Heimskringla - 30.01.1946, Blaðsíða 2

Heimskringla - 30.01.1946, Blaðsíða 2
2. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 30. JANÚAR 1946 Gullbrúðkaupsfrétt frá Vancouver, B. C. Miðvikudagskvöldið, þann 24. okt. (s. 1.) 1945, héldu þau sæmd- arhjónin Jón Elías Jóhannsson Straumfjörð og kona hans Ingi- ríður Jónsdóttir, fimtíu ára hjónabands afmæli sitt; sem venjulega er nefnt gullbrúðkaup. Þau höfðu gift sig þ. 24. okt. 1895 hjá föður hans, í Engey í Nýja Islandi. Séra Oddur V. Gíslason var þá sóknarprestur þar í bygð og gifti hann þau. Forstöðufólkið, sem stóð fyrir þessu samsæti, voru aðallega fjórir synir þeirra og eiginkonur, og aðrir ættingjar. Nöfn sona þeirra eru sem hér segir: Jóhann, gullsmiður og verzlunarmaður í Seattle, Wash.„ og Jón, læknir í Astoria, Calif., og Halldór, fiski- kaupmaður hér í borginni, og Júlíus, sem er aðstoðarmaður hans við fiskiverzlunina og er hann yngstur af bræðrunum. — Allir eru þeir giftir og þrír þeir eldri eiga íslenzkar konur, en sá yngsti canadiska; um nöfn á kon- um þeirra, er mér ókunnugt um, en að mínu áliti eru þær allar hver annari vænni og fallegri. Og þær íslenzku tala móðurmál sitt með ágætum framburði, eins og eiginmenn þeirra, þegar þess gerist þörf, eins og t. d. í þessu samsæti. 4 En eg þykist vita, að í dag- legu heimilish'fi og búsýslustörf- um, sé ensk tunga aðal málið. Áðurnefnt forstöðufólk, fyrir þetta samsæti, hafði tekið á leigu sameignar nábúa fundarhús, — (community hall) við Lilloett stræti, sem er aðeins um 5—6 hundruð fet frá heimili þessára hjóna. í>au eiga ljómandi snot- urt nýtízku hús að 3103 E. Geor- gia stræti i suðaustur hluta bæj- arins. iEn hús þeirra hefði ekki rúm- að allan þann mannfjölda, sem vitanlegt var fyrirfram, að mundu verða viðstaddir, til að heiðra þau með nærveru sinni og hamingjuóskum þetta á- minsta kvöld, í tilefni af 50 ára hjónabands afmælinu. Samsætið byrjaði kl. 8 e. h, og voru þá flestir aðkomugestir mættir, á að gizka um hundrað og fimtíu manns. Og við svona tækifæri er auðvitað sjálfsagt að hafa prest til að endurnýja 50 ára gamlan hjónasáttmála og biðja þeim blessunar til æfiloka. Og þetta embættisstarf fram- kvæmdi hinn velþekti frjáls- trúarprestur, séra Albert Kristj- ánsson frá Blanie, Wash. Hann hafði ennfremur verið boðinn og beðinn að vera veizlu- stjóri og framsögumaður allra móta um tilhögun á skemti- skránni, sem var bæði f jölbreytt og ánægjuleg í alla staðx, í söngvurh og ræðum og rausnar- legum veitingum í mat og diykk. Eins og alsiða er, sátu gull- brúðkaupshjónin í öndvegi, og synir þeirra fjórir til beggja handa, ásamt konum þeirra og dætrum. Einnig bróðir gull- brúðgumans — Jóhann Straum- fjörð og kona hans Björg Kristj- ánsdóttir. Hún var skólakennari í. Nýja Islandi áður en þau gift- ust 14. júlí 1895, og áttu þau gull- brúðkaupsafmæli s. 1. sumar í Blaine, Wash., eins og getið var um í íslenzku blöðunum ekki alls fyrir löngu. Þegar allir bekkir í salnum voru orðnir alskipaðir með veizlugesti, sagði séra Albert samkomu þessa setta, og ávarp- aði svo afmælishjónin með ham- ingjuósk um framtíðar ástsælt hjónaband