnuðum á íslandi, og enn pré- dika þeir þar eins og þeir gerðu hér, frjálst og óhindrað, og sam- kvæmt samvizku og skilningi, en ekki eftir föstum eða ákveðnum kennisetningum eða játningar- ritum. Aldrei hefir það komið fyrir, að eg bezt veit, að nokkr- um manni hafi komið til hugar að halda, að kirkja Islands stæði í neinni hættu vegna nokkurra áhrifa, sem þeir bæru rpeð sér héðan að vestan, áhrifa víðsýn- is, frelsis og sjálfstæðis, í trúar- efnum eins og í öðrum. Og það stafar aðallega af því, að inn í krkijuna á Islandi voru þegar komnir, ,og það fyrir löngu, frjálshugsandi menn sem mið- uðu hærra en að fylgja föstum eða ósveigjanlegum eða óbreyt- anlegum trúarreglum. Þar að auki hefir þjóðin verið undir á- hrifum frjálshugsandi manna, á öðrum sviðum, og ekki sízt, stjórnmálamanna, sem unnu þann mikla sigur að lokum, að leiða þjóðina inn á algera sjálf- stæðisbraut, þar sem Island sagði sig úr sambandinu við Danmörku, og stendur síðan ein, sem frjáls og óháð þjóð. Það er ekki að undra þó að hinn frjálsi andi birtist einnig í trúmálum, og að þar eins og í öðrum málum, noti þeir menn skynsemi og dómgreind, sem hæstu stöður kirkjunnar skipa. Einu sinni ,stuttu eftir að hirð- isbréf biskupsins kom út, flutti eg ræðu um það, við messu hér í kirkjunni, og þá vitnaði eg í hin mörgu atriði, sem í því birtust, “Alt eg, Jesú, illa gerði alt það bætti hlýðni þín; alt þú galzt, svo afmáð verði allra syndaskuld og mín.” Og í öðrum sálmi standa þessi orð: “. . . Hver getur kvittað synda safn og svift af öllum vanda? Sá guðs ber nafn, sá guðs ber mynd, er getur borgað heimsins synd.” Og erjn flytur annar sálmur þennan boðskap: “. . . Hann svara mun þér; “Sjá eg ber, þá synd, er lá á herðum þér, og að mér tekið eg ófrið þinn, en eig þú, bróðri, firðinn minn. trú sína samkvæmt bókstaf en ekki anda. Grein þessi sem eg gat um, birtist í Kirkjublaðinu, snemma m í nóvember mánuði, s. 1., og ber fyrirsögnina “Hver á að þvo syndirnar?” Hún er rituð af séra Sveini Víkingi, sem er, að mig minnir, aðstoðarmaður bisk- upsins, eða yfirmaður á skrif- stofu biskupsins. Mér kom til hugar (en það er aðeins ágizkun), að hann hafi ritað greinina vegna þess, að biskupinn sjálfur, annaðhvort má ekki eða vill ekki, stöðu sinnar vegna, fara út í blaðadeilur við nokkurn mann. Séra Sveinn Víkingur ritar því greinina. En þannig stóð á að greinin var skrifuð, að maður, Bjarni Eyjólfsson að nafni, sem ritaði grein í annað tímarit, sýnist hafa hneykslast á orðum bisk upsins í hirðisbréfi hans, þar sem hann segir, í sambandi við syndir og afbrot, — “sjálfur verður maður að þvo af sér yfir- sjónir sínar með iðrun og yfir- bót”. En sá sem athugasemdina gerir um þessi orð, og sem sneykslast svo mikið á þeim, seg- ir, sér til réttlætingar, að þetta “gangi þvert í bága við Guðs orð og siðabót Lúters”, — og and- varpar í mikilli hrygð og vand- lætnigu; — “Ó þessi setning!” Eins og vér vitum, þá er það satt, sem maðurnin segir, að minsta kosti hvað miðalda guð- fræðinni viðvíkur, og skilning hennar á vilja guðs. En á það þá að þýða að menn eiga enn að halda áfram að hafa sömu