Heimskringla - 06.02.1946, Blaðsíða 6

Heimskringla - 06.02.1946, Blaðsíða 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 6. FEBRÚAR 1946 HVlTAGULL 1. Kapítuli. Dick Gamli Sharon lá á banasænginni. í gegnum opinn gluggann gat hann séð húsþökin í Calgary. Þau voru öll böðuð í sólskininu. Þegar sólin hnigi til viðar, vissi hann að lífi sínu mundi lokið. En þrátt fyrir það var hann langhressilegastur allra hinna sex persóna, sem þarna voru inni í herberginu. Hann kvaddi þetta líf með hinni sörnu æfintýralegu rósemi og hann hafði lifað því í áttatíu ár. “Sendið hana Anítu inn til mín — mig langar til að tala við hana fáein orð áður en hún fer ofan í skólann,” sagði hann. “Og þið skuluð nú fara út héðan um stund. En segið henni samt ekki, að eg sé að hverfa héðan fyrir fult og alt.” Gestirnir gengu þögulir út úr herberginu. Marta, dóttir hans, sem var tekin að eldast, Erank maðurinn hennar og þrír nágrannar, sem höfðu komið til að kveðja gamla sjúklinginn í síðasta sinnið. Þegar þau voru komin út og hurðin hafði lokast á eftir þeim, sneri Diok gamli til höfðinu og horfði út um gluggann yfir bæinn. En nú var hann með hugann langt til baka í fortíðinni. þegar Calgary var ekkert nema Indíána bæh milli hinna grasigrónu hæða, og stórir vísunda hópar undu þar í högunum — áður en hvítu mennirnir tóku fyrir alvöru að leggja undir sig landið. Þá hafði Dick verið í riddaralögreglu- liðinu, verið þar foringi. Gamlar endurminn- ingar um Indíána bardaga, fljót ferðalög og glaðar stundir, með dans og lífi fram á bjartan dag næsta morgun. Hurðin opnaðist á ný og grannvaxin, sex- tán ára gömul telpa kom inn í herbergið — að- laðandi unglingur með blá augu og silkimjúkt hár. En blíðu svipurinn bar samt einnig vott um viljastaðfestu og hjartahlýju. Þetta var Aniíta Sharon, sonardóttir Dicks gamla. Höfðu þau Marta og maður hennar tekið hana til fósturs þcgar hún var sex ára gömul. Alt frá þeirri stund höfðu þau Dick gamli og hún verið einkavinir, og fylgst að í blíðu og stríðu og verið á öndverðum meið við hina drungalegu Mörtu og Frank. Það sem Dick gamla þótti sárast var það, að nú yrði Aníta að standa ein gegn þeim, því að hanh var eini maðurinn í öllum heimi, sem þótti vænt um hana í raun og veru, og hún mátti treysta til fullnustu. “Fáðu þér sæti Aníta mín,” sagði gamli maðurinn, “mig langaði til að tala við þig um ýmisleg smá atriði áður en þú ferð í skólann. Nei, horfðu nú ekki á mig svona stórum augum. Það gengur ekkert að mér. Eg hefi hvort sem er, ætlað mér að tala um þetta við þig fyrir löngu síðan.” Aníta leit á hann rannsóknar augum, en Dick gamli var góður leikari, og gat gert hana rólega. “Eins og þú skilur, Aníta, þá get eg ekki altaf verið hér í þessum heimi — eg er orðinn gamall maður, og nú langar mig til að vita hverjar áætlanir þínar eru um framtíðina.” “Eg veit bara þetta, að hér vil eg ekki vera lengur!” svaraði Aníta ákveðin. “Eg get blátt áfram ekki þolað að vera lengur nálægt þeim Mörtu og Frank, hvað sem í boði væri. Afi, þau ætla hreint að gera út af við mig! Þau eru svo fádæmislega réttlát, og — og-----” “Og