Heimskringla - 20.02.1946, Side 2

Heimskringla - 20.02.1946, Side 2
2. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 20. FEBRÚAR 1946 TUNGLIÐ Eftir Árna S. Mýrdal Ekki síðan Richard Adams Locke reit skröksogur sínar (1835) um tunglið, og Jules Veme samdi (1873) “Förin til tungls- ins”, hefir tunglinu verið gefinn jeifnmikill gaumur og nú, síðan að vísindamönnum hepnaðist að komast í samband við tunglið með radar, og öllu því hug- myndaflugi, sem því hefir verið samfara. Mikilvægi tunglsins liggur aðallega í afstöðu þess — ná- lægð þess. Við minnumst þess öll, hve okkur sem börnum var gjarnt á að glápa á tunglið í fyll- ingu; það dró athygli okkar líkt og segulpóllinn dregur að sér kampásnálina. Hjá flestum, án sérstakra orsaka dvín þessi löng- un með fullorðins aldrinum. Sökum þessa endurnýjaðá á- huga almennings á fylgihnetti jarðarinnar, datt mér í hug, að það væri ekki ófyrirsynju að rifja nú stuttlega upp með sér það helzta, er stjörnufræðingar álíta sönnu næst um tunglið. Trá alda öðli hefir tunglið ver- ið merkasti hnöttur himinhvolfs- ina; þótt sólin sé í öllum greinum þýðingarmeiri, er henni svo hátt- að, að við getum ekki, án sér- stakra tækja, skoðað hana í krók og kring, eins og tunglið. Hið sí- breytilega útlit þess frá einum deginum til annars, gildi þess á jarðneska hulti, hefir ávalt knúð djúphyggjumenn hverrar aldar til íhugunar og rannsóknar. En þótt þessu sé nú þannig farið, þá er það einungis á síðastliðnum þrjú hundruð og fimtíu árum, að hinar ýmsu kenningar og hind- urvitni hafa alvarlega verið teknar til rannsóknar og prófs, og greitt úr gömlum erfðaflækj- um sannreynda og ímyndana. Næst sólunni er jarðarbúum tunglið auðkennilegast og þýð- ingarmest allra himintungla. Ef það hyrfi af himninum, hefði það mikil og alvarleg áhrif á verzlun, sökum þess, að flóð og fjara minkuðu þá að miklum mun. En frægð þess og mikil- vægi hagfræðilega, stafa einung- is af nálægð þess, því það er í raun og veru mjög auðvirðilegur hnöttur, borinn saman við sól og reikistjörnur. Það stendur mjög ofarlega í tölu himintunglanna sem hvatn- ing fyrir manninn að framleiða stj arnfræðilegar kenningar. Það virðist sem frumstig þeirrar vís- No. 2—OUT-OF-WORK ALLOWANCES (Continued) Qualificcrtion To qualify for out-of-work allowances, veterans must be fit, willing and available for work but unable to find suitable em- ployment. . , . They may apply íor the grant during any penod of unem- ployment within 18 months of discharge but for a time not to ex- ceed their length of service, or 52 weeks, whichever is the lesser. Availability The allowances are available to all ex-service men and women unable to find employment nine days following the 30- day period after discharge. Awards will be made effective from t!he day of application providing the necessary lapse of time atated above has passed. ' Veterans who served fewer thaft 187 days in the Armed íorces are eligible for out-of-work allowances nine working days following discharge because they receive no pay and allow- ances from the Department of National Defence for the 30-day period after discharge. This space contributed by THE DREWRYS LIMITED