Heimskringla - 02.01.1946, Blaðsíða 6

Heimskringla - 02.01.1946, Blaðsíða 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 2. JANÚAR 1946 A SKEMTIFÖR Það var niðdimt í göngunum, en eg gat séð hvar hurðin var af mjórri rönd undir henni. Eg læddist að henni eins hægt og eg gat og gægðist gegn um skráargatið. Ekki gat eg séð mikið, en samt gat eg séð að stúlkan, sem eg var að elta, sat á rúminu, og þar sat einnig upp við vegginn, sú ljótasta kerling, sem eg hefi nokkru sinni séð. 1 munninum hafði hún skitna krít- pípu. Hún var smávaxin og var í kjól, sem ein- hverntíma hafði verið fínn, en var þrisvar sinn- um of stór kerlingunni, sem nú var í honum. Gamla konan var mjög hrukkótt, hár hennar féll í flóka niður á herðamar, og undan þessum flóka gægðust tvö augu, sem líktust augum í reiðum hundi, þegar hann er í þann veginn að stökkva á eitthvað til að bíta það. Þegar eg laut niður til að hlusta heyrði eg hana segja: “Jæja, vina sæl, hvað er það nú, sem þú ætlar að færa herramanminum, og veldur því, að þú ert svona seint á ferð?” “Bara þetta, að í fyrramálið ætlar lögregl- an að finna “Merry Duchess”. Eg heyrði lög- regluforingjann segja það sjálfan.” “í fyrra málið, hvað þá?” skrækti kerling- in. “Eg vona að þeir hafi gaman af leitinni, já það vona eg sannarlega. “Flytur þú nokkrar fleiri fréttir, yndið mitt?” “Mr. Wetherell og þessi langi slöttólfur, voru úti á höfninni í kvöld. Gamli herramaður- inn hafði með sér fjölda marga peningapoka, en peningarnir voru allir falsaðir.” “Það vitum við líka, vina sæl. Þama skaust þeim skyrleikurinn, ha, ha!” Konan hló lengi og illgirnislega. Síðan fór hún að skera niður tóbak í pípuna sína, alveg eins og karlmaður mundi gera. Hún reykti mjög slæmt tóbak og lagði hinn sterka þef af því í gegn um skráargatið. En unga stúlkan var auðsæilega mjög óþolinmóð, því hún stóð á fætur og sagði: “Sally, hvenær sigla þeir með stúlkuna?” “Þeir eru farnir góða mín. Þeir fóru af stað kl. tíu í kvöld.” “Þegar eg fékk þessa frétt fór hjartað að slá örar í brjósti mér, og fann eg svo til að eg gat varla hlustað lengur. “Þeir voru ekki lengi að mynda sig til þess,” sagði unga stúlkan. “Nikola er fljótur að flestu,” svaraði kerl- ingin. “Eg vona að Pipa Lannu falli henni vel í geð, stássrófunni þeirri ama,” svaraði stelpan illgirnislega. “Jæja, hvar eru peningarnir, sem hann sagði að eg ætti að fá? Fáðu mér þá, svo að eg geti komist héðan. Eg fæ fyrir ferð- ina, ef það kemst upp að eg er úti um þetta leyti nætur.” “Voru það ekki fimm pund, sem eg átti að fá þér?” spurði nomin og stakk hendinni ofan í vasann. “Tíu”, svaraði hin yngri hranalega. “Engar vífilengjur, Sally. Eg veit of mikið um þig til þess að það borgi sig fyrir þig.” “Ó, þú veist heibnikið, unginn minn, eða hvað? Auðvitað hlýtur þú að vita miklu meira en hún Sally gamla frænka þín, sem auðvitað hefir aldrei séð neitt. Enn sá þvættingur. Svei þér!” “Fáðu mér peningana, segi eg, og láttu mig svo komast af stað!” “Auðvitað veist þú miklu meira. Er það ekki. Hérna er eitt pund handa þér.” Á meðan þær þrættu um peningana læddist eg til dyranna. Eg opnaði þær hægt, gekk út og lokaði þeim gætilega á eftir mér. Svo tók eg til fótanna og hljóp eftir götunni, sömu leið og eg var kominn. Eg spurði við og við til vegar lög- regluþjóna, sem eg hitti og loks komst eg heim, hoppaði yfir garðmúrinn, smaug í gegnum gluggann og komst inn í húsið. Eg hafði búist við að Mr. Wetherell væri sofnaður en mér til mestu furðu var hann enn á fótum og stóð hann á stigabrúninni er