Heimskringla - 27.02.1946, Blaðsíða 1

Heimskringla - 27.02.1946, Blaðsíða 1
IWe tecommend for your approval our "BUTTER-NUT LOAF " CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. -----—--------------- We recommend for your approval our "BUTTER-NUT LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. ....... LX. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN. 27. FEBRÚAR 1946 NÚMER 22. Virðulegur sendifulltrúi íslenzku ríkisstjórnar- innar á 27. ársþingi Þjóðræknisfélagsins Hr. Ingólfur Gíslason læknir, flytur kveðjur ráðneytis og þjóðar, og tilkynnir að þrenn hjón verði boðin til Islands í sumar fyrir atbeina Þjóðræknisfélags tslands í samráði við ríkisstjórnina; heimboð fengu G. L. Jóhannsson ræðismaður tslands og Danmerkur, ásamt frú, Stefán Einarsson ritstjóri Heims- kringlu og frú, Einar P. Jónsson ritstj. Lögbergs og frú. Tíðindi þessi vöktu mikinn fögnuð meðal hinna mörgu þing- gesta; voru hinir prúðu og glæsi- legu sendifulltrúar, Ingólfur laeknir og frú Oddný, hylt af þingheimi, sem vera bar; þau komu, sáu og sigruðu. Hér fara á eftir skjöl, varðandi skipun Ingólfs læknis sem sendi- fulltrúa Islands á þjóðræknis- þingið, ásamt þeim bréfum, er að áminstum heimboðum lúta: 12. febrúar, 1946 Herra læknir, Inólfur Gíslason, P-t. Washington, D. C. Sendiráðið vill hérmeð stað- festa, að því hefir borist sím- skeyti frá forsætisráðherra ís- iands, herra Ólafi Thors, þar sem yður er falið að mæta fyrir hönd ríkisstjórnar íslands á þjóðrækn-' isþingi Islendinga í Vesturheimi, Sem haldið verður í Winnipeg, dagana 25. og 26. þ. m. Jafnframt vill Ríkisstjórn Is- lands biðja yður að flytja þjóð- r*knisþinginu og öllum Vestur- fslendingum árnaðar- og heilla- óskir. Ríkisstjórnin lítur með á- nægju og hrifningu hið farsæla sfarf, sem Vestur-lslendingar ^ hafa innt af höndum í þeirra nýju föðurlöndum, og henni er Það fullljóst, að hið mikla álit og vegur Vestur-Islendinga, renna sem strykar stoðir undir sjálf- staeði Islands og skapa íslandi Viðurkenningu sem menningar- Nóð meðal hinna tveggja önd- vegisþjóða Norður-Ameríku. — ffíkisstjórn Islands þakkar Vest- Ur-íslendingum hina órjúfandi trygð þeirra við Island og vonar mnilega, að samstarf Islendinga vestan hafs og austan megi treystast og aukast á öllum ó- kornnum tímum, Fjallkonunni til keiðurs og sjálfstæði Islands til Varnar og eflingar. Fh. Ríkisstjórnar Islands, Thor Thors, sendiherra Hér fer á eftir bréf til Ingólfs ®knis í tilefni af heimboði rit- stjóranna: He: rra læknir, 12.febrúar, 1946 tngólfur Gíslason, Þ t- Washington, D. C. Sendiráðið vill hérmeð stað- ***, að því hefir borist svo- jóðandi skeyti frá utanríkis- raðuneytinu í Reykjavík: Hrá Þjóðræknisfélaginu: Vin ®amiega tilkynnið þjóðræknis- að lend 81 Islendinga í Vesturheimi stjórn Þjóðræknisfélags Is- k uuiga bjóði ritstjórum Lög- rgs Og CHeimskringlu, þeim Elnari Páli Jónssyni og Stefáni til arss^ni ásamt konum þeirra vikna dvalar á Islandi á ^ri komanda. Sigurgeir Sig- fik SS°n’ Óleigur ófeigsson, Hen- Sv. Björnsson, ívar Guð- ^dsson.’’ m^amkvæmt Þessu. er yður hér- þe .^attð> kerra læknir, að flytja jsjSSl skilaboð á Þjóðræknisþingi etldinga í Winnipeg hinn 25. H. Virðingrafylst, Thor Thors I Boðsbréf til ritstjóra Heims- kringlu er á þessa leið, undir- skrifað af framkvæmdarnefnd Þjóðræknisfélags Islendinga: Reykjavík, 26. jan. 1946 Herra ritstjóri Stefán Einarsson, Winnipeg. Stjórn Þjóðræknisfélags Is- lendinga vill samkvæmt fúndar- samþykt og í samráði við ríkis- stjórnina, bjóða þér, kæri herra ritstjóri og frú þinni að koma í heimsókn til Islands á komandi sumri og dvelja hér sem gestur vor í 4-6 vikur. Teljum vér að hentugasti dvalartími hér yrði frá byrjun júnímánaðar. Oss er það mikil ánægja að bjóða þér í þessa för til ættlands þíns, sem þú á margan hátt hefir sýnt fagra sonarrækt og vonum, að ástæður þínar leyfi þér að þiggja boðið. Með kærum kveðjum, Sigurgeir Sigurðsson Ófeigur J. ófeigsson Henrik Sv. Björnsson Ivar Guðmundssno Hér fer á eftir bréf til Ingólfs læknis í tilefni af heimboði Grettis ræðismanns: 20. febrúar, 1946 Herra læknir Ingólfur Gíslason, % Icelandic Consulate, 910 Palmerston Ave. Winnipge, Man., Canada I framhaldi af fyrra bréfi vill sendiráðið hér með senda yður. herra læknir, bréf til herra ræð- ismanns Grettis L. Jóhannssonar frá Þjóðræknisfélagi Islands. — Skv. þessu bréfi býður Þjóð- ræknisfélagið ræðismanninum að koma til íslands á komandi sumri og eruð þér beðnir að af- henda bréf þetta samtímis því sem bréf ritstjóra íslenzku blað- anna eru afhent. Virðingarfylst, Thor Thors Boðsbréf til Grettis ræðis- manns er á þessa leið: Þjóðræknisfélag Islendinga Reykjavík, 26. jan. 1946 Herra ræðismaður Grettir Jóhannson, Winnipeg. Stjórn Þjóðræknisfélags Islend- inga leyfir sér hér með að bjóða þér og frú þinni í heimsókn til íslands á komandi sumri, um ama leyti og ritstjórum íslenzku blaðanna tveggja í Winnipeg, eða í júnímánuði, til dvalar hér og kynningar um 4-6 vikna skeið. Er oss mikil ánægja, með boði þessu, að geta sýnt þér þakklæt- isvott vorn fyrir sérstaklega ó- eigingjarna þjónustu þína og vináttu í garð Islands og Islend- inga. Vonum vér, að þú sjáir þér fært að þiggja boðið. Með kærum kveðjum, Sigurgeir Sigurðsson Ófeigur J. Ófeigsson Henrik Sv. Björnsson Ivar Guðmundsson F. Hallgrímsson lEftir að virðulegur sendifull- trúi hafði skilað erindi sínu varð- andi heimboðin, lét hann þanníg um mælt: “Boðsbréfin skýra sig sjálf, og vil eg aðeins fáeinum orðum við þau bæta: Eg vona sterklega að þessir þrír herrar og konur þeirra sjái sér fært að þiggja boð þetta, sem er gert í virðingar og þakklætis skyni. Eg lít svo á að heimaþjóð- in sé um leið að hylla þjóðarbrot- ið hér, er hún býður nú heim nokkrum af forustumönnum þess. Þetta ferðalag getur orðið boðsgestum til hvíldar og á- nægju. Eg efast ekki um að þeir fá mörg hlý handtök og vingjarn- leg bros. Veðráttan er dutlunga- söm heima; eg er að .