Heimskringla - 06.02.1946, Page 2

Heimskringla - 06.02.1946, Page 2
2. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 6. FEBRÚAR 1946 FRÉTTIR FRÁ BLAINE “Himnaríki á vorri jörð.” Þetta er setning sem mér hefir gengið einna verst að skilja, þótt trúar- brögðin séu tekin með í reikn- inginn, en fólkið hefir talað um þetta með svo miklum fjálgleik, að mér hefir aldrei getað fallið það úr minni, þrátt fyrir það þótt eg hafi aldrei getað hugsað mér hvar það væri, hvorki af afspurn eða eigin reynslu. Eg hef búið á nökkrum stöðum í Canada og enn fleiri stöðum í Bandaríkjun- um, og í Californíu hinni sólríku hefi eg eytt þriðjungi æfi minn- ar, en aldrei fundið fyrirheitna landið, en 1944 í desember flutti eg úr snjó og frosti í N. Dak., hingað til Blaine, þar sem var snjólaust og frostlaust, en alt. grænt og sumarlegt umhorfs, þá fór mér að detta margt í hug, og því er eg nú alfluttur til Blaine, og með þeim ásetning að eyða því sem eftir er daganna. i Blaine er ekki ýkjastór bær, en ljómandi vel settur, á sjávar- bakka við nidæla höfn. Bærinn er um 4 mílur á lengd norður og suður, en 2 til 2]/2 austur og vestur. — Fólkstala er um 18 hundruð, af því eru um 7 hundr- uð íslendingar. Margt hefir mér þótt eftirtekt- arvert hér í Blaine, en ekkert eins og fólkði. Það mætist upp- litsdjarft og brosandi, eins og það hugsi: Eg er ekkert upp á þig komin efnalega, og þú ekki upp á mig heldur, svo fellur það í faðma eins og bræður og systur, og sannir jafningjar. Oft hefi eg hugsað um það, hvort góða veðrið í Blaine gæti áorkað þessu kraftaverki, að fólkið er svo glatt og áhyggju- laust, en nú er eg kominn á þá niðurstöðu að það sé ellistyrkur- inn; það eru líka margir hér sem hafa hann, og auðvelt að verða hans aðnjótandi. Eg hefi hvergi verið þar sem eins auðvelt er að fá ellistyrk eins og hér, og hann er ekkert smáræði heldur, 50 dalir á mánuði, og meir ef þörf krefur. Þetta kemur sér líka vel, því hingað safnast mjög margt af gömlu fólki, og margt af því landar. Það er eins og fólkinu hafi verið sagt að hér væri bless að veðrið gott, nóg af ró og næði, ekkert stórborgalíf, engin ver- aldarkali, en landanum sagt sér staklega, að hér væri líkt og á | INSURANCE AT . . . REDUCED RATFS Fire and Automobile STRONG INDEPENDENT COMPANIES 5 n McFadyen Company Limited l 362 Main St. Winnipeg | = Dial 93 444 #iiiminiauiiiiimii(]iiiiiiinuioiiiiiiiiiint]iiuiii!imaminminre 1 íslandi, en veðurblíðan í kaup- bætir. Landar í. Blaine hafa það að fastri reglu, að heilsast og tala saman á íslenzku er þeir mætast á strætum og gatnamótum. Eg tók fljótt eftir því, þegar annara þjóða fólk átti leið þar um sem landar stóðu og töluðust við, þá stansaði það alveg, og hlustaði með miklum andaktugheitum og helgiblæ á andlitinu. Ekki gat eg ráið þá gátu fyr en mér var sögð saga af fyrverandi þing- manni hér, Andrési Daníelssyni, hann hafði verið að tala íslsnzlui við landa sinn, hér út á göRi- horni. Þá vill svo til að bæjar- stjórinn, sem er enskur, fer þar "ramhjá og segir hranalega: ‘Hvaða páfagauksvæl er nú hetta?” Daníelsson snýr sér að honum strax og segir: “Þetta er