um mörg ókomin ár. Og þessa ósk sagðist hann bera fram í nafni allra viðstaddra, bæði vandamanna og vina. Þar næst bað hann alla að rúsa á fæt- ur, og syngja hinn alkunna brúð- kaupssálm, “Hve gott og fagurt og indælt er”. Að söngnum lokn- um settist fólk aftur í sæti, en séra Albert flutti þar næst langa og snjallorða ræðu til afmælis- hjónanna sem hann sagðist hafa Jón E. Straumf jörð og Ingiríður Jónsdóttir Straumf jörð Ávarp f rá Lundarbúum í Manitoba til Ingiríðar og Jóns E. Straumfjörð A GULLBRÚÐKAUPSDAGINN 24. OKTÓBER 1945 “Vinir aldrei vinum gleyma.” Þótt fjöll og firnindi hamli vinum ykkar og fyrver- andi nágrönnum í Lundar-bygðinni, að sitja gullbrúð- kaupið, sendum við ykkur hjartans kveðjur að austan. Við sjáum ykkur í anda þegar sól sígur til sævar, og kveldgeislarnir krýna hin silfurhærðu höfuð þeirra, sem um hálfrar aldar skeið hafa með trúmensku saman unnið og saman notið þess blíða og stríða, sem Drottinn gaf ykkur til þroska og gæfu, á margbreytilegum æfiferli. Þetta ljósskeyti ber ykkur kærleiks kveðjur og þakkarorð frá lífsins herra fyrir vel unnið æfistarf. Megi þeir geislar breiða birtu og yl inn í kveldkyrð ellinnar. Það er einlæg ósk okkar allra, sem einnig höfum svo margs að minnast og fyrir svo margt að þakka frá samveru árunum. Björg og Björn Björnsson Sigríður og Sigfús Borgfjörð Sveinrún og Albert Einarsson Guðrún og Ágúst Eyjólfsson Kristiana og Kristján Fjeldsted Laufey og Clifford Harris Steinunn og Jón Kristj'ánsson Margrét og Daniel Líndal Emily og Sigfús Jóhannsson Helga og Jón Jóhannsson Sigrún og Jón Jóhannsson Ingibjörg og Jón Sigurðsson Eiríkur Scheving þekt og kynst, um fjölda mörg I ár, á æskustöðvum sínum og | þeirra, austur í Nýja Islandi, og í Lundar-bygðinni í Manitoba. Séra Albert talaði bæði á ís- lenzku og ensku, sökum þess að sumt af yngra fólkinu er ekki nógu vel mentað á móðurmáli sínu, íslenzkunni, svo það skilji til hlítar íslenzkar ræður. Næst á skemtiskránni Voni þrjár ung- ar stúlkur, með fíólínspil og ein- söngva á ensku máli. Fyrst var Beverly Clark, aðeins 9 ára gömul, með fíólín solo, regluleg- ur snillingur í íþeirri ment, og var hún kölluð upp tvisvar eða þrisvar við dynjandi lófaklapp. Faðir hennar er enskur en móð- irin þýzk; foreldrar hennar enx nágrannar og kunningjafólk brúðhjónanna. Þessu næst kallaði veizlustjóri á Unni Jóhannsdóttir (gullsmiðs) með einsöng (solo) og varð hún að syngja í annað sinn, við ágæt- is orðstír. Næst söng önnur ung ! stúlka solo, hún heitir Dorothy Thordarson, bróðurdóttir Önnu, konu Halldórs Straumfjörðs, og fórst henni það prýðilega og varð hún einnig að syngja í annað sinn eins og hin. Næst kallaði séra Albert á unga stúlku með fíólínspil (solo). Hún heitir Marjory Luft, og er móðir hennar íslenzk og heitir Guðrún Þuríður, venjulega köll- uð Edith; hún er dóttir Stefáns Andersonar húsasmiðs, sem lengi átti heima í Winnipeg; hann var bróðir Williams (Guðm.) Ander- son, sem dó hér í Vancouver fyr- ir mörgum árum síðan. Og móð- ir hennar hét Arnfríður og var hún systir Ingiríðar konu Jóns Straumfjörðs. Hún er sömuleið- is dáin fyrir ótal ánim 