eg kom. “Jæja, hvað hafið þér fundið út?” spurði hann með eftirvæntingu. “Mjög þýðingarmikil atriði,” svaraði eg. “En fyrst þetta. Þér skuluð vekja bústýruna yðar og segja henni að yður sé nær að halda, að ein vinnukonan sé úti um þessar mundir. Segið henni að hún skuli ekki nefna yður í þessu sambandi, en reka stúlkuna úr húsinu fyrir morgunverð á morgun. Þegar þetta er gert, skal eg vera búinn að skifta um föt og segja yður alla söguna.” Hann fór í áttina til herbergja þjónanna en eg til herbergis nrúns, og fór í önnur föt. Að því búnu fór eg inn á skrifstofuna, þar sem eg fann að beið mín kvöldverður. Eg snæddi hann með góðri lyst, þvi hin langa gönguför mín hafði gert mig hungraðan. Rétt þegar eg var að fá mér hressingu í annað sinnið, kom Mr. Wsther- ell inn og sagði mér að ráðskonan væri á verði, og mundi taka móti vinnukonunni þegar húr. kæmi heim. “Segið mér nú hvað þér hafið gert,” sagði gamli maðurinn. Eg sagði honum nú alt, sem fyrir mig hafði komið alt frá þeirri stund, sem eg fór að sækja pípuna mfna og þangað til eg kom aftur úr leið- angrinum. Hvernig eg hefði elt stúlkuna, lýsti Sally gömlu fyrir honum og ferð minni heim. Hann hlustaði á þetta alt með eftirtekt, og þegar eg lauk máli mínu sagði hapn: “Álítið þér þá að Dr. Nikola hafi flutt dóttur mína á þessa eyju, sem þær kölluðu Pipa Lannu?” “Já, á því virðist ekki nokkur vafi.” “Hvað eigum við þá að gera til að bjarga henni? Á eg að biðja stjórnina að senda fall- byssubát þangað?” “Ef yður sýnist svo. En eg fyrir mitt leyti álit, að við ættum að vinna upp á okkar eigin spýtur að þessu. Yður langar ekki að koma neinum slúðurssögum af stað í sambandi við þetta mál, og munið eftir, að ef þeir handtaka Dr. Nikola, þá kemst sagan á loft.” “Hvað ráðið þér mér þá að gera?” “Eg ráðlegg að leigja litla skonnortu, velj- um okkur þrjá áreiðanlega menn og siglum svo til Pipa Lannu. Eg þekki eyjuna vel og það sem einnig hjálpar okkur er, að eg hefi sigl- ingaleyfi og skipstjóra próf. Við gætum siglt að eyjunni eftir að dimt er orðið, vopnað alla menn vora og farið í land. Eg býst við að þeir hafi dóttur yðar í haldi í einum kofanna þar, við umkringjum kofann og björgum henni úr klóm þeirxa, án þess að hafa mikið fyrir, og það sem meira er um vert, við komum þessu í kring án þess að nokkurt hneyksli verði í þessu máli.” “Eg er algerlega samþykkur yður. Eg held að þetta sé ágætisráð. Og á meðan þér voruð að tala datt mér eitt í hug. Gamall vinur minn, sem McMurtough heitir á slíka snekkju. Eg er viss um að hann lánar okkur hana eins og í hálf- an mánuð.” “Hvar á hann heima?” “Hérna beint á móti okkur hinu megin við víkina. Við skulum fara þangað strax eftir morgunverð, ef yður sýnist svo.” “Já, það skulum við gera. Eg held að eg fari nú að reyna að sofa. Eg er alveg uppgefinn. Þegar lögregluforinginn kemur á morgun, þá getið þér sagt honum frá þessu ö.llu, en eg hugsa að bezt væri að biðja hann að segja ekkert um eyjuna. Ef það kæmist á loft, gætu þeir fengið aðvörun og flutt hana til annarar eyjar, sem eigi væri svo auðvelt að finna.” “Eg skal muna eftir því,” sagði Mr. Wether- ell. Og svo gekk eg inn í hierbergi mitt, og þegar eg hafði farið úr frakkanum, fleygði eg mér ofan í rúmið og sofnaði og svo svaf fram að fyrstu hringingunni til hádegisverðarins. Baðið færði nýtt líf í mig, og svo fór eg í hin venjulegu föt mín og gekk ofan. Mr. Wetherell var í borð- stofunni ásamt lávarðinum, sem hélt á eintaki af einu morguniblaði Sydney borgar og virtist vera í óvenjulegri