Heimskringla - 02.01.1946, Blaðsíða 2

Heimskringla - 02.01.1946, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 2. JANÚAR 1946 ISLENZKT ELLIHEIMILI I BLAINE Á undanförnum árum haf a all- margir haft það á orði, að Blaine væri fyrir margra hluta sakir til- valin staður fyrir íslenzkt elli- hemiili, og fór þessum röddum stöðugt fjölgandi. Var þessu máli loks hreyft á fundi þjóðræknisdeildarinnar “Aldan” í Blaine. Kom þegar í ljós eindreginn áhugi fyrir mál- inu, og vax á þessum fundi kosin fimm manna nefnd til að athuga hiögulegleika fyrir byggingu slíks heimilis. Nefndarmenn eru séra G. P. Johnson, séra A. E. Kristjánsson, Andrew Danielson, J. J. Straumfjörð og M. G. John- son. Tók nefndin þegar til starfa og hefir unnið ósleitilega síðan, með þeim árangri sem nú skal frá skýrt. Hún hefir fengið í lið með sér þá Stoneson bræður, bygginga- meistara í San Francisco. Hafa þeir gert uppdrætti að fyrirhug- aðri byggingu og áætlun um kostnað. Alt slíkt gera þeir end- urgjaldslaust, og leggja þess utan bUJS ■ UPPTININGUR Safnað af Á. S. «a<i-WLÆ»imgri^rTy=gnisr',«Aflimiiigia^ Fyrirhugað íslenzkt elliheimili í Blaine, Wash. $10,000.00 til byggingar kostnað- ar. Þessi höfðinglega þátttaka í málinu þegar í byrjun gaf nefnd- inni kjark og hvöt til að ásetja sér að skiljast ekki við málið fyr en settu marki væri náð. For- eldrar þeirra Stoneson bræðra hafa lengi búið í Blaine og eru þeir uppaldir þar að miklu leyti. Ungur lögmaður í Blaine, Ein- ar Simonarsno, er að undirbúa löggildingu stofnunarinnar og semja aukalög fyrir hana. Þetta vinnur hann.alt án endurgjalds og leggur fram $200.00 að auk. — Nefndin setti sér það mark- mið, að safna ekki minna !en $5,000.00 í Blaine, Point Roberts og Bellingham. Er því marki nú þegar meir en náð, og hledur fjársöfnunin enn áfram á þessu svæði. Væri ekki óhugsandi að landarnir tvöfölduðu þessa upp- hæð áður en lýkur. Nefndar- menn starfa auðvitað án endur- gjalds og sjá um sinn eigin kostnað. Myndamót og annað þessháttar hefir “Aldan” borgað. Nefndarmenn eru sammála um, að ekkert fyrirtæki er þeir hafa fengist við að safna fé fyrir hafi mætt eins mikilli rausn og jafn almennum vnisældum, eins og þetta. Eru þeir hlutaðeigendum hjartanlega þakklátir fyrir drengilegar undirtektir. Hin fyrirhugaða bygging (sjá mynd sem fylgir) rúmar 40 vist- menn auk starfsfólks stofnunar- innar. Hún verður að öllu leyti með nýtízku sniði og nýtízku út- búnaði; öll á einu gólfi; hvergi Fimtíu ára minniugar um skáldskap Borgfirðinga Borgfirðingur hefir safnað og fœrt í letur. Eg hefi nú gengið frá og gefið út fyrsta hefti þessa flokks, og er þá ekki úr vegi að byrja annað heftið með því að minnast eins frum- herjans í skáldahópi Borgfirðinga, sem uppi var á þeim tíma sem um ræðir, þess manns sem vissi hvað velmegun var, fátækt, heilbrigði, heilsuleysi, vinátta og vonbrigði. Hér á eg við Jónatan Þorsteinsson frá Hæli í flókadal, Borgarfjarðarsýslu, >en sögulegar heimildir tek eg úr Héraðssögu Borgarfjarðar: “Jónatan Þorsteinsson frá Hæli í Flókadal (f. 1852, d,- 1894), Guðmundssonar frá Sáms- stöðum og Ljótunnar Pétursdóttur, systur Hjálms alþm. í Norðtungu. Eftir Jónatan liggur mikið af óprentuðum kvæðum, en nokkur hafi birst í blöðum, þ. á m. í Kirkjublaðinu 1894—5, og lét þáverandi rit- stjóri Kirkjubl., Þórh. Bjarnarson, síðar biskup, svo um mælt, að Jónatan væri skáld gott. Telja og sumir, að hann hafi verið höfuðskáld Borg- firðinga síðari hluta 19. aldar.” Hér birtast tvö kvæði eftir Jönatan, eru það eftirmæli um tvo Borgfirðinga, og mega kallast tvær “Mannlífs-myndir”, því svo eru