Heimskringla


Heimskringla - 06.02.1946, Qupperneq 4

Heimskringla - 06.02.1946, Qupperneq 4
4. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 6. FEBRÚAR 1946 Wuúmshriniila (StofnuS 1886) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24 185 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON "Heimskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24 185 WINNIPEG, 6. FEBRÚAR 1946 Skattastríðið í Ottawa Út af skattamálum milli lands- og fylkisstjórnanna, er einum fundinum enn nýlokið í Ottawa. Árangurslítill virðist sá fundur hafa verið sem margir aðrir er hafa verið haldnir um málið. f>ó mikið hafi verið rætt og ritað um þetta efni, mun mörgum harla óljóst um hvert stefnt er með því. Það er ekki víst, að fylkin tapi fjárhagslega eins mikið á, að ganga að tillögum sambandsstjómar og ætla mætti, ekki sízt, ef sambandsstj órnin tekur að sér, að sjá fyrir öllum kostnaði, sem af atvinnuleysi leiðir, sem hún lofar, óbeinlínis, að minsta kosti, og miklu fleiru. Það sem meiru skiftir, er að fylkin eru með því að afsala sér réttindum, sem þeim eru áskilin, en sambandsstjórninni ekki. í málinu virðist þannig laggja: Landstjórnin þykist þurfa meiri tekna við, en skattsvið hennar tryggir henni. Hún tók sér það bessaleyfi, með þegjandi samþykki fylkjanna, á stríðsárunum, að leggja tekjuskatt á einstaklinga og iðn- og verzlunarstofnanir. Það virðist hafa bjargað henni yfir stríðsárin. En skatti þessum átti að vera lokið að einu ári liðnu frá stríslokum. Það sem fyrir Ottawa-stjórninni vakir nú, er að halda í þessa tekjulind sína. í staðinn fyrir Jieyfi frá fylkisstjórnum um þetta, lofar Ot- tawa-stjórnin að greiða fylkjunum fé, sem að nemur $12 á hvem fylkisbúa. Hún segist þurfa aukinna tekna með, vegna afleiðinga stríðsins. Og að fylkin beri eitthvað af þeim illu búsifjum, sé í alla staði sanngjarnt. En gallinn á þessum tillögum sambandsstjórnar er sá, að sum fylkin greiða meira af þessum sköttum iðn- og verzlunarstofnana, en önnur. Eru því þau fylkin, sem mikinn verksmiðjuiðnað hafa, tillögu sambandsstjórnar andvíg. Á meðal þeirra eru Ontario-fylki, Quebec og British Columbia. Telur forsætisráðherra Ontario- fylkis réttindi fylkjanna úr sögunni, ef sambandsstjórnin komi sínu fram. Saskatchewan-fylki virðist óhræddast við þetta. En formaður þess hugsar sér að gera iðnað fylkisins að þjóðeign, með umboði Saskatcheiwan-stjórnar, en af þjóðeign getur ekki Ottawa-stjórnin heimtað skatta. Iðnaðurinn í því fylki verður því skattfrí og hagnaður af rekstri hans rennur til fylkisstjórnarinnar eftir sem áður. Einn af fundarmönnum frá Ontario, hefir á þetta bent. Færu fleiri fylki að ráði Saskatohewan-stjórnar tækju upp sósíal- isma, hyrfu allar tekjur sambandsstjórnar af þessum skatti. Þetta er eitt dæmi af því, hvernig eitt rekur sig á annars hom í þessum skattamálum. Þegar forsætisráðherra Saskatchewan-fylkis heyrði þetta, kvað hann Ontario svo lengi hafa vesturfylki landsins mjólkað, að það væri tími til þess kominn, að það greiddi þeim eitthvað fyrir slíkt. Liberalar hlógu dátt að Iþessu. Og um tíma eftir þetta virt- ist vinátta svo náin milli Ottawa- og Saskatchewan-stjóma, að þar komst ekki hnífur á milli. En merki þeirrar vináttu hurfu þó brátt af ásjónu Kings, er Quebecingar fóru að spyrja, hvort þetta bæri nokkur merki um, að Douglas (forsætisráðherra Sask.-fylkis) ætti að verða eftirmaður Kings eða taka við formensku liberal- flokksins? 1 þTáttinu um þetta kom í ljós, að Saskatchewan-stjórnin hafi að þjóðeign gert 12 iðnstofnanir síðan hún kom til valda í júlí 1944. Eru þær múrsteinagerð, sögunarmylna, ullarverksmiðja, skóagerð, skinnaverkun (tannery), loðvöru umboðssala, vátrygg- ingar og fólksflutningar í Regina. Ef þannig væri haldið áfram, þyrfti Ottawa-stjórnin ekki að gera sér háar vonir um skatt- gróða, af iðnaði Saskatchewan-fylkis. Við þetta og fleira á þessi fylkja- og Ottawa-stjórnarfundur að stríða. Yfirleitt virðast tillögur sambandsstjórnar eiga enn langt í land með að verða samþyktar. Landstjómin hefir ekki enn fundið aðgengilega leið sér til tekjuauka. Enda er jafnvel vé- fengt, að hún þurfi þeirra með, og hún ætti í þess stað, að fara að dæmi Bandaríkjastjórnár og mínka útgjöldin. f lok Ottawa-fundarins var ljóst að sex fylki landsins voru með tillögum sambandsstjórnarinnar, en þrjú stærstu fylkin ekki. Samt er ráðgert að gefast ekki upp og hafa fund aftur í málinu 25. apríl. KOLLVÖRPUN HINS BREZKA HEIMSVELDIS (Þýtt úr “New Era”, Sydney, Australia, 14. sept. 1945) Þeirri hugmynd er nú haldið á lofti, og með allsterkum rökum, að í höfuðbóli Bandaríkja fésýsl- unnar, Wall Street’ sé nú uppi öflug samtök er hafa það mark- mið að stíga á háls Stórbretans, og liða í sundur hið brezka sam- veldi. Því er haldið farm, og virðist margt bera því vitni að rétt sé, að þessi öflugu Bandarísku sam- tök hafi á valdi sínu stórbank- ana, “The Federal Reserve Banks of U. S. A.”, og ráði fjár- málastefnu Bandaríkjanna, og myndi þannig hhin hrikavaxna, heimsvíða fésýsluhring sem þektur er undir nafninu “Inter- national Finance”. Hvort þessu hrikaveldi fésýsl- unnar er stjórnað af Júðum eða “Gentiles” (þ. e. þeim sem fals- guði dýrka) eða af samblandi beggja, kemur ekki þessu máli við. Stefnan og starfsaðferðin eru sagðar júðskar. Það er að segja: stefnan tignar og upphef- ur stofnunina, en niðurlægir ein- staklinginn; hún umhverfur hinu kristna sjónarmiði að hvíld-1 ardagshelgin sé sköpuð fyrir manninn, en uppástendur að maðurinn sé skapaður fyrir hvíldardaginn. Það má svo heita að hið brezka! samveldi sé nú brjóstvörn hins1 kristna sjónarmiðs, sem heldur1 uppi tign og helgi mannlegs per- sónuleika; þar er einsta£lings þroskinn markmiðið; ríkið á að vera til að þjóna einstaklingnum, en ekki einstaklingurinn ríkinu. En sú útlenda aðskota lífsspeki sem ráðandi er í ameríkönsku fé- sýslunni heldur hinu gagnstæða fram; þar hsfir mannlegur per-' sónuleiki ekkert gildi. Einstakl- ingurinn á aðeins að vera nagli | eða snerill í hinni ramefldu rík- j isvél. Vélin er það eina er máli j skiftir. Því tröllvaxnari sem | vélin verður, s því lítilsigldari verður einstaklingurinn. Þess- vegna sjáum við nú að þessi að skota lífsspeki sem ráðandi er í fésýslu Bandaríkjanna er nú að seilast eftir heimsyfirráðum með því að útbreiða hugmyndina um fyrirhugað samveldi lýðræðis- þjóða (Federal Union of Demo- cracies). Þessar hugmyndir eru nú að færast í fast form með stofnun hins nýja þjóðbandalags, og uppástungu um alþjóða gjald- eyris skipulag, alþjóða banka, alþjóða lögreglu, o. s. .frv. Með þessum alþjóða samdrætti valds og yfirráða á einn stað, er fullveldi þjóðanna og sjálfstæði úr sögunni, og gildi einstaklings- ins þurkað út að eilífu. Áhrifamesti andstæðingur þessarar heimsveldisstjórnar er nú hið 'brezka samveldi (The British Commonwealfh of Na- tions) og hin kristna siðvitund er það byggist á. Hér er því um að ræða stríð milli tveggja and- stæðra lífsskoðana. önnur er satanisk, hin kristin. Þetta stríð hefir nú staðið í allmörg ár. Það hófst fyrir al- vöru meðan stóð hin fyrri heims- styrjöld. En afleiðing þeirrar styrjaldar var sú, að miðdepill fésýslu aðdráttaraflsins fluttist frá London til New York, og heL ir verið þar síðan. Við byrjun hins síðara stríðs varð mikill fögnuður í heTbúðum Satans. í hálft þriðja ár varð Bretland að halda herlínunni gegn nazismanum, og engin hjálp fékst írá Bandaríkjum Ameríku nema fyrir borgun út í hönd. Þá varð Bretland að selja Bandaríkjum verðbréf sem námu 1500 miljón sterlings- punda. Þrjú ár af áframhald- andi stríði hafa svo haft þau á- hrif á efnahag Bretlands, að það sem áður var einn stærsti lán- veitandi heimsins, er nú orðið skuldugasta land heimsins. Hin snögga uppsögn leiguláns samninganna var vafalaust til þess ger að auka á f járhags erfið- leika Breta og þröngva þeim til að undirskrifa Bretton Woods uppástungurnar, og flýta fyrir upplausn brezka samveldisins. Samkvæmt hugarstefnu þessa útlenda myrkraveldis, voru leiguláns samningarnir alt of “óbusineslegir”. Þar voru eng in skuldabréf undirskrifuð eða innsigluð; engin refsiákvæði til að tryggja skilvislega greiðslu. Ekkert pund af kjöti. En al- þjóðagjaldeyrir og alþjóða banki eiga nú að bæta úr þessu öllu. Nú getum við fengið eins mikið af vörum frá Bandaríkjunum eins og hver vill hafa; en svo verða allaj þjóðir sem undirskrifa saiAningana, að bera sameigin- lega ábyrgð á skuldasúpunni, og þá um leið að haga innanlands- málum sínum eftir því sem lán- ardrottinn segir fyrir. Á þennan hátt ætlar þetta erkiauðvald að ná yfirráðum yfir löggjafarþingum allra þjóða og teygja okurhramminn yfir allan heim. Hér er alvarleg hætta á ferð, og hefir aldrei verið meiri nauðsyn en nú, fyrir þjóðirnar sem mynda brezka samveldið, að standa saman til varnar g'sgn sameiginlegum óvini. Aldrei hef- ir verið meiri þörf að brýna fyr- ir hverjum einstaklingi að minn- ast blóðskyldunnar og þeirra kristnu hugsjóna sem hið brezka veldi grundvallast á. Þessum skaðvænu aðskota á- hrifaöflum, sem nú leika lausum hala, hefi eg ekki fundið annað heppilegra nafn en satanisk á- hrifaöfl, eða myrkravöld. Þau vinna í leyni til að koma vélráð- um sínum í framkvæmd. Margur ráðvandur maður verður grun- laust tól undir áhrifum þeirra. Þau eiga sér “fimtu herdeild” í hverju lnadi. Þau sitja á stjórn- arráðstefnum allra þjóða. Flestir stjórnarráðunautar eru annað- hvort grunlaus verkfæri þairra eða launaðir málflytjendur. All- ar stjórnir hlýða boðorðum þeirra. Þetta er hinn leynilegi óvinur, sem með vélráðum sínum hefir á þrjátíu árum hleypt af stokkum tveimur heimsstríðum og við- skiftakreppu, sem leiddi skort og örvæntingu yfir þjóðirnar. Þessi óvinur situr enn að völdum og málflytjendur hans eru enn starfandi. Þessi leyni óvinur verður að dragast fram í dagsbirtuna og eyðileggjast áður en hægt er að láta rödd fólksins heyrast gegn um stjórnir eða löggjafarþing; áður en hægt er að gera pening- ana að þjónum manna, og áður en hægt er að leysa mannkynið úr auðvaldshlekkjum, svo það geti notið fegurðar og gæða lifs- ins eins og frjálsar verur í friði, trúnaði og bróðurhug. —Þýtt fyrir tilmæli Salome Halldórson. Hjálmar Gíslason ÁLENGDAR J Allra augu hvíldu á Lundúna- borg í vikunni sem leið, og hvíla enn, því þar stendur yfir sá merkilegasti fundur, sem hald- inn hefir verið, ekki aðeins í manna minnum, heldur í sögu mannanna — alþjóða friðarþing, hins þjáða og þjakaða heims; það er því sízt að furða, þó hugir manna um heim allan fylgist með því sem þar er að gerast og fagni yfir öllum þeim tilraunum og framkvæmdum sem þar eru gerðar og ráðnar, hinum mörgu vandamálum mannanna til úr- lausnar. Því hefir verið lýst yfir að þing þetta sé ekki saman komið til að semja frið, heldur til að út- rýma striðum samkvæmt San Francisco reglugerðinni al- kunnu. Um sambandið á milli þeirrar reglugerðar og þessa þings sagði forsætisráðherra Clement Attlee þetta í byrjlin þingsins: “í for- málanum fyrir sáttmála sam- bandþjóðanna er fagurlega bent á hugsjónir þær, sem rnenn og konur gengu út í dauðann fyrir í síðasta stríði. En það er engin þrekraun, að ákveða vissar regl- ur, að framkvæma þær reglur, eða frumatriði í lífinu sjálfu, og að samræma þær því, er erfiðara. . . . Það er okkar nú, með hina miklu fórn, sem færð hefír verið fyrir augum, að sýna ekki minna hugrekki í því að ráða fram úr erfiðleikum þeim, sem framund- an eru — ekki minni þolinmæði — og ekki heldur minni fórn- fýsi. Við verðum og skulum sjá verkefni voru borgið.” Fimtíu og ein þjóð hafa sent umboðsmenn sína á fund þennan í Lundúnaborg og bsnnir þar ó- neitanlega margra grasa og margra andstæðra hugsana, og krafa, sem tíminn einn leiðir í ljós hvemig hægt verður að sam- rýma. Mikið er undir því komið hvemig að stórþjóðunum fimm gengur að vinna saman. Ákveðn- ar stefnur í framtíðar aðstöðu Rússa og Breta er þegar fram komin. Bretar vilja fylgja lýð- ræðistsefnunni í myndun og starfrækslu alþjóða sambands- ins, þannig að þjóðirnar allar, sem í sambandinu eru, hafi um- sagnrarétt og atkvæði í málum sambandsiins. Riússar á hinn bóginn halda fram, að þjóðirnar séu ekki enn upp úr því vaxnar að bindast samtökum til þess að koma áhugamálum sínum fram með afli og harðneskju og á með- an að svo sé verði að mæta þeim samtökum og því afli, með öðru sterkara afli, en að yfir því afli eigi stórveldin fimm að ráða að- eins og þessvegna verði ráðin að vera í þeirra höndum. Banda- ríkin fara sér hægt. Segjast sam- þykkja stefnu Breta að nokkru leyti, en vilja á hinn bóginn ekki með nokkru móti styggja Rússa. Þessi fyrsti fundur sambands- þjóðanna var haldinn í Central Hall, Princess St., er sá sam- komusalur eign meþódista. — Fjöldi fólks hafði safnast saman á gangnstéttum götunnar til þess að sjá umboðsmennina koma á: fundinn. Fyrst komu nefndar- menn Rússlands. Þar næst utan- ríkisráðherra Frakka, Georges Bidault, sendinefnd Bandaríkj- anna, Kína, Araba. Nokkurt lófaklapp var þegar Ernest Bev- in utanríkisráðherra Breta kom, en mest þó þegar Mrs. Roosevelt sté út úr bifreið þeirri er hún kom í. Um margt var að hugsa og margt að gera í sambandi við fund þennan, auk aðal málefn- anna, sem fyrir honum lágu. Það þurfti óendanlega mikla ná- kvæmni og lægni til þess að verjats árekstri hinna ýmsu og mismunandi stefna, sem þar hlutu að rísa á meðal manna með svo ólíka útsýn og mismunandi skoðanir; og var ekki áhyggju- efnið minst að finna veg til þess, að Rússar, Bretar og Bandaríkja- menn gætu gist sameiginlega fjaðrahvílu, sáttir og sammála. Til þess fanst mönnum, að ekk þyrfti aðeins veglyndi, viljaþrek og vaxandi varfærni manna heldur líka alla þá hjálp sem guð gæti veitt, ef vel ætti að fara. Öðrum erfiðleika áttu sendi- sveitirnar að mæta fyrsta fund- ardaginn, og það var tilkynning meðþódista um að öll vínnautn væri bönnuð í húsi þeirra, Cen- tral Hall, svo að fundarfólk yrði að svala sér á vatni aðeins á meðan á fundum stæði. Þetta þótti þjóðfulltrúunum þungur kostur og er ekki að vita hvernig farið hefði, ef enska kirkjudeild- in, hefði ekki hlaupið undir bagga og lagt til húsarúm um 200 fet frá fundarsalnum og fært þangað allar girnilegustu vín- tegundir sem fáanlegar voru í London og París. iFyrsta ágreiningsmálið sem upp kom í sambandi við alþjóða sambandsmálin, var hvaða að- ferð, eða fundarsköp notuð skyldu við kosning friðartrygg- ingarráðsins (Security Council). Undirbúningsnefndin hafði lagt til að leynilega kosningar að- ferðin væri notuð við ráðskosn- inguna. Rússar lögðust á móti þessu og kröfðust að kosið yrði með handa uppréttingu. Við opinbera atkvæðagreiðslu töp- uðu Rússar. Ráðið sjálft var kosið þannig: Fimm stórveldin, Bandaríkin, Rússar, Kínar, Bretar og Frakk- ar eru sjálfkjörnir. Til sam- vinnu við þær voru sex þjóðir kosnar í fundarbyrjun, þrjár tii 2 ára og þrjár til eins árs. Þær sem kosnar voru eru Ástralía, Brazilía og Pólland til tveggja ára, en Belgía, Egyptaland og Mexikó til eins árs. Canada var í kjöri í trygging- arráðið til tveggja ára og þar eð bæði Canada og Átsralía, náðu ekki tilsettum atkvæðafjölda dró Canada sig til baka og gaf Ástralíu sætið og er það hin fyrsta veglyndis athöfn sem fram hefir komið að því er sézt hefir. Nýja Sjáland gerði hið sama í öðru tilfelli. Um forseta kosningu á fund- inum urðu umræður og nokkurt kapp. Brstar tilnefndu og héldu fram Paul Henri Spaak frá Bel- gíu, en Rússar Tryggve Lie frá Noregi. Rússar urðu aftur und- ir — Spaak fékk 28 atkvæði, en Lie 23. Við þær kosningar greiddu Bandaríkjamenn at- kvæði með Rússum. í aðra nefnd ,eða í annað ráð var einnig kosið sem er nærri eins þýðingarmikil og öryggis- ráðið sjálft. Hagfræðis og mann- félagsráð. í þvi eru 18 msnn og gekk kosning 17 þeirra greiðlega, en um þann 18 urðu stimpingar. Bandaríkin veittu Nýja Sjálands mönnum lið, en Rússar JúgÓ- slövum. Gekk svo um hríð að hvorugur þeirra manna náði fyr- irskipuðum atkvæðafjölda unz Nýja Sjáland maðurinn dróg sig í hlé og gaf Júgóslövum sætið og var það í öðru sinni að velferð manna og mála var látið setja í fyrirrúmi fyrir einstaklings metnaðinum. Þetta alheims öryggisráð er nú stófnað, og það hefir öðlast meðvitund og mál. Eftir er að vita hve fljótt það kemst á legg og hve frátt það verður, en eftir þeirri reynslu þarf ekki lengi að bíða, því það var ekki fyr til orð- ið, en að fyrir þvá var eitt af stór- veldunum fimm, klagað fyrir ó- bilgirni og yfirgang — Rússar. Það voru Íran-Persar sem klög- uðu og kröfðust þess að ágengni Rússa í Azerbaijan héraðinu í Norður-Persíu sé i;annsökuð og þeir látnir gera grein fyrir því, hversvegna að þeir haldi hlífi- skildi yfir uppreinsarstjórn þess héraðs og með hsr sínum varni her íran stjórnarinnar inngöngu í Azerbaijan héraðið. Rússar héldu fram, að mál það væri að- eins á milli sín og Persa, en kæmi aldeilis ekki undir umsögn ör- yggisráðs sambandsþjóðanna. — Emest Bevin utanríkisráðherra Breta benti á, að ef slíkur hugs- unarháttur ætti að ríkja innan þjóðbandalagsins þá væri það þegar dauðadæmt og var þessi aðstaða Rússa ekki tekin til greina. Rússar sendu iþá skrif- lega kröfu inn til hins nýmynd- aða öryggisráðs, um að herseta Breta í Grikklandi, sem héldi taum afturhaldsmanna, og stæði í vegi framsóknarmanna þar í landi væri rannsökuð og að einnig væri rannsökuð ástæðan fyrir því hversvegna að þeir héldu uppi stöðugri hersókn með aðstoð Japana gegn Indónesing- um en með Hollendingum. Út úr þessum klögunum urðu harðar orðahniflingar á milli þeirra Ernest Bevin utanríkis- ráðherra Breta og Vishinsky að- alumiboðsmanns Rússa. Um kröfu Vishinsky, að á- kæra íran manna á hendur Rússa sé dregin út af starfskrá öryggisráðsins og þeir látnir ein- ir um það mál, fórust Bevin þannig orð: “Eg held að það væri stór yfir- sjón, að neita nokkurri þjóð ’um opinlbera rannsókn þegar hennar er krafist. Eg er orðinn svo þreyttur á þessum ákærum Sovét stjórnarinnar, sem gerðar eru á prívat fundum öryggisráðsinS, að enginn verður fegnari því en eg, að þær verði opinberlega rannsakaðar. Ef að íranir hafa virkilega klagað Rússa, þá er það sannfæring mín að framtíðar friðurinn krefjist þess, að kæra, eða kærur þær séu opiniberlega rannsakaðar, hvort heldur, að þær hafa við sannleika að styðj' ast eða ekki.” Kæra íran-manna stendur °S bíður rannsóknar og úrskurðar öryggisráðsins, svo framarlegai að fran menn ekki gugni sjálfir og afturkalli ákæru sína, seó1 ekki er loku fyrir skotið, Þvl hinn nýkosni forsætisráðherra íranmanna, Ahemed Govan ef sagður að vera mikill vinUr Rússa og á lendur miklar í Azsr' baijan héraðinu, sem slagurir*11 stendur um. Á meðan að þessu fór fram 3

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.