skynheilög, já eg er samþykkur þér í því, að þú hefir verið eins og fugl í búri,” svar- aði gamli maðurinn. “En hvað hefir þú hugsað þér að g£ra þegar þúJerð héðan? Eg átti dálítið fé, sem eg ætlaði til skólakostnaðar þér, en Frank og Marta hafa náð því.” “Já, eg veit það, afi minn, að Frank hefir náð því, og þessvegna verð eg að reyna að vinna fyrir mér á skrifstofum á þann hátt að eg geti lifað af því og gleyma allri skólagöngu í bráð- ina. Nei, vertu ekki að bera neinar áhyggjur út af mér afi, eg get sjálfsagt séð um mig sjálfa.” Dick gamli horfði á hana með aðdáun. “Já, það hugsa eg að þú getir, elsku barnið mitt! Þú ert hugrökk stúlka. Og þetta segi eg þér Aníta, láttu ekkert sem þér mætir skelfa þig. Líttu bara á þau Frank og Mörtu. Þau eru svo lafhrædd að þau þora hvorki að lifa né að koma út í sólskinið. Vertu ekki eins og þau. Þorðu að lifa!” Aníta kinkaði kolli þessu til samþykkis og | skrafaði svo um hitt og þetta án þess að renna grun í, að þetta væri í síðasta sinnið, sem hún j ætti samræður við afa sinn. Það var líka annað atriði, sem Dick gamla j langaði til að tala við hana um, að það var svo örðugt að koma orðum að því, í samræðum við | sextán ára gam'la stúlku. Hann langaði til að | segja henni, að þegar hún yrði fullorðin, yrði j hún að íhuga það vandlega hverjum hún gæfi 1 hönd sína og hjarta. Hún hafði ósvikið skapferli Sharonanna, og mundi því vafalaust varpa öllu fyrir borð til að fylgja köllun ástarinnar. Ástin mundi verða henni hið skínandi fagra æfintýri eða æfiraun, enginn msðalvegur mundi liggja fyrir henni í þessum efnum. Þessvegna var það nauðsynlegt fyrir hana að íhuga slíkt mál fyrir- fram. En það var svo örðugt að ræða um þetta við hana. Auk þess vissi hann að öllum hollum heil- ræðum mundi varpað á glæ, þegar að því kæmi að fylgja hvöt ástarinnar. Svo hann nefndi þetta ekkert og Aníta hélt leiðar sinnar í skólann — og alein út í lífið til að ryðja sér þar braut eins vel og auðið væri.--------- Á heitu laugardagskveldi í júlí mánuði, höfðu gestirnir í matsöluhúsinu hennar Rósu gömlu í Edmonton safnast saman til að dansa Þessi samkoma fór ekki fram eftir ströngustu hirðsiðum, fremur an annað í þessari stofnun Rósu gömlu. Það var næstum ekkert ljós í hin- um stóra borðsal, svo að pörin, sem sveifluðust þar fram og aftur um gólfið, litu næstum því út eins og skuggar. Þarna voru þrjátíu til fjörutíu manns að skemta sér, og einir tveir herranna höfðu fengið sér of mikið neðan í því. Matsöluhús þetta líktist flestum öðrum matsöluhúsum í Edmonton. Það stóð í námunda við járnbrautarstöðina og verksmiðjuhverfið, og þarna bjuggu helzt skrifstofustúlkur og veit- ingastúlkur, skrifstöfuþjónar og menn, sem unnu einhverja vinnu í vöruhúsunum. Aníta sat í legubekk úti í horni og gætti að radíóinu. Á hinum þremur árum, sem liðin voru frá því, er hún fór að heiman, hafði hún víða verið og í mörgum samkvæmum þessu líku, og var hún orðin leið á þeim. Margir höfðu komið til hennar og spurt hana hvort hún vildi ekki dansa, en hún háfði neitað því — fólki fatast gleðin, þegar það hefir reikað um göturn- ar frá morgni