hrifningu. “Hérna, Mr. Hatteras,” sagði hann eftir að hafa boðið mér góðan dag, “er auglýsing sem snertir yður.” “Um hvað er hún? Hver er að auglýsa eftir mér?” “Lesið það sjálfur,” svaraði hann og rétti mér blaðið. Eg tók við blaðinu og rendi augunum yfir dálkinn, sem henn benti mér á. Þá sá eg svo- hljóðandi auglýsingu: Richard Hatteras — Ef þetta skyldi koma fyrir sjónir Mr. Richard Hatteras á Þórs- dagseyjunni, Torris sundi, sem nýlega er 'kominn heim frá Englandi, og dvelur senni- lega í Sydney, þá er hann beðinn um að koma tafarlaust til skrifstofu lögfræðingafélagsins Dawson & Gladman í Cartlereagh stræti, mun hann þar heyra fréttir, sem honum eru hag- - kvæmar. Ekki gat neinn vafi verið á að eg var sá, sem átt var við. En hvað gat þetta þýtt? .— Hvaða fagnaðar fréttir gátu þeir haft að flytja mér ,nema það væri fréttir af Phyllis? En mjög ólíklegt fanst mér, að eg gæti fengið þar fréttir um athafnir iþorparanna, sem höfðu rænt henni, því að þetta lögfræðingafélag var mjög virðingarvert og í miklu áliti að því er Mr. Wetberell sagði. En ekkert þýddi að brjóta heilann um þetta og þsesvegna settist eg að snæðingi. Þegar hæðst stóð á máltíðinni fór gamli þjónninn út til að vita hver væri að hringja. Þegar hann kom inrt aftur, sagði hamn að úti í forstofunni væri maður, sem vildi fá að tala við mig. Eg bað Mr. Wetherell að af- saka mig og gekk út. í frostofunni hitti eg fyrir miðaldra mann, sem var ræfilslega búinn. Hann hneigði sig þegar hann heyrði að eg væri Mr. Hatteras og spurði hvort hann gæti talað við mig augna- blik. Eg bauð honum því inn í næsta herbergi og bauð honum sæti. “Hvað viljið þér mér?” spurði eg þegar hann hafði fengið sér sæti. “Erindi mitt er fremur einkennilegt, Mr. Hatteras. En mætti eg leyfa mér að minnast á það, eins og til innleiðslu málsins, að þér eruð mjög órólgeur yfir vissri persónu, sem er horf- in?” “Það getið þér gjarnan sagt ef yður sýn- ist,” svaraði eg. “Ef einhver gæti leitt yður á spor, svo að þér gætuð fundið þessa týndu persónu, þá býst eg við að eg gæti verið yður til gagns,” sagði hann og horfði á mig með refslegum augum. “Til mikils gagns,” svaraði eg. “Eruð þér fær um það?” “Eg gæti kanske veitt yður dálitla hjálp,” svaraði hann, “auðvitað með þeim skilningi að mér væri goldið fyrir ómokið.” “Við hvað eigið þér með því?” “Ættum við að segja eins og fimm hundruð pund? Það er ekki neitt há upphæð fyrir á- reiðanlegar og góðar upplýsingar. Eg ætti að krefjast þúsund punda, þegar tillit er t’ekið til þeirrar hættu, sem eg legg mig í er eg sletti mér fram í þetta mál. Eg á sjálfur börn og þess- vegna geri eg þetta.” “Eg skil það, en leyfið mér að segja yður að mér finst upphæðin altof há.” “Þá er eg hræddur um að ekkert verði úr viðskiftunum. Mér þykir það leiðinlegt yðar vegna.” ' “Já, það þykir mér líka. En eg vil ekki kaupa köttinn í pokanum.” “Ættum við þá að segja fjögur hundruð?” “ffei, ekki heldur þrjú hundruð, né tvö hundruð, en eitt hundrað. Séu upplýsingar yðar einhvers virði, þá er eg ekki ófús að gefa yður fyrir þær fimtíu pund, en eg gef ekki eyri meira.” Þegar eg hafði sagt þetta reis eg á fætur til að sýna að þessum samræðum væri lokið. En þá breytti maðurinn strax um framkomu. “Stærsti galli minn er göfuglyndi mitt,” sagði hann. “Það setur mig á endanum á höfuð- ið. Já, þér skuluð fá upplýsingar mínar fyrir fimtíu pund. Fáið mér peningana og eg skal segja yður frá því sem eg veit.” “Nei, alls ekki,” sagði eg, “fyrst verð eg að heyra hvað þér hafið í fréttum að segja. Treyst- ið mér. Ef