Heimskringla - 09.01.1946, Blaðsíða 5

Heimskringla - 09.01.1946, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 9. JANÚAR 1946 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA eksturs milli hins gamla og hins nyja. Loks sér hún dæmi þess og forspá hvernig Island framtið- arinnar verður enn meir en orðið er mitt í þjóðbraut flugferðanna milli Vestur og Norðurálfu, og laugast því menningarstraumum úr báðum áttum. í formála sínum segist höf- undur hafa leitast við að bregða upp í sögunni mynd af hinum stórfelldu og hröðu breytingum, sem orðið hafa á Islandi á æfi- árum sjálfs hans, eða á síðast- liðnum 50 til 60 árum. Honum hefir tekist það vel innan þeirrar umgerðar, sem sögu hans er snið in. Frásögn hans er bæði raun- trú og skemtileg, og ágætlega við hæfi unglinga, enda hefir hann malrgoft sýnt það áður í ritum sínum, að hann skilur vel sálar- líf þeirra. Sagan er einnig nægi- lega atburðarík og mannlýsing- arnar glöggar; hér eru ekki gerfi- persónur á ferðinni, heldutr lif- andi fólk, eins og orðið hefir og verður á vegi manns á lífsleið- inni. Fallegar náttúrulýsingar eru einnig fléttaðar inn í frá- sögnina, t. d. litarík lýsing á mið- nætursólinni. BRÉF í desember 1945 Hr. ritstj. Stefán Einarsson: Kæri vinur: Eg sendi þér fyrir nokkrum dögum kveðju frá mér og litla bók eftir mig, sem eg hélt að þú hefðir ef til vill gaman af að líta í. Nú stendur svo aflagislega á að upplagið af bókinni varð mjög lítið vegna pappírsskorts og fór svo að íslenzku bókaverzlanirn- a>r keyptu það alt saman eins og það var og verður því ekki eitt einasta eintak af bókinni til sölu hérna megin Atlantshafsins. — Þótti mér þetta leiðnilegt, því eg hafði skrifað textann þannig, að hann væri ætlaður Ameríku- mönnum, en vildi biðja þig, ef svo færi að eitthvað væri minst á bókina í þínu góða blaði, að geta þess að hún muni ekki verða til sölu hér fyrst um sinn til þess að spara Davíð Björnssyni og mér útskýringar á því. Með kærum kveðjum til þín og þinna, Þinn einlægur, Helgi P. Briem safnaðarins og hinnar íslenzku kirkju.—Alþbl. 5. des. * * * Forsetinn gefur fagurt fordæmi Öll þjóðin — og þó sérstaklega við bindindismenn — er í Iþakk- arskuld við forseta Islands fyrir fordaémi það, er hann gaf á kynn- ingarferð sinni nýlega um landið. Hann gerði hvarvetna boð á undan sér og Óskaði þess, að á- fengi yrði ekki haft í veizlum, þar sem tekið ýrði á móti sér. Það var drengilega gert af æðsta manni þjóðarinnar, að ger- ast slík fyrirmynd hennar á þessum tímum eyðslu og bind- indisleysis. För hans um landið hefir á- reiðanlega orðið mönnum mikið ánægjuefni og miðað að því, að auka það vald hans, sem honum réttilega ber hjá þjóðinni. Það er einlæg ósk allra góðra landsins sona og dætra, að for- setinn verði það einingarafl í lífi þjóðarinnar, er geri hana, stjórn- arfarslega, að heilsteyptri þjóð, og um leið farsæla í allri þróun félags-, atvinnu- og menningar- mála.—Einingin, sept. ★ * * Sama útgáfufélag og gaf út Smoky Bay, The Macmillan Co. New York, hefir gefið út þessa nýju bók Steingríms, og er frá- gangur hennar bæði vandaður og snyrtilegur. Hún er einnig skreytt mörgum mjög vel gerð- um myndum eftir Gértrude Howe, sem einnig gerði mynd- irnar í fyrri unglingabók höf- undar. Mæli eg því hið bezta með þessari bók og tel sérstaklega vel fallna til þess að fá hana í hend- ur vestur-íslenzkum æskulýð; 'hún er bæði hollur lestur og lík- leg til að glæða þeim áhuga fyrir Islandi og því, sem íslenzkt er. TIL PRÓF. RICHARD BECK — 17.júní 1944 — Yfir hrönnuð höfin breið heim að ættarlandi leiðstu bláa loftsins leið leifturfleygum gandi. Brimi kniplað band við strönd blasti fyrst við sýnum, en að baki iðgræn lönd með ánna silfurlínum. Þar sem loftsins létti mar ljósum skýjum veltir sindruðu jökla svalhjálmar sólargulli smeltir. Glóðu vogar, fell um fjörð flóð af gcislaúða, stóðu háfjöll heiðursvörð ihljóð í bláum skrúða. ▲ Fanst þér ekki fóstra þá fagna þér sem skyldi? Sama lit þar sýna á sérhver okkar vildi. Árni Óla —Lesb. Mbl. ára minningar um skáldskap Borgfirginga Fyrsta hefti er nú komið á bókamarkaðinn, og er það"ákveð- Jnn vilji útgefandans að ekki !íði á löngu að fleiri hefti komi fyrir almenningssjónir. — Þetta hefti er 30 blaðsíður, í góðri kápu °g prentað á ágætan pappír. — ^erð: 50c. — Fæst í Bókabúð Óavíðs Björnsson og hjá Viking Press Ltd. FRÉTTIR FRÁ ÍSLANDI Sæmd Fálkaorðunni Þann 15. f. m. sæmdi forseti Islands frú Rannveigu Schmidt sem um þó nokkurn tíma starfaði í þjónustu Islands í Kaupmanna- höfn og nú mörg undanfarin ár hefir unnið að því að auka þekk ■ ingu á Islandi í Ameríku, ridd- arakrossi hinnar íslenzku fálka- orðu. Þá sæmdi forseti Islands 2. þ. m. Sigvalrd Friid riddarakrossi hinnar íslenzku fólkaorðu. Sig- vard Friid hefir verið blaðafull- trúi hér á landi undanfarin ár, en lét af því starfi nú fyrir skömmu er hann fluttist til Nor- egs. Hann hefir jafnan unnið að því að efla góða samvinnu meðal íslendinga og Norðmanna, ekki síður á atvinnumálasviðinu en öðrum sviðum.—Alþbl. 5. des. ■* * * 100,000 Norðmenn vilja fara til Ástralíu I fregnum, er ihingað hafa bor- ist frá Stokkhólmi, er greint frá því, að alls hafi um 115,000 ung- ir Norðmenn sótt um leyfi til þess að flytja til Astralíu. Hefir fregn þessi að sjálfsögðu vakið allmikla athygli. I því sambandi hefir Oftedal ráðherra sagt, að hér sé um mjög alvarlegt mál að ræða, hvort norskur æskulýður hafi mist trúan á land sitt. Fyrst um sinn mun ekki verða veitt brottflutningsleyfi frá Noregi, sem hér um ræðir, enda muni verða leitast við að sýna norsk- um æskulýð fram á, að heima fyrir bíði ihans ótal verkefni og að eftir styrjöldina beri honum að vinna landi sínu sem mest hann megi.—Alþbl. 4. des. ★ * * Séra Friðrik Hallgrímsson kveður dómkirkjusöfnuðinn Síðastliðinn sunnudag, kl. 5 kvaddi séra Friðrik Hallgríms- son söfnuð sinn með guðsþjón- ustu í dómkirkjunni. — Hann hefir nú verið þjónandi prestur við dómkirkjusöfnuðinn í rúm 20 ár; en alls hefir hann verið prestur í 47 ár. Að ræðu séra Friðriks lokinni, ávarpaði Sigurgeir Sigurðsson biskup hann og þakkaði honum langt og vel unnið starf í þágu Próf. Richard Beck hinn ágæti útvörður ísl. menn- ingar í Bandaríkjunum, er tví- mælalaust í hópi þeirra manna, er mest gagn vinna þjóð vorri er - lendis. Hann er nú að undirbúa útgáfu af kvæðum Kristjáns N. Júlíusar (K. N.), sem gaman verður að fá, og verður sú bók gefin út hér heima. Dr. Beck hefir, síðan hann var hér á lýð- veldishátíðinni í fyrra, flutt um 30 erindi um land vort og þjóð vestra, á íslenzku, ensku og norsku óg ritað auk þess mikið um þjóðmenningu vora og frels- isheimt í leiðandi tímarit í Bandáríkjunum. Megum vér vera honum allshugar þakklátir fyrir þessi störf hans, sem unnin eru