Heimskringla - 30.01.1946, Side 4

Heimskringla - 30.01.1946, Side 4
4. SlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 30. JANÚAR 1946 Ircimskrinpla (StofnwB 1SS«) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsimi 24 185 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Wimnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON "Heimskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24 185 Þriðja bráf til A. G. Breiðf jörðs frá J. M. Bjamasyni WINNIPEG, 30. JANÚAR 1946 £n hvað er um bóndann? í>að er oft lof sungið cafiadiskri þjóð fyrir þátttöku hennar í stríðinu heima fyrir, — ekki sízt verksmiðjuiðnaði landsins. En hvað er um bóndann? Skýrslurnar um það, sem sent hefir verið af matvælum héðan til Evrópu á stríðsárunum, bera vitni um starf hans. Það er undravert hverju hann hefir getað afkastað, þessi sex stríðsár, án allrar vanalegrar aðstoðar. Hann hefir ekki getað lagt starf sitt til hliðar klukkan fjögur eða fimm daglega, með öðrum eins afköstum, eins og bæjarmanna er siður. Skýrslur frá Ottawa sýna, að yfir hálf fjórða biljón punda af kjöti var sent á stríðsunum til Evrópu, talið upp til desember- mámaðar 1945. Mjög mikið af þessu var reykt svínakjöt (bacon and ham), en 72 miljón pund voru beinalaust nautakjöt og 10 miljón pund lambakjöt og 121 miljón pund af könnu- ieða niður- soðnu kjöti. í viðbót við þetta, var óheyrilega mikið sent af eggjum, hænsnum og tilbúinni kornvöru (cereal). Viðurkenninguna fyrir þetta mikla afreksverk eiga aðallega 350,000 bændur í vesturfylkjum Canada. Og samt var talað um næstu 10 árin á undan stríðinu, að búnaður í vesturlandinu væri úr sögunni eða kominn í þá hnignun, að einsksisverður væri. Fékk bóndinn oft að heyra, hjá stóriðju-bröskurum og bæjarlýð, að hann kynni ekki að búa. Búnaðurinn getur auðvitað verið fullkomnari en hann oft er. Bóndanum getur einnig oft yfirsézt. En oftast mun það vera öflum að kenna, sem hann á ekki yfir að ráða, sem skakkaföll hans stafa af. Arðurinn af vinnu hans, er og oft minni gerður en sann- gjarnt er af þeim, sem yfir fjármagni og viðskiftum ráða og spá- kaupmensku reka í sambandi við framleiðslu bóndans, eins og kornsölu t. d., eina helztu lífsbjörg manna um allan heim. Það er í þessu stríði, sem það hefir orðið mönnum undrunar- efni út um allan heim, hverju canadiski bóndinn hefir orkað. Menn geta ekki komið auga á nein hliðstæð dæmi því. Á einni jörðinni eftir aðfa, voru bændasynirnir kvaddir í. stríðið. Um verkafólk í þeirra stað var ekki að tala. Foreldrarnir einir og oftast háaldraðir, hafa orðið að reka búnaðinn. Ljósa daga qg dimmar nætur hafa þeir víÓa orðið að þræla við vinnuna einir, sjö daga vikunnar árið út og árið inn. Það voru engir stjórn- areftirlitsmenn sendir út af örkinni til að rannsaka, hvort að hinn langi vinnutími bóndans og konunnar, væri vinnuþoli þeirra og kröftum um megn. Ónei. Þau leituðu sér ekki læknisvottorðs um það. Þau unnu bara án þess að horfa í erfiðið. Nú er hægt að gera upp reikninginn á bókunum yfir starf þeirra. Þeir hafa með því bjargað heiminum frá einu hinu ægilegasta og víðtækasta