Heimskringla - 23.01.1946, Blaðsíða 1

Heimskringla - 23.01.1946, Blaðsíða 1
We tecommend foi your approval our "BUTTER-NUT LOAF // CANADA BREAD CO. LTÐ. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. iltylft* [ We recommend for • your approval our // BUTTER-NUT LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. LX. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN 23. JANÚAR 1946 NÚMER 17. FRETTAYFIRLIT OG UMSAGNIR De Gaulle fallinn De Gaulle sagði af sér forseta- stöðu á Frakkiandi á byrjun þessarar viku. Ástæðan fyrir að hann gerði það, var sú, að hann gat ekki fengið þingið til að styðja mál sitt um, að minka ekki útgjöld til hersins. Þingflokkarnir flestir vildu lækka þau um 20%. Það næsta sem þingflokkarnir \ verða að gera, er, að velja sér forseta fyrir samvinnustjóm, sem á laggir verður sett. Hafa tveir menn verið nefnd- ir, sem hinir líklegustu, að taka sæti De Gaulles. Þeir eru Edou- ard Herriot, eitt sinn forsætis- íáðherra og Vincent Auriol ráð- herra í stjórninni. Kommúnista flokkurinn gerir mikla tilraun, að koma formanni sínum, Maurice Thorez, að. Þeir eru sterkasti flokkur á þingi, en tveir aðrir flokkar, nálega eins sterkir hvor eru á móti því. Verkföllin breiðast út Klukkan eina mínútu eftir tólf á hádegi s. 1. mánudag, gengu 750,000 menn frá vinnu í stáliðnaði Bandaríkjanna. — Verkamenn kröfðust 35^ kaup- hækkunar, en félög vinnuveit- enda buðu 15^. Truman forseta lízt ekki á blikuna, en segir að úr þurfi ekki að verða þau vandræði, sem útlit sér fyrir. Hans tillaga er að kaup sé hækkað um 18'/^ og segir verkamenn því samþykka, en ekki vinnuveitendur. Alls er nú sagt yfir hálfa aðra miljón manna (1,600,000) hafa gert verkfall í Bandaríkjunum. Verkamenn General Motors bílafélagsins, þriggja stærstu rafáhaldafélaga og sláturhúsa frá hafi til hafs, höfðu áður hætt vinnu. í New York er óttast að verka- menn á öllum flutningatækjum borgarinnar geri verkfall. Skaðlegast þykir sláturhúsa verkfallið. Er álitin þörf á að bæta úr því innan 48 klukku- stunda, með því að Bandaríkja- stjórn taki iðnaðinn í sínar hend- ur, ef ekki vill betur gef ast. Stjórn Rússa í Þýzkalandi talin góð af Monro f regnrita Ross Munro, regnriti, sem ný- iega ferðaðist um þann hluta Þýzkalands, sem Rússar stjórna, telur stjórn Rússa þar mjög góða og engan mun á henni og í þeim hlutum, sem Bretar og Banda- ríkjamenn stjórna. Að sumu leyti njóti Þjóðverjar þar meira frels- is en í vesturhlutanum, þýzkum kommúnistum sé þar falin á- byrgð, sem Þjóðverjar sjálfir eru hissa á. Stjórnar-herdeiidir Rússa séu þar ekki fleiri og al- veg eins dreifðar, eins og í vest- ur hluta landsins, undir stjórn Breta og Bandaríkjamanna. Monro sagðist ekki s}á nein merki þess að Rússar væru að koma á þjóðeignarskipulagi sínu. Iðnaðurinn væri í höndum ein- staklinga og framfarirnar væru meiri í iþessu efni ií austurhluta Þýzkalands, en hinum vestri. í einu væru Rússar ákveðnir. Og það væri að brytja upp stór- ar landeignir og skifta milli al- mennings. Um 10 % af