Heimskringla - 02.01.1946, Blaðsíða 7

Heimskringla - 02.01.1946, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 2. JANÚAR 1946 HEIMSKRINGL/ 7.S1ÐA 150 ÁRA MINNING SKÚLA FóGETA Eftir S. K. Steindórs Framh. 1 vikublaðinu “Fjallkonan” árið 1889, er prentuð æfisaga Skúla, er hann samdi sjálfur á dönsku, en Jón Grunnvíkingur sneri á íslensku og bætti ýmsum skýringum við. Nær frásögn þessi þó ekki nema til ársins 17- 49, er Skúli varð landfógeti, en þá má næstum segja að hin óvenjulega saga hans hefjist, Hafði ritsjóri Fjallkonunnar, Valdimar heitinn Ásmundsson í hyggju að prjóna neðan við þetta æfisöfubrot, og rita sögu hans alla, en ekki mun honum hafa unnist tími til þess. Einn maður öðrum fremur: Jón próf. Aðils, hefur gert sitt til að minning Skúla sé í heiðri höfð rheð þjóð vorri. Árið 1896 kom út eftir hann á vegum Bók- mentafjelagsins, æfisaga Skúla. Og í fyrirlestra- safni hans, “Dagrennig”, er einnig þáttur um hann. En svo árið 1911, á 200 ára afmæli Skúla, kom æfisaga hans enn á ný út, eftir próf. Jón, utnrituð og allmiklu fullkom- nari, en sú fyxri. Þá kemur Skúli og að sjálfsögðu mikið við Ein- okrunar-sögu sama höfundar. 1 hinum gagnmerku ritum Þorv. Th. Landfræðisögunni og Lýs- ing íslands, kemur Skúli víða við sögu. Þá má og geta þess, að í bókinni: Vormenn Islands, bls. 9 1.36) eftir Bjarna kennara Jónsson, er glögg og vél sögð saga Skúla fógeta. Einnig er margt um hann að finna í Sögu íslendinga, og fleiri ritum, þannig t. d. í Árbókum Espólíns, og öðrum Annálum. En þar sem fæst þessara rita eru handbær meginþorra þjóðar- innar, hefir mér dottiðí hug, að koma ritgerð þessari á framfæri i fjöllesnasta riti ísl.: Lesbók Morgunblaðsins, ef vera mætti, að eitthvað kynni að Vera þar, sem ekki væri öllum ljóst áður. En þó einkum ef það gæti orðið til þess, að ýmsir létu ekki hér við sitja, en kyntu sér nánar líf og starf Skúla fógeta. Því það er ment og máttur allra þjóða, að meta sína beztu afreksmenn. Skúli Magnússon fæddist 12. des. árið 1711, að Garði í Keldu- hverfi. Var hann að ætterni óvenjulega hreinræktaður Norð- lendingar. Ósvikið norðurstranda stuðlaberg er stóð á traustum ættarmerg. Það má kallast kynleg tilviljun að þessi alnorðlenski maður, skyldi eiga megin þáttinn í grundvöllun og stofnsetningu okkar kæru höfuðborgar. Ein- kum þegar þess er gætt, að for- feður hans höfðu í mörg hundruð ár verið ótrúlega staðbundnir við ákveðið hérað norðanlands. Skúli var af prestaættum kominn mann fram af manni. En eins og eðlilegt er, flytjast prestarnir einatt landshlutanna á milli; eru því prlcstaættirnar sjaldan mjög héraðsbundnar. Mætti ef til vill af átthagatrygð þeirra forfeðra Skúla, ráða óvenjulega sterka skaphöfn og einbeittni. Kosti sem komu svo glæsilega í ljós hjá honum. Þó að Þingeyingum hlotnaðist sá heiður, að Skúli skyldi fæðast meðal þeirra, og sliti barnsskón- um í því héraði, þá varhann ein- ungis efnilegur unglingur, en óráðin gáta, er hann hvarf á brott þaðan, og spor hins mikla athafnamanns, sem mótuðu nýj- an tíma, liggja öll utan takmarka þess héraðs. Eh meginættarstuð- lar Skúla voru skagfirskir, langt aftur í aldir, eins og lítillega mun gerð grein fyrir. Magnús Jónsson, er kallaður hinn “gamli” var