til kvölds og leitað vinnu árang- urslaust, og án nokkurar vonar um vinnu í ná- inni framtíð. En þarna var samt maður, sem hún hefði gjarnan dansað við — en hann bauð henni ekki upp. Hina síðustu mánuði hafði Aníta fengið æ meiri og meiri óbeit á sínu tilbreytingarlausa lífi í Edmonton. Hún var orðin dauð leið á að búa í ódýrum og óhreinum matsöluhúsum, og af að slíta skrifstofustólnum á þessum staðnum og leita svo eftir tækifæri til að slíta öðru stólsæti í einhverri annari skrifstofu. Og hversu leið- inlegt þótti henni að vaka fram eftir öllum nótt- um til að þvo og þurka fötin sín, svo að hún gæt komið nokkum veginn þokkal'ega til fara á skrifstofuna næsta dag. Engu skemtilegra þótti henni að dansa kvöld eftir kvöld við náunga, sem voru þýðingarlausir, leiðinlegir og lítils- virði sjálfum sér og öðrum. Henni leiddist alt. Þegar hún hafði farið frá Calgary til að sigra heiminn, hafði hún verið gagntekin af trú á tilveruna, og full af björtum vonum á framtíð- ina. En heimurinn lét ekki sigrast. Hún var nú nítján ára gömul og svo þroskuð fyrir aldur sinn, að henni skildist, að þetta gat ekki gengið svona lengur. Hún var orðin svo uppreistar- gjörn, að henni stóð næstum á sama hvort hún fengi nokkra vinnu eða ekki. Enda þótt Aníta hafði búið einsömul í þessi þrjú ár í Saskatoon, í Winnipeg og nú í Edmon- ton, og hefði séð lífið í mörgum myndum, þá hafði hún aldrei orðið ástfangin í neinum. Hún hafði dansað heilmikið, brosað við sumum, en hjarta hennar var ósnert. Hún var ennþá svo ung. En nú, þótt hún vildi ekki kannast við það fyrir sjálfri sér, var þarna maður, sem hana langaði til að kynnast. Hann stóð þama hjá gamla píanóinu og spjallaði við Phyllis Barnes og eirihvern ókunnugan mann. Hann var ekki einn þeirra tægis sem bjuggu hjá Rósu gömlu. Hann hafði búið þar í eina viku, og Aníta.hafði bara talað við hann fáein orð þegar þau mætt- ust í göngunum, og þetta kvöld hafði hún dans- að við hann aðeins einu sinni. Það var eini dansinn, sem hún hirti um að dansa. Það helzta, sem hún vissi um hann hafði hún heyrt frá öðmm, því mikið hafði verið talað um hann. Hann hét Jim Lansing og hafði kom- ið til Edmonton til að læra að fljúga. Hann var einhverstaðar norðan úr óbygðum frá Nýju- Northumbría, hvar sem það nú var. Einhver hafði sagt, að þetta væri í fyrsta skiftið í fimm ái-, sem hann kæmi til mannabygða. Þarna þar, sem Jim Lansing'stóð með ljós- glampann frá lampanum yfir sér, horfði Aníta á hann, og íhugaði hann með dreymándi augum. Hann gat ekki verið meira en tuttugu og sex til sjö ára gamall. Hraustlegur og veður- barinn maður. í raun og veru var hann ekki snotur. Drættirnir voru of ákveðnir og hörku- legir til þess, að hann gæti kallast það. Jó'LAGESTIR Eftir Jóhönnu Benson | segir hann honum frá atburðin- ! um voðalega á bryggjunni — og ! svo var þögn. “Ert þú alveg viss um að kon- an þín var þér ótrú — ertu viss ! um að gullhjartað var það sem “Já, um það er eg viss,” sagði Uran um leið og hann tók það upp í lófa sinn. “Lof mér að skoða það,” sagði Mr. Eadon. “Sérðu ekki að fest- in er slitin, hún hefir ekki tekið hana