Heimskringla - 30.01.1946, Side 3

Heimskringla - 30.01.1946, Side 3
WINNIFEG, 30. JANÚAR 1946 HEIMSKRINGLA 3. SIÐA ingjuóskaskeyti höfðu gullbrúð- kaupshjónunum verið send, til upplesturs, en fyrir gleymsku eða vangá, voru þau ekki lesin upp opinberlega á samkomunni en fylgja nú þsesum línum til birtingar. Sömuleiðis hafði sá sem þetta ritar sett saman fáein erindi i ljóðformi til upplesturs, til brúð- hjónanna. En sem ekki komst á dagsferána, fyr en sumt af gest- unum voru farnir heim, og þess vegna fylgir það ekki þessari rit- fregn. Þ. K. K. Það er aldrei of seint að geta góðra manna. MINNINGARORÐ Sgt. Jakob Bjarnason (Höfundur eftirfarandi “Minn- ingarorða”, H. E. Magnússon, gerir í bréfi til Hkr. þessa grein fyrir þeim: Eg var að blaða í gömlum handritum nýlega og rakst á eftirmæli, sem eg hafði skrifað fyrir tilhlutun þjóðrækn- isdeildarinnar “Vestri” hér í Seattle. Eftirmælin eru um Sgt. Jakob Bjarnason, sem dó hér fyr- ir 19 árum. Hann var stórmerk- ur Islendingur og hans hefir hvergi verið opimberlega minst í islenzkum blöðum að neinu leyti, svo eg til viti. Þessi minningar- orð sem eg sendi þér, voru lesin á opinberum fundi rétt eftir að hann dó hér í Seattle. Vitaskuld hefði eg átt að senda blöðunum þau, en trassaði það, hélt kanske aðrir mundu minnast hans. Nú er það skoðun mín að aldrei sé of seint, að minnast mætra manna af okkar þjóðflokki, svo iengi sem hin elskulegu íslenzku blöð, eru hér við líði, eg segi elskulegu, því eg veit að margur landinn hér myndi ekki draga andann lengi rótt, ef þau hættu að koma út. Eg legg þetta samt í þitt vald og veit að þú gerir þar eins og við á.) Fimtudaginn 6. október 1927, laust þeirri harmafregn yfir Is- lendinga í Seattle, Wash., og grendinni, að lslendingu:rinn Jakob Bjarnason væri látinn. Dauða Jakobs bar að með þeim bætti, sem hér skal greina: Hann var nýkominn heim frá lögreglu- stöðinni þar sem hann hafði gengt störfum sem umsjónar- ^aður næturvarðarins um lang- an undanfarin tíma; þennan ^orgun hafði hann ávarpað systir sína, Mrs. Ryan, og heim- ilisfólkið vingjarnlega eins og hann átti vanda til þegar hann kom heim. Skömmu síðar hafði hann gengið inn í baðherbergi hússins; systir hans var þá stödd 1 garðinum fyrir utan húsið. Fftir litla stund heyrðist henni eitthvað þ'ungt falla á gólfið inni 1 húsinu, svo hún kallaði til bróð- Ur síns til að fá að vita hvað um v®ri að vera, en fékk ekkert svar. Gekk hún þá inn í húsið °g ætlaði að opna baðherbergis Jyrnar, en varð þess ekki megn- ug fyrir þyngslum, sem láu á hurðinni. Greip hana þá hræð- s|a, svo hún kallaði nágranna sér ^ hjálpar; opnuðu þeir hurðina °g fundu Jakob örendafi á gólf- |nu, var samstundis símað eftir ^knir og lýsti hann því yfir að akob hefði dáið af hjartaslagi. bvií verður aldrei fyllilega ^eð orðum lýst, hversu stórkost- leg svipbrigði og hugleiftur gagntaka sálir manna þegar slíka atburði ber að höndum, sem hér er um að ræða. Dauðinn er ekkert nýtt atriði í sögu mannkynsins, vér vitum að með lífinu erfa allir dauðann, en þó verða það ávalt tvö mótstæð öfl í sálum vorum; lögmál nátt- úrunnar er hefir skipað sér fyrir frá öndverðu, að alt heilbrigt líf, elskar lífið og forðast dauð- ann, og því getum við mennirnir aldrei fyllilega sætt ofekur við þegar dauðann ber að garði, og sízt eins snögglega og fyrirvara- laust og hér átti sér stað með vin vorn og ættlandsbróður, — Jakob Bjarnason. Alt sem vér megnum við slík sorgartilfelli, er