saga yðar er nokkurs vriði, þá skal eg borga yður fimtíu pund. Jæja, segið af eða á.” ' “Fyrst verð eg að gera yður það Ijóst, að eg stóð á horninu á Smith stræti fyrir eitthvað tveimur kvöldum síðan, og gengu þá tveir menn fram hjá mér og töluðu saman í ákafa. Annar þeirra var hér og þreklegur, hinn var væskils- legur. Aldrei á æfi minni hefi eg séð þorpara- legri mannkvikindi en þessa tvo. Þegar þeir gengu fram hjá mér, segir annar joeirra við hinn: “Vertu alveg óhræddur. Eg skal áreið- anlega koma stúlkunni á járnbrautarstöðina kl. 8.” Hinn svaraði einhverju, sem eg ekki heyrði, og svo misti eg sjónar af þeim. En það sem eg hafði heyrt leið mér ekki úr minni, og þessvegna gekk eg yfir að stöðinni og var kominn þangað fyrir þennan ákveðna tíma. Ekki hafði ©g verið þar lengi þegar minni maðurinn, sem eg hafði séð á götunni, kom inn í stöðina og fór að litast um eftir einhverjum. Af svip hans mótti ráða, að hann var alls ekki ánægður yfir að félagi hans var þar ekki fyrir. Eimlestin var reiðubúin að leggja af stað frá stöðinni, og rétt í því að hún lagði af stað, sá eg hinn náungann og stúlku, sem hafði þykka slæðu fyrir andlit- inu, koma inn í stöðina. Litli maðurinn sá þau og virtist verða mjög glaður við. “Eg hélt að þið munduð verða of sein,” sagði hann. “Það var engin hætta á því, sagði hann og stökk inn í fyrsta floksk vagn, og sagði stúlkunni að hún skyldi gera hið sama. Það gerði hún líka, «n eg gat séð að hún var að gráta. Þá seglr mað- urinn, sem eftir var við þann, sem var í vagn- inum og hallaði sér út úr glugganum: “Skrifaðu mér frá Bourke og segðu mér hvemig henni líð- ur.” “Það getur þú verið viss lun að eg geri,” svaraði hinn. “Og gleymið ekki að hafa auga á Hatteras.” “Ó, vertu alls óhræddur um það,” svaraði maðurinn, sem* varð eftir í stöðinni. Síðan blés lestin til brottflerðar. Eg flýtti mér svo í burtu og lét það verða mitt fyrsta verk í morgun að fara hingað. Nú hafið þér heyrt upplýsingar mínar, og nú vildi eg gjarna fá fim- tíu pundin ,sem þér hétuð mér.” “Bíðið svolítið við kunningi. Saga yðar virðist vera mjög góð. En mig langar samt að spyrja um fáein atriði. Hafði stóxi maðurinn, sem flerðaðist til Bourke, mikið ör yfir vinstra augað?” “Já, þegar þér minnist á það, þá man eg eftir að hann hafði það, en eg gleymdi að minn- ast á það.” “Það var þá hann! En eruð þér viss um að þetta var Miss Wetherell? Munið eftir að hún hafði þétta slæðu fyrir andlitinu. Gátuð þér séð hvort hár hennar var svart eða brúnt?” “Það var mjög dökt en ekki gat eg séð ná- kvæmlega litinn á því.” “Þér eruð viss um að það var dökt á lit- inn?” “Já, alveg hand viss. Ef þér óskuðuð þess, þá gæti eg lagt eið út á það fyrir réttinum.” “Þetta er alt saman ágætt, vegna þess, að það sannar mér að öll saga yðar er uppspuni. Flýtið yður burt úr þessu húsi, annars fleygi eg yður út, óþokkinn yðar! Mig langar til að taka svo í lurginn á yður að þér munið eftir því alla æfi.” “Reynið ekki slíkar vífilengjur við mig Fáið mér fimtíu pundin mín!” Að svo mæltu dró hann upp skambyssu úr vasa sínum og miðaði henni á mig. En eg greip um úlnlið hans áður en hann fengi meira að gert, og tók skambyssuna af honum, og sló hann svo að hann slengdist flatur ofan í gólfið. “Þorparinn yðar!” hrópaði eg, “hvað haldið þér að eg ætti að gera við yður. Dragnist á fætur og flýtið yður út úr húsinu áður en eg sparka yður út úr því.” Hann skreiddist á fætur og fór að dusta af fötum sínum. “Eg vil fá fimtíu pundin mín,” sagði hann. “Þér skuluð fá meira en þér óskið,” sagði