þau vel kveðin, og sannar lýsingar á kjörum þessara manna, að kunnugir segja mér, að betri mynd hefði trauðla verið hægt að mála af þeim. GUÐMUNDUR ILLUGASON FRÁ SKÓGUM Hún gerir alla jafna og leggur hlið við hlið, þann hræsnisfulla og djarfa, — í endalausum frið. JÓN ÞÓRARINSSON Dáinn 1891 Dáinn 1890 Vinsæld hlaut hann aldrei, það einkum til þess bar, að orð hans voru bitur við hvern, sem skifta var. Hann sagði hverjum einum, það sannfæringin Ibauð og sára lítið skeytti um metorð, stöðu og auð. Drengskapinn og manndáð og krafta köglum í hann kunni vel að meta og spurði eftir því. Smjaðurmæli hálfieikans heigulslegt og smátt var honum f jarri skapi, hann tók það ekki í sátt. Þeim fáu, sem hann unni hann reyndist trygða tröll og traustur hvað sem ágekk, sem gömul íslands fjöll. Kuldi bjó á vörum og kalt var um hans barm, en karlmannlegt var skapið og sýndist laust við harm. En hefði einhver getað, í hjartað séð á laun, þar hefði’ hann litið söknuð og vonarbrigði og raun, þvi enginn reyndi að hlúa að hjaita hins kalda manns, og hann gekk veg sinn aleinn og engin nefndist hans. I lífsins glímu þannig hann þrekirm reyndi fang, unz þreyttur hneig og aflvana á kaldan móður vang. En leiðið hvar hann liggur er lágt, þar kemur fár, þar leggur enginn blómsveig og enginn fellir tár. Því vinafár hann lifði og vinfár hann dó, en hvílir nú í friði í helgri grafar ró. — Fáskiftin að flesth leyti, föðurlaus og móður bæði, ungur fór hann út í heiminn, átti lítið gull og klæði. Æskan hans var laus við leiki, lífskjör þung með heljartökum að honum sóttu á ýmsa vegu, ekki spurðu neitt að sökum. Unnustuna, æskudrauminn, eins og ljós, er hverfur barni syrgja varð hann alt í einu, einn hann stóð á lífsins hjarni. Flóttamaður að fjarrum stöðum fluttist hann um vegu stranga, þangað sem að sterkur stóð hann í stríðinu þessu æfilanga. Hann var enginn hversdagsmaður, hinum þótti á því bera; leiðir fjöldans fór hann eigi fanst honum þar svo rykugt vera. /Sjálfur sér hann bjó til brautir, brautir æ til vegs og frama, skeytti ei um last né lofið, lét sér oftast standa á sama. Orð sín brá hann engu sinni, aldrei lærði heimsins smjaður, þéttur í lund með tryggar taugar, tállaus vinur, djarfur maður. Þeir sem hans á hluta gengu, helzt til mjög á ýmsar lundir, tíðum þóttu koma í krappann, — kalt var mannsins rif jum undir. Það sem manndóms ár og æska ekki veittu, — því var miður, fékk hann bæði ytra og innra, í elli; það var lífsins friður. Bamsleg trú á góðum guði gaf honum krafta stríðið heyja, þaðan fékk hann þrek að lifa, þaðan fékk hann styrk að deyja. Þeir, sem helzt við hlið hans stóðu hjartfólgnir á lífsins skeiði, þeir eru allir ,allir farnir ofan í gröf og huldir leiði. Einstæðingurinn aldurhnigni, er nú lagður í sama rúmið, kirkjugarðsins kyrðar væru, köldu gröfina, svarta húmið. Ei þótt bíði á bakka grafar, börn né maki, hann að trega, þrátt fyrir það hann 9efur sætann svefninum friðar, eilíflega. stigi eða trappa; tveir rúmgóðir skemtisalir, annar fyrir karla en hinn fyrir konur; öll herbergi björt, — í fáum orðum, nefndin vill byggja þetta heimili þannig, að það verði fyrirmynd sinnar tegundar. “En þetta hlýtur að kosta afar mikið fé. Hvar ætlið þið að fá það?” Þannig farast ýmsum orð. Svör nefndarinnar eru þessi: Áætlaður kostnaður bygg ingarinnar er $55,000.00. Nefnd- in hefir nú þegar um $16,000.00. Hún treystir löndum sínum til þess, að breygðast vel við þegar þeim gefst kostur á, að leggja því máli lið, s!em þeim er hjart- fólgið, og hefir hún nú þegar fengið allgóða bending í þá átt. Hún veit, að landarnir geta þetta