Heimskringla - 27.02.1946, Blaðsíða 2

Heimskringla - 27.02.1946, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIMSERINGLA WINNIPEG, 27. FEBRÚAR 1946 GOÐABLÓT Föstudagskvöldið 1. febrúar héldu lsl. í Chicago miðsvetrar- mót sitt er þeir kalla Goðablót. Það var allvel sótt eftir okkar mælikvarða, um hundrað manns. Prógram var ræðuhöld og söngur. Ræðumenn voru Árni Williamson, fyrverandi forseti norska klúbbsins, Dr. Árni Helgason og próf. Sveinbjörn Johnson. Mr. Helgason sagði frá ferð sinni til íslands, sem hann fór flugleiðis nú nýlega, hann lagði á stað 20. nóv. og kom til baka á nýársdag. Hann lét það bezta af ferðalag- inu, var auðséð og auðheyrt að hann hafði notið ferðarinnar í fylsta máta, bæði hvað gestrisni snertir, og eins náttúrufegurð heimahaganna, hann er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði, móðir hans er enn á lífi, nú 86 ára og furðu ern. Hann gaf okkur nokkra inn- sýn á ásigkomulagið þar heima, og lét vel af því þrátt fyrir æði mikla verðbólgu sem er á flestu þar nú, en kaup er hátt að sama skapi, hvort það er hlutfallslega eins hátt efast eg um, t. d. sagði hann að smjörpundið væir $1.80, og dúsin af eggjum svipað, mun það alt að því þrisvar sinnum eins hátt og hér, aftur kaup al- gengra verkamanna um $1.00 á klst. Eins sagði hann að íbúðir væru í afskaplega háu verði, allmikið er bygt nú í Reykjavík, samt húsekla, því bærinn stækkar óð- um, mun nú hafa um 48 þúsundir íbúa. Framfarir segir hann í stórum stíl sérstaklega í sjávar- útgerðinni; benti hann á því til sönnunar, hvað mikið af skipum væri nú verið að byggja fyrir útgerðina bæði^rlendis og einnig innanlands, kemur það heim við fréttir er nú nýlega hafa komið í íslenzku blöðunum í fréttum að heiman. Þegar eg fyrst sá á prógrami dagsins efni það er próf. Johnson valdi sér til umræðu, varð mér að orði: “Eg er í stórum efa um ef fólk yfirleitt hefir mikinn á- huga fyrir gömlum lögum.” Efn- Mjög eftirtektaverð húsajurt, fram- úrskarandi einkennileg og skrítin. Margar hafa stór blóm með sætum ilm. Vér höfum að bjóða 30 mismun- andi tegundir, bæði viltar og rækt- aðar, er allar þrífast í heimahúsum. Auðvelt að rækta með sæði. Það er auðvelt að fá sem flestar tegundir af þessari aðdáunarverðu jurt. Pantið nú. (Pk. 20?) (3 pk. 50?) póstfritt. SÉRSTAKT TILBOÐ: 1 pakki eins og að ofan og 5 aðrar frætegundir hús- blóma, vaxa vel innan húss. $1.25 virði, allir fyrir 60? póstfrítt. FRÍ—Vor stóra útsœðisbók fyrir 1946 Enn sú fullkomnasta 85 DOMINION SEED HOUSE GEORGETOWN, ONTARIO ið var sem sé hin fræga gamla lögbók, “Grágás”, sem hann hef- ir verið að þýða á enksu nú að undanförnu, en hér skjátlaðist mér. Með þeirri snildarlegu með- ferð málefnisins, varð ræðan full af fjöri, fyndni og fróðleik, eg hefi ekki oft séð eða heyrt ræðu- mann halda áheyrendum sínum í eins spennandi eftirtekt eins og próf. Johnson gerði í þetta sinn; hans skilningur og túlkun mál- efnisins var svo framúrskarandi að allir luku lofsorði á er á hann hlustuðu. Hann telur þessa gömlu lög- bók þá allra frægustu og full- komnustu frá þeim tíma sem hún var í gildi, gerði hann saman- burð á henni og nútíðarlögum og telur þar liggja grundvöll ýmsra seinni tíðar laga, sérstaklega kviðdómsins, sem sýnilega átti Upptök sín þar. Á þessu tímabili Islands, frá 930 til 1262, er þessi lög voru grundvallarlög lands- ins, mun hvergi í Evrópu hafa lög lík þessum verið í gildi, því þar ríkti þá algert einvéldis stjórnarfar, en á Islandi var þá lýðfrelsi í fylsta skilningi. Var það tímabil líka kallað gullöld Islands. Eg var svo heppinn nýlega að ná í nokkur blöð af