Heimskringla - 27.02.1946, Blaðsíða 6

Heimskringla - 27.02.1946, Blaðsíða 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 27. FEBRÚAR 1946 ■— — ----—————- | HVÍTAGULL Rödd skynseminnar, er hún hafði ekki vilj- að hlusta á í Edmonton sagði henni nú, að Jim þætti ekkert vænt um hana, heldur hefði hann verið snortinn af augnabliks tilfinningu, sem væri hjöðnuð, hefði aldrei verið neitt nema sjónhverfing. Hann var einmana, og stóð þar að auki í þakklætisskuld við hana. Vel gat líka verið, að honum hefði litist dálítið vel á hana. En nú var öll víman rokin burt hvað hann snerti og hann fann það sjálfur. Hann hafði nú séð að þessi fljótræðislega gifting þeirra var óhappaflan, en var hann nógu mikill maður til að láta hana ekki vita um þetta. Aníta vildi samt ekki hlusta á þessa rödd. Hún sagði sjálfri sér, að hún væri þreytt. Dag- urinn hafði verið langur og erfiður, og hún hlyti að misskilja Jim. “Þarna sjáum við Northumbríu-vatnið.. — Northumbría vígið er í vík hinu megin við það — við getum ekki séð það ennþá,” sagði West- lake loksins og benti í norður. Aníta sá langa, bláa línu út við sjóndeild- arhringinn. Þetta var ekki loftið heldur hinn mikli vatnsflötur alla leið eins langt og augað eygði. Að stundarkorni, liðnu voru þau yfir því og sáu brátt þorpið í víkinni. Aníta sá fáein strjál hús og að löng og mjó bryggja lá út í vatnið. Tvær flugvélar voru þar við stjóra úti fyrir, og alt í kring lágu bátar og barkarbátar. Þetta voru vonbrigði! Þarna voru ekki nema fáein hús, Ijót og ómáluð. Þar sást eng- inn blettur með hreinum lit. Jim settist og beindi vélinni að landi. Westlake gægðist út. “Hundamir eru ekki viðstaddir vegna þess að þeir eru bundir og geta ekki komið, en alt hitt, sem hreyfst getur er komði á vettvang! En þér skuluð ekki hirða neitt um fólkið. Eftir einn eða tvo daga venjist þér við það,” sagði hann. Þarna voru víst um fimtíu manns. Fáeinir hvítir. Flest andlitin voru svört — það voru Indíánar eða kynblendingar. Aníta sá þetta alt í einu — þarna sá hún lýðinn. Stór máfa hópur flaugst á um fiskisló, og tveir litlir hund- ar flugust á urrandi. Hún var veik af vonbrgiðum og svo gagn- tekin af sárri heimþrá, að hún hefði getað grátið hástöfum. Ef hún gæti bara snúið við og flogið heim frá þessu hræðilega landi, sem hún hafði þráð svo mjög að ná fyrir tuttugu tímum síðan! Þessi langa flugferð, vonibrigðin út af landinu, og þessi seigpínandi óvissa, hvað Jim snerti, yfirbugaði hana. Alt varð eins og í þoku fyrir henni. Hún reyndi að herða sig upp. Neytti til þess allrar roku, en bryggjan, húsin, fólkið — alt saman hringsnerist fyrir augum hennar. Henni var flökurt og svimaði svo að hún var næstum rokin um koll. En einhver greip um handlegg hennar. “Svona, svona, Mrs. Lanising!” heyrði hún Westlake segja eins og hann væri langt í burtu. “Ef þér getið komist héðan og hreyft yður svo lítið, þá náið þér yður strax aftur.” Hún horfði á hann eins og utan við sig — hvar var Jim? Nei, Jim hafði víst ekki veitt þessu neina eftirtekt. Lögregluforinginn horfði á hana, og hún sá að hann hafði djúpa hrukku milli greinadrlegu gráu augnanna. Hann hjálpaði henni niður úr flugbátnum. Jim var önnum kafinn og tók víst ekki eftir neinu, svo að það varð hlutverk Daviðs West- lakes að fylgja henni í land í Northumbríu. Loks fann hún fasta jörð undir fótum — ef alt væri nú jafn traust hvað hana snerti. Jim — hvað varð af Jim? Hafði hann steingleymt henni? 