Heimskringla - 30.01.1946, Side 7

Heimskringla - 30.01.1946, Side 7
WINNIPEG, 30. JANÚAR 1946 HEIMSKRINGL/ 7.SIÐA ISLANDSFERÐ Hans Jónssonar 1938 Formáli Árið 1938 ferðaðist Hans Jóns- son frá Glenboro til íslands sér til skemtunar. Eftir hann kom heim átti undirritaður tal við hann og skrifaði lauslega frá- sögn hans um ferðina, og flutti það erindi á Karlaklúbbsfundi í Glenboro. Vér höfum nú endur- skrifað frásögnina, og stytt nokk- uð og látum það nú koma fyrir almennigssjóni!r. Var áformið að láta það koma fyr en þetta, en hefir farist fyrir. En eins og það er áreiðanlegt að gamalt vín er betra en nýtt vín eins er það víst að ferðasaga eykst að gildi eftir því sem hún liggur lengur í salti. Eg er fullviss að margur hefir gaman af að heyra frásögn Hans, hann er greindur maður og at- hugull, og ábyggilegur til orða og athafna. Finnist einhver mis- sögn í þessari frásögn, er það á- reiðanlegt að það er ekki vísvit- andi. G. J. Oleson Hans Jónsson félagsbróðir vor ferðaðist til íslands síðast liðið sumar sér til skemtunar eins og kunnugt er; nokkru eftir að hann kom heim áttum vér tal við hann og spurðum hann tíðinda, sagði hann oss frá ferð sinni og það sem fyrir augu og eyru bar vel og greinilega. Fórust.Jion- um orð eitthvað á þessa leið: Eg lagði á stað frá Gl'enboro 1. júní, kom til Winnipeg kl. 12, fór kl. 7 sama kvöld áleiðis til Montreal. Landið þótti mér víð- ast hvar ljótt á leiðinni til Ot- tawa — eyðimörk, gínandi hólar og hrjóthryggir. Sumstaðar renna um það ár og lækir, um 130 mílur liggur brautin með- fram Efravatni (Lake Superior), sem er stærsta stöðuvatn í heimi (fresh water), um 32,000 fermíl- ur; þar sem er skógur, er hann ritjulegur. Lestin stansar sum- staðar ekki nema einu sinni eða tvisvar á hundrað mílna svæði. Þegar dregur nær Ottawa fríkkar landið, og er albygt, hafa bændur girt landbletti sína í smáreiti með limagirðingu. Lítil var viðdvöl í Ottawa. Þinghúsið sá eg, er það falleg og voldug bygging. Landið er all þéttbygt milli Ottawa og Montreal og er þar fagurt útsýni. Eg kom til Montreal 3. júní, steig á skipsfjöl eftir y2 tíma bið. Hét skipið Montclaire, drógu 3 gasolíu bátar það frá bryggjunni út á fljótið. Til Quebec eru um 125 mílur, er fljótið alt merkt, er toppur af grenitré á hverri biðu, og engar tvær biður voru eins, voru það kassar, kvartjel grindur o. fl. 1 Quebec stansaði skipið tvær stundir. Þéttbygt er með St. Lawrence fljótinu, og Quebec- borg þótti mér falleg, það sem eg gat séð af henni; á einum stað með fljótinu var magnaður skóg INNKÖLLUNARMENN HEIMSKRINGLU Reykjavík___ Á ÍSLANDI —Björn Guðmundsson, Reynimel 52 !CANADA Antler, Sask. ---------- K. J. Abrahamson, Sinclair, Man. Árnes, Man. -----------Sumarliði J. Kardal, Hnausa, Man. Árborg, Man.............................G. O. Einarsson Baldur, Man---------------------------------O. Anderson Beokville, Man----------Björn Þórðarson, Amaranth, Man. Belmont, Man................................G. J. Oleson Cypress River, Man.....................Guðm. Sveinsson Dafoe, Sask--------------O. O. Magnússon, Wynyard, Sask. Ebor Man-----------------K. J. Abrahamson, Sinclair, Man. Elfros, Sask....................Mrs. J. H. Goodmundson Eriksdale, Man..........................