hungri, sem nokkru sinni hefir verið horfst í augu við. Það hefir að vísu víðar en hér verið lögð hönd að því verki. En í hlutfalli við tölu bænda í Vestur-Canada, sem að þessu unnu, er engirin efi á að hlutur þeirra er stór og með fleiri hundruð mæla hveitis ár- lega aukreitis alt stríðið, ef til vill hinn stærsti, hvar sem leitað er. HIRÐISBRÉF séra Sigurgeirs Sigurðs- sonar, biskups Stuttu eftir að hann var orð- inn biskup yfir Islandi, gaf séra Sigurgeir Sigurðsson út hirðis- bréf til presta og prófasta á Is- landi, sem var mjög merkilegt skjal. Það var ekki aðeins á- minningar skjal til prestastétt- arinnar á Islandi, en einnig yfir- lýsing biskups sjálfs um skoðun hans á ýmsum málum kirkjunn- ar, og þ. á m. á trúaratriðunum og kirkjukenningunum. Ritað hefir verið um hirðisbréfið, eða um atriði úr því bæði í blöðum heima á íslandi og hér vestra. Mörgum hefir verið forvitni á að sjá þetta merkilega bréf og innihald þess með eigin augum, en af eðlilegum ástæðum hefir almenningi ekki veizt það tæki- færi. En nú er bréfið komið út á prent eftir tilhlutun kostnað- armanns hér vestra og með sér- stöku leyfi biskupsins. Þegar biskupinn var. hér á ferð, fyrir tveimur árum, var minst á hirðisbréf hans á vina- fundi, og um hve æskilegt það væri að menn vestan hafs fengi að sjá það. Biskupinn gekst að því, og gaf þeim manni sem varð kostnaðarmaður að útgáfu þess, skriflegt leyfi til að “.. . gefa það út, láta birta það eða útbreiða meðal Islendinga í Vesturheimi, á þann hátt sem hann telur hag- kvæmast og heppilegast.” Þessi maður var forseti Sambands- safnaðar í Winnipeg, hr. Berg- thór E. Johnson. Bréfið er nú komið út, með mynd af sérq, Sigurgeiri, með leyfisbréfi hans til Mr. Johnson, og með inngangi rituðum af Mr. Johnson, útgáfufyrirtækinu til skýringar. 1 hirðisbréfinu ræðir biskup- inn mörg mál, en þó aðallega vandamál þjóðkirkjunnar á Is- landi, athafnir hennar, siði og venjur, framkómu presta, starf þeirra o. s. frv. En kaflinn sem vekur án efa mesta athygli manna hér vestra, er sá sem tek- ur til íhugunar trúaratriðin, skoðun manna á biblíunni, á Jesú, á játningarritunum og fleiru líku efni. Og er menn lesa þennan kafla, getur þeim ekki annað en fundist að hirðis- bréf biskupsins vera einn af hin- um merkustu atburðum sem átt hafa sér stað á íslandi í seinni- tíma trúarsögu þjóðarinnar. Það er ákveðin frjálstrúaryfirlýsing, sem engin verður í efa um að hvert stefnir, og segir skilið með öllu við hina gömlu, ofstækis- fullu, blindu trú, sem menn hafa fest trygð við á öllum tímum og meðal allra þjóða. Biskupinn segir t. d.: “Eg tel það rétt, að kirkjan sé vel á verði gegn ofstæki í trúarefn- KUNNING JABRÉF um.” “Hávaðamenn og ofstæk-j ------- ismenn í trúarefnum hafa aldrei átt ómgrunn í hugum íslenzkra manna. ... Eg tel það gæfu hinni íslenzku þjóð, hve blessunarlega hún hefir verið laus við ofstækis- fulla sértrúarflokka. Vegna hinn- ar frjáislyndu kirkju hefir frjáls hugsun í trúarefnum þróast í þessu landi. Islenzk hugsun þol- ir ekki fjötur, sem betur fer.” Það eru sumir sem munu finn- ast að biskupinn fari of