óska þess að sólin verði nú gestrisin og ör- lát á geisla sína. Eg trúi því ekki að þið hittið ekki snotur rjóður eða grænar lautir sunnan í ein- hverri fjallahlíðinni, þar sem þið getið hvílt ykkur og fundið ilm- inn úr jörðunni; eða mosagróinn klett við foss, sem spilar undir fyrir ykkur þegar þið viljið semja eitthvað í bundnu eða ó- bundnu máli, og svo er sjávar- niðurinn þar, sem bárurnar nudda við fjörugrjótið á kvöldin; betri leiðsögn inn í ríki draum- anna er ekki hægt að fá. — Eg óska ykkur góðrar ferðar heim — hittumst heilir á fróni! Gestir á ársþinginu Á þjóðræknisþinginu höfum vér orðið varir við þessa utan- bæjargesti, auk fulltrúa: F. P. Sigurðsson frá Geysir, Man. Mrs. Harold Ólafsson frá Mountain. Óskar Gíslason frá Leslie, Sask., (héfir verið hér um tíma að leita sér lækninga). Sgt. Heimir Thorgrímsson frá Lundar. Árni Sigurðsson frá Seven Sisters, Man. Mr. og Mrs. Ragnar H. Ragnar Frá Mountain, N. Dak. Mrs. O. Jóhannsson frá Víðir, Man. Við þessa höfum vér orðið var- ir fyrsta þingdaginn. Sjálfsagt verða þeir margir fleiri um það er lýkur. Nöfn fulltrúa Frá deildum Þjóðræknisfé- lagsins utan úr bygðum, eru þessir fulltrúar staddir á árs- þinginu: Frá Gimli: Hallgrímur Sigurðsson Mrs. Sigríður Sigurðson Guðmundur Fjaldsted Frá Mountain, N. Dak.: Séra E. H. Fáfnis C. S. Guðmundson Kristján Indriðason Haraldur ólafson W. G. Hillman Mrs. Sigríður Ragnar Churchbridge, Sask.: Halldór B. Johnson Árborg, Man. Herdís Eiríksson L. Hólm V. Jóhannsson Th. Lifman Brown, Man.: T. J. Gíslason Selkirk, Man.: Einar Magnússon Mrs. J. E. Erickson Mrs. S. Isfeld Riverton, Man.: Mrs. Anna Árnason Mrs. Valgerður Coghill Wynyard, Sask.: Jón Jóhannson H.*'Axdal Leslie, Sask.: Rósm. Árnason Argyle, Man.: A. E. Johnson Tryggvi Johnson Mrs. H. C. Josephson G. J. Oleson HUNGURVOFAN í HEIMINUM Eftir W. R. Clarke Washington — Það er viður- kent hér í höfuðborginni af stjórnarvöldum þessa alsnægta lands, að yfir heiminum vofi hinn ægilegasti fæðuskortur, sem sagan hefir frá að segja. — Truman forseti hefir, samkvæmt upplýsingum frá sérfræðingum sínum, orðað það á þessa leið: Afskaplegt hungur vofir yfir þremur fjórðu hlutum jarðarinn- ar, sem verður valdandi miljón- um dauðsfalla og langvarandi hnignun þeirra sem af lifa, nema þessi heimsálfa geri alt sem mögulegt er til að hjálpa og bæta úr þessum vandræðum, og til þess að geta veitt fullnægjandi hjálp, þurfum vér að spara við oss sjálfa hér í þessari álfu. Þetta er ástandið, eins og sérfræðing- arnir segja oss að það sé. Evrópa þarfnast 17,000,000 tonna af kornmat, fram yfir það sem þar er til, það mesta sem hveitiræktarlöndin geta látið, er 12,000,000 tonn, en þá vantar 5,000,000 tonn, sem væri nóg til að búa til úr 11,000,000,000 brauð. Brauðskamturinn í Ev- rópu er hálft brauð á dag, og það er sem þarf til að gefa Ev- rópu fólkinu sinn brauðskamt í sex mánuði. Vegna þess, hve lítið er um aðrar fæðutegundir, er brauðið aðal fæðan. A Svona er matar ástandið í Ev- rópu. En hungursvofan hangir eigi síður svört og ægileg yfir Asíu. Hrísgrjóna uppskeran í þeim lönudm sem þá kornteg- und rækta, er langt undir meðal- lagi. Á Indlandi er uppskeran 12-15 prósent minni en í meðal lagi, og Japan hefir ávalt þurft að kaupa 15 prósent af þeim hrísgrjóna