af fölskvalausri ást á Islandi og þeirri þrá hans að vinna ætt- jörðinni sem mest gagn. Land- kynningarstörf slíkra manna er skylt að meta að vérðleikum. —Samtíðin, des. 1945. ★ > ★ * íslendingur hlýtur virðingarstöðu Pétur Eggerz, sendiráðsfull- trúi Islands í London, hefir verið skipaður í stjórn heimssambands æskulýðsfélaganna. Pétur er fulltrúi íslenzkra æskulýðsfélaga á ráðstefnu lýð- ræðissinnaðrar æsku, sem und- anfarið hefir setið í London. Fyr- ir nokkrum dögum var ákveðið að nefna til nokkra menn, er skyldu vera í braðbirgðastjórn róðs sambandsins og var Pétur meðal þeirra manna, sem til- nefndir voru til þess að sitja í stjórn þessari. Pétur Eggerz var áður ritari forseta Islands, herra Sveins Björnssonar, en.er fyrir skömmu farinn til London, til þess að verða fulltrúi hjá sendiherra ís- lands í Bretlandi.—Vísir. * *■ * Próf. Sigurður Nordal er höfundur “Uppstigningar” Það upplýstist nýlega hver væri höfundur leikritsins Upp- stigning en hann hefir hingað til aðeins verið nefndur H. H. Það er prófessor Sigurður Nordal. — Nýlega hafði hann boð inni á heimili sínu, fyrir leikendur og stjórn Leikfélags Reykjavíkur. Við þetta tækifæri tilkynti pró- fessorinn, að hann væri höfund- ur leikritsins. Hetjusögur Norðurlanda (Þýtt hefir Rögnv. Pétursson). Enn eru nokkur eintök fyrir- liggjandi af þessari vinsælu bók. Þeir sem vilja eignast hana sendi pöntun til skrifstofu Heimskr. og 35c, verður hún þá send póst- frítt. The Viking Press Ltd. 853 Sargent Ave., Winnipeg BORGIÐ HEIMSKRINGLU— því glevmd er goldin sknld Tilkynning um fulltrúa okkar á fslandi Umboðsmaður okkar á íslandi er Bjöm Guðmunds- son, Reynimel 52, Reykjavík. — Hann tekur á móti .. pontunum á blöðunum og greiðslum fyrir þau. » Heimskringla og Lögberg NYTJASKÓGAR í ALASKA í sama loftslagi og hér Hákon Bjarnason kominn heim með mikinn fróðleik. Hákon Bjarnason skógræktar- stjóri er mjög ánægður yfir ferð síria til Alaska. Hann er kominn heim eftir 3 mánaða ferð, sann- færðari en óður um framtíðar- möguleika íslenzkrar skógrækt- ar. Hann kom hingað loftleiðis á laugardaginn var. I gær komst hann að orði á þessa leið um það sem fyrir hann hafði borið í Alaska og það sem hann þar hafði komist að raun um í stuttu máli: Eg er sannfærðari um það en áður, af því nú hefi eg séð það sjálfur með eigin augum, að í engu betra loftslagi í Alaska, en íslenzka loftslagið er, vaxa stór feldir skógar, einkum af sitka- greni. I gróðurríki Alaska eru mikið fleiri plöntutegundir en hér á landi, þó loftslag sé mjög svipað, Geri eg ráð fyrir að þar séu þre- falt fleiri tegundir en hér á landi. margar ættir eru til þar, sem alls ekki eru til hér. En af þeim ætt- um, sem eru til á báðum stöðun- um, eru mikið fleiri tegundir þar en hér. Þar eru t. d. 7 tegundir af melgrasi; en aðeins ein hér. — Þarna vestur frá ættum við að geta fundið og flutt inn hingað ný fóðurgrös. Að ógleymdu trjáfræinu. Við vorum saman við fræsöfnun um tíma Vigfús Jakobsson og eg og og höfðum nokkra menn með okkur. Söfnuðum einkum fræi af sitkagreni. Mikið var af fræi á sitkagreninu í sumar. Verður fræið sem við söfnuðum að sjálf- sögðu þreskt fyrir vestan. Von- ast eg til að við fáum hingað ca. 100 pund af trjáfræi. — Hverjar nýjar tegundir tókst þú með þér? Eg á von á einum 15—20 teg- undum, sem eru nýjar fyrir Is- land. Meðal þeirra er hávaxinn bláberjarunni, sem