langt í frelsisyfirlýsingu sinni. En aftur á móti eru þeir til, sem hefðu viljað að hann færi enn lengra en hann gerir. En að hann hafi gefið ákveðið svar og ótví- rætt, þeim sem eru enn aftur- halds og þröngsýnismegin í trú- arefnum, getur engin efast um, og verður það mörgum íslend- ingum vestan hafs mikið gleði- efni er þeir lesa og athuga hirð- isbréf hans, sem hver maður ætti að gera. Marga markverða kafla mætti taka eftir biskupinn, sem dæmi þess hve frjáls og umburðar- lyndur og víðsýnn í skoðun hann er. En þá geta menn lesið í bréf- inu með eigin augum. Aðeins einn kafla mætti samt taka, sem dæmi þess anda og hugsunar- hátts sem ríkir hjá hinum góða manni sem skipar æðstu stöðu, kirkju og safnaðalífs á íslandi. “Eg veit, að það eru til menn, sem leggja svo mikið upp úr sérstökum skilningi á öllum þessum atriðum, (yfirnáttúrlega fæðing, Messíasartign, og frið- þæging Krists) að þeir telja þau aðal atriðin, já einhver stærstu sáluhjálparatriðin. — Sýknt og heilagt spyrja þeir um afstöðu einstaklingsins til vissra kenni- setninga, og ef þeim fellur ekki sú afstaða, þá hika þeir ekki við að dæma af bróður sínum kristið nafn! Guð forði íslenzku kirkj- unni og íslenzku prestastéttinni frá að setja sig í það dómarasæti. Dæmið ekki, svo að þér verðið ekki dæmdir’.” Marga mun fýsa að eignast þetta bréf, sem er hvatning til prestastéttarinnar á Islandi og trúarlyfirlýsing biskups sjálfs. Laglega er gengið frá því í þess- ari endurprentaðri útgáfu. Það er í smáu broti, og er 67 blaðsíð- ur á stærð, með mynd af biskup- inum fremst. Það er prentað hjá Viking Press Ltd. Mr. Johnson á miklar þakkir fyrir að kosta endurprentun á bréfinu. Það verður biskupin- um að gleðiefni að fá slíkan mann í lið með sér, sem gerir það mönnum hér vestra mögu- legt að eignast eintak af hirðis- bréfi hans. Það fæst í bókabúð Davíðs Björnssonar. P. M. P. TIL EIRÍKS SCHEVINGS, LUNDAR, MAN. Hann hefir verið bindur frá æsku en er í raun og veru frá- bærilegum hæfileikum gæddur. Hagur svo fáir sjáandi geta fram- leitt slík snildarverk. Hann er skáldmæltur vel og ljóðrænn vel, spilar á hljóðfæri og hefir ^ góða söngrödd. Hann er þess^ utan drengur góður. Hverfur amans kaldi vetur, kvelds í roða blikar ströndin ef þú skygnist öðrum betur inn í draumljúf vona-löndin. sindra þar í sólskins landi sjónar-leiti æskudagsins. Sálin berst á geisla-gandi glöð í heima sældarhagsins. Æfi-nóttin ei má dylja, unaðs-löndin, vinur góði, þeim er hugann vígja vilja vonarhlýju trúarljóði. Væri meiri kærleiks kraftur kraftatökum veldi höndin, gætum kanske eignast aftur óska-fögru draumalöndin. H. E. Johnson Elfros, Sask., Canada, 9. júlí 1945 Mr. A. G. Breiðfjörð, Blaine, Wash. Kæri vinur: Síðan bréfið þitt kom, er þú skifaðir mér í lok júnímánaðar, hefi eg sent þér þrisvar sinnum fáein orð, og eg hefi lofað því, að skrifa þér fleiri línur fyrir lok þessa mánaðar, og um leið, ætlaði eg að senda Mrs. Maríu Benson nokkrar línur. Eins og eg tók fram í bréfi til þín á dög- unum, þá verð eg ávalt, nú orðið, að sæta lagi með að skrifa bréfin mín þá daga, sem eg er með hressara