9Íðan. En í Stefán er enn lifandi einhver- staðar uastur í íslenzku bygðun- um í Manitoba. Þessi unga stúlka er efni í af- burða snilling í hljómfræðis og bogalistinni, sem vakti mikla hrifningu og aðdáun allra til- heyrenda, enda er sú gáfa henni í blóð borin í móðurættina, þar sem afi hennar, Stefán Ander- son og Guðm. (sál.) bróðir hans voru báðir fíólín spilarar, og söngfróðir og skemtu oft löndum sínum með hljómleikum á yngri árum sínum austur í Winnipeg. Stúlka þessi var kölluð upp þrisvar sinnum, og aldrei ætlaði xófaklappi fólksins að linna að endingu, í þakklætisskini fyrir framkomu hennar og listfengi í tónleikunum, því öll voru lögin sem hún spilaði eftir heimsfræga tónsnillinga. Næstur á skemtiskránni var Elías Breiðfjörð frá Blaine, með tvo einsöngva; hann er sömu- leiðis snillingur í söngmentinni. Fyrst söng hann á íslenzku okk- a.r alkunna kvæði, eftir skáldið Þorst. Erlingsson, “Sú rödd var svo fögur svo hugljúf og hrein”, og ennfremur annan söng á ensku máli, en eg man ekki nafn á honum, en einróma þakklæti á- heyrenda fékk hann að launum, enda er hann einn af okkar snjallari söngmönnum í okkar bygðarlögum. Að öllum þessum hljómleikum og söngvum enduðum, stóð sam- sætisstjóri, séra Albert upp, og bauð öllum sem vildu, að taka tiL máls og ávaipa afmælisbrúð- hjónin, og fyrstur til þess varð Archibald Orr, byggingameistari hér í borginni. Hann er íslenzk- ur í móðurætt, en faðir hans var enskur og mun hann hafa verið uppalinn í Nýja íslandi. Móðir hans heitir Sigrún og er nú 86 ára gömul og er hún til heimilis hjá syni sínum og tengdadóttur, sem er alíslenzk og heitir Þóra Sigurðardóttir og er bæði falleg og væn eiginkona og prýðilega skynsöm og vel máli farin á mannamótum, og skipaði hún forsæti ekki alls fyrir löngu í kvenfélaginu “Sólskin”, sem frægt er orðið hér okkar á meðal. Núverandi forseti “Sólskins” er húsfni Matthildur, kona Carls Friðrikssonar. Hún er systir frú R. Pétursson ój* ungfirú Hlað- gerðar Kristjánssonar í Winni- P£S- Archibald Orr talaði á báðum málunum, ensku og íslenzku, en tamari er honum ensk tunga, sem eðlilegt er, þó hann lærði móð- urmál sitt ungur í heimahúsum, en enskuna í skóla. Hann hafði margt fallegt og gott að segja um brúðhjónin, af gamalli kynn- ingu af þeim þar austurfrá og öllu þeirra fólki. Hann gerði ræðum sínum góð skil með fyndni og fjöri, sem honum er lagin. Og fékk hann óspart lófa- þakklæti hjá öllum tilheyrend- um. Næsti ræðumaður var Jón H. Johnson frá New Westminster, og fórst það snildarlega. En hann flutti ræðu sina á íslenzku ræða hans var að mestu leiti andlegs efnis, bæði skynsamleg og lífræn um mannlíf vort í heild sinn hér á jörðu, enda er hann sálarfræðingur og sterkur anda- rannsóknar trúmaður, og sér- staklega fróður í þeirri fræði- grein, á sama tíma sem hann er drengur góður, og ágætur Islend- ingur. En samt er hann stund- um misskilinn af almenningi, eins og svo margir aðrir sem nýjar stefnur boða, sem ekki eru veraldarlegs eðlis, og þessvegna naumast í samræmi við tuttug- ustu aldar menninguna, t. d. gullkálfinn og herguðinn. Að ræðu sinni endaðri fékk hann