Heimskringla - 09.01.1946, Blaðsíða 7

Heimskringla - 09.01.1946, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 9. JANÚAR 1946 HEIMSKRINGLA 7.S1ÐA 150 ÁRA MINNING SKÚLA FóGETA Eftir S. K. Steindórs Framh. Á árinu 1725 verður nokkur breyting á ráði Skúla; komst hann þá fyrst í kynni við vinnu- brögð og verslunarháttu ein- okunar-kaupmannanna. Segir hann í æfisögu sinni þannig frá því: “Hann (Skúli) var þrjú ár búðarsveinn í Húsavík hjá Hin- rik Schovgaard kaupmanni. Þeg- ar kaupmaður sagði: “Mældu rétt strákur” skildi Skúli það þannig; “Gáðu að því strákur að hafa af Islendingum”, og lét ekki sitt eftir liggja í því. Þá bar svo til, að hann fór í orlofsferð til séra Einars afa síns bárust verslunarstörfin í tal og hermdi Skúli rétt frá öllu; líkaði gamla manninum stórum miður og sagði: “Ætlar þú, 'drengur minn, að gera þig sekan í svo auðvirði legu athæfi? Ef iþú vilt hlíta mínum ráðum, þá hættir þú verslunarstörfum og ferð í skóla” En Skúla, sfem var orðinn 16 ára, þótti langsótt leið að marki, hjá þeim sem skólaveginn ganga. Gamli maðurinn svaraði með þessari latínusetningu: “Sat cito, sit sat bene” (nógu fljótt gengur, ef nógu vel gengur). Féllst Skúli á þetta, og að gömlum og góðum sið bað hann afa sinn að blessa sig og fyrirætlun sína. Gerði séra Einar það og mælti: “Eg bið þess, að þú megir læra að þekkja heiminn, ^n Guð varðveiti þig fyrir heiminum”. Það leynir sér ekki að Skúli hefir haft miklar mætur á frænd- um sínum, og þó ekki hvað síst á hinu aldraða göfugmenni, séxa Einari afa sínum. í æfisögu sinni segir Skúli, er hann hefir gert nokkra grein fyrir ætterni sínu: “Hér er þá sagt alt hið sannasta um upphaf Skúla Magnússonar, og verður það alt honum til lít- illar sæmdar, er vér fáum nánari fregnir af honum sjálfum”. Vill hann með því gefa í skin, að hann sé naumast jafnoki, hinna kæru forfeðra sinna, því ekki segir hann þetta af hégómaskap eða monti. Hann var gæddur eigin- leikum sannra mikilmenna, og vair laus við þesskonar skapgerð - arbresti. Um haustið 1727 ihófst náms- ferill Skúla, fór hann þá að Múla í Aðaldal, til Þorlsifs prófasts Skaftasonar, sem var kennari góður og hafði jafnan heimaskó- la og útskrifaði nemendur. Einn- ig var hann landskunnur maður á sinni tíð fyrir margra annara hluta sakir. Ekki þótti Skúla námið sækjast eins greitt og hann hefði kosið, og kunni illa þululærdóminum sem þá var tíðkaður. En séra Þorleifur var ekki óánægður með hann sem nemanda og sagði að hann ihefði næman skilning. Næsta vetur, 'er INNKÖLLUNARMENN HEIMSKRINGLU Reykjavík__ A ÍSLANDI —Björn Guðmundsson, Reynimel 52 í CANADA Antler, Sask.---------- K. J. Abrahamson, Sinclair, Man. Árnes, Man-------------Sumarliði J. Kardal, Hnausa, Man. Árborg, Man............................G. O. Einarsson Baldur, Man------------------------------ O. Anderson Beökville, Man--------- Björn Þórðarson, Amaranth, Man. Belmont, Man...............................G. J. Oleson Cypress River, Man._..................Guðm. Sveinsson Dafoe, Sask.------------O. O. Magnússon, Wynyard, Sask. Ebor Man-----------------K. J. Abraihamson, Sinclair, Man. Elfros, Sask.................____Mrs. J. H. Goodmundson Eriksdale, Man....