Heimskringla - 02.01.1946, Blaðsíða 8

Heimskringla - 02.01.1946, Blaðsíða 8
4 HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 2. JANÚAR 1946 8. SIÐA FJÆR OG NÆR MESSUR t ÍSLENZKU SAMBANDSKIRKJUNUM Messur í Winnipeg Séra Philip M. Pétursson messar við báðar guðsþjónustur Sambandssafnaðar í Winnipeg n. k. sunnudag, kl. 11 f. h. á ensku, og k.l 7 e. h. á íslenzku. Söng- flokkarnir korna saman á æfing- ar á hverju miðvikudagskvöldi og föstudagskvöldi. — Sækið messur Sambandssafnaðar. * ★ * Kvenfélag Sambandssafnaðar heldur fund þriðjudaginn 8. jan. kl. 8 e. h. að heimili Mrs. B. E. Johnson, 1059 Dominion St. *r ★ *• Hjalti Tómasson flugmaður er staddur hér í borginni, hann hefir dvalið í Tulsa, Oklahoma, um nokkurn tíma, þar sem hann var að fullnema sig í fluglist. Áform hans mun vera nú að hverfa heim til íslands um næstu mánaðamót, flugleiðis. * ★ * Meðtekið í útvarpssjóð Hins Sameinaða Kirkjufélags Böðvar Jónsson, Langruth, Man.--------$1.00 “Vinkona” Banning St., Winnipag, Man. ------- 1.00 Mr. og Mrs. I. Sigurðson' Lundar, Man.. ________ 1.00 Mr. og Mrs. Th. Gíslason, Steep Rock, Man.------ 2.18 Thorsteinn Bergmann, Geysir, Man.---------- 1.00 Með kæru þakklæti, Páll S. Pálsson —796 Banning St., Winnipeg Misritaðist í seinasta nafna- lista: Mr. og Mrs. O. J. Johnson, Steep Rock, $2.00, átti að vera Mr. og Mrs. O. J. Olson. ★ ★ ★ Enn er vitinn kyntur 1 fimtíu o^sjö ár hefir Arin- björn S. Bardal kynt vita á gamlárskvöld í Winnipeg, hefir hann gert það sjálfur, að undan- teknu einu ári, og þá var hann veikur í rúminu, en fékk son sinn, ArinJbjörn, — sem betur er þektur af nafninu “Gerry”, til þess að tendra vitann. Allir sem sóttu miðnætur-messu í Sam- bandski|rkjunni s. 1. gamlárs- kvöld, horfðu með hrifningu á bál Arinibjarnar, og mintust um leið láranna undanförnu þegar vitinn brann framundan kirkju- dyrunum, um miðnætti. — Þjóð- rækni og þjóðsiðir eru marg- þættir. — Beztu þakkir, Arin- björn. ★ * * Jón Sigurðsson félagið heldur fund á fimtudaginn 3. jan. í Free Press Board Room 2. Áríðandi að allir meðlimir sæki þennan fund. Frekari upplýsingar við- víkjandi samkvæminu fyrir ísl hermenn verða lagðar fyrir fundinn. * * * Séra Runólfur Marteinsson hefir útvarpað þrjá undanfarna daga morgun - guðsþjónustum yfir Watrous-kerfið og heldur því áfram út þessa viku, kl. 9.45 að morgni. Stendur CBC út- varpsfélagið fyrir þessu og Na- tional Religious Council. ★ ★ ★ Icelandic Canadian Evening School Mr. G. L. Jóhannson flytur erindi, “Industrial Proghess in Iceland”, þriðjudagskveldið 8. jan. kl. 8 e. h. Islenzku kenslan byrjar kl. 9. Aðgangur fyrir þá sem ekki eru innritaðir 25c. * ★ * Mrs. J. B. Skaptason, 387 Maryland St., sem hér hlefir út- sölu Hlínar með höndum, biður að geta þess, að hana skorti 27. og 28. árgang ritsins, en hún hafi nokkrar pantanir fyrir þeim. Ef einhverjir hér hefðu þessa ár- ganga og vildu selja þá í svip, þætti henni sér greiði ger með því að láta sig vita það. ★ ★ ★ Gjafir í námssjóð Miss Agnes Sigurðson Dr. og Mrs. S. E. Björnsson $5.00 Mrs. Jón Borgfjörð -----— 2.00 Mr. Böðvar Jakobsson----- 5.00 Mr. Franklin Pétursson — 3.00 Mr. og Mrs. J. J. Swanson 25.00 'Mr. & Mrs. Pétur Anderson 25.00 Dr. og Mrs. S. O. Thompson, RiVerton, Man 10.00 Þjóðræknisdeildin “Brúin”, Selkirk, Man Mr. og Mrs. T. L. Hall- 10.00 grímsson 25.00 Samtals $110.00 Áður kvittað fyrir $901.00. Með þakklæti. F. h. nefndarinnar, G. L. JÓhannson, féhirðir ★ ★ ★ Séra Runólfur Marteinsson, sem