MD148 INSURANCE- m tyosuttd. LIFE, CASUALTY, SICKNESS, FIRE and AUTOMOBILE INSURANCE Ask about our PREFERRED RISK POLICY, Maximum coverage at lowest possible cost. Let Us Handle Your Insurance Needs VALDI THORVALDSON, 390 Boyd Ave., Winnipeg, Man. Phones 98 211 and 59 052 DORI HOLM, Gimli, Man. indagreinar hafi átt upptök sín í rannsókninni á hreyfingum þess og kvartilaskiftum og ýmislegra fyrirbrigða, sem þetta tvant or- sakar: slíkt sem myrkvar á tungli og sólu, flóð og fjara, og við myndun og fullkomnun vís- indalegrar stjörnufræði vorra daga. Svo hefir fræðikenningin um tunglið, ef til vill, leitt af sér fleiri uppgötvanir og uppfynd- ingar en flest önnur vísindaleg verksvið. Eitt 'meðal fyrstu athugaðra stjarnfræðilegra fyrirbrigða hlýtur að hafa verið hreyfing tunglsins austur á við, með tilliti til stjarna og sólar, og kvartila- skiftin, er þessari hreyfingu íylgja. Ef tunglið er í nánd við einhverja auðkennilega stjörnu ' klukkan níu í kvöld, munum við sjá það um sama leyiti anríað kvöld þrettán stigum austar, og þannig kvöld eftir kvöld, unz fullri umferð um jörðina er lok- ið og það leggur af stað aftur eft- ir nærhæfis tuttugu og sjö daga og einn þriðja. Með öðrum orð- um, það snýst um jörðina á þess- um tíma, jafnframt og það fylgir jörðinni á umferð hennar um sólina. Tunglið snýst um jörðina frá vestri til austurs. Braut þess er sporbaugur og er jörðin í öðrum brennipunkt hennar; hring- skekkja brautairnnar er fimtíu og fimm þúsundustu (hring- skekkjubrotið fæst með því að deila fjarlægðinni milli jarðar- innar og miðþunkti sporbrautar- innar með hálfri lengd stóra áss- ins). Flötur tungibrautarinnar hallast að fleti sólbrautarinnar, og er hornið milli þeirra að með- altali fimm mælistig °g níu mín- útur; hornið breytist alt að því tólf mínútur frá þessu á báða vegu — verður þeim mun minna eða stærr.a — Absides-línan (lengsta þvermál sporbrautarinn- ar framlengt) færist hringinn í kring eftir sólbrautinni frá vestri til austurs á hér um bil níu ár- um, en hnútalínan .dínan milli þeirra tveggja staða, sem tungl- brautarflöturinn sker sólbraut- arflötinn) færist frá austri til vesturs umhverfis sólina eftir braut hennar á tæpum nítján ár- um. Hreyfingum þessara lína veldur sólin, því áhrif hennar raskar göngu tunglsins. Þegar lengdarstig tungls og sólar fellur saman, er tunglið : ; sólstefnu; og eru þá tunglaskifti. En þegar lengdarstig tunglsins er hundrað og áttatíu mælistig frá sólu, er tunglið í jarðstefnu. Þá er fult tungl. 1 báðum þess- um afstöðum eru hnettirnir, sól, tungl og jörð, nærhæfis í beinni stefnu hver við annan. Þegar lengdarstig tunglsins er níutíu gráður, er það í vexti og þver- stefnu, en þegar það er þverr- andi og í þverstefnu aftur, er lengdarstig þess tvö hundruð og sjötíu gráður; á fjórðungastöð- STÓR LÍTIL ÞJÓÐ Islendingar mega vel vera upp með sér af sögu lands síns. Sann- nefnt lýðveldi er fsland, allir eru þar læsir og skrifandi, þar eru frægar bókmentir, gott og samvizkusamt fólk, og samvinnu hugmyndin hefir gengið þar í ættir um óra langan tíma og þessvegna eru íslenzkir bændur í Canada sjálfsagðir og eftirsóttir félagar í öllum samvinnu fyrirtækjum