ísafold, — margt er þar fróðlegt og upplýs- andi viðvíkjandi ástandi lands- ins. En eitt finst mér mjög á- berandi í þeim blöðum, það er hinn pólitíski flokkadráttur sem ríkir heima nú, ekki síður en hér, auðvitað er ekkert athugavert við það, svo lengi sem það er inn- an sanngjarnra takmarka, enda höfum við reynsluna fyrir þvi frá atkvæðagreiðslunni 1944, að þjóðin kunni að standa saman þegar á reyndi og um frelsi henn- ar var að ræða, svo á það líka að vera þrátt fyrir þó hátt sé rifist um ýms innanlandsmál sem á- greiningur er um. Tímamenn eru kallaðir ýmsum nöfnum, standa auðsjáanlega á öðrum meið í stjórnmálum. Svo er Þjóðviljinn, hann er rauðlitaður eftir ísafold að dæma, eða kom- múnista sinnaður, á sér því ekki upp á háborðið hvorki hjá Tím- anum eða Isafold. Eg hefi ekki séð Þjóðviljann síðan hann tók á sig þennan lit. Eg hef nú séð í þessu landi ýms nýmæli sem upp hafa komið og reynt hefir verið að koma á framfæri, kölluð rauð- lituð, sérstaklega ef þau voru til bóta verkamannastéttinni á ein- hvern hátt, þrátt fyrir þó þau hefðu ekkert sameiginlegt við kommúnistastefnuna. Þá stefnu þurfum við ekki hér í þessu landi. Okkur ætti að vera hægt að koma í framkvæmd umbótum fyrir almenning án þess að taka eignarréttinn af einstaklingnum, sem virðist að vera stærsti þym- irinn í augum mótstöðumanna kommúnista, enda ekki óeðlileg hugsun hjá frjálshugsandi þjóð- um eins og Islendingar og Ame- ríkumenn eru, þeir eiga þar á- reiðanlega sammerkt, því ein- staklingsfrelsið hefir verið þjóð- areinkenni Islendinga frá byrjun og eins Ameríkumanna, þó Is- lendingar sættu kúgun um marg- ar aldir, dó sjálfstæðisþrá þeirra Following the series of 22 advertisements devoted to War Pen- sions, Veterans’ Land Act and Beterans’ Rehabilitation Allow- ances, this space will be used for the next few weeks to detail Veteran’s Out-of-Work Allowances, prepared in co-operation with Department of Veterans’ Affairs. No. 3—OUT-OF-WORK ALLOWANCES (Continued) Application Procedure Unemployed ex-service personnel qualifying fro out-of-work allowances should register with the National Employment Ser- vice in centres where such offices.exist. If this service is unable to place the veteran, he may obtain and complete his applica- tion form for grants at N.E.S. offices. Veterans qualifying for the allowance in rural areas should secure certificates as evidence of their unemployment from their local postmaster or similar official in the vicinity. Application forms are also available from local postmasters and after being completed, should be mailed with the certificate to the nearest offices of tihe National Employment Service. Those in doubt regarding the location of National Employ- ment Service offices may forward their request with the certifi- cate attached to: The Area Rehabilitation Officer, Department of Veterans Affairs, Commercial Building, Winnipeg. The appli- cation will then be forwarded as required. This space contributed by THE DREWRYS LIMITED MD149 ildrei og bar líka ávöxt að end- ngu. Eins og eg sagði áður, ber það þráfaldlega við hér í Bandaríkj unum að ýms málefni er til bótí stefna fyrir verkafólkið eru mál uð rauð í augum almennings, og sum blöðin kalla hástöfum: kom- múnisti, kommúnisti. Einkenni- lega vill svo til að það eru oftast blöð republikana, sem þann söng syngja,.Chicago Herald & Exam- iner og Tribune, sem bæði eru republican blöð, eru fremst í flokki hér um slóðir, bæði sem auðvaldssinnar og fylgja ein- angrunarstefnunni líka. Nú í þessum síðustu verkföll- um básúna þau hástöfum að á bak við þau liggi rauða