guðsþjónustur flutti hjá Ar- gyle-söfnuðum yfir hátíðirnar, sagði í viðtal við Hkr., að Argyle söfnuðir hefðu kallað prest að heiman, er Robert Jack heitir og er prestur í Breiðdalsvík á ís- landi. Hann er skozkrar ættar, auðmannssonur, er heim til ís- lands fór sem íþróttakennari. — Varð hann svo hrifinn af Islandi, að hann tók að læra íslenzka Matreiðslubók Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir sendist til Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feld- sted, 525 Dominion St. Verð $1.00. Burðargjald 5^. ★ ★ ★ Lúterska kirkjan í Selkirk (Sunnud. 6. jan. — Sunnu- dagaskóli kl. 11 f. h. Ensk messn kl. 7e. h. Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson tungu, gekk svo á prestaskóla Islands og er nú þar þjónandi prestur og giftur íslenzkri konu. Hann hefir lofað Argyle-söfnuð- um að senda fullnaðarsvar í þessum mánuði. ★ ★ ★ Boðsbréf Good Templara stúkurna: Hekla og Skuld, halda upp á sitt afmæli til samans þ. 7. þ. m (næsta mánudag). Þangað er boðið öllum Good ♦ COUNTERSALESBOOKS Kaupmenn og aðrir sem þannig lagaðar bækur nota, geta fengið þær með því að snúa sér til vor. Allur frágangur á þessum bókum er hinn vandað- asti. Spyrjist fyrir um verð, og á sama tíma takið fram tegund og fjölda bókanna sem þér þarfnist. The Viking Press Limited 853 Sargent Ave. Winnpieg, Man. 3MÍ Templurum, og það er ætlast til þess, að bræður eða systur, komi með börnin sín, sem hafa komið heim úr stríðinu, hvert það heyrr ir til Reglunni eða ekki. Sumt af því fólki verður á skemtiskránni m. fl. Mánudaginn þ. 7. jan. 1946, kl. 8 e. h. Látum oss fagna nýja ár- inu í Good Templara salnum. 1 Nefndin ★ ★ ★ Sigurður S. Anderson, 800 Lipton St., hefir tekið að sér inn- köllun fyrir Hkr. í Winnipeg. Áskrifendur eru beðnir að minn- ast þessa og frá þeirra hálfu gera honum starfið sem greiðast. — Símanúmer hans er 28 168. ★ ★ ★ Heimskringla er beðin að geta þess, að þriðja bindi Sögu Is- lendinga í Vesturheimi fáist hjá: Hirti Hjaltalín, Mountain, N. D. Guðm. Lambertsen, Glenboro, Man. TILKYNNING Samkvæmi fyrir hermenn Þess var getið fyrir skömmu að Jón Sigurðsson félagið, með aðstoð Icealndic Canadian Club er að efna til samkvæmis til þess að heiðra þá af íslenzkum stofni sem hafa verið í herþjónustu, og í til þess að bjóða þá vlelkomna heim. Það er mjög ánægjulegt hve undirtektir almennings þessu viðvíkjandi hafa verið al- úðlegar og uppörfandi á allan hátt. íslendingum finst sjálf- sagt að gera alt sem í þeiirra valdi stendur til þess að láta þetta fólk finna hlýleikann, þakklætið og gleðina sem ríkir í hugum allra við heimkomu þeirra. Enda er það óefað áform félaganna og almennings yfir- leitt að gera þetta mót virðulegt og ánægjulegt í alla staði, því “Ekkert er of gott fyrir þetta fólk sem befiir þjónað og barist fyrir land og þjóð”, hljómar á hvers manns vörum. í fyrstu var ákveðið að halda samsætið á Marlborough Hotel, 15. jan., en sökum þess hve f jölda' margir hafa látið í ljósi ósk sína að taka þátt í þessari heiðurs- viðurkenningu, hefir nefndin tekið það ráð að leigja stsarsta veizlusal Winnipeg borgar. Sam- kvæmið fer því fram í Royal' Al'axandra hótelinu, mánudags-1 kveldið 18. febrúar, n. k., en það' er fyrsta kveldið sem þar var fá- anlegt. Með því að þessi breyt- ing var gerð gefst almenningi tækifæri að koma þetta kveld og gleðjast með unga fólkinu okkar1 og láta í ljósi gleði sína yfir heimkomu þess. Boðsbréf (sem gilda fyrir tvo gesti) verða send til allra þeirra af ísl. stofni