af sér sjálf, lásin er ekki opinn.” “Jú, eg sá það seinna, en það greip mig svo mikil trýlling að eg sá ekki neitt.” “Viltu fá að vita sannleikann í þessu máli, hvað sem það kost- ar þig?” spurði Eadon þá. “Já, alt vildi eg gefa til að vita að hún hefði verið saklaus ef það væri mögulegt, þó það geri mína synd mikið svartari.” “Þá gerir þú það sem eg segi þér, þú kemur með mér heim til ættlands þíns, eg skal útbúa þig þannig að enginn þekki þig, þú ! ar- framh. Skipið var rétt að koma að landi, Amy var að leggja af stað þý gafst henni en ekki annað af fram bryggjuna til að verða sú sömu gerð?’ fyrsta sem tadki á móti Dave. — En hvað >er þetta, hver er að komast um borð í skipið áður en það kemst að bryggjunni? — Hver er í ákafa að tala við Dave um leið og , hann stígur yfir á bryggjuna? Henni sortnar fyrir augum — það er Bob, hann er að sýna hon- um eitthvað sem hann heldur á í lófa sínum. — Amy hraðar sér alt sem hún getur, gengur til móts við mann sinn með út- breiddan faðminn. Hann hrindir henni frá sér, hún dettur í sjó- inn. Dave snýr við fer um borð á skipinu og gefur skipun um að halda til hafs aftur, skips- höfnin hlýddi. — Alt gerðist þetta á svipstundu áður en fólk hafði áttað sig. Fáir veittu þessu nákvæma eftirtekt, nema Goven, sem aldrei hafði augun af Amy. Því var það að maður hennar gat náð Amy meðvitundarlausri upp úr sjónum eftir nokkur augnablik. Var hún flutt heim í hús sitt og eftir nokkrar lífgunar tilraunir tókst að lífga hana við. Það var látið berast út að Amy væri dáin. Engin vissi um leynd- armálið nema þau þrjú, Amy og Mansons-hjónin. Þau voru á- kveðin í því að Bob skyldi ekki fá vitneskju um það. Jarðarför fór fram. Bob er beðinn að vera líkmaður, ekki vissi hann að hann var að bera trjábol til graf- ar, en ekki konu vinar síns, sem hann hafði reynst svo illa. Nú var Amy ákveðin í því að íara að leita að Dave. Með hjálp Goven *býr hún sig sem ungur maður með dökt hár og yfir- skegg, tekur far með næsta skipi og hygst að komast í samband við þá sem hún vissi að Dave hafði verzlunarviðskifti við í öðr- um löndum. Tekur hún sér nafn- ið Mr. Eadon og kvaðst vera að Dont Guess at your Expenses Keep Accounts with these Farmer's Account Book has 12 pages —Receipts one side, Expenses oth- er side and a page for Summary at back. The Family Account Book has 12 pages and a sample page. You write in your own Headings to suit your individual needs .Each book good for one year. Size 8M,xl4 Either Book EACH BA. Send Cash with order to vUC the manufacturers Merchants Somerset, Man. Special Price to Merchants as Agents Leduc Bros. það varð þeirra beggja dauði — eg >er fantur — erkifantur.” Rétt í þessu er dyrunum a setustofunni hrundið upp og þeir sjá báðir hvar Amy stendur fyrir framan þá — Amy sem var dáin fyrir mörgum árum — Amy sem þeir báðir ásökuðu sig fyrir að hafa deytt. Það stein leið yfir Dave og það virtist sem Bob yrði alsgáður á sviþstundu. Goven kemur inn, tiguleg og róleg að vanda og segir: “Við skulum taka grímuna af honum, þetta er elsku Dave okk- hittir æskuvin þinn aftur, hann er skrafhreifinn