Heimskringla - 26.12.1945, Blaðsíða 3

Heimskringla - 26.12.1945, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 26. DES. 1945 Sönglög hans fljúga um borg og bý en tækifærin til að kynnast binum stærri verkum hans koma ekki nema sjaldan. En svo að aftur sé vikið að sönglögum Björgvins, þá er hann ekki óvirk- ur á því sviði, þó að stóru verkin séu mörg. Til dæmis um það má uefna, að á næstunni mun vera von á nýrri bók, sem inniheldur hvorki meira né minna en sex- tíu sönglög eftir tónskáldið Fálkinn. HEIMSKRINGLf. 3. SIÐA UPPHAF DÝRTÍÐAR- INNAR Menn hafa allengi deilt um hvar séu upptök núverandi dýr- tíðar. í útvarpsræðum, á Alþingi °S í blöðum í höfuðstaðnum er v®njulega staðnæmst við bænd- Ur> og fullyrt, að um áramótin 1939—40 hafi þeir hækkað vörur sínar og rofið frið og grið. En uPptökin eru eldri. Fyrstu daga stríðsins, haustið 1939, hækkuðu sjómannafél. kaupið stórvægi- ie§a. Ríkisstjómin og Eimskipa- félag Islands samþyktu þessa kauphækkun þó að hún væri ó- hæfileg. Á sama tíma sigldu farmenn stríðsþjóðanna um höf- in með litlum og en|um kjara- óótum. Síðan hefir þetta haldið ^fram á þann hátt, að skipstjór- 31 hafa fengið á 2. hundrað þús. kr. í kaup og kolamokarar á ís- fonzkum togumm 70 þús., auk iaeðis. Hin mikla yfirsjón valda- manna landsins í stríðsbyrjun Var að hækka kaupið, í stað þess að hækka trygginguna stórvægi- iega. Eftir þennan fyrsta ósigur 1 úýrtíðarmálinu fylgdi hver kauphækkunarby lgj an annari. Nú er 'Svo komið, að sumir iðn- aðarmenn í byggingavinnu í ^ykjavík hafa 250—300 kr. kaup á dag. Það er hægt að fá í New York prýðilega stóla fyrir i(i0 kr., þar sem sams konar hlut Ur gerður í Reykjavík myndi k°sta 1000 kr. Þetta eru afleið- ^gar mistakanna í stríðsbyrjun. ' Samvinnan. J- J- “Hvernig skiljið þér þetta?” spurði eg Mr. Wetherell. “Þetta virðist mjög svo grunsamlegt,” svar- aði hann. “En við höfum kannske komið of snemma. En sjáið þetta, Mr. Hatteras. Það liggur eitthvað þarna á hinum borðendanum.” Þetta sem hann benti á var bréf. Það var nælt við dúkinn, og utanáskriftin var til Mr. Wetherells. Rithöndin á því var mjög óvenju- leg. “Það er til yðar, Mr. Wetherell,” sagði eg um leið og eg dró út títupr jóninn og fékk honum bréfið. Við settustum svo við borðið og braut hann upp bréfið með skjálfandi hendi. Bréfið var ekki langt og var á þessa. leið: Kæri Mr. Wetherell: Pokar með fölskum peningum og banka- seðlar af sama tagi munu ekki hjálpa yður, ekki er það heldur skynsamlegt að leita til lögreglunnar og fá hana til að hitta yður út á höfn til að handtaka mig. Þér hafið nú slept tækifærinu og dóttir yðar mun í kvöld yfir- gefa Ástralíu. En samt ætla eg að gefa yður -annað tækif æri ennþá — og gætið þess nú vel að láta það ekki sleppa úr höndum yðar. Upp- hæðin, sem eg krefst nú er 150 þúsund pund auk teinsins, sem þér fenguð frá kínverska Pétri, og alt þetta verður að af greiðast mér án nokkurrar rannsóknar eða fyrirspurna. Ef þér samþykkið þetta þá setjið svohljóðandi auglýsingu í Morgunblaðið í Sydney hinn 18. þ. m.: “Eg ætla að borga. — W.”* Þá verða nýjar xáðstafanir gerðar viðvíkjandi yður. Maðurinn sem alt veit. ^atreiðslubók Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir Sendist til Mrs. E. W. Perry, 723 ^arsaw Ave.; Mrs. E. S. Feld- sted, 525 Dominion St. Verð $1-00. Burðargjald 5^. * * * ára minningar um skáldskap Borgfirginga ,-^yrsta hefti er nú komið á kókamarkaðinn, og er það ákveð- |nn vilji útgefandans að ekki u®i á löngu að fleiri hefti komi ?