sem hafa v'erið í herþjónustu í hinu nýafstaðna stríði, og sem staddir verða í Winnipeg þetta áminsta kveld, svo framarlega sem n'efndin fær Hórsnyrting — beztu aðíerðir AMBASSADOR Beauty Salon 257 KENNEDY ST. sunnan við Portage Talsími 92 716 S. H. Johnson, eig. Central Dairies Limited Kaupa mjólk og rjóma Areiðanleg og íljót skil Telephone 57 237 121 Salter St. — Winnipeg Eric A. Isfeld, ráðsmaður vitneskju um nöfn þeiirra og heimilisfang. Veitið athygli breytingu á deginum, og gleymið ekki að senda nöfnin sem fyrst til Mrs. J. B. Skaptasón, 378 Maryland St., Winnipeg. 150 ÁRA MINNING SKÚLA FÓGETA Frh. frá 7. bls. út af einhverju. Skúli þóttist hafa á réttu að standa, en barn- fóstran tók hann og sagði faðir hans að það væri rétt gert: “Því aðýiann kúgar alla hina krakk- ana”. — Virðist það fremur benda til þess, að Skúli hafi verið meðal yngri systkinanna fyrst “börnin voru mörg” er hann man fyrst eftir sér. Af frásögn þessari má einnig ráða, að snemma hefir Skúli verið nokkuð ráðríkur, en einkum kemur þó fram einibeitni sú, sem einkendi hann svo mjög í dáðríku æfistarfi. 1 æsku þótti Skúli vtera ódæll og mikill fyrir sér, er það raun- ar oft einkenni þrekmikilla ungl- inga. En af þeim orsökum var honum, er hann var 10 ára gam- all, komið í fóstur til afa síns, séra Einars í Garði. Hugði Skúli gott til þessarar nýbreytni og mun hafa talið, að séra Einar, sem þá var orðinn maður háaldr- aður, myndi ekki geta haft hemil á ærslum sínum og bernskubrek- um. En það fór á aðra lund. — Heima var hann vanur ströngum aga, sem ekki hefir átt vel við hinn tápmikla og geðríka ungl- ing. — Séra Einar var einstakt göfugmenni, og tók Skúla öðrum tökum, var mildur og umburðar- lyndur, en vandaði um við hann, með stillingu og festu. Tókst honum að vinna trúnað og ein- læga vináttu drengsins, og fékk Skúli svo miklar mætur á afa sínum, að hann vildi alt gera að hans vilja. Einnig mun séra Ein- ar, hafa kent Skúla bókleg fræði. Eftir þriggja ára dvöl í Garði, hvarf Skúli aftur heim til for- eldra sinna, en fljótt þótti sækja í sama horfið með óstýrilæti hans. Ráðlagði séra Einar þá að halda honum fast að vinnu, tók Magnús prlestur því feginshendi, þótti Skúli duglegur til verka, ÞEGAR BARÐANUM “HERCULES” VAR HLEYPT AFSTOKKUM Lady Cripps, kona Sir Stafford Cripps þingmanns í brezka þinginu, framkvæmdi skímarathöfnina, þegar hinum tröllaukna barða “Hercules” var hleypt af stokkunum ekki alls fyrir löngu. Barðinn er sýndur hér á myndinni er hann rennur í sjó fram. The SWAN MFG. Co. Manufacturers of SWAN WEATHER-STRIP 281 JAMES ST., WINNIPEG Phone 22 641 Halldór M. Swan, eigandi Thos. Jackson & Sons LIMITED COAL — COKE BRIQUETTES Phone 37 071 (Priv. Exch.) 370 Colony St. Winnipeg "Tons of Satisfaction" Talsími 95 826 Heimilis 53 893 DR. K. J. AUSTMANN Sérfræðingur í augna, eyrna, nefs og kverka sjúkdómum 704' McARTHUR BLDG. Cor. Portage & Main Stofutími: 4.30 til 6.30 laugardögum 2—4 Jarðarberja Plöntur Ljúffengt, sœtt og lystugt Suðurlanda ávöxt- ur sem bæði er ávaxtaríkur og fagur til hýbýla skrauts. — Þakin blómum og ávöxt- um samtímis. — Blómin snjóhvít og angandi. Á- vöxturinn á stærð volhnotu, rauður að lit og lúffeng- ur, borðist hrár eða í jelly. Vex upp af fræi, og byrjar snemma að blómstra. (Pk. 25<f) (3 pk. 50<) póstfrítt. FRÍ—Vor stóra útsœðisbók fyrir 1946 Enn sú fullkomnasta 81 DOMINION SEED HOUSE Georgetown, Ontario og vann öll algeng störf, til lands og sjávar, um nokkurt skeið. Framh. FRÉTTIR FRÁ ÍSLANDI Bretar tilkynna að þeir hætti að kaupa frystan fisk frá íslandi Ríkisstjórn Islands barst í gærkvöldi fregn frá sendiherra Islands í London, þess efnis, að forstjóri fiskideildar brezka mat- vælaráðuneytisins hefði tilkynt honum, að vegna þess að horfur séu á mikilli aukningu fisk- magns í Bretlandi, hafi ’verið á- kveðið að hvorki brezka mat- vælaráðuneytið né einstáka brezk firmu muni kaupa frosinn fisk frá Islandi á árinu 1946. —Mbl. 14. des. ★ ★ ★ Ljóð Káins komin út Bókfellsútgáfan hefir nú sent frá sér hina nýju heildarútgáfu af ljóðum Kristjáns N. Júlíusar, eða Káins, eins og alþýða manna nefnir hann. Er útgáfa þessi öll hin prýðilegasta, bandið mjög fallegt, pappír og prentun ágæt. Richard Beck ritar um skáldið, og sr. Haraldur Sigmar rit'ar nokkrar minningar um það. Bók- in er 304 blaðsíður að stærð í allstóru broti og hefir að geyma alt sem til náðist af ljóðum þessa MESSUR og FUNDIR i kirkju Sambandssafnaðar Prestur, sr. Philip M. Pétursson, Ph.B., B.D. 640 Agnes St. Sími 24 163 Messur: á hverjum sunnudegi Kl. 11 t. h. á ensku Kl. 7 e. h. á íslenzku. Safnaðarnefndin: Fundir 1. föstudag hvers mánaðar. Hjólparnefndin: Fundir fyrsta mánudagskveld i hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðjudag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Ungmennafélagið: — Hvert sunnudagskveld kl. 8.30. Skátaflokkurinn: Hvert mið- vikudagskveld kl. 6.30. Söngœfingar: Islenzki söng- flokkurinn á hverju föstu- dagskveldi. Enski söngflokkurinn á hverju miðvikudagskveldi. Sunnudagaskólinn: Á hverjum sunnudegi, kl. 3 e. h. MINNIS7 BETEL í erfðaskrám yðar ‘ Sherbrook Home Bakery 749 Ellice Ave., Winnipeg (milli Simcoe & Beverley) Allar tegundir kaffibrauðs. Þar er bezt að panta til jólanna. Vigfús Baldvinsson & Son, Sími 37 486 eigendur vinsæla kímnis- og tregaskálds, því hvorutveggja er Káinn í senn og má oft finna að kimni hans er tregablandin. Það var okkur Islendingum mikill feng- ur að vera loks búnir að fá heild- arútgáfu af ljóðum þessa mjög svo ástsæla skálds, því hingað til hafa þau mest gengið mann frá manni og oft nokkuð afbök- uð. Kristján Júlíus var öll sín full- orðinsár í Vesturheimi, en þang- að fluttist hann innan tvítugs- aldurs. Oft hefir hann þó langað heim, eins og ljóð hans bera gleggstan vottinn, þótt fyrir hon- um ætti að liggja að hvíla í fram- andi fold. Set hér eina vísu úr bókinni til marks um kærleik skáldsins til ættjarðar sinnar: Kæra foldin kend við snjó, — hvað eg feginn yrði, mætti holdið hvíla í ró heima í Eyjafirði. Þjóð Kristjáns N. Júlíusar hef- ir unnað ljóðum hans frá því fyrsta, er þau bárust yfir hafið. Og nú eru þau öll komin heim. J. Bn. Hetjusögur Norðurlanda (Þýtt hefir Rögnv. Pétursson). Enn erú nokkur eintök fyrir- liggjandi af þessari vinsælu bók. Þeir sem vilja-eignast hana sendi pöntun til skrifstofu Heimskr. og 35c, verður hún þá send póst- frítt. The Viking Press Ltd. 853 Sargent Ave., Winnipeg The Fuel Situation Owing to shortage of miners, strikes, etc., cer- tain brands of fuel are in short supply. We may not always be able to give you just the kind you want, but we have excellent brands in stock such as Zenith Coke, Berwind and Glen Roger Bri- quettes (made from Pocahontas and Anthracite coal), Elkhorn and Souris Coal in all sizes. We suggest you order your requirements in advance. MC^URDY Q UPPLY^O.Ltd. ^^BUILDERS'SUPPLIES ^and COAL PHONES 23 811 — 23 812 1034 ARLINGTON ST.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.