•.................. ólafur Hallsson Fishing Lake, Sask___________Rósm. Árnason, Leslie, Sask. Foam Lake, Sask-------------Rósm. Árnason, Leslip, Sask. Gimli, Man.............................__.K. Kjérnested Geysir, Man____________________________G. B. Jóhannson Glenboro, Man.............................G. J. Oleson Hayland, Man..........................Sig. B. Helgason Hecla, Man.........................Jóhann K. Johnson Hnausa, Man............................ Gestur S. Vídal Innisfail, Alta________Ófeigur Sigurðsson, Red Deer, Alta. Kandahar, Sask—!.-------O. O. Magnússon, Wynyard, Sask. Keewatin, Ont.........................Bjarni Sveinssor, Langruth, Man......................... Böðvar Jónsson Leslie, Sask........................Th. Guðmundsson. Lundar, Man..............................D. J. Líndfff Markerville, Alta_____Ófeigur Sigurðsson, Red Deer, Alta. Morden, Man.________________________Thorst. J. Gíslason Mozart, Sask............................ Thor Ásgeirsson Narrows, Man_____________:—S. Sigfússon, Oakview, Man. Oak Point, Man........................Mrs. L. S. Taylor Oakview, Man............................. S. Sigfússon Otto, Man._______________Hjörtur Josephson, Lundar, Man. Piney, Man............................... S. V. Eyford Red Deer, Alta......................Ófeigur Sigurðsson Riverton, Man.........................Einar A. Johnson Reykjavík, Man......................... Ingim. Ólafsson Selkirk, Man________________________Mrs. J. E. Erickson Silver Bay, Man......................... Hallur Hallson Sinolair, Man........................K. J. Abrahamson Steep Rock, Man...........................Fred Snædal Stony Hill, Man_________.Hjörtur Josephson, Lundar, Man. Tantallon, Sask.......................Árni S. Árnason Thornihill, Man_________Thorst. J. Gíslason, Morden, Man. Víðir, Man__________________Aug. Einarsson, Árborg, Man. Vancouver, B. C_______Mrs. Anna Harvey, 4487 Quebec, St. Wapah, Man______________Ingim. Ólafsson, Reykjavík, Man. Winnipeg_____S. S. Anderson, 800 Lipton St. Winnipeg, Man. Winnipegosis, Man.............................S. Oliver Wynyard, Sask..........................O. O. Magnússon í BANDARÍKJUNUM Akra, N. D. ___________Björn Stevenson, Akra P.O., N. D. Bantry, N. Dak_____________ E. J. Breiðfjörð, Upham, N. D. Bellingham, Wash—Mrs. Jolhn W. Johnson, 2717 Kulshan St. Blaine, Wash. ....................Magnús Thordarson Cavalier, N. D_________Björn Stevenson, Akra P.O., N. D. Crystal, N. D_________C. Indriðason, Mountain P.O., N. D. Edinburg, N. D_________ C. Indriðason, Mountain P.O., N. D. Gardar, N. D____-_____C. Indriðason, Mountain P.O., N. D. Crafton, N. D__________C. Indriðason, Mountain P.O., N. D. HaliSOI1) N. D__________Björn Stevenson, Akra P.O., N. D. Hensel, N. D__________C. Indriðason, Mountain P.O., N. D. Wanhoe, Minn----------Miss C. V. Dalmann, Minneota, Minn. Milton, N. Dak............................S. Goodman Minneota, Minn......................Miss C. V. Dalmann Mountain, N. D________C. Indriðason, Mountain P.O., N. D. yfational City, Calif....-John S. Laxdal, 736 E. 24th St. omt Roberts, Wash.......................