merkisprestur um 40 ára skeið, frá 1622 á Mæli- felli í Skagafirði. Langafi hans hét Brandur Helgason, og var kallaður “Fljóta Brandur”; var hann mektar maður á dögum Jóns biskups Arasonar og bafði “Fljóta-umboð”. En langafi Brands var Þorsteinn Magnús- son, af ríkismannakyni, og er hann gifti sig árið 1427, gaf Loft- ur ríki honum jörðina Holt í Fljótum. Hvort frændsemi hefir verið með þeim Lofti og Þor- steini eða Ólöfu konu hans, er mér ekki kunnugt, en vera kynm og, að Þorsteinn hafi verið einn INNKÖLLUNARMENN HEIMSKRINGLU Á ISLANDI Reykjavík------Björn Guðmundsson, Reynimel 52 í CANADA Antler, Sask------------K. J. Abrahamson, Sinclair, Man. Árnes, Man-------------Sumarliði J. Kardal, Hnausa, Man. Árborg, Man...........A................,_G. O. Einarsson Baldur, Man--------------------------------- O. Anderson Beökville, Man.---------Björn Þórðarson, Amaranth, Man. Belmont, Man...............................G. J. Oleson Cypress River, Man......................Guðm. Sveinsson Dafoe, Sask--------------O. O. Magnússon, Wynyard, Sask. Ebor Man-----------------K. J. Abrahamson, Sinclair, Man. Elfros, Sask..................—Mrs. J. H. Goodmundson Eriksdale, Man................. ........ólafur Hallsson Fishing Lake, Sask------------Rósm. Árnason, Leslie, Sask. Foam Lake, Sask--------------Rósm. Árnason, Leslie, Sask. Glmli, Man...............................__K. Kjernested Geysir, Man-----------------------------G. B. Jóhannson Glenboro, Man.............................. G. J. Oleson Hayland, Man............................Sig. B. Helgason Hecla, Man...........................Jóhann K. Johnson Hnausa, Man..............................Gestur S. Vídal Innisfail, Alta--------Ófeigur Sigurðsson, Red Deer, Alta. Kandahar, Sask-----------O. O. Magnússon, Wynyard, Sask. Keewatin, Ont..........................Bjarni Sveinsson Langruth, Man...........................Böðvar Jónsson Leslie, Sask..........................Th. Guðmundsson Lundar, Man.................................D. J. Líndal Markerville, Alta-----Ófeigur Sigurðsson, Red Deer, Alta. Morden, Man.-------------------------Thorst. J. Gíslason Mozart, Sask ----------------------------Thor Ásgeirsson Narrows, Man------------------S. Sigtfússon, Oakview, Man. Oak Point, Man.........................Mrs. L. S. Taylor Oakview, Man...._.......................... S. Sigfússon Otto, Man-----------------Hjörtur Josephson, Lundar, Man. Piney, Man...................................S, V. Eyford Red Deer, Alta.......................-Ófeigur Sigurðsson Riverton, Man..........................Einar A. Johnson Reykjavík, Man..........................Ingim. ólafsson Selkirk, Man-------------------------Mrs. J. E. Erickson Silver Bay, Man....................................Hallur Hallson Sinolair, Man........................K. J. Abrahamson Steep Roek, Man............................Fred SnædaJ Stony Hill, Man----------Hjörtur Josephson, Lundar, Man. Tantallon, Sask.........................Árni S. Árnason Thornhill, Man----------Thorst. J. Gíslason, Morden, Man. Víðir, Man-------------------Aug. Einarsson, Áfborg, Man. Vancouver, B. C-------Mrs. Anna Harvey, 4487 Quebec, St. Wapah, Man---------------Ingim. Ólafsson, Reykjavík, Man. Winnipeg-----S. S. Anderson, 800 Lipton St. Winnipeg, Man. Winnipegosis, Man............................. S. Oliver Wynyard, Sask...........................