og styrkara móti. í sið- astliðinni vikú var eg oft með lakara móti, og eg bjóst við, að það mundi haldast fram eftir mánuðinum, og þess vegna vildi eg ekki lofa þér, að skrifa ykkur, fyr en nokkuð á þenna mánuð liði. í gær var eg dável hress, og greip eg því tækifærið og skrif- aði Mrs. Benson bréf á þremur álíka stórum blöðum og þessu blaði. í bréfinu til Mrs. Bensori setti eg fram fáeinar spurningar varð- andi ætt hennar, og ef hún gjörir svo vel, að svara þeim, þá þætti mér vænt um það, að hún gæfi þér svörin, og að þú létir þau koma í næsta bréfi, sem þú kannt að skrifa mér áður en langt um líður,einkum ef hún, fyrir aldurs sakir, á erfitt með að skrifa. Það þarf samt ekki að vera langt mál. Mig langar líka til að vita, hverra manna, að maðurinn hennar hafi verið. Faðir minn og hann hafa að líkindum verið kunnugir. Eg safði Mrs. Benson frá því, að eg hafi, nú upp á síðkastið, verið að afla mér (eða reynt til að afla mér) fræðslu og upplýsinga um ættboga þann, sem eg er kominn af. Mig langar til, að eitthvað sé um það í Dagbók minni, og að það sé, skýrt og rétt. En ætt- fræði mín er af svo skornum skamti, að eg voga ekki, að bygg- ja ættartölu mína á henni. í fór- um mínum á eg nokkra smábúta af ættartölu móður minnar, en um ætt föður mins má heita, að eg viti alls ekki neitt. Mér er það kunnugt, að séra Einar Jónsson á Hofi í Vopnafirði var allra manna fróðastur um austfirzkar ættir, og að hann skrásetti nokkrar ættartölur. Þykir mér líklegt að hann hafi eitthvað rit- að um hina fjölmennu Hákonar- staðaætt, eins og hann ritaði langa og merkilega ritgjörð um hina svonefndu “Bótarætt”. Sú ritgjörð kom í Skírni fyrir nokk- rum árum. En faðir minn var af Hákonarstaðaættinni, að því, er Guðbrandur Erlendsson segir í bók sinni Markland.—Sonur séra Einars Jónssonar kvað vera prest ur einhverstaðar á Austurlandi. En nafn hans og heimilisfang veit eg ekki. Honum vildi g skrifa og vita, hvort hann veit til þess, að faðir hans hafi ritað nokkuð um Hákonarstaða-ætt- ina. Mér datt allt í einu í hug, núna ekki alls fyrir löngu, að eg skyldi skrifa dr. Stefáni Ein- arssyni í Baltimore í Maryland og fá vitneskju hjá honum um nafn og heimilisfang prestsins, sonar séra Einars. En dr. Stefán er Austfirðingur, fæddur og upp- alinn í Breiðdal í Múlasýslum. Eg skifaði svo dr. Stefáni nýlega og bíð nú eftir svari frá honum. Og þar við situr. Já þá vil eg nú minnast nokkr- um orðum á hið ágæta og kær- komna bréf, sem þú skrifaðir mér í lok júnímánaðar. Eg þakka þér af hjarta fyrir það. Eg er nú búinn að lesa það oft og mörgum sinnum. Þú segir sérlega vel og skilmerkilega frá ættmönnum þínum, og eg kannast vel við suma þeirra, eins og til dæmis Kristján frá Geitareyjum, sem eg var persónulega kunnugur. Póstar um Canada Erfiðleikar fyrstu landkönnuða Canada Það er erfitt fyrir þá, sem alla sína æfi hafa átt heima í Can- ada, eða hafa komið hingað síð- ari árin, að gera sér fulla grein fyrir erfiðleikunum, sem könn- uðir landsins áttu við að stríða. Lítum til baka um fjögur hundruð ár, til daga Jacques Car- tier, hins franska fræga