málið sem þú verður að læra þegar þú kemur til himnaríkis, ef þú vilt skilja mælt mál, eða fara í hinn staðinn, þar sem þú getur talað hvað sem þú vilt.” Þessi saga barst með hraða um bæinn, og nú stendur annara þjóða fólk og hlustar á landann tala, ef ské kynni að þeir næðu orði og orði til að bregða fyrir sig, er þeir koma upp þangað hvar íslenzkan á heima. Atvinnuvegir eru góðir í Blanie, borið saman við fólks- fjöldann. Hér eru sögunarmyll- ur og fiskniðursuðuhús, sjósókn mikil og skógarhögg, svo nokkuð sé talið. Alaska Packers, þetta voldutra fiskifélag, hefir bæki- stöð sína hér, og vantar nú 25 heimili hér fyrir vinnufólk sitt. Þetta meinar að félagið er að færast í aukana hér og færa út kvíarnar. en hér er við ramman rein að draga, því hér er húsa- ekla mikil eins og annarstaðar á Kvrrahafsströndinni. Það er langt síðan að gamalt fólk fór að hrúgast til Blaine, það er því engin nýsköpun elli- heimilishugipyndin hérna. Arið 1934 fór íslenzk kona á stað með hugmyndina, keypti hús og tók gamalmenni það sem húsið rúm- aði, sem voru í mesta lagi 6, en eftirspurn eftir griðastað fyrir gamla fólkið jókst altaf, svo eftir tvö ár seldi konan og keypti mikið stærra hús, og fjölgaði gamla fólkinu. Þessu heimili veitti konan forstöðu í 9 ár, og var gamla fólkið 14 flest, og er mér sagt að þá hafi verið þétt- setin Svarfaðardalur. Húsmóðir- in eltist og þreyttist með gamla fólkinu, svo hún seldi heimilið íslenzkum hjónum, sem ætluðu að halda áfram hælinu, en kom- ust fljótt að þeirri niðurstöðu að það væri ofjarl fyrir þau, sakir vinnufólkseklu, svo gamla fólk- inu var holað niður hjá vinum og vandamönnum, og hvar sem hægt var. Svona standa sakirn- ar núna, en upp af gróða fræinu vex æfinlega góður ávöxtur, og í Blaine ekki sízt. Nú í heilt ár hefir 5 manna nefnd úr þjóð- ræknisdeildinni hérna, unnið að því að koma upp fyrirmyndar ellihæli, og hefir orðið vel á- gengt. Nefndin hefir sneitt hjá öllum gömlu skerjunum, trúar- brögðum, pólitík og öllum klikk- The maximum assistance for all purposes is $6000.00. The veteran deposits 10% of the cost of land and permanent im provements and contracts to repay two-thirds of such cost on the amortization plan with interest at 3 V2 % over periods up to twenty-five years. To qualify for this type of enterprise the veteran must be in employment that is likely to be continuous. Under this feature of the Act veterans may establish homes in healhtful surroundings away from crowded and high taxation cgntres. Applications shouid be made to the nearest office at Winni- peg, Brandon, or Dauphin. This space contributed by THE DREWRYS LIMITED MD142 um, hugmyndin er aðeins þjóð- ernisleg. Það er eftirtektavert um msnn sem hafa einhverntíma átt heima í Blaine, hvað þeir eru ellihælis hugmyndinni hlyntir. Nú rétt nýverið sendi landi, sem hér var áður, 1,000 dala pen- ingaávísun, suðaustan frá Ne- vada, og Stonesons-bræðurnir frá San Francisco, sem hér voru eitt sinn, 10,000 dali, eins og getið var um í íslenzku blöðun- um fyrir skemstu. Ymsir landar í Blaine hafa gefið 500 dali, aðrir 1 og 2 hundruð, og nokkiir minna, svo