Ö. Ö. Magnússon í BANDARIKJUNUM Akra, N. D-------------Björn Stevenson, Akra P.O., N. D. Bantry, N. Dak----------- E. J. Breiðfjörð, Upham, N. D. Bellingham, Wash. .. Mrs. Jóhn W. Johnson, 2717 Kulshan St. Blaine, Wash......................Magnús Thordarson Cavalier, N. D--------Björn Stevenson, Akra P.O., N. D. Crystal, N. D--------C. Indriðason, Mountain P.O., N. D. Edinburg, N. D-------C. Indriðason, Mountain P.O.’, N. D. Gardar, N. D--------C. Indriðason, Mountain P.O.,’ N. D. Grafton, N. D-------C. Indriðason, Mountain P.O., N. D. HaUson, N. D-----------Björn Stevenson, Akra P.O.’, N. D. Hensel, N. D--------- C. Indriðason, Mountain P.O., N. D. Ivanhoe, Minn-------Miss C. V. Dalmann, Minneota, Minn Milton, N. Dak...........................S. Goodman Minneota, Minn....................Miss C. V. DaJmann Mountain, N. D-------C. Indriðason, Mountain P.O., N. D. National City, Calif.....John S. Laxdal, 736 E. 24th St. Pömt Roberts, Wash.....................Ásta Norman beattle, 7 Wash------J. J. Middal, 6522 Dibble Ave., N.W. Upham, N. Dak..........................E. j. Breiðf jörð The Viking Press Ltd. Winnipeg Manitoba af sveinum Lofts. — Má af þessu sjá, að forfeður Skúla voru eng- ir nýgræðingar í Skagafirði. iSéra Magnús á Mæliíelli, var tvíkvæntur, og var fyrri kona hans Ingunn systir Þorláks Hóla- biskups Skúlasonar. Áttu þau 6 börn, en einungis hið elzta þeirra kemur hér við sögu; var það Skúli prestur í Goðdölum, sem einnig hafði viðurnefnið ‘gamli’. Séra Skúli virðist hafa verið bráðþroska, því er hann var 13 ára að aldri, fór hann í Hólaskóla og útskrifaðist þaðan eftir 6 vetra nám. En að því búnu gerð- ist hann um tveggja ára tíma sveinn Þorláks biskups móður- bróður síns. 22ja ára gamall var hann vígður aðstoðar-prestur að Goðdölum, til séra Sigurðar Jónssonar, og gegndi því starfi í 17 ár, þar til hann varð eftirmað- ur séra Sigurðar. Hann var svo mikill og orðlagður ræðumaður, að fólk þyrptist að langar leiðir til að hlýða á kenningar hans. Slagir Espólín í Skagfirðingasögu sinni, að séra Skúli hafi verið mikilhæfur í mörgum greinum. Tvö síðustu æfiár sín var hann mjög hrumur, en svo var þrekið mikið, að hann prédikaði að kalla mátti fram í andlátið, sitj^ndi á hægindi 'í prédikunarstólnum. Séra Skúli andaðist í des. 1711, um líkt leyti og Skúli fógeti fæddist, sem heitinn var s eftir þessum langafa sínum. Hafði séra Skúli þá verið prestur í 66 ár, en var 88 ára gamall. Kona hans var Arnþrúður Björnsdótt- ir, frá Viðvík í Skagafirði. Þrjú af börnum þeirra náðu þroska- aldri, en einungis séra Einars, er lengi var prestur að Garði í Kelduhverfi, verður getið hér. Séra Einar fæddist árið 1645, og er honum óx þroski gekk hann í Hólaskóla, en að loknu námi gerðist hann um tveggja ára tíma, biskupssveinn frænda síns, Gísla biskups Þorlákssonar á Hólum, sem vígði hann prest að Garði, árið 1669. Hann and- aðist árið 1742, 97 eða 98 ára gamall, og hafði þá átt heima í Garði í 71 ár, en prestsvígslu hafði hann haft í 73 ár, og mun það áreiðanlega vera næsta