3. Kapítuli. Aníta jafnaði sig bráðlega. Tannlaus, gamall veiðimaður staðnæmdist beint fyrir framan hana, horfði á hana gaumgæfilega hátt og lágt eins og hún væri einhver sjaldséð skepna. Síðan lét hann í ljósi almenningsálitið, og gerði það ærið barnalega og frekjulega í senn. Eg gat ekki trúað útvarpinu. En þessi stúlka tekur hæðstu verðlaun! Hún er fallegri en máluð mynd. En hvern skramban ætlar þú að gera við annað eins og þatta, Jim? Svo þú fórst þá að gifta þig líka, já, eg vissi að það mundi fara svo þegar þú fórst til Edmonton. Eg hefi alt af sagt, að þessir bæir væru hættulegir fyrir menn! Enda fékstu mig ekki til að fara þangað — eg á ekkert þvílíkt á hættu eins og þú veist vel! Westlake hló góðlátlega. “Þú verður víst að steypa þér í vatnið og kæla þig svolítið, Sam. Þú mátt ekki tala svona um Mrs. Lansing. Þú ert bara öfundsjúk- ur af Jim eins og við allir hinir,” sagði West- lake góðlátlega og kynti hana mörgu af hvíta fólkinu og kynblendingunum. “Og nú skulum við heilsa Niels, félaga Jims,” sagði hann loksins. Hann leiddi hana fyrir risavaxinn Norð- mann, sem stóð þar og hélt í annan flugvélar vængnin. Hann hét Neils Conrad, eini maður- inn fyrir utan Westlake, sem Jim hafði sagt henni frá, er hann var í Edmonton. Niels var eins og bjarg — Aníta gat hæglega gengið upp- rétt undir handarkrika hans. “Niels, þú verður að heilsa Anítu Lans- ing!” Niels var dálítið vandræðalegur er hendi Anítu hvarf í hinn stóra hramm hans. Þeir fengu ekki oft heimsóknir af bæjardömum þarna í eyðimörkinni. Hann leit niður á hana frá sinni miklu hæð, eins og til að ganga úr skugga um, hvers konar konu Jim hefði fengið sér, og hvort það hefði nokkur áhrif á félags- skap þeirra í framtíðinni. “Svo þetta er kona Jims?” sagði hann. “Já, Jim er góður drengur — en það vitið þér sjálf- sagt af eigin reynslu. Og ef þér getið hjálpað honum. Jim er eins og bjarg í vorleysingun- um.” Jim kom nú í land með litlu töskuna henn- ar Anítu og sinn eigin farangur, og þau héldu nú öll sömul áleiðis til tjaldsins, sem Niels hafði reist og útbúið handa þeim. Þar sem göturnar skiftust, stansaði Westlake og þakkaði fyrir farið. Hann bauð þeim að koma um kvöldið heim til sín og borða hjá sér. Aníta fór með Jim til tjaldsins og þegar hann hafði látið niður farangurinn. sá hann hversu illa lá á henni. “Þetta fer alt safan vel, Aníta,” sagði hann til að lífga hana upp. “Það er bara fyrst í stað, sem leiðindin sækja að manni. Farðu nú og lagaðu þig til svo að við getum farið til West- lake. Eg fer þangað á meðan. Aníta gekk inn í tjaldið og sá búsáhöldin, sem ekki voru neitt snotur. Ljót flatsæng með flugnaneti yfir, þvottafat stóð þar á kassa. Ann- ar kassi var þar fullur af matvörum, og þriðji með eldhús áhöldum. Riffill hallaðist upp að einum kassanum, moldargólf var í tjaldinu. Aníta fór að taka upp farangur sinn, en brátt hneig hún saman í hnipri á gólfið, svo var henni þungt fyrir brjósti að hún gat ekki einu sinni grátið. Þetta átti þá að verða heimilið hennar — tjald úti á víðavangi! Þetta var fram- tíðaræfin hennar, villumannslíf. Að sofa í tjaldi eina nótt eða tvær var bara gaman, en nú átti hún að búa í tjaldi allatíð. Herbergið hennar hjá Rósu gömlu hafði verið sannarleg stáss- stofa saman borið við þetta. Hún var komin í útkjálka þar, sem menn bjuggu eins og Indíán- ar. “Nei, eg skal ekki láta yfirbugast,” sagði hún við sjálfa sig, en henni var ekki létt fyrir brjósti. Er hún leit út stundu síðar, sá hún hvar Jim sat á steini og las bréfin, sem höfðu komið stuttu áður meðan hann var að heiman. Niðri í fjörunni var mannþyrpingin ennþá að dáðst að flugvélinni. Eitthvað þrjátíu skref þaðan sat Indíáni fyrir utan dökkbrúnt tjald og hreinsaði