Heimskringla - 23.01.1946, Blaðsíða 3

Heimskringla - 23.01.1946, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 23. JANÚAR 1946 HEIMSKRINGLA 3. SlÐA bæði af foreldrum Steinunnar og fósturforeldrum. — Reistu þau Skúli bú, að Gröf á Höfðaströnd °g bjuggu þar um hríð. Sýslumaður Skagfirðinga Er Skúli var kominn í “ríki” sitt norður þar, gerðist hann brátt aðsóþsmikið yfirvald, og g£kk ríkt eftir að lögin væru í heiðri höfð. Einnig lét hann hér- aðsmál til sín taka. Haijnig beitti hann sér fyrir “samþykt” um hrossabeit og hagagöngu. En Skagfirðingar hafa löngum þótt hestamenn, og voru stóðhjarðir niiklar í héraðinu. Þótti Skúla landspjöll mikil að þessu, en arð- ur Mtill, og miðaði “samþyktin” að því að koma á nokkru hófi í þessu efni. Þá bar það til tíðinda, er Skúli hafði verið fá ár nyrðra, að hol- lenskar duggur strönduðu í Skagafirði, sín hvort árið, 1740 °g 1741. Kom upp úr kafinu að skipsmenn höfðu átt viðskifti við landsmenn, sem var algerlega ó- hsimilt, og lýsti Skúli því strand- góssið konungseign en tók skip- verjana af seinni duggunni til íanga, voru þeir marga mánuði á hans vegum og allvel haldnir. Sendi hann strax bréf til amt- manns með fyrirspurn um hvað gera skyldi við mennina, en úr þeirri átt var naumast von á mikilli ráðkænsku, og lagði amt- maður helzt til, að mennirnir yrðu settir í bát og hrundið á sjó fram. Einnig er hann með skæting í garð Skúla og óskar honum: “Hreinnar samvizku” í sambandi við þetta mál. Er svo var komið “sluppu” mennirnir ór varðhaldinu, og var talið að Skúla hafi hvorki verið það ó- ljúft né ókunnugt, að svo myndi fara. Og komust þeir utan með fiskiduggu. Þessi röggsemi Skúla í “duggu- málinu”, aflaði honum nokkurra óvinsælda hjá mönnum. Enda var það nokkuð skiljanlegt, því viðskiftalífinu var þann veg hátt- að á þeim tímum, að fyrir flesta bá, sem gátu komið því við, var iU nauðsyn, blátt áfram til að halda lífi, að eiga skifti við er- ienda sjómenn. En Skúli var hinn samvizkusami vörður lag- anna, hvort sem kaupmenn eða haupnautar áttu í hlut. Voru í hámælum hafðar ýmsar kviksög- ur um Skúla og róginum -beitt °spart. Var þannig sagt, að hann ^yndi hafa meðhöndlað strand- Sóssið ærið ófrómlega. Var því eigi lítils virði fyrir hann, er sijórnin, 5 árum síðar, er öll kurl v°ru komin til grafar, vottað: h°num viðurkenningu sína, og hrskurðaði honurn 200 rikisdala 'þóknun fyrir röggsemi í þessum ^ólum. — Mátti gifta Skúla 'engstaf betur, en rógur óvildar- manna hans. ^úisurn fleiri útistöðum átti SkúU í um þessar mundir. Þann- ^ varð hann að láta til sín taka °t>verra mælgi Þórodds heyrara ára minningar um sháldskap Borgfirginga ^yrsta hefti er nú komið á . ^hamai-kaðinn, og er það ákveð- mn vilji útgefandans að ekki '®i á löngu að fleiri hefti komx yrir almenningssjónir. — Þetta efti er 30 blaðsíður, í góðri kápu eg prentað á ágætan pappír. — ^erð: 50c. — Fæst í Bókabúð avíðs Björnsson og hjá Viking Press Ltd. á Hólum, sem ásamt öðru viðlíka þokkalegu breiddi út