Heimskringla - 06.03.1946, Blaðsíða 3

Heimskringla - 06.03.1946, Blaðsíða 3
I WINNIPEG, 6. MARZ 1946 Canada, jarlsins af Athlone, og Alice prinsessu, er þau heimsóttu landnám Islendinga 26. apríl s. 1., en landstjórnin er, sem kunnugt er, heiðursverndari félagsins. — Þátttökuna af hálfu þess önnuð • ust, vara-forseti, gjaldkeri og skjalavörður, en forseti sendi landstjóranum bréflega kveðju og þakkaði honum í félagsins nafni fyrir þann sóma, sem hann hafði sýnt því og íslendingum, er hann gerðist verndari þess. ívar Guðmundsson. fréttarit- stjóri “Morgunblaðsins”, hélt í júní á vegum félagsins fyrirlest- ur um Island, sem var ágætlega rómaður. Var Þórhildur frú hans með í förinni, og þóttu þau ágætir gestir. Stýrði vara-forseti fyrirlestrar-samkomu þessari í fjarveru forseta. Síðar á árinu bar aðra sérstaklega kærkomna gesti að garði, þar sem voru þau hjónin dr. Ófeigur J. Ófeigsson og frú Ragnhildur, en hann hefir undanfarið átt sæti í stjórnar- nefnd Þjóðræknisfélagsins á ís- landi og reynst oss Islendingum vestan hafs mikill vinur og at- hafnasamur í vora þágu. Efndi stjórnarnefnd félags vors til fjöl- sótts kaffi-samsætis í heiðurs- skyni við þau hjónin, og ávarp- aði vara-forseti þau fyrir vora hönd. Þá átti félagið nokkurn hlut í að fagna Ásmundi Guð- mundssyni prófessor, er oss reyndist mikill aufúsugestur; flutti forseti honum kveðju fé- lagsins á fyrirlestrar-samkomu hans að Mountain, en vara-for- seti ávarpaði hann af hálfu þess í kveðjusamsæti, sem lúterska kirkjufélagið hélt honum í Win- nipeg. Þá þykir mér sjálfsagt að geta annara góðra gesta heiman af íslandi, sem heimsóttu bygðir vorar á síðastliðnu ári, en það voru þeir Pétur Sigurgeirsson guðfræði-kandidat, Guðmundur Daníelsson rithöfundur og Guð- mundur Hjálmarsson banka- maður; að vísu voru þeir eigi á vegum félagsins, en fluttu erindi og ávörp á samkómum deilda þess. “Icelandic Canadian Club” bauð félaginu þátttöku í sam- sæti, sem sá félagsskapur stofn- aði til í heiðursskyni við próf. Thorberg Thorvladson og frú hans í tilefni af því, að Manitoba- háskóli hafði sæmt hann heið- ursdoktors-nafnbót í vísindum; var það boð þakklátlega þegið og flutti ritari þar ávarp fyrir hönd félagisns en bréfleg kveðja var lesin frá forseta. I samvinnu við Islendinga- dagsnefndina á Hnausum tók fé- lagið einnig þátt í samsæti tii heiðurs dr. Stefáni Einarssyni, er forseti stjórnaði. Þá stóð félagið að samsæti í tilefni af 70 ára af- mæli Ásmundar P. Jóhannsson byggingameistara, þess manns- ins, sem lengst hefir átt sæti í stjórnarnefnd þess; hafði forseti samkomustjórn með höndum, en vara-froseti hélt aðalræðuna fyr- ir minni heiðursgestsins. Síðast en eigi sízt skal þess getið, að deildin “Frón” og Þjóð- ræknisfélagið efndu í samein- ingu til fjölmenns og virðulegs hátíðahlads í tilefni af aldarártíö Jónasar Hallgrímssonar skálds, sem þótti vel takast. Útgáfumál Þau hafa á árinu verið fjöl- þættari en áður. Ber þar fyrst að nefna tímarit félagsins, en Gísli Jónsson prentsmiðjustjóri hefir með höndum ritstjórn þess eins og að undanförnu, og hefir hann margsýnt það, að vænta rná hins bezat af honum í þvi efni bæði um efnisval og allan frá- gang. Mrs. P. S. Pálsson heíir aftur í ár annast söfnun auglýs- inga í ritið, með miklum dugn- aði og ágætum árangri. Með þakklæti skal þess þetið, að Þjóð- ræknisfélagið á Islandi hefir sem undanfarin ár pantað 750 ein- tök af ritinu til útbýtingar meðal félagsmanna sinna, og er upplag '» S K R I N n 