Ólafur Hallsson Fishing Lake, Sask___________Rósm. Árnason, Leslie, Sask. Foam Lake, Sask-------------Rósm. Árnason, Leslie, Sask. Gimli, Man............................K. Kjernested Geysir, Man________________________________G. B. Jóhannson Glenboro, Man...............................G. J. Oleson Hayland, Man........................... Sig. B. Helgason Hecla, Man..........................Jóhann K. Johnson Hnausa, Man..............................Gestur S. Vídal Innisfail, Alta________Ófeigur Sigurðsson, Red Deer, Alta. Kandahar, Sask-----------O. O. Magnússon, Wynyard, Sask. Keewatin, Ont..........................Bjarni Sveinsson Langruth, Man...........................Böðvar Jónsson Leslie, Sask........................._.Th. Guðmundsson Lundar, M,an................................D. J. Líndal Markerville, Alta-----Ófeigur Sigurðsson, Red Deer, Alta. Morden, Man____________________________Thorst. J. Gíslason Mozarf, Sask.............................Thor Ásgeirsson Narrows, Man__________________S. Sigfússon, Oakview, Man. Oak Point, Man........................Mrs. L. S. Taylor Oakview, Man................................S. Sigfússon Otto, Man. ______________Hjörtur Josephson, Lundar, Man. Piney, Man..................................S. V. Eyford Red Deer, Alta.......................Ófeigur Sigurðsson Rivertoh, Man.......................—Einar A. Johnson Reykjavik, Man..........................Ingim. Ólafsson Seíkirk, Man._______:_________________Mrs. J. E. Erickson Silver Bay, Man..........................Hallur Hallson Sinclair, Man....^....................K. J. Abrahamson Steep Rock, Man.............................Fred Snædal Stony Hill, Man__________JHjörtur Josephson, Lundar, Man. Tantallon, Sask.........................Árni S. Árnason Thornhill, Man__________Thorst. J. Gíslason, Morden, Man. Víðir, Man___________________Aug. Einarsson, Árborg, Man. Vancouver, B. C_______Mrs. Anna Harvey, 4487 Quebec, St. Wapah, Man_______________Ingim. Ólafsson, Reykjavík, Man. Winnipeg ...S. S. Anderson, 800 Lipton St. Winnipeg, Man. Winnipegosis, Man..............................S. Oliver Wynyard, Sask...........................'6. O. Magnússon ! BANDARIKJUNUM Akra, N. D--------------Björn Stevenson, Akra P.O., N. D. Bantry, N. Dak-------------_.E. J. Breiðfjörð, Upham, N. D. Bellingham, Wash.—Mrs. John W. Johnson, 2717 Kulshan St. Blaine, Wash.........................Magnús Thordarson Cavalier, N. D---------Björn Stevenson, Akra P.O., N. D. Crystal, N. D_________C. Indriðason, Mountain P.O., N. D. Edinburg, N. D________C. Indriðason, Mountain P.O., N. D. Gardar, N. D__________C. Indriðason, Mountain P.O., N. D. Grafton, N. D__________C. Indriðason, Mountain P.O., N. D. Hallson, N. D____________Björn Stevenson, Akra P.O., N. D. Hensel, N. D___________C. Indriðason, Mountain P.O., N. D. _Miss C. V. Dalmann, Minneota, Minn. Ivanhoe, Minn__ ____. _____ ____________ Miiton, N. Dak........—.............S. Goodman Minneota, Minn................Miss C. V. Dalmann Mountain, N. D-----C. Indriðason, Mountain P.O., N. D. Nationai City, Caiif..John S. Laxdal, 736 E. 24th St. Boint Roberts, Wash..............._.