þann orð- róm, að Skúli hefði fyrirkomið Guðrúnu systur sinni, er v^r bú- stýra hans fyrst eftir að hann kom norður. Varð Þóroddur að greiða ríflegar skaðabætur og biðja Skúla skriflega fyrirgefn- ingar. Einnig lenti Skúli í mála- þrasi við Bjarna Halldórsson á Þingayrum, sýslumann Hún- vetninga, er var lögfróður vel og málaflutningsmaður meiri en mannkosta. Veitti Skúla jafnan betur í þeirra viðskiftum. Seinna varð þó vandræðalaust á milli þeirra og var Bjarni einn af ötul- ustu fylgismönnum Skúla við að koma “Innréttingunum” á lagg- irnar. Hólaráðsmaður Er Steinn biskup andaðist ár- ið 1739, var biskupslaust á Hól- um, þar til prýðismaðurinn Lud- vig Harboe settist þar að. Var Skúla að kalla má þröngvað til að taka að sér forsjá stólsins; því hann lét um síðir tilleiðast, að takast það á hendur fyrir þrá- beiðni þeirxa Harboe og amt- manns. En er Harboe sigldi héð- an árið 1745, var . Halldóri Brynjólfssyni veitt biskups em- bættið á Hólum, voru þeir Skúli svilar. Afhenti Skúli biskupi staðinn með gögnum og gæðum, og lét biskup sér það vel líka. En brátt fór hann að ýfast við Skúla út af afhendingu staðarins og lét i veðri vaka að ekki væri öllu til skila haldið. Gekk í þófi um þetta, þar til konungur skipaði þá, Bjarna á Þingeyrum og Guðna Sigurðsson sýslumann í Gullbringusýslu, til að yfirfara vandlega, alla reikninga staðar- ins, og láta Skúla gera að öllu grein ráðsmensku sinnar. Kom álitsgerð þeirra 28. okt. 1746, og segja þeir að Skúli hafi að öllu leyti stýrt staðnum vel og sam- vizkusamlega og sýnt af sér mikla röggsemi. Hafi hann geymt vel húsa og staðar og svarað fullu gjaldi fyrir slit, lát- ið hressa við og byggja að nýju talsvert af staðarhúsum, skilað af sér meiru innstæðufé, en hann veitti móttöku og útvegað nýtt letur til prentverksins. Einnig má bæta því við, að Skúli útveg- aði þangað lærðan prentara og lét prenta bæði sumar og vetur, sem ekki hafði áður verið, og var bókagerð á Hólum meiri og vandaðri að frágangi, en áður hafði tíðkast, meðan hann hafði forsjá þeirra mála. Framh. NÝJA BORGIN A HEIÐ- UNUM Samtal við Masha Scott um Rússland eftir Pearl S. Buck EINU SINNI Á ÁRI . Einu sinni á ári: álfar dansa á svellum, á krossgötum ier gæfa gegnu fólki í boði, búrdúfan hin blíða berst í gegn um þökin, óskastund er opin, örlög spábein hermir, tveir eru tígulkongar,* * tröllin fólki stela, Kvöldriður kljúfa loftin, kirkjugarðar rísa, verður alt að víni vatn í Öxaránni. Ótalið er ennþá undrið stærsta og mesta: einu sinni á ári allir verða góðir. —Mbl. 23. des. Á. Ó. BORGIÐ HEIMSKRINGLU— þvf gleymd er goldin sknld Á Heiðarbrún Nú er komni á bókamarkaðinn ný ljóðabók. Höfundurinn er hið velþekta skáld, Sveinn E. Björnsson iseknir frá Árborg, Man. — Bókin er 232 blaðsíður, PPentuð á ágætan pappír, og í góðri kápu. — Verðið er $2.50. — Bókin er til sölu hjá Viking Bress Limited, ^53 Sargent Ave., Winnipeg, og Bókabúð Davíðs Björns- 5°nar, 702 Sargent Ave., Winnipeg. Einnig hjá útsölu- mönnum víðsvegar