Heimskringla


Heimskringla - 06.02.1946, Qupperneq 5

Heimskringla - 06.02.1946, Qupperneq 5
WINNIPEG, 6. FEBRÚAR 1946 HEIMSKRINGLA 5. SIÐA fundi öryggisráðsins, var ólga lít- ið minni á aðalfundi þjóðbanda- lagsmanna. Gromyko sendiherra Rússa í Bandaríkjunum, bar fram tillögu um, að hinu ný- myndaða alheims verkamanna- félagi (The World Federation of Trade Unions), sé veittur þátt- tökuréttur í þjóðabandalaginu. Peter Fraser frá Nýja Sjálandi greip fram í og mælti með þjósti nokkrum: “f>að er óhugsandi að herra Gromyko fallist á nokkurt mál, nema hver punktur, komma og stryk sé að hans geðþótta.” “Éttu þetta ofan í þig,” svar- aði Gromyko undir eins og bætti við: “Aðferð herra Frasers er sannarlega ekki heppileg. Hann getur líka látið það í askinn sinn.” Þessi uppástunga um þátttöku- rétt verkamanna fólaganna kom einnig við hjartað á efri málstofu þingmanna Bandaríkjanna. Tom Connolly frá Texas: “Ef að verkamanna sambandinu væri veitt slík réttindi,” sagði hann cg sló remlbings högg í borðið raeð hnefanum, “þá yrðum við að veita sömu réttindi til ótal annara félaga og samtaka, og jafnvel kvenfólks”. Oonnolly sneri sér að sessunaut sínum, sem var Sýrlendingur og spyr: — “Mundir þú vilja að kvenfólk skipaði þér fyrir verkum hér á þinginu?” Sýrlendingurinn án þess að athuga spurninguna svar- aði: “Eg held nú ekki.” Con- n°ily hélt áfram, að sýna og sanna hvaða skaða og skömm að ruslaralýður og kvenfólk gæti gert ef það væri laust látið á þingum þjóðbandalagsins. Að mestu tekið eftir Time. J. J. B. Maríufiskurinn Eftir séra Jón Thorarensen Morguninn 18. maí 1911 vakn- aði eg við það, að ýtt var vi$ mér í rúminu og sagt: “Nú skaltu fá að koma út í krikann í dag, ef þú verður fljótur að koma þér á fæt- Ur”. Eg reis upp, strauk augun °g sá Bjarna formann sitja fyrir framan mig á rúmstokknum. ^ann var kominn í mórauðu keimaofnu vaðmálsúlpuna með þtla vasanum ofan til vinstra ^egin, þar sem hann geyrndi ^hunntóbakið danska, sem hann tuggði á sjónum. Ketill, fóstri minn, spurði ^ann, hvort þyrsklingur væri í þsranum núna. Bjarni kvað nei Vlð, en sagði honum,að einhver slaeðingur af ýsu hefði gengið á ^eirinn í síðasta straum. Eg var v°n bráðar kominn á fætur; þetta var dagurinn, sem eg var ^úinn að þró svo lengi. Frammi 1 kæjardjTum tók fóstri minn Ulan af þilinu litla sauðskinns- rok og minnstu sjóskóna, og skinnklæddist eg nú heldur en fkki hróðugur, og náði setskaut- 1Uu hátt upp á bák mér. Við tók- Ulh nú beitukisturnar, aðra með °ðii 0g hina með maðki, og lögð- Urn af stað. ^egar út kom, blasti við okkur ycdisfagur maímorgunn, Jökull- lnn og Esjan voru hrein, sjórinn eins og spegill, og ú-ið heyrðist 1 ^ðartblikunum, sem hér og þar sPegluðu sig í haffletinum með yigikonum sínum. Kirkjuskerið Var umflotið og orðið djúpt á ataskeri, þar sem öðru hvoru sPrakk lítill brimboði með lágri stunu. Við gengum að bátnum. Það var lítið og létt tveggjamanna- far. Bjarni leit til ára og austur- trogs, setti negluna í bátinn, beitukisturnar upp í, og svo var sett fram og ýtt frá landi. Eg settist í andófið og lagði út á bak, Bjarni settist á miðþóft- una og réri í austurrúminu á stjórn. Þegar við beygðum út á aðalsundið, þá mælti Bjarni: “Nú skulum við taka af okkur hatt- ana og biðja fyrir okkur”. Eg spurði hann, hvað eg ætti að lesa. Þá mælti Bjarni: “Lestu bænirn- ar þínar og svo Faðir vor og signdu þig síðast”. Við tókum af okkur hattana og lásum. Hafa þau þöglu augnarblik, sem nú urðu, ávallt orðið mér síðar minnistæð. Þegar Isstrinum var lokið, tók