einróma þakkir eins og allir aðr- ir sem skemtu gestunum. Næsti ræðumaður var bróðir brúðgumans, Jóhann J. Straum- fjörð frá Blaine, Wash. Hann byrjaði ræðu sína með hamingju- óskum til heiðursgestanna, bróð- ur síns og konu hans, ásamt sona þeirra og eiginkvenna og barna. Hann sagðist álíta að þau hefðu ávalt lifað farsælu hjónabands- lífi, og getið sér góðan orðstír hvar sem þau í bygð voru bú- sett, og á margan hátt mættu þau teljast hamingjusöm, og sómi sinnar ættar fram á þenn- an dag. Auðvitað sagðist hann vita, að oft hefðu þau mætt ýmis- konar erfiðleikum og jafnvel eignatjóni á sínum fyirstu frum- býlisárum í Mikley — eins og margir fleiri af okkar eldxa land- námsfólki hér í álfu. Að end- ingu sagði hann, að á þessum hamingjusama hátíðisdegi, í minningu um 50 ára hjónaband mættu þau vel una hag sínum, þar sem þau væru efnalega sjálf- stæð, og andlega og líkamlega hraust og heilbrigð, og umkringd vandafólki og vinum. Þegar Jóhann tók sæti sitt, stóð upp kona hans, frú Björg (Bella) og ávarpaði afmælishjón- in í sama anda og maður hennar, með þakklæti til þeirra fyrir liðnu árin, og lukkuósk um bjarta og langa lífdaga í fram- tíðinni. Frú Björg er vel máli farin, enda vel mentuð og var skóla- kennari á sínum æskuárum. Hún er mikilhæf kona, stjórn- söm og sístarfandi innan sem utan heimilis síns, og alstaðar sjálfkjörin í öll velferðarmái til framkvæmda í sinni bygð. Eftir nokkra mínútna hlé, stóð gullafmælis brúðguminn upp og flutti mjög hjartnæma þakklæt- isræðu til allra ástvina sinna og boðsgestanna, fyrir að heiðra sig og konu sína með lofræðum og gjöfum, sem voru bæði margar og merkar. Hann sagði að þessi kvöldstund mundi verða sér og konu sinni minnisstæð til æfi- loka. Er hann hafði sæti tekið, stóð gullafmælisfrúin upp og hélt snjalla ræðu, mjög svo við- kvæma og velhugsaða til allra viðstaddra. En þó sérstaklega til sona sinna og barnabarna, og annara ættmenna, sem aðallega hefðu staðið fyrir þessu indæla og ánægjulega samsæti hér í kvöld, sér og bónda sínum til heiðurs um ljúfar og ástkærar endurminningar um giftingar- daginn fyrir 50 árum. Hún sagði mér seinna, að aldrei fyr hefði hún haldið ræðu á opinberum mannfundum, og sé það satt, þá tókst henni þessi fyrsta tilraun ágætlega að allra dómi. Þessu næst tóku til máls þrír af sonum þeirra, í þeirri röð sem hér segir: Jóhann, Dr. Jón og Halldór. Og fluttu þeir hver um sig yndislega hjartnæmar og vel hugsaðar ræður, með hamingju- óskum til foreldra sinna, og sem þakklætisvott fyrir ást þeirra og umhyggju fyrir að koma þeim til menta og vellíðunar, á æskuár- um sínum. Og sögðust þeir biðja guð að launa þeim, alla þeirra föður og móður ást og umhyggju til æfiloka. Þegar hér er komið sögu, var skemtiskráin á enda. En þá komu ótal yngismeyjar með silfur- bakka ií höndum og glóandi rauð- vínglös til útbýtingar til allra, og reis þá alt fólk úr sætum til drykkjar, og til að segja “skál” til brúðhjónanna og óska þeim til hamingju. Þessu næst út- býttu frammistöðu stúlkurnar matar og sælgætis diskum og kaffibollum til allra þar sem þeir sátu, því engin langborð voru í salnum, og