framleiðslu í iðn- aði er sent til Rússlands. Þýzk blöð og útvarp, eru und- ir ströngu eftirliti enn. Af iðnaðar stofnunum Þjóð- verja, tóku Rússar mikið í byrj- un (eða meira og minn af 403 í Driesden t. d.), eftir því er Monro segir. Það sem þýzkum almenningi þykir vænst um er að stórar1 jarðeignir hafa verið bútaðar! sundur og almenningi verið, fengnar til ábúðar eftir því sem' álitið var að hverjum nægði. Það hefir lítið um þetta verið talað í fréttum hér. En þó er það líklegast þar, sem stefna Rússa og vesturþjóðanna rekst mest á. Annað, sem Rússar eru strang- ir í, er að páfa-kaþólskan nái ekki haldi í löndum sem Rússar ráða yfir. Þeir líta á páfavaldið sem hættulega pólitískt vald. — Það gera Bretar og Bandaríkja-j menn ekki. Þeir skoða trúmál ekkert hafa með pólitík að gera, en sem öllum er ljóst, að ekki er tilfellið, fremur en með aðrar sterkar félagsstofnanir innan þjóðfélagsins. I Stórkostleg lækkun á stjórn-! arútgjöldum í B.-ríkjunum Af skýrslu að dæma sem Tru-1 man forseti hefir sent þinginu i\ Bandaríkjunum, er gert ráð fyr- ir að lækka útgjöld stjórnarinn- ar á árinu 1946 geysi mikið eða niður í 35 biljón dali alls, í stað 100 biljón dala áður. Svo mikið sem hér virðist ráð- ist í, segir forsstinn að þetta sé auðvelt, svo fremi ,að áætlað við- reisnarstarf verði ekki hindrað. Þingið biður forsetinn að sam- þykkja Löggjöf, er rönd eigi að reisa við atvinnuleysi, áfram- haldi á hernaðarkenslu, skipun nefndar er rannsaki allar hliðar á verkfallsmálum, fjögra biljón dollara lán til Bretlands, er hann segir til greiðslu fyrir í heims- viðskiftum, nefnd til stjórnar atomsprengjugerð o. s. frv. Stefnu sjtórnarinnar í friðar- málunum lýsti hann þá, að smærri þjóðir legðu þar hönd á starf eigi síður en stærri þjóðir. Þörf líknarstarf semi Stríðið er á enda, og nú byrja endurreisnar tilraunir meðal allra þjóða Evrópu, og helzt þar sem að eyðileggingin var verst og manntjónið mest. Þar eru nú menn og konur og börn í hundruð þúsunda tölu sem standa allslaus og eru að öllu leyti ráðþrota. Meðal Líknar- stofnanna sem unnið hafa mesta og bezta verkið í Evrópu, bæði á stríðsárunum og síðan að stríðið endaði stendur "Unitarian Ser- vice Committee" hátt, og hefir hlotið viðurkenningu ýmsra þjóða, eins og t. d. Bandaríkj- anna, Bretlands, Frakklands, Tékkóslóvakíu og fleiri. Það stendur jafnhliða annari líknar- stofnun, "The Friends' Service Committee" (kvekara félags), og hefir haft umráð með feikna- stórum peningaupphæðum sem því hafa verið afhent af mörgum öðrum félögum sem vildu rétta hinu bágstadda fólki hjálpar- hönd. Nú er aftur verið að safna föt- um og þeningum og mat til að senda til Evrópu, og" innan skamms kemur til Winnipeg framkvæmdarstjóri Canada deildar þessarar líknarstofnun- ar, Dr. Lotta Hitschmanova. Hún j flúði frá Tékkóslóvakíu í stríðs- J byrjun, til Belgíu. Þaðan fór, hún til Frakklands og síðan til' Bandaríkjanna. Þar vann hún í. SVEINÞÓR THORVALD- SON LÁTINN iSveinþór Leo Thorvaldson frá Riverton, lézt 20. janúar að 209 