Bjarni til máls og mælti: Nú erum við að róa út Kirkjuvogs- sund, og nú sérðu, að sundvörð- ur ber eigi saman, iþegar út er farið og inn er komið. Þó að veðrið sé gott og sjórinn sléfttur, ríður á að fara alltaf nákvæm- lega eftir sundmerkjunum, því að það verður þá að vana, sem verður dýrmætur, ef veður breytist og sjór spillist. —Við verðum nú flótir fram á leirinn, drengur minn, því að norðurfall- ið hjálpar til.” Við rérum nú um stund, og við og við flugu svartfuglar eða teistur fram hjá, og nú fóru hnís- ur að sjást, sem komu snöggvast upp og blésu. Loks sagði Bjarni mér að hætta að róa, og lögðum við inn árarnar. Bjarni settist aftur á bitann og rétti mér færið, sem eg átti að nota. Það var ný- legt. Fylgdi því járnsakka, út- búin með traustum fatsendum. Eg batt nú öngulinn á taum inn, og svo hafði eg falsara með en svo nefndist lóðaröngull, sem var látinn fylgja með. Var taum- urinn frá honum bundinn utan um síldina á stóra önglinum. Eg beitti öðru á falsarann, en hafði stóra öngulinn beran. Alt gerði eg þetta eftir því, sem Bjarni sagði mér, og rendi svo færinu. Mér fanst það fara svo langt niður, að eg ætlaði að stöðva það, en Bjarni sagði mér, að það myndi stöðvast sjálft, og ætti eg þá að taka grunnmál, eins og hann sýndi mér. Eg gerði þetta og byrjaði nú að keipa. Þá dró Bjarni væna ýsu, beitti óðara aftur, rendi og dró aðra strax, en eg keipaði og var farinn að hugsa, að þetta yrði til einskis. En alt í einu tók færið að titra, og rétt í því var kipt í það. Eg beð nú ekki boðanna og tók á móti, en þá ágerðust rykk- irnir og kippirnir. Eg varð nú brátt altékinn af því að bjarga drættinum, sem á færinu var. Þegar sakkan kom upp, sá eg, að þetta var afbragðsvæn stórýsa á falsaranum, og gekk mér vel að ná henni inn í skipið. Þá mælti Bjarni: “Nú er ein merkilegasta stundin í lífi þi'nu runnin upp. Þú hefir dnegið fyrsta fiskinn þinn. — Það er Maríufiskurinn, — sem kendur er við heilaga Guðsmóður og var gefinn kirkjunni fyrrum, en nú á að gefa hann elztu konunni í sveitipni. Rendu ekki aftur fyr en eg segi þér. Farðu nú fyrst fram í barkann, krjúptu þar niður, þakkaðu guði fyrir Maríufiskinn þinn og biddu hann að gefa þér nú alla tíma lífsbjörg og leiða þig um hafsins vegi, þannig að þú megir verða lánsmaður.” Tilkynning um fulltrúa okkar á Islandi Umboðsmaður okkar á íslandi er Björn Guðmunds- Son, Reynimel 52, Reykjavík. — Hann tekur á móti pöntunum á blöðunum og greiðslum fyrir þau. Heimskringla og Lögberg Eg gerði þetta og bað fyrir mér, og lét Bjarni mig hafa þessi | vers yfir með sér, sem eg svo lærði af honum síðar. Eg byrja reisu mín, Jesú, í nafni þín. Höndin þín mig leiði, úr hættu allri greiði. Jesú mér fylgi í friði með fögru englaliði. í voða, vanda og þraut vel eg þig förunaut. Yfir mér virztu vaka og vara á mér taka. Jesús mér fylgi í friði með fögru engaliði. Þá sjávarbylgjan blá borðinu skellur á, þín hægri hönd oss haldi og hjálpi með guðdóms valdi. Jesús mér fylgi í friði með fögru englaliði. Svo signdi eg mig og stóð upp. Bjarni fékk mér nú hníf og sagði mér að skera krossmark í báðar kinnarnar á ýsunni og ganga frá henni frammi í barkanum, svo að hún færi ekki saman við ann- an fisk. Þegar eg hafði gert þetta, beitti eg öngulinn minn og rendi aftur. Fór eg nú að draga aftur. Alt var það stórýsa, sem við fengum. Sama blíðan hélzt, og kiptum við tvisvar eða þrisvar. Þegar komið var fram yfir fallaskiftin, héldum við heim. Þegar við höfðum lent og aflinn var kom- inn á land, hafði eg dregið 17 ýsur, en Bjarni eitthvað