Ásta Norman Seattle, 7 Wash----J. J. Middal, 6522 Dibble Ave., N.W. Upham. N. Dak---------—...........E. J. Breiðfjörð The Viking Press Ltd. Winnipeg Manitoba areldur, þegar siglt var í gegn- um reykinn sá ekki til sólar. 1 St. Lawrence flóanum sáum við hval og nokkra flugfiska, þegar kom út úr flóanum var þreifandi þoka í 2 daga og tafð- ist ferðin , við það. Sex menn1 voru stöðugt á verði og blásið var í sífellu. Á skipinu voru 190 \ farþegar og skipshöfn 350. Á! skipinu var fólk frá Canada, j Bandaríkjunum, Skotlandi, Eng-! landi, Irlandi, Frakklandi, Italíu, Þýzkalandi, Rússlandi, Finn- landi, Svíþjóð, Noregi og Dan- mörku, og þar var einn Islend- ingur, hét hann Hans Jónsson. Þegar þokunni létti voru haf- ísjakar sjáanlegir í kringum skipið, einn jaki var fá hundruð , fet frá skipinu, og var sagt að . hann væri um 1,000 fet upp úr sjó. Við fórum fram hjá Nýfundna- landi 5. eða 6. júní, var snjór þá í hólunum þar alveg niður að sjó. Var nepjukuldi á þilfarinu. Á skipinu var eg við messu, var það mest söngur. Dansað var á skipinu á tveimur stöðum á hverju kveldi nema sunnudags- kvöld. Blað var gefið út með helztu fréttum og fengu farþeg- ar það ókeypis. Kl. 12 á hverj- um degi var farþegum sagt hvað langt skipið var komið. Ekkert sérstakt bar til tíðinda fyr en lent var í Le Havre á Frakklandi, sú borg hefir um 50,000 íbúa. Þaðan var siglt til Southampton á Englandi. Hvergi sá eg annan eins fjölda af als- kyns skipum eins og þar á höfn- inni. Þar voru afar voldug her- skip úr brezka flotanum. Stórar fallbyssur blöstu þar við augum alstaðar á landi. Skipið dvaldi þar 14 kl.st. Southampton er falleg borg. 200 manns unnu við að afferma skipið. Þaðan var siglt til Liverpooi, eru það yfir 500 mílur. Komum við þangað 14. júní, fór þar á land, ætlaði að kaupa svarta skyrtu, en gat ekki fengið þann lit, svört skyrta fæst. ekki á Englandi. Eg var viku í Liver- pool og C. P. R. sá um mig. Fór með járnbrautarlest yfir Englandi til Hull. Eru 8 mílur sagðar milli járnbrautarstöðva, í hverju þorpi eru húsin öll með sama sniði og jafnstór, bygð úr rauðum múrsteini. Á miðri leið stansaði lestin 15 mínútur. Þar kom kona til móts við okkur sem seldi kaffi, vindla og brjóstsykur, leist mér vel á hana. < 1 Hull fór eg strax um borð Goðafoss, og var lagt til hafs strax. Sá eg þar marga höfrunga sem reyndu sig við skipið langa leið, þó fór Goðafoss um 12 m. á kl.st. 70 farþegar voru á skip- inu, var margt fólk sjóveikt. Fyrsta höfn á íslandi var Vest- mannaeyjar, þar komu um borð margir farþegar, lentum næst í Reykjavík 26. júní. Voru mörg þúsund manns á hafnarbakkan- um, 11 tollþjónar komu um borð og leituðu alstaðar, undir rúm- um og í öllum hirslum og tösk- um. * I höfuðborginni var eg í 4 daga. *Á sunnudaginn sem eg var þar hlustaði eg á prédikun sem verkamaður flutti. Eg skoð- aði Forngripasafnið, Náttúru- gripasafnið og safn Einacs-Jóns- sonar myndhöggvara. Náttúru- gripasafnið þótt mér merkileg- ast. Eg fór með skipi norður fyrir land, kom skipið við á ísa- friði, himinhá fjöll þar niður í sjó