fá- títt. Hefir hár aldur verið kyn- fylgja þeirra frænda. Séra Einar var mikill mælsku- maður, orðlagður gáfumaður og betur mentaður en þá tíðkaðist; auk latínu og grísku var hann einnig vel áð sér í austurlanda- málum svo og þýzku. Nokkuð fékst hann við ritstörf, en ekkert 1 af því mun hafa verið prentað. JURTA SPAGHETTI Hin nýja eftirsókn arverða jurt Fín, rjómahvít sem vex eins sveppur oe er um 8 þl. Tínið á- vöxtinn þegar hann er _____ þroskaður, sjóðið hann heilann í suðu-heitu vatni í 20 minútur. Sker- ið síðan eins og myndin sýnir og munuð þér þá verða var mikils efn- is, mjúku á bragð og líku spaghetti, sem hægt er að geyma og bæta að bragði eða gerð að mat á annan hátt. Vertu viss um að sá þessari góðu jurt og panta nú. Pk. 10e 3 pkr. 250, póstgjald 30. FRÍ—Vor stóra útsœðisbók fyrir 1946 Enn sú fullkomnasta 87 DOMINION SEED HOUSE Georgetown, Ontario Ungmennafræðari og kennari góður var séra Einar, og hinn mesti mannkostamaður í hví- vetna. Hafði hann hin farsæl- ustu áhrif, á hið óþjála æskugeð, sonarsonar síns, Skúla fógeta. — Fyrrikona séra Einars var Guð- rún dóttir séra Hallgríms í Glaumbæ, Jónssonar. Og varð þeim 12 barna auðið. Elztur þeirra barna, var hinn frábæri gáfumaður, skáld og rithöfund- ur, Jón Einarsson, heyrari — kennari, fyrst í Skálholti og seinna á Hólum. Andaðist hann aðeins 35 ára gamall, rétt um þær mundir sem hann átti að taka við skólameistaraembætt- inu á Hólum. Hefir sumt af rit- um hans og kveðskap verið prentað. Seinni kona Einars var einnig Skagfirðingur: Guðrún Gríms- dóttir frá Viðvík, en börn áttu þau ekki. Víst hefði séra Einar, verðskuldað, að hans hefði verið ítairlegar minst á þessu 300 ára afmæli hans, en hér eru tök á að gera. Næstelztur af börnum séra Einars var Magnús, er prestur var á Húsavík árin 1715—1728, en þar áðuir hafði hann verið að- stoðarprestur í Garði hjá föður sínum um hríð. Lýsir Skúli föð- ur sínum á þá leið, að hann hafi verið gáfaður vel, allvel lærður, lögfróðuir vel, töluvert hagmælt- ur og búhöldur mikill. Hann átti í jarðkaupum og hafði umsvif mikil, en hafði þungt heimili og mikinn kostnað, svo auðugur var hann ekki, er hann druknaði á bezta aldri, í ársbyrjun 1728, er hann var að sækja rekavið, og brökk útbyrðis af bát. Nokkuð fékst séra Magnús við ritstörf, samdi reikningsbók og ýmisllegt fleira, en ekkert af því hefir verið prentað. Kona séra Magnúsar var Odd- ný dóttir Jóns bónda Árnasonar í Keldunesi, en móðir hennar var Guðrún Gunnarsdóttir Hólaráðs- manns Egilssonar prests í Hofs- þingum í Skagafirði. Kemur enn að hinu sama, að forfeður Skúla, eru einkennilega staðbundnir við Skagaf j arðarhérað. Jón í Keldunesi var sonar-son- ur hins alkunna mlerkismanns, Bjöms Magnússonar á Laxamýri og var Jón þannig 8. liður karl- leggs frá Lofti ríka. í æfisögu sinni segir Skúli um þennan móð- urföður sinn: “Og veit eg ekki að hverju leyti hann er merkur maður, nema hann var ríkur bóndi, og lét ekki hlut sinn fyrir neinum”. — Leynir það sér ekki að Skúla hefir þótt sá eiginleiki all þýðingarmikill. Oddný þótti fremri flestum öðrum konum, kvenskörungur og mesti dugnað- arforkur. Börn þeirra Oddnyjar og Magnúsar prests, voru 7 er til aldurs komust en 2 dóu í æsku. Jón próf. Aðils