Heimskringla - 02.01.1946, Síða 4

Heimskringla - 02.01.1946, Síða 4
4. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 2. JANÚAR 1946 Htíimskringla fStofnuO tíS«) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24185 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA,' 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON "Heimskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24 185 WINNIPEG, 2. JANÚAR 1946 Við áramótin Heimskringla óskar lesendum sínum allrar gleði og farsældar á árinu, sem nú fer í hönd. Það er ekki neitt bjart yfir heiminn að líta á þessum áramót- um. Það þarf ekki að leggja leið sína upp á hæstu fjallatinda til að koma auga á það. Skuggarnir vofa yfir nær sem fjær. Það er sagt að sjálfsskapar-vítin séu verst. Því er ekki að neita, að þau eru slæm. Og það eru nú aðallega þau, sem heimurinn á við að stríða. En útlitið gæti þó verið enn verra, ef erfiðleik- arnir væru af náttúrunnar völdum. En þá hefir maðurinn yfir- stigið, svo að segja má, að þeir séu ekki steinninn í götunni til farsældar manninum. Stephan G. heitinn kemst einhvers staðar svo að orði, að okið mesta á herðum mannsins, sé á þær lagt af bróður hans. Það er stóri sannleikurinn í öllu saman. Ágirndin, þessi rót alls ills, liggur alt of mikið að baki allra þjóðfélagsllegra athafna manna. Stjórnmálin eru gegnsmogin af henni og alt sem gert er í þjóð- félagslegum skilningi. Það er hún, sem því veldur að maðurinn TÍfur og reitir alt sem hönd á festir, eins og hungrað dýr gerir. Lög vor hafa að vísu í ýmsum efnum reynt að sporna við þessu, en maðurinn hefir ekki nærri verið nógu glöggskygn á þær hugsjón- ir, sem að samfélagi manna lúta, til þess að uppræta þetta í fari sínu. Það mun í ljós koma, er þetta er athugað, að mikið af því, sem að miður fer í þjóðfélagsrekstrinum er ekki er hægt að upp- ræta, stafar af því, að mlenn sjá ekki hlutina nógu vel frá sam- félagslegu sjónarmiði. Það verður við mörg vandræðamálin að glíma á komandi ári, eins og á liðna árinu. Ætla mætti þó að þau yrðu færri, með ósköpnum úr sögunni, er alheimsstríðinu nýlokna voru samfara. En svo virðist ekki. Það er ekki laust við, að heima fyrir hafi heldur versnað í sjóinn en hitt, við lok stríðsins. Og getur nokk- uð sýnt öfugstreymið í Lífi og framferði manna gleggra en það, að stríð skuli þurfa að vera mönnum eða þjóðfélaginu matur og drykkur! Á slíku öfugstreymi ætti að vera hægt að sigrast, eigi síður en á erfiðleikum náttúunnar er velferð manna standa í vegi. Og í von um að það verði gert, liggur ástæðan fyrir því, að hægt sé að bjóða glleðilegt og farsælt ár. FERÐABÓK DUFFERINS LÁVARÐAR Eftir próf. Richard Beck Ferðabók Dufferins lá- varðar. Hersteinn Páls- son íslenzkaði. — Bóka- fellsútgáfan, Rvík, ’44. iDufferin lávarður hefir ritað nafn sitt óafmáanlega í sögu Is- líendinga í Vesturheimi, þvi að eins og alkunnugt er, reyndist hann þeim sannur vinur í raun á frumbýlings- og þungum bar- áttuárum þeirra í Nýja Island’. Frá sögulegri heimsókn hans þangað og happasælum afskift- um hans af málum bygðarinnar er skýrt vel og ítarlega í hinu nýútkomna 3. bindi Sögu íslend- inga í Vesturheimi eftir Þorstein