nú er farið að nálgast 20 þúsundin, en hælið á að kosta $55,000. Löng og brött er leiðin upp á úgurhæðir, og langt að takmark- inu enn, en málefnið er gott, og margur á eftir að g;fa, og sterk- lega er vonast eftir að þjóðiækn- isdeildin í Seattle hlaupi di engi- lega undir bagga í þessu þjóð- ræknismáli, og er þegar byrjað, því að kvenfélagið “Eining”, eitt af elztu félögum landa í Seattle, hefir nú ákveðið að gefa sjóð sinn þessari stofnun, eins og blöðin gátu um nýlega. Ef að landarnir héf á ströndinni bara segja svo, þá rís ellihælið upp í Blaine, og hugmyndin er að reisa það á hásléttu, sem gefur ágætt útsýni yfir þjóðveginn mikla, nr. 99, og yfir bæinn og hina indælu höfn, með víkum og vogum, höfðum, hólmum og eyjum, bað- andi sig í sléttum sjó, eins og Kyrrahafið hafi sameinað alla sína kyrð hér, til að fullkomna sem mest höfnina í Blaine. En þegar hælið er komið á fót, og gamla fólkið situr að kvöld- inu, með kvöldhugsanir sínar, við gluggan sinn, og horfir yfir höfnina og vestur himininn, horfir hrifið á sólina endurspegl- ast á sléttum haffletinum, skrif- andi geislaletri endurminning- ar dagsins, þar sem margur kær- leikskossin var kystur, og svo leyndarmálið mikla, en gamla fólkið les endurminningar sínar í letrinu, og leyndarmálði mikla, sem það hefir nú fengið svo mik- inn áhuga fyrir, svo segir það: Þetta er sannur forsmekkur, ef ekki algert himnaríki á vorri jörð, en guð breiðir blessun sína yfir góðverk mannanna. John S. Laxdal UPPTÍNIN GUR “Elta hnoðann” Það munu margir kannast við galdra hnoðann, sem getið er um í gömlum þjóðsögum, hann valt á undan þér óra vegu úr einum stað í annan. Þó eru enn fleiri sem kannast við almenna orðtækið hér í landi “Red tape” í sambandi við hina flóknu stjórnsemi hins opinbera í smámunum. Margur maðurinn hefir orðið uppgefinn á sál og líkama áður en hann komst að endanum á þeim “rauða spotta”. Það mætti vel segja: Að marg- ur verði að elta hnoðann frá ein- um stað í annan, í viðskiftum við okkar margþættu stjórnvizku. En víða er pottur brotinn i þeim efnum, ef dæma má af eft- irfarandi grein, eftir rússneskan höfund í Moskva. Eg var hamingjusamur mað- ur. Konan mín fæddi son. En áður en hann fer heim af fæðingarstofnuninni, hvers þarfnast hann fyrst? Auðvitað mittisskýlu! En til að fá mittisskýlu verð eg að fá vottorð frá fæðingarstofnuninni að sonur minn hafi fæðst lifandi. Nú er það fengið! Hvert fer eg nú til að fá mitt- isskýluna? “Þú getur fengið hana í ráð- stefnustofu kvenna,” var mér sagt. Þegar þangað kom var mér sagt, að eg yrði að hafa vottorð um mitt heimilisfang frá eig- anda eða ráðsmanni hússins sem eg byggi í. Eg þaut á stað, og náði í vott- orð frá eiganda hússins að eg ætti jiar heima. Þegar eg kom aftur inn á rað- stefnustofu kvcnna, er mér sagt: “Að eg verði að fá heimild til að meðtaka mittisskýlu.” “Hver á að veita mér þá heim- ild?” spurði eg undrandi: “Son- ur minn?” “Nei, móðir barnsins verður að veita þá heimild.” Svo eg fór aftur inn á fæðing- arstofnunina og fékk heimild frá konuni minni að meðtaka mittis- skýlu fyrir son minn. Þaðan skálmaði eg með þessi