3. SÍÐA þess því aftur með allra stærsta móti. Ásamt “Icelandic Canadian Club” átti félagið einnig hlut að útgáfu fyrirlestrasafnsins “Ice- land’s Thousand Years”, er út kom undir ritstjórn próf. Skúla Johnson og fór ágætlega á þeirri tilhögun, því að félögin höfðu átt samvinnu um fræðslunámsskeið- ið þar sem fyrirlestrarnir voru haldnir, og fólk úr stjómar- nefndinni flutt marga þeirra. — Hefir erindasafn þetta fengið á- gæta dóma, og er talið hið þarf- asta rit; vil eg því eindregið hvetja deildir félagsins til þess að stuðla sem mest að útbreiðslu þess, því að það á sérstakt erindi til æskulýðs vors. Þá er nýútkomið 3. bindi “Sögu íslendinga í Vesturheimi eftir Þrostein Þ. Þorstenisson, mikið rit og merkilegt, þrungið af fróðleik og vel samið. Vil eg minna félagsfólk vort og deildir á það, að rit þetta heldur áfram að koma út undir nafni félagsins, þó að sérstök nefnd áhugamanna á útgáfunni annist hana að öllu leyti. Má ekki mnina vera, en íélag vort stuðli af frekasta mætti að útbreiðslu sögunnar, enda var tilboð nefndar þeirrar, er stendur straum af útgáfunni, samþykt af stjórnarnefnd vorri með því skilyrði, að félagið “geri sitt ítrasta til þess að selja og út- breiða bókina í samvinnu við nefndina.” Agnesar-sjóðurinn Eins og þegar er kunnugt, hóf Þjóðræknisfélagið fyrir stuttu síðan almenna fjársöfnun í náms- sjóð til styrktar hinni óvenju- lega gáfuðu listakonu, Agnesi Sigurðsson píanó-leikara, til þess að gera henni fært að stunda framhaldsnám í New Yrok. Hafa þeir vara-froseti, féhirðir og skjalavörður þetta mál með höndum af hálfu félagsins, og hafa undirtektir almennigs þeg- ar orðið góðar. Er félagið þakk- látt fyrir það. En betur má þó, ef duga skal, því að hér er um langt og kostnaðarsamt nám að ræða. Eigi getur heldur fegurra eða þarfara þjóðræknisverk en það, að styðja þá á framsóknar- brautinni í list sinni, sem jafn- líklegir eru til þess að auka á hróður vorn og ættþjóðar vorrar eins og þessi glæsilega listakona er. Önnur mál Auk milliþinganefnda þeirra, sem þegar voru taldar, munu eft- irfarandi nefndir leggja fram skýrslur sínar: minjasafnsnefnd, formaður Bergþór E. Johnson; Leifs Eiríkssonar myndastyttu- nefnd, formaður Ásmundur P. Jóhannsson; húsbyggingar-nefnd formaður séra Halldór E. John- son; og nefnd, er annast söfnun sögugagna og þjóðlegs fróðleiks, formaður séra Sigurður Ólafs- son. Venju samkvæmt verða einnig lagðar fram prentaðar skýrslur féhirðis, fjármálaritara og skjalavarðar, og nægir að vísa til þeirra um fjármál félagsins. Niðurlagsorð. Á þinginu í fyrra tók eg endur- kosningu í forsetaembættoð fyrir eindrengnar áskoranir úr morg- um áttum, en setti jafnframt það skilyrði, að eg yrði eigi í kjöri aftur í ár. Sú ákvörðun mín stendur óbreytt, og biðst eg einn- ig undan að taka annað sæti,í 1 stjórnarnefndinni að þessu sinni. | Vona eg, að enginn misskjilji þá afstöðu mína, því að hún er hvorki sprottin af minkandi á- huga á þjóðræknismálunum, né heldur af vanþakklæti til yðar, 'sem hvað eftir annað hafið sýnt I mér traust og sóma. Ein af höfuð- jástæðunum til þessarar ákvörð- unar minnar er sú, að eg hefi undanfarin ár, vegna félags- starfsins,orðið að leggja á hilluna ' ritstörf um íslenzk efni, sem mér i ber að vinna, og þá sérstaklega að ljúka við að rita minn hluta af sögu íslenzkra nútíðarbók- mennta á ensku, sem dr. Stefán Einarsson og eg erum að vinna að í sameiningu, en Alþingi Is- lands hefir veitt fé til útgáfunn- ar. Væri það því ódrengskapur að láta