Mayfair Ave., heimili systur sinnar, Mrs. Ruby Couch. Hann var 46 ára, sonuir Sveins Thor- valdsonar, M.B.E., Riverton, og fyrri konu hans, Margrétar Sól- mundsdóttur. Fyrir tveim ár- um kendi Sveinþór sjúkleiks og hefir verið hér af og til síðan að leita sér lækninga, en heimili átti hann í Riverton. Sveiriþór útskrifaðist frá búnaðarskóla Maniotba, en stundaði oftast verzlunarstarf hjá föður sa'num; stjórnaði um skeið fiskikaupa- stöð við Winnipeg-vatn. Hann var bezti drengur í hvívetna og vinsæll. Jarðarförin fer fram frá Sambandskirkjunni í Riverton í dag (miðvikudag). Komnir heim úr hernum Washington í sambandi við U.N.R.R.A. í Canada hefir hún unnið í sambandi við National War Services, og í haust sem leið var hún gerð að Executive- Secretary fyrir Unitarian Ser- vice Committee of Canada með höfuðstað í Ottawa. Dr. Hitschmanova kemur til Winnipeg 3. febrúar, og flytur þá erindi í Sambandskirkjunni. Mánudagskvöldið, 4. f ebrúar, ] flytur hún fyiirlestur í Convo-' cation Hall í United College und- ir umsjón þess skóla. Umræðu- efni hsnnar verður "Relief For Europe". Deild af U.S.C.C. hefir verið mynduð í Winnipeg í Sambands-! kirkjunni, sem kvenfélag þess safnaðar hafa útnefnt. Sú deild er að safna fötum þessa viku, og verða konur staddar í kirkjunní dagana 23.—25. janúar, kl. 1.30 til 5.30, til að taka á móti ölluni bögglum sem verður komið með þessarar líknarstarfsemi til að- stoðar. Þörfin er mikil og vonast er að fólk leiti í klæðaskápum sín- um og kistum að gömlum föt- um, og komi með þau í kirkjuna. P. M. P. Hitler átti son Þýzkur fregnriti af frönskum ættum, Bernard Lescrinier að nafni, sem um 12 ára skeið skrif- aði fréttir í lböð í Berlín, hsfir nýlega gefið út bók, sem hann kallar "Að tjaldabaki". í bók- inni er haldið fram, að Hitler hafi eignast son með Evu Braun í San Remo á Italíu 31 des. 1938. Höfundur telur sig hafa fengið sannanir fyrir fréttinni á heim- ili föður Evu Braun og hjá jap- önskum fregnrita í Berlín, Dr. Mino Kato, er bannað var að prenta fregnina. Hvar barnið er niðurkomið, segir ekki frá. Rússar tóku út inneignirnar Fregnir frá Teheran herma, að skömmu áður en uppreisnin í Azerbeidjan hófst, hafi Rússar tekið út allar inneignir sínar úr persneska þjóðbankanum í Te- heran, og fært þær til Tabritz, höfuðstaða/r Azerbeidjan. Þar lögðu þeir þær inn í brekzan banka.—Mbl. 22. des. Jacob Björgvin Líndal Rétt fyrir nýáiið kom Cpl. Jacob Björgvin Líndal heim úr hernum. Hann hefir verið hand- an við haf í 3 Yj ár og var víða í stríðinu í Evrópu. Hann er son- ur Ágústs Líndal og Ingu Torfa- son Líndal, fyrrum að Lsslie, en Ágúst býr nú í Arborvita, Ont., en kona hans er dáin. Cpl. Lín- dal er giftur og verður framtíð- Pte. Axel Melsted arheimili hans í sömu bygð og föður hans í Ontario. Pte. Axel J. Melsted, sonur Mr. og Mrs. Axel Melsted í Ár- nes, Man., kom heim úr hernum með S.S. "Queen Elizabeth" fyr- ir skömmu. Hann hefir verið í hernum nærri fjögur ár, á Italíu, Sikiley, Fraklandi, Hollandi og víðar. Lieut. Robert