um Canada og Bandaríkin. Hó , hó, erum við komin til Magnitogorsk! sagði Masha, í mikilli hrifningu. “Þú manst þegar eg sagði þér frá, hve mikið væri skrifað <í blöðin um bygg- ingar nýju borganna fyrir aust- an fjöllin og öll nýju iðnaðar- verin sem væri verið að setja UPP> og við vorum öll svo hrifin af þessum nýju borgum. Systir mín var farin fyrir nokkrum ár- um til Magnitogorsk, og hún skrifaði mér ihve henni líkaði vel 1 að vera þar, hve skemtilegt, ' hversu alt væri þar nýtt og fuil- komið. Hún bauð mér að heim- sækja sig þangað.” “Var Magnitogorsk virkilega ný borg?” “Já, alveg ný,” svaraði Masha. “Það hafa kanske verið þar áður fáeinar manneskjur. — Undir gömlu stjórninni var þar engin iðnaður né atvinna, þessar fáu mannsekjur sem þar voru, hafa kanske reynt að grafa upp eitt- hvað af járnmettuðu grjóti, en til þess að koma þar upp stóriðnaði þurfti meiri peninga en gamla stjórnin hefði látið sér koma til hugar að leggja fram, enda hafði hún engan áhuga fyrir því; en við höfum bygt borgina frá byirj- un.” “Jæja, við lögðum á stað í íþessa löngu ferð með járnbraut- arlest, og á viðkomustöðunum keyptum við okkur mat, og með- fram brautinni seldi fólkið okk- ur mjólk, soðin egg og steikt hænsni. Á fjórða deginum fór samferðafólkið að segja, að nú værum við rétt komin til Magni- togorsk.” Masha sagði ekkert, en fór að gráta, og tárin runnu sem straumur ofan eftir kinnunum. Það voru gleðitár, eg sá að hún var að hugsa um liðna tíma, svo eg þagði og beið eftir að hún tæki til máls. “Eg vildi óska,” byrjaði hún að segja, “að eg gæti með orðum lýst þeirri hrifningu og þakklæti sem greip huga minn þegar eg sá nýju borgina á þessu auða og ó- frjóa iheiðalandi”, sagði hún iloksins. “Við höfum ferðast svo hundruðum mílna skiftir, án þess að sjá neina stórborg; bara gresjur og heiðar bera við fagur- bláan himinin. En þá sá eg alt í einu yzt við sjónhringinn, bera við himin stórbyggingar, hús og verksmiðjur, og jafnvel logana frá járnbræðslu ofnunum—okk- ar járnbræðsluofnum, sem við höfðum bygt og búið til sjálf.” Við sátum þegjandi imeðan Masha grét. “Eg get ekki sagt ykkur hve dýrmæt Magnitogorsk er til mán,” hélt hún áfram. “Systir mín kom til að táka á móti mér á járnbrautarstöðinni. Maðurinn hennar var aðal yfirmaður einnr- ar deildar verksmiðjunnar. Þau bjuggu í gistihúsi, í einu her- bergi. Þau höfðu einn skáp fyrir fötin sín, legubekk, rúm, stóla og borð, og litla rafmagnsvél til að matreiða á. “Eg man hvað mér þótti alt líta út svo bjart og vingjarnlegt, sólin og loftið svo elskulegt, og alt svo heilnæmt og nýtt. Lofts- lagið á heiðunum er alveg undra- vert, það er sem það geri mann sterkan og léttlyndan, eins og maður geti hlegið að öllu, matar- lystin verður svo góð, og maður finnur til fagnaðar yfir því að lifa. Svo eg afréð að eg skyldi vera þar. “Eg vildi, auðvitað, halda á- fram mentun minni. Svo eg husgaði mér að fá kennarastöðu við barnaskóla og halda áfram námi sjálf í frtístundum mínum, svo eg sneri mér til atvinnumála skrifstofunnar, og maðurinn sem eg átti tal við sagði við mig: ‘Ó, Moskoichka, við höfum nóga vinnu af hvaða tegund sem þú vilt!’ Svo það var þannig að eg byrjaði að kenna, og læra. Þessi skóli var fyirr alla sem vildu læra á kvöldin. Það var iverka- fólk úr skrifstofum frá verk- j smiðjunum, frá járnbræðslu ofn- unum, menn sem unnu á dagin, en lærðu á kvöldin, þeir lögðu stund á margar fræðigreinar. í öllum deildum voru kend al- ! menn fræði, en þar voru og sér- fræðisdeildir fyrir hærri vísindi, bókmetnir, tungumál og stjórn- fræði, i stuttu máli, í hvaða fræði sem maður vildi leggja stund á 1 að læra. “Þannig byrjaði mitt nýja líf í Magnitogorsk, og eg hef verið þar síðan og liðið ákjósanlega vel. G. E. E. þýddi LEIÐRÉTTING Kæri S. Thorvaldson: Eg sé að þú hefir gefið upplýs- ! ingar til ritstjóra Heimskringlu um heimsókn þá, sem fólkið hér í Riverton hafði á mig í tilefni ' af 80-asta afmæli mínu. Eru I þar sömu hlýindin til mín frá þinni hálfu, eins og í áVarpi þínu 1 í minn garð áminstan dag og þakka eg þér kærlega fyrir. En sérstaklega er eitt atriði, ' sem mætti leiðrétta. Þar er sagt að við Sigrún höfum átt 4 börn, en þau voru 6. Þrjú eru dáin og 13 eru lifandi, Capítóla, Thor- björg og Alvin. Fjóra fyrstu vetur mína vann eg í búðinni hjá Stefáni og Jóhannesi á Hnaus- um.l) 11 mánuði vann eg hja Oglivie mylnufélaginu í Winni- peg stöðugt. Þess á milli var eg í Winnipeg, þegar eg var ekki í útivinnu. Það annað, sem sagt er í nefndri grein, viðvíkjandi mér, svo sem, hvar eg er boirinn í heiminn, um för mína vestur um haf er alveg rétt, og hvenær eg kom norður að Fljóti. Forláttu þetta ljóta klór. Líði þér og þínum vel. Virðingarfylst, —18-1-46. J. Sigvaldason FRÉTTIR FRÁ ÍSLANDI Laufey Valdimarsdóttir látin Laufey Valdimarsdóttir form. Kvenréttindafélags íslands lézt úr hjartasjúkdómi á gistihúsi í París 9. des. s. 1. Hún fór utan um miðjan okt. s. 1. til að sitja alþjóðaþing kvenna í Genf og mætti þar s^m fulltrúi Kvenréttindafélags Is- lands. Að því loknu sat hún ann • an alþjóðafund kvenna í París. Við útför hennar voru ýmsar konur, er verið höfðu fulltrúar á alþjóðafundi kvenna, þ. á m. konur frá Frakklandi, Grikk- landi, Ungverjalandi, Uruguay og Sovétríkjunum. Fregnin um lát Laufeyjar 'barst til bróður hennar, Héðins Valdimarssonar, frá Henri Bois- sin, er var sendikennari í frönsku við háskólann hér 1933-’34, en eins og kunnugt er hefir Island engan sendiherra né ræðismann í París. Dauða Laufeyajr hefir borið að með skjótum hætti, því á aðfangadag barst Héðni Valdi- marssyni bréf frá henni, sem var dagsett 6. des., þar sem hún sagð- ist mundi fara til Sviss 10. des. Laufey Valdimarsdóttir var fædd 1. marz 1890. Foreldrar hennar voru hin þjóðkunna kvenréttindakona Bríet Bjarn- héðinsdóttir og Valdimar Ás- mundsson ritstjóri. Hún varð stúdent 1910 og var hún fyrsta konan, sem gekk gegnum menta- skólann, en áður höfðu tvær kon- ur tekið stúdnetspróf utanskóla. Því næst fór