riffil. Niels Conrad og Indíáni með honum komu frá bryggjunni með sumt af farangri Jims. Er Aníta horfði á Indíána tjöldin með hinn mikla sæg bundinna sleðahunda í kring um þau, heyrðist riffilskot og hraustleg blóts- yrði frá Jim. Bréfin féllu niður á jörðina er hann stökk á fætur. Hann rétti upp annan handlegginn, í gegn um ermina var gat rétt fyrir ofan úlnliðinn. Hann leit hvössum augum á tjaldið þar sem Indíáninn sat. Hann hélt ennþá rifflinum í hendinni, en hafði risið á fætur um leið og Jim, og undrunin stafaði út úr dökku andlitinu. Aníta sá hvað fyrir hafði komið. Skotið hafði hlaupið úr byssu Indíánans og næstum því hitt Jim. Gatið í erminni var eftir kúluna. Þrjá þumlunga til vinstri og hann hefði verið dauð- ur! Jim stóð augnablik og horfði á manninn sótsvartur af reiði. Svo stökk hann í áttina tii hans, og Aníta hljóp á eftir honum, dauðhrædd við svipinn, sem á honum var. “Eg hafði tekið öll skotin úr rifflinum, en samt fór skotið úr honum, skil það ekki — þetta var óhapp------” Indíáninn stóð þarna og bað- aði út höndunum. “Óhapp, segir þú, lúsablesinn þinn. Eg skal segja þér, þú varst að reyna að drepa mig. Eg skal kenna þér. —” Hann greip rifillinn af honum, sveiflaði honum yfir höfði sér og möl- braut hann á steini. Kynblendingurinn, sem var eitthvað um þrítugt, kænskulegur og refs- legur, reyndi að taka til fótanna, en Jim greip hann og lyfti honum upp. Hann hristi hann eins og rottu þangað til tennurnar glömruðu í munninum á honum. “Næsta skiftið og þú skýtur á mig, Boileau, verður þú að hitta betur!” æpti hann og senti honum á tjaldið, svo hart að tjaldhælarnir spruttu upp og Boileau lá þar með alt saman liggjandi ofan á sér. “Þetta var þá Boileau! Aníta skildi að mað- urinn hafði reynt að drepa Jim með þessu ó- vlijaverki sínu, sem var ekkert nema fyrir- sláttur. Á meðan náunginn skreiddist undan tjaldinu, kom annar kynblendingur út úr öðru tjaldi og auk hans Indíáni. Hafði annar þeirra hníf en hinn öxi, þrír bættust við. Þeir voru nú sex á móti Jim! Hún varð náföl af hræðslu og skalf á beinunum. Jim greip brotna riffilinn og Niels kom hlaupandi með ár í hendinni. Hinir sex staðnæmdust hikandi. “Komið þið bara. Við skulum verða lausir við önnur eins hræ og þið eruð!” hrópaði Jim. Mennirnir á bryggjunni komu hlaupandi til að sjá bardagann, en í þeim svifum kom lög- reglumaður og kallaði til Jim Lansing og Boi- leau að hafa sig hægt. Hann hafði ekki ætlað að segja þeim þetta, því að kynblendingarnir voru þegar farnir að hörfa undan. “Hvað gengur hér á?” spurði lögreglumað- urinn. Jim svaraði ekki, en Boileau, sem þóttist nú öruggur í skjóli lögreglunnar, æpti af fullum hálsi: “Eg sat bara og hreinsaði byssuna mína og skotið hljóp úr henni — hreinasta tilviljun — og þá tók hann mig og fór svona með mig! Boi- leau benti á ónýtan riffilinn. — “Taktu hann fastan — eg kæri hann!” æpti hann. “Tilviljun, segir þú,” sagði Niels hlægj- andi. “Lítið á gatið á skyrtuerminni hans Jims.” Lögreglumaðurinn gerði það og sneri sér síðan til Cæsars Boileau. “Það var einkennilegt, að þú skyldir beina rifflinum beint að Jim Lansing, þegar þú varst að hreinsa hann,” sagði hann. “Gastu ekki beint honum í einhverja aðra átt?” “Taktu hann bara fastan. Það er skylda þín”, sagði Boileau og lét sig hvergi. “Jæja, fyrst þú ert svona áfram um það,” sagði lögreglumaðurinn. “En fyrst við förum að minnast á skyldu, þá er líka skylda mín að taka þig fastna fyrir glæpsamlegt hirðuleysi. Þú verður að dúsa sex mánuði í svartholinu, hugsa eg. Komdu við skulum komast af stað.” “Nei, nei, nei!” hrópaði