hættan, og undir sé róið að koma hér á kommúnista fyrirkomulagi. Við sem verkamönnum til- heyrum sjáum ekkert annað á bak við en þörf fyrir launa hækkun og betri lífskjör, enda er það deginum ljósara þegar verðhækkun sú sem nú er stað- reynd þrátt fyrir hina svoköll- uðu settu takmörk prísa, eru hlutföllin ójöfn við það sem áð- ur var. Nú er dollarinn ekki virði meir en 60—75 cent í sam- anburði við 1941-2 og í sumum tilfellum ekki það, því full á- stæða fyrir kröfum verkamanna. Rétt þegar eg er að klára við þessar línur kemur sú fregn að stáliðjuverkfallið sé á enda og að vinna verði hafin þar á mánu dagsmorgun. Líka rakst eg á litla grein í The Chicago Sun (það er blað sem hefir haft það fyrir slagorð að það prentaði ekkert annað en sannleikann). 1 þessari litlu grein er það haft eftir James G. Patton, forseta National Farm- ers Union, að það megi segja að Truman forseti hafi mútað stál- félögunum með því að gefa þeim leyfi til að hækka verð á stáli sem svarar 5 dollara á tonnið, því með þeirri verðhækkun taki félögin inn $250,000,000 meir en þau borgi út til verkamanna vegna þeirrar kauphækkunar er þeir fengu, sem var 18'/2 cent á klukkutímann, og sem var miðl- uanrtillaga forsetans. Eftir þessu að dæma hafa stál- félögin unnið stóran sigur við þessi verkföll, mun það ekki eins dæmi þegar alt kemur til alls. S. Árnason TIL S. B. BENIDIKTSSONAR Deus adsum tua in ævum. — Það útlegst: Guð sé með þér æfinlega, og kann eg ekki betur að biðja. Fyrst af öllu þakka eg þér innilega fyrir lofsamlegan vitn- isburð þinn um rithátt minn. Eg reyni að gera mitt bezta, því fag- urt málfar fegrar manninn eins og snyrtilegur klæðnaður og þykir mér vænt um að heyra frá þeim, er kunna að meta, að mér hefir tekist sú tilraun, að skrifa mitt móðurmál nokkurn vegin þolanlega. Islenzkan er fagurt mál sé henni sómi sýndur. Já, blessaður, eg er altaf að læra ov byrjaði eg þó ungur. Eg tel það ávalt mitt mesta happ að eg fór að reyna að skrifa í sveitarblað um fermingu, Það dróg nú tals- vert frá áhuganum við Helga- kverið en aldrei mun eg iðrast þess. Kverið er nú að mestu gleymt nema einstöku máls- greinar um dauðann, dómsdag og annað líf, mér fanst einna mest bragð að því, en “ástkæra ylhýra málið er allri rödd fegra enn í dag, eins og það hefir verið síðan eg las fyrst Islendingasög- ur, Þjóðsögurnar, Úraníu og Gullöld Islands. Góða höfum við kennarana og meira lærði eg a? höfundunum en kennurum mín- um á gagnfræðaskólanum og voru þeir þó góðir; Hjaltalin og séra Jonas frá Hrafnagili. Jæja svo eg snúi mér að efn- inu. Jú það er rétt kvæðið Dag- rúnarharmur er þyðing á þýzku kvæði sem beinleiðis heitir Barnsmorðinginn (Die Kindes- morderen,) greinirinn die táknar ið átt er við konu. Ef átt hefði /erið við barnsmóðurina hefði þýzka fyrirsögnin verið “Die Kindesmutter. I kvæðinu er hún látin rekja raunir sínar í fangels- inu, meðan hún bíður aftökunar fyrir glæpinn. Þú getur séð það í fyrsta erindinu og í tuttugasta og fjórða, og tuttugasta og fimta erindinu. Hið nákvæma hjarta Jónasar og meðfæddur smekkur hans hlífist við að minnast nema sem allra minst á ódæðisverkið og af sömu ástæðum breytir hann nafninu á kvæðinu. Svo skal að endingu tilfærð orð Jónasar Jónssonar frá Hriflu um þetta atriði í formálanum er hann reit fyrir nýrri útgáfu af Úrvalsritum Jónasar: “Þegar Jónas tekur sér fyrir hendur að þýða kvæði eftir Schiller um unga stúlku, sem fyrirfer barni sínu vegna svik- inna ásta, kemur honum ekki til hugar að láta kvæðið heita “Kona, sem myrðir barn sitt”. Slíkt samrýmist ekki fegurðar- smekk hans. I stað þess gefur hann hinni