skoð- anir, eða að flytja hinar sömu kenningar, sem menn í ófull- komleik þeirra, fluttu fyrir fjór- um öldum, á siðabótar tíman- um? Eigum vér að halda áfram að kenna siðferðislegt ábyrgðar- leysi? Eiga menn enn að halda þeirri trú, að syndir þeirra hafi verið með öllu afmáðar með fóm eins manns, fyrir 19 öldum? — Getur framför eða ábyrgðartil- finning eða þroski mannsandans, þróast á þesskonar kenningu eða skoðun? Ekki hyggur sér Sveinn Vík- ingur að svo geti verið, — og ekki trúir biskupinn því, og í þeirri skoðun sýna þeir sig vera í fremstu röð þeirra manna, sem frjálsir og óháðir eru í skoðun, sem fylgja raunsæisstefnu, sem “realistar”, og eru ekki að draga sjálfa sig né aðra á tálar með kenningum sem enga þýðingu hafa á vorum tímum, og sem fyrir löngu hefðu átt að vera afmáðar. Vér þekkjum öll hver þessi kenning er, sem hér er átt við. Hún kemur víða fram, og þar á meðal í sumum sálmum í sálma- bók vorri, sem vér sneiðum samt fram hjá því vér fellum oss ekki Aðra sálma mætti einnig vitna í, en allir benda á hið sama, á þá skoðun að Jesús hafi dáið fyrir syndir mannanna, og tekið þann- ig á sig, alla ábyrgð, en losað mennina við hana. Af forvitni fletti eg upp í bók, um þetta efni, til að sjá með eig- augum, hver þessi kenning væri, — í raun og veru. Þar er þessari kenningu til útskýringar, svo komist að orði: Þegar gengið er til altaris og presturinn boðar altarisgestun- um fyrirgefningu, (er sagt) að “með aflausnarorðunum rétti guð að hverjum þeim, sem orðið heyxa, fyrirgefningu syndanna, veiti þeim hana, og gefi, hvort þeir trúa ellegar ekki.” Einnig birtist trúarjátning, þar sem um þetta mál er rætt, og þar stendur ritað: “Eg trúi því, og er fullviss um það, að guð hefir fyrirgefið mér syndir mín- ar . . . um leið og Kristur full- komnaði endurlausnarverk sitt.” Einnig heldur þessi miðalda guðfræði, sem sumir menn festa enn trygð við, því fram, “að guð hafi lagt ávöxtinn af endurlausn- arverki Krists, fyrirgefning alls mannkynsins synda, og heims- réttlætinguna, niður í náðarmeð- ölin, orðið og sakramentin, á líkan hátt og hann hefir lagt segulaflið í járnið eða næringar- kraftinn í líkamsfæðu þá, er vér neytum.” En flestir kannast við orðatil- tæki þessarar trúfræði, og eng- in þörf að orðlengja um hana. |Það er margt í henni sem menn minnast frá fyrri tímum, þegar þeir lærðu kver rétttrún aðarins, og því engin nauðsyn að rifja hana upp að meiru leyti en því sem komið er.” En það er á móti þessari kenn- ingu og þeim anda, sem í henni felst, sem séra Sveinn Víkingur, ritari biskupsins, skrifar Kirkjublaðið, sem gefið er út af biskupinum, og á hans ábyrgð. Þessari kenningu andmælir séra Sveinn. Hann minnist þess, og viðurkennir að biskup- inn sagði í hirðisbréfi sínu, “sjálfur verður maður að þvo af sér yfirsjónir sínar með iðrun og yfirbót.” Þessari setningu finnur maðurinn að, og segir að hún gangi “þvert í bága við guðsorð og siðabót Lúters.” En þá segir séra Sveinn: “Þetta vakti hjá mér þá spurningu, Hver á að þvo syndirnar?” Hann gerir síðan þessa athugasemd: “Mér skilst, að enginn geti þvegið syndir fremur en