Boileau ákafur. “Láttu hann sleppa. Við skulum gleyma þessu öllu saman.” Lögregluþjónninn brosti háðslega. “Gott og vel. En eg ætla ráðleggja þér að vera gætnari með þessar “tilviljanir” þínar í framtíðinni, Boileau. Lansing hefir orðið fyrir mörgum þeirra þetta ár, og ef hann verður drep- inn af “tilviljun” þá færð þú kaðal um hálsinn. Sjáðu til svona, hafið þið ykkur allir héðan, og það strax!” “Hvað hafa þessir kynblendingar á móti þér, Jim?” spurði Aníta þegar þau voru komin inn í tjaldið. “Ó, þeim er illa við mig. Það er ekki vert að festa hugann við það. Vertu ekki að hugsa um þennan óþjóðarlýð, Aníta, þeir eru bara svolítill hluti af því, sem eg þarf að berjast við. Ef eg hefði enga aðra en þá á móti mér, þá —” “Hvað er þetta sem þú þarft að berjast við Jim?” spurði hún áköf. En Jim vildi ekkert meira segja henni. “Nei, eg segi ekkert meira um þetta. — Gleymdu þessu, Aníta mín, og reyndu heldur að verða tilbúin, svo að við getum farið til Davíðs Westlakes”, sagði hann. Vandræði Jims létu hana gleyma sínum eigin vandræðum um stund. Hún var mjög á- hyggjufull er hún var að taka upp farangurinn. Var þessi Boileau-flokkur aðeins lítill hluti af óvinum Jims? Það hafði hann sagt, og hún varð að trúa því. Ef þessi kynblendingahópur hefði verið þeir einu af andstæðingum hans, mundu þeir.Jim og Westlake sjálfsagt hafa rutt þeim bráðlega úr vegi, og það fyrir löngu síðan. Hún var viss um að Jim átti miklu hættulegri mótstöðumenn, hverjir sem þeir voru. Þau sátu í kofa Westlakes og töluðu saman. Hann stóð á bak við herbúðirnar þar, sem lög- regluherinn hafði aðsetur sitt. David Westlake leit aftur og aftur á Aníta þar, sem hún sat út við gluggana og kveldsólin stafaði geislum sín- um á hár hennar og gerði það eins og máð gull á litinn. Hann sagði sjálfum sér að hann dáð- ist bara að æksufegurð hennar, en einhvernveg- inn fanst honum, að hún gerbreytti öllu and- rúmsloftinu í kofanum. Þetta heimili hans var eins og spegilmynd af honum sjálfum. Þessi þrjú herbergi báru vott um stranga sjálfsafneitun, lýstu meinlæta manni, sem hann var að sumu leyti — þar vant- aði hina umönnunarsömu konuhönd til að mýkja það. Hinar mörgu bækur og pípur, lýstu einmanalegum manni og lön'gum kvöldum. — Engar ljósmyndir stóðu á borðinu eða á arin- hyllunni. Þeir höfðu haft auga á Westlake yfir- menn hans í lögregluliðinu, hin síðustu fjögur árin. Bráðlega mátti hann eiga von á að hækka í stöðunni. En fjögra ára einvera hafði gert hann firtinn í fjölmenni. Er hann sat og talaði við Jim og Anítu, fékk hann grun um, að alt væri ekki eins og ætti að vera í sambúð þeirra. Virtist honum að þetta væri ekki henni að kenna. Það var ekki vandi að sjá að hún var mjög ástfangin í Jim. Nei, þetta hlaut að vera Jim að kenna. Honum virtist ýmislegt, sem hann sá, benda til að Jim þætti ekki vænt um hana. “Hann hefir líklega rokið til og gift sig í einhverju flaustri eins og hann gerir alla hluti,” hugsaði hann, “og nú óskar hann sér að hann hefði látið það ógert. Skollans vitleysa!” Aníta var þreytt og utan við sig. Strax og hún gat bauð hún góða nótt og gekk heim að tjaldinu. Hún vissi líka að þá Jim og Westlake langaði til að tala saman í ró og næði. Stígurinn, sem hún gekk eftir, lá meðfram langri tjaldaröð, sem tilheyrði Gullhnífs Indí- ánunum. Fanst Anítu að þeir væru mjög smá- vaxnir til að vera Indíánar. Augun voru ská- sett eins og á Eskimóum og þeir voru skræk- róma. Konurnar voru klæddar fötum úr skræp- óttu baðmullar lérefti, en mennirnir í ódýr föt frá verzluninni. Á höfðinu höfðu þeir litlar skygnishúfur, á