hún til náms við Kaupmannahafnar háskóla og tók þar heimspekipróf og lagði síðan stund á málanám, ensku, frönsku og latínu í 6 ár. Hún kom heim 1917 og gerðist erlendur 1) Hkr. studdist við það sem í Sögu Nýja-íslands eftir Þorleif Jackson segir um Jón. Hún biður forláts á ranghermi því, sem að ofan getur um. bréfritari, fyrst hjá Landsverzl- ! uninni og síðar hjá Olíuverzlun Islands. Laufey tók þegar á unga aldri þátt í kvenréttindabaráttunni og tók við formensku Kvenréttinda- 1 fél. íslands af móður sinni 1927 og var form. félagsins til dauða- dags. Mætti hún oft sem fulltrúi Islands á alþjóðafundum kvenna víðsvegar í Evrópu. Aðaláhugamál hennar voru kvenréttindamálin og bar hún I mjög fyrir brjósti ekkjur, ein- stæðar mæður, börn og munað- | arleysingja og helgaði alla starfs- I krafta sina baráttunni fyrir | réttindum og hagsmunamálum þeirra. Fyrir forgöngu hennar stofnaði Kvenréttindafélagið Mæðrastyrksnefndina og var Laufey íormaður nefndarinnar frá upphafi. Laufey barðist ekki aðeins fyrir pólitísku jafnrétti kvenna, hledur einnig efnahags- legu jafnrétti og rétti mæðra til launa. Laufey skrifaði fjölda greina í tímarit og blöð varðandi áhuga- mál sín, flutti útvarpserindi og fór fyrirlestrarferðir um landið á vegum Kvenréttindafélags ís- lands. Laufey tók einnig mikinn þátt í stjórnmálum, fyrst með Al- þýðuflokknuiti og var nokkrum sinnum í framboði til Alþingis, og átti um tíma sæti í framfær- slunefnd Reykjavíkurbæjar sem fulltrúi Alþýðuflokksins. Laufey var ein af stofnendum Sósíalistaflokksins og átti um skeið sæti í miðstjórn hans. Síðustu árin gaf hún sig ekki að flokkspólitískri starfsemi. —Þjóðv. * * * Viðskiftasamningur milli tslands og Finnlands Samkvæmt fyrirlagi ríkis- stjórnarinnar fóru þeir Pétur Benediktsson sendiherra og Ein- ar Olgeirsson alþingismaður til Finnlands í september mánuði til samningaumleitana við finsku ríkisstjórnina um viðskifti milli Islands og Finnlands. Samning- ar þsssir gengu greiðlega og var gert uppkast að samningi, sem ríkisstjórnir beggja landa hafa nú fallist á. Hinn 4. des. var gengið endan- lega frá viðskiftasamningnum í Helsingfors, og undirskrifaði Pétur Benediktsson snediherra hann þann dag fyrir hönd ís- lenzku ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt þessum samningi heita ríkisstjórnir beggja landa að veita gagnkvæmt innflutn- ings- og útflutningsleyfi fyrir þeim vörutegundum sem sérstak- lega eru tilgreindar í fyilgji- skjölum, með samningm|m, en munu þó einnig vinna að því að greiða fyrir kaupum og sölum á öðrum vörutegundum. Ríkis- stjórnirnar heita hvor' annari ennfremur að stuðla að því, að samningar takist um vörukaup milli inn- og útflytjenda í báðum löndunum. Þessi viðskifti eru þó því skilyrði bundin, að ríkis- stjórnir beggja landa leggi sam- þykki sitt á verð og gæði þeirra vörutegunda, sem inn- og útflytj- endur semja um. Hvorug rikis- stjórnin er skyld til samkvæmt samningnum, að veita fyrirtækj- um eða einstaklingum