að drjúpa höfði í lotningu fyrir þeim krafti, sem gefur okkur styrk til að standa uppréttiir og taka aftur til starfa, á þeim auknablikum lífs vors er mest reynir á, sem vanalega eru þær stundir, þegar ástvinir vorir og samferðamenn eru kallaðir af leið, en vér starum fram fullir saknaðar og ljúfra endurminn- inga. Jakob sál. Bjarnason var fæddur 10. maí 1874 í Sviðugörð- um í Árnessýslu á Islandi. For- eldrar hans voru þau Bjarni Þor- varðarson bóndi í Sviðugörðum, og kona hans Guðrún Pálsdóttir frá Gaulverjabæ í sömu sýslu. Jakob sál. var elztur af 8 börn- um og eini sonurinn; eru fjórar systur hans á lífi, þrjár eru gift- ar og básettar heima á Islandi, en ein, Mrs. Grace Ryan, búsett í Seattle, Wash. Misti hún mann sinn fyrir mörgum árum, eftir það stjórnaði hún búi fyrir bróð- ur sinn. Stuttu eftir fermingu flutti Jakob úr foreldra húsum og stundaði nám við Hólaskóla, síð- ar varð hann kennari við skólann um stutt skeið. Hann flutti til Vesturheim árið 1900, ári síðar ferðaðist hann 4ieim til Islands, en flutti vestur aftur eftir 6 mán- uði, og settist að í Seattle, Wash., þar sem hann var búsettur til æfiloka. Stuttu eftir að hann kom frá fslandi í seinna sinni, gekk hann í lögregullið Seattle- borgar og var starfsmaður þess, með “Sergeants” nafnbót þegar hann dó. Jakob sál. var hár meður vexti og að því skapi þrekvaxinn og beinastór, hann var alment kall- aður stóri Jakob, enda bar hann höfuð og herðar yfir allan al- menning; hann kunni manna bezt með skap sitt að fara, hann var jafn ljúfuf og prúðmannleg- ur í frakomu við alla, vann sér, því vinsemd og virðingu jafnt þeirra, sem yfir áttu að ráða og hinna, sem undir hann voru gefn- ir; til gáfna var honum vel veitt að náttúrufari, hann unni öllu því, sem fagurt var í bókmentum j og hverskonar listum, sem vera j kunni, hann var vel máli farinn, ágætis söngmaður, röddin var afar sterk og lá djúpt, en þó svo einkennilega þíð og hreimfögur. íslandi og Islendingum unni hann af öllu hjarta, því var hann altaf fús að veita lið, því sem á enihvern hátt gat orðið þjóð vorri til vegs og sóma. Meðal hérlendra manna dró hann engar dulur á að hann væri Islendingur en reyndi aftur að vekja athygli þeirra fyrir sögu vorri og þjóð, hvenær sem tækifæri gafst. — Hann var tryggur vinum sínum, Á Heiðarbrún Nu er komni á bókamarkaðinn ný ljóðabók. Höfundurinn er hið velþekta skáld, Sveinn E. Björnsson laeknir frá Árborg, Man. — Bókin er 232 blaðsíður, Pnentuð á ágætan pappír, og í góðri kápu. — Verðið er $2.50. __ Bókin er til sölu hjá Viking Fress Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg, og Bókabúð Davíðs Björns- s0nar, 702 Sargent Ave., Winnipeg. Einnig hjá útsölu- ^onnum víðsvegar um Canada og Bandaríkin. talaði vel um menn að baki, og trúði ávalt á sigur hins góða. — Hann var meðlimur í ýmsum hérlendum félagsskap, þess utan tilheyrði hann íslenzka bókafé- laginu “Vestri”, sem stofnað var hér í Seattle um aldamótin 1900. Hann var gjaldkeri um mörg ár og leysti það starf reglusamlega af hendi, einnig var hann með- limur íslenzka lúterska safnað- arins í Seattle. Heimili Jakobs sál. var bæði gleði og gestrisnis heimili, fáir munu þeir Islendingar vera, sem nokkurs eru metnir, og ferðast hafa hér um, að ekki hafi þeir átt heimboð hjá Jakobi Bjarna- syni og geymt lengi í minningu þær höfðinglegu viðtökur og al- úð, er þeim var sýnd, á þann hátt var Jakob orðinn vel þektur, meðal betri og merkari manna