það verk lengur óunnið, að ótöldum mörgum öðrum rit- störfum, sem eg hefi lofað að vinna á næstunni, svo sem endur- skoðuð útgáfa af þýðingasafn- inu Icelandic Lyrics. Hitt þarf eg vart að taka fram, að eg er jafn fasttrúðaður og eg hefi altaf verið á nauðsyn og gildi þjóðræknisstarfsemi vorrar í landi hér og reiðubúinn að leggja félagi voru og málum þess lið í ræðu og riti, eða með öðrum hætti eftir því, sem ástæður mín- ar leyfa. Með tilliti til ofangreindrar ákvörðunar minnar, vil eg þá þakka innilega öllum þeim, sem áttu hafa sæti í stjórnarnefnd- inni í forsetatíð minni, fyrir ágæta og ánægjulega samvinnu, ennfremur ritstjóra tímarits íélagsinns, forsetum og öðrum embættismönnum deilda þess og sambandsdeilda, ritstjórum vest- ur-íslenzku vikublaðanna, sendi- herra íslands í Washington, aðal- ræðismanni þess í New York, ræðismönnum þess í Chicago og Winnipeg og stjórnarnefnd Þjóð- ræknisfélagsins á íslandi. Öllum þessum aðilum á félagið og eg sem forseti þess undanfarin sex ár mikla skuld að gjalda. Það á ' einnig sérstaklega við um fórseta Tslands, herra Svein Björnsson, heiðursverndara félags vors, og ríkisstjórn Islands á umræddu tímabili, sem sýnt hafa oss frá- bæra góðvild og mikinn sóma, svo sem með því að senda biskup Islands sem fulltrúa á aldarf jórð- ungs-afmæli félags vors ogbjóða fulltrúa af vorri hálfu á lýðveld- ishátiðina. Loks þakka eg félags- fólki voru í heild sinni hjartan- lega fyrir alla tiltrúna, sem það hefir sýnt mér, og hin mörgu uppörvunarorð í bréfum og sam- tölum, sem verið hafa mér byr undir vængi í starfinu og óræk sönnun þess, hve málstaður vor á viðtækar og djúpar rætur í hugum fólks vors. Þó sjálfsagt sé að horfast hreinskilningslega í augu við þá erfiðleika, sem vér eigum við að stríða í félagsmálum vorum, og þar er um margt á brattan að sækja, fæ eg eigi annað séð, er eg lít yfir starfið undanfarin ár og horfi fram á við, en að þessi starfsemi geti enn átt langt líf fyrir höndum, ef að henni er unnið af einlægni, áhuga, sam- huga og fórnfýsi. Það eru hinir traiístu hornsteinar allrar far- sællegrar og varanlegrar félags- starfsemi. Hinn mikilhæfi og spakvitri forseti Bandaríkjanna, Franklin D. Roosevelt, komst svo að orði i einni af hinum frægu hvatning- arræðum sínum til þjóðar sinnar á stríðsárunum, að það eina, sem nenn þyrftu að hræðast væri ótt- inn sjálfur. Það er sama hugs- unin og fram kemur í kvæði hins snjalla skálds vors Hannesar Hafstein, sem einnig var bjart- sýnn og brattsækinn leiðtogi þjóðar sinnar: Öllum hafís verri er hjartans ís, sem heltekur skyldunnar þor. Ef grípur hann þjóð, þá er glöt- unin vís, þá gagnar ei sól né vor. Vörumst að láta þann klaka spenna helgreipar sínar um hjartarætur vorar, draga oss kjark úr brjósti og orku úr taug- um. “Trúin flytur fjöll”, stend- ur skrifað. Trúin á málstaðinn flytur hann fram til sigurs, því að hún heldur vakandi eldi á- hugans. I þeirri trú kveð eg yður til starfa á þessu 27. þingi Þjóð- ræknisfélags íslendinga í Vest- urheimi og bið um líftrú og eld- móð oss til handa í kröftugum og tímabærum orðum skáldsins, sem eg vitnaði til áðan: 'Þrengdu þá gegnum lands og þjóðar lund, lífga hið veika, efl og bæt hið sterka, . lát alt sem dáðlaust sefur bregða blund, til bjartra, góðra, drengilegra verka. % , ' ....... . . .. FRÉTTIR FRÁ ÍSLANDl 31 íslenzk hermannakona á leið til Bandaríkjanna Með ameríska flotaskipinu “Merak” fór í fyrrinótt 31 ís- lenzk kona, sem gift er amerísk- , um hermönnum, áleiðis