Ásta Norman öeattle, 7 Wash-------J. J. Middal, 6522 Dibble Ave., N.W. uÞham, N. Dak...........................E. J. Breiðf jörð The Viking Press Ltd. Winnipeg Manitoba faðir hans drukknaði, kom töf í | námið hjá Skúla, því eir svo var komið taldi hann sér skylt að j veita móður sinni nokkurn stuð- ning. Hafði Skúli áhyggjur þungar út af þessum nýju við- hoirfum, því að áhugi hans á náminu hafði glæðst. — Lagði j hann því leið sína til séra Einars afa síns, að leita ráða hjá honum. íTalaði gamli maðurinn kjark í hann, og ákvað Skúli að halda náminu áfram. Snéri hann aftur vongóður til séra Þorleifs^ stað- raðinn í að ljúka námi. Þenna vetur slasaðist Skúli og lá ali lengi rúmfastur, en námið stun- aði hann af svo markvissu kappi að séra Þorleifur bauðst til þess að útskrifa hann þá um vorið. Skúli afþakkaði þetta kostaboð, og vildi heldur útskrifast frá hinum viðurkenda Dómskóla á Hólum. Lagði hann því land undir fót, “hcim til Hóla”, til að sækja þar um ölmusuvist næsta vetur. Tók Steinn biskup mála- leitun hans hjög ólíkle,ga og mun hafa haft gildar ástæður; því svo greiðvikið góðmenni var hann, að vart mun hann hafa gert að gamni sínu, að láta nokkuirn mann synjandi frá sér fara. Erindislok þessi féllu Skúla svo þungt, að hann fékk trauðla var- ist tárum. Er hann lagði vons- vikinn af stað heimleiðis, snéri hann sér til stólsins og mælti: “Nú ertu mér andstæður, en betur muntu taka mér næst”. Rættist sú spá hans, áður mörg ár voru liðin. iSéra Þorleifur í Múla, hafði um vorið 1730 gengið að eiga Oddnýu ekkju séra Magnúsar, og vorið eftir útskrifaði hann Skúla, tæplega tvítugan að aldri og hrósar hann honum, fyrir af- bragðs gáfur og ástundun við námið. Er þessum áfanga var náð, fór Skúli að Rauðuskriðu, til Bene- dikts lögmanns Þorsteinssonar, i sem einnig var sýslumaður í Þingeyjaþingi. Var Skúli í þjón- ustu hans á annað ár og kyntist 3ar embættisrekstri, einnig las hann þar margt rtytsamra bóka á erlendum málum úr bókasafni lögmanns. t Skúla var það ljóst, að ef hann mætti gera séir vonir um nokk- urn verulegan 'embættisframa, yrði hann að komast á háskólann Kaupmannahöfn. Sigldi hann svo með Húsavíkurskipi um laustið 1732, þó fararefni væru í naumasta lagi. Tókst þessi fyrsta sigling hans greiðlega, og steig hann á land í Kaupmannahöfn eftir 8 daga útivist. En þá veikt- ist hann ihættulega af bólusótt og lá í margar vikur, en menjar þessa sjúkdóms bar hann til æfi- loka. Að afloknu prófi var Skúli skróður í stúdentatölu við há- skólann, rétt fyrir jólin sama ár. Rektor háskólans var þá, hið mæta göfugmenni: Hans Gram prófeásor, sem allir Islendingar ættu að kannast við. Hélt hann við þetta tækifæri ræðu á latínu um: “Lærða íslendinga”. Gram var á iþeim tíma talinn vera lærðastur danskra manna, þó ekki hefði hann lokið neinu embættisprófi. Auk margskonar fræða, var hann einkar vel að sér í málfræði, sögu og forn- norrænum bókmentum. — Var ihann hin mesta hjálparhella og hollvinur íslendinga. Gram var fátækur prestssonur, og fæddist smábæ á Jótlandi árið 1685 Hann kvæntist auðugri konu, en misti hana eftir stutta sambúð var honum því ekki fjár-vant En iærdómur hans og glæsilegi persónutöfrar gerðu hann afar vinsælan, svo honum stóðu allar dyr opnar. — Þessi maður átti eftir, oftair en einu sinni, að grápa farsællega inn í rás viðburðanna á örlagastundum í lífi