^rir almenningssjónir. — Þetta hefti er 30 blaðsíður, í góðri kápu prentað á ágætan pappír. — 50c. — Fæst í Bókabúð aviðs Björnsson og hjá Viking Press Ltd. te^nl)réf vort ianiheldur 15 eða fleiri sundir af húsblóma fræi sem sAr- i-aiílega er valið til þess að veita sec glesta flölbreytni þeirra tegunda er sk1tta vel lnni- vér ?etum ekki Seflð áv yt11- Það eða ábyrgst vissar og ^ Veðnar tegundir því innihaldinu ei reytt af og til. En þetta er mikill Peningaspamaður fyrir þá sem óska Itlr indaelum húsblómum. Bréfin 15c; 2 bréf 25c, póstfrítt. Uí~-Vor stóra útsœðisbók fyrir 1946 Strax og hún er tilbúin 75 DOMINION seed house Georgetown, Ontario 'jQRNSON S 1] .. JjQÁ m /nDcnv Sargent Are„ Winnipeg, Mam. “Æ, guð minn góður eg hefi eyðilagt þetta alt saman!” hrópaði Mr. Wetherell, er hann lagði bréfið niður á borðið. “Eg hefi kannske drepið barnið mitt.” Þegar eg sá sorg hans reyndi eg af öllu megni að hugga hann, en það var árangurslaus tilraun. Hann virtist vera alveg úrvinda yfir því að ráðagerð okkar hafði þannig farið út um þúfur, og eg verð að játa, að eg var einnig mjög raunamæddur. Eitt var áreiðanlegt, að á meðal heimilismanna Wetherells var svikari. Einhver hafði heyrt ráðagerð okkar og ljóstað henni upp við þorparann. Var það herbergisiþjónninn? Ef svo var þá ætlaði eg að velgja honum undir uggum. Er eg sat og hugsaði um þetta, heyrði eg fótatak í stiganum, og í sömu svipan kom lög- regluforinginn í ljós. Undrun hans yfir því að hitta okkur þarna eina við að lesa bréf við kertisljós, var takmarkalaus. Er hann kom inn í salinn og settist niður sagði hann: “En hvað þýðir þetta? Hvar eru mennirn- ir?”. “Það er enginn hér. Við höfum verið gobb- aðir,” svaraði eg og rétti honum bréfið. Hann las það án þess að mæla orð frá vörum, að því búnu sat hann og barði fingurgómunum á borð- plötuna í djúpum hugsunum. “Við verðum að fara heim til yðar og leita eftir persónu þeirri, sem hefir svikið okkur,” sagði hann loksins. “Þessar persónur, sem hafa þetta glæpsamlega fyrirtæki með höndum, eru svo kænar að þess eru fá dæmi. Það er reglu- leg ánægja að eiga í höggi við þá.” “Hvað haldið þér að við ættum nú að gera?” “Fara heim eins fljótt og auðið er. Eg kem með ykkur og þar skulum við tala um málið. Það er ekki til neins að vera hér!” Við gengum svo upp á þilfarið og niður í bátinn á ný. Nú kom foringinn með okkur, en lögreglubáturinn fór sína leið. Þegar þeir voru farnir, fleygðum við fölsku peningunum fyrir borð og rerum svo í land og lentum þar, sem við höfðum lagt frá fyrir skemstu, og gengum svo heim til húss Mr. Wetherells. Klukkan var töluvert yfir tólf þegar þangað var komið, en gamli þjónninn var ennþá á fótum og beið okk- ar. Hann virtist verða fyrir miklum vonbrigð- um þegar við komum heim án þess að heima- sætan væri með okkur. Hann fylgdist með okk- ur upp á skrifstofuna og bar þangað flösku og glös, og síðan fór hann að taka á sig náðir sam- kvæmt skipun húsbóndans. “Jæja, herrar mínir,” sagði Mr. Wetherell þegar hurðin hafði lokast á eftir þjóninum, “látum oss nú ræða þetta mál gaumgæfilega. En áður en við byrjum, leyfið mér að bjóða yður vindla.” “Lögregluforinginn fékk sér vindil, en vildi heldur reykja pípu. En pípan mín var inni í herberginu mínu, sem var hinu megin við gang- inn, og bað eg þá því að bíða meðan eg sækti hana. Þeir lofuðust til að gera það, og fór svo út úr skrifstofunni og lokaði hurðinni á eftir mér. En svo vilid til að eg gat ekki fundið pípuna fyr en eftir stundar bið. En þegar eg loksins fann hana, slökti eg ljósið og ætlaði svo þvers yfir ganginn inn til þeirra, en heyrði þá hurð opnaða í enda ganganna og einhvern læðast eftir þeim. Eg stóð grafkyr og