forða sem þeir hafa þurft. Uppskeran í Burma og Indonesia er jafnvel minni en á Indlandi. Um ástandið í Kína hafa ekki neinar skýrslur verið birtar. Þannig er matvæla vöntunin í heiminum, og birgðirnar sem fyrir eru, eins og hér er sýnt, eru hvergi nærri nógar til að bæta úr skortinum. Af þessum 12,000,000 tonna, sem alþjóða matvælanefndin á- ætlar að sé fáanleg hafa Banda- ríkin lofast til að láta 6,000,000 tonn, og að Caanda, Ástralía og Argentína, láti það sem til vant- ar. En þurkar á suðurhveli jarð- ar hafa dregið úr uppskerunni til stórra muna, svo að Ástralíu og Argentínu verður alls ekki hægt að láta sinn áætlaða skerf, af þessum 12,000,000 tonnum. En þó þetta fengist, þarf þar að auki 5,000,000 tonn til þess að geta forðað Evrópu þjóðunum frá hungri og margfalt meira til að verja hungri í Asíu. Bandaríkin byrjuðu yfirstand- andi uppskeru ár með 1,414,000,- 000 mælum hveitis. 31. desember voru eftir 689,000,000 mælar. — Með góðri uppskeru vetrar hveit- is, gætu Bandaríkin uppfylt sinn hluta, þó það yrði með nokkrum erfðileikum. En uppskera vetr- arhveitis verður ekki góð. Þurk- ar hafa dregið úr vexti hveitis- ins, og í fyrstu viku febrúar fóru svartir rykmekkir yfir mikinn hluta Kansas, Missouri og Okla- homa, sem líklega valda mikl- um skemdum á vetrarhveitinu. Canada byrjaði yfirstandandi uppskeruár með 576,000,000 mæla hveitis og haust og vetrar út^utningur nam 160,000,000 mæla. Á uppskeru árinu þarf til fæðis, skepnufóðurs og út- sæðis 183,000,000 mæla, svo þrátt fyrir hina miklu heima- notkun hveitis, hefir Canada get- að uppfylt sinn skerf, og getur haldið áfram að gera það. En það þarf meira með en að leggja fram sinn skerf, það þarf að bæta við 5,000,000 tonna til þess að bjarga Evrópu, og margfalt meira til að forða Asíu frá hungursneyð. Bandaríkin hafa brúkað miklu meir af korntegundum, síðast- liðna 6 mánuði, en vanalega, til manneldis, gripafóðurs, öls og á- fengis tilbúnings. Heima notkun hveitis í Can- ada árið 1944-45 var meiri en nokkurntíma áður, eða 183 milj. mæla af hveiti og ótalin fjölda mæla af öðrum korntegundum. Eftir þessum tölum að dæma, ætti Canada að geta gert meir en teggja fram sinn áætlaða skerf. Canada getur bætt við sig tals- verðum hluta þessara 5,000,000 tonna sem til vanta, og ef heima notkun er minkuð, með því að brúka ekki hveiti til skepnufóð- urs, þá gæti Canada, kanske, lagt fram alt að helmingnum af því sem til vantar. Auk þess má brúka flestar aðrar kornteg- undir en hveiti, til manneldis. En Bandaríkin eiga erfitt með að leggja fram nokkuð nálægt því sem á vantaði að fullgera þessi auka 5,000,000 tonn. Svo í þeirri von að geta bætt úr hungursneyðinni um allan heim, hafa Bandaríkin, eftir skipun forsetans, ákveðið á fullskipuð- um ráðuneytisfundi, að sópa inn- an kornbyrgi sín og banna samhrúgun hveitis, og borða blakt brauð, sem stafar af því að mala meira af hinum ytri lögum hveiti kornsins saman við hveit- ið, lækka ákveðna markaðsvigt gripa, og takmarka að miklum mun krontegundir til öls og á- fengis gerðar. En þó öllum þessum