Þ. Þorsteinsson, og einnig birt í íslenzkri þýðingu hin merkilega ræða, sem Dufferin lávarður flutti, þegar hann heimsótti ný- lenduna. En mætur þær, sem hann hafði á íslandi og Islendingum, góðhugur hans í þeirra garð hér- lendis eftir að hann var orðinn landstjóri í Canada, átti rætur sínar að rekja til ferðar þeirrar er hann fór til íslands, á leið til Jan Mayen og Spitzbergen, sum- arið 1856. Um þá ferð sína rit- aði hann móður sinni ferðasögu í bréfaformi, Letters From High Latitudes, sem út kom í Lundún- um árið eftir og varð víðfræg bók. Var hún prentuð í fjölda mörgum útgáfum á fraummál- inu enska (9. útgáfan kom út 1891) og auk þess snúið bæði á frönsku og þýzku. Nú hefir Bókfellsútgáfan gefið út íslenzka þýðingu af þessu fræga riti hins mikilsvirta ís- landsvinar, og hefir Hersteinn Pálsson, meðritstjóri dagblaðsins Vísir í Reykajvík, íslenzkað bók- ina. í stuttum inngangi gerir hann einnig grein fyrir ætterni, menta- og embættisferli Duffer- ins lávarðar, en hann var maður háættaður, af írskum aðalsætt- um, en skozkur lengra fram, og hámentaður, útskrifaður af Ox- ford háskóla, svo sem títt var og er enn um syni brezkra aðals- manna. Hann átti og til skálda að telja í móðurætt, enda hneigð- ist hugur hans snemma að skáld- skap og bókmentum. “Tilvitn- anir hans í þessari bók sýna og ljóslega, að hann var vel heima í fornritum vorum”, segir í þessu æfiágripi hans, og er það í engu ofmælt. Embættisferill Dufferins lá- varðar var glæsilegur mjög, meðal annars var hann sendi- herra Bretlands á ýmsum stöð- um, landstjóri í Canada og vara konungur Indlands. Naut hann hvarvetna mikillar lýðhylli. — Sökum hinna margþættu og stöð- uðu opinberu ábyrgðarstarfa vanst honum eigi tími til víð- tækra ritstarfa; hinsvegar hafa margar bækúr verið ritaðar um æfi hans og merkan stjórnmála- feril. Fylgdarmaður Dufferins lá- varðar í norðurför hans var Sig- urður Lárentíus Jónasson, sem kunnastur er Islendingum fyrir afskifti hans af störfum Hins ís- lenzka Bókmentafélags, en for- seti Hafnardeildar þess var hann árin 1880-85, og fyrir það, hve eindregið og ötullega hann fylgdi Jóni Sigurðssyni að málum í stjórnfrelsisbaráttu hans. Fyrri hluta ferðasögunnar, og nær helmingur hennar, fjallar um Island, og kemur höfundur víða við, lýsir landi og þjóð, lifn- aðarháttum og menningu, og fléttar víða inn í frásögnina, eins og fyr er gefið í skyn, til- vitnanir úr íslenzkum fornritum, sumstaðar heila kafla úr þeim. Verður ekki annað sagt, en að hann beri Islendingum mjög vel söguna, eftir því sem þá var um- horfs frá menningarlegu og at- vinnulegu sjónarmiði, en síðan er nú liðiri hart nær heil öld. Hann hefir auðsjáanlega átt næmt auga fyrir sérstæðri feg- urð landsins' og hrifist af henni. Siglingunni inn Faxaflóa lýsir hann á þessa leið, en þeir félag- ar komu til Reykjavíkur þ. 21. júní: “Landsýn af Faxaflóa er dá- samlega fögur. Flóinn er um fim- tíu mílur á breidd. Öðrum meg- in við hann er lágur eldfjalla- hryggur, en hinum megin hár fjallgarður og yzt á skaganum er fimm þúsund feta tindur, sem ávalt er þakinn snjóhettu. — Tengiliðurinn milli þessara fjall- garða er hálfhringur hundraða