beið til að sjá hver þetta væri. Fótatakið kom nær og nær, og loks sá eg þarna í rökkrinu í göngunum aðra stofustúlk- una, sem læddist þarna á tánum að skrifstofu- hurðinni, er þar var komið laut hún niður og lagði eyrað við skráargatið til að hlusta. Eg stóð nú þarna og lagði allan hug á að athuga aðferð hennar. Hún stóð þarna á hleri í einar fimm mínútur, svo læddist hún í burtu og út um sömu dyrnar og hún kom inn um og lokaði hurðinni á eftir sér. Þegar hún gat ekki heyrt til mín, gekk eg þvers yfir ganginn og inn í skrifstofuna. Báðir þeir sem fyrir voru, sáu að eitthvað hafði hent mig og ætluðu að fara að spyrja mig um það hvað að mér gengi. “Segið ekkert um þetta, en segið mér frá, og það í flýti, um hvað þið töluðuð meðan eg var í burtu,” sagði eg. “Hversvegna?” “Eyddu ekki tímanum með spurningum. En ykkur er óhætt að trúa því að nú er þörf á að hafa hraðan á. Hvað töluðuð þið um?” “Eg var bara að segja Mr. Wetherell hvaða spor eg áliti þýðingarmest að stíga til lausnar þessa vandamáls,” svaraði lögregluforinginn. “Þakk! Nú fer eg. Þið skuluð ekki bíða eftir mér, Mr. Wetherell. Eg ætla bara að reyna að rekja spor, sem eg hugsa að leiði mig loksins að markinu. Eg hugsa að best sé að þér komið ekki með mér, herra lögregluforingi, en eg skal finna yður kl. sex í fyrra málið.” “Þér getið líklegast ekki sagt okkur hvað um er að ræða?” spurði hann. “Nei, það get eg ekki. En eg get sagt ykk- ur svo mikið, að eg sá eina stúlkuna standa og hlusta við hurðina. Eg er ekki í neinum vafa um, að hún hraðar sér í burtu til að segja frétt- irnar og mig langar til að fara eftir henni. Góða nótt!” Omci Phomi R*s. Phoni 94 762 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 116 MEDICAL ARTS BLDG. Office hours by appointment Professional and Business - Directory DR. A. V. JOHNSON DENTIST SOt Somerset Bldg. Office 97 932 Res. 202 398 Dr. S. J. Jóhannesson 215 RUBY ST. Beint suður af Banning Talstmi 30 877 Vlðtalstiml U. 3—5 e.h. ANDREWS, ANDREWS, THORVALDSON & EGGERTSON Lögfrœðingar Bank of Nova Scotia Bldg. Portage og Garry St. Sími 98 291 J. J. Swanson & Co. Ltd. KEÁLTOKS Rental, Ituvrance and Einancial ÁganU Sími 97 538 S08 AVHNT7E BLDGWirmlpeg DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar ★ 406 TORONTO GEN. TRUSTS „ „ BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 96 952 WINNIPEG THE WATCH «HOP CARL K. THORLAKSON DSamond and Weddln* Rln«s Agent íor Bulova Watcbea Marriage Licensea Isaued 699 SARGENT AVE H. J. PALMASON & Co. Chartered Accountanta 1103 McARTHUR BLDG. PHONE 94 358 SUNNYSIDE BARBER & BEAUTY SHOP Hárskurðar og rakara stofa. Snyrtingar salur fyrir kvenfólk. Abyggileg og greið viðskifti. Sími 25 566 875 SARGENT Ave„ Winnipeg Clifford Oshanek, eigandi “Góða nótt, og hamingjan fylgi yður!” Án þess að mæla nokkuð meira, tók eg af mér skóna, fór út úr herberginu og gekk ofan og inn í herb,ergi, sem sneri út að garðinum. Eg opnaði glugga og fór út um hann og lokaði honum svo gætilega á eftir.mér. Eg setti svo í skyndi á mig skóna, læddist niður stiginn, hopp- aði yfir lága múrinn í kringum garðinn og stóð í götunni á bak við húsið. Við götuþa stóð tré eitt og á bak við það faldist eg og hafði þaðan vakandi auga á húsniu. Það var til allrar ham- ingju svo dimt, að ilt var að koma auga á migN þar sem eg stóð. Eg stóð þarna stundarkorn og furðaði mig á hvað dveldi njósnarann, en bráð- lega heyrði eg marra í grindinni í garðshliðinu og sá svartklædda, litla stúlku ganga út á stræt- ið og litast um flóttalega. Svo lagði hún af stað ofan í bæinn. Eg fylgdist á eftir henni í eitthvað