þrjú vottorð í hendinni inn á ráðstefnustofu kvenna. Þar var mér gefið nýtt vottorð í skiftum fyrir hin þrjú, og það með, að eg ætti að framvísa þsssu vottorði þar sem konan mín vinnur. Þar var sonur minn skrásett- ur. Með handfylli af vottorðum og skírteinum, komst eg loks inn á umdæmisskrifstofu vöru- birgða. En ekki fékk eg mittisskýluna bar, heldur lítið ávísunarspjald fvrir mittisskýluna. Með þetta litla græna spjald í hendinni lagði eg aftur á stað til fæðing- arstofunnarinnar. Á leiðinni datt mér í hug, hvað alt þetta skrifstofufólk mundi gera, ef einþverjum dytti það snjallræði í hug, að það mætti kansbe út- býta mittisskýlum — eða að minsta kosti ávísun á mittisskýl- ur í sjálfrí fæðingarstofnuninni? Á sjöunda degi eftir fæðingu sonar míns, var hann í spánýrri mittisskýlu — “útskrifaður” að byrja lífið á þessari jörð. “Og hér er sápuskírteini,” sögðu þeir, að skilnaði, og réttu mér bréfsnepil. Sonur minn var orðinn meir en eins mánaðar gamall þegar sápuskírteinið varð loks að sápu stykki! En þetta sápuskírteini hafði svo sem ekki legið aðgerðalaust. Það ferðaðist nú fyrst og fremst sömu leið og mittisskýlu vottorð- in, og svo hélt það áfram, þangað sem faðir barnsins vinnur og þaðan inn á ráðstefnustofu barna og þaðan til eiganda hússins sem barnið dvaldi í og loks aftur inn á fæðingarstofnunina. Þetta sápuvottorð fór ekki alla þessa krókavegi einsamalt. Nei, ónei, pabbi varð að elta það. Til þ£ss eru feður! Aftan á þetta sápuskírtini er prentuð þessi yfirlýsing: “Öll sápuskírteini skulu við tekin beinlínis í fæðingarstofn- uninni. Forseti sveitaskrifstofu vörubirgðaleyfis”. Og þar undir þessi klausa: “1 fyrsta lagi, sápuspjöld verða veitt við framvísun þessa skir- teinis á skrifstofunni þar sem öll önnur vöruspjöld eru veitt.” — (Undirskrift ólæsileg) Á endanum fékk eg sápuna. En eg geymi skírteinið. Þegar sonur minn kemst á vinnualdur, þá ætla eg að sýna honum þennan snepil, með þess- um orðum: “Rífðu þetta sundur sonur minn og vertu aldrei valdur að útgáfu svona snepils eða skrifa slíka yfirlýsing. — Breyttu við náunga þi'na eins og menn með viti!” Á. S. Hetjusögur Norðurlanda (Þýtt hefir Rögnv. Pétursson). Enn eru nokkur eintök fyrir- liggjandi af þessari vinsælu bók. Þeir sem vilja eignast hana sendi I pöntun til skrifstofu Heimskr. og 35c, verður hún þá send póst- frítt. The Viking Press Ltd. 853 Sargent Ave., Winnipeg * ★ * Heimskringla er til sölu hjá hr. bóksala Árna Bjarnarsyni, Akureyri, Island. ★ ★ ★ Framvegis verður Heims- kringla fáanleg í lausasölu, hjá hr. bóksala Lárus Blöndal, Skóla vörðustíg 2, Reykjavík, ísland. ÍSLANDSFERÐ Hans Jónssonar 1938 Framh. Fyrir þremur árum rak feikna mikið af fyrirtaks trjávið á Tjör- nesi. Bjálkarnir voru 2 til 3 fet í gegn og 20 til 40 fet á lengd og sagað fyrir báða enda. Það var .alt fura og rauðviður. Á sumum jörðum rak 200 til 300 bjálkar, var það gott húsílag fyr- ir bændur þar, fengu þeir nægan byggingarvið og einnig mikið til eldsnsytis. Bændur á Tjörnesi hafa stækk|ið hús sín um % síðan 1888. Nú borgar ríkið og ýmsir sjóðir 100 kr. fyrir að koma einni dagsláttu í rækt Tjörnes- ingar rækta þó nokkuð til hlítar af jarðeplum. Jóhannes í Ytri Tungu seldi 40 tunnur af jarð- eplum í vor er leið. Það hafa verið ágæt hrognkelsaveiði þar s. 1. 