land- könnuðs. Haustið 1535, fór Car- tier frá Montreal, (þá kallað Hochelaga) og hélt heim til að- setursstaðar síns, Quebec (þá kölluð Stadacona). Hann hafði hugsað sér það ár að halda til Frakklands, en vetur byrjaði hér þá miklu fyr en Cartier bjóst við. Áður en hann lauk undir- búningi brottfararinnar, var St. Lawrence-fljótið ísi lagt út af Stadacona, þar sem skip hans voru. Meðan Cartier var í landkönn- unarferð, komu menn hans upp virki, úr trébolum umhverfis Stadacona. Þetta kom sór vel síðar og þótti viturlegt, því Indí- ánunum, sem í grendinni voru, var ekki treystandi. — Cartier hafði komist að því, að Indíán- arnir væru að búa sig undir að svíkjast að þessu fámenna liði, sem alls var aðeins 110 menn Cartier vissi hvernig fara mundi. ef þeir kæmu svikum sínum fram. Hann hafði séð hjalla á meðal Indíána, þar sem höfuð- leður hvítra manna, var hengt upp á rár til þurks, eftir að hafa verið rakað! Byssur voru fluttar í vígið úr skipunum. Vígið var gert traust- ara og menn stóðu á vakt nætur og daga. En þá kom annað fyrir, sem ver var viðureignar. Það var skyribjúgur sem lið Cartiers fékk. Cartier lýsir því þannig: “Sumir mistu allan rriátt. Fæt- ur bólgnuðu ægilega og æðar og sinar skorpnuðu og urðu kol- svartar. Blóðið fékk purpuralit. Svo færðist veikin upp eftir lær- unum og upp í mjaðmirnar, síð- an upp í axlir, handleggi og háls. Munnurinn varð svartur og góm- urinn rotnaði svo, að menn mistu allar tennur.” Skyrbjúgur var það sem allir landkönnuðir fyrrum óttuðust. 1 liði Cartiers höfðu allir utan tíu menn fengið skyrbjúg í febrúar- mánuði þennan vetur, og 25 dóu. En þegar sem verst stóð á, hafði Cartier komist að því, að Indíán- ar áttu lyf við sýkinni. Það var bruggað úr trjávökva (Canadian Balsam). Hann reyndi það og komst að raun um að lyfið var undursamlegt. Menn hans lækn- uðust allir á ótrúlega stuttum tíma. Þegar voraði og ísa leysti af fljótinu, bjóst Cairtier hið skjót- asta til heimferðar. Hann hafði frétt, að Indíánar væru að efla lið sitt til að gera áhlaup á vígið. Áður en hann fór, hafði hann á- kveðið, að taka 5 Indíána með sér og var á meðal þeirra höfð- ingi fyrir liði Huron Indíána, er Donnacona hét. Rænti Caitier þeim. Cartier tók ekki þessa msnn til þess að halda þeim eða gera að þrælum, heldur til þess að sýna konungi Frakka, hvernig íbúar Norður-Ameríku litu út. En svo illa tókst til, að Donna- cona dó á leiðinni heim. Gerði þetta síðari landkönnuðum erf- iðara fyrir en áður, því Indíánar væntu einskis góðs af Frökkum lengi eftir þetta. Og eins var eg vel kunnugur Jóhanni Elíassyni Straumfjörð. Yngri dóttir hans; Ásta að nafni, gift Ingimundi Sigurðssyni að Lundar, Man., var um tíma á skóla hjá mér. Agnar R. Magn- ússon, M. A., er gamall nemandi minn. Hann er sonur þeirra Ág- ústs Magnússonar og Ragnheiðar (eldri dóttir Jóhanns E. Straum- fjörðs). Þau Ágúst og Ragnheiði (foreldra Agnars) og Ástu höfð- um við jafnan talið með beztu vinum okkar hjónanna. Og dr. Jón V. Straumfjörð í Oregon er líka gamall nemandi minn. Hann er sonur Jóns, sonarJóhanns E. Straumfjörðs. Eg man, að eg heyrði snemma