og víða á Vestf jörðum. Þegar kom fyrir Horn var mikill mót- vindur og ólgusjór. Á land kom eg á Isafirði, Siglufirði og Akur- eyri. Fjöldi skipa voru við síld- veiðar fyrir utan Eyjaf jörð. Voru sjáanlegar stórar og smáar toirf- 'ur af síld. Á Akureyri var eg einn dag hjá Þorbjörgu systur minni. Goðafoss kom til Húsavíkur kl. 3 að morgni, glaða sólskin var alla nóttina, þar varð eg eftir. Var 3 daga veðurteptur á Húasvík, fór svo að Hringveri, þar sem faðir minn bjó, og þar sem eg var áður en eg fór vestur. Þar var eg á þriðju viku, fór norður í Kelduhverfi, sá Ásbyrg- ið o. m. fl. Keldhverfingum líð- ur einna bezt, og þar var mér einna bezt tekið. Þar eru nokk- ur nýbýli. í Kelduhverfi er veit- ingahús, stjórnar því T^orðmað- ur. Út að Presthólum í Núpa- sveit fór eg, á Ferjubakka sá eg Steingrím Sigurðsson sem lengi yar hér, bað hann að heilsa Ar- gyle-búum. Húsakynni í Keldu- hverfi, Axarfirði og Núpasveit eru ljómandi góð. Á Húsavík eru um 1000 manns, barnaskól- inn tekur um 160 börn, kostaði 15,000 kr. Sjúkrahúsið kostaði 60,000 kr., rúmar 20 sjúklinga. Þar er vönduð kirkja, rúmar 800 manns. Þar er gott samkomu- hús. Bryggjan kostaði 400,000 kr. með flóðgarði, það er önnur lengsta bryggja landsins. Hús- víkingar eiga 1200 ær, 40 hross og mikið af alifuglum, um 20 vél- báta og fjölda róðrarbáta. Þar er nýbygð síldarverksmiðja. — Stærsta verzlunin er Kaupfél. Þingeyinga og þar næst Guð- johnson’s verzlunin, og svo eru smærri verzlanir. Þar eru 2 veitingahús og 2 kaffihús. Kirkj- an er einhver fallegasta kirkja landsins, prestur er séra Fr. A.! Friðriksson, sem hér var alllengi vestra, hann messar annan hvern | sunnudag, er mjög vel látinn. Á Húsavík er einnig banki er Sveinbjörn Guðjónsen banka- stjóri. Búendur á Tjörnesinu 1938 voru þessir: 1. Á Mána, Sigurður Jóns- son, móðurbróðir Jakabínu skáldkonu, og Egill sonur hans. 2. Voladal, Björn Björnsson, fæddur og uppalinn þar. 3. Breiðuvík, Forni Jakobs- son, ættaður frá Haga í Aðaldal og Kjartan maður nýfluttur af Suðurlandi. 4. Sandhólar, lögðust í eyði í vor. 5. Ketilsstaðir, Parmes Sig- urbjörnsson, ættaður úr Keldu- hverfi, hefir búið nokkur ár þar. 6. Mýralrkot, Hálfdán Jak- obsson, sonur Jakobs Hálfdánar- sonar og stjúpsonur hans Frið- björn Sorenson. 7. Hóll, lagðist í eyði fyrir 2 árum. 8. Isólfsstaðir, Friðbjörn Sig- urðsson hefir búið þ aryfir 20 ár. 9. Hallbjarnarstaðir, Kári Sigurbjörnsson hreppstjóri, Hall dór G. Sigurjónsson, Árni Sigur- bjarnarson og Baldur Árnason. 10. Ytri Tunga, Jóhannes Jónsson, sonur JónS Jakobsson- ar, og bræðurnir Jóhannes og Steingrímur, synir Björns Helga- sonar frá Hóli. 11. Hringver, Jóhanna Guðnadóttir. 12. Syðri Tunga, Þorsteinn Bjarnason, sem lengi hefir búið þar og Bjarni sonur hans. 13. Tungugerði, Jónas Björns- son, flutti frá Húsavík fyrir nokkrum árum. 14. Kvistarihóll, Jóhannesx Þ. Jóhannesson, sonarsonur Þor- steins í Syðri Tungu. 