til | Bandaríkjanna. Með þeim voru ' 8 börn og tvær íslenzkar stúlkur, sem heitbundnar eru amerískum hermönnum. Búist er við að skipið komi til New York þ. 7 þ. m. Alt í alt hefir þá ameríski her- inn flutt samtals 100 hermanna konur og um 60 börn héðan til j Bandaríkjanna, en áætlað er að alls hafi 200 íslenzkar konur giftst amerískum hermönnum. Með “Merak” fóru að þessu sinni 60 farþegar héðan til Bandaríkjanna, hermannakon-j urnar 32, börnin 8, heitmeyjar 2 | og 18 aðrir Islendnigar, sem eru i að fara til náms í Ameríku eða í verzlunarerindum.—Mbl. 1. feb. Gullfoss kominn til Ilafnar í slæmu ástandi Nokkrir skipverjar af e.s. Lag- arfossi hafa farið um borð í e.s. Gullfoss, þar sem hann liggur í höfninni í Kaupmannahöfn, en þangað var skipið flutt frá Kiel. Segja þeir skipið mjög illa útlít- andi. Öllu lauslegu stolið og skemt, það sem ekki var hægt að taka með sér. Það var 1. janúar s. 1. að danskir dráttarbátar komu með skipið á höfnina í Kaupmanna- höfn og var því lagt undan Burm. & Wain skipasmíðastöðvunum. Það var þ. 6. janúar, að sex skip- verjar af e.s. Lagarfossi fóru um borð í Gullfoss. Þegar þeir komu þangað var þar fyrir danskur maður, en hann var varðmaður í því. — Gengu skipverjar um alt skipið og skoðuðu það í krók og kring. Með því fyrsta, sem tekið var eftir, er að ein einasta rúða var heil. — Þær höfðu ýmist verið brotnar eða skotnar í sundur. — Öll málningin var þannig, að af henni má helzt ráða, að skipið hafi legið nærri þeim stað er mikill eldur hefir verið. Máln- ingin er öll eins og skroppin saman. — Inn í reyksalnum var ekkert að sjá nema járnið eitt. Alt timbur er klætt var á vegg- ina hafði verið rifið í burtu, og það sem ekki hafði verið numið á brott, hafði verið brotið og bramlað. Reyksalurinn var sem einn geimur. Alt það er gert var úr kopar, rafleiðslur, hitaleiðsl- ur og annað var búið að rífa í burtu. Bæði farrýmin voru jafn illa farin, því sem ekki hefir ver- ið stolið, hefir verið brotið og eyðilagt. — Lestar skipsjns voru ekki að sjá mikið skemdar, nema þá þriðja lest. I henni var dálít- ið vatn, en dæla var þar og hafði hún sæmilega undan. Sennilega mun vera kominn leki að skip- inu, því sjáanlegt er að ekkert hefir verið gert til þess að halda neinu við, nema ef til vill vélinni. Ennþá má sjá nafnið Gullfoss Is- land og hultleysismerkin, ís- lenzku fánana tvo. Um vél skipsins er það að ' segja, að hún er talin vera einna 1 minst skemd' en öllum verkfær- | um og lauslegu hefir verið stolið. Sérfræðingar telja, að það j muni kosta að minsta kosti 2 miljónir danskra króna. —Mlb. 23. jan. * *■ * Jón Pálsson fyrv. bankaféhirðir látinn Jón Pálsson fyriverandi banka gjaldkeri andaðist á hádegi í gær að heimili sínu, Laufásveg 59 hér í bænum, á 81. aldursári. — Hann hafði um all-langt skeið átt við vanheilsu að stríða. —Mbl. 19. jan. ★ ★ ★ Skjöl fyrir innrásar fyrirætlanir Þjóðverja í Island fundin Meðal skjala, sem bandamenn fundu hjá herstjórn Þjóðverja, voru fullgerðar fyrirætlanir um innrás þýzka hersins í ísland. Með skjölum þessum fundust uppdrættir af Islandi, þar sem merktir voru þeir staðir þar sem herinn átti að lenda og ennfrem- ur áætlanir um hve margir her- menn áttu að taka þátt í innrás- inni, fyrirætlanir um hvernig átti að fæða herinn o. s. frv. Var alt undirbúið undir innrás og stóð ekki á öðru en fyrirskipun frá yfirherstjórninni um hvenær hún skyldi framkvæmd. Skjöl þessi eru nú til athugun- ar hjá herstjórnum bandamanna og þegar búið er