tígulegra fjallatinda. Þegar siglt er inn eftir flóanum minnir um- hverfið mann á vesturströnd Skotlands, en þó er sá munur, að hér er alt miklu tignarlegra og mikilfenglegra. Loftið er miklu tærara, birtan skærari, fjöllin brattari og hærri, hrikalegri og ægilegri. . . . Eg hlefi hvergi séð hreinni skil ljóss og skugga en hér og lit- brigðin eru undursamleg. Á hlíð- ar eins fjallsins slær gullnum blæ, það næsta er dumbrautt, en yfir þeim gnæfa tindar, er glitra af ís og snjó.” Hrifnastur varð Dufferin lá- varður þó af Þingvöllum og um- hverfi þeirra, en hann þekti nógu mikið til stjóranrfarslegrár sögu Islands og þeirra örlagaríku at- burða, sem gerst höfðu á þessum einstæða helgistað þjóðarinnar, til þess að finna þar þyt sögunn- ar yfir höfði sér, enda sagði hann, að “það borgaði sig að fara allá leið á heimsenda til þess að sjá Þingvelli”. Sjálfum staðnum lýsir hann meðal annars með þessum orðum: “Við gengum áfram eftir gjánni og niður að vatninu, en á leiðinni virti eg fyrir mér gjár- veggina. Þeir risu snarbrattir upp úr grassverðinum, sem fyll- ir botninn, og gæti eg hugsað mér, að þannig hafi Israelsmenn séð Rauða hafið, er vötn þess opnuðust fyrir þeim á flóttanum frá Egyptalandi. Sólin skein á annan gjárvegginn, en hinn hvíldi í djúpum skugga. Á hvor- um um sig mátti sjá bergmynd- anir, Sem féllu nákvæmlega sam- an, áður en björgin klofnuðu. Þessi ummerki hamfaranna virð- ast svo nýleg, að mér fanst eins og mér hefði fallið sú gæfa í skaut að sjá eitthvert mikilfeng- legasta og tröllslegasta sköpun- arverk náttúrunnar næstum því á sama augnabliki og það varð til. Eftir tuttugu mínútna göngu i komum við niður að vatninu. Það er stórt og fagurt, um 15 míl- ur á lengd og átta á breidd. Það er í stórri lægð eða skál, sem takmarkast af f jöllum og geri eg ráð fyrir, að þau hafi einnig ( stöðvað hraunflóðið forðum. Eg hefi sjaldan séð tígulegra um-j hverfi. Næst voru stórar kletta- og hraunborgir, líkastar rústum löngu horfins tíma, og vatnið lék um rætur þeirra kristalstært og hreint Handan við það var hvert fjallið af öðru. Tært andrúms- loftið sveipaði þau í litbrigðum, sem annars eru óþekt í Evrópu, þar sem þau gægðust hvert við öxl annars til að spegla sig í vatninu, en hingað og þangað risu hvítir gufustrókar til him- ins eins og reyksúlur frá altari.” Með jafnmikilli hrifningu tal- ar Dufferin lávarður um íslenzk- ar fornbókmentir; t. d. er hér að finna þessa mælsku lýsingu á Heimskringlu Snorra Sturluson- ar: “Þetta sögurit er samið af svo dæmafárri snilli og ritfimi, að FÁEIN MINNINGARORÐ Kormákur: — Hin björtu kinnaljós meyjarinnar lýstu á mig. Svo hvarf hún úr salnum. Hvað hefir húsið nú til síns ágætis? Það hefir fár eða engi svarað betur spurningunni um það, hvað heimili sé án konu, en Kor- mákur gerir í ofanskráðum orð- um, sem tekin eru úr vísu er hann orti til Steingerðar, en sem hér er færð til óbundins máls. Orð þessi hafa jafnframt oft komið mér í hug, í sambandi við sögu íslenzkra landnámskvenna hér vestra. Hvað hefir húsið til síns ágætis, þegar þær eru í val hnignar, má með sanni spyrja. Þátttaka þeirra í frumbyggja- lífinu, hefir verið svo mikil, að