svarta ull þannig, að þær verði hvítar. Eg held að ekkert þvottaefni sé svo kröftugt hvorki á himni né jörðu, að það geti gert lesti að dygðum, ranga breytni að réttri, enda væri þar með, grundvelli kipt undan öllu siðgæði og sið- ferðilegri ábyrgð.’1 Með þessum orðum, slítur séra Sveinn Víkingur, ritari biskups- ins, með öllu, öll höft eða bönd, rétttrúnaðarins a*f sér, og þar sem þau voru orðin nokkur eftir utan af þjóðkirkju Islands. Hún kallast enn, vissulega, lútersk, en hún er að engu leyti lútersk anda, af þassum orðum að dæma, og ætti þessi grein því að vekja meira en litla athygli. Við lestur hennar, geta menn ekki annað en farið að endur- skoða trúarskoðanir sínar og reynt að komast að niðurstöðu um hvar þeir nú standi, í saman- burði við trúarstefnu kirkjunn ar á Íslandi. Grein þessi finst mér vera svo sérlega merkileg, að eg hefi freistast til að táka meiri partinn af henni upp í ræðu mína, og lesa hana orðrétt eins og hún birtist í Kirkjublaðinu. Þess ber aðeins að geta, /að maðurinn Bjami Eyjólfsson, sem mefndur er, er maðurinn sem gerði at hugasemdina við orð biskups. Séra Sveinn segir (og eg tek upp aftur Jcaflann sem eg las áðan: “Mér skilst, að enginn geti þvegið syndir frernur en svarta ull þannig, að þær verði hvítar. Eg held að ekkert þvottaefni sé svo kröftugt hvorki á himni né jörðu,. að það geti gert lesti að dygðum, ranga breytni að réttri, enda væri þar með grunvelli kipt undan öllu siðgæði og siðferði- legri ábyrgð. En þá kemur hitt til athugun- ar. Er hægt að þvo drýgða synd eða yfirsjón af manninum? Og ar ef svo er, hver getur framkvæmt slíkan þvott og með hverju á að þvo? Eg vona, að við getum orðið sammála um það, að ef á engan hátt er mögulegt að þvo drýgða synd eða yfirsjón af manninum, þá er með öllu þýðingarlaust að vera að ræða um frelsun, eða lausn fár drýgðum syndum. Slíkt er þá ekki annað en tilraun til þess að blekkja aðra. Ef hins vegar hægt er að þvo drýgða synd eða yfirsjónir af mannin- um, þá kemur til álita hver muni þvo. Bj. Eyjólfsson segir: “Og Jesú heilaga blóð hefir sekt mína greitt”. Er það rangt að skilja þessi ummæli svo, að hann telji Jesú blóð hafi þvegið af sér hinar drýgðu syndir sínar og yfirsjón- ir? En ef svo er, er þá þetta syndlaus maður, eða að minsta kosti þveginn af allri synd? Mér skilst helzt, að svo muni vera, þó mér þyki það ótrúlegt, og þekki eg þó manninn ekki neitt. Eg held, að það sé varasamt og óholt að telja sér trú um, að maður sé syndlaus, og öll sekt sé fyrir mann þegar greidd af öðr- um. Eg held að hollara sé að minnast orða Jóhannesar-bréfs- ins: “Ef vér segjum: Vér höfum ekki synd, þá svíkjum vér sjáKa oss og sannleikurinn er ekki í oss”. Eg held að okkur sé holt að hafa það daglega á meðvit- undinni að “allir hrösum vér margvíslega”, vera ekki alt of öruggir um fyrirframgeiðslu á yfirsjónum okkar, en gæta jafn- an vel að allri okkar breytni. Að þv.o af sér yfirsjónir eða syndir, skilst mér muni tákna það; ekki að gera drýgða synd að engu, því það er ekki hægt, held- ur hitt að fjarlægja syndina, vinna bug á henni, “drotna yfir henni”, svo maður noti