af þjóðflokki vorum, eins og greini- lega kom í ljós þegar fregnin um lát hans barst út; þá fékk systir hans, Mrs. Ryan, hluttekningar skeyti frá ýmsum vinum og þjóð- kunnum mönnum bæði heima á Islandi og hér vestan hafs. Jarðarförin fór fram undir umsjón lögreglunnar frá Egels Auditorium í Ballard, að við- stöddum nær 2000 manns, yfir 100 lögregluþjónar mættu þat í einkennisbúnnigi ásamt lög- reglustjóranum sjálfum, og voru likmennirnir valdir úr þeirr^a hóp. Fjöldi Islendinga var þar saman kominn bæði úr Seattle og nærliggjandi bæjum, tveir prestar aðstoðuðu við útförina, Rev. L. Wilhelm og séra Kol- beinn Sæmundsson, prestur ís- lenzka lúterska sanfaðarins hér í bænum; mælti hann á íslenzku. Söngflokkur safnaðarins undir stjórn Gunnars Matthíassonar, söng sálminn “Kallið er komið”. Ymsir fleiri aðstoðuðu með söng og hljóðfæraslætti. Var athöfnin ein sú vriðulegasta sem vér minnustum að hafa verið við- sfaddir. Öllum var það ljóst, að hér var genginn til hinstu hvíld- ar, merkur og vel metinn borg- ari þessa lands, en um leið trygg- ur sonur Islands og merkisberi íslenzks þjóðernis. 1 þeim skiln- ingi mættu margir hinir yngri íslendingar hér í álfu — taka sér líf Jakobs sál. Bjarnasonar til fyrirmyndar. Allir sem einhver persónuleg kynni höfðu af Jakobi, finna til saknaðar við fráfall hans, en þyngst verður sorgin ættmenn- um hans, og þó sérstaklega syst- ir: Mrs. Grace Ryan, og dóttur liennar, Eleanor, sem hann gekk í föður stað; og lengi mun end- urminningin um samvist hans slá ljósi á veg þeirra mæðgna^ “En svo kemur þögnin, sem eilíf er ein, og erfir þau, letrið og meiðinn; hún þegir í sundur hinn seinasta stein, að síðustu jafnar hún leiðin.” Svo segir sk^ldið Þ. E. Og þann sannleik hefir mann- kynssagan sýnt oss frá byrjun fram til vorra daga, og mun á- valt endurtaka um ókomnar ald- ir. H. E. Magnússon —Ritað fyrir tilhlutun Bókafé- lagsins “Vestri”. 150 ÁRA MINNING SKÚLA FóGETA Eftir S. K. Steindórs Hetjusögur Norðurlanda (Þýtt hefir Rögnv. Pétursson). Enn eru nokkur eintök fyrir- liggjandi af þessari vinsælu bók. Þeir sem vilja eignast hana sendi pöntun til skrifstofu Heimskr. og 35c, verður hún þá send póst- frítt. The Viking Press Ltd. 853 Sargent Ave., Winnipeg ★ ★ * Heimskringla er til sölu hjá hr. bóksala Árna Bjarnarsyni, Akureyri, Island. ★ ★ * Framvegis verður Heims- kringla fáanleg í lausasölu, hjá hr. bóksala Lárus Blöndal, Skóla vörðustíg 2, Reykjavík, Island. Framh. Athyglisverð er álitsgerð þeirra skoðanamanna, þar sem hvor- ugur .þeirra gat talist óhlut- , drægur. Bjarni var um þessar mundir hinn magnaðasti óvinur Skúla út af fyrri viðskiftum þeirra, en Guðni, var mikill vinur Halldórs biskups. Hefði því mátt ætla, að með þessu væri málði úr sögunni en það var öðru nær, því árið 1748 fær Skúli bréf frá Bjarna á Þingeyrum, sem kom honum mjög á óvart. , Ritar Bjarni fyrir hönd biskups, , og kemur nú með fjölda margar i kærur á Skúla fyrir vanskil. Gerði Skúli stjórninni grein i fyrir þeim öllum, lið fyrir lið, með svo gildum rökum að stjórn- in lét sér vel lynda. En biskup sem hvorki var fjár- röíðumaður né mikilmenni, hvað sem annað má um hann segja, hélt áfram að jagast í stjórn- inni um þetta, þar til hún bar I sig upp við konung, og skipaði j hann nýjan “Rannsóknarrétt”. Var þeim Magnúsi lögm. Gísla- syni og Birni sýslum. Markús- syni, falið að rannsaka málið að nýju og fella dóm í því sem fyrst. Var Skúli sýknaður af öllum ákærum, og