ef þeir vilja og að til eru nokkrir meðal þeirra, sem eru svo efnum búnir, að þeir geta lagt fram upp- hæðir, sem um munar. Heitir hún nú á drengskap þeirra. — Markmiðið er nú, að hafa saman alt féð á næsta ári, svo bygging- arstarfið verði hafið sem fyrst. Það er margt af öldruðu fólki meðal okkar, sem bíður með ó- þreyju eftir þessu heimili. Stofnunin verður eign allra þgirra sem leggja fram fé til hennar eða hafa not af henni. Hún verður löggilt sem góð- gerðastofnun, og verður því ekki gróðafyxirtæki fyrir neinn. Það vakir aðeins eitt fyrir þeim sem hafa þetta fyrirtæki með höndum, og það er, að tryggja öldruðum Islendingum Verustaðf þar sem þeir geti eytt síðustu árum sínum í friði og góðri sambúð hver með öðrum, og þar sem þeim veitist hin bezta aðbúð og hjúkrun, sem föng eru á. Það er allmikið um það talað nú á tímum, hvað frumbyggj- arnir hafi barist góðri og hraust- legri baráttu fyrir land og þjóð, og hversu mikið gott þeir eigi skilið. Hér gefst tækifæri til að sýna það í verkinu, sem við berum svo gjarnan á vörunum. Öllum fyrirspurnum um elli- heimilið í Blaine mun nefndin fúslega og greiðlega svara. Peningar sendist til: J. J. Straumfjörð, féhirðis nefndar- innar, sem kvittar fyrir þá og leggur þá inn á banka. Hefir enginn heimild til að taka neitt af þeim þaðan fyr en elliheimilis- félagið er komið á fastan fót og starf er hafið. Fari nú svo, sem nefndin gerir alls ekki xáð fyrir, að bygging verði ekki hafin inn- an tveggja ára, er ákveðin ráð- stöfun fyrir því gerð að fénu verði skilað óskertu til gefenda. Nöfn gefenda og upphæðir frá hverjúm verða birt síðar. Með beztu jóla og nýárs ósk- um til allra íslendinga. Nefndin ifninnnnnnimimnioiiiniiiiioimmiiiinniiiiiiiiiiDiiiiiiiHiv | INSURANCE AT . . . REDUCED RATFS Fire and Automobile • I STRONG INDEPENDENT COMPANIES ! McFadyen 5 | Company Limited | 362 Main St Winnipeg 1 Dial 93 444 Fyrir nokkru síðan flutti “Upptíningur” stutta lýsingu af ógimilegu heimilislífi. Eg býst við að þú, sem hefir sýnt mér þá góðvild að lesa þessa pistla — álítir það sanngjarnt og sjálfsagt að eg bregði upp mynd af girnilegu heimilislífi. Mér er ánægja að því, að gefa kunningja mínum orðið, gerðu svo vel. “Eg ætla að taka það fram í byrjun, að það, sem eg kann að segja, er ekki tilbúningur, ekki heldur heildarmynd af heimilis lífi, eins og það ætti að vera, því það yrði altof langur upptíning- ur, heldur aðeins örfá smá dæmi, sem eg held þó að eigi mikinn þátt í að gera heimilið ákjósan- legt.” Hér þagnaði kunningi minn og sneri pennaskaftinu mil'li fingranna, hallaði sér aftur í stól- inn og horfði dreymandi augum á ljósmynd af konunni sinni, sem stóð á skrifborðinu hans. Hið blíða ánægjubros, sem færðist yfir andlit han$, sagði mér betur en orð, að hugur hans dvaldi heima hjá henni, þó hann væri að tala við mig á skrifstof- unni. “Það eru einmitt hin smáu atlot og orð, sem hafa svo mikla þýðingu í h'eimilislífinu. Um- fram alt hegðun foreldranna í orðum og verkum og atlotum. Eg hef svo oft sannfærst um athygli barnanna, þegar þig sízt varir, og hvernig smá atvik geta haft varanleg áhrif á þau. Eg held að það sé í eðli allra barna, að unna fegurð og ástar- atlotum. Finni þau hvorugt heima venj- ast þau öðru verra, sem þau svo halda uppi utan heimilis. Eg minnist elztu dóttur minn- ar, hún var þá átján ára — blíð og 'elskuleg — eins og móðir hennar — ekkert lík mér. — Eg sat einn inni í stofu, konan mín hafði farið á kvenfélagsfund, og eg beið eftir að hún símaði mér, svo eg gæti, eins og æfinlega, sótt hana þegar hún væri til að fara heim. Dóttir mín kom