3 yor. Nú er hægt að selja grásleppu hrogn, þau eru verkuð og sett í tunnur og seld til út- landa. Mér hefir orðið tíðrætt um Tjörnesið og Tjörnesinga, og stafar það af því að þaðan er eg upprunnin, og þekti þar bezt til, og svo er margt fólk hér sem þar var gagnkunnugt. Húsavík er orðið eitt stórt tún frá Þorvaldsstöðum og út á Höfða, og upp í Húsavíkurfjall. Frá Húsavík fór eg á bíl til Akureyrar, var 4 stundir á leið- inni. Vegurinn er afar mjór víða, og ef bílar mætast, verða þeir að stansa. Það er ljómandi fallegt á Fljótsheiði, þar sá eg mikið af fé, og svo var þar mikið af rjúpuungum að bíllinn varð að stansa, bílstjórinn var svo mannlundaður að hann vildi ekki keyra yfir þá. Stönsuðum við 15 mínútur við Goðafoss, hann er bæði fallegur og tignar- legur. Þar var kaffi selt. Að sjá yfir.Eyjafjörð er dásamlega fag- urt. Fór frá Akureyri með Goða- foss til Reykjavíkur, kom við á Siglufirði, Sauðárkrók og Isa- firði. Eg var 2 daga í Reykjavík áð- ur siglt var tíl útlanda, notaði eg tímann og fór til Þingvalla aust- ur, þar er tign og goðborin feg- urð. Þar voru margir ferðamenn í tjöldum. Voru sumir að veiða silung, það er himneskt að eyða þar frístundum sínum. Það er íslendingum helgur staður, þar hitnar manni um hjarta er mað- ur minnist fornrar sögu. Á leiðinni út kom Goðafoss við í Vestmannaeyjum og tók um borð 50 smálestir af saltfiski. sem átti að fara til S. Ameríku. Eg fór þar á land og sá Herjólís- dal, það er einn fallegasti stað- ur sem eg sá á Islandi. Þegar við fórum fram hjá Færeyjum var þreifandi þoka, þar rákust á tvö skip, annað frá Englandi hitt hollenskt, fólkið varð hrætt og ruddist í bátana, var sagt að 7 manns hefðu druknað, en hvorugt skipið sökk. Til Leith kom skipið 10. ágúst fór þaðan strax til Edinburgh, og sá nokkuð af hinni miklu sýn- ingu sem þar stóð yfir fyrir al- rikið. Margt var þar fallegt og merkilegt að sjá, en mest bar þar á rafurmagnsvélum. Þar vaí járnbrautarlest sem rann sjálf- krafa, þar voru tilbúin fjöll og fossar, flaug lestin með miklum hraða yfir fjöllin. Fór eg upp í leStina, var brattinn svo mikill að eg varð að ríghalda mér. Þaðan fór eg til Glasgow og jsíðar til Greenoch og þar um borð í Duchess of York, er flutti mig vestur, 20,000 smál.'skip, en þyngd skipsins var sögð 22,000 smál. Hafði það 1000 farþega og 400 skipverja. Einn daginn á hafinu var ofsaveður svo sjórinn gekk yfir skipið. — Veðurhæðin var 80. m. á klst. Skipið hafði sjó fyrir kjölfstu. Stóra hafís- jaka sáum við á vesturleið, einn var 200 fet frá skipinu. — Einn jakinn sem við sáum var sem kirkja í laginu. Á Duchess of York var sá bezti lúðraflokkur sem eg hefi nokkurstaðar heyrt. Þar voru myndasýningar á hverjum degi. Á skipinu sat eg nokkrum sinn- um til borðs með enskri konu sem eg veitti sérstaklega eftir- tekt fyrir það að hún var ætíð fyrst að fara að reykja eftir mál- tíð. Eitt sinn bauð hún mér reyk, en eg afþakkaði, sagðist aldrei reykja, og eg sagðist