orð ritn- ingarinnar sjálfrar. Þetta skilst mér, að hver mað- ur verði að gera sjálfur og sið- ferðilega séð, geti enginn gert það nema hann sjálfur. Og til þess verður hann, eins og bisk upinn segir, að gera iðrun og yfirbót. Eg man ekki til þess, að það að iðrast syndanna og vilj bæta ráð sitt stríði jafn hrapal lega á móti Lúther og Guðs orði eins og Bj. Eyjólfsson vill vera láta. Að minsta kosti er það fullu samræmi við kenningu Jesú Krists. Mér skilst jafnvel að iðrun og yfirbót sé alveg bráðnauðsynlegt skilyrði til þess að fyrirgefning geti notið sín og orðið þeim að gagni, sem hana hlýtur. Kærleikurinn fyrirgefur synd ir. En sú fyrirgefning verður okkur því aðeins að gagni, að á undan henni fari iðrun af okkar hendi og yfirbót fylgi. Þetta er svo auðskilið mál að ekki á að þurfa þar mörgum orðum að eyða. Til þess að losna við synd og yfirsjónir, til þess að þvo þetta af okkur, þurfum við sjálf að gera hið mikla átak. Og fyrsta skrefið er það að sjá og skynja háskann, sem af syndunum staf- iðrast þess, sem við höfum rangt gert, og reyna að bæta fyr ir það eftir því sem veikir kraft- ar leyfa, og forðast, að ný hrösun hendi okkur. Það er hin sanna yfirbót Um þetta vona eg einnig, að við Bj. Eyjólfsson getúm orð- ið sammála að lokum. Eg held, að við nánari yfirvegun hljóti hann að sjá, að sönn iðrun og yfirbót stríði hvorki á móti Guðs orði né Lúther, og honum sé þessvegna alveg óhætt að iðrast þessara hvatvíslegu orða í garð biskupsins — og jafnvel að gera yfirbót líka.” Hér með þessari útskýringu, er komið, ef ekki nýtt viðhorf í kirkjunni á Islandi — þá nýtt viðhorf fyrir marga íslenzka söfnuði hér vestra, og ef að þeir ætla ekki að vera eftirbátar ís- lenzku þjóðkirkjunnar, verða þeir að gera einhverja alvarlega breytingu á trúaratriðum sínum, annars standa þeir enn í stað, á meðan að kirkjan á Íslandi þok- ast áfram, á framþróunarbraut, — skilnings og skynsemis, víð- sýnis og andlegrar fullkomnun- ar. Guð gefi að ljós þekkingarinn- ar megi skína æ skírara og skír- ara, þar til að allir menn verði fullkomnri að skilningi og þekk- ingu, og ekki framar börn, með skoðunum og hugsunum barna, óþroskuðum og ófullkomnum — sem eiga enn eftir að fullkomn- ast. Gef að sanpleikur og rétt- læti finni rúm í hjarta hvers eins manns, og að vér lærum allir, að tiibiðja þig, föður alheimsins, og skapara alls sem lifir og hrærist í anda fullkomleikans, sem engin takmörk þekkir, hvorki verald- leg né andleg. Hhagborg U FUEL CO. il Dial 21 331 (C.F.L. No. 11) 21 331 MERKUR TóNLISTAR- VIÐBURÐUR Þ>rátt fyrir — Oss dreymir um frelsi og frið á jörð, að fjötrarnir bresti af mannlífs hjörð, að kærleikans — renni upp — sigursól og signi hvert mannsbam, um þessi jól. En helstefnan líður sinn vana veg og vanans er ákefðin hörmuleg. Að veita inn lífsstraumi. Nema ný lönd, er neitað, svo hrökkvi’ ekki vanans bönd. Vér þráum að góðæri greiði oss braut til göfugra lífernis, hnekkjandi þraut. Að gróandans akur í sál vorri sé ei sveipaður helvítis morðvarga fé. En þrátt fyrir útlitið ískyggilegt ' og undirnar margar, — og friðarins nekt, skal al-lífsins