þrjú hundruð feta fjarlægð. Engum mættum við nema lögregluþjóni, sem horfði á mig grunsamlega. Einum tvisvar sinnum hafði eg næstum mist af henni sjónir, og þegar við komum þangað, sem bærinn var þéttari, hugði eg ráðlegra að stytta vegalengdina á milli okkar. Það gerði eg þegar við komum innar í bæinn og húsin þéttust. Þannig gengum við götu eftir götu, unz við komum í þann hluta borgarinnar, sem eg hugði vera lélegasta hluta Sydney. Á allarhliðar blöstu við kínversk nöfn á auglýs- inga spjöldunum. Þarna voru hinar lélegustu búðir og okurkarlastíur, og virtist helzt sem fáir íbúar hverfisins ættu rekkjur eða notuðu þær, því að alstaðar voru þvögur af fólki, illa útlítandi og ræfilslegt til fara, og við og við stönsuðu þeir stúlkuna, sem eg var að elta. En auðsæilega gat hún séð um sig sjálí, því að á- fram hélt hún. Við enda langrar og óhreinnar götu, stað- næmdist hún og litaðist um. Þá var eg hinu megin í götunni og ekki nema þrjátíu fet frá henni. Eg hafði dregið hattinn niður á ennið og gekk reikandi eins og ölvaður maður með hend- urnar í buxnavösunum. Þegar hún sá engan annan en mig, gekk hún að hornhúsinu og barði þrisvar sinnum á eina gluggarúðuna. Áður en hægt hefði verið að telja upp að tuttugu, opnuð- ust dyrnar, og gekk hún inn. Nú var eg í mikl- um kröggum — annaðhvort varð eg að hætta við þessa eftirgrenslan með öllu, eða fara inn í húsið og treysta því, að hamingjan yrði mér svo hliðholl að mér tækist að ná þeim upplýsingum, sem eg þurfti. Til allrar hamingju mundi stúlk- an eiga örðugt með að þekkja gest húsbónda síns eins og hann var dulbúinn. Eg veitti henni nægan tíma til að komast inn í herbergi, svo gekk eg að hurðinni og sneri húnanum. Mér til mestu gleði voru dymar ólæstar. Eg opnaði þær og gekk inn í húsið. Rovatzos * Floral Shop 253 Notre Dame Áve., Phone 27 989 Fresh Cut Flowers Dally. Plants ln Season / We speclallze ln Weddlng & Concert Bouquete & Funeral Designs Icelandic spoken H. HALDORSON BUILDER 23 Music and Arts Studios Broadway and Carlton Phone 93 055 Winnipeg, Canada A. S. BARDAL selur Ukkistur og annast um útfar- lr. Allur útbúnaður sá bestl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. 843 SHERBROOKE ST. Phons 27 324 Winnipeg CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. Office Phone 26 328 Res. Phone 73 917 Union Loan & Investment COMPANY Rental, Insurance and Financial Agents Síml 95 061 510 Toronto General Trusts Bldg. ÁSGEIRSON’S PAINTS, WALL PAPER AND HARDWARE . 698 SARGENT AVENUE Winnipeg, Man. Telephone 34 322 GUNDRY-PYMORE Ltd. British Quality - Fish Netting 60 Victoria St„ Winnipeg, Man. Phone 98 211 Manager: T. R. THORVALDSON Your Patronage Will Be Appreciated WINDATT COAL Co. LIMITED Established 1898 307 SMITH STREET Office Phone 97 404 Yard Phone 28 745 Halldór Sigurðsson Contractor & Bnilder ★ % 594 Alverstone St., Winnipeg Sími 33 038 THE BUSINESS CLINIC specialize in aiding the smaller business man to keep adequate records and prepare Income Tax Returns. ANNA LARUSSON 415 Mclntyre Blk. Ph. 92 316 A. SAEDAL PAINTER & DECORATOR ★ Phone 23 276 ★ Suite 4 Monterey Apts. 45 Carlton St„ Winnipeg Frá vini FINKLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS KENSINGTON BLDG., 275 Portage Ave. Wmnipeg PHONE 93 942 PRINCESS MESSENGER SERVICE Við flytjum kistur og töskur, húsgögn úr smœrri íbúðum og húsmuni af öllu tœi. 58 ALBERT ST. — WINNIPEG Sími 25 888 C. A. Johnson, Mgr. DR. CHARLES R. OKE TANNLÆKNIR 404 Toronto Gen. Trust Bldg. 283 Portage Ave., Winnipeg Phone 94 908

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.