þegar réttlátt mat verður á það lagt, mun um starf þeirra og nöfn ljóma sem um nöfn ís- lenzkra kvenna í okkar gömlu góðu íslendingasögum. Skoðun mína á þessu styð eg við það, að verkahringuir kvenna hafi með komu þeirra Mngað víkkað. Um heimliisstörfin hefir að líkindum Hkt verið og annars staðar. En í frumbyggjalífinu þurfti alt að byggja upp frá rótum, félagslíf- ið, eigi síður en annað. Og þátt- taka íslenzkra kvenna héir í því, hefir í raun og veru oft Verið meiri en karlmanna. Þær byrja það starf sitt í sambandi við ís- lenzk kirkjumál og þaðan breið- ist það út til annara félagsmála, svo sem bindindismála, kven- réttindamála og síðast til þjóð- ræknissamtakanna. Kirkjumál- um Vestur-lslendinga ætla eg það má segja, að saman fari frá- sagnarhæfileikar Macaulays, — hinar hárfínu mannlýsingar Clarendons og heillandi rabb Pepys. Ekkert kemst í hálfkvist við hrífandi lýsingar Snorra á sjóorustum, hjartnæmar ástar- sögur hans og unaðslegar sögur úr heimilislífi manna. Lesandinn hrífst með og lifir bókstaflega með fólki því, sem Snorri kallar fram á sjónarsviðið, eins og þeg- ar lesið er um Falstoff, Percy og Hal prins. Söguhetjurnar eru svo glæsilegar og göfugar, að enginn getur lesið ufn viðburða- ríkar ævir þeirra, án þess að fyllast ástríðufullum áhuga fyrir gengi þeirra. Eg hefi aldrei les- ið neitt í latínuskruddum annála vorra, sem vakið hefir slíkar til- finningar í brjósti mér.” Vitanlega finnur hinn göfgi gestur til þess, hve mjög er “feðranna frægð fallin í gleym- sku og dá” á Islandi hjá því sem var í fornöld; eigi að síður er lýs- ing hans á kjörum þjóðarinnar og þáverandi menningarástandi, eins langt og hún nær, mjög vin- samleg, enda átti hann hinum beztu viðtökum að fagna, eftir því er honum segist frá. Frá Islandi héldu þeir ferða- langarnir síðan til Jan Mayen og Spitzbergen, og segir frá þeirri æfintýralegu för þeirra í síðari helming bókarinnar, en alt gekk þó að óskum, enda segir höfund- ur í sögulok, að “förin hafi tekist prýðilega í alla staði”. Bókin er fjörlega rituð, krydd- uð fyndni og skáldlegum tilþrif- um í staða- og atburðalýsingum, og hefir því vafalaust verið á- gætux skemtilestur hefðarfrúnni móður lávarðarins; hinar mörgu útgáfur bréfanna á frummálinu og þýðingar þeirra á erlend mál bera því einnig órækan vott, að þau hafa átt almennum vinsæld- um að fagna. Þýðingin er vel af hendi leyst og útgáfan um alt hin smekkleg- asta, prýdd allmörgum myndum, meðal annars af höfundinum á yngri og efri árum hans. Var það vel þess virði að gefa ís- lenzkum lesendum kost á að kynnast í þýðingu þessari skemtilegu ferðabók hins mikil- hæfa aðdáanda og vinar Islands og íslenzku þjóðarinnar. öfgalaust megi segja, að bjargað ! hafi verið með samtökum kvenna. Og fyrir okkar íslanzka þjóðlíf hér, vitum við öll hverju borgið vair með því. Heima bar að minsta kosti minna á þessu fyrstu ár þessarar aldar, er eg þekti dálítið þar til. Þess hefir ef til vill síður þurft með, þar sem kirkjan var þar þjóðkirkja og þessvegna borgnara. Nú get- ur þetta verið eitthvað breytt, en það fór fyr hér af stað en heima. Eg hefi oft spurt sjálfan mig, hvort að nýtt framtak komi