eg er viss um að geti þroskast hér. Annars er ómögulegt að gera sér grein fyr- ir því í fljótu bragði, hve mikið við getum grætt á því í framtíð- inni að fá hingað ýmsar plöntu- tcgundir frá Alaska. Lúpinuteg- und eina tók eg með mér t. d. sem vex vilt um alt, og nær mikl- um þroska. — Hvernig er umhorfs í Alaska? . — Það er saga að segja frá því, segir Hákon. Þó ættum við ís- lendingar mörgum fremur að geta skilið og gert okkur grein fyrir því, hvernig landið er. — Því það er mjög líkt Islandi á margan hátt, ef maður hugsar sér íslenzku fjöllin og margfaldar hæð þeirra með þrem og f jórum. Þar eru skriðjöklar og svo hrika- feg fjöll, að það sem hér sézt af því tagi eru smámunir og sandar við sjó eins og Skeiðarár- og Breiðamerku-sandar. I dal kom eg með fokjarðvegi, sem minnir mjög á jarðveg og landslag á Rangárvöllum. Nema hvað ábúð landsins hefir ekki enn komið uppblæstri af stað. — Og fólkið? — Alveg prýðilegt„ — Menn þar vestra vilja alt fyrir okkur gera. Þeim þykir gaman að því að geta greitt götu okkar. Og við munum hafa mikil not af greiðvikni þeirra í framtíðinni. Því áframhaldandi samband við Alaska verður nauðsynlegt fyrir íslenzka skógrækt og til mikils gagns fyrir jarðrækt okkar yfir- leitt. Það er eg alveg viss um, segir Hakon af hjartans sann- færingu.—Mbl. Heimskringla er beðin að geta þess, að þriðja bindi Sögu Is- lendinga í Vesturheimi fáist hjá: Hirti Hjaltalín, Mountain, N. D. Guðm. Lambertsen, Glenboro, Man. UPPLÝSINGA ÓSKAST Ræðismannsskrifstofunni hef- ir borist bréf frá utanríkisráðu- neyti Islands, þar sem að bsðið er um að útvega heimilisföng ættingja frú Kristínar Laxdal vegna arfs-útborgunar. Eftirfar- andi erfingjar eru beðnir, að gera svo vel, að tilkynna The Consulate of Iceland, 910 Palm- erston Avenue, Winnipeg, Can- ana, núverandi utanáskriftir sínar; en ef þeir eru búsettir í Bandaríkjunum, að tilkynna, The Consulate General of Ice- land, 595 Madison Ave., New York 22, N. Y., hvar þeir séu niður komnir: Guðrún Sigurðardóttir, Ameríku Halldór Reykjalín, Nýja Islandi, Canada. Margrét Reykjalín, Nýja Islandi, Canada. Jón Reykjalín, Nýja Islandi, Can. Gunnlaugur Jakobsson, Detroit, U. S. A. Lárus Jakobsson, Detroit, U. S. A. Sigurveig Halldórsdóttir, Swan River, Canada Jón Jóhann Halldórsson, Swan River, Canada Arnór Halldórsson, Swan River, Canada Helga Halldórsdóttir, Swan Riv- er, Canada. Halldór Halldórsson, Swan Riv- er, Canada. Jónas aHlldórsson, Swan River, Canada Þórunn Hallgrímsdóttir Borg- fjörð, Nýja íslandi, Can. Kristinn Eggertsson, Boston, U. S. A. Margrét Árnadóttir, Ameríku Kristjana Gestsdóttir, Ameríku. Björg Auðunsdóttir, Ameríku Olga Voss, Tacoma, Wash., U. S. A. Með því að skiftaréttinum hef- ir ekki tekist að afla nánari heimilisfangs erfingjanna en að ofan greinir, er þess óskað, að erfingjarnir tlikynni heimilis- fang þeirra, svo að hægt verði að koma arfinum til skila. Ræðismannsskrifstofa íslands í Winnipeg • NOKKUR ORÐ FRÁ NÝJA ISLANDI 1 norðurhluta Nýja íslands eru fjögur kvenfélög, sem tilheyra Bandalagi lúterskra kvenna. Þ. 7. nóý. mættust á fundi í Árborg fulltrúar frá þessum félögum til að ræða um hinar fyrirhuguðu sumarbúðir Bandalagsins og hvern þátt þessi félög væ/u fús til að taka í peningalegum kostn- aði við þær byggingar sem þar yrði nauðsynlegt að hafa. Var þar minst þess að lands- blettur sá er Bandalagið