S. Magnússon, Lieut. R. S. Magnússon fæddur í Ballard, Wash., er og kominn heim, en er enn í Banda- ríkjahernum. Hann var í stríð- inu í Evrópu í eitt ár á vestur- vígstöðvunum. Foreldrar hans •eru Jón Magnússon og Guðrún Líndal Magnússon, Ballard, Wash. Er Jón kunnur Islend- ingum af ljóðum er hann hefir ort og birt hafa verið í líslenzku vikublöðunum. aði þá á sósíalistann að heyja einvígi við sig. ÍTR ÖLHTM ATTITM Ný skip, sem C. P. R. félagið er að kaupa í Englandi og sem verið er að hleypa af stokkum, eru öll útbúin með radar-áhöld- um. * * * Framleiðslu í Canada þverrar stöðugt. Hún er nú komin til baka þar sem hún var 1942. * * * Níðingur sá, er íslenzkri stúlku réð bana í Chicago fyrir nokkru, heitir Daniel Patrick Hurley. Hann var s. 1. mánu- dag dæmdur til 40 ára fangelsis- vistar. * * * Edda, dóttir Mussolini og ekkja Ciano greifa, hefir af ítölskum dómstóli verið dæmd í tveggja ára útlegð á Lípari-£yj- unum við Italíu, en þar er hún nú. Hún neitaði að mæta fyrir réttinum og hreyfði sig ekki frá eyjunum. Hún var dæmd í út- Legðina "fyrir hiutdeild sína í fasismanum", eins og segirí rétt- arskjölunum. BRÉF Boðið einvígi Á þingi í Chile, deildu tveir efrideildar fulltrúar nýlega. Hét annar VideLa og var liberali, en hinn Cansaies og er sósíalisti. — Þegar deilan harðnaði, greip Cansales tolekbyttu og kastaði í andmæianda sinn. Videla skor- Vancouver, B. C. Hr. litstj. Hkr.: Hér með sendi eg þér 3 dali fyrir blaðið. Þú gerir svo vel að senda mér kvitteringu. Það er svolítil glaðning fyrir jólin ef margir gerðu það. Svo ætla eg að-segja fáein orð að gamni mínu og geta þess um Leið að eg er svo- lítið eLdri í árinu en Heims- kringla í þessu Landi, var kominn tii Wninipeg 31. júlí 1886. Það- an fór eg út á járnbraut 4 ágúst og fleiri landar. Það var helzt skki hægt að fá aðra vinnu á þeim tímum fyrir karlmenn, og þeir urðu að vera dugiegir tii vinnu og eg var víst álitinn gjaLd- gengur. Við fórum út á brautina sem iögð var út til Argyle; aldrei vissi eg hvernig við komustum þangað, því ekki átti eg grænan túskiiding. En eg heid að við höfum f-ngið fría ferð fram og til baka. Jæja, á staðinn komustum við, þar var ýmislegt að sjá, sem að eg hafði ekki áður séð því þetta var fyrsta ferð mín út á þetta ó- kunna land ogvið vorum staddir í þessari Hóiabygð sem köLiuð var. Þar var mikið um hóla og tjarnir með stórgerðu grasi og mikið um gæsir. Það voru ekki heimgásir heldur viitar gásir, sem aldrei gátu haidið kjafti. Við gátum stundum ekki sofið fyrir aðganginum í þeim. Svo sá eg svolítið dýr sem leit út eins og ioðinn kottur og það hélt eg að aldrei kæmi fyrir, að eg æti svoieiðis skepnu, en það var oft aðal fæða mín eftir að eg kom til Nýja-ísiands, sem aidrei skildi verið hafa. En það er önnur saga. Þetta sem eg var að tala um var rabítur. Það geysuðu miklir sléttueldar það haust. Það var víst þá sem Skafti Arason misti eitthvað af gripum, sem brunnu til dauðs, það brann ait þarna í kring, nema svolítiiL bLettur sem tjöLdin stóðu á og okkur