um 70. Nú sagði Bjarni mér að fara úr brókinni og taka Maríufiskinn og fara heim í Vesturbæ með hann til Ingigerðar Ketilsdóttur. Hún var þá elzta kona bvgðar- innar. Eg tók nú Maríufiskinn minn og labbaði af stað með hann heim til gömlu konunnar. Eg gekk inn gömul göng og kom inn í baðstofu með daufri birtu. Þar lá gamla konan í insta rúminu við vesturvegg bað- stofunnar. Eg fór formálalaust með ýsuna inn að rúmi hennar og mælti: “Ingigerður, þetta er hann Nonni í Kotvogi, eg er kom- inn til þess að gefa þér Maríu- fiskinn minn.” Nú færðist held- ur en ekki líf í gömlu konuna. Hún greip léttann, sem yfir henni hékk, með báðum hönd- um og reisti sig upp í rúminu og sagði mér að koma fast að rúm- stokknum. Eg gerði það. Tók hún nú með báðum skjálfandi höndunum yfir höfuð mér, þakk- aði guði fyrir þennan Maríufisk og aðra þá, sem hún hafði fengið, og bað guð þess heitt og innilega, að eg mætti verða lánsamur, fengsæll og duglegur sjómaður á öllum óförnum leiðum mínum á sjónum og í lífinu yfirleitt, Þannig lýkur frásögn minni um Maríufiskinn og þennan fagra og bjarta vordag, er eg dró fisk úr sjó í fyrsta skifti. Tel eg þennan dag altaf einna mesta hátíðisdag í lifi mínu. Og þó að eg yrði eigi sjómaður, eiga eng- in líkingarorð betur við um líf og baráttu mannanna,í hvaða stöð- um sem þeir lenda, en þau, að alt sé í raun og veru ein stórfeld sjóferð frá vöggu til grafar um hið mikla haf mannlegrar bar- áttu. Og á þeirri leið minni mun eg ávalt telja bænagerðina á sjónum þennan dag og fyrirbæn- ir gömlu konunnar í lága bænum rpikils virði.—Kirkjublaðið. 150 ÁRA MINNING SKÚLA FÓGETA 50 ára minningar um skáldskap Borgfirginga Fyrsta hefti er nú komið á bókamarkaðinn, og er það ákveð- inn vilji útgefandans að ekki líði á löngu að fleiri hefti komi fyrir almenningssjónir. — Þetta hefti er 30 blaðsíður, í góðri kápu og prentað á ágætan pappír. — Verð: 50c. — Fæst í Bókabúð Davíðs Björnsson og hjá Viking Press Ltd. Eftir S. K. Steindórs ------ Framh. Landfógeti á Bessastöðum Víkur nú sögunni suður á Álftanes. Á Bessastöðum sat um þessar mundir landfógeti, Kristj- án Drese að nafni. Hafði hann í upphafi gsfist allvel, en er fram í sótti, fór drykkjuskapur hans og hverskyns óreiða að keyra úr hófi fram. En þó einkum eftir að Lafrentz amtmaður andaðist 1744. Tók Drese þá einnig að sér amtmannsembættið fyrst um sinn. Reyndist hann alveg óhæf- ur í því starfi og treystist ekki sem vonlsgt var, til að hafa dóm- stjórn með höndum á þingi. — Gekk og flest annað í ólestri hjá honum. Var það eitt með öðru, að þegar sýsliimenn og léns- menn komu til hans með gjöld sín, þóttist hann oft ekki hafa tóm til að veita þeim móttöku, eða gsfa viðurkenningu fyrir. Var það og næsta þýðingarlítið því hann lét sig ekki muna um, að ganga frá nafni sínu og undir- skrift, ef honum bauð svo við að horfa. Þröngvaði hann mjög kosti leiguliða og var að flestu hinn versti maður. Er Pingel varð amtmaður árið 1745, bárust honum ljótar sögur um þetta framferði, og reyndi hann að bæði með góðu og illu, að koma vitinu fyrir Drese, er brást hinn versti við og þóttist ekki þurfa að taka áminningum frá honum. Sat svo við þetta sama um hríð, en árið 1749, var sukkið orðið svo mikið hjá Drese, að hann var orðinm stórskuldug- ur í öllum áttum, og kominn í æði mikla sjóðþurð við konungs- sjóðinn. Segir Magn. Steph. í “Eftihmælum 18. aldar”: “Vegna ráðaleysu hans og reikninga rugls, var hann settur frá em- bætti árið 1749, af amtmanni jPingel, en sýslumaður í Gull- bringlusýslu, Guðni