hefir keypt fyrir sumarbúðir sínar er hluti af bújörð þeirri sem nefnd hefir verið Kjalvík frá land- námstíð og sem var fyrsta heim- ilisréttarland sem tekið var af Islending í Nýja Islandi. I norð- austur frá þessum stað, um 1% til 2 mílur, er Willow tanginn, þar sem fyrsti íslenzki innflytj- enda hópurinn lenti. Með þetta í huga og eftir ítar- legar umræður var ákveðið að þessi fjögur kvenfélög, með hjálp frá öðrum óháðum kven- félögum og velviljuðum einstakl- ingum, mynduðu peningasjóð sem notaður skyldi til að borga eina byggingu sumarbúðanna. — Yrði sú bygging tileinkuð minn- ingu þeirra manna og kvenna sem hér bygðu fyrst land. Skyldi þessi sjóður nefnast ‘*Blómsveigsj óður íslenzka land- nemans”. Það er líkt og lagt væri blóm á leiði látins vinar að styrkja þennan sjóð. Við erum þess því fullvissar að margur muni unna þessu málefni og leggja eitthvað í þennan sveig minninganna til verðugs heiðurs frumbyggjum Nýja Islands. Kvittað verður fyrir allar gjafiir í blöðunum og geymd verða í bók öll nöfn gefenda og Hér er mynd af manni þeim er fullkomnaði Atom sprengj- una á Englandi. Hann heitir Sir Charles Darwin, og er leiðbein- andi við vísindaskólann í Ted- dington á Englandi. Sk Charles er sonar sonur Oharles Robsrt Darwin en langalangafi hans var Erasmus Darwin. þeirra sem gefið er í minningu um. Konur þær er veita móttöku gjöfum í Blómsveigssjóðinn eru þessar: Mrs. G. A. Erlendson og Mrs. M. M. Jónasson, Árborg; Mrs. H. Hallsson og Mrs. S. Ólafsson, Riverton; Mrs. K. Sig- urðsson og Mrs. J. Skúlason, Geysir; Mrs. Anna Austman, Víðir. Nú þegar hefir verið farið á stað með allmyndarlegar gjafir í þennan sjóð og fylgja hér nöfn þeirra er gefið hafa. 1 minningu um Sigurð Frið- finnsson og Kristrúnu Péturs- dóttir, $100.00, gefið af sonum þeirra og tengdadætrum, Friðrik og Valgerði, Friðfinni, Kristjóni og Indíönu, Kristmundi og Jak- «bínu, Geysir. Guðrún Sveinsson, Víðir, $5.00 í minningu um eiginmann henn- ar, Þorleif Sveinsson. United Farm Women of Fram- nes, $10.00. Kvenfél. Freyja, Geysir $40.00 Kvenfél. Isafold, Víðir $50.00 Alls nú meðtekið, $205.00. Anna Austman Bréf frá æskufólki að heiman Við undirritaðir óskum eftir að komast í bréfaviðskifti við einhverja unglinga einhversstað- ar á Norðurlönídum, Englandi eða Ameríku, æskilegt að mynd fylgi bréfi: Með fyrirfram þökk, Ragnhild G. Eriðjónsdóttir, 15—18 ára Þóra Kristinsdóttir, 15—18 ára Sæunn Andrésdóttir, 15—18 ára Svana Friðjónsdóttir, 17—20 ára Allar til heimilis á Hólmavík við Steingrímsf jörð, Island. E.S. — Bréfin mega vera á ensku, norsku, dönsku, sænsku og færeysku, en helzt þó á ísj. Hr. ritstj.: Vinsamlegast bið eg yður, að koma mér í bréfasamband við pilta og stúlkur, af íslenzkum ættum, á aldrinum 15—17 ára. Með innilegri kveðju og fyrirfram þökk, Hr. Leifur B. Örnólfs, Austurstræti 7, Reykjavík, Iceland * * ★ Heimskringla á Islandi Herra Björn Guðmundsson, Reynimel 52, Reykjavík, hefir aðalumboð fyrir Heimskringlu á íslandi. Eru menn beðnir að komast í samband við hann, við- víkjandi áskriftar-gjöldum, og einnig allir þeir sem gerast vilja kaupendur hennar, hvar sem er á landinu. Hr. Guðmundsson er gjaldkeri hjá Grænmetisverzlun ríkisins og þessvegna mjög handhægt fyrir borgarbúa að hitta hann að máli. KAUPIÐ HEIMSKRINGLU— bezta íslenzka fréttablaðið

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.