þær var letrað: “Kapteinn”, “Hershöfðingi” og “Flotaforingi” með glitrandi gullstöfum á reimina. Aníta var fjarskalega einmanaleg og reyndi til að tala við eina kon- una, en hún skildi ekki orð í ensku, og hló af- skaplega að Anítu af því að hún skildi ekki Indíánamálið, sem þessi flokkur talaði. Nei, Aníta varð ekki hrifin af Indíánunum, sem hún sá þarna norður frá. Rétt á eftir hitti hún stóran sleðahund. Hund- ur þessi var að hálfu leyti útlkynjaður og miklu hættulegri mönnum en nokkur úlfur gat verið. Aníta gakk framhjá runni einum, og þá þaut upp stór, svartur hundur og urraði svo grimmi- lega, að henni rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Hin digra hlekkjakeðja, sem hundur- inn var bundinn með, stöðvaði hann á miðri leið á stökkinu, en skoltar hundsins skullu saman tæpt fet frá andliti hennar. Svo hnipraði hund- urnin sig saman og beið næsta gests, sem færi þar fram hjá. Aníta gætti eftir þetta vel að öllum runnum og steinum, og komst loks heim í tjaldið. Nú hlaut að fara að dimma, hugsaði hún, en« það varð ekki einu sinni vottur fyrir rökkri. Sólin var reyndar lágt á lofti, en hún varpaði gulli sínu á tjaldþökin og lét smábárurnar á vatninu glitra. Annað hvort hafði Aníta orðið illilega átta- vilt, eða sólin hafði lagt einkennilega lykkju á leið sína eftir himninum, fanst henni — því sól- in var í hánorðir! Hún leit á armbandsúrið, sem Jim hafði gefið henni. Þetta var rétt, klukk- an var farin að ganga eitt, miðnætursól. Þetta var miðnætursólin! Aníta stóð lengi fyrir utan tjaldið og horfði á næturfegurðina, svo skreið hún undir flugna- netið og fór að sofa. Hún var eins og í móki þegar Jim kom inn í sjaldið. Aníta réis strax upp á olnbogann, en í staðinn fyrir að komast í rúmið, settist Jim á kassa og fylti pípuna sína. Aníta sá að hann þurfti að segja henni frá einhverju mikilvægu atriði. “Eftir einn eða tvo daga hefi eg hugsað mér að fljúga til Klettafjallanna, langt inn í fjöll- in,” mælti hann. Aníta tók eftir að hann sagði “eg”, en ekki “við”. Hafði hann hugsað sér að skilja hana eftir í Northumbríu? En hann ætl- aði kanske að skreppa þangað-sem snöggvast. “Ætlar þú að hafa Niels með þér, Jim?” spurði hún. “Nei, Niels og kynblendingarnir, sem með okkur eru, eiga að fara til Kewah-tína árinnar með nokkuð af vetrarforðanum okkar.” Aníta var ekki neitt sérstaklega lærð í landafræði en samt yissi hún að Kewah-tína var eitthvað um sex hundruð kílómetra norð- austur þaðan sem þau voru nú, við austur enda þessa mikla stöðuvatns, og að þeir Jim og Niels höfðu þar vetraisetu sína. “En er það ekki hættulegt fyrir þig að ferð- ast þangað svona aleinn?” “Ónei, þorpararnir koma ekki þangað.” En ef engin hætta var á ferðum, og Niels átti ekki að fara þangað, því gat hún þá ekk’ farið með Jim? Og auk þess hafði hann sagst mundi verða þarna lengi. Jim sat og barði fingurgómunum á kassann- sem hann sat á. Það var auðséð að honum var örðugt innan brjósts. “Aníta, þú getur ekki búið alein í þessu tjaldi. Eg ætla að semja við Pálu Michaels, að þú verðir hjá henni — Michaels hefir búðina hérna, sem þú sást er þú komst frá Westlake. Þau búa í sama húsinu. Pála og Manden Alec eru kynblendingar, en ágætis fólk, það getur Westlake sannað þér. Og Pálu þætti líka vænt um að fá einhvern til að tala við.” . “En Jim — þú sagðir sjálfur, að þetta vseri engin hættuför, og þú hefir nægilegt rúm 1 flugbátnum — Jim, hversvegna get eg ekki far- ið með þér?” stundi Aníta upp. “Landið þar er ekki við kvennahæfi allra minst fyrir-----”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.