urðu víst allir vei mettir, því rausnarlega var veitt, og allir voru réttiirnir fram- reiddir og tilbúnir samkvæmt ís- lenzkri venju og mælikvarða. Næst á dagskrá var brúðar- kakan, sem stóð á borði fyrir framan öndvegispallinn, og var hún mesta gersemi á að líta, skreytt með gulldregnum borð- um og logandi kertaljósum. Og nú reis gullafmælis brúð- urin úr sæti til að skera kökuna í hundrað og fimtíu stykki, svo allir viðstaddir fengju sinn skerf af henni, og áðurnefndar-frammi stöðu stúlkur sáu um það að allir fengju eina sneið af brúðarkök- unni. Næst voru brúðargjafirnar af- hjúpaðar og afhentar afmælis- hjónunum í hásætinu. Og voru það mestu drýgrpiir á að líta: frá sonum þeirra tveir gullhring- ir með nöfnum þeirra í skamm- stöfun, sömuleiðis stofulampi og stór stöfuspegill og eitt hundrað dalir í jpeningum, samskot frá ættingjum þeirra og vinum. Þegar afmælishjónin höfðu í sameiningu þakkað fyrir gjafirn- ar buðu þau öllum sem vildu kpma til að skoða þessa skraut- gripi, og risu þá allir upp úr sæt- um til þess, og til að taka í hend- ur á heiðursgestunum með þakk- læti fyrir þetta skemtikvöld, og alla umliðna viðkynningu fyr og síðar. Þar sem nú var komið fast að miðnætti fór fólk að týgja sig til heimferðar, og þessu ánægju- lega samsæti var lokið. Athugasemd: — Tvö ham- Lítið ávarp til hjónanna Jóns E. Straumfjörð og Ingu konu hans A 50 ARA GIFTINGARAFMÆLI ÞEIRRA Kæru vinir: Fimtíu ár eða hálf öld er nokkuð langur tími og margt ber við á því tímabili, en það er ekki langt þegar litði er til baka og það exrekki langt fyrir þá sem elskast innilega og bera byrði lífsins hvert með öð.ru með fagnaðargeði og taka hverju sem að höndum ber með stillingu. Því þó sólin skíni oft gla-tt, þá eru þó flestir varir við að stundum kemur hregg og hníð og það dregur fyrir gleðisól lífsins. Það hafið þið góðu hjón reynt ekki síður en aðrir — samt eruð þið nú hér eftir öll þessi ár með gleðibros á andlitum ykkar. Mig furðar reyndar ekkert á því þegar þið lítið yfir allan hópinn af vinum og vandamönnum ykkar, sem eru allir glaðir að vera með ykkur og allir vinirnir sem ekki geta verið hér með ykkur í kvöld, en senda ykkur hlýjar hugsanir. Allir þessir vinir vilja gleðjast með ykkur og þakka fyrir samfylgdina. Kæri frændi minn Jón, eg get ekki gengið framhjá því að minnast á þína góðu konu sérstaklega. Mikill láns- maður varst Iþú þegar þú náðir ást hennar. Þú hefðir hvergi getað fengið betri samfylgd á lífsleiðinni. Hún hefir alið þér indælu drengina ykkar og hjálpað þér til að ala þá upp svoleiðis að þið megið vera stolt af þeim. Hún hefir alstaðar komið fram til góðs þar sem hún hefir náð til, sérstaklega þeim sem hafa orðið undir í lífsbar- áttunni. Það hefir þú vinur minn líka gert, sá sem dæmir rétt metur það sem vel er gert. Það sem er gert af mannkærleika en ekki til að sýnast fyrir mönn- um. Því mun faðir lífsins ekki gleyma. Eg þakka ykkur fyrir öll gæðin til mín og minna. Börnin mín þakka ykkur fyrir sig og föður þeirra. Megi friður guðs vera með ykkur nú og alla tíma. A. G. Breiðfjörð

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.