hér. VÉR ÓSKUM ÖLLUM ISLENDINGUM TIL HAMINGJU OG BLESSUNAR MEÐ ÞJÓÐRÆKNISÞINGIÐ SEM NÚ FER I HÖND Canadian Cooperative VVIieaí Producers Ltá. WINNIPEG — CANADA Manitoba Pool Elevators Saskotchewan Coopeiortive Alberta Whecrt Pool Winnipeg Manitoba Producers Limited Calgarv Alberta Regina Saskatchewan um þessum er fyrsta og síðasta 1 kvartil tungls. Við sjáum tunglið, af því að sólin upplýsir það. Sú hliðin, sem að sólu snýr, er því björt, en hin er dimm. Sökum brautar- hreyfingar tungls og jarðar, er afstaða þeirra og sólar hvers til annars stöðugt að breytast. Þeg- ar sól og tungl eru sitt hvoru megin jarðar, er sagt, að tunglið sé fult, en nýtt, þegar það er milli jarðar og sólar. Ef brautarflötur tunglsins hallaðist ekki að fleti sólbraut- arinnar, yrði myrkvi á sólu með I hverju nýi og tunglmyrkvi með | hverri fyllingu. Það mun óhætt að fullyrða, að | enginn hafi í raun og veru séð alveg nýtt tungl, nema ef til vill þegar á sólmyrkva stóð, því í! sólstefnu er tunglið öldungis ó- sýnilegt. Birta tungls í fyllingu jafnast nokkurn vegnin á við kertaljós í tíu þumlunga fjarlægð. í saman- burði við sólarljósið er birta tunglsins mjög dauf. Það er ekki auðgert að ákveða birtu tunglsins nákvæmlega. Þeir sem hafa rannsakað þetta atriði, hafa komist að mjög mismunandi nið- urstöðum um hlutfallið milli tunglsbirtunnar og sólarljóssins. Úrlausnir þeirra sýna hlutfall þetta að vera frá 375,000 til 630,- 000. Meðalhlutfall beztu ákvarð- ana er 465,000, með senniiegri reikningsvillu, er nemur tíu af hundraði. Samkvæmt þessum j útreikningi, kemur þetta upp á 1 teningnum: Þótt sá hluti himin- í hvelfingarinnar, er við getum séð í einu, væri alsettur fullum J tunglum, mundi samt vanta um fjqra fimtu upp á þá birtu, er sólin gefur. Fult tungl er ekki ávalt jafnbjart. Það er komið undir fjarlægð þess frá jörðu. Munurinn er um þrjátíu af hundraði, eftir því hvort það er í jarðnánd eða í jarðfirð. Tunglið sýnist að vera kringl- ótt í lögun, og er að meðaltali þrjátíu og ein mínúta og fimm sekúndur í þvermál. En að lengdarmáli er þvermál þess tvö j þúsund eitt hundarð og sextíu, mílur. Efnismagn þess, borið( saman við jörðu, er eitt hundrað tuttugu °g þrír tíu þúsundustu, og meðaiþéttleiki er þisvar og fjórum tíundu sinnum meiri en vatns. Á yfirfoorði þess er að- dráttaraflið einn sjötti af að- dráttarafli jarðar. Svo maður sem vegur hundrað og fimtíu pund á jörðu, vægi aðeins tutt- ugu og fimm pund á tunglinu. Allar athuganir, vísindalegir útreikningar og ígrundanir bera vott um, að ekkert lofthvolf sé í tunglinu. Fjarlægð þess frá sólu, að öllu samtöldu, er söm og fjar- lægð jarðar frá sólu, er hefir þá afleiðing, að tunglið fær jafnmik- inn hita og jörðin. Þar sem end- urkastsmagn tunglsins er þekt, er yfirborðshiti þess auðreiknað- ur. Miðdegishiti í tunglinu hefir reynst að vera um tvö hundruð sextíu og eitt stig á Fahrenheit, en um miðnæturskeið, fer hita- stigið tvö hundruð fjörutíu og þrjú stig fyrir neðan núll. Ná- kvæmar athuganir hafa staðfest þessar áætlanir. Slíkur afarmun- ur á hita og kulda — ýmist í ökla eða eyru — samfara vöntun vaitns og andrúmslofts, útilokar þann möguleik, að nokkur teg- und