óx vegur hans stór- um við alt þetta umstang. Sann- færðust stjórnarherrarnir í Kaupm.h. um að Skúli væri stöðu sinni vaxinn og óhætt væri að treysta. Stuðlaði þetta þannig drjúg um að hinum óvænta frama hans, sem nú var skamt undan. Þó annar hafi verið til- gangur þeirra, sem að ofsóknun- um stóðu. Á þeim tímum, sem Skúli var staðarhaldari á Hólum, kom fyrir atvik, er sýnir hvé vendi- lega hann gætti hagsmuna stóls- ins, þar sem hann lét þá sitja í fyriirrúmi fyrir mánnúð þeirri og samúð með fátæku fólki, sem var þó svo ríkur þáttur í eðli hans. Jón Steingrímsson, er síðar varð hinn nafnkunni “eldprstur” á Kirkjubæjarklaustri, segir frá því í æfisögu sinni, að er hann var ungur, hafi hann sótt um ölmusuvist í Hólaskóla, og hafi Hartboe sjálfur prófað sig, og talið að: “Eg sé hæfur að takast í skólann, en sé svo fátækur og kunni ei að gefa með mér, og það sannaði Skúli satt að vera, en afsegir ég inntakist án með gjafair”. Lagði þá göfugmennið Harboe eindreigið til, að Jón yrði tekinn í skólann, en Skúli þybbaðist á móti. En þá snaraði Jón Thorcillii, sem ætíð var með Harboe, út skólagjaldinu fyrir Jón hinn fyrsta vetur, en eftir það rættist svo úr fyrir honum, I að hann þurfti ekki á ölmusu að , halda. En er frá leið, segir Jón að Skúli hafi reynst sér góður og ráðhollur, en bætir því við að ljóst sé að Skúla: “Hefur verið ætíð lítið gefið um skóla- lærdóma”. Virðist næstum, sem Sfeúli hafi verið búinn að gleyma því, er líkt stóð á fyrir honum, og | Jóni Steingrímsyni og vonbrigð- um þeim, sem ölmusu-synjun Steins biskups olli honum þá, og áður er frá sagt. Vísast er að alveg sérlega óheppilega hafi staðið á, því eins og ótal dæmi sanna, var Skúli jafnan vinur og verndari fátæklinga og smæl- ingja- Deila Skúla við kaupmann. Einu stórmáli verður að gera grein fyrir, sem Skúli átti í, meðan hann var sýslumaður í Skagafirði. “Campaníið” eða Hörmangarair, eins og þeir eru oftast kallaðir, höfðu fengið Is- landsverslunina frá ársbyrjun 1743. Og þótt oft þættu óhæg verslunarviðskifti áður keyrði þó um þvert bak er þeir voru teknir við. Drógu þeir úr inn flutningi matvöru, svo að bjargarskortur varð, en fluttu inn gnægðir af tóbaki og brenni- víni. Einnig tóku þeir upp þá nýbreytni, að skipa kaupmönn- ám niður sitt árið á hverja höfn þar sem því varð við komið, til að fyrirbygja að þeir vinguðust við landfólkið. Var þetta Hör- mangara félag voldugt að auði og ítökum, og því ekki heyglum hent að rísa til varnar, hvað þá sóknar gegn ofríki þeirra. Má telja það eitthvert stórfengleg- asta afreksverk Skúla fógeta, að honum tókst að brjóta Hörmang- ara algjörlega á bak aftur. Var það alveg einstæð djörfung, eins og málum háttaði þá, að þora að leggja til atlögu við þann “Goliat”. Skúli hafði að vísu betri að- stöðu til slíkra stórræða, en ýmsir aðrir, þar sem hann átti áhrifarífea vini í Kaupm.h. bæði Gram (d. 1748) og fleiri, svo hafði álít hans í íslensku stjórnari deildinni vaxið stórum á undan gengnum árum. Var þó langt frá að hættulaust væri þetta til- tæki hins unga skagfirska sýslu- manns, sem reið á vaðið. Hör- mangarar, höfðu sterka aðstöðu og mikil ítök, og gat orðið við- sjárvert að verða fyrir reiði þeirra. En Skúli hafði auðgast vel, og segir Esphólín: “Hann hafði svo mikið f jármagn og ríki, að lítt þurfi kaupmanna við”. Gerði það aðstöðu hans traust- £ri hérlendis. Strax um haustið 1743 sendi Skúli stjórninni kæru, og bar ýmsar sakir á Ovesen kaupmann