kraftur, um al-lífsins ból, einhuga boða þér: — Gleðileg jól! Davíð Björnsson Á síðasta ári kom út á forlag Norðra á Akureyri einstæð- bók í sinni röð. það var söng- drápa — oratorium _______ eftir Björgvin Guðmundsson tónskáld á Akureyri, við texta úr kvið- unni “Friður á jörðu” eftir Guð- mund skáld Guðmundsson, sert vakti mikla athygli á einni tíð. Þessi friðaróður var einkar vel til þess fallinn að semja við hann lagaflokk í kirkjulegum stíl, og Björgvin Guðmundsson, sem þá átti heima í Vesturheimi og orti í tónum í hjáverkum frá öðrum störfum var fljótur til og settist við að semja oratorium við þætti úr ljóðabálki Guðmundar. Þetta mun hafa verið um 1926. Síðan lagði harm verkið á hilluna um hríð. Hann hvarf þá frá AmeríkU og tók að stunda tónfræðinám við Royal College of Musik í London og útskrifaðist þaðan 1928. Síðan hefir hann lengstum dvalið á Akureyri og starfað ósleitilega fyrir viðgangi músík- lífsins þar; haft á hendi söng- kenslu við Menntaskólann í 13 ár og einnig í barnaskólanum og haldið uppi blönduðum kór á Akureyri (Kantötukórnum). Björgvin er fyrir löngu orðinn landskunnur sem tónskáld, ein- kum af sönglögum sínum, sem mörg eru á hvers manns vörum. Heyrið vella á heiðum hveri’’ er lag, sem allir Islendingar kunna, og fleira mætti nefna af sönglögum hans. En það fer fram hjá mörgum, að Björgvin hefir einnig samið fjölda stórra tón- verka. Alþigishátíðarkantata hans er að vísu mörgum kunnug, eða að minnsta kosti kaflar úr henni. Hinsvegar vita færri um tónverkin: “Stregleikar”, “Til tomi þitt ríki”, “Örlagagátuna” og “Frið á jörðu”, sem var flutt Fríkirkjunni í fyrradag og verður flutt aftur í kvöld. Eins og áður er getið lá þetta tónverk lengi “í salti” hjá tón- skáldinu. En 1933 tók hann það til athugunar á nýjan leik, samdi suma kaflana upp og breytti öðrum, uns það fékk á sig þá mynd, sem það hefir nú, og menn eiga kost á að kynnast í pxenuðu útgáfunni, sem er útsett fyrir blandaðar raddir og píanó. Og nú hefir Tónlistarfélagið ráðist í að flysja þetta mikla og einstæða tónverk. Að vísu hefir nokkru verið sleppt úr, vegna þess hve- langt það er, bæði heilum köflum og eins pörtum úr einstökum þáttum, um það bil fjórðungi alls, vegna þess hve langt verkið er. Og i kirk- junni kemur orgel og hlómsveit í stað píanó-undirleiksins, svo að útsetningin er önnur en í pret- uðu útgáfunni. Það eru f ast að hundrað manns sem starfa að þessum hljómleik- um. Samkór TónlistarfélagsinS syngur kórsöngvana, en í honum eru yfir 50 manns. Og Hlómsveit Reykjavíkur leikur undir, og í henni eru yfir 30 hljóðfæraleik- arar. Dr. V i c t o r Urbanschitsch stjórnar hlómleikunum og Fáll Isólfsson leikur á orgelið. Ein- söngvarar og í dúettum eru Pét- ur Á. Jónsson óperusöngvari, Ólafur Magnússon frá Mosfellú Björg Guðnadóttir, Ólafía Jóns- dóttir og Ingibjörg Steingríms- dóttir en Björn Ólafsson og dr. Edelstein leika á hljóðfæri. Þetta er sérstæður tónlistar- viðburður, sem gefur tækifmrl til að ‘kynnast nýjum hliðum 3 Björgvin tónskáldi, hinum mikil' virka og smekkvísa höfundi-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.