ströngu fyrirmælum verði fyllilega beitt, segja sérfræðingarnir, að það sé engin leið að koma í veg fyrir hungur. Það er hugsanlegt að Evrópu geti orðið bjargað, að því leiti, að þar verði ekki beint hungur, en skortur, eins og verið hefir síðustu fimm árin. En að koma í veg fyrir að hinn mikli fjöldi í Asíu líði ekki hungurs- neyð, er með öllu ómögulegt. —Lauslega þýtt. G. E. E. Gifting Brúðkaupsathöfn fór fram að heimili séra Philip M. Petursson, laugardaginn, 16. febrúar, er gefin voru saman í hjónaband, John Leslie Hand og Alda Soffia Davidson, dóttir þeirra hjóna Haralds Davidson og Ragnheiðar Strandberg. Þau voru aðstoðuð af Mr. og Mrs. F. Karody. Einnig voru foreldrar beggja brúðhjón- anna viðstödd, auk annara vina Framtiðarheimili þeirra verður hér í Winnipeg. BÆJARKOSNINGARNAR Á ÍSLANDI Bæj arkosningar fóru fram á íslandi í lok janúar mánaðar. — Hafa Islendingar hér verið að spyrja um úrslit þeirra. 1 einu blaði að heiman, sem Hkr. hefir borist, blaðinu “Þjóðviljinn” frár' 29. jan., er úrslitanna getið. Virð- ast þær bera vott um, að mjög litlar eða engar breytingar hafi átt sér stað, að því er fylgi stjórn- málaflokkanna áhrærir. Hér skulu úrsitlin sýnd í nokkrum stærri bæjum. Reykjavík A (Alþfl.) 3952 atkv. 2 m B (Fram.) 1615 atkv. 1 — C (Sósfl.) 6946 atkv. 4 — D (Sjsfl) 11833 atkv. 8 — Við bæjarstjórnarkosningarn- ar 1942 voru úrslitin þessi: Sós- íalistaflokkur 4558 atkv. Alþfl. 4212, Farmsókn 1074 og Sjálf- stæðisfl. 9334 atkv. Hafnarfjörður Á kjörskrá voru 2469 atkv. greiddu 2288. A (Alþfl.) 1186 atkv. 5 m B (Sjstfl.) 773 atkv. 3 — C (Sósfl.) 278 atkv. 1 — Auðir og ógildir seðlar 36. 1942 voru tölurnar þessar: Sós. 129, Alþfl. 987, Sjálfstfl. 933. Vestmannaeyjar Á kjörskrá voru 2134 atkvk. greiddu 1858. A (Alþfl.) 375 atkv. 2 m B (Fram.) 157 atkv. 0 — C (Sosfl.) 572 atkv. 3 — D (Sjstfl.) 726 atkv. 4 — Auðir seðlar 20, ógildir 8. 1942 voru atkvæðatölur þess- ar: Sós. 463, Alþfl. 200, Fram- sókn 249, Sjstfl. 839. Akureyri Á kjörskrá voru 3787 atkv. greiddu 3240. A (Alþfl.) B (Fram.) C (Sósfl.) D (Sjstfl.) 684 atkv. 2 m 774 atkv. 3 — 819 atkv. 3 — 808 atkv. 3 — 1942 voru tölurnar þessar: — Sós. 608, Alþfl. 274, Framsókn 802, Sjstfl. 564 og borgaralisti 348. ísafjörður Á kjörskrá voru 1627, atkv. greiddu 1474. A (Alþfl.) 666 atkv. 4 m B (Sós.) 251 aktv. 1 — C (Sjstfl.) 535 atkv. 4 — Auðir 16, ógildir 6. 1942 féllu atkvæði þannig: — Óháðir (Sósfl. o. fl.) 257, Alþfl. 714, Sjálstfl. 378. Siglufjörður Á kjörskrá greiddu 1511. A (Alþfl.) B (Fram.) C (Sósfl.) D (Sjstfl.) Auðir 7 voru 1751, atkv. 473 atkv. 3 m 142 atkv. 1 — 495 atkv. 3 — 361 atkv. 2 — ógildir 1. 1942 greiddu 1482 atkv. og féllu þau þannig: Sósfl. og Alþfl. 698, Framsókn 286, Sjstfl. 331, óháðir og utanfl. 157. Neskaupstaður Á kjörskrá voru 697, atkv. greiddu 608. A (Alþfl.) B (Fram.) C (Sósfl.) D (Sjstfl.) 134 atkv. 2 m 87 atkv. 1 — 293 atkv. 5 — 153 atkv. 4 — Auðir 8, -égildir 10. 1942 greiddu 528 atkv. er féllu þannig: Sós. 178, Alþfl. 152, Fram. 87, Sjstfl. 105.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.