á Hofsós. En tíðindalítið mátti þó kalla þar til árið 1745, er Hofsós- verslun seldi gjörónýtt járn. Lét Skúli það boð ganga um sýsluna, að menn skyldu leggja það fram til sýnis á þing- staðnum, og fékk hann bestu smiði sýslunnar til að reyna járnið. Varð það að sora, er því var brugðið í eld. Kom og fleira upp úr kafinu, og skoraði Skúli á sýslubúa að bera fram kærur sínar og tók þingsvitni um. Upp- lýstist þá, að auk þess sem stór- kostleg vöntun var að jafnaði á nauðsynjavöru, var hún einnig H HAGBORG FUEL CO. H ★ Dial 21 331 ^.F.L. 21 331 skemd, þannig reyndist mjölið blandað mold. Einnig var sá siður viðhafður að kaupmaður kallaði hvern einstakan mann fyrir sig inni í búðina, svo að ekki væru vitni við, þá hafði kaupmaður selt hærra verði en heimilað var. Auk þess hafði hann iðulega að ástæðulausu og eftir eigin dut- lungum, neitað að taka fé til slátrunar, svo að bændur urðu að heka það heim aftur. Þessi voru þá verslunarkjörin, sem fólk átti við að búa á þeim tímum, því þessi ókjör voru svona um land alt. Urðu löng og mikil málaferli um þetta. Var Þingeyra Bjarni talsmaður kaupmanns, og reyndi með refjum og lögkrókum að ógilda málið fyrir Skúla, en hann bar sigur af hólmi, og varð kaup- manni þetta ærið kostnaðarsamt. Hörmangarar, sém ekki áttu að venjast slíkum aðförum, uxðu æfareiðir, sendu stjórninni kæru á Skúla og kváðu hann vera ójafnaðarmann, sem beitti rang- indum einum. En stjórnin leit öðrum augum á þetta mál, og Frh. á 5. bls. JURTA SPAGHETTI Hin nýja eftirsókn- arverða jurt Fín, rjómahvít jurt. sem vex eins opj sveppur og er um 8 þl. Tínið á- vöxtinn þegar hann er þroskaður, sjóðið hann heilann í suðu-heitu vatni i 20 mínútur. Sker- ið síðan eins og myndin sýnir og munuð þér þá verða var mikils efn- is, mjúku á bragð og líku spaghetti, sem hægt er að geyma og bæta að bragði eða gerð að mat á annan hátt. Vertu viss um að sá þessari góðu jurt og panta nú. Pk. lOý; únza 250, póstfrítt. FBÍ—Vor stóra útsœðisbók fyrir 1946 Enn sú fullkomnasta ★ 87 DOMINION SEED HOUSE Georgetown, Ontario No. 18—VETERANS’ LAND ACT (continued) Small Holdings—I As distinct from the Land Settlement feature of the Act, provision has been made for the establishment of qualifieö veterans on small holdings. Small holding settlement means a home in rural or semi rural surroundings within reasonable distance of the veteran’s place of employment. Each holding must contain a minimum of approximately one acre of land from which the veteran may provide a part of his household food requirements. Assistance is available for the purchase of the acreage and the ereetion of a home and other buildings. Assistance may also be given for purchase of essential furniture, for the purchase ot tools of production, such as garden tools, for the purchase of poultry and possibly a cow. Applications should be made to the nearest office at Win- mpeg, Brandon, or Dauphin. This space contributed by THE DREWRYS LIMITED MD141 VERZLUNARSKOLANAM Aldrei hefir verið eins nauðsynlegt og ein- mitt nú, að hafa verzlunarskóla mentun, og það fólk sem hennar nýtur hefir venju- lega forgangsrétt þegar um vel launaðar stöður er að ræða. Vér höfum nokkur námsskeið til sölu við fullkomnustu verzlunarskóla í Winnipeg. Spyrjist fyrir á skrifstofu vorri þessu viðvíkjandi, það margborgar sig. The Viking Press Limited Banning og Sargent WINNIPEG :: MANITOBA

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.