Sigurðsson, settur landfógeti”. Var hann þannig fyrstur íslenzkra manna í því emlbætit þó aðeins væri það til bráðabirgða. Jón Esphólin segir: “Skúli mæltist til þess, að sér yrði feng- in landfágetasýsla, eða veik að því að fást myndi íslenzkur mað- ur, en enginn hafði verið sá áður; það er og alsagt, að hann muni sókt hafa”. — Það er áreiðan- legt að Skúli var svo þjóðhollur maður, að hann hefir talið heppi- legast, að allir embættismenn hér á landi væru íslenzkir, en mjög er ólíklegt að hann hafi haft augastað á fógetaemlbættinu fyrir sjálfan sig. Því eins og áður er sagt, undi hann svo vel fcag sínum í Skagafirði, að ekki er semnilegt að hann hafi haft í hyggju að flytjast þaðan. Enda lætur nærri, að talist geti full- komi-n sönnun fyrir því að svo var ekki, að eiginhandar umsókn um fógetaembættið skyldi ekki berast frá honum. — Skúli var svo mikill fyrirhyggjumaður að hann hefði áreiðanlega gert ráð- stafanir í tæka tíð, ef honum hefði verið hugleikið að breyta tfl. Ekki stóð á því að menn hefðu augastað á landfógetaemlbættinu, er Drese var oltinn úr seSsi. Var þó einkum einn danskur maðurij| Tofte að nafni, er verið hafði j Á Tærisveinn’ og aðstoðarmaður j § hjá Drese, er lagði stund á að hreppa embættið, en stjórninni hefir líklega ekki þótt það full- nægjandi undirbúningur hjá Tofte, og fór sér að engu óðslega meða veitinguna. Frá því að Skúli varð sýslu- maður hafði hann haft þann sið, að rita stjórninni við og við, og benda á margt sem betur mætti fara, svo var og þetta haust. Mun j Heltzen ráðgjafa, hafa getist vel að þessum skrifum Skúla, og hafði orð á því við Lassen Hofs- ós-kaupmann, að slæmt, væri að ekki skyldi hafa borist umsókn frá Skúla, um landfógetaem- bættið, því líklegt væri að hon- um yrði veitt það ef umsókn bærist frá honum. Þeir Lassen kaupmaður og Skúli voru vildar vinir, og sýnir það, að Skúli fjandsamaðist ekki við kaup- menn í heild, eða lagði þá í ein- elti, heldur einungis þá þeirra, sem ójöfnuði beittu eða hegðuðu sér ósæmilega. Lét Lassen ekkl á sér standa, og ritaði stjórninni umsókn í nafni Skúla og var honum veitt landfógetaembætt- ið 9. des. 1794. Segir Esphólin svo um þetta: “En áður lauk árinu (1749) veitti konUngur Skúla Magnús- syni sýslumanni, landfógeta- sýslu; má marka hvern byr Skúli hafði í þanntíma, er hann átti deilur við samlenda menn kon- unginum, og þó agasamt stund- um heima, og fékk jafnframt það embætti, er enginn háfði fyr haft íslenzkra manna, og hélt því á- lengdar, og hafði í því svo mik- inn framgang, sem enginn annar hefir haft hér, af eigi æðra standi; og engin-n annar inn- lendur meiri, sem enn mun heyr- ast. | Landfógetaembættið var mikil tignar og trúðnaðarstaða, en ábyrgðar og umsvifamikil og óvinsæl hjá meginþorra lands- manna. Kemst.Skúli svo að orði í æfisögu sinni,er hann hafði fengið embætti: — “Allir urðu forvirraðir, því áður höfðu þeir þeinkt, að so illur djöfull sem landfógetinn gæti ómögulega verið íslenskur”. — Gefa þessi orð Skúla glögga mynd af því, hvernig fyrirrennarar hans í em- bættinu voru þokkaðir. A alþingi um sumarið 1750 skilaði Skúli af sér Skagafjarðar- sýslu til Björns Magnússonar og fluttist með búslóð sína til Bessa- staða, og hafði aðsetur þar fyrst um sinn. Kvaddi hann Skaga fjörð í hinsta sinn hrærður í huga með þessum orðum: “Fari nú Skagafjörður ætíð vel”. Skoðanamunur Pingels og Skúla Pingel amtmaður mun hafa tekið Skúla af mikilli vinsemd, er hann fluttist að Bessast,. því hann hafði mikið álit á honum. Má sjá það af bréfi er hann rit- aði Sveini