innflutn- ingsleyfi, ef þessir aðilar eiga ekki rétt á slíkum leyfum, sam- H HAGBORG FUEL CO. H ★ Dial 21 331 NoO.1)' 21 331 — GERANIUMS 18 FYRIR 15c Allir sem blómarækt láta sig nokkuð snerta ættu að fá útsæðis- pakka af Geraniums hjá oss. Vér höfum úr feikna birgðum að velja af öllum litum, hárauðum, lograuð- um, dókkrauðum, crimson, maroon, vermilion, scarlet, salmon, cerise, orange-red, salmon pink, bright pink, peach, blush-rose, white blotched, varigated, margined. Þær vaxa auðveldlega og blómgast á 90 dögum frá sáningu. Pakkinn 15c, 2 fyrir 25c, póstgjald borgað. Sáið nú. SÉRSTAKT TILBOÐ: 1 pakki af ofan- skráðu útsæði og 5 pakkar af völdu útsæði fyrir húsblóm, alt ólíkt og vex auðveldlega inni. Verðgildi $1.25 —öll fyrir 60c póstfrítt. Pantið beint eftir þessari auglýsingu. FRÍ—Vor stóra útsœðisbók fyrir 1946 Enn sú fullkomnasta. 79 DOMINION SEED HOUSE Georgetown, Ontario kvæmt gildandi reglum í hvoru landi. Um grisiðsluskilmálana gildir sú meginregla, að greiðsla skuli fara fram á báða bóga í dollur- um. Þó getur ríkisstjórn Islands ef ríkisstjórn Finnlands óskar þess, veitt eins árs gjaldfrest á greiðslum fyrir síld og ull gegn víxlum sem xíkisstjórn Finn- lands samþykkir eða ábyrgist. Af Islands hálfu er gert ráð fyrir að selja til Finnlands salt- síld, hraðfrystan fisk, þorskalýsi og ull, en kaupa þaðan efni í síld- artunnur, pappírsvörur, þ. á m. blaðapappír, annan prentpappír og pappaumbúðir, eldspýtur, húsgögn, sportvörur, ýmiskonar áhöld úr tré, þ. á m. vinnuáhöld og búsáhöld, og fræ. Samningarnir gengu í gildi nú þegar og gilda til ársloka 1946. —Mbl. 7. des. * * * Veðurlagsins blíða Það er eins og árið 1945, sem nú er að syngja sitt síðasta vilji bæta okkur Reykvikingúm ofur- Mtið upp allar rigningarnar í sumar með þeirri einstöku veð- urblíðu, sem verið hefir síðustu dagana. Dagurinn í gær var eins og vordagur, hlýr og fagur. Menn gengu yfirfrakkalausir um göt- urnar og eigendur blæjubíla settu niður toppinn. Það vantar ekkert nema að einhver sjái ló- una til þess að við tryðum því að komið væri vor. Ennþá er þorrinn eftir og góan og þó margir séu bjartsýnir í bili, þá vitum við ekki hvað næsta ár hefir upp á að bjóða hvað snertir veðurlag og önnur veraldleg þægindi. Það er bezt að reyna að njóta veðurbMðunnar á meðan hún er og búa sig samt undir þorrann. —Mbl. (Um áramótin). Heimskringla er til sölu hjá hr. bóksala Árna Bjarnarsyni, Akureyri, Island. * * ★ Framvegis verður Heims- kringla fáanleg í lausasölu, hjá hr. bóksala Lárus Blöndal, Skóla vörðustíg 2, Reykjavík, Island. John S. Brooks Limited DUNVILLE, Ontario, Canada MANUFACTURERS OF GILL NETTING Okkar net eru búin til úr beztu tegund af hör tvinna og fyrsta flokks “Sea Island Cotton” og egypskum tvinna. Þér megið treysta bœði vörugœðum og verði Allar pantanir fljótt og ábyggilega afgreiddar. Captain M, R. Janes, Leland Hotel, Winnipeg UmboðsmaSur fyrir Manitoba, Saskatchewan og Alberta

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.