ungu, gæfulausu móður fagurt íslenzkt nafn. Hún heitir Dagrún og kvæðið, sem er dánaróður hennar verður Dag- rúnarharmur.” Vertu blessaður og guð veri með þér æfinlega, og í því er fal- ið alt hið góða sem vitund vora grunar. Þinn einl., H. E. Johnson TUNGLIÐ Eftir Árna S. Mýrdal Framh. Fjöll tunglsins eru annaðhvort einstakir tindar eða fjallgarðar. Sumir fjallgarðanna hafa verið nefndir eftir svipuðum fjöllum hér á jörðu, til dæmis: Alpa-, Kákasus- og Apenníu-fjöll, en aðrir hafa verið nefndir eftir vís- indamönnum, svo sem Doefel og Leibnitz fjallgarðarnir, og fleiri. Fjöll þessi eru mishá, eins og fjöll jarðarinnar. Hæstu tindar Kákasus- og Apenníu-fjalla í tunglinu eru rúm 19,000 feta há, en fjallgarðarnir miklu, Leib- nitz og Doefel, eru 25,000 fet og þaðan af hærri. Hin svonefndu gígfjöll líkjast að sumu leyti vissum eldgígum, er við höfum hér að venjast, og var þeim því valið þetta nafn, en ekki fyrir þá orsök, að þau ættu beinlínis uppruna sinn að rekja til eldsumbrota. Það hefir verið stungið upp á nöfnunum “hring- sléttur” eða “hringfjöll” fyrir stærri gígina. Margar þúsundir slíkra gígja eru á yfirborði tunglsins, og þvermálsstærð þeirra er frá tæpum átta hundr- uð fetum upp í hundrað og fjöru- tíu mílur, eins og hringsléttan mikla, Clavíus. Gígur hring- fjallsins Copernicus er fimtíu og sex mílur að þvermáli. Smærri gígirnir eru kringlóttar dældir ofan í jafnsléttuna, en sumir hinna stærri gígja hafa háar um- gjarðir eða veggi, er hefja hæstu tindana í seytjánda þúsund fet frá yfirbroði tunglsins. I sumum tilfellum er botn gígsins rétt fyrir neðan umgjörðina, en aftur í öðrum tilfellum er hann tals- vert fyrir neðan gígbarminn. — Venjulega eru aukagígir á botni eða í afhalla veggjanna; en svo er líka í mörgum tilfellum, að miðtindur eða þyrping tinda stendur á gígbotninum. 1 tunglinu má og sjá langar og mjóar og venjulegast djúpar gjár eða sprungur; lengd sumra þeirra er frá tvö hundruð til þrjú hundruð mílur. Sumar liggja þvers hver yfir aðra, aðrar kvísl- ast, og liggja stundum óslitnar yfir fjöll og sléttur. I sumum tilflelum virðast hindranir breyta stefnu þeirra eða jafnvel taka fyrir þær með öllu, en £>»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»«««« «««««««<«<<<<«««««««««' THIS is the post-war period IIOW! Domínion Tcxtilc is helping CANADA AND CANADIANS TO MEET THE PROBLEMS OF THIS PERIOD BY: 1. Giving year-round employment to thousands of Canadian men and women; we employ 30 per cent. more now than before the war. % 2. Paying wages which total more than twice the 1939 payroll. 3. Producing and delivering a steady stream of cotton goods for Canadian consumers, even more than the great quantities we turned out in pre-war times. 4. Guaranteeing, as a result of our years of ex- perience, a peak of quality and durability in these materials. Dominion TexriLQ Qomphny LIMITED Makers of Cotton Goods for all Domestic and Industrial Uses including such Famous Lines as MAGOG FASTEST FABRICS COLONIAL SHEETS AND PILLOW SLIPS PRUE YARNS ‘Qotton — The Mastcr Fabrtc ” . . . »»»»»»»»»»»»»»»» »»»»»»»>X«««M<«««<«««««««««««««««/ halda svo áfram hinu megin slíkra hindrana. Óvíst er um eðli þeirra, en hugmyndin, að þetta sé sprungur í yfirborði tunglsins, virðist vera einfald- asta skýringin. Umhverfis marga stærri gígina sjást hvítar rákir eða línur, er í sumum tilfellum virðast að vera samfléttaðar, en á öðrum stöðum liggja þær út i allar áttir frá miðdepli, eins og geislar í hjólnöf. Gott dæmi fyrri tegundarinnar sést um- hverfis Copernicus, en dæmi þeirrar síðari er að finna um- hverfis hringfjallið Tycho. 