við vín. Þú get- Þegar hún hafði lyft hárkollu hans og baðað höfuð hans um ur komist að sannleikanum, sem' stund raknaði hann við og átt- hann einn getur sagt þér.” “Eg — morðinginn — eg þori það ekki — eg get ekki hætt á það.” “Jú, þú kemur, við förum á stað á morgun. Þú verður aldrei rólegur fyr en þú veist sannleik- ann.” “Rólegur! Já, eg skal koma. Eg hefi hlaðna skammbyssu í vasanum þegar eg tala við Bob. Hafi hann logið að mér þá ætla eg mér að skjóta okkur báða.” aði sig loks á því að Amy var þarna í lifandi lífi — þetta var ekki svipur, þetta var hún sjálf. Svo áttaði hann sig á því með skelfingu, hvað Bob hafði sagt honum og mundi, að eins og ó- sjálfrátt, hafði hann leitað í vas- anum eftir skammbyssunni þeg- ar alt í einu að Amy kom inn. Goven segir: “Hugsaðu ekki um það, en mundu eftir að það er ekki heift eða hefnigirni sem á að komast að, í hvers manns morgun förum við á stað.” Stuttu þar á eftir komu tvö bréf heim á Mansons hsimilið, annað var frá Mr. Eadon til Bob, sem skýrði honum frá því að hann hefði getað leyst af hendi það sem honum var falið að út- rétta. Ennfremur að á jóladag mundi hann verða staddur á vissu gistihúsi, í för með sér yrði stórríkur kaupmaður sem lang- aði að kynnast honum, mundu selja útlendar vöru.r Áður en hún fór af stað átti hún tal við Bob og tók að sér að gera mikils- verða verzlun fyrir hann í Ev- rópu. Nú er liðið heilt ár, ekkert hafði Amy frétt til manns síns, hún vissi ekki hvaða nafn hann mundi brúka, og var orðin von- laus um að hann væri á lífi. Loks eftir nærri þrjú ár hugkvæmdist henni herramaður nokkur á Spáni, sem hún vissi að Dave hafði viðskifti við. Hafði hann stórkostlega blómarækt. Hún kom þangað og óskaði eftir að eiga tal við einhvern sem gæti talað ensku, var þá einn garð- yrkjumaðurinn sóttur. Þar þekti hnú mann sinn þó hann væri undanlega breyttur. Fékk Mr. Eadon svo vinnu þarna og gerði alt sem hann gat til að kynnast Uran (svo var Dave nefndur). Tókst brátt með þeim hinn bezti kunningsskapur, þó Uran undr- aði sig oft yfir því þessi smá- vaxni og fíngerði maður sæktist eftir þessari vinnu. Þeir ræða svo margt saman. Eadon tók eftir því að einhver ótti og kvíði var ávalt ,í svip Urans, aldrei var hann glaður þó hann væri vingjarnlegur. Svo var það loks eitt kvöld að Bob á hvert reipi og altaf jókst Uran opnaði hjarta sitt fyrir mælska Bobs eftir því sem hann þessum vini sínum og sagði hon- drakk meira. Svo sagði hann honum alt, hvernig þessi yndis- lega kona vinar hans hefði gert hann sturlaðan, hvernig hann hefði náð hálsmeninu og hver afleiðingin varð. “Nú get eg aldrei losað mig “Um það tölum við síðar, á ^ huga er sáttgirni hið göfugasta hugboð sálarinnar, ekkert annað gefur varanlegan frið og sælu eins og að fyrirgsfa, þá aðeins getur maður beðið um að sér sé fyrirgefið. Manstu að þetta er jóladagur Dave, sem ætti að vera helgur reitur í hvers manns hjartá?” Bob hafði komið til sjálfs síns en hann langaði ekki að komast til lífsins aftur. Honum fanst lífið einskis virði, og hann hafði báðir hafa gróða af þeirri kynn- enga vissu um sálarfrið. En ingu. i