að athuga þáu verða skjölin vafalaust birt opin- berlega. Öll líkindi benda til, að það hafi verið sami þýzki kafbátur- inn, sem sökti e.s. Goðafossi og síðar Dettisfossi. Foringi á kaf- bát þessum hét Oberleutinant sur See Frit Hein. — Hann fórst skömmu áður en styrjöldinni lauk. Kafbátsforinginn vissi þegar hann sökti Goðafoss að það var skip hlutlausrar þjóðar og ef hann hefði lifað, er sennilegt að hann hefði verið dreginn fyrir dómstólana, ákærður sem stríðs- glæpamaður. Heimildarmaður Mbl. fyrir því, sem hér er sagt að framan er William Downey major, en hann er nýkominn hingað til lands frá Frankfurt í Þýzkalandi, Nurn- berg, þar sem hann var við rétt- arhöldin og frá London. Downey major misti konu sína, frú Ellen Downey og son þeirra hjóna William, er Goða- fossi var sökt og hefir því haft mikinn áhuga fyrir að grafast fyrir um það hvernig og hverjir söktu skipinu.—Mbl. 31. jan. ★ ★ ★ Pétur Benediktsson sendiherra athugar markaðsskilyrði Pétur Benediktsson sendi- herra og frú hans fóru héðan flugleiðis til Stokkhólms í gær. Þaðan fara þau til Prag. Hefir sendiherranum verið fal- ið að athuga sölumöguleika á ís- lenzkum afurðum í Tékkósló- vakíu og fleiri Evrópulöndum, Sviss, Frakklandi og víðar. Er Ólafur Jónsson útgerðarmaður í Sandgerði ráðinn í þessa ferð með Pétri sendiherra. —Mbl. 27. jan. H HAGBORG II FUEL co. n Dial 21 331 noáÍ) 21 331 BORGIÐ HEIMSKRINGLU— því gleymd er gold?n skuld Guðbjörn Björnsson, kaup- maður á Akureyri, látinn A föstudaginn var andaðist í sjúkrahúsi Akureyrar Guðbjörn Björnsson, kauppmaður og veit- nigamaður í samkomuhúsi bæj- arins. Hann hafði verið þungt haldinn undanfarnar vikur. __ Hann var meðal vinsælustu borgara á Akureyri og víðkunn- ur maður.—Mbl. 27. jan. Góðar bækur Hirðisbréf, Sigurgeir Sigurðsson biskup _______ .50 A Sheaf of Verses, Dr. Richard Beck________ .35 Fyrsta bygging í alheimi, Hall- dór Friðleifsson _______$2.50 Friðarboginn er fagur, Halldór Friðleifsson ___________$2.50 Icelandic Grammar, Text, Glos- sary, Dr. Stefán Einarsson, (bandi) ________________$8.50 Björninn úr Bjarmalandi, Þ. Þ. Þ. (óbundin) _____$2.50 (bandi) ----------------$3.25 Hunangsflugur, G. J. Guttorms- son, (bandi) -----------$1.50 Úr útlegð, J. S. frá Kaldbak, (óbundið) ______________ 2.00 (bandi) ______________ 2.75 Fimm einsönglög, Sig. Þórðar- son (heft) ----------^..$1,50 Björnsson’s Book Store 702 Sargent Ave. — Winnipeg JUMBO KÁLHÖFUÐ Stærsta kálhöfðategund sem til er, vegur 30 til 40 pund. Öviðjafnanleg í súrgraut og neyzlu. Það er ánægju- legt að sjá þessa risa vaxa. Árið sem leið seldum vér meira af Jumbo kál- höfðum en öllum öðrum káltegund- um. vaxkinn 10é, únza 80é póstfrítt. FRÍ—Vor stóra útsœðisbók fyrir 1946 Enn sú íullkomnasta 89 DOMINION SEED HOUSE Georgetown, Ontario John S. Brooks Limited DUNVILLE. Ontario, Canada MANUFACTURERS OF GILL NETTING Okkar net eru búin til úr beztu tegund af hör tvinna og fyrsta flokks “Sea Island Cotton” og egypskum tvinna. Þér megið treysta bœði vörugœðum og verði Allar pantanir fljótt og ábyggilega afgreiddar. Captain M. R. Janes, Leland Hotel, Winnipeg Umboðsmaður fyrir Manitoba, Saskatchewan og Alberta Hirðisbréf Til Presta og Prófasta á íslandi, eftir Sigurgeir Sigurðsson biskup Ný útgáfa með inngangsorðum eftir Bergþór Emil Johnson sem er útgefandi og kostnaðarmaður Til sölu í Bókabúð Davíðs Björnssonar, 702 Sargent Ave., Winnipeg Verð 50^, sent póstfrítt.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.