1 síð- ara tilfellinu má rekja suma geislana næstum því yfir þvert tunglið. Hvernig á þessum geisl- um stendur, vita menn ekki, enn sem komið er; en álitið er, að þeir séu einungis fyrirbrigði á yfir- borði tunglsins. Af hvaða efnum að yfirborð tunglsins samanstendur, vita menn ekki. Athuganir og rann- sóknir sýna, að endurskin frá I ýmsum hlutum tunglsléttanna er | áþekt endurskini frá ýmsum 1 hrauntegundum; aftur á móti kasta skærari partar gígveggj - ^ anna jafnmikilli birtu og eld- I fjallaaska. Orsakir yfirborðseinkenna tungslsins. — Um þetta atriði j eru tvær aðalhugsanastefnur. — Önnur gerir ráð fyrir að gígirnir j hafi orðið til af utanaðkomandi 1 áhrifum, en hin, að það megi gera grein fyrir þeim með skil- yrðum, er fyrrum áttu sér stað í tunglinu sjálfu. Þá fyrri mætti nefna “vígahrattarkenninguna’ ’. Hún gerir ráð fyrir, að endur fyrir löngu hafi tunglið orðið fyrir geipilegum vígahnöttum, er hafi brætt yfirborð þess með þrýstingi sínum og hraða, og sem þeir grófu sig niður í tunglið, hafi þeir þrýst upp veggjum gígjanna. Þótt ekki sé unt að fullyrða, að fræðikenning þessi sé með öllu röng, eru samt sem áður mikilvæg atriði, er mæla 1 móti. 1 fyrsta lagi er það, að það virðist sem miklu fleiri víga- hnettir myndu falla á yfirborð jarðar, sökum stærðar, en á yfir- borð tunglsins. Árekstrarhrað- inn yrði og meiri. Virðist því þar af leiðandi sem jörðin ætti að bera þess glögg merki, en þeirra hefir hvergi orðið vart. Og svo í öðru lagi, virðist nauðsynlegt að sýna fram á, að nægð slíkra víga- hnatta hafi verið við höndina. Allar aðrar kenningar, sem að þessu efni lúta, hanga á því, að einhverntíma í fyrndnini hafi tunglið samanstaðið af bráðnum efnum. Sumar kenningarnar gera aðeins ráð fyrir, að gígirnir séu útbrunnin eldfjöll. Aðrar krefjast áhrifa flóðs og fjöru í tunglinu, er þrýstu upp bráðn- um efnum úr innýflum þess, og alt, sem ekki storknaði, rann svo t ' aftur niður þangað sem það kom frá. Ein kenningin gerir ráð fyrir heitu gasi, er skaut upp í gegnum skorpu tunglsins, eins og afarstórar bólur, úr iðrum þess, svo skropan bungaði út, féll svo saman að nokkru leyti og mynd- aði gíginn. Eg minnist þess nú, þegar hér er komið sögu, að eg las fyrir skemstu grein um Dr. E. G. Dav- is, vel þektan læknir í Kansas- borg, er var fyrrum forseti stjörnufræðisfélags þeirrar borg- ar. Greinin skýrir frá spánýrri færðikenningu, er Dr. Davis hef- ir borið fram um uppruna tungl- gígjanna. Kenning hans er: að vaxtarhringir trjáa, tanna, beina, horna, kletta-, sand- og kóraleyja-rif segi frá vexti líf' rænna efna, og að það sem við sjáum í tunglinu sé kalksteins- myndanir, og að yfirborð tungls- ins hafi í fyrndinni verið þakið sjó, og í þeim sjó hafi kólal' hringrif myndast af kalkefniS' samvexti. Dr. Davis segir meðal annars: “Hvítu kalksteinsmyndanirnar a norðurhveli jarðar samanstanda af Eozoic kalksteini, þykt óþekt> en mikil. Neðra Silurian kalk' steini, þykt, 20,000 fet; efra Sil' urian kalksteini, 15,000 fet; ’D&’ vonian kalksteini, 14,000 fet’ Carboniferus kalksteini, 16,000 fet; Permian kalkstenii, 10,000 fet, og Mississippi kalksteini, 400 til 26,000 fet á þykt, mynda til samans hæsta fjall jarðarinnar- Og ekki eitt einasta steinkoÞ1 þessa fjalls, hefir verið fraiO' leitt af völdum eldfjalla vígahnatta. Hið sama má segj3 um uppruna og fyrirbrigði hvít*J myndananna í tunglinu. Gjörvó hvíta kalksteinsmyndun jarðaí' innar, sem og öll hvíta kalk' steinsmyndun tunglsins, erU ekkert annað en tveir afarmikbr steingerfingar, einkum af beH1

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.