ekki vita til þess að kvenfólk í Glen- boro reykti nokkurntíma (það hefir margt breyst síðan. G.J.O.). Sagði hún það hlyti að stafa af því að þær ættu of mörg þprn. Á skipinu höfðu farþegar skipun um það að koma á vissan stað ef eitthvert slys bæri að höndum og fá björgunarbelti. Var aðbúð öll góð á skipinu. Skipið kom við á höfninni í Quebec og skildi eftir póst, hélt svo áfram til Montreal, þar lent- um við 18. ágúst, hélt eg þaðan heim á leið til Winnipeg, og til Glenboro kom eg 22. ágúst. Nú þagnaði Hans en vér spurð- um hann spjörunum úr. Þú hefir haft mikal ánægju af ferðinni og séð margt merkilegt? Já, sagði hann með gleðibros á vör. Þú hefir óefað séð marga Vestur-ls- lendinga heima? Já, eg sá marga og eftir því sem eg gat merkt, þá líður þeim öllum vel. Eg kom til séra Friðriks Hallgrímssonar í Reykjavík, hann lítur vel út og líður vel, og er jafn ljúfmann- legur og hann var. Hann hefir feykilega stórt bókasafn. Hálfdán Eiríksson, sonur Þor- bergs Eiríkssonar í Winnipeg, sem hér var í bygðinni í 2 ár, hefir stóra kjötverzlun í Reykja- vík, selur hann kjöt fyrir 40,000 kr. árlega. Hann tók mér ágæt- lega, og bauð mér út á sumarbú- stað sinn, sem hann hefir prýði- legan skamt frá Reykjavík, hjá honum sá eg fallegastan garð á Islandi. Friðgeir Berg, sem einn- ig var hér, býr á Akureyri, o% skrifar fréttir fyrir mörg blöð í Reykjavík. Eg sá og talaði við marga fleiri, og allir báðu að heilsa vinum og kunningjum hér vestra. Hvernig leizt þér á Reykjavík? spurðum vér. — Vel, segir hann hiklaust, eg var búinn að heyra að það væri ekki töluð annað en enska á götunni þar, en það er fjarri sanni. Eg var 5 daga þar og gekk oft um göturnar, og heyrði aðeins einu sinni tvo menn tala ensku saman. Flest hús í Reykjavík eru tvær til þrjár lofthæðir. Verzlunarbúðir 3 til 4 lofthæðir, hæsta bygging' in er sex lofthæðir. Mér leizt vel á fólkið þar og alstaðar á ls- landi, og líðan almennings sýnd- ist mér góð. Allir voru glaðir og frjálslegir. Fólkið þar hefir margbreyttari fæðu en hér, sér- staklega leizt mér vel á kven- fólkið. Það er fallegra en hér, hefir betra yfirlit og er rjóðara- 1 Reykjavík eru gefin út 5 dag' blöð. Varð nokkur hindrun á fer^ þinni nökkurstaðar? — Nei, ekk> var það, en eg varð að sýna borg' arabréf mitt fimm sinnum a austurleið, og eins á leiðinni tu baka. Flestir sem eg hafði nokk' ur mök við voru kurteisir liprir. En hvað segirðu merkilegt ffa Englandi? — Eg gæti ef eg nent1 sagt margt merkilegt þaðan, þar er margt stórkostlegt og eftV' tektavert, bæði ljótt og fagnrt- Þú var lengi í Liveipool, hva segirðu þaðan? Það er víst mik1 borg. — Já, eg var í viku í Liv' erpool, og sá margt þar. Þar sa eg fleira fólk á hafnarbakkanuú1’ en eg hefi,séð á nokkrum öðrU^ stað, og hvergi hefi eg séð sktf með tveimur stýrum nema þa,r' það voru ferjubátar. Tollhús1^ er með elztu byggingum sem fj’ hefi séð, yfir 250 ára gama ’ bygt úr steinsteypu og or^Jrf svart af reyk og elli. Þar sá e* kirkju sem er yfir 200 fet á h# ’ var byrjað að byggja hana fyr^ 30 árum, og er enn ekki lok1

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.