hvað er þetta góða fólk að tala Hitt bréfið var til Goven frá um fyrrigefningu og sáttfýsi. — Amy — sagði henni að hún og Ef gott fólk getur fyrirgefið Dave yrðu hjá þeim um jólin og manni þá er það uppörfun að útskýrði alt sem skeð hafði. biðja guð um fyrirgefningu. Nei, Alt fór eins og ráðgert var. þetta voru draumórar — hver Ferðin gekk að óskum. Gerfi Dave gerði hann alveg óþekkjan- legan. Þeir ferðafélagar komu á jóladagsmorgun heim til átt- haga Daves. Bob hafði haft mikinn undir- búning til að taka á móti þessum stórkaupmanni. Hafði Goven boðið honum að hafa jólaveizlu fyrir þá heima hjá sér og þáði Bob það með þökkum, ef hann fengi að borga allan kostnað. Meðal annars lét hann senda þangað mikið af dýrindis víni. Áður en þeir Eadon og Uran voru ferðbúnir að fara frá gisti- húsinu heimtaði Eadon að mega geyma skammbyssu félaga síns. “1 dag er jóladagur, hinn mundi nú verða vinur hans? “Nú sættast allir heilum sátt- um,” sagði Goven. “Bob hefir einnig átt bágt, kanske bágast af öllum.” Þetta var líkt Goven, hinum góða verndarengli, sem alt vildi bæta og alla vildi blessa. “Amy hefir mest að fyrir- gefa,” sagði Dave. Hvað segir þú elskan mín.” “Eg fyrirgef af hjarta — mín stærsta sæla er að hafa fundið þig aftur Dave.” “Bob”, sagði Goven, “þú heyr- ir þetta' við erum öll vinir þínir. Því skyldum við ekki fyrirgefa, við erum öll skipbrotsfólk, sem guð leiddi upp á sömu eyjuna —- merkilegasti jóladagur sam við ekki til þess að við yrðum óvin- höfum lifað,” bætti hann við.” ir, við verðum því aðeins sæl að Bob beið úti með bíliftn, var við getum rekið allan kala úr mjög stimamjúkur við stórkaup- hjörtum okkar. — Bob og Dave, manninn og var auðsjáanlega nú hafið þið báðir skilyrðið sem nokkuð hreyfur af víni. þarf til þess að verða gæfu- Eftir máltíðina færðu þeir sig menn.” inn í setustofu, og hrósaði Uran um allar sorgir sínar. Sagði hon- um frá sinni einmanalegu æsku, frá dýrgripnum sem móður hans gaf honum, frá æskuvini sínum. Bob, sem hann sagðist hafa elsk- að svo heitt af því hann hefðij verið svo einmana og þráði ein- j við þessa ógurlegu hugarkvöl. hv£rn sem skildi sig. Svo sagði ekki einu sinni með því að hann frá skipbrotinu — frá heit- drekka vín — illa gerði eg er eg strengingunni — frá eyunni — sveik saklaust blóð — en eg var og ferðinni þaðan — frá árunum það verri en Júdas, að eg hafði sem hann beið eftir Amy — frá ekki kjark til að hengja mig — “Eg, gæfumaður?” sagði Bob- “Við hvað áttu?” “Eg á við það að þið hafið báð ir meðvitund um sekt ykkar, þið eruð undur nærri guði í kvöld.” Svo stóðu allir á fætur, tóku > hönd Bob með orðunum: “Gleði- leg jól og heilar sættir.” Bob varð svo klökkur að hann mátti ekki mæla. — Tárin runnU niður kinnar hans. Loks sagð> hann: “Draumurinn minn! — Draumurinn hefir rætst — jóla* Ijósin — jólakertið hennar mömmu — það á að tákna kær- leikann, friðinn og fyrirgefning' giftingunni og alt um sæludag- mér kom aldrei til hugar að þetta una.” ana sem á eftir fylgdu. Svo gæti orsakað dauða hennar — en Vinahópurinn sat og rædd>

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.