eg og greip í hálsmálið á honum, dró hann gegn um herbergið og forstofuna, og til mestu undr- unar gamla þjóninum, setti eg fótinn svo ær- lega í bakhluta hans að hann valt niður tröpp- urnar og lá eins og drusla úti á stígnum. “Heilla karlinn!” sagði eg. “Bíðið bara eftir þangað til eg kem út, þá skal eg gefa yður ærlega ráðningu, því megið þér treysta.” "* Eg gekk svo aftur inn í borðstofuna, án þess að hugsa framar um hótanir hans. Þeir Weth- erell og Beckenham höfðu báðir séð það frá gluggunum, sem greðist mieð okkur, og spurðu mig nú um það. Eg sagði þeim frá því í stuttu máli, hvað maðurinn hafði sagt mér, og sýndi þeim fram á hversu mikil fjarstæða lygar hans höfðu verið. Mr. Wetherell reis nú úr sæti sínu. “Eigum við nú að fara og tala við Mr. Mc- Murtough?” “Já, það verðum við að gera,” svaraði eg. “Eg skal vera tilbúinn jafnskjótt og þið verðið það.” Stundarfjórðungi síðar sátum við í dag- stofu Mr. McMurtoughs og biðum þess að fá að tala við hann. Tíu mínútum síðar tilkynti þjónn okkar, að hann vildi finna okkur, og fylgdi okkur inn í herbergi hans. Við hittum þar smávaxinn, gráhærðan mann, mjög góðleg- an og fullan af lífi og fjöri. Hann tók við Mr. Wetherell sem gömlum vini og við vorum kynt- ir fyrir honum. “Leyfðu mér að kynna þig vinum mínum, Mr. McMurtough,” sagði Mr. Wetherell — Markgreifinn af Beckenham og Mr. Hatteras. ’ Hann heilsaði okkur með handabandi, og Mr. Wetherell tók að segja frá ernidinu. Niður- staðan varð sú, að Mr. MoMurtough var sam- þykkur ráðagerð okkar, og sagði að sér væri ánægja að lána okur snekkjuna í slíka flerð. “Eg vildi að eg gæti farið með ykkur,” sagði hann, “en því miður er mér það ómögu- legt, en skipið er ykkur velkomið. Eg skal strax senda boð niður að höfninni, að það sé búið undir ferðina og geti lagt af stað í dag. Þið sjáið um vistirnar, eða á 'eg að gera það?” “Við skulum sjá um það alt saman,” sagði Mr. Wetherell. “Eg borga auðvitað allan kostn- aðinn.” “Eins og þér sýnist gamli vinur, ’ svaraði McMurtough. “Hvar liggur skipið?” spurði Wetherell. Eigandinn gaf okkur fréttir um það, og þegar við höfðum þakkað honum innilega fyrir, förum við til að skoða skipið. Það var fullgert skip, eitthvað hundrað smálestir að stærð og ágætis skip í alla staði. Við fengum okkur bát og rierum út að því. Skipstjórinn var í káetu sinni, er við komum um borð og sagði Mr. Weth- erell honum erindi okkar og fókk honum bréf eigandans. Hann las það og sagði svo: “Eg er fús að þjóna yður herrar mínir. — Samkvæmt bréfi eiganda má engan tíma missa, og með yðar leyfi ætla eg að gefa skipanir um að farið sé að undirbúa ferðina tafarlaust.” “Pantið öll þau kol, sem þér þurfið og segið britanum, a hann kaupi alt sem þarf. Allir reikningarnir verða sendir mér.” “Það skal verða gert, Mr. Wetherell. — Hvenær verið þið tilbúnir?” “Strax og þér eruð það. Gæti það orðið síðari hluta dagsins í dag?” “Það verður örðugt, en eg skal gera alt, sem eg get. Það megið þér vera vissir um.” “Já, því trúi eg. Það er líka mjög þýðing- armikið að við komumst sem fyrst af stað. Nú ætlum við að fara í land og kaupa ýmislegt. Þjónar mínir munu síðar flytja farangur okkar um borð.” “Eg skal láta gera klefana reiðúbúna fyrir ykkur.” Því næst fórum við frá borði og rerum í land. Er við stigum í land spurði Mr. Wetherell, hvað við ættum helzt að gera.” “Væri ekki bezt að fara ypp í bæinn og kaupa riffla og skotfæri? Við getum látið senda þetta strax um borð, og spara þannig tímann.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.