getið um Fjeld- steðs-fólkið. Og séra Runólfur Fj eldsteð mun hafa verið af þeirri ætt. Hann gekk á kennara- skólann í Winnipeg það ár, sem eg var við nám. Og hann var góð- ur vinur minn. Á Einar í Nesi hefi eg oft heyrt minst. Hann var frá bær gáfumaður, að sögn. Og eins hefi eg oft heyrt getið um, og lesið um, hinn mikla snildar mann, Sigurð Vigfússon. En af öllum hinum eldri íslenzku menntamönnum kannast eg bezt við Guðbrand Vigfússon, bróður hans, og hann er mér kærastur þeirra allra. Eg hefi lesið svo margt af því , sem hann ritaði, bæði á íslenzku og enzku. Og eg átti lengi hina miklu íslenzku- ensku orðabók hans og Cleaby’s. En fyrir fáum árum gaf eg Major K. J. Austmann þá bók. Guðbrandur var áreiðanlega einn hinna mestu og lærðustu mál-fræðinga, sem uppi hafa verið með hinni íslenzku þjóð, og fáir annara þjóða málfræð- ingar munu hafa staðið honum jafnfætis í þeirri grein. Eða það minnir mig, að einhver enskur fræðimaður hafi ritað. —Eg kannast því við nokkra af ætt- mönnum þínum, því að margir þeirra eru þjóðkunnir og víð- frægir. En við ættfólk konunnar þinn- ar sáluðu kannast eg síður, en eg veit samt, að hún hefir verið af góðu og gáfuðu fólki komin. Eg heyrði á yngri árum mínum Jóns læknis Hjaltalíns oft að góðu getið. Og oft hefi eg lesið með aðdáun erfikvæðið fagra um Odd Hjaltalín eftir Bjarna Thór- arensen. Oddur hefir verið stak- ur gáfumaður og afbragðsmað- ur, en hann hefir oft fundið, hvað þung og erfið máttarvöld örlag- anna eru. Kjernisteðs-fólkið heyrði eg nefnt, þegar eg var kennari í Nýja-lslandi, en eg man ekki til þess, að eg kyntist neinu af því fólki, nema lítillega skáldinu, Jóni Kjernisteð, sem lengi átti heima á Winnipeg Beach (við Winnipeg-vatn) og var um eitt skeið kennari og í mörg ár lögregludómari, ef eg man rétt. Mig minnir það líka endilega, að skáldkonan Anna Þórdís Eggertsdóttir frá Kleif- um (kona skáldsins Jóns Eldons, prentara) segja mér, að hún væri af Kjernisteðsættinni. Hana sá eg einu sinni á samkomu, á Gimli, nokkru fyrir aldamótin. Og fyrir nokkrum árum sendi hún mér að gjöf eintak í góðu bandi af kvæðabókinni, Hagyrð- ingur, eftir þau hjónin, Jón og Önnu Þórdísi. Vænt um það þótti mér, sem þú segir mér um jörðina Ingjalds- hól. Eg heyrði svo oft í æsku á þann bæ minst af móður minni og systrum hennar, því að Jón Árnason, afabróðir þeirra var þar alla 'þá tíð, sem hann var sýslumaður í Snæfellsnessýslu- Magnús, bróðir Jóns sýslumanns, fluttist með fjölskyldu sína vest- ur að Ingjaldshóli — fluttist þangað búferlum — yfir fjalla* vegi og um öræfi, þvert yfir land, síðla sumars. En á þeirH leið lenti eitt stálpað bam hans í jökulsprungu, sejn leiðin la yfir. Barninu varð ekki bjargað, og var Magnús aldei með sjálí' um sér eftir það. Hann fesú ekki yndi á Ingjaldshóli, og fluÚ' ist hann og fólk hans aftur t'J Austurlands, bjó um tíma á góðr* 1 jörð á Fljótsdalshéraði, en var síðast bóndi að Tungu í Fáskrúðs firði. Bersi, bróðir hans var bóndi á Arnarsstöðum í Fel um. Bersi var faðir MagnúsaÞ föðurmóður minnar. Að líkiu

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.