lífs þróist í tunglinu, að minsta kosti ekki líf eða lífræn efni svipuð þeim, er þekkjast hér á jörðu. Tunglið snýst hægfara snún- ingi um öxul sinn, sem hallast sex og hálfa gráðu frá lóðréttri stefnu við brautarflötinn. Ein- kenni þessa snúnings er það, að hann er nákvæmlega jafn um- ferðartíma tunglsins og í sömu átt, og veldur því, að sama hlið þess snýr ávalt að jörðu. Mörgum veitist erfitt að skilja hví slík hreyfnig er nefnd snún- ingur tunglsins, þar sem hann líkist hreyfingu hnattar festum á sveif, er snýst í hring. Þeim L A N TIL EINSTAKLINGS NOTKUNAR Er þörfin kallar að, og einstaklingar þarfnast peninga til persónulegra þarfa, þá er banka lán greið- asta úrlausnin. Lán fyrir sköttum, greiðslu á skuldum, borgun til sjúkrahúsa og lækna, og annara líkra kvaða, eru iðulega veitt af bankans hálfu til áreiðanlegra manna og kvenna er getu hafa til endurgrciðslu. Rentur eru sanngjarnar og borgunarskilmálum má haga eftir samkomulagi. Forstjóri Royal Bank of Canada í þínu bygðar- lagi er til reiðu að tala við þig um þessi lán og veita upplýsingar um fyrirkomulag þessara einföldu lána. THE ROYAL BANK OF CANADA ■ y..-r—■ -■ . ■ virðist sem Islíkur hnöttur fylgi sveifinni, en snúist ekki um sinn eigin ás. En hann snýst eigi að síður, án alls efa, því ef við merkjum hlið hnattarins, mund- um við komast að raun um, að merkta hliðin snýr mot hverri átt í réttri röð, þegar sveifinni er snúið í láréttum fleti; svo hnött- urinn snýst þannig um ás sinn eins sannarlega og hann væri að hvirflast um sinn eigin öxul. Af því að Öxull tunglsins er ekki lóðréttur við brautarflöt þess, sjáum við fram hjá öðru skautinu hálfan umferðartímann og fram hjá hinu skautinu hinn helming mánaðarins. Við sjá- um því af þessum ástæðum sex og hálfa breiddargráðu fram hjá hvoru skauti tunglsins, þegar lengst sést. Þetta nefnist rugg breiddarstigs. Önnur samkynja hreyfing tungslsins, er nefnist rugg lengd- arstigs, sem orsakast af þeirri sannreynd, að þótt öxulsnúning- Vér óskum . . . Þjóðræknisþingi íslendinga er kemur saman næstu viku til alla iicílla I ★ GESTI ÞINGSINS BJÓÐUM VÉR VELKOMNA. —K0MIÐ VIÐ HJÁ “BAY”— Vanhagi yður um eitthvað getið þér verið vissir um að /á það í búð vorri. MÁLTÍÐIR VORAR ERU VIÐURKENDAR Litið oss sýna yður um búðina. ur tunglsins sé ávalt hinn sami, er sporbrautarhraðinn ójafn. Þriðja rugg tunglsins, þó lítið sé, hefir gert vart við sig. Það er ýmislegt sem bendir til þess, að sá hluti tunglsins, sem að jörðu veit, sé aflangur. Sökum þessarar lögunar, sveiflast tungl- ið, líkt og dingull, ofurlítið til og frá. Þessi þriðja hreyfing nefn- ist líkamsrugg tunglsins. Önnur smávægileg áhrif, ec stafa frá því, að athuganir eru gerðar frá yfirborði jarðar, en ekki miðju hennar. Afleiðing allra rugg-hreyfniganna er sú, að við sjáum ávalt fjöxutíu og einn hundraðasta hluta af þeim parti tunglsnis, sem að jörðu snýr, en samsvarandi hluta þess sjáum við aldrei, en helmingur átján hundruðustu partanna, sem eftir eru, snúa einlægt að jörðu. Sólarhhringur — dagur og nótt — í tungilnu er jafnlangur tunglmánuði, en ekki stiömu- •NCOW*OIU7IQ 2-? MAY »«70.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.