telur Skúla verið hafa elztan þeirra barna, en vafasamt er hvourt það er rétt, því Skúli s'egir þannig, í æfisögu sinni: (Þar talar hann æfinlega um sig í 3. persónu). “Skúli er fæddur sem fyr er sagt 12. des. 1711. Hann verður að játa sjálf- ur, að hann man ekkert um þann merkisatburð. Það man hann fyrst, að bömin voru mörg í stof- unni í Húsavík og lenti í rifrildi Frh. á 8 bls. Professional and Business Directory ——= OrncE Phoni Res. Phoni 94 762 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 116 MEDICAL ARTS BLDG. Office hours by appointment Dr. S. J. Jóhannesson 215 RUBY ST. Beint suður af Banning Talsimi 30 877 Viðtalstími kl. 3—5 e.h. J. J. Swanson & Co. Ltd. REÁLTORS Rental. Insurance and Financial AgenU Sími 97 538 308 AVENUE BLDG.—Wlrmlpeg THE WATCH SHOP CARL K. THORLAKSON Diamond and Wedding Rings Agent for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 SARGENT AVE H. HALDORSON BUILDER 23 Music and Arts Studios Broadway and Carlton Phone 93 055 Winnipeg, Canada CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. Office Phone 26 328 Res. Phone 73 917 ÁSGEIRSON’S PAINTS, WALL PAPER AND HARDWARE 698 SARGENT AVENUE Winnipeg, Man. Telephone 34 322 WINDATT COAL Co. LIMITED Established 1898 307 SMITH STREET Office Phone 97 404 Yard Phone 28 745 THE BUSINESS CLINIC specialize in aiding the smaller business man to keep adequate records and prepare Income Tax Returns. ANNA LARUSSON 415 Mclntyre Blk. Ph. 92 316 r' / • • rra vmi PRINC|ESS MESSENGER SERVICE Við flytjum kistur og töskur, húsgögn úr smœrri íbúðum og húsmuni af öllu tœi. 58 ALBERT ST. ~ WINNIPEG Sími 25 888 C. A. Johnson, Mgr. A. SAEDAL PAINTER & DECORATOR ★ Phone 23 276 ★ Suite 4 Monterey Apts. 45 Carlton St., Winnipeg DR. A. V. JOHNSON DENTIST 506 Somerset BldQ. Office 97 932 Res. 202 398 ANDREWS, ANDREWS, THORVALDSON & EGGERTSON Lögfrœðingar Bank of Nova Scotia Bldg. Portage og Garry St. Simí 98 291 DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar m TOKONTgr.EN. TRUSTS Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 96 952 WINNIPEG H. J. PALMASON & Co. Chartered Accountanta 1103 McARTHUR BLDG. PHONE 94 358 Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave., Phone 27 989 Fresh Cut Flowers Daily. Plants ln Season We apecialize in Wedding & Concert Bouquets & Funeral Designs Icelandic spoken A. S. BARDAL aelur likkistur og annast um útfar- lr. Allur útbúnaður sá besti. Ennfremur selur hann allstconar minnisvarða og legsteina. 843 SHERBROOKE ST. Phons 27 324 Winnipeg Union Loan & Investment COMPANY Rental, Insurance and Finandal Agents Simi 95 061 510 Toronto General Trusts Bldg. GUNDRY-PYMORE Ltd. British Quality - Fish Netting 60 Victoria St., Winnipeg, Man. Phone 98 211 Manager: T. R. THORVALDSON Your Patronage Will Be Appreciated Halldór Sigurðsson Contractor & Builder ★ 594 Alverstone St., Winnfpeg Sími 33 038 FINKLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS KENSINGTON BLDG., 275 Portage Ave. Winnipog PHONE 93 942 DR. CHARLES R. OKE * TANNLÆKNIR 404 Toronto Gen. Trust Bldg. 283 Portage Ave., Winnipeg Phone 94 908 'JORNSONS VOOKSTOREI T.bflvj 702 Sargent Ave., Winnipeg,

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.