Skúla fó geta. — Að sjálfsögðu valdi Skúli prófessor Gram, fyrir aðál- kennara sinn. Eins og áður getur voru fjár- ráð iSkúla af skornum skamti, er hann fór utan, og svo munu veik- indin einnig vafalaust hafa haft Garðræktuð Huckleber Hinn gagnlegasti, ! fegursti og vinsœl- [ asti garðávöxtur i sem til er. Þessi fögru ber spretta upp af fræi á fyrsta ári. Óvið- jafnanleg í pæ og ;týltu. Ávaxtas oerin stærri en l vanaleg Huckleberj eða Bláber. S< með eplum, límón- um eða súrualdini gera fínasta ald- inahlaup. Spretta í öllum jarðv Pakkinn 10ý, 3 pakkar 250, Únza $1.00, póstfrítt. FRÍ—Vor stóra útsœðisbók fyrir 1946 Enn sú fullkomnasta. 62 DOMINION SEED HOUSE GEORGETOWN, ONTARIO Professional and Business Directory — Office Phoni R«s. Phont 94 762 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 116 MEDICAL ARTS BLDG. Office hours by appointment allmikinn kostnað í för með sér fyrir hann. Fór svo er líða tók á viturinn, að Skúli var kominn í alger fjárþrot, og fann hann ekki annað ráð heillavænlegra, en að ráðast sem skirifari í kaupfar sem lá ferðbúði í Kína-leiðangur. En áður en hann yfirgæfi Kaup- mannahöfn vildi hann kveðja Gram prófessor, og tjáði honum alt af létta um hagi sína. Réði Gram Skúla eindregið frá þessu ferðaflani, en hvatti hann til að Ijúka prófi, auðvitað í guðfræði, jví um aðrar námsgreinar var varla að ræða, þannig varð laga- nám ekki viðurkend námsgrein til prófs, fyr en árið 1736. Skúli svaraði þessari hvatningu Gram, með djairflegri einurð, og sagði: ‘Útvsgið þér mér þá atvinnu, svo eg geti lifað”. — Tjóði Gram sig fúsan til þess, og bað hann að íara á fund Jóns Grunnvíkings, oera honum kveðju sína og biðja hann liðveislu, en koma til sín aftur og tjá sér erindislokin. Gerði Skúli svo sem fyrir hann var lagt, en ekki hafði Jón, ann- að betra að bjóða, en heimspeki- ega hughreystingarræðu, sem hann hélt yfir Skúla. Enda var hann, blessaður karlinn, mesta óarn á veraldarvísu, og átti að <alla aldrei sjálfur til hnífs eða skeiðar. Ekki varð þessi för þó jýðingar- eða á'hrifalaus með öllu, því milli þessara ólíku, skarpgáfuðu manna, tókst einlæg vinátta, sem hélst meðan báðir lil'ðu. Hafði Jón mestar mætur Skúla allra manna, og eru margar upplýsingar um hanr. varðveittar fyrir árvekni Jóns, i því efni. — Sneri hann, árið 1768 íslenzku sjálfsæfisögu Skúla, með ýmsum innskotum firá sjálf- um sér og segir: “Geri eg það sökum þess, að hann er einn hinn verðasti á vorum tíðum að víð- frægjast, og hans merkilega manndóms minning framseljist til eftirkomendanna; má og til- bera, að hún hafi mikla afleiðing til eftirkomandi tíma”. — Var Jón seinþreyttur á að votta Skúla viðurkenningu, og það jafnvel á ólíklegustu stöðum, svo sem í vísnaskýringu, í hinni miklu latínu þýðingu sinni af Snorra Eddu, en þar kemur hann að ihrósi um Skúla fógeta. Skúli sneri aftur til Gram, nryggur í bragði af þessum fyrsta fundi þeirra Jóns, þó marga gleðistund ættu þeir seinna saman; og sagði sínar far- ir ekki sléttar. Rétti Gram, Skúla þá 10 ríkisdali og bað hann að vera hughraustan, og bauð honum bókasafn sitt til af- nota. Litlu síðar útvegaði hann honum vinnu, var það að afirita sögu Karla-Magnúsar fyrir fran- ska sendiherrann í Kaupmanna- höfn og