15. Eyvík, sem áður hét Rauf, Jón Stefánsson Egilssonar, og Jón Helgason, sem áður bjó á Hóli. 16. Héðinshöfði, þar búa bræðurnir Bjarni og Óskar Stef- ánssynir sem áður voru á Kald- bak fyrir innan húsavík, og Úlf- ur Indriðason sonur Indriða Þor- kelssonar frá Ytra Fjalli í Aðal- dal. Nú nær Tjörneshreppur ekki lengra en að Reiðará. Tjörnesingar hafa sáð gras- fræi (legggrasi) í mörg ár, og það hefir fokið út um sveitina, svo þar sem voru moldarflög fyr- ir 50 árum er nú komið kafgras. Hvergi aflaðist eins mikið af síld seinni partinn í júlí eins og við Tjörnes. Þar var stundum allur íslenzki flotinn við síldar- veiðar. Framh. Professional and Business - Ðirectory — Office Phoni R®s. Phone 94 762 . 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 116 MEDICAL ARTS BLDG. Office hours by appointment Dr. S. J. Jóhannesson 215 RUBY ST. Beint suður af Banning Talsimi 30 877 Vlðtalstimi kl. 3—5 e.h. J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agenti Sími 97 538 308 AVENUE BLDG.—Winnlpeg DR. A. V. JOHNSON DENTIST 506 Somerset Bldg Office 97 932 Res. 202 398 ANDREWS, ANDREWS, THORVALDSON & EGGERTSON Lögfrœðingar Bank of Nova Scotia Bldg Portage og Garry St. Sími 98 291 THE WATCH SHOP CARL K. THORLAKSON Dlamond and Wedding Rings Agent for Bulova Wajtches Marrlage Licenses Issued 699 8ARGENT AVE H. HALDORSON BUILDER 23 Music and Arts Studios Broadway and Carlton Phone 93 055 Winnipeg, Canada CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. Office Phone 26 328 Res. Phone 73 917 ÁSGEIRSON’S PAINTS, WALL PAPER AND HARDWARE 698 SARGENT AVENUE Winnipeg, Man. * Telephone 34 322 WINDATT COAL Co. LIMITED Established 1898 307 SMITH STREET Office Phone 97 404 Yard Phone 28 745 THE BUSINESS CLINIC specialize in aiding the smaller business man to keep adequate records and prepare Income Tax Returns. ANNA LARUSSON 415 Mclntyre Blk. Ph. 92 316 Frá vini \ PRINCESS MESSENGER SERVICE Við flytjum kistur og töskur, húsgögn úr smœrri ibúðum og húsmuni aí öllu tœi. 58 ALBERT ST. — WINNIPEG Sími 25 888 C. A. Johnson, Mgr. A. SAEDAL PAINTER & DECORATOR ★ Phone 23 276 ★ Suite 4 Monterey Apts. 45 Carlton St., Winnipeg DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GEN. TRUSTS Lor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 96 952 WINNIPEG H. J. PALMASON & Co. Chartered Accountant* 1103 McARTHUR BLDG. PHONE 9*1 358 Rovatzos Floral Shop 353 Notre Dame Ave., Phone 27 989 Fresh Cut Flowers Daily, Plants in Season We specialize in Wedding & Concert Bouquets & Funeral Designs lcelandic spoken A. S. BARDAL selur Ukklstur og annast um útíar- lr. Allur útbúnaður sá bestl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. 843 8HERBROOKE ST. Phons 27 324 Winnipeg Union Loan & Investment COMPANY Rental. Insurance and Financial Agents Sími 95 061 510 Toronto General Trusts Bldg. GUNDRY-PYMORE Ltd. British Quality - Fish Netting 60 Victoria St., Winnipeg, Man. Phone 98 211 Manager: T. R. THORVALDSON Your Patronage Will Be Appreciated Halldór Sigurðsson Contractor & Builder ★ 594 Alverstone St., Winnipeg Sími 33 038 FINKLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS KENSINGTON BLDG., 275 Portage Ave. Wmnipeg PHONE 93 942 DR. CHARLES R. OKí TANNLÆKNIR 404 Toronto Gen. Trust Bldg. 283 Portage Ave., Winnipeg Phone 94 908 ÖÖKSTÖRÉI y,)Mvj1 7Ú2 Sargent Ave., Winnipeg,

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.