óvenjulega seint heim, eg vissi að hún hafði verið úti með Tom — sem hún giftist síðar — indælum manni. Þau eiga lítið af efnalegum auð, en þau eiga elskulegt heim- ili. — Hún settist á stólibríkina, og heilsaði mér með kossi, eins og hún gerði æfinlega ef hún hafði verið lengi að heiman, þó sérstaklega þau kvöldin sem hún var úti með Tom. Það var eins og henni fylgdi unaðslegur ylur, sem hún varð að láta mig njóta með sér. “Við Tom fórum í leikhúsið og svo fengum við okkur kaffi á eftir. Og veiztu hvað við töluð- um um? Um þig og mömmu.” “Nei, hvað er að heyra þetta, hafðir þú ekkert skemtilegra að tala um en okkur, þegar kærast- inn býður þér upp á kaffi?” Hún hallaði sér að mér og strauk hendinni mjúklega yfir kollinn á mér og sagði innilega: “Nei, pabbi, eg þekki ekkert skemtil'egra að tala um, en ykk- ur mömmu. Eg hef svo margoft veitt ykkur eftirtekt. Það er eins og öll ykkar sambúð sé endalaust tilhugalíf. Eg gæti ekki óskað mér annars betra, en að Tom og eg mættum verða eins hamingjusöm eftir tuttugu ára sambúð.” Þetta innilega látlausa hrós dóttur minnar, Verður mér minn- isstætt meðan eg lifi. Það er satt, við hjónin förum aldrei í launkofa með ástaratlot okkar. Því skyldum við leyna því feg- ursta í fari manns og konu, ein- læg ást, þess utan trúi eg því fastlega, að ekkert í heimilislífi barnanna hefir eins betrandi á- hrif á' líf þeirra, og ástríki for- eldranna. • Eg kem aldrei svo heim úr vinnu, að eg ekki heilsi konunni minni, eins og eg-kæmi úr lang- ferð — ekki aðeins sletta kossi einhverstaðar á andlitið, rétt til málamynda — heldur tek eg hana í faðm minn og meðtek langþráðan ástvinakoss. — Ef börnin eru viðstödd, þá vilja þau æfinlega njóta þess sama. Eg segi þér satt, það er eins og öll þreyta dagsins hverfi á svip- stundu. — Það er mitt guðsríki hér á jörð. Alveg ótilkvödd, hafa börnin, á svo margan hátt látið í ljósi ást sína. Á hverju einasta kvöldi, eftir máltíð, hafa þau vanist á að þvo upp diskana og setja alt í lag. Við sitjum þá á meðan inni í stofu, tölum saman, eða sitjum bara þögul og hlustum á músik. Hún hallar baki að brjósti mér, og við njótum hvíldar og nær- veru hvors annars. Eldri sonur minn hendir SNEMMA SÁÐNAR TOMATOS Vordaga Chatham Þœr allra fyrstu Tomatos— hvar sem eru i Canada. Ómetanlégar fyrir norðrið og vestrið og aðra staði sem hafa stuttar árs- tiðir. Einnig mjög ákjósanlegar á öðrum stöðum fyrir fljóta sprettu og gæði, eru fullþroska tveim vikum eða meir á undan öðrum ávöxtum. Reyndust ágætlega í sléttufylkjun- um 1943 og 1944, þar með taldir staðir svo sem Lethbridge og Brooks í Alberta; Indian Head og Swift Cur; rent í Sask., Brandon og Morden í Man. I kringum Calgary, þar sem gengu fyrst undir nafninu “Alberta”, urðu garðyrkjumenn alveg undradi yfir þeim. I Lethbridge voru “Vor- daga Chatham” fullþroskaðar viku til tólf dögum á undan öðrum garðá- vöxtum. i Mordan, Man., var vöxtur þeirra frá 20% til 40% meiri en nokkur önnur snemma þroskuð garð tegund. “Vordaga Chatham” eru smáar, þurfa ekki að binda upp, og má planta tvö fet á hvern veg. Eplið samsvarar sér vel, fallegt í lögun og að lit, fyrirtaks bragðgott. Er um 2% þml. í þvermál, en oftast þó meira. Pantið eftir þessari auglýsing. En þar sem eigi er nægilegt útsæði að fá getum við ekki sent meira en fram er tekið. (Pk. 15<) (oz. 75tf) póstfrítt. FRÍ—Vor stóra útsœðisbók fyrir 1946 Enn sú fullkomnasta 92 DOMINION SEED HOUSE Georgetown, Ontario Our Wish for 1946, • Peace • Happiness • Prosperity 'ÍThroughout the Land THE DREWRYS LIMITED MD146

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.