fram í þessu hjá íslenzkri kvenþjóð hér á frumlbýlingsárunum, sem skyldara eigi við sögu- og frelsis- öldina til forna á íslandi, en nokkuð samstætt í nútíðinni hvort sem er hér eða heima. Ef svo er, er það þess virði, að því sé betur á lofti haldið, en gert hefir verið í skrifum um ný- lendulíf íslendinga hér til þessa og konur hér komi meira við sög- una, sé skipað á þann bekk, sem þær hér eiga eins og kvenskör- ungunum, sem getur um í foxn- sögum vorum. Þessar ofanskráðu línur eiga fyllilega við þá konu, er hér skal minst, Mrs. Þorbjargar Hóseas- dóttur Péturssonar, er lézt 16. apríl 1945 í Winnipeg. Þoxbjörg heitin átti lengst af æfinni hér vestra, eða um 30 ár, heima í grend við Wynyard, Sask. Til Winnipeg flutti hún og maður hennar 1936 og bjuggu hér upp frá því. Þorbjörg var af góðu bergi brotin. Hún var dóttir Hóseasar Björnssonar og Guðbjargar Gísladóttur á Höskuldsstöðum í Breiðdal, vel þektum hjónum um alt Austurland, ekki síður en hér vestra, eftir að þau fluttu hingað. Móðiir Þorbjargar var systir Ein- ars Gíslasonar alþingismanns og bónda á Höskulsstöðum, föður Magnúsar dýralæknis og Ragn- heiðar, sýslumannsfrúar, á Efra- Hvoli. Guðbjörg dó 1911. En Hóseas var af foreldrum sínum, Birni Jósepssyni og Helgu Jósa- fatsdóttur á Meiðastöðum í Kelduhverfi, gefinn á fyrsta ári í fóstur til séra Hóseasar Árna- sonar og konu hans maddömu Þonbjargar Guðmundsdóttur á Skeggjastöðum á Langanes- ströndum; var séra Hóseas síðar prestur í Berufirði. Hjá þeim ólst Hósieas Björnsson upp. — Á Höskuldsstöðum bjó hann og kona hans síðustu 17 árin heima (frá 1886 til 1903), en áður bjuggu þau um 20 ár í Jórvík r Breiðdal og um þrjú ár á Þor- grímsstöðum. I Jórvík fæddist Þonbjörg Hóseasdóttiir Péturssonar 7. marz 1873. Var hún fullra 72 ára er hún lézt. Ólst hún þar upp og bauð snemma góðan þokka af sér; var bæði ásjáleg og mynd- arleg og vel gefin til munns og handa. Er hún óx upp lærði hún fatasaum og fórst það, sem annað, vel úr hendi. Þremur ár- um áður en hún fluttist vestur um haf eða 16. maí árið 1900 giftist hún eftirlifandi manni sínum, Jóhannesi Kristófer Pét- urssyni frá Þverhamri í Breið- dal. Er Jóhannes Skaftfellingur, fæddur á Geirsstöðum á Mýrum í Austur-Skaftafellsýslu. Flutt- ist hann á unga aldri austur í Breiðdal, en bróðuir átti hann, er Sigurjón hét og bjó að Fornu- stekkum í Nesjum, greindar- bóndi og mesta prúðmenni. Jó- hannesi kyntist eg ekki fyr en síðar hér vestra; kemur mér hann fyrir, sem greindar og snyritmenni sem bróðir hans. — Ætt þeirra man eg ekki að rekja. en Ragnheiðar móður þeirra heyrði eg oft getið; hún var syst- urdóttir Benedikts Sveinssonar alþingismann, föðuir Einars hins þjóðkunna skálds. Eftir gifting- una dvöldu þau Þorbjörg og Jó- hannes á Seyðisfirði og Eskifirði og stunduðu þar klæðskeraiðn, er þeim báðum fórst mjög vel úr hendi. En vestur um haf fluttu þau 1903, með foreldrum og syst- kinum Þorbjargar á Höskulds- stöðum. Stóð þannig á flutningi þessara myndar fjölskyldna vestur, að fóstur sonur Hóseasar Björnssonar, Jósep Waltler Sig- valdason að Garðar í Norður Da- kota, er áður flutti vestur og vaxð hér brátt efnum búinn, heimsótti