var súrt í augum af reykjarsvælu. Kaup- ið var $1.25 á dag og borið saman við $3.50 á dag nú á dögum hefði það verið kallað sultar- kaup, en fæðið sem við höfðum var aldeiiis fyrirtak, það var kanske munur eða gierharðar skötur og harðir þorskhausar og grútmorkinn hákarl, eða þá þess- ir eiLífu vatnsgrautar. Það var oft þegar eg var bú- inn að hvoKa í mig úr stórri skáL og fór til að hiaupa að þá gutLaði í mér eins og í bLöndukút, sem er ekki nógu fuLlur. Okkur leið vel og við gerðum okkur ýmislegt til gamans, flug- ustum á og hentum skeifum og ýmsar fleiri kúnstir. Þá vorum við kariar í krapinu. Og þegar við fórum heim um haustið, sem var í nóvember, þá vorum við orðnir eins feitir og Jökuidais sauðir, býsna mjúkir viðkomu sumstaðar og þangað fengum við fyrstu blöðin af HeimskringLu. Ritstjórinn var þá Frímann B. Andersno, mesti ágætis maður og nú er eg kominn til Winnipeg aftur. Síðan hef eg Lesið og keypt Heimskringlu; hún hefir einlægt verið mitt blað, eg hef einlægt aðhyLst íhaldsstefnuna. Eg hefi aidrei verið kristinn lib- eraii, en nú er eg kallaður kapi- talisti. Eg hefi einiægt. • lesið bæði biöðin og þegar eg flutti yfir á Vancouver-eyjuna 1920, þá fór eg inn á Lögbergs offisið og keypti blaðið. Þá var kunningi minn Jón Bíldfell ritstjóri og SMÆLKI Eg hafði iitið í Lögberg og Lítið séð. En svo bað eg konuna um kaf fi og kringlu með. L. K. gaf mér þann vitnisburð að eg hafi aidrei eins góðan feng- ið um dagana. — Og síðan hef eg ekki séð hann, því þegar eg fór austur haustið 1941, þá var hann norður í heimsskauta löndum á meðal Eskimóa. Svo ef hann sér þessar línur þá sér hann að eg man eftir því og er honum þakklátur fyrir hans góðu orð. Svo keypti eg bæði blöðin í 18 ár eða þangað til að landar mínir fóru að koma til mín austan að til að setjast að við Campbeli River. Eg vona að þau haldi á- fram að koma út í önnur 60 ár. Það er Lítið um fréttir frá Van- couver. Tíðin hefir verið köld og blaut allan nóvember og það sem af er þessum mánuði. Það hafa verið haldnar hér kvenfélagskonur undanfarið; — þær eru æfinlega góðar og fara vei fram. Kvenfélagið "Ljóma- lind" hefir ekki iáitð sjá sig á leiksviðinu fyrir Langan tíma, vonandi er það ekki að líða undir lok, og IngóLfur og IsafoLd standa bíspert hvert á móti öðru og ríf- ast um þjóðræknismál og ýmis- iegt fieira; og eliiheimiiismáiið aðeins með ilífsmarki. Frá Campbell River er alt gott að frétta. Þar er alt í mikl- um framförum og þar verða fleiri íslendinga á næsta ári, ef alt fer skaplega. Þar er himin- inn heiður og blár og hafið skín- andi bjart. Svo ekki meira að þessu sinni; það er arðið helzt til mikið. Svo óska eg öilum austur þar gleði- Legra jóla og nýárs. Þinn einiægur, K. Eiríksson Einmana eg í æsku var, eg undi með guði hér og þar, eg fór yfir móa og flóa sund, um fjöll og dali og slétta grund. Einmana líka í elli er, ekki veit eg hvernig fer. En huguir minn svífur heims um völl, og hér er mín saga bráðum öLl. K. E.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.