fékk Skúli það mjög vel borgað. Undi ihann nú hag sín- um hið bezta og hugðist ljúka Guðfræðiprófi vorið 1734. Þó fór enn á annan veg, en ætlað var. Atvikaðist það þannig, að sumar- ið 1733, sneri Plessen forseti í stjórnard. íslenzkra mála, sér til Gram, og bað hann að útvega sér hæfan Islending, til að þýða ís- lenzk skjöl ó dönsku. Var Gram ekki seinn á sér að koma Skúla á framfæri. Leysti hann starfið svo vel af höndum, að Plessen lauk hinu mesta lofsorði á verk- ið. — Snerist huguir Skúla við þessi störf frá guðfræðinni og bcindist að laga og stjórnmála- efnum. Framh. Dr. S. J. Jóhannesson 215 RUBY ST. Beint suður aí Banning Talsimi 30 877 Viðtalstími kl. 3—5 e.h. J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Sími 97 538 308 AVENTJE BLDG.—Wlnnlpeg THE WATCH SHOP CARL K. THORLAKSON Dlamond and Wedding Rings • Agent for Bulova Wajtchee Marriage Licenses Issued 699 SARGENT AVE H. HALDORSON BUILDER 23 Music and Arts Studios Broadway and Carlton Phone 93 055 Winnipeg, Canada CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. Office Phone 26 328 Res. Phone 73 917 ÁSGEIRSON’S PAINTS, WALLPAPERAND HARDWARE 698 SARGENT AVENUE Winnipeg, Man. Telephone 34 322 WINDATT COAL Co. LIMITED Established 1898 307 SMITH STREET Office Phone 97 404 Yard Phone 28 745 THE BUSINESS CLINIC specialize in aiding the smaller business man to keep adequate records and prepare Income Tax Returns. ANNA LARUSSON 415 Mclntyre Blk. Ph. 92 316 Frá vmi PRINCESS MESSENGER SERVICE Við flytjum kistur og töskur, húsgögn úr smœrri íbúðum og húsmuni af öllu tœi. 58 ALBERT ST. — WINNIPEG Simi 25 888 C. A. Johnson, Mgr. A. SAEDAL PAINTER & DECORATOR •k Phone 23 276 ★ Suite 4 Monterey Apts. 45 Carlton St., Winnipeg DR. A. V. JOHNSON DENTIST 506 Somerset Bldg. Office 97 932 Res. 202 398 ANDREWS, ANDREWS, THORVALDSON & EGGERTSON Lögfrœðingar Bank of Nova Scotia Bldg. Portage og Garry St. Sími 98 291 DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar ★ 406 TORONTO GEN. TRUSTS _ _ BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith SL PHONE 96 952 WINNIPEG H. J.PALMASON&Co. Chartered Accountant* 1103 McARTHUR BLDG. PHONE 94 358 Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave., Phone 27 989 Fresh Cut Flowers Daily. Plants In Season We speciaUze ln Wedding & Concert Bouquets & Puneral Designs lcelandic spoken A. S. BARDAL selur likkistur og annast um útíar- ir. Allur útbúnaður sá besti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarSa og legsteina. 843 SHERBROOKE ST. Phons 27 324 Winnipeg Union Loan & Investment COMPANY Rental, Insurance and Financial Agents Sími 95 061 510 Toronto General Trusts Bldg. GUNDRY-PYMORE Ltd. British Quality - Fish Netting 60 Victoria St., Winnipeg, Man. Phone 98 211 Manager: T. R. THORVALDSON Your Patronage Will Be Appreciated Halldór Sigurðsson Contractor ð> Builder ★ 594 Alverstone St., Winnipeg Sími 33 038 FINKLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS KENSINGTON BLDG., 275 Portage Ave. Wmnipeg PHONE 93 942 DR. CHARLES R. OKE TANNLÆKNIR # 404 Toronto Gen. Trust Bldg. 283 Portage Ave., Winnipeg Phone 94 908 'JORNSONS lOKSTOREl f 702 Sargent Ave., Winnipeg,

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.