fóstra sinn og taldi hann á að flytja vestur. Eftir að hingað kom, var sezt að í Argyle-bygð- inni fyrstu tvö árin,- En þá voru miklir' flutningar til nýs land- náms í Saskatchewan að hefjast, og fóru ýmsiir þangað frá Argyle- bygð, sem víðar að. Varð þá úr að Jóhannes og Þorbjörg flyttu til Wynyard-ibygðar og reistu bú þar sem kallað var í Vatnabygð. Þar bjuggu þau til ársins 1936, að þau fluttu til Winnipeg sem fyr áegir. Landnámsárin reyndust þeim, sem öðrum, störfum hlaðin í fyrstu. Verkefnin voru óþrjót- andi. Það má um þau ár segja flest, að þá yrði að duga eða drepast. En það var einnig þá, að verksnild og dugnaður og framsýni Þorbjargar kom aðdá- anlega í ljós. Hún var ékki að- eins samhent manni sínum í hinu óendanlega starfi hans í sam- bandi við landnámið, hteldur hélt húp upp risnu á heimilinu og ís- lenzkri gestrisni, svo að til var tekið og voru þó hús landnáms- áranna ekki rúmmikil til þess. En það sannaðist á, að þröngt mega sáttir sitja og aldrei var húsfreyjan og húsbóndinn með glaðara bragði, en þegar þau gátu sem flestum veitt og sýnt gestrisni. En auk þessa gat hús- fneyjan um 15 ára skeið, veitt kvenfélagi Grandy-safnaðar for- ustu og unnið að og stutt ótelj- andi fólagsstörf önnur. Af sam- bygðarfólki sínu var staxf henn- ar og framkoma öll skilin, og það unni henni og mat hana eins og vert var fyrir hvorttveggja. Hafa kunnugir sagt mér, að þeir muni færri, sem fyrir félagsmál beita sór, sem eins almennri viður- kenningu og vinsældum hafi átt að fagna og Þorbjörg. Átti þetta rætur að rekja til greindar hienn- J ar og hógværðar í allri fram- i komu og einlægrar góðvildar til allra er einhverrar liðveizlu þurftu. Eins og hún var manni sínum samhent um alt, svo gerði hann og það sem í sínu valdi stóð til að styðja hana í hennar áhugamál- um bæði innan heimilis og utan. Er til þess tekið hve samhuga þau voru og hve frjálslegt var á- | valt á hteimili þeirra. Það er ; ekki ólíkt að eiginmanninum hafi stundum í hug komið það sama og Kormáki: Hvað hefir húsið til síns ágætis, án góðrar konu? Þeir, sem frelsi og rýmkun unna í viðhorfi trúmála, eru í mikilli þakklætisskuld við Þor- björgu fyrir starf hennar og manns hennar í þágu þeirra mála. Þau voiru bæði glögg- skygn á það, sem til frelsis og meiri andlegs þroska horfði. — Hefir það hjá fleirum hinna hæg- látu og grteindu manna og kvenna úr Austlendingafjórðungi komið í ljós hér vestra. Börn þeirra Jóhannesar og Þoxibjargar voru sjö; Jörgen Jó- hann Schiött (f. 1901), býr í Win- inpeg og er faðir hans hjá hon- um. Hann er giftur Svönu Krist- jánsson, ættuð frá Dakota. Hós- eas Björn (f. 1902, d. 1903). Björn Jósep Hóseas, býr góðu búi í Wynyard, giftur Svöfu Sigurðs- son. Guðbjörg (Msr. Peters), gift tannlækni í Boston. Hafði hún fyrir nokkrum árum um- sjón með sunnudagaskólastarfi hjá Sameinaða kirkjufélaginu og söfnuðum þess og þótti mikið að því starfi htennar kveða. Ragnar Friðrik, giftur enskri konu, býr í Enfield, Conn. Petra Ingiríður, lærð hjúkrunarkona, (Mrs. Smith) í Boston Og Björn Kristinn, í sjóliði Canada, ógiff' ur. Öll etru börnin mannvænle£

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.