lögm. Sölvasyni árið 1748. Þar segist Pingel í fyllstu hreinskilni álíta Skúla duglegan, góðan og skynsaman embættis mann, og segist vegna dugnaðar hans, unna honum og daðst að honum. En bætir því við, að eng- inn sé öfundsverður af því að verða fyrir reiði hans. Fékk amt- maður brátt á því að kenna, varð vinátta þeirra endaslepp og sner- ist upp í mögnuðustu óvild á báða bóga. Um þessar mundir var mikið rætt og ritað hér á landi um það, hvað unt væri að gera, til að bæta úr eymdarástandi þjóðarinnar, og hver væri orsök ófarnaðarins. Kom skoðun Pingels í ljós í um- burðarbréfi til 'lögmnanna og sýslumanna hér á landi, dags. 7. mars 1746. Kemst Pingel þar að þeirri niðurstöðu, að orsakir til hins bága ástands séu: “Leti, ar Ný tegnnd STRÁBERJA BAROW SOLEMACHER. Þessi óvið- jafnanlega tegund, fraiftleiðir stærri ber úr hvaða sæði sem er. Blómgast átta vikur frá sáningu. Ræktun auð- veld. Greinar (runners) beinar og liggja ekki við jörðu, framleiða því stór og mikil ber. Hafa ilm viltra berja. Ásjáleg pottjurt og fín í garði. Sáið nú. Pantið beint eftir þessari auglýsingu. (Pakkinn 25c) póstfrítt. FRÍ—Vor stóra útsœðisbók fyrir 1946 Enn sú íullkomnasta. 94 DOMINION SEED HOUSE Georgetown, Ontario ómennska, þrjóska og hirðuleysi Iskndinga”. En óbrygðulasta ráðið, til að bæta þessar meins- emdir, telur amtmaður að muni reynast, að beita nógu mikilli harðneskju við fólkið. Vitnar hann í máli sínu til sönnunar, að Pétur “mikli” Rússakeisari, hafi látið berja bændalýð sinn til auðsveipni og nokkurrar atorku. og telur að það muni einnig gef- ast vel hér. Þetta var þá við- horf æðsta emlbættismanns þjóð- arinnar, sem búsetu hafði hér, til landsfólksins. Hampaði Pingel því þó mjög, hve velviljaður hann væri íslendingum. En stift- amtmaður og stjórnar-herrarnir sátu í Kaupm.h. og urðu að sjá alt með annara augum. Er Skúli var orðinn landfógeti fór hann að hugleiða meira en að- ur, heill og hag landsmanna. Varð niðurstaða hans um orsak- irnar til hins hörmulega ástands allmikið á annan veg, en hjá amt- manni. Skúli telur fátækina, hungrið og klæðleysið orsaka framtaksleysið, og finnst ekki ó- eðlilegt þó að bóndinn “sem sjálfur er svangur með konunn1 og börnunum afburðalausum og nöktum”, geti ekki afkastað miklu starfi. En Skúli sá hvar skórinn kreppti, og var ekki í vafa um hver var ástæðan fyrir örbyrgð landsmanna, og telur það vera: “Þann ójöfnuð, að nær því engin af landsins börnum hefur um svo iangan tíma fengið að njóta höndlunarfólksins launa.Sé þessi ójöfnuður talinn í 131 ár, frá þeim fyrsta höndlunartaxta, 1619 til 1750, hvað óhætt er, þá hleypur summan til 6,144,031 ríkisdala”. (Sex miljónir eitt hundrað fjörutíu og fjögur þús- und og þrjátíu og einn, ríkis- dalir. Varla mun auðvelt að gera sér fulla grein fyrir því, hvílík geipi fjárhæð þetta er, miðað við þann tíma.) Skúli bætir þó við: “Að hvergi nærri öll kurl komi til grafar’. Og heldur áfram “■Hvar vilja menn framar grensl- ast eftir orsökinni til Islands almennu, ónáttúrlegu og óbæri- legu fátæktar, sem hefir í svo mörg ár svift landið þeim nauð- synlegustu kröftum. að leyta sinnar náttúrlegu næringar til Frh. á 8 bls. J COUNTERSALESBOOKS Kaupmenn og aðrir sem þannig lagaðar bækur nota, geta fengið þær með því að snúa sér til vor. Allur frágangur á þessum bókum er hinn